Lögberg - 04.04.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.04.1946, Blaðsíða 4
4 IiÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. APRÍL, 1946 >-----------Hogfaerg ----------------------■? I Grefið út hvern firntudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í argent Ave., Winnipeg, Maniitot>a Utanáskrift ritstjórans: j EDITOg^LÖGBERG j >95 Sargent Avei, Winnipeg, Man. j Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON j Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada. PHONE 21 804 Kynjaátraumar Undrunarefni, meir en lítið, er það mörgum manninum, sem iand þetta byggir, að samherjar vorir í síðustu heimsstyrjöld, svo sem Rússar, skyldu leggja lykkju á leið sína, og furðuleg ómök, til þess að seilast eftir hernaðar- legum leyndarmálum hinnar Canad- isku þjóðar, því vel hefði mátt ætla, að sú aðstoð, er þjóðin veitti rússnesku ráðstjórnarríkjunum gegn sameigin- legum óvini, Nazismanum þýzka, yrði metin á annan veg; þessi þjóð hefir á engan hátt blandað sér inn í sérmál Rússa eða stjórnarfar þeirra; henni er það að fullu ljóst, að eðlilegast sé og notadrýgst, að sérhver þjóð búi við þá tegund stjórnarfars, er hún, samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti sínum, telur sér bezt henta eins og við horfir innan vé- banda hlutaðeigandi þjóðfélags; Can- adiska þjóðin vill, og á heimting á, að búa að sínu, án utanaðkomandi áróð- urs; hún blandar sér ekki að ástæðu- lausu inn í það, hvernig aðrar þjóðir reyna að leysa stjórnarfarsleg vanda- mál sín, og hún ætlast nákvæmlega til hins sama af öðrum þjóðum. Það er því sízt að undra, þótt þegnhollum borg- urum þessa lands sé órótt innanbrjósts, er grunur liggur á, að ekki sé alt með feldu um viðhorf og háttsemi ýmissa samborgara þeirra í þessu efni; áróður erlendra afla verður vitaskuld miklu skiljanlegri; hann er engan veginn ein- stæður í sinni röð, þótt lítið erindi sýn- ist eiga inn í vort tiltölulega fámenna, en friðsæla þjóðfélag; er hér um slíka kynjastrauma að ræða, sem naumast er að vænta að þegnir verði með þökkum. Rannsókninni í njósnarmálinu er vitanlega hvergi nærri lokið enn, og enn eigi séð fyrir endann á því, hversu margir kunna að vera við þessa furðu- legu njósnarstarfsemi riðnir; en víst er um það, að þeim hefir fjölgað um fimm frá því fyrir rúmri viku, að því er hinni konunglegu rannsóknarnefnd, sem mál- ið hefir með höndum segist frá; í hinni þriðju yfirlýsingu sinni síðan að rann- sóknin hófst, er King forsætisráðherra lagði fram í þinginu í lok fyrri viku, lét hann þess getið, að sannanir væru fyrir hendi um það, að rússnesk njósnar- starfsemi hefði verið að verki í þessu landi alllöngu fyrir árið 1943, þótt örð- ugt hefði verið að afla fullnægjandi upp- lýsingum því viðvíkjandi, en nú væri viðhorfið svo breytt, að öll tvímæli væru tekin af. Elinn þeirra manna, sem sakaður er um að vera viðriðinn áminst vandræða- mál, á sæti á sambandsþingi, eg er sá Mr. Fred Rose, þingmaður fyrir Mon- treal-Cartier kjördæmið; hann telst til híns s’vonefnda Labor-Progressive flokks, sem er ekkert annað en Komm- únistaflokkurinn gamli, vitund uppdubb- aður á yfirborðinu; áminstum þing- manni er borið það á brýn, að hann hafi verið milligöngumaður milli rússneskra stjórnvalda, varðandi canadisk, hern- aðarleg leyndarmál; nú hefir svo