Lögberg - 04.04.1946, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL, 1946
Guðmundur Daníelsson:
WASHINGTON
Eg man ekki hvað klukkan
var, þegar við ókum inn í Balti-
more, en það var ekki komið
kvöld. Það var enn bjart og heitt
af solu, síðdegishitasvækja. Eg
sá fólk og hús og mikil stræti,
en eg hafði takmarkaðan áhuga
fyrir staðnum. Eg vissi að dr.
Stefán Einarsson og Margrét
kona hans voru enn uppi í íþöki*-,
og hvað var Baltimore án þeirra?
— Ekkert — að minnsta kosti
ekkert fyrir mig, og eg hreyfði
mig ekki úr sætinu. Eg sat graf-
kyrr hjá kerlingunni minni, sem
nú var sofnuð með hökuna niðri
í hnjám. Og er fór að raula mér
til dægrastyttingar, — ekki neitt
sérstakt, bara svona eitthvað út
í bláinn, söngla íslenzk orð undir
gömlu íslenzku lagi. Sum þeirra
tóku á sig vísnaform, röðuðust
þannig saman óviljandi. Svosem
þessi :
Þykknar í lofti þoka og mor,
þýtur og ýlir í trjánum.
Byrjað að rigna í Baltimore,
bráðum mun vaxa í ánum.
Syndir í móðu sólin rauð,
sífellt hann eykur hitann.
1 Halifax liggja hænsnin dauð,
í Harlem þeir drekka svitann.
Bítur í fingur og bítur í tær,
bólinu verð eg feginn.
1 Florida sögðu þeir fjúk í gær
og farið að ganga á heyin.
Þetta mætti kannske kalla
amerískar veðurvísur, annars
hafa þær ekki vitjað nafns til
neins. —
1 Washington
Við komum til Washington
klukkan tæplega átta. Fru Mek-
kín Perkins Johnson tók á móti
mér á stöðinni. Hún er Vestur-
íslendingur, gift Ameríkumanni
og mörgum kunn, því hún hefir
þýtt íslenzkar smásögur á ensku.
Hún var búin að útvega mér
herbergi á Hótel Emery. Það
hús er númer 18 í G-stræti. Eg
taldi frúna nú þegar hafa gert
það, sem eg framast gat búizt
við af manneskju, sem eg hafði
aldrei fyrr séð og ekki var mér
á neinn hátt vandabundin, en
eg komst brátt að því, að hún
ætlaði ekki að láta hér við sitja.
Nú yrði eg að koma heim til
hennar og fá að borða, sagði hún.
— Eg hafði þá ánægju þetta
kvöld að kynnast Mr. John Perk-
ins, sem er löggiltur skjalaþýð-
ari í þjónustu ríkisstjórnarinnar.
Hann er mikill tungumálamaður,
les meðal annars íslenzku, þó að
rómönsk mál séu annars sér-
grein hans, fyrst og fremst
spænska. Hann hafði setið ráð-
stefnu mikla í San Francisco og
var kominn þaðan fyrir skömmu,
þegar eg hitti hann. — Heimili
þeirra hjóna kom mér fyrir sjón-
ir sem vermireitur manngöfgi,
lista pg lærdóms. Hér átti hljóm-
listin óðal og bókmenntirnar að-
setur sitt. Frúin hafði breytt
svölum hússins í blómsturlund.
Þar ræktaði hún animónur og
rósir að ógleymdu hinu dular-
fulla mjallhvíta mánablómi. Hún
færði mér eitt þeirra og sagði
mér söguna af því, — hvemig
það sofnaði við morgunsárið og
svaf allan daginn. Síðan var dag-
urinn liðinn, og það varð rökkur,
og tunglið kom upp yfir húsþök-
in og skögarkrónurnar og fyllti
garðana sína bleika — bleiku
Ijósi. Það var þá, sem mána-
blómið lauk krónu sinni upp, því
að það var blóm næturinnar og
gaf nóttinni allan sinn ilm.
“Þetta er nokkuð til að yrkja
um,” sagði frúin, og því gat eg
ekki neitað.
“Eg skal yrkja um það, þegar
eg er farinn,” sagði eg. Síðan
fylgdl Mr. Perkins mér heim.
Innan sviga
Hér kemur dálítill pistill innan
sviga, og bað eg vin minn Hall-
dór Stefánsson velvirðingar á
því. (Washington, höfuðborg
Bandaríkjanna, mun telja tæpa
milljón íbúa. Hún er skipulögð
af frönskum manni, Charles
L’Enfant major, snemma á 19.
