Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ, 1946 Frá Þjóðræknisþinginu Það var óvenjulega fjölment að þessu sinni, troðfult á öllum sam- komum og fundir vel sóttir. Má ætla að þetta beri vott um aukinn áhuga og er það vel, því þjóð- ræknisfélagið er eina félagið, sem getur beitt sér fyrir áhuga- málum allra Islendinga í Vestur- heimi, varðandi þjóðrækni þeirra og verndun íslenzkra menningar verðmæta. Mjög er það nú samt ábærilegt, að sú kynkvísl, sem stofnaði þetta félag og hefur barist fyrir viðhaldi þess jafnan síðan, er nú tekin fast að eldast. Þarf félagið í framtíðinni, að ná meir til hinnar ungu og upp- rennandi kynslóðar. Leitast er við, að gera þetta með barna- fræðslu í ýmsum bygðum með nokkrum árangri. Bót er í máli, að yngsta deild félagsins “The Young Icelanders Canadian Club í Winnipeg’^er mjög vakandi í starfinu. Þingið var ekki einungis fjöl- sótt, heldur og hið ánægjuleg- asta að flestu leyti. Voru það einkum hinir góðu gestir: Ing- ólfur Gíslason læknir og Niels Johnson dómsmálaráðherra Norður Dakotaríkis, sem gerðu það líflegt og skemtilegt. Ingólfur læknir er svo kýminn og kátur, að manni verður að hlæja að hverju sem hann segir, jafnvel þótt það kunni að vera dauðsfall uppí dölum Fróns, og er það þó ekki fyrir það, að læknirinn hafi slíkt í kýmnis ræðum, heldur geta menn ekki stöðvað hláturinn. Það hefur sannarlega verið hressandi og læknismeðal við tannpínu og minniháttar magakveisu, að fá svo skemtilegan læknir í sjúkra vitjun. Ræða hans var þess utan stórfróðleg um helbrigðis ástand- ið á Islandi, þótt sumu væri þar slept, sjálfsagt viljandi, sem frá mínu sjónarmiði hefði mátt minnast á, á eg þar einkum við kynferðissjúkdómana, þessi átu- meins í lífskrafti þjóðanna, sem fer stöðugt vaxandi á íslandi, sem annarstaðar. Læknirinn bar fram kveðjur, fyrsta þingdaginn, frá forseta og stjórn Islands, og sendiherra Is- lands í Washington. Sömuleíðis bar hann fram boðsbréf til rit- stjóranna í Winnipeg og Grettis Jóhannssonar ræðismanns, frá þjóðræknisfélaginu í Reykjavík, þess efnis að þessum mönnum ásamt eiginkonum væri boðið í heimsókn til íslands á næstkom- andi sumri. Sjálfsagt hefur það verið fyrir vangá að Gísli John- son, ritstjóri Þjóðræknistíma- ritsins var ekki tekinn í töluna, þótt það hefði verið viðeigandi, því ritið hefur mikla útbreiðslu heima. Þingsetningardaginn flutti líka Hon. Niels Johnson, domsmála- . ráðherra, kveðju frá ríkisstjóra Norður Dakotaríkis og einkar skemtilegt ávarp frá sjálfum sér. Hófst þingið mjög svo ánæju- lega því auk þessa ber sízt að gleyma þingsetningarræðu for- setans, enkar snjöllu erindi og fluttri með þeirri röggsemd og fjöri, sem Dr. Beck er svo eigin- leg. Hanner einnig atkvæða maður um alla fundarstjórn og setur lífsmark áhugans á alla fundi. Um kveld þessa dags stóð “The Icelandic Canadian Club” fyrir ágætri samkomu í fyrstu Lút- ersku kirkjunni. Var þar margt um manninn og margt til skemt- unar. Ágætur upplestur á ís- lenzku, serti ungar stúlkur intu af hendi. Þar söng einnig kvenna söngflokkur undir stjórn Mr. Paul Bardals og sungu þær mikið og sungu vel. Ávarp forsetans, Mrs. Hðlmfríður Daníelson var bæði snjalt og viðeigandi. 