Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.03.1946, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. MARZ, 1946 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Avenue, Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. + Miðvikudaginn 20. marz, s.l., voru gefin saman í hjónaband Fjóla Jóhanna Sólmundson og Michael Olander. Giftingin fór fram á heimili foreldra brúðar- innar, Mr. og Mrs. Guðmundar Sólmundssonar, að Gimli. Brúð- guminn er af hérlendum ættum. Svaramenn brúðhjónanna voru þau Mr. og Mrs. Peter Sólmund- son, sem er bróðir brúðarinnar. Eftir giftinguna var framreiddur rausnarlegur kvöldverður á heimili foreldra brúðarinnar. Framtíðarheimili þeirra verður að Gypsumville, Man. Séra Skúli Sigurgeirson gifti. + On Monday, April 1, 1946, a lecture will be given by D. R. P. Coates on conditions in Europe. This is under the joint auspices of the Ladies Aids, and the Mis- sionary Society of the First Lutheran Church, Victor St. A musical program will follow 'and a collection taken; proceeds to-be given- to the “Lutheran World Action.” Lecture ðommencing at 8 p.m. + Gjafir x Minningarsjóð Bandalags luterskra kvenna — Mr. og Mrs. B. Halldórson, Langruth, $10.00; í minningu um Spr. Bjarni Halldórson. Með innilegu þaklæti, Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. + 1. marz s.l. voru gefin saman í hjónaband að heimili Isaks og Jakobínu Johnsons í Seattle þau Inga Eiríksson og John L. John- son. Giftinguna framkvæmdi séra Harold Sigmar, en viðstadd- ir voru um fimmtíu manns. Brúðurin er dóttir Halldórs Halldórs Eiríkssonar í Reykja- vík, er hefir dvalið við nám í Bandaríkjunum undanfarandi þrjú ár. Brúðguminn er sonur Jónatans og Önnu Johnson í Seattle. Hann hefir fárið víða um Austurlönd, sem ljósmyndari í Bandaríkjahernum, en er nú laus úr herþjónustu og stundar iðn sína hér í borginni. Framtíðarheimili ungu^ hjón- anna verður í Seattle. + Gefin voru saman í Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn 25. marz þau Jón Sigurberg Palmason, áður til heimilis á Gimli, ei> nú námumaður í Pickle Crow, Ont., og Rita Iréne Pitre ’frá Sudbury, Ont. + Leiðrétting— í grein minni í síðasta Lög- bergi, “Stoðir séra Halldórs,” hefir því miður ruglast stíll og rangfærst orð, eða af mér verið misrituð. í fjórða dálki greinar- innar stendur tilvitnan úr grein 31 570 er talsímanúmer Jónbjörns Gíslasonar, 203 Maryland St. Ungmenni, sem hafa í hyggju, að leggja stund á nám við verzlunarskóla í Winnipeg, ^ettu að leita upplýsinga á skrifstofu Lögbergs; þeim getur orðið að því hreint ekki svo lítill hagur. Það fólk, sem hefir aflað sér verzlunarmentunar, á margfalt hægra með að fá atvinnu, en hitt, sem slíkra hlunninda fer á mis. Spyrj- ist fyrir um kjör á skrif- stofu Lögbergs nú þegar; það getur margborgað sig. ME^SUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar' J. Eylands, prestur. Guðsþjónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. + Messur í prestakalli séra H. E. Johnson : Hecla, sunnudaginn 31. marz, kl. 2 e.h. Ræðuefni í báðum stöðum: Únítarisk Krists mynd. H. E. Johnson. + Lúterska kirkjan í Selkirk: — Sunnudaginn 31. marz (Fjórða sunnud. í föstu) — Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. + Gimli prestakall — Sunnudaginn 31. marz— Messa að Árnesi, kl. 2 e. h.; messa að Gimli kl. 7 e. h.; Sunnudaginn 7. apríl — messa að Mikley, kl. 2 e. h. Skúli Sigurgeirsson. séra Halldórs frá 6. marz s.l. er þannig hljóðar: “Hann (séra Jón) er manna glöggskygnastur á bókmenta- og menningargildi hinna öldnu rita, svo fáir, að undanteknum nokkrum sérfræð- ingum, standa honum þar að baki.” í stað orðanna “að baki,” á þar að standa: “fetinu framar.” í síðasta dálki þessarar greinar minnar hefir stíllinn brjálast og gert kafla greinarinnar ólæsileg- an. Á eftir