öld. Hahn hafði tekið þátt í
frönsku stjórnarbyltingunni og
var sérfræðingur í því að verja
borgir gegn óvinaliði. Hann mið-
aði skipulag Washingtonborgar
að nokkru við það, að auðvelt
yrði að verja hana, ef á hana
yrði ráðizt. öll aðalstrætin voru
lögð út frá miðkjarna hennar,
þinghúsbyggingunni, (The Capi-
tol) eins og geislar í allar áttir.
í þessháttar strætum mátti koma
fyrir fallbyssum og skjóta þaðan
á óvinina löngu áður en þeir
kæmust að úthverfunum. —
Mörg torg
I Washington eru fleiri torg
en í nokkurri annari borg Banda-
ríkjanna, sum hringmynduð önn-
ur ferhymd. öll eru þau prýdd
trjám og blómum og flest þar
að auki líkneskjum frægra
manna, sem mikið hafa komið
við sögu landsins. Fólkinu þykir
vænt um þessar fögru gróður-
vinjar, að einni stétt undanskil-
inni. Bílstjórarnir bölva þeim og
heimta þær lagðar í auðn. Þeir
heimta malbik, meira svigrúm
fyrir hjól sín og hraða, og mér
var sagt, að þeir hefðu þegár
fengið nokkra áheyrn frá þeim,
sem með völdin fara. Landfræði-
lega er borginni skipt í fjóra
hluta, sem nefnast: Norðvestur,
Suðaustur, Norðaustur og Suð-
vestur, og skerast merkjalínurn-
ar allar um þinghúsbygginguna.
Norðvestur er aðalhlutinn og er
alltaf átt við hann, nema annars
sé getið, þegar hús eða mann-
virki eru staðfærð. Hver borgar-
hluti hefir sitt eigið gatnakerfi
merkt með bókstöfum og tölu-
númerum, sem byrja við þing-
húsið. Bókstafastrætin liggja
austur og vestur, númeruðu
strætin norður og suður.
Enginn kosningarréttur
Þó undarlegt sé, tilheyrir
Washington engu hinna 48 ríkja
Bandaríkjanna. Hún er Wash-
ington, D. C., en það merkir Dist-
rict of Columbia, — Kolumbiu-
hérað. Hún liggur á landamær-
um Virginiaríkis og Marylands,
á austurbakka Potomac-fljóts-
ins. Landið í kring er dálítið mis-
hæðótt, en fjallalaust. Mér virt-
ist það mjög frjósamt. Skógar og
akrar skiptast á hvarvetna.
Ýmislegt er skrítið í lögum
Washington, D. C. íbúarnir hafa
til dæmis engan kosningarétt,
enda er enginn þingmaður fyrir
borgina, og enginn borgarstjóri
reldur. Stjórn borgarinnar er í
höndum þriggja manna borgar-
ráðs, sem þingið útnefnir. —
Mörgum þykir sem von er hart
að vera sviptir jafnmikilvægum
mannréttindum og kosningarétt-
urinn er, og hafa því tekið það
til bragðs að eiga heimilisfang í
einhverju nágranna ríkinu, þó að
peir búi í Washington og hafi
aar atvinnu. Roosevelt sálugi
fór til dæmis alltaf til Hyde Park
í New York-ríki til þess að kjósa
sjálfan sig; og Perkins hjónin
láta skrifa sig í Indiana og kjósa
par. Það hefir enginn neitt við
slíkt að athuga, enda er þetta
fullkomlega löglegt. — Engir
pólitískir borgarafundir eru
leyfðir í Washington og starfs-
lið stjórnarinnar, sem skiptir
júsundum, má ekki taka opin-
beran þátt í stjórnmálum nokk-
urstaðar í landinu. Þessi ákvæði
eiga sennilega að koma í veg
fyrir að stjórnin geti keypt sér
fylgi með bitlingum, og áð fyrir-
byggja að Washington borg geti
vegna aðstöðu sinnar haft óeðli-
lega mikil áhrif á gerðir þings-
ins, og þar með stjórnmál lands-
ins í heild.)
Hér loka eg sviganum og held
áfram að útmála mína persónu-
legu reynslu í þessari mannrétt-
indalitlu borg, sem telur sig
heimsmiðstöð mannréttindanna
og höfuðstað frjálsustu þjóðar
meðal þjóðanna. —
Hugsað heirn
Eg vaknaði klukkan 9 næsta
morgun og sé hvíta sólskinsrák
á veggnum gegnt glugganum.