skip- ast til, að ákærurnar á hendur Mr. Rose, verði prófaðar í konungsrétti, og hefir hann verið látinn laus gegn $25,000 veði; lengra er mál þetta ekki á veg komið eins og sakir standa; sjálfsagt er að það sé íhugað og rætt af óhlutdrægni og skapfestu; enda ér brezk réttvísi slík, að samkvæmt ákvæðum hennar, er hinn ákærði saklaus, þar til hann að rannsökuðu máli, er fundinn sekur. Hin unga canadiska þjóð, hefir' innt af hendi eitt kraftaverkið öðru meira, jafnt í stríði sem friði, og það er hennar mesta áhugamál, að fá að búa að sínu, leysa sín eigin vandamál í sátt og friði við aðrar þjóðir; hún elur engan kala í brjósti til rússnesku þjóðarinnar, viður- kennir að fullu hin risavöxnu átök henn- ar í síðustu styrjöld, og dáir margt í fari hennar, þótt hún á hinn bóginn taki ekki með þegjandi þögninni vafa- sömum áróðri þaðan, eða úr nokkurri annari átt. Almanak Veátmanna Fimmtugasti og annar árgangur Thorgeirsson Almanaksins, eða Alman- aks vor Vestmanna, eins og sumir kalla það, hefir fyrir skömniu verið sendur Lögbergi til umsagnar, og er hann engu síður kærkominn en hinir fvrri árgang- ar. Ritstjóri Almanaksins er Dr. Rich- ard Beck. Frá menningarlegu sjónarmiði séð, hefir Almanakið frá upphafi vega sinna, jafnan reynzt mikilvægt heimildarrit varðandi lífsbaráttu íslendinga í þess- ari álfu, átök þeirra við flókin viðfangs- I efni og margháttaða sigra, því þegar alt kemur til alls, þrátt fyrir óhjákvæmi- leg mistök og nokkura ágalla, verður naumast annað réttilega sagt, en land- nám íslendinga vestan hafs, hafi orðið áhrifarík sigursaga. Það er ekki einasta, að íslenzka þjóðarbrotið vestan hafs standi í mík- illi þakkarskuld við stofnanda og útgef- anda Almanaksins um langt skeið, Ólaf S. Thorgeirsson, sem vegna ástar á ís- lenzkum fræðum, oft með lítið í aðra hönd, lagði á sig geisi-erfiði við útgáf- una, söfnun heimilda og skrásetning helztu viðburða í félagslífi ættbræðra sinna og systra í vestri; íslenzka þjóðin gerir það öll; það hefði óneitanlega orðið meiri erfiðleikum bundið, að semja svo vel væri, sögu íslendinga í Vesturheimi, sem nú er vel á veg komin, ef eigi hefði verið fyrir þær heimildir, sem þeir, er að Almanakinu stóðu, höfðu safnað til og birt. Synir O. S. Thorgeirssonar, er nú halda úti Almanakinu, hafa lagt lofs- verða rækt við minningu föður þeirra með framhaldi útgáfustarfseminnar, og það var þeim jafnfrámt mikið lán, að fá slíkan ágætismann til þess að annast um ritstjórnina, sem Dr. Beck er. Auk hins venjulega lesmáls, svo sem mánaðatals, og skrásetningar helztu viðburða meðal íslendinga hér um slóð- ir, flytur Almanakið ýmissar gagnmerk- ar ritgerðir, svo sem þá um rithöfundinn ástsæla og mannvininn, Jóhann Magnús Bjarnason, er lézt að heimili sínu í Elf- ros, Sask., þann 8 september síðastlið- inn; höfundur þeirrar fögru ritgerðar, er Dr. Beck. Um íslendinga í Washington, D. C., skrifar Dr. Stefán Einarsson harla fróð- lega og skemtilega ritgerð í áminstan árgang Almanaksins; er íslendingum, hvar sem þeir eru í sveit settir, holt að kynnast margþættu ævistarfi Leifs Magnússonar lögfræðings, sem þar er* sagt frá, en hann er hinn mesti áhrifa- maður, og var um eitt skeið forstjóri Washington-deldar Alþjóða-vinnumála- skrifstofu þjóðbandalagsins gamla; er Leifur einn þeirra mörgu ágætismanna, sem aukið hafa