Lögberg - 04.04.1946, Síða 5

Lögberg - 04.04.1946, Síða 5
1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. APRÍL, 1946 5 AliUGAM/iL UVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Skólaprófin Nú eru unglingarnir að búa sig undir vorprófin. Mikið taka þeir flestir út, undir þeim kring- umstæðum, og þá ekki síður for- eldrarnir og kennararnir. Það er furðulegt hve hægt er stund- um að gera skólalærdóminn frá- hrindandi. Að komast 1 gegn um prófin verður aðal markmið námsins, umhugsunin um þau, hvílir eins og martröð á öllum hlutaðeigendum. Nemendurnir eru óttafullir og kvíðandi; e.t.v. hafa þeir slegið slöku við námið fyrr á árinu og nú keppast þeir við að bæta úr því á stuttum tíma, því hörmulegt yrði það, ef þeir næðu ekki prófi. Foreldr- arnir bíða áhyggjufullir eftir því að vita hvernig barni þeirra reiðir af; þau hafa fórnað miklu til að kosta það til náms. Kenn- ararnir, þreyttir og úttaugaðir, fara aftur og aftur yfir náms- greinarnar og reyna að berja þær með góðu eða illu inn í höfuð nemendanna. Þeir vita að ef margir af nemendum .þeirra falla í gegn á prófunum, þá verð- ur þeim kent um það — og sagt að þeir séu lélegir kennarar. Um námsgleði er ekki að tala, þegar svona stendur á, hún er fokin út í veður og vind. Nemendur og kennarar reyna að geta sér til hvernig prófverkefnin verði og svo er lesið og lagt á minnið, og lesið og lagt á minnið. Og loks kemur að prófdögun- um, og þegar þeir eru á enda, bíða allir úrslitanna, með önd- ina í hálsinum. Eftir nokkrar vikur koma bréf til nemendanna sem tilkynna þeim hvernig þeir hafa staðið sig. Ef þeir hafa náð prófi, er eins og þungu fargi sé létt af þeim og foreldrum þeirra. Nú varpa unglingarnir af sér öllum áhyggjum, nú þurfa þeir ekki að hugsa um að læra leng- ur — þeir eru búnir að “ljúka” náný. Ekki eru allir svona lánsamir; margir hafa fallið alveg í gegn; þar eru vonbrigði og grátur og fjölskyldan heldur ráðstefnu um málið. Aðrir falla í gegn í einni eða tveim námsgreinum—latínu, stærðfræði, sögu eða bókment- um, o. s. frv.; nú er nemendanum fenginn sérstakur kennari til að reyna að kenna honum þessar námsgreinar eða hann er send- ur í skóla í sumar fríinu. Og nú tekur hann aftur til að leggja á minnið, lesa og leggja á minn- ið. Loks þegar hann “kemst í gegn” er hann búinn að fá óbeit á náminu og áhugi hans er með öllu horfinn. Það er eitthvað meir en lítið rangt við þetta fyrirkomulag. Ekki svo að skilja að nemendur eigi ekki að leggja hart að sér við lærdóminn; en honum verð- ur að fylgja námsgleði. Það er svo margt sem er verulega gam- an að læra eða þekkja, ekki vegna þess að það sé nauðsynlegt iil þess að ná prófi, heldur vegna þess að það eykur skilning á rrtönnum og málefnum og kenn- ir nemendunum að meta gildi Þess, sem er fagurt og gott. Hversu mörg próf, sem nem- ^ridinn tekur, getur hann aldrei iokið námi,” og skólafyrirkomu- iuginu er í einhverju ábótavant Það rænir unglinginn náms- iönguninni, þannig að hann kast- ar feginn bókunum frá sér, þeg- ar skólagöngunni er lokið, reyn- ir að gleyma öllu því, sem hann eíir lært og vill helst ekki líta 1 J’ámsbók framar.. Viðleitni til a rnentast ætti að vara alla ævi og er ekki bundin við skólagöngu, og hin sanna mentun verður aldrei mæld með mælikvarða eða prófi. Óþekk börn “Mér er ómögulegt að koma Tomma til að sofa á daginn,” sagði frú Hildur og stundi mæði- lega. “Hann er tæpra þriggja ára gamall og ætti að sofa meir en hann gerir. Hvað á eg að taka til bragðs?” Tommi hlustaði, á