orðunum: “En höndli þeir (vantrúuðu) þau, eiga þeir hægara með að ná að hjarta- punkti trúarinnar.” Átti að standa: “Útvígin öll og vörnin, eru til þess, að vernda hjarta- punkt trúarinnar, samkvæmt yfirlýsing séra Jóns, o. s. frv. Um fleiri misfellur er að ræða á grein þessari, sem óhugsanlegt er að eltast við. J. J. Bíldfell. + # Kjartan Johnson kom í vik- unni sem leið heim úr herþjón- ustu. Hann fór til Frakklands með læknadeild skömmu eftir D-Day, í júní 1944, og starfaði í Belgíu og Hollandi. Kjartan, ásamt konu sinni (Irene Hartmeir, frá Roblin, Man.) er um þessar mimdir í heimsókn hjá systur sinni, Mrs. Jólmfríði Daníelson, 869 Garfield St., Winnipeg. Mun hann bráð- lega taka aftur við stöðu sinni sem umsjónarmaður (Super- visor) fyrir smjörgerðardeild Manitoba-fylkis. Kjartan er sonur Ólafs og Vor-hreinsunar- tíminn er kominn! Sendið þessi föt í . . . DOUBLE-ACTION SANITONING • KVENFÖT (Óbreytt) Sl.cc • YFIRHAFNIR (Punt efni) S5C Sími 42 361 Ragnheiðar Johnson, fyrrum bú- sett í Árborg, Man., nú bæði látirí. + Samskot í Útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju— Kvenfélagið “ísafold” Víðir, Man., Mrs. S. Sigvaldason sendi, $5.60; Mrs. S, J. Thorkelson, Árnes, P.O., $2.00; Mrs. Vilborg Anderson, Furby St., Wpg., $2.00; S. W. Nordal, Selkirk, Man., $1.00; Mr. and Mrs. C. Paulson, Gerald, Sask., $3.00; Mr. and Mrs. Walter Johannson, Pine Falls, Man., $2.00; Mr. and Mrs. August Magnusson, Lundar, Man., $1.00; Mrs. Emma Olson, Lundar, Man., $1.00; S. G. Borgfjord, Lundar, $1.00; Bjarni Jonsson, Lundar, $1.00; Mr. and Mrs. N. R. John- son, Lundar, Man., $1.00; Mr. and Mrs. D. H. Backman, Clarkleigh, Man., $1.00; Mr. and Mrs. G. Backman, Clarkleigh, Man., $1.00. Kærar þakkir, V. J. E. 4* • Alþjóðastjórn Mr.-Phileas Cote, Liberal sam- bandsþingmaður fyrir Matane kjördæmið, er þeirrar skoðunar að ekkert annað en ein alþjóða- stjórn fái leyst yfirstandandi vandamál mannkynsins og skap- að varanlegan frið; lýsti hann yfir þessari skoðun sinni í þing- ræðu, sem hann flutti þann 20. þ. m. Mr. Cote kvaðst sannfærð- ur um, að til þess að veita slíkri f ----------- The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 alþjóðastjórn forustu, væri eng- inn maður betur fallinn, en for- sætisráðherrann í Canada, Mr. King, enda væri hann vitrasti og víðsýnasti stjórnmálamaðurinn, sem nú væri uppi í heiminum. + Máltíðir seldar á 203 Mary- land St., þar á meðal skyr, kæfa og súrmatur. Gjörið aðvart í tal- síma 31 570. Guðrún Thompson. + Gefið í byggingarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna— Mrs. B. Bjarnason, Langruth, Man., $45, sem var arður af “Sil- ver Tea” haldið á heimili hennar. Meðtekið frá T. E. Oleson, Glen- boro, $26, og er það tillög frá þeim sem fylgir: V. Sturlaugson, North Dakota, $5.50; J. D. Gill- ies, Brown, Man., $1.00; Rev. H. Sigmar, Sr., $1.00; Milton Free- man, North Dakota, $1.00; S. Ein- arson, $1.50; F. P. Sigurdson^ Geysir, Man., $10.00; G. J. Ole- Avoid ihe Spring f Rush . . . Send Now . Mosi SUITS - COATS DRESSES “Cellotone” Cleaned C Cash & Carry Cailed For and Delivered Slighily Exira Phone 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Utsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA THE IDEAL GIFT ICELAND#S THOUSAND YEARS A series of popular lectures on the History and Literature of Iceland. 172 pages — 24 illustrations Price $1.50 Send Orders íq: MRS. H. F. DANIELSON, 869 Garfield-St., Winnipeg, Canada. All Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards ENDURNYJUN ATVINNULEYSIS TRY GGINGABOK A 3^" ^il aWia uúunuj-e>Ue*u&a: Allar atvinnuleysis tryggingabækur fyrir árið, sem endaði 31. marz 1946, þurfa að skiftast fyrir nýjar bækur. Nýjum tryggingabókum fyrir fjárhagsárið 1946-47 skal skift hjá National Employment skrifstofunni í bygðarlagi yðar í stað hinna gömlu tryggingabóka Verndið hagsmunaréttindi starfsfólks yðar með því að senda inn hinar notuðu bœkur fyrir 31. marz, 1946. fÞað liggja við því þungar refsingar sé'| ekki annast um reglubundnar greiðslur fyrir hönd þeirra starfsmanna yðar, er tryggingar njóta, eða ef vanrækt er að endurnýja tryggingabækur svo sem lög L mæla fyrir. J UNEMPLOYMENT INSURANCE COMMISSION UIC—1W son, Glenboro, $5.00; T. E. Ole- son, Glenboro, $2.00. Kærar Þakkir, Hólmfriður Danielson, 869 Garfield St., Winnipeg. * + PREECE.—In loving memory of our dear wife and mother, Etta Preece, who passed away March 25th, 1939. Sweet memories will linger forever, Time cannot change them, its true; Years that may come cannot > sever Our loving remembrance of you. —Ever remembered by her hus- band, Harry, and sons Edward and Norman. x Mrs. Mildred Thorsteinson er nýverið lögð af stað frá New York áleiðis til London til fund- ar við mann sinn, Lieut. A. J. Thorsteinsson, sem stundað hef- ir nám við University of Lon- don, og í þann veginn að taka Doctor of Science gráðuna. Mrs. Thorsteinsson er dóttir Mr. og Minniál BETEL í ©rfðaskrám y?<»r Mrs. G. Anderson, Vancouver,- en Mr. Thorsteinsson er sonur frú Halldóru Thorsteinsson í San Francisco, Cal., og Sigurðar heitins Thorsteinssonar málara, er lengi átti heima í þesari borg. The Honourable R. F. McWil- liams, Lieutenant-Governor of Manitoba writes concerning this book, in a letter to the author, December 18th, 1945: “I am exceedingly obliged to you for sending me a’ copy of this book. I have read a large part of it with the greatest interest, and am very glad to have this record of the exþeriences of the Lutheran people in Canada, a story of which few Canadians know much. I want to congratu- late you most heartily on this fine contribution to the history of Canada.” Send orders to Mr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg Following the series of 22 advertisements devoted to War Pensions. Veterans’ Land Act and Veterans’ Rehabilitation Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Out-of-Work Allowances, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 1 — VETERANS' INSURANCE An important development of 1945 was provision of War Veterans’ insurance under the Veterans’ Insurance Act. Advantageous to all ex-service personnel, it is of particular benefit to those suffering from impaired health as the result of service. Under the Act, the Department of Veterans’ Affairs is Authorized to issue life insurance in practically all cases without medical examination with a coverage from $500 to $10,000 maxi- mum. This nsurance includes a number of attractive features and may be taken out by the widows of ex-service men. Re- establishment credits and pensions may be used in its purchase. It is available to ex-service personnel from the United States and other countries who served with the Canadian Armed forces. Recent legislation permits the use of Re-establishment Credits in payment of premiums. This space contributed by \ THE DREWRYS LIMITED MD152 Saga VESTUR ÍSLENDINGA Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem verðskuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof- um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win- nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu bygðarlögum.. VERZLUNARMENNTUN Hin mikla nýsköpun, sem viðreisnarstarfið út- heimtir á vettvangi iðju og framitaks, krefst hinnar fuílkomnustu sérmenntunar sem völ er á; slíka mennt- un veita verzlunarskólamir. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hags- muna, að spyrjast fyrir hjá oss, munnlega eða bréf- lega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LIMITED TORONTO AND SARQENT, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.