Lögberg - 04.04.1946, Síða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINIM 4. APRIL, 1946
3
“Drottinn læknaði mig”
Viðtal við Gísla Gíslason
á elliheimilinu Grund
Laugardaginn 9. þ.m. heim-
sótti eg Gísla Gíslason, sem hinn
7. okt. þ. á. hlaut lækningu með
skjótri svipan og með óvenju-
legum hætti, í Elliheimilinu
Grund í Reykjavík. Gísli er 67
ára gamall.
Hann hefir hátt á þriðja ára-
tug verið mikið olnbogabarn
hvað heilsunni viðvíkur. All oft-
ast sjúkur og oft sárlega þjáður.
í mörg ár hefir hann staulast
um á hækjum, þegar hann ekki
befir verið rúmfastur. Oft hefir
hann legið stórlegur. Tveir
fingur voru fullkomlega kreppt-
ir inn í lófann á annari hendi.
Lengi hafði hann haft sár á £æti,
sem ekki vildi gróa. Oft sótti
hann mikil höfuðveiki Gísli var
farlama maður, en reyndi þó til
hins síðasta, er af honum bráði,
að vinna að netagerð í rúmi
sínu, sér til afþreyingar, því frá
fyrstu tíð var honum rík starfs-
þrá í brjóst lögð. Á síðastliðnu
sumri var Gísli sjúklingur í
Landakostsspítala um þriggja
mánaða skeið.
Hann var orðinn ákaflega
þreyttur, þráin eftir hv-íld virt-
ist fara vaxandi með hverjum
degi. Hann trúði því, að upp
mundi birta fyrir sér þegar yfir
kæmi í nýjan heim og hlakkaði
í raun og veru til þess eins, að
fá að deyja. Oft varð honum
hugsað um undursamlegt atvik,
sem gerðist rétt fyrir heimsó-
friðinn síðasta og þá hafði mjög
sterk áhrif á hann. Það var í
borðstofu Elliheimilisins. Þeir
sátu þar ýmsir vistmenn, karlar
og konur. Þá sáu þau samtímis
byrtast mynd, sem þau álitu vera
Jesúm Krist sjálfan og voru þau
sex, er á sýn þessa horfðu. Frá
þeirri stundu átti Gísli þá öruggu
sannfæringu, að honum mundi
opnast bjartari og betri heimur,,
þegar jarðneskur þrautatími hans
yrði á enda. — Umræddan dag
er eg kom á Elliheimilið kom
Gísli til móts við okkur, mig og
prest elliheimilisins, séra Sigur-
. björn Á Gíslason. Hahn var
sýnilega heilbngður maður.
Stakk að vísu dálítið við öðrum
fæti en er þó mjög léttur í spori.
Svipurinn var hreinn og heil-
brigðislegur og yar Gísli himin-
lifandi af fögnuði ag hamingju.
“Eg er alveg heilbrigður,”
sagði Gísli og sveiflaði sér létti-
lega um gólfið og teigði fram
henduirnar og rétti úr öljlum
fingrunum. “Eg vildi helzt ekk-
ert gera nema lofa Guð allan
daginn.”
Við gengum síðan þrír inn í
herbergi þar sem samtal okkar
Gísla átti að fara fram.
Eg spurði Gísla allmargra
spurninga og svaraði hann þeim
Öllum viðstöðulaust og svo
greindarlega, að ekki varð á
betfa kosið, enda hygg eg að
hann sé góðum andlegum hæfi-
leikum gæddur. Læt eg hann
nú segja frá:
“Sunnudaginn 7. október, var
stóri dagurinn,” sagði hann.
“Daginn áður hafði eg verið
nijög veikur og fór í rúmið, ó-
venju slappur og máttlaus og í
einkenrtilegu ástandi. Fól eg mig
guði og leit út um gluggann upp
til himins um leið og eg fór upp
1 rúmið mitt og óskaði mér að
hið mikla þrautastríð mitt tæki
nú enda og eg fengi að mæta
Kristi. Skyndilega birtist mér
niynd Frelsarans, þekki eg undir
eifls að það var nákvæmlega
sama veran og birtist okkur 6 í
skýlinu í borðstofu Elliheimil-
^sins fyrir 6 árum. Veran var í
eðlilegrj líkamsstærð. Yndislega
goðlegur og fallegur var hann.