þetta tal og lagði það á minnið. Sennilega hefir hann hugsað með sjálfum sér, “Hún getur ekki látið mig sofa, eg skal muna það.” Og næsta skifti neitar hann að sofna, með enn meiri stífni en áður, því nú veit hann að móðir hans getur ekki látið hann gera það. Frú Hildur hefði ekki átt að kannast við, að hún gæti ekki látið Tomma hlýða sér, og því sízt í áheyrn hans. í stað þess hefði hún átt að segja hanum að ef hann ekki reyndi að%ofna, fengi hann ekki að leika við hin börnin á eftir. Ef að Tommi neitar að hlýða, verður hún að vera viss með að framfylgja þessari viðvörun, og Tommi má ekki fá að fara út og leika sér. Það er áríðandi, þegar verið er að aga börn, að þau skilji að ó- hrýðni þeirra hafi óhjákvæmileg- ar afleiðingar í för með sér. “Hún María mín er svo óþekk,” sagði frú Anna gremjulega. “Eg held helst að hún reyni, af á- settu ráði, að gera mér gramt í geði.” Frú Anna hefir vafalaust rétt fyrir sér. Það er aldrei tekið eftir Maríu litlu þegar hún er þæg, en hún þráir það, að sér sé gaumur gefinn; hún óþekktast því til þess að ná athygli móður sinnar og annara. Önnur ástæða fyrir þessari hegðun hennar er sú að móðir hennar býst við óþekkt af henni, og það er eðli barna að reyna að haga sér í samræmi við það álit, sem haft er á þeim. “Beta klæðir sig sjálf, ef eg gef henni fimm cents,” sagði önnur móðir. “Hún er búin að safna í tvo litla banka, bara fyrir það að klæða sjálfa sig.” Það er ekki rtt af móður Betu að borga henni fyrir að gera venjuleg skyldustörf og hjálpa sjálfri sér. Hún venst á það að hlýða ekki, nema henni sé mútað; slíkt er'henni ekki holt. Jón litli veiddi alla gullnu smáfiskana upp úr skálinni, dag- inn sem mamma hans hafði te- boð. Konurnar hlóu og sögðu, “Er hann ekki sætur!” Mamma hans hló líka, en daginn áður hafði hún flengt hann fyrir þetta sama tiltæki. Er nokkur furða þótt Jón viti ekki, hvað hann má gera, eða hvað hann má ekki gera> þegar hlegið er að því í dag, sem hon- um var refsað fyrir í gær? Góðir foreldrar ala upp börn- in þannig, að refsing er sjaldan nauðsynleg. Barnið ætti að hafa nægilega hreyfingu og hafa nóg að gera við hitt og annað, sem ekki getur komið að skaða. For- eldrar ættu ekki að jagast við barnið og skamma það eða hóta því refsingu, sem ekki er hægt að framkvæma. íslenzkar pönnukökur Allir þeir sem verið hafa á is- landi muna eftir hinum ljúffengu íslenzku pönnukökum; þær eru vissulega herramannsréttur. Fyr- ir nokkru birtist í kvennadálk Fálkans pönnuköku uppskriftir þær er hér fylgja. í einum 1. (litre) eru liðlega fjórir bollar af 'mjólk. 400—500 gr. af hveiti eru urn 2 bollar af hveiti. — Pönnukökur Flestir halda að það sé lítill vandi að baka pönnukökur og gæði þeirra fari aðeins eftir því hve efnið sé gott. En þetta er ekki ætíð svo, þær geta orðið misgóðar úr sama efni. Áríðandi er að þeyta eggin vel svo jukkið verði létt og loftkent, einnig að láta nokkuð af mjólkinni saman við eggin áður en hveitinu er hrært út í svo kökurnar verði ekki seigar, og að hafa hitann ekki alltof mikinn, því þá tapa þær sínu fína góða bragði. Vand- inn er að fá góðar pönnukökur úr ódýru efni. Best er að hræra hvetið og mjólkina þannig að láta lítið af hvoru á víxl í skálina og hræra vel, láta það bíða 1 — 1% tíma. Eggin þeytist vel í 5 —6 mín., lögg af mjólkinni hrærist út í og svo jukkið, sem áður er hrært. Ódýrar pönnukökur 4 egg, tæpur 1. mjólk, 400 —500 gr. hveiti, Vz msk. salt, hrærist eins og að ofan er sagt og bak- ist ljósbrúnar. Snúið ekki of