stórum á ,veg íslenzka þjóðbrotsins í Vesturheimi, og jafn- framt á hróður íslands; engu síður er það uppbyggilegt, að kynnast skilgrein- ingu Dr. Stefáns á uppruna og ævistarfi frú Mekkínar Gunnarsdóttur (Mrs. John W. Perkins), sem á langan og merkilegan menntaferil að baki, og tók meðal annars meistarapróf (M.A.) í frönsku (með ritgerð um Moliere) 1912. Frú Mekkín er frábærlega listræn kona, og hún hefir þýtt með ágætum ýmissar íslenzkar smásögur á ensku, er verið hefir hvarvetna vel fagnað; um nokkura aðra íslendinga, sem búsettir eru í höf- uðborg Bandaríkjanna, getur Dr. Stef- án í áminstri ritgerð, og eykur það mjög á gildi hennar, að ágætar myndir fylgja af þeim persónum, sem frá er sagt. Séra K. K. Ólafsson, minnist drengi- lega látins tengdabróður síns, Jóhann- esar S. Björnssonar kennara, en G. J. Oleson leggur Almanakinu til tvær greinar: Dularfult fyrirbrigði, og minn- ingargrein um Guðrúnu Valgerði Sig- urðsson, báðar prýðilega samdar. Margt fleira fróðlegt og skemtilegt hefir Almanakið til brunns að bera, þó hér verði nú iátið staðar numið. Frá Bandalagi Lúterskra Kvenna Samkvæmt tilmælum ýmsra Wi n a Bandalags Lúterskra kvenna vildi eg hérmeð gefa stutt yfirlit yfir hvað gerst hef- ur í Sumarbúða málinu hina síð- ustu mánuði. Á stríðsárunum var ekki um miklar framkvæmdir að ræða því síst vildi félagið gera nokkra tilraun til að draga úr peninga- söfnun til hinna ýmsu stríðs- þarfa, sem bæði kvennfélög og einstaklingar tóku þátt 1. Þakk- samlega var tekið á móti þeim gjöfum sem félaginu bárust; þannig var sjóðurinn aukinn á kyrlátan hátt án þess að kápp væri lagt á að safna fé, sömu- leiðis var lögð rækt við að halda málinu vakandi. Á hinu síðasta ári hefur af- staðan breyzt. Með einbeittum huga hafa hinir ýmsu meðlimir bandalagsins sameinast í áhuga fyrir að hrinda verkinu í fram- kvæmd. Eins og hefur verið skýrt frá var land keypt síðast- liðið sumar, nefndir skipaðar, margir. fundir haldnir, og er nú bjart yfir framtíðar vonum fyrir- tækisins.’ Byrjað var með því að fá sér- fræðing til að skipuleggja hvar byggingarnar yrðu reistar, enn- fremur trjáplöntun, blómagarða, gangstéttir o. fl.; var því verki að mestu lokið síðastliðið haust, eins og frá hefur verið skýrt áður. Byggingarnefnd var kosin, hana skipa þeir Sveinn Pálma- son, Winnipeg Beach, Hrólfur Sigurðsson, Gimli, S. O. Bjerr- ing, Winnipeg; ennfremur sex konur: forstöðukona sumarbúða nefndarinnar, forseti og vara- forseti bandalagsins, ein kona frá Árborg, ein frá Gimli, og ein frá Langruth. Þessi nefnd hefur haldið þrjá fundi. Nákvæmir uppdrættir gerðir af öllum bygg- ingum sem fyrirhugað er að reisa og allur kostnaður útreiknaður. Hefur nú verið ákveðið að byggja fimm af hinum fyrirhuguðu byggingum á þessu vori, svo framarlega að efni sé fáanlegt, sem nefndin vonar fastlega að verði. Geta vildi eg þess að nefndin var svo lánsöm að fá Svein Pálmason fyrir yfirsmið; hefur hann og Hrólfur Sigurðs- son tekið að sér að útvega efnið til bygginganna. Með hvaða fyrirkpmulagi var það gert mögulegt að gera á- kvæði um að reisa svona margar byggingar nú þegar? Fyrir rúmu ári var sú hugmynd lögð fyrir framkvæmlarnefndar fund band- alagsins að sérstök bygðarlög eða bæjir söfnuðu innan sinna vébanda fé fyrir sérstaka bygg- ingu sem sú heild gáéfi svo til sumarbúðanna. Voru