9r hún nú að láta af embætti sem for- seti deildarinnar; á félagsskap- urinn henni mikið að þakka, því hún hefur verið afar ötul og framkvæmdarsamur forseti. Aðal atriði þessarar samkomu var hin prýðilega ræða Hon. Niels Johnson. Það má skrum- laust fullyrða, að ræðan hefði flest til síns ágætis og var yfir höfuð af þeirri tegund, sem bú- ast má við frá velgefnum og mentuðum hugsjónamanni. Efni hennar var um heimsástandið og þörf á alþjóðastjórn til friðtrygg- ingar. Hún var full af heilbrigðri hugsun og alveg laus við þær ýfingar og hnútukast til vissra þjóða, sem nú alment tíðkast og þykir alveg sjálfsagt þótt vant sé að vita hvernig menn hugsa sér að tryggja frið með því fyrst að reyta- aðra til reiði, en smá- peðin leika þetta eftir höfðingj- unum, þótt leikurinn sé grár og geti orðið afdrifaríkur til illra heilla. Það er ekki víst að eg sé ræðumanni samdóma í öllu sem hann sagði, sérstaklega fanst mér hann helzt til bjartsýnn á mögu- leikana um alþjóðastjórn eins og nú er í pottinn búið. En hvað um það, ræðan var ágæt og hug- vekjandi. Og það er nú sízt að undra þótt menn geri sér þær vonir að mannkynið hafi vit á að bjarga sér frá bróðum bana með því að taka það eina ráð, sem helzt myndi duga til að af- stýra styrjöldum. Eg get ekki lýst áhrifum ræðunnar betur en með því að segja ykkur hvað mér datt í hug: “Hérna er maður, sem er líklegur til að komast langt og verða sér sjálfum, ætt- mönnum sínum og þjóð ávalt til sóma, haldi hann þessari stefnu. Gaman þykir mér nú að vita hvert spásögn sú rætist. . Annars má þess geta, að ræðan mun verða prentuð í “The Ice- landic Canadian Magazine,” og vil eg ráða fólki til að kaupa ritið og lest ræðuna. Geta má þess að Hon. Niels Johnson á aldraða móður í Winnipeg til heimilis hjá dóttur sinni Mrs. V. J. Eylands, því hún og dóms- málaráðherran eru systkyn. Samkoman, sem ,deildin Frón stóð fyrir næsta kvöld var einnig vel sótt og fór vel fram. For- seti Fróns, Mr. Guðmann Levi, stjórnaði henni. Ekkert veit eg hvert Mr. Levi er ræðumaður mikill en hann hefur þann kost að eyða ekki tíma í að hlusta á sjálfan sig þegar menn vitan- lega hafa komið til að hlusta á aðra. Aðal ræðumaðurinn var Ing- ólfur læknir, en þar sem eg hei: þegar sagt frá honum eins og hann kom. mér fyrir sjónir á ræðupalli, og ræðan hefur nú þegar birst á prenti er þarflaust að fara þar um fleiri orðum. Karlakór Winnipeg söng nokk- ur lög. Kórinn er prýðilega æfð- ur undir stjórn Mr. Sigurðsson- ar og sjaldan hefúr mér fundist betur sungnir sumir þeirra söng- va er þeir fóru með þetta kvöld, svo sem “Tárið” og “Ólafur Tryggvason.” Mrs. Alma Gíslason söng þar einsöngva af þeirri list sem henni er lagin, þegar henni tekst veru- lega upp, og henni tókst veru- lega vel þetta kveld, var unun mikil að hlusta á hana. Eg vil skjóta því inní, því eg sé enga ástæðu til að þegja yfir því, að söngur hennar hreif fjölda fólks utan bygðarinnar við síðustu ís- lenzku útvarps guðsþjónustuna frá Sambandskirkjunni. Eg minnist þess ekki, að eg hafi leyrt rokkvísurnar öllu betur sungnar en af Mrs. Gíslason >etta kveld. Geta má þess að hún söng þar einnig einn söng eftir Mrs. Ottesen - Guðmunds, dóttur Nikulásar Ottesen í Win- nipeg. Einnig skemti Ragnar Stefóns- son með upplestri. Las hann loka caflan úr sögunni “Móðir ísland” eftir Hagalín. Það er engin leið að lýsa dáindis listinni (the suptle charm) í hirini hófstiltu upplestrar