fljótt og aðeins einu sinni sé hit- inn góður, en annars oftar. Syk- ur eða sulta með. Þessi skamm- tur á að vera nógur handa 5 manns á eftir baunasúpu eða kjöti og grjónum. Fínar pönnukökur fást úr 6 eggjum, V\ 1. rjóma, x/z 1. mjólk, 4 msk. hveiti og 1 tesk. salti. Syk- ur ef vill. Flestir vilja heldur strá sykrinum á kökurnar. Kan- ell, sítrónolía o. þ. 1. er gott í ódýrar pönnukökur en ekki í þær sem eiga að vera fínar. Þeyttur rjómi og sultutau látið á kökurnar og þær brotnar í fjóra parta. Bláberjapönnukökur Venjulegt pönnukökujukk er látið á pönnuna svo sem helm- ingi meira en venjulega og þegar það er hlaupið saman, er stráð yfir það vel tíndum bláberjum og yfir þau rennt deigi eins og undir. Þegar kakan er bökuð að neðan er hún látin renna af pönnunni á hlemm, pönnunni hvolft yfir hlemminn og snúið snöggt við svo kakan liggi rétt á pönnunni, þá er henni rennt á fat og þannig haldið áfram þar Látið Melrose kaff^^ vera YÐAR kaffi Það er vingjarn- legt, h j a r t a- styrkjandi og veitir fullkomna ánægju. a H. L. MACKlNNON CO WINNIPEG Melrose C<rfrlr&e RICH STRONG DELICIOUS til búið er. Kökurnar eru stráð- ar sykri og lagðar hver ofan á aðra á fatinu jafnóðum og bakað er, og sykur efst. Þær eru skorn- ar í þynnur aiveg eins og tertur og þykja góðar. FRÁ BANDALAGI . . . (Framh. af bls. 4) Vildi eg einnig minnast á tvo aðra sjóði er myndaðir hafa ver- ið, hinn fyrri er “Alumni Fund” sem Mrs. S. J. Sigurgeirson á Gimli hefur gengist fyrir: Öllum þeim sem dvöldu lengri eða skemmri tíma í “camp” með okkur (árin fjögur §em nám- námskeið í kristilegri fræðslu var í umsjá bandalagsins) er boð- ið að leggja í þann sjóð; er hug- sjónin sú að verja honum til hljóðfæris í kenslusalinn sem yrði þá gjöf fyrverandi nemenda og starfsfólks. — Unglingahóp- urinn sá er nú vaxinn — orðnir fullorðnir menn og konur. Tón- ar hljóðfærisins mundu bera óm unaðslegra endurminninga frá tímanum sem þessi fagri hópur dvaldi saman. Með þeim var gott að vera. Hinn sjóðurinn sem eg vildi minnast á, hefur verið myndaður af konunum sem heima eiga í því umhverfi sem sumarhúðirn- ar verða reistar. Hugsjón þeirra er sú að verja þeim sjóð til að leiða ljós (rafurmagns ljós) inn í byggingárnar. Einnig hafa þær það í huga að heiðra þannig land- nema á því svæði. Margir þeirra dvöldu aðeins stuttan tíma á þessum stað og fluttu svo í önn- ur umhverfi; afkomendur þeirra eru nú víða dreifðir um bygðir íslendinga.—Vel var það tilvalið að heiðra þannig minningu land- námskvennanna sem aldrei þreyttust á að “bera ljós inn í bæjinn” — fegra, prýða og lýsa upp litla bjálkahúsið sem geymdi alt sem þeim var helgast og kær- ast. Vel sé þeim sem þannig .heiðra minningu þeirra og eigin- manna þeirra. Féhirðir þessa sjóðs er Mrs. Kr. Sigurdson, Sandy Hook, Manitoba. Starfsskrá fyrir næsta sumar hefur nú verið útbúin, sem við vonum að hægt verði að fram- fylgja að mestu. Búðir opnaðar í júlí byrjun. Hina fyrstu þrjá daga er meðlimum bandalags- ins sérstaklega boðið að koma og skoða þetta nýja sameigín- lega heimili þeirra, dvelja næt- urlangt eða lengur ef tækifæri giiiiiiiiwiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.. Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1 939 .................................................................. Fórnar lífi í þjónustu lands og þjóðar Flt. Sgt. Walter Baldwinson Einn þeirra ungu og efnilegu manna af íslenzkum stofni, er í síðustu styrjöld fórnuðu lífi fyrir frelsi og fósturjörð, var Flight Sergeant Walter Bald- winson; hann var fæddur í borg- inni Regina 1 Saskatchewan, þann 22. október, árið 1921, en foreldrar hans eru þau Vigfús Baldwinson og kona hans Salome, er lengi voru bú- sett í Wynyard, en nú eru flutt hingað til borgar og heima eiga að 715 Goulding Street. Flt. Serg. Baldwinson innritaðist í Canadiska herinn árið 1941, fyrst sem vélfræðingur, en breytti svo til og lagði fyrir sig fræði um sendingu þráðlausra skeyta; vegna ágætra meðfæddra hæfi- leika og frábærrar ástundunar, sóttist honum námið hið bezta; gekk hann á sérfræðiskóla i Win- nipeg og að Macdonald, og lauk með ágætiseinkunn fullnaðar- prófi í marzmánuði 1943. Nokkru síðar fór Walter austur um haf, tók þátt í loftárásum og týndi lífi í einni slíkri árás, að því er bezt verður vitað, þann 25. apríl 1944. Flight Sergeant Walter Bald- winson kvæntist þann 31. októ- ber 1942, og gekk að eiga ungfrú Robertu Backen, yndislega stúlku af skozkum ættum, er unni manni sínum hugástum, og verið hefir tengdaforeldrum sín- um til ósegjanlegs yndisauka og styrktar í hinum þunga harmi; hún er ættuð úr þessari borg. Hinn látni flugliðsforingi var hvers manns hugljúfi og for- eldrum sínum framúrskarandi ástríkur sonur; hið fagra og dengilega hugarfar Walters, end- urspeglaðist á unaðslegan hátt í hinum mörgu bréfum hans til foreldra sinna; auk foreldra sinna og ekkju, lætur Walter eftir sig fjóra bræður, og voru tveir þeirra í herþjónustu, ann- ar í flugliðinu en hinn í sjóhern- um; eru þeir nú báðir komnir heim heilir á húfi. Ævi Walters varð ekki löng, en þeim mun fegurri og eftir- breytnisverðari; með fráfalli hans en þungur harmur kveðinn að foreldrum, bræðrum og hinni ungu ekkju; en harmabót er það mikil, að hafa það á vitund, hve málstaður sá, er hann fórnaði lífi sínu fyrir, var mikilsvarð- andi fyrir mannkynsheildina, og hve vel og drengilega þessi ungi hermaður brást við, er fóst- urjörðin krafðist liðveitslu hans; minningin um góða og heil- steypta menn eins og Walter Baldwinson var, fegrast því meir, sem árin líða. E. P. J. gefst, eða aðeins stund úr degi. Þar munu konurnar hjálpast að því að færa í lag, raða í hillur, o. fl., til að undirbúa fyrir kom- andi vikur; þar munu vinir mæt- ast, þar verður gott að hvílast um litla stund og njóta svalans af vatninu. Svo byrjar eftirfylgj- andi starfsskrá : Miðvikudag 3. júlí, kl. 2 e. h. —föstudagskvölds 5. júlí — Prestamót. Föstudagskvöld 5. júlí — Sunnu- dags 7. júlí — Sunnudagaskóla- mót. Sunnudaginn 7. júlí—Sumarbúð- irnar vígðar af forseta kirkju- félagsins. Þriðjudag 9. júlí—Föstudag 19. (Frh. á bls. 8) 1945 ... ENN ANNAÐ ÞRÓUNAR AR! Þrátt fyrir aukinn stafrækslukostnað, var árið 1945 einkar hagetætt fyrir City Hydro. Eftirvarandi tölur úr ársskýrslunni 1945 mæla bezt með sér sjálfar. Surplus ........... $ 754,424.50 Property and Plant 29,703,747.01 Funded Debt 16,945,000.00 Net Debt 9,521,242,62. Sales of Electricity .................................. 3,769,551.98 Total Revenue 4,207,139.69 Kilowatt Hours used per Home per Annum (Average) 5,649 Average Rate (All Services) .649c Average Domestic Rate .................................... • .792c City Hydro lítur björtum augum til framtíðarinnar með öruggri von um framhalds velgengni. Fullkomnun orkuversins vð Slave Falls gengur eins og í sögu. Þess er vænst, að fyrir lok þessa árs, verði tvær orkueindir, 12,000 hestöfl hver, starf- ræktar með fullu fjöri. CITY HYDRO ÞÉR EICIÐ ÞAÐ — NOTIÐ ÞAÐ !

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.