konur beðnar að íhuga þessa hugmynd og gera ákvarðanir síðar. Nokkru þar á eftir kom boð frá einu af okkar smærri kvenfélögum að það hefði ákveðið að gangast fyrir því að það bygðarlag gjæfi eina byggingu (hospital hut). Hinar góðu félagssystur frá Langruth voru þar að verki. Síð- astliðið haust mættu nokkrar konur úr Norður Nýja íslandi til að íhuga sérstaka þáttöku þeirra bygða. Ákváðu þær að stofna sjóð er nefndur yrði “Blómsveigur Landnemans.” — Nú hafa þær ákveðið að nota þann sjóð til að byggja annan svejnskálann sem verður allstór bygging. Skylti verður fest á vegg byggingarinnar með nöfn- um þeirra í hvers minningu hún ér gefin. Yfir staðnum mun svífa blessandi áhrif frá hinum þreytta óg stríðandi Landnámsher,” sem gróðursetti kirkjulegt starf á þessum stöðvum, .sem lásu hús- lestra á heimilum sínum, og sem fundu styrk í trú sinni á hinum erfiðu landnámsárum. Nokkur hluti Gimli prestakalls hefur ákveðið að gefa annan svejnskálann, ötullega er þar að verki gengið nú með peninga- söfnun, höfðinglega hefur áður verið gefið þaðan bæði í minn- ingarsjóðinn og aðal bygginga- sjóðinn. — Og j\ú rétt nýlega hefur sá hluti sumarbúða nefnd- arinnar sem búsettur er í Win- nipeg gért ákvörðun um að safna þar fyrir byggingu sem verður næst stæðsta byggingin — borð- stofa og eldhús undir sama þaki, verður sú bygging því gefin sumarþúðunum af íslendingum í Winnipeg. Síðan á síðasta þingi banda- lagsins hefur sjóður minninga- skálans aukist. Var hann stofn- aður með rúmum fimm hundruð dölum á þinginu, nú er um fimt- án hundruð í þeim sjóði. Sú bygging verður hjarta sumar- búðanna, verður hún sveipuð helgum minningum um hina hug-, prúðu æskumenn sem nú lifa og starfa í æðri tilveru eftir að hafa fórnað lífi sínu hér á jörð fyrir þá sem eftir lifa. Þessi bygging verður reist um 400 fet fyrir austan veginn sem liggur til Gimli. Umhverfis hann er fyrir- hugað að verði fagrir blóma- reitir (memorial grounds). Því miður gerir nefndin sér ekki von um að hægt verði að reisa minn- ingarskálann á þessu vori sökum þess að' ennþá er ekki nægilegt fé fyrir hendi og eru það nokk- ur vonbrigði. Án efa eru ýmsir sem enn eiga eftir að gefa í þennan minningarsjóð látinna hermanna, svo áður en langt líður verður auðið að byggja þennan skála. (Frh. á bls. 5) tyottnq, C&iMÚ&gi ÞAÐ ER BJART YFIR BÚÐ EATONS Á EASTER Það er búðin, sem býr undir skóla, með blýanta, pappír og breiðar stekur. % Selur sérstök föt, fyrir sumar hita, og klæðnað hlýjan, er kólna tekur. TIL SVEINA OG MEYJA A ÖLLUM ALDRI T. EATON C° LIMITEO $25,000.00 InCashTi'im 1NTERPR0V1NCIAL FIRST PRIZE - «1000.00 - PROVINCIAL AND REGIONAL AWARDS «400.00 to $40.00 EVERY FARMER IN CANADA’S BARLEY GROWING AREA CAN COMPETE Get full details ^ For entry form and a11 informatiön, ask your elevator operator or agricultural agent, or write to: NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE MANITOBA: Provincial Chairman, c/o Extension Scrvice, Dept of Agriculture. Winnipeg. SASKATCH EWAN: Provincial Chairman, c/o Fíeld Crop Com- miRRÍpner, Regina ALBERTA: Provincial Chairman, c/o Field Crop Com- misRÍoner, Edmonton. The National Barley Contest is being sponsored by the Brewing and Malting Industriesof Canada for Seed and Malting Quality Improvement. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.