kunnáttu Ragnars. Þeir sem þekkja það þurfa þess ekki við, hinir geta ekki gert sér neina hugmynd um það. Sem upplesari minnir hann mig helzt á Einar Kvaran. Samkoman í Sambandskirkj- unni síðasta kvöldið var einnig ágæt. Veitti hinn fráfarandi for- seti, Dr. Beck henni forstöðu. Til skemtunar var einsöngur Miss “í Guðs nafni” Margir hafa reynt það, er þeir koma í ókunnan stað, að þeim finst sem þeir hafi komið þar áður. Þeir kannast þar við sig, og eðlilegasta skýringin, sem þeim finst vera á þesu, er sú, að þeir hafi séð þennan stað í draumi. En fæstir hafa reynt neitt líkt því, sem kom fyrir breskan liðsforingja á Malta nú- na í stríðinu. Hann sá fortíð og nútíð blandast saman í eitt og enginn fær gefið neina skýringu á {>ví, og sízt hann sjálfur, því að hann veit að hér var ekki um draum að ræða. Hann var seint um kvöld á leið heim til sín af dansleik í Sliema. Leið hans lá fram hjá gömlum tyrkneskum kirkjugarði og þótt- ist hann sjá þar einkennilegar verur á ferli milli bautastein- anna. I sama mund stóðu tvær konur, með slör fyrir andliti, á veginum fyrir framan hann. Þær ávörpuðu hann og báðu hann að fylgja sér til Valetta. Hann fylgdi þeim alla leið að húsi þeirra, sem var bæði stórt dg skrautlegt. Þær buðu honum inn og hann þáði það. Komu þær þá inn í viðhafnarstofu með skrautlegum húsgögnum. Yfir Margrétar Helgason. Undarlegt hvað lítið hefur verið minst á þennan snildar söngvar'a, en það er hún, ekki einungis í mínum eyrum heldur margra annara. Að mínu viti tekur engin henni fram að næmum listasmekk á efni og anda íslenzkra ljóða og laga. Auk þess er röddin óvenju hrein, blæfögur og beygjanleg. Hún er frá Mikley, en þaðan hefur margt ágætt söngfólk kom- ip, og hæfileika fólk af flestu tagi. Myndirnar frá íslandi, í litum, voru mjög fagrar svo eg engar fegri séð af okkar fósturláði. Er vonandi að Dr. Árni Helgason verði til með að sýna þær í mörgum íslenzkum bygðum. Það var skaði mikill að hann var ekki þarna til staðar til að skýra þær og enginn sem þekti staðhættina. Myndirnar voru víst teknar af ferðalagi um hinn svo nefnda Fjallbaksveg á suð-austur land- inu. Eitt af því sem gerðist þetta kvöld var útnefning heiðursfél- aga í þjóðræknisfélaginu. Gerði skrifari þá útnefningu en menn- irnir voru eins og þið hafið þegar séð: Dr. John C. West forseti ríkisháskólans í Norður Dakota; Prófessor Ásmundur Guðmunds- son forstöðumaður guðfræða- deildarinnar í háskóla Islands, og séra Albert E. Kristjánsson, Blaine, Wash. Ekki má gleyma Bardals bræðrunum sem skemtu með hljóðfæraslætti. Það voru þeir Capt. Njáll Bardal og Arin- björn Bardal yngri, synir Arin- bjarnar Bardals. Mér, að minsta kosti, mun ekki bráðlega úr minni líða clarinet solo Arin- bjarnar: The Lost Chord by Sul- livan. Eg hef gerst fjöjorður um þéss- ar samkomur alveg viljandi, af því mér finst oflítil viðurkenn- ing gefin þeim, sem helzt stuðla að lista lífi hér yestra; þess utan ekki frítt við að flokkslegrar hlutdrægni gæti stundum hjá okkur, þá sjaldan getið er hér um söngvara o. sv. frv. Á samkomum þeim er standa í sambandi við þjóðræknisþingið er tekið á því bezta og kemur þá gjarnan í ljós að hér er bara undarlega mikið af listfengu fólki. Það myndi stórum dauf- legra yfir íslenzku félagslífi hér vestra legðist þinghaldið niður, og er þess viss