Það var sem sé enn ekki lát á
þurrkinum. Nei. Drottinn minn,
hvað eg óskaði þessum indæla
heyþurrki heim til íslands, —
heim til hans Jóns vinar míns
úr Flóanum, því nú var eg búinn
að sannfrétta, að þar hefði varla
þornað af bæjarstéttinni í allt
sumar. — Eg lá lengi kyrr og
hugsaði um hrakið hey og fólk
blautt í fæturna, um stóra —
stóra mýrarteiga með bliknuðum
flekkjum og drýli, um gegndrepa
sláttumenn í úlpum, og rakstrar-
konur í lopapeysum með bekk.
Og það var mikil ljá, og það gerði
bullandi hryðju meðan varið var
að borða skyrið, svo engjafólkið
var búið að fá hroll löngu áðu'r
en mál var að standa upp. Þetta
var eg að hugsa morguninn 5.
sept. upp á Hótel Emery. — Unz
allt i einu að síminn hringir. Það
var hótelmaðurinn, sem talaði,
hann tilkynnti mér, að frú Per-
kins biði í forsalnum. — Æ, nú
hafði eg hugsað of lengi um ís-
land og gleymt því að eg ætti
von-á gesti.
Farið í sendisveitina
“Eg kem niður eftir augna-
blik,” svaraði eg. — Eg kom ofan
eftir tuttugu mínútur og frúin
hafði enn ekki misst þolinmæð-
ina, heldur spurði hún mig hvort
eg hefði sofið vel og hvernig eg
hefði nú hugsað mér að verja
deginum. — Eg sagðist hafa sof-
ið eins og mánablóm í sólskini,
en dagurinn væri eins og hið ó-
kveðna ljóð um það, án forms í
meðvitund minni.
“Við skulum fá okkur að
borða,” sagði frúin. Klukkan eitt
vorum við stödd á skrifstofu ís-
lenzka sendiráðsins. Þar hitti eg
Svövu, og þar var Þórhallur Ás-
geirsson. Þar var sendiherrann
sjálfur og bauð mér ásamt Per-
kins hjónunum til kvöldverðar
á mor^un. — Þegar við kvödd-
um hafði eg á brott með mér
nöfn og heimilisföng allra ís-
lenzku ræðismannanna í Amer-
íku, og skrifa eg þau hér niður,
ef einhver, sem les þetta, kynni
að hafa gagn af því:
. Prófessor Richard Beck, 801
Lincoln Drive, Grand Forks,
North Dakota.
2. Rev. S. O. Thorláksson, 258
Stanford Avenue, Berkeley, Cali-
fornia.
3. Mr. Grettir Jóhannsson,
910 Palmerston Avenue, Winni-
peg, Manitoba, Canada.
4. Mr. Stanley T. Ólafsson,
Los Angeles Chamber of Com-
merce, Los Angeles, California.
5. Dr. Árni Helgason, 359 Addi-
son Street, Chicago, Illinois.
6. Barði Skúlason, Public Ser-
vice Building, Portland, Oregon.
Eftir þetta fór frúin með mig
niður að Potomac fljótinu, sem
rennur hér til suðausturs vest-
an við borgina. Nú skyldi halda
til Mount Vernon í Virginia, og
ferðast þangað með fljótabát.
Þetta er ekki langt, einir 25 km.,
en það er í öðru ríki og það er
heimili fyrsta forseta Banda-
ríkjanna, — George Washing-
tons. — Mount Vernon á sér
mikla sögu, en hún verður ekki
sögð hér, aðeins þetta skal tekið
fram : Lawrence hálfbróðir
Washington reisti húsið árið
1743. Áður hafði staðurinn heit-
ið Hunting Creek (Veiði á), en
var nú skírður upp til heiðurs
Vernon flotaforingja, sem Law-
rence hafði þjónað í stríðinu við
Spán. — 1747 flutti Washington
til bróður síns að Mount Vernon
og settist þar að, en 5 árum
seinna var staðurinn opinberlega
skráður á nafn hans, því Law-
rence var þá dáinn. Mount Ver-
non var upp frá þessu í eign
Washingtons og hann dvaldi þar
jafnan, nema þegar störf hans í
þágu þjóðfélagsins kröfðust ann-
ars. Hann dó árið 1799. —
Einkennilegt er það, hvað
mannkynið hefir gaman af að
ganga að dauðra manna gröfum.
