Lögberg - 25.04.1946, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGLNN 25. APRÍL, 1946
7
DÁNARMINNING
Stefán Hallson
Stefán Hallson, bóndi að Oak
View P.O., Man., andaðist að
heimili sínu þann 3. apríl sJ.
eftir allanga vanheilsu.
Stefán var fæddur að bænum
Hrærekslæk í Hróarstungu í
Norður-Múlasýslu 20. apríl árið
1888 og var sonur Eiríks bónda
Hallssonar, á Hrærekslæk og
konu hans Önnu Jónsdóttiu:. Var
hann fyrst með foreldrum sín-
um en flutti til Ameríku seytján
ára að aldri. Dvaldi hann fyrst
nokkur ár í Lundarbygðinni unz
hann kvæntist árið 1917 Unni
Jónsdóttur Hörgdal. Fluttu þau
þá á eignar bújörð sína að Oak
View og þar bjó hann ásamt fjöl-
skyldu sinni til æfiloka.
Þeim hjónum varð sex bama
auðið, sem lifa föður sinn, ásamt
móður sinni. Þau eru þessi:
(1) Gísli Byron; (2) Sigurður
Páll; (3) Sæmundur Reginald;
(4) Stefán Harold; (5) Anna Ei-
ríka; (6) Hazel Jónína.
,011 eru þessi börn hin mann-
vænlegustu. Þau eiga öll heim-
ili hjá móður sinni, þótt sum
þeirra stundi ýmsa atvinnu í
Winnipeg.
Stefán sál. var af öllum álit-
inn hinn mesti heiðursmaður í
hvívetna, er ekki vildi vamm sitt
vita. Hann var hraustmenni með
an honum entist heilsan og ó-
trauður til starfa enda búnaðist
honum vel þrátt fyrir nokkuð
þunga ómegð. Þegar við horf-
um yfir landið sem þessir hnignu
eða hnígandi landnemar og frum-
byggjar ræktuðu og heimilin,
sem þeir reistu, fer okkur að
skiljast hversu þýðingarmikið og
þjóðnauðsynlegt þeirra starf hef-
ir verið. Þeir sáðu en við upp-
skerum, þeir bygðu en við njót-
um. Með starfi sínu og fram-
komu hafa þeir áunnið Islending-
um heiðurssæti í hópi hinna f jöl-
ættuðu innflytjenda svo nú þyk-
ír það hvervetna sómi að teljast
íslendingur. Þeirra vegna er
ætt'landsins að góðu getið víða
um Vesturheim.
Þeir voru brautryðjendur, sem
báru sigurmerki fórnfósrar starf-
semi inn í landnámsbygðirnar.
Þeir voru mennirnir, sem kyntu
sig og þjóðflokk sinn að ráð-
vendni, atorku og framfara á-
huga. Þeir veltu mörgum stein-
inum úr vegi fyrir æskuna og
þeir breyttu villimörkinni í vel-
sældar sveitir. Saknaðar tóm-
leikinn grípur menn við hinzta
legstað þessara starfsömu braut-
ryðjendanna. Nágrennið verður
fátæklegra þegar góður nágranni
og velvirtur hverfur af leikvelli
jarðlífsins þótt vonin og trúin
bendi til hins nýja landnáms ein-
hversstaðar guðs í geim, þar sem
ný og ennþá glæsilegri störf bíða
starfsmannsins.
Stefán sál. var til grafar bor-
inn frá bygðarbirkjunni að Vog-
ar þann 7. apríl s.l. að viðstöddu
miklu fjölmenni vina og ná-
WORIO FOOÐ EMERGENCV
A serious shortage of food in certain areas of the world
was expected, but crop failures in many areas, and lack
of distribution facilities, seeds, and tools in others crea-
ted a food shortage of alarming proportions. Only im-
mediate deliveries of staple foods can sustain the hungry
millions.
PRODUCE AND SAVE - MORE
Since 1939, our per capita record of food exports has
exceeded that of any other country. Food production
has soared. Canadians have eaten well in spite of war.
Today, the seriousness of the world’s food situation calls
for even greater efforts. We can increase our food ship-
ments and still have enough for our needs.
\ # ,
THIS IS WHAT WE CAN DO
We can ship more WHEAT, FLOUR, MEATS, CHEESE
and EGGS if as great quantities as possible are made
available for shipment during the next four months.
PRODUCERSI — DELIVER TO MARKET.
CONSUMERSI — BUY LESS OF THESE FOODS — BUY ONLYFOR
IMMEDIATE NEEDS—WASTE NOTHING — PLANT A GARDEN —
SUBSTITUTE VEGETABLES FOR AS MANY OF THESE VITAL
FOODS AS YOU CAN.
This will increase supplies at storage depots, thus freeing
additional needed foods for the world’s hungry. There
can be no permanent prosperity for us . . ,,or anyone . . .
while hunger and despair afflict large areas of the world.
granna þrátt fyrir óhagstætt veð-
ur og illa vegi. Séra H. E. John-
son jarðsöng.
Guð blessi minningu þessa
mæta manns og gefi að fyrirdæmi
hins umhyggjusama föðurs og
góða granna verði bæði niðjum
hans og nágrönnum hvöt til
góðra dáða. Ekkjunni og öðrum
ástvinum er sár harmur kveðinn
við fráfