Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ, 1946 ———————————————————————————— *. ■ ■'-i' --------------= JACKUELINE ejtir MADAME THERISE BENTZON væri einungis að vera ávalt til staðar í tilfelli ef einhver ósvífinn biðill skyldi gerast of “tete-a-tete,” en þess utan hefði hún engan rétt til að spilla “skemt- un” þeirra. “Eg er ekki að gera neitt rangt; það er allt leyfilegt í Ameríku,” sagði Miss Sparks, vanalega, og Jackue- line gat ekki sagt neitt á móti því, þó hún efaðist um það. Miss Nora Sparks var ekki það sem hægt er að segja vond stúlka, og framferöi sem hennar gæti vel látið vera óátalið í Ameríku. En Jackueline var að reyna að sýna fram á, að það værw viss æfintýri sem ungar stúlkur gætu ekki farið í gegnum, sér að skaðlausu, þó þær séu alveg sak- lausar í strangasta skilningi þess orðs; en það var ekki til annars en að Nora sagði að alt sem hún væri að segja væri heimskulegar kerlingabækur, og að hún liði enga fordóma. Stundum benti Jackueline henni á, að annað Ameríkanst fólk sem væri í Bellagio, væri allt annað en ánægt með hegðun liennar. Amerískar stúikur, af öðru sauðahúsi, sem héldu til í sama hótelinu, héldu sig sem mest frá henni, og umgengust hana með áberandi kulda; þær sögðu að hegðun hennar væri óþolandi í góðum félagsskap í hennar landi, eins og hún hagaöi sér í ítalíu. Miss Sparks, lét ekki yfirbuga sig með fáeinum mótmælum. “Ba! Þær eru montnar og skynhelgar Boston tildur- rófur. En veistu það, Jackueline, þú ert að verða þreytandi? Þú varst ekki stilt- ari en eg, þegar við vorum í Bláa Band- inu í Trépot.” Sumir aðdáendur Noru, urðu fyrir hinum mestu vonbrigðum er þeir reyndu að daðra við madoiselle de compagnie, sem þeim leizt engu síður vel á; en þeim til stórrar undrunar, að undirtyllan, tók kurteysi þeirra með fráhrindandi kulda. Eíftir að hún hafði látið í ljósi mótmæli sín gegn því sem fram fór, og bent á hvaða hætta gæti af því stafað, var ekki nema eðlilegt að hún færi lengra í að- finslum sínum en hyggilegt var, því það' er ekki auðvelt að finná hinn sanngjarn- asta meðalveg í slíku máli. Afleiðingin varð, að Miss Sparks varð svo óánægð með hana, að hún ákvað að láta hana fara, en þó þannig, að enginn gæti sagt að þeim hefði mislíkað hvorri við aðra. Þær skildu eftir skémtiferð til Villa Sommariva, þar sem Miss Sparks og félagar hennar höfðu gert mikinn há- vaða, og haft í frammi alslags ókurteysi. Hún og félagar hennar höfðu farið þang- að til að sjá myndir, sem enginn þeirra kærði sig neitt um, því Nora, hvar sem hún var, líkaði ekki að neinn veitti neina eftirtekt öðru en sér. Það vildi svo til, þegar gleðilætin voru sem mest, að gamall maður gekk framhjá hópnum. Hann var meinleysis- legur og prúðmannlegur, og hallaði sér á stafinn sinn er hann gekk. Þó mynda- styttan af yfirforingjanum í Don Juan hefði alt í einu birzt þarna, hefði hún ekki getað vakið meiri skelfingu í huga Jackueline, en hann, er hann eftir augn- abliks yfirvegun hneigði sig fyrir henni. Hún kannaðist við hann sem vin Ma- dame d’Argy, M. Martel, sem hún hafði oft mætt í húsi hennar, bæði í Paris og Lizerolles. Þegar hann tók eftir henni, þá fanst henni hún sjá sáran undrunar svip á andliti hans. Hann mundi sjálf- sagt segja frá því hvar hann hafði séð hana; hvað mundi gamla vinkona henn- ar hugsa um hana? Hvað mundi Fred? Uppá síðkastið hafði hún hugsað meir en nokkurntíma áður um hvað Fred mundi hugsa um sig. Þeim mun meiri óbeit sem hún fékk á þeim mönnum sem hún umgekst, þeim mun meir fanst henni til um hans góðu eiginlegleika og því meir sem hún hugsaði um þá einlægu og heiðarlegu ást sem hann bauð henni —ást sem hún hafði svo fávíslega hafn- að. Henni fanst hún vera viss um að sér byðist aldrei aftur slík ást. Það var umhugsunin um, hvað Fred mundi segja um hana, þegar hann heyrði hvar hún hefði verið, þvi hún bjóst við að gamli maðurinn mundi segja Madame d’Argy frá því, þetta var til þess að hún ákvað að fara strax burt frá Bellagio. Þetta sama kvöld sagði hún Mr. Sparks að hún væri ekki nógu hraust til að ynna af hendi þá skyldu sem krafist væri af lagsmey. Hann horfði um stund á hana, og sagði svo: “Eg ímyndaði mér að þú hefðir meira þrek en þetta. Hvernig ímyndarðu þér að geta lifað af því að vinna, ef þú ert ekki nógu sterk til að þola unaðsemdir?” “Unaðsemdir krefjast engu síður styrkleika en vinnan,” sagði hún og brosti. ‘Eg vil miklu heldur vinna úti á akrinum en halda áfram að skemta mér, eins og eg lief verið að gera.” “En, góða mín, þú ættir ekki að vera svona erfið með að gera þér til hæfis. Þegar fólk þarf að vinna fyrir sér, þá er það ekki frjálst. Eg er hrædd- ur um að þú verðir þess vör áður lan'gt líður, að það er ekki auðfengin atvinna sem hægt er að lifa af, eins og: liggja, dansa, ganga, og keyra í vagni á góðum vegum frá morgni til kvölds, í fögru landslagi—” Mr. Sparks fór að hlæja að hugsuninni um það sem hann hafði að gera á yngri árum sínum í Ameríku, og það án þess að hafa á móti því. Hann hafði gaman af að minnast þess, livern- ig hann bar broddöxina á öxlinni og hnífinn í beltinu, með tvo dollara í vas- anum og lítinn böggul undir hendinni: “Vöðva og broddexi! — Vöðva og brodd- exi!” og kjörorð “Áfram! Áfram eilíf- lega!” Það var eini vegurinn fyrir menn og konur sem ekki höfðu neina peninga. Hvað átti nú Jackueline að gera næst? Hún mintist þess nú að hún hefði reynt margt. Henni fanst nú eirja úr- ræðið vera, að fara að ráðum Madame Strahlberg, sem þrátt fyrir aö hún ótt- aðist það, fanst henni það samt svo að- laðandi. Hún mundi fara til Milan Con- servatory, og svo er hún yrði nógu göm- ul mundi hún gerast söngkona í ein- hverju frægu leikhúsi, utanlands, og breyta um nafn. Hún ætlaði að sanna heiminum, að leikkona getur lifað heið- arlegu lífi og haldið mannorði sínu ó- skemdu. Þrátt fyrir alt sem Jackueline var búin að ganga í gegnum. hafði hún ekki mist sjálfsvirðingú sína né karak- tér; hún varð sterkari og ákveðnari, eftir því sem þekking hennar og reynzla jukust. Aldrei verðskuldaði hún meiri hluttekningu og þakklæti, err einmitt þegar vinir hennar voru að telja sér trú um, að hún væri á glötunar vegi, og án efa höfðu þeir nokkuð til síns máls. XVII. Kafli Djöflarnir tveir Eftir nokkra umhugsun komst Jac- kueline að þeirri niðurstöðu, að sér væri bezt að fara á fund Madame Strahlberg og leita ráða hjá henni. Hún fór því til Monaco, þar sem Madame Strahlberg bjó í skrautlegri höll, sem var umvafin blómum og lárviðarrunnum. Hún var búin að bjóða Jackueline að koma og kynnast þessari nýju Paradís sinni. Hún hafði lítillega minnst á hvaða skemtan- ir hún hefði þá fyrir gesti sína, en gat þess ekki að fjárhættu-spil væri einn þátturinn í skemtana dagskrá hennar. Koulette var henni til aðstoðar og vakti mestmegnis allar nætur; það var henni eiginlegt, því hún sagði að morgnarnir væri hinn rétti svefn tími, svo þær sá- •ust aldrei fyr en seinni hluta dags, og höfðu engar reglubundnar máltíðir, bara drukku te og átu kryddbrauð og sætindi hvenær sem var fram á kvöld. Það var því alvanalegt hjá þeim að gest- ir þeirra urðu bara að krafla handa sér það sefti þeir náðu í. Jackueline var þar ekki svo lengi, að hún kynntist eða vendist þessari háttsemi. Þegar hún kom þangað, vesalingur- inn, þreytt og fjaðrarúin, eins og fugl, sem hafði sloppið úr snöru veiðimanns- ins og reytt þar af sér fjaðrirnar. flýgur beint þangað sem annar veiðimaður liggur í leyni,. tilbúinn að skjóta hann. Þegar hún kom var tekið á móti henni með miklum fagnaðarlátum, kossum og aðdáun, eins og sumarið áður er komu hennar var fagnað, er hún kom til Rue de Naples. Þær sögðu henni að hún gæti sofið á legubekk, alveg eins og þeim sem hún lá í nóttina hroðalegu, sem varð þeas valdandi að hún var rek; in úr klaustrinu. Það var ákveðið að hún skyldi ver’a þar nokkrar nætur áður en hún færi til Paris, til að halda áfram söngnámi sínu, sem þær sögðu að gerði hana heimsfræga Innan fárra ára. Þreytt? — Nei, hún var ekki nöitt þreytt. Ferðin í gegnum fagra Corniche héraðið hafði vakið í henni brennandi aðdáun, svo hún fann ekki til neinna líkamlegra þarfa, og nú fanst henni eins og hún væri komin til hulduheima, þar sem hið marglita hitabeltis blóma- skraut, var eins og Babiloniskir hengi- garðar, bara að þeir höfðu ekki spegla til að endurvarjDa hinni víðfrægu forn- aldardýrð, endurspeglaði sig í ljóma kvölds'ólar dýrðarinnar á miðjarðar- hafinu. Þrátt fyrir að ferðabúningur hennar var ekki í sem beztu lagi, fór Jackue- line með þeim beint frá járnbrautar- stöðinni til Terrace og Monte Carlo. Hún féll í draumkenda leiðslu við að horfa á hina fjölbreyttu dýrð, skraut- legra blóma og fíkjutrjáa frá Barbarý- inu, sem höfðu verið ræktuð þar, og # breiddu laufskrúðið út með veggjum byggingarinnar. Þær horfðu með að- dáun út á hinn spegilslétta vatnsflöt Miðjarðarhafsins; angan hins marg- breytilega gróðurs sem umvafði þessa fögru höll, sem var helguð öllum hinum verstu ástríðum mannlegs eðlis. ÖIl þessi fegurð hafði svo hillandi og draum sæl áhrif á Jackueline, að hún gleymdi sér og komst í óumræðilegt sælu ástand og líkamlega vellíðan, sem ytri fegurð og dýrð vanalega hefur á ungt fólk. Eftir að hún hafði dáðst að allri þeirri fegurð er hún sá, með öllum þeim aðdáuryirorðum er hún átti ráð á, stóð liún þegjandi og horfði á sólseturs dýrð- ina og hugsaði, að lífið væri þó sannar- lega þess vert að lifa því, sem átti svo mikla fegurð og yndi, þrátt fyrir alla • erfiðleika og vonbrigði. Eftir örskamma stund snéri hún sér til Madame Strahl- berg, sem stóð við hliðina á henni. Ma- dame Strahlberg leit broshýr til henn- ar og sagði: “Oh! góða mín — hvað þú ert fríð!” og dæsti þungan. Stunan var endurtekin af manni sem fyrir fáum augnablikum hafði verið að horfa á hana með engu minni aðdáun en hún hafði verið að horfa á landslagið. Hann ávarpaði hana, og sagði í lágum róm, málróm sem kom henni til að skjálfa frá hvirfli til ilja: “Jackueline!” “Monsieur Cymier!” Orðin sluppu eins og óvart út af vörum hennar er hún fölnaði upp eins og við höggorms bit. Henni kom strax til hugar að snara hefði hér verið lögð fyrir sig. Ef ekki, hví var Madame Strahlberg nú horfin frá henni, og far- in að tala við aðra, spölkorn frá henni. “Fyrirgefðu mér — þú bjóst ekki við að sjá mig — þú virðist vera alveg hissa,” sagði hann og færði sig nær henni. Hún náði fullu valdi yfir sér og horfði einarðlega í andlit honum. Reið- in blossaði upp í huga hennar. Hún hafði séð hið sama tillit í hinu ljóta dýrslega andliti Oscar de Talbrun. Hug- ur hennar hvarflaði til þjóðvegarins í Normandy, og hún krepti hendurnar utanum ímyndaða svipu. Nú þurfti hún á stillingu og kjarki að halda. Og hvort- tveggja kom eins og kraftaverk til henn- ar. — “Það er áreiðanlégt, Monsieur,” svaraði hún með hægð, “að eg bjóst ekki við að mæta þér hér.” “Tilviljunin hefur miskunað sig yfir mig,” svaraði hann, og hneigði sig við- hafnarlega. Hann var ekki að hugsa um að eyða tíma í óþarft samtal — hann vildi byrja endurkynninguna eins og kunning- skapur þeirra var áður, til að endur- nýja æfintýrið sem hann hafði sjálfur skemt fyrir sér. “Eg vissi,” sagði hann í lágum róm, með mikilli álierzlu, sem gaf þessum orðum enn meiri áhrif, “eg vissi að eftir alt, mundum við mætast aftur!” “Eg bjóst ekki við því,” svaraði Jac- kueline, með þjósti ‘ Það er vegna þess að þú trúir ekki á mátt ákveðins vilja.” “Nei, eg trúi ekki á neitt slíkt, þegar andstæður sterkur vilji stendur gegn slíkum þrám,” sagði Jackueline einbeitt. “Ah!” muldraði hann, og það hefði mátt líta svo á að hann tæki þetta nærri sér, því hann breyttist í útliti, eins og h’ann hefði orðið fyrir miklum vonbrigð-^ um, “Misbeittu ekki áhrifavaldi þínu yfir mér — gerðu mig ekki vansælan; bara ef þú gætir skilið—” Hún snéri sér hið bráðasta frá hon- um og fór til Madame Strahlberg, en hún var einmitt áleið til þeirra, með sama kæruleysis rólegheita svipinn á andlitinu, eins og er hún skildi við þau. “Jæja, þið hafið bæði fundið gamlan kunningja,” sagði hún glaðlega. “Eg bið ykkur að fyrirgefa; elskurnar mínar, en eg þurfti að tala við gamla vini, til að biðja þá að vera hér hjá okkur annað kvöld. Þið ætlum að hafa kvöldverð á Grand Hotel, þegar við komum úr söng- höllinni — því eg hef ekki sagt ykkur frá því áður, þið liafið þá ánægju að heyra Patti. Monsieur de Cymier, við vonumst eftir að þú verðir með. Au revoir.” Hann var að hugsa um að biðja þær um leyfi, að fá að ganga lieim með þeim, en það var eitthvað í tilliti Jackueline og þögn, sem dróg kjarkinn úr honum til þess að gei’a það. Hann hélt að það væri hyggnara að láta æfðan talsmann í þeim málum, flyt ja mál sitt, áður hann færði það aftur í tal sjálfur, úr því fyrsta tilraunin hafði ekki heppnast betur. Ekki það að Gerard-de Cymier væri svo sem af baki dottinn, þó Jackue- line tæki honum ekki betur. IJann hafði búist við að hún væri reið við sig, fyrir að íara svo skyndilega í burtu, og að hún ætlaði að jafna sakirnar við sig fyrir það; en dálítil lægni frá hans hendi, og dálítil trúgirni á hennar hlið, styrkt með íhlutun þriðju persónunnar, mundi laga þetta aftur. Hann stóð eitt augnablik og horfði á hana með aðdáun, í skini deyjandi kvöldsólarinnar; hún var nú yndislegri í augum hans, en nokkru sinni áður, klædd í látlausan búning, þar sem hún stóð og horfði útá sjófnn, svo hún sæi hann ekki. Honum varð ljóst á því augnabliki, að hún hataði sig, en svo væri það bara auka unun að sigrast á þeirri tilfinningu. Madame Strahlberg og Jackueline héldu áfram að ganga saman á stein- lagningunni eýtir að liann skildi við þær, hvorug sagði neitt. Madame Strahlberg hafði nánar gætur á Jackueline, útund- an sér, en leit ekki á liana, og raulaði danslag til þess eins og að brjóta þögn- ina. Hún sá ófriðarbliku í hinum dökku augum Jackueline, og vissi að bitur orð gætu er minst varði komið yfir varir hennar, sem sfundum höfðu opnast, þó hún segði ekki orð, líklega af ótta við að segja of lítið eða of mikið. Loksins sagði hún eitthvað um landslagið, og kurrið í dúfunum. “Madame Strahlberg,” greip Jackue- line framí, “manstu ekki hvað skeði einu sinni?” “Hvað skeði, hvenær? Hvað var það?” spurði Madame Strahlberg ofur sakleysislega. “Eg er að tala um framkomu Mon- sieur de Cymiers gagnvart inér.” “Hvað, hann var bara dauðskotinn í þér. Það vissu allir. Það var öllum augljóst. Það var þeim mun meiri á- stæða til að þér hefði þótt vænt um að mæta honum aftur.” . “Framkoma hans var ekki lík því, að hann væri mjög ástfanginn,” sagði Jackueline. íslendingar á norrænu kirkjuþingi Dagana 29.—31. janúar s.l. hélt Okumenisk Institut kirkjuþing í Lejondal við Stokkhólm. Á þessu þingi voru til umræðu kirkjumál Norð- urlanda og samvinna Norðurlandakirknanna. Af hálfu íslenzku kirkjunnar var biskup- inum, hr. Sigurgeir Sigurðssyni, og tveimur öðrum fulltrúum boðið. En biskupinn gat ekki farið og bað prestana síra Ingólf Ástmarsson að Stað í Steingrímsfirði og síra Guðmund Guð- mundsson að Brjánslæk á Barðaströnd að mæta á þinginu fyrir Íslands hönd. En þeir síra Ingólf- ur og síra Guðmundur dvelja báðir um þessar mundir við framhaldsnám í Svíþjóð. Að loknu kirkjuþinginu, eða dagana 1.—2. febrúar, var haldinn í Stokkhólmi fundur hjálp- arstofnunar hinna evang-elisk-lúthersku kirkna. En þessi stofnun hefir einkum með höndum ýmsa hjálparstarfsemi til þeirra, er við mestan skort eiga að búa í þeim löndum, sem harðast hafa orðið úti af völdum ófriðarins. Hefir verið valin sérstök hjálparnefnd til þess að annast þessa líknarstarfsemi og eiga sæti í henni dr. Fry, forseti Sameinuðu lúthersku kirknanna í Ameríku, dr. Long, einnig frá Ameríku, Rothe biskup og Harry Johanson framkvæmdarstjóri, báðir frá Svíþjóð, Fuglsang Damgaard Sjálandsbiskup og dr. Alfred Jörgen- sen, báðir frá Danmörku, og fyrir íslands hönd Sigurgeir Sigurðsson biskup. Þar eð biskupinn, hr. Sigurgeir Sigurðsson, gat ekki komið því við að mæta sjálfur á fund- inum, fól hann síra Ingólfi Ástmarssyni að sækja hann fyrir sína hönd. —(Vísir 7. febr.).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.