Rússar ganga að gröf Lenins, Is-
lendingar að gröf Jóns Sigurðs-
sonar, og þennan dag gekk eg að
gröf Washingtons. Marmarakist-
an hans hvíta, og kista Mörtu
konu hans eru geymdar í graf-
hýsi upp á hæðinni við fljótið
og má sjá þær gegnum járn-
grindumar á framgafli hússins.
Allt í kring hvíla ættingjarnir í
moldinni. Skammt frá standa
útihús forsetans, vagnhús hans
með vagninum í, reykhúsið,
þrælahúsið, o.s.frv., að ógleymdu
íbúðarhúsinu sjálfu. Allt er
þarna með sömu ummerkjum og
það var yfirgefið að húsbænd-
unum látnum. — I eldhúsinu
standa en eirpottar frú Mörthu,
og pönnur hennar, ausur og
sleifar hanga á veggnum yfir eld-
stæðinu, og skín á aldagamlan
málminn. Sömu myndirnar og
húsgögnin skreyta enn stofurn-
ar, og á gólfunum eru teppin,
sem fætur forsetahjónanna slitu.
— Utanhúss er gróðrinum hald-
ið við í sama formi og fyrr. En
drjúgir grátviðurinn við gafla,
og kálgarðurinn v.ar í hirðu og
blómabeðin í rækt. — Það er
kvenfélagið Mount Vernon, sem
á heiðurinn af viðhaldi staðar-
ins og varðveizlu hinna merki-
legu minja, sem hann hefir að
geyma. Kostnaðinn fær það upp-
borinn með aðgangseyri þeim,
sem tekinn er af ferðamönnum,
25 cent af hverjum. — Það er
víðar en á íslandi, sem kven-
félögin inna af höndum mikil-
væg menningarstörf í þágu lands
og þjóðar. —
Næsta dag, 6. sept., var eg að
mestu einn míns liðs. Eg hafði
keypt mér kort af borginni og
komst með hjálp þess til þeirra
staða, sem eg hafði ákveðið að
skoða. — Fyrst lagði eg leið
mína að minnismerki Washing-
tons. Það er 555 feta hár .upp-
mjór turn byggður úr granít og
málaður hvítur. Hornsteinn hans
var lagður árið 1848, en þræla-
stríðið seinkaði framkvæmd
verksins* svo því var ekki lokið
fyrr en árið 1885. Vindustígi
með 900 tröppum liggur upp í
þak turninum, en þar er einnig
lyfta, sem gengur upp og niður
á hálftíma fresti. — Meðan eg
beið eftir lyftunni hitti eg írsk-
ættuð hjón með fjögur börn sín
á aldrinum 6—12 ára. Þau voru
búsett í Baltimore. Öll fjölskyld-
an var rauðhærð. Konan hafði
orð fyrir þeim öllum. Hún var
fædd hér og var að sýna börn-
um sínum og manni æskustöðv-
arnar. Nánustu ættingjar henn-
ar voru búnir að taka þátt í
tveim heimsstyrjöldum, sagði
hún, en svo var Guði fyrir að
þakka, að enginn þeirra hafði
fallið, ekki svo mikið sem særzt.
Eg spurði hana hvort maðurinn
hennar hefði verið í stríðinu.
Nei, hann hafði verið of ungur
til þess að fara í gamla stríðið,
en of gamall til þess að fara í
það nýja. Hann hafði unnið í
verksmiðju í Baltemore og í
fjögur ár hafði hann ekki fengið
einn einasta frídag, nema jóla-
dagana, þangað til núna. — Eg
leit með hluttekningu á mann-
inn, sem sat þögull við hlið kon-
unnar. Hann hneigði höfuðnð
til samþykkis við því sem hún
sagði, en hélt áfram að þegja. —
“Hann er búinn að vinna svo
lengi,” hélt hún áfram óg klapp-
aði honum á handarbakið, — “að
rann trúir því tæplega, að hann
sé allt í einu búinn að fá frí — að.
hann megi sitja svona á bekk
úti í sólskininu og horfa á trén
og blómin. — Hann hrekkur
stundum við, þegar hann heyrir
í verksmiðjuflautu, og minnir að
hann sé að verða of seinn í vinn-
una. — Já, þetta hafa verið ósköp
erfiðir og ófrjálsir tímar, en það
er ekki hægt að vinna stríð nema
leggja eitthvað í sölurnar, og nú
fer þetta alt að lagast.” — Hún
klappaði honum aftur á handar-
bakið og leit framan í hann um
leið eins og hún væri fremur að
tala við hann en mig, og hann
hneigði á ný höfuðið til sam-
þykkis. — Eg sá að nú streymdi
fólkið út um turndyrnar og hóp-
urinn, sem úti beið, reis á fætur
og bjóst til þess að ganga inn.