að engin sem sótti að minsta kosti þetta þing, úr bygðunum muni hafa iðrast >ess. Um þinghaldið og framgang málanna mun síðar getið. Lundar, 18. marz, 1946. H. E. Johnson, ritari Þjóðrœknisfélagsins. dyrunum stóð arabisk áletrun: “Bismillah” ( í guðs nafni). Hann dvaldist þar nokkra ntsud við fjörugar umræður, og fór svo. Daginn eftir saknaði hann vindlingahylkis síns. Datt honum í hug að hann hefði gleymt því hjá konunum og sendi þjón sinn þangað. En þjónninn kom aftur svo búinn, kvaðst ekki finna húsið. Liðsforinginn fór þá sjálfur á stað. Þegar hami kom í þá götu, þar sem húsið átti að vera, fann hann það ekki, en í stað þess var þar mjög fornfálegt hús, sem virtist hafa verið í eyði í mörg ár. Hann snéri sér þá að götu- sópara og spurði hvaða hús þetta væri. Götusóparinn sagði hon- um að það væri altaf kallað “gamla tyrkneska húsið” og þar hefði ekki nokkur átt heima í mörg ár. Liðsforininn opnaði þá úti- dyrnar og kannaðist þegar við húsaskipan þg)tt alt væri nú hrör- legt hjá því sem það var um nóttina. Mikið ryk var á gólf- inu og í því sá hann spor sín síð- an um nóttina. Hann rakti þau inn í þá stofu þar sem hann hafði setið hjá stúlkunum. Yfir dyr- um var sama áletrunin og hann hafði séð þá. Og á miðju gólfi lá vindlingahylki hans og á þv stóð nú hin arabiska áletrun “Bismillah.” (Þessi frásögn var birt í Lund- únablaðinu “Morning Post” og staðfest af nánustu ættingjum liðsforingjans Sir William Good- enough flotaforingja og Lady Cozens-Hardy). Hinir svokölluðu “þyngdar- töfrar” voru alkunnir til forna í Persíu, Indlandi og Egyptalandi. Þeir lýstu sér í því, að einhver hlutur varð óskiljanlega þungur, ef færa átti hann úr stað, eiris og hann sjálfur gerði sig þyngri til þess að -láta ekki flytja sig. (I íslenzkum þjóðsögum kemur þessi trú líka fyrir). Fyrir nær þremur árum gerð- ist slíkur atburður í mexikanska þorpinu San Juan Parangericu- tiro. Hinn 14. marz 1943 kom jarð- eldur upp í nágrenni þorpsins og var gosið svo ákaft að elasúlan stóð 500 metra í loft upp og stráði eldi og eimyrju yfir akra og bygð. íbúar þorpsins flýðu hver um annan þveran, en^prest- urinn kallaði á nokkra menn og bað þá að hjálpa sér til þess að bjarga tveimur líkneskjum úr kirkjunni, Kristslíkneski og lík- neski af St. Juan de la Cholchas. Líkneski þessi vógu um 50 kg. hvort og tveir menn báru hvort þeirra léttilega út úr kirkjunni. En þá tóku þau alt í einu að þyngjast og fleiri urðu að ganga undir þau. Það dugði ekki og seinast fengu eigi sex menn bor- ið þau. Þeir lögðu þau niðúr dauðuppgefnir og þurkuðu af sér svitann. Allir voru undrandi. Presturinn hóf bæn. Alt í einu snéri hann sér að kirkjunni, laut niður og lyfti upp Kristsmynd- inni, sem rétt áður hafði verið svo þung að sex menn gátu ekki borið hana. Þá skipaði prestur- inn svo fyrir, að bera skyldi lík- neskin aftur til kirkjunnar. Og nú brá svo við að þau léttust við hvert skref og seinast gat einn maður borið hvort þeirra inn í kirkiuna. (Presturinn og söfnuður hans hefir staðfest þessa sögu, og hún hefir birst í mexikönskum blöð- um). + Einfætingur Þessi atburður gerðist í South Devon í Englandi fyrir nokkrum árum, og hefir engin skýring fengist á honum. Það var einn morgun að fólkið í þorpinu kom á fætur að það sá, að mikið hafði snjóað um nóttina, og í snjónum