^er fanst hann titra ofurlítið,
en geng út frá, að það hafi ver-
í augunum á sjálfum mér. Þó
Voru þau lokuð, þegar eg sá sýn-
'na. Hann var svo bjartur. Mér
fannst sem eg sæi eðlilega alla
andlitsdrætti eins og á öðrum
mönnum, en bara þessi yndis-
leikur og ósegjanlegur ljómi.
Þegar hann var mér hor'finn, var
eg í þann svipinn frískur og fór
á fætur og til vinnu, reyndi þó
ekki að ganga hækjulaus. Hélt
eg með sjálfum mér, að eg væri
feigur. — Svaf eg svo um nótt-
ina, þó ekki vel, því líkast var
því, sem eitthvað vildi stríða á
mig. Um morguhinn fór eg á
fætur, var þó fremur máttlítill.
Gekk eg til a^ltaris hjá presti
Elliheinfilisins sóra S&gurbirni
Á. Gíslasyni, ásamt 22 öðrum
um kl. 10.30. Þegar búið var að
útdeila grét eg, en man ekki til
að eg hafi grátið í mörg ár.”
(Hér spurði eg séra Sigurbjörn:
“Varst þú var við óvenjulega
geðshræringu hjá Gísla við alt-
arisgönguna?” Séra Sigurbjörn
svarar: “Eg tók eftir að hann
þeraaði tárin af augum sér). “Þó
var mér eiginlega miklu léttara
í huga,” hélt Gísli áfram, “enda
hefir mér æfinlega fundist alt-
arisgangan svala mér. Eg hefi
mikla trú á altarisgöngunni og
í þetta skifti, eins og raunar alt-
af, var eg með það í huga að fela
mig Guði og mæta Kristi. Hefi
eg verið fimm sinnum til alt-
aris síðan á nýjári. Eftir altaris-
gönguna var sem eg hefði feng-
ið hugfró, fann þó ekki að hönd-
iin réttist eðia fóturinn missti
þrautir. Lagðisl? eg upp í rúmið
mitt þegar útvarpsguðþjónusta
frá Fríkirkjunni, þar sem séra
Árni Sigurðsson átti að prédika,
hófst. Eg hlustaði á fyrsta sálm-
inn, sem sungin var — og þegar
fram í ræðuna kom, bað her-
bergisfélagi minn, sem er blind-
ur, mig að hækka útvarpið.
(Þessi blindi maður heitir Björn
Jónsson faðir Péturs skipstjóra
sem var á Dettifossi. Var Björn
einn í hópi þeirra 6, sem sáu
sýnina í borðstofu Elliheimilis-
ins fyrir ófriðinn og staðfesti
hann það í viðtali við mig og
séra Sig. Á. Gíslason. Fór eg
fram úr, því eg var því vanur
og þá fann eg, að eg var venju
fremur með mikinn storm í
höfðinu. Gekk eg fram fyrir
rúmið mitt, hækka útvarpið, sit
svo á “varkinum,” sem þar er, á
meðan þessi orð eru sögð, að
Frelsarinn sé altaf að lækna og
geri það enn 1 dag. Þá leit eg
til himins og bað föður, son og
heilagan anda að líta til mín í
Drottins Jesú Krists blessaða
náðarnafni. Þessi orð hafði eg
yfir um leið og eg leit til himins.