“Ætlið þið ekki upp í turn-
inn?” spurði eg írsku hjónin.
“Nei,” svaraði konan og brosti.
“Hann afi minn var með að
byggja hann og eg kom sjálf upp
í hann fyrir 15 árum, — við vilj-
um heldur sitja hérna og hvíla
okkur.” Börnin voru öll hlaupin
út á grasflöt til þess að leika sér
svo eg gat ekki hvatt þau, en eg
kvaddi hjónin með- handabandi
og konan bað guð að fylgjs^mér,
hvar sem eg færi um veröldina.
í þriðja sinn hneigði maðurinn
höfuðið til samþykkis. Síðan fór
eg upp í turninn og horfði út
um alla gluggana á honum. —
Næst skoðai eg listasafnið hans
Treer’s (Treer Gallery), var þar
lengi að lóna, skoðaði mynd-
skreytt blöð úr Kóraninum skrif-
uð í Arabíu á 14. öld, blöð úr
persneskum bókum frá 15. öld,
blöð úr egypzkum bókum frá
14. öld, persneska leirkerasmíði
frá dögum Omar Kajáms og
eldri, indverska list forna og
nýja, meðal annars myndskreytt
handrit ritað á pálmaviðarblöð.
Þama mátti og sjá kristna list
frá Armeníu og Grikklandi, svo
og amerísk málverk frá seinni
öldum. —
Eftir að eg hafði dvalið nokkra
klukkutíma í'Treer listasafni fór
eg að skoða þjóðminjadeild safns
eins mikils sem heitir Smith-
son Institution.” Uppruni þess er
sá, að James Smithson, Englend-
ingur, sem aldrei hafði komið
til Ameríku, og dó 27. júní 1829,
gaf allar eigur sínar, fimm
hundruð og fimmtíu þúsund
dollara, til Bandaríkjanna, og
kvað svo á, að þeim skyldi varið
þar að aukningu og útbreiðslu á
þekkingu meðal manna.
Tvennt var það, sem eg hafði
mesta ágirnd á að sjá í þessu
safni: “The Spirit of St. Louis”
og kjóla forsetafrúnna. “Andi
heilags Louis” er flugvél sú, sem
Lindberg flaug í austur yfir At-
lantshaf í fyrsta sinn og varð
heimsfrægur fyrir, en á kjólum
forsetafrúnna stendur þannig að
þegar forseti yfirgefur Hvíta-
húsið, þá gefur kona hans kjól
af sér á þetta safn. Síðan er bú-
ið til líkan af henni og líkanið
klætt í kjólinn. — Þarna skiðaði
eg'nú fyrst flugvélaskríflið, en
þvínæst allar forsetafrúrnar í
gömlu kjólunum þeirra, og var
það fögur sjón að sjá — Á safni
þessu sá eg litlar koparstyttur af
mörgum helztu mönnum Banda-
ríkjanna fýrr og nú, herklæði
frægra herforingja og vopn
þeirra, eldfornar leifar mann-
kynsins á frumstígi þess, til dæm-
is hauskúpubrot Neanderdal-
mannsins, Javamannsins og Cro-
Magnon mannsíns, svo nokkrir
hinna frægustu af forfeðrum
okkar séu nefndir. Þá gaf þarna
að líta geysistórt líkan af orustu-
svæðinu í Frakklandl þar sem
Þjóðverjar voru sigraðir haustið
1918. Sást vígstaðan nákvæm-
lega, allar byggingar á svæðinu
og byggingarústir, vegir, skógar,
akrar og hver einasti sprengju-
gígur. Sundurskotnir gunnfánar
ótal orusta héngu á snúrum í
loftinu og uppi á veggjum. —
Þessum degi lauk með sérstak-
lega ánægjulegu kvöldverðar-
boði hjá Thor Thors sendiherra
og frú Ágústu konu hans.
Föstudaginn 7. september naut
eg enn handleiðslu frú Mekkínu
Perkins. Við byrjuðum daginn
með því að skoða “Thé National
Gallery of Art.” Það er nýtt. Það
var stofnað með lögum frá þing-
inu 24. marz 1937, er fullgert og
opnað almenningi þrem árum
seinna, 17. marz 1940. Það kost-
aði 15 milljónir dollara eða níu-
tíu og sjö og hálfa mliljón ís-
lenzkra króna. Það er að mestu
gert af marmara og hefir eink-
um að geyma höggmyndir og
málverk, — ameríska og evróp-
íska list eingöngu. Einn salur
þess er' oft notaður sem hljóm-
leikasalur, og það var í þeim sal,
sem Rögnvaldur Sigurjónsson
vann sinn stóra sigur sem píani-
leikari síðastliðið vor (1945). —
Næsti viðkomustaður var “Þing-
bókasafnið” (Library of Con-
gress), fyrst opnað í nóvember
1881, en fullgert 1897. Það er
fegursta bygging, sem eg hefi
nokkru sinni séð, það er að segja
hið innra. Mosaik-myndir skreyta
lofthvelfingarnar og veggina, og
í gólfið eru greypt öll stjörnu-
merkin og aðrar dýrindis mynd-
ir úr kopar. Milli bókasafns-
byggingarinnar og þinghússins
liggur neðanjarðarjárnbraut, —
hin eina í Washington — og er
eingöngu notuð af þingmönnun-
um og starfsliði þeirra. Hver
sem er getur notað bækurnar í
lestrarsal safnsins, en útlána
njóta ekki aðrir en þingmenn-
irnir, forsetinn, hæstaréttardóm-
ararnir og opinberir starfsmenn
stjórnarinnar. Þarna sá eg eitt
verðmætasta pappírsplagg í
heimi — eða kannske það hafi
verið úr skinni — frumrítið af
stjórnar skrá Bandaríkjanna.
Tveir vopnaðir hermenn gættu
þess. — Eg sneri hálfnauðugur
út úr þessu húsi, því að fegurð
þess, kyrð og hátignarleiki hafði
þegar náð á mér sterkum tök-
um. Hvergi hefi eg fundið jafn
skýrt, hver geysiáhrif umhverf-
ið hefir á hugarástand manns og
líðan.
Þegar við yfirgáfum þing-
bókasafnið fórum við að skofa
“The Supreme Court”, hæsta-
réttarhús Bandaríkjanna. Það
er alveg ný bygging, öll gerð af
hvítum marmara í forngrískum
stíl, — hinum svonefnda Korin-
þustíl. Tvær styttur halda vörð
um innganginn, önnur kven-
kyns, hin karlkyns. Kvenstyttan
á að tákna lýgvísina, karlstyttan
myndugleika laganna. Heldur
fannst mér þeir kuldalegt og al-
vörugefið innan veggja, en stól-
arnir níu fyrir gaflinum stóðu
auðir, og það var enginn sak-
borningur né ákærandi í stúkun-
ni fyrir framan þá. Rétturinn
hafði frí þennan dag. Hæstirétt-
ur Bandaríkjanna er skipaður 9
dómurum, og hefir nýlega kom-
ið út ákærurit um tilhögun rétt-
arnis eða þá löggjöf, sem hann
er sniðinn eftir. Bókin var af
mörgum talin runnin undan rif-
jum Roosevelts forseta og heit-
ir á ensku “The nine old meh”
(Gömlu mennirnir níu). Eitt er
að minnsta kosti víst: Roosevelt
reyndi að koma í gegn lögum,
sem fólu í sér mikla breytingu
á réttinum, jafnvel skerðingu á
valdi hans, en þingið felldi það
frumvarp.
Næst var þinghúsið skoðað.
Því miður stóðu engir þingfund-
ir yfir þessa dagana, svo að mér
gafst .ekki tækifæri til þess að
hlusta á neitt merkilegt. Eg varð
að gera mér að góðu að horfa á
auð sætin og þögul málverkin
á veggjunum.
Þing Bandaríkjanna (The Con-
gress) er, eins og flestum mun
kunnugt, í tveim deildum, sem
nefnast fulltrúadeild (T h e
House) og öldungadeild (The
senate). Fulltrúarnir eru kosn-
ir fjórða hvert ár, en öldung-
arnir til 6 ára í senn. — Þetta
verður að nægja um þingið.
Eg hafði ekki tíma til þess
að koma í Shakespeare-bóka-
safnið, en eg starði á það og
starði, þaðan sem eg gekk um
strætið, og undraðist frægð þess
skálds, sem svo fögur bygging
var reist um. Því að í þessu safni
eru einungis bækur eftir Skakes-
peare, bækur um bækur hans og
(Frh. á hls. 3)
4 f / $ *