sáu þeir einkennilega slóð, sem lá þvert yfir akra, engi, girðingar og hús og var hún rakin um 40 mílna vegalengd. Þessi slóð hlaut að vera eftir einfæting, því að spor- in voru í beinni línu hvert fram af öðru og voru öll eins, klofin, í hálft, um 4 þumlungar á lengd og 2 á breidd, en 8 þumlungar milli þeirra. — Sumsstaðar lá slóðin þvert yfir nokkur hús, yfir heystakka og 5 metra háa veggi. Fréttin barst fljótt út og vís- indamenn og blaðamenn streym- du til Devon. Vísindamennirnir urðu að játa, að þessi spor þektu þeir ekki. Ekki væri kunnugt að til væri nokkur skepna, er léti eftir sig slíka slóð. Sporin voru teiknuð nákvæmlega og steypumót tekin af þeim og send á náttúrugripasafnið í London. Enginn þekti þessi spor, og þau hafa aldrei sést síðan. (“Times” sagði frá þessum at- urði og sagði að engin eðlileg skýring yrði gemin á honum). + Elddansinn 1 skýrslu þeirri er Smiths Etno- logiska stofnunin gaf út árið 1883—84, má lesa einkennilega frásögn eftir Washington Mat- thews lækni, sem gerði sér far um að kynnast siðum Indíána, þegar hann var læknir í Fort Wingate í New Mexico. Frásögn hans er af trúarbragðahátíð, sem Navajo-Indíánar héldu 28. októ- ber 1884 skammt frá Wingate- virkinu. — Mattheæs segir svo frá: “Ellefti dansinn var nefndur elddansinn. Tíu menn með landa- dúk, gengu inná autt svæði, en áhorfendur stóðu í hring þar um. Allir þessir menn, nema for- inginn báru í höndum kyndla úr ræmum af sedrusviðarberki. Þeir kveiktu á kyndlunum við hinn heilaga eld og hófu svo tryltan dans umhverfis eldinn. Síðan tóku þeir að berja hver annan með logandi kyndlum. Hver maður barði þann sem á undan var, á bert bakið, og stundum nugguðu þeir bakið hver á öðrum með eldinum, en enginn kipti sér upp við það. Ef þeir náðu ekki til annars manns hýddu þeir sjálfa sig með loga- vendinum. Og voru það engin smáhögg, sem hver vitti öðrum.” Þegar dansinum var lokið skoðaði læknirinn alla þá, sem tekið höfðu þátt í honum. Hvergi sást votta fyrir brunasárum á hinum nöktu líkömum þeirra. Hann hafði sjálfur horft á að- ferðirnar og honum var alveg óskiljanlegt hvernig þeir höfðu komist óskemdir úr dansinum. —Leshók Mhl. Fyrsta sveitaþorpið á ís- landi, sem byggt er eftir skipulagi frá upphafi Austur í Fljótsdalshéraði er nú að byggjast fyrsta sveitaþorp á íslandi, sem byggt er eftir fyrirfram gerðu skipulagi. Þorp þetta er að rísa rétt aust- an við Lagarfljótsbrú, í landi Egilsstaða. Vísir hefir fengið upplýsingar um væntanlegt fyrirkomulag þorpsins hjá húsameistara ríkis- insð Guðjóni Samúelssyni, sem er formaður skipulagsnefndar. Það hefir löngum verið rætt um sambyggðir eða þorp til sveita, einkum með tilliti til þarfa bænda, svo sem viðgerðar- verkstæði, tré og járnsmíði, múr- vinnu, verzlun o. fl. Þessa vinnu þarf yfirleitt að sækja til sjávar- þorpa eða kaupstaða og þeir sem stunda hana búa á mölinni og hafa í fæstum tilfellum neinar landsnytjar eða neina mögu- leika til þess að njóta gæða «veitalífsins. Hér á landi hafa að vísu mynd- ast þorp til sveita, eins og t.d. Hveragerði og Selfoss. En þessi þorp hafa ekki verið byggð eftir skipulagi og það veldur þeim í ýmsu miklum örðugleikum, einkum hvað snertir landsnytjar. En nú hafa sýslunefndir Múla- sýslna séð fyrir lekann og ákveð- ið að byggja sveitaþorp eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi og jarðnæði fyrir íbúana. Og vorið 1944 fór Skipulagsnefnd ríkisins og skipulagsstjóri austur á Hér- að til þess að athuga sthði fyrir slíkt þorp. Það voru nokkurir staðir sem komu til greina og að síðustu varð Skipulagsnefnd sammála um að reisa þorpið sem næst Lagarfljótsbrúnni, en það er mið- stöð aðal umferðaæða héraðsins. Heppilegast þótti að byggja þorpið austan brúarinnar, í Eg- ilsstaðalandi. Þar er landrými mikið og gott til ræktunar. Þorpið er byggt með það fyrir augum, að þar búi fyrst og fremst menn er hafi iðnað í einhverri mynd og verzlun að aðalatvinnu, en garðrækt og jarðyrkju sem aukastarf. Þó er gert ráð fyrir að nokkur hluti íbúanna hafi landbúnað að aðal^tarfi, en þeir verði samt miklu færri. I þessu þorpi er nú þegar kom- ið upp sjúkrahús, sem ætlað er héraðinu. Er þar pláss fyrir 10— 12 sjúklinga í einu. Þá er og búið að reisa tvo læknabústaði og dýralæknisbústað, en kaupfélag- ið á Reykjarfirði hefir byggt þar verzlunarhús. Á s.l. sumri voru svo byggð þar 10 íbúðarhús og eru miklar eftirspurnir eftir lóð- um í þorpinu, svo allar líkur benda til að það byggist fljót- lega og að þangað safnist fjöl- menni. á fáum árum. I framtíðinni er hugsað að auk þeirra bygginga sem þegar eru komnar, risi þar skólar. kirkja, samkomu- og íþróttahús, slátur- hús, verksmiðjur fyrir niðursuðu landbúnaðarafurða, verkstæði fyrir tré- og járnsmíði, fyrir vélar og bifreiðar, auk íbúðar- húsa. Ákveclið hefir verið að út- hluta vissri landspildu til hvers einstaklings, sem miðuð yrði við þarfir hans og atvinnugrein. Það er þá fyrst og fremst lóð undir hús og garðstæði, en jafnframt land til grasnytja, túnræktunar, slægna, og til garðræktar. Gert er ráð fyrir sameiginlegu beiti- landi, en hinsvegar ræður hver einstaklingur hvort hann vinnur einn ^ð nytjum lands síns eða í samvinnu við aðra. Það hefir verið komið upp mótoxrafstöð í bili í þorpinu og hefir ríkið komið henni upp. En um þessar mundir er unnið að athugun byggingu orkuvers fyrir allt Austurland og er gert ráð fyrir að hafizt verði handa um framkvæmdir innan skamms tíma. Breytast þá iðnaðarmögu- leikar mjög til batnaðar og auk þess mætti stunda ræktun á gróðurhúsum í stórum stíl með rafmagnið að hitagjafa. Vatn til þorpsins er tekið úr lind, sem er í 2ja til 3ja km. fjarlægð og er þegar byrjað að undirbúa vatnsleiðsluna. Sömu- leiðis verður komið fyrir sam- eiginlegri sorpæð frá húsunum. Gera má ráð fyrir að sveita- þorp eigi mikla framtíð fyrir sér. Við Lagarfljót er nú verið að koma upp fyrsta sveitaþorp- inu á íslandi, sem byggt er eftir fyrirfram gerðu skipulagi. Menn vænta mikils af því og óska brautryðjendum góðs gengis og allra heilla í merkilegu staijii. — Vísir, 6. febrúar. — Eg er ekki—hikk—fyllri en það, að eg gæti fundið—hikk— leiðina heim, ef eg vissi aðeins, hvar eg á heima. + — Erjur elskenda endurnæra ást þeirra. + — Sannleikúrinn er stundum ósýnilegur. — Spakmæli. + Sjómaður segir frá: , — Einu sinni, þegar eg fór í land á skógivaxinni eyju, vissi eg ekki fyrr en ljón réðist aftan að mér, sló byssuna úr höndum mér og át mig síðan upp til agna. — En hvernig getið þér þá setið hér og sagt frá tíðindum? — Það er heldur ekki eg, bara einhver, sem líkist mér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.