Þá finn eg allt í einu að storm-
urinn á höfði mér fer að lin-
ast. — Þegar þar að kemur, að
guðsþjónustan líður á enda, syng
eg undir með ávarpinu síðasta
sálminn: “Víst ertu, Jesú, kong-
ur^klár,” og held eg að lækning-
in hafi gerst (fullkomnast( með-
an verið var að syngja og eg
sjálfur söng með. Sálmurinn
ver ekki á enda, þegar kallað
var í kaffi, en eg fór ekki fyrr
en hann vár búinn. En þegar
eg stend upp og legg af stað, finn
eg, að eg þarf ekki að taka í
rúmið til stuðnings eins og vant
er, og finn engar þrautir, og rétt
eftir geng eg hækjulaus og staf-
laus upp um alla stiga í húsinu,
þrautalaust, og hendur mínar
voru heilar og fingur allir rétt-
ir, en þeir höfðu árum saman
verið krepptir. Ennfremur var
sárið á líkama mínurn, sem hafði
verið svo þrálátt, algróið og er
á því fallegur holdslitur. En
þessu tók eg fyrst eftir tveim
eða þrem dögum seinna. Tilfinn-
ingarnar sem ríkastar eru í sál
minni, segir Gísli, “eru fögnuð-
ur og þakklæti t^il Guðs. Því í
sál hans er engin efi um það, að
hér hafi honum komið hjálp að
ofan. Gísli minnir mig á lækn-
uðu mennina á dögum Krists, þá
sem Jesús Kristur gaf aftur
heilsu og líf, — þá þeirra, sem
áttu þrá eftir því að segja öðr-
um fagnandi frá því, sem gerzt
hafði og gefa Guði dýrðina.
“Mér finnst eg helzt altaf þurfi
að vera að syngja sálma,” sagði
Gísli, “og lofa Guð.” — “Eg hefi
nú bara,” segir hann, “hugsað,
síðan þetta gerðist, að eg ætti
stutt eftir.” “En nú kvíðir þú
ekki fyrir því að fara héðan?”
— “Nei, — Nei, nei! — Eg fagna
því af öllu hjarta og hlakka inni-
lega til. Þó eg ætti að deyja í
dag, er eg rólegur.” En mér líð-
ur nú svo yndislega vel og hefi
svo góðan svefn, að líðan mín
getur ekki verið betri, en hún
er nú.” — “Hefir nokkur læknir
séð þig síðan þetta gerðist?”
“Já,” sagði Gísli. “Þar á meðal
Matthías.” “Sagði hann nokkuð
við þig um þetta sem gerzt
hefir?” — “Nei, eiginlega ekki.
En hann bað mig að fara vel með
hinn nýja styrk, sem eg hefði
fengið og hvaddi mig hlýlega.”
Eg veit ekki hvað læknar vor-
ir kunna að segja um þenna at-
burð. Þegar þetta er ritað, þá
hefi eg ekki átt tal við neinn
þeirra um hann. — Eg sá Gísla
einu sinni á ganginum í Elli-
heimilinu meðan hann var sjúk-
ur og öllum hinum rnörgu, sem
sáu þenna krossbera, blandást
ekki hugur um, að breytingin
er svo stór, að því geta í raun og
veru engin orð lýst.
“Ástandið var ekki allt,” sagði
Gísli við mig um- heilsu sína.
“Það er óhætt að segja. Mér datt
aldrei í hug að eg fengi lækning,
nema ef almættið liti til mín í
náð sinni.”
Eg hygg, að enginn, sem kem-
ur til Gísla og talar við hann um
hið mikla hamingjuefni hans,
fari frá honum ósnortinn, Eg
hygg ennfremur, að varlega ætti
að fara í það að rengja frásögn
hans um þessa undursamlegu
reynslu hans. Maðurinn sjálfur
og alt sem hann segir, ber þann
blæ, að auðvelt er að ganga úr
skugga um, að hann.er eins og
saklaust barn, hjartahreinn og
einlægur. Hefir allt þetta, sem
gerzt hefir í sambandi við hann,
haft sterk trúarleg áhrif á hann.
Þessi lækning Gísla, sem gagn-
tekur hjarta hans gleði og þakk-
læti og nú veldur því að hann
horfir trúaraugum til himins
hverja stund — mun vissulega
beina sjónum margra í hæðir.
En hún er ekkert einsdæmi ýg
þótt menn réyndu að sanna, að
Guð hefði ekki komið honum til
hjálpar á þann hátt, sem hann
lýsir hjálpinni, þá er það eigi að
síður víst, að kraftaverkin ger-
ast enn þann dag í dag. Innan
íslenzku kirkjunnar hefir á und-
anförnum árum og öldum gerzt
margt undursamlegt, einnig á
sviði lækninga, sem ekki hefði
farið fram — ef hjálp Guðs hefði
ekki komið til. Flest af því ligg-
ur í þagnargildi, eða er aðeins á
vitorði fárra manna. Hygg eg,
að margir, ef ekki flestir prestar
landsins, hafi frá merkilegri
reynslu að segja í þessu efni úr
starfi sínu — og fjöldi annara
einstaklinga. Þessir atburðir,
um undursamlega lækningu og
aðra hjálp frá Guði á erfiðustu
stundum lífsins fyrir bæn, eins
eða fleiri samtímis, eða við sér-
stakar lækningaguðsþjónustur
(sbr. lækninga - guðsþjónustur
enska prestsins, Dr. Lesslie
Weatherhead) eru enn að gerast
víðsvegar um heiminn. — Það
er alkunnugt, hve oft hefir brugð-
ið til bata í heilagri skírn á veik-
um börnum, eða við bæn fyrir
sjúkum í almennum guðsþjón-
ustum. Og því er fullkomlega
óhætt að treysta, að bænin og
trúin við sjúkrabeðinrt flytur
fjöll enn þann dag í dag, og mun
svo verða meðan sárum sært
mannkyn horfir til himins og
bænirnar stíga upp um líkn í
þraut.
Sigurgeir Sigurðsson.
—Kirkjublaðið, 12. nóv. 1945.
WASHINGTON
(Frh. af bls. 2)
bækur um hann sjálfan. — Aftur
'á móti kom eg í “The National
Museum,” þar sem gamlir og
nýir meistarar tala til manns í
litum og línum frá ótal veggjum,
og saman eru komin kynstrin
öll af gyipum náttúrufræðilegs,
landfræðilegs og menningar-
sögulegs eðlis. —
Ekki vil eg skiljast svo við
þessi fátæklegu orð um Wash-
ington, að eg minnist ekki á þá
byggingu, sem víðfrægust er og
sögulegust af þeim öllum: Hvíta
húsið. — Ekki auðnaðist mér þó
að koma þar inn, því síðan stríð-
ið brauzt út hafði engum óvið-
komandi verið hleypt þar inn
fyrir dyr, og þeirri varúðarráð-
stöfun var enn ekki af létt, þegar
eg var í Washington, enda þó
friður væri kominn á. En það
bannaði mér enginn að horfa
þangað heim, og við frú Per-
kins gengum í kringum staðinn
eins og börn í kringum jólatré,
gættum þess að koma ekki of
nærri, svo að við “brenndum
okkur ekki á ljósunum.”
Hvíta húsið stendur við höf-
uðgötu borgarinnar — Pennsyl-
vaníu Avenue — og 16. stræti.
Höfuðeinkenni þess er tiginn
einfaldleiki. Það* er 170 fet á
lengd og 86 fet á breidd, tvær
hæðir, aUk riss. Byggingarmeist-
arinn, sem reisti húsið, var James
Hoban, og sneið hann húsið
mjög eftir höll hertogans af
Leinster, nálægt Dublin á Ir-
landi. Washington sjálfur lagði
að því hornsteininn 13. okt. 1792
og lifði það, að sjá bygginguna
fullgerða. Það er sagt, að hann
hafi gengið í gegnum sali þess
og herbergi ásamt konu sinni
fáum dögum fyrir andlátið 14.
des. 1799. — John Adams var
fyrsti forsetinn, sem bjó þar.
Hann varð forseti 1797 og bjó í
húsinu síðasta forsetaár sitt,
árið 1800. — Árið 1814, á forseta-
árum Madisons, kveikti brezkur
herflokkur í húsinu, og brann
það þá allt, nema múrveggirnir.
Þegar það var endurreist, voru
veggir þess málaðir hvítir, til
þess að hylja merki eldsins.
Þetta réði nafngift þess, enda
hefur það æ síðan verið málað
hvítt. —
Eg fór frá Washington að
kvöldi hins 7. sept. og lagði leið
mína til suðurs. Um það er
önnur saga, en í dimmunni þá
nótt orti eg kvæðið um mána-
blómið hennar frú Mekkín:
Langt er til landa í suðri,
en lengra til Washington.
Þangað eg kom í þurrki,
Þórhallur Ásgeirsson.
Æ, manstu nú ekki hana
Mekkín
og mánablómið hvítt,
sem grær í garðinum hennar
með gullhár furðusítt?
Það sefur á daginn og dreymir,
unz dimmán úr austri fer.
Það er brúður hins bleika
mána,
blessaðir verið þér.
Hún Mekkín á mánarblómið.
Margt býr í Washington.
Þaðan eg sneri þögull,
Þórhallur Ágeirsson.
—Vísir, 29. jan.
TIL Þ. K. K.
\
Leirflekkóttann ljóða stert,
leiði eg alveg hjá mér.
Allir telja einskis vert,
alt, sem kemur frá þér.
S. Guðmundsson.
En hvað fólkið er kyrrlátt
úppi á loftinu hjá ykkur. Eru
einhver veikindi hjá því ?
Nei, þau eru alltaf syona hlóð-
lát. Þegar hann bað hennar,
sýndi hann henni demantshring
og sagði: “Ha ?” og hún svaraði:
“Uhu !”
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON DR. A. BLONDAL
Physician and Surgeon
Dentist 602 MEDICAL ARTS BLDG.
506 SOMERSET BUILDING Slmi 93 996
Telephone 97 932 Heimili: 108 CHATAWAY
Home Telephone 202 398 Sími 61023
Talstmi 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN Dr. S. J. Jóhannesson
Sérfræöingur í augna, eyrna, nef 215 RUBY STREET
og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING (Beint suður af Banning)
Cor. Portagre & Main Stofutími 4.30 — 6.30 Talsími 30 877 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi
Laugardögum 2 — 4
DR. ROBERT BLACK \ DR. E. JOHNSON
Scrfrœðingur í augna, eynna, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. 304 EVELINE STREET Selkirk, Man.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m.
Heimasími 42 154 Phones: Office 26 — Res. 230
EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone
PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409
islenzkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson
Fólk getur pantað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG.
annað með pósti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
Fljót afgreifSsla. ánd by appolntment
A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W.
848 SHERBROOK STREET TWEED
Selur llklcistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St.
Skrifstofu talsiml 27 324
Y Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG
Phone 31 400 DR. J. A. HILLSMAN
Electrical Appliances and Surgeon
Radio Service
Furniture and Repairs
Morrison Electric 308 MEDICAL ARTS BLDG
674 SARGENT AVE. Phone 97 329
PCINCE// Dr. Charles R. Oke
MESSENGER SERVICE Tannlœknir
Við flytjum kistur og töskur, For Appointments Phone 94 908
húsgögn úr smærri íbúðum, Office Hours 9—6
og húsmuni af öllu tæi. 404 TORONTO GEN, TRUSTS
58 ALBERT ST. — WINNIPEG BUILDING
Sími 25 888 283 PORTAGE AVE.
C. A. Johnson, Mgr. Winnipeg, Man.
TELEPHONE 94 358 Legsteinar, sem skara fram úr.
H. J. PALMASON Úrvals blágrýti og Manitoba
marmari.
and Company Skrifiö eftir veröskrá
Chartered Accounta-nts Gillis Quarries, Limited
1101 McARTHUR BUILDING 1400 SPRUCE ST. SIMI 28 893
Winnipeg, Canada Winnipeg, Man.
Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO.
Radio Service Specialists LIMITED
ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG WPG.
H. THORKELSON, Prop. Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð.
Equipment System. bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG PHONE 97 538
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Andrews, Andrews,
Keystone Fisheries Thorvaldson and
Limited Eggertson
404 SCOTT BLOCIC SlMI 95 227 Lögfrœöingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Portage og Garry St.
Sími 98 291
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla 1 heildsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifsrt.slmi 25 355 Heima 55 462
u HAGBORG ff il FUEL co. n GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting
• Dial 21 331 noF11) 21 331 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 y
Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated
Argue Brothers Ltd. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD.
Real Estate, Flnancial, Insurance
J. H. PAOE, Managing Director
LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholesale Distributors of Fresh
J. Davidson, Representative and Frozen Fish.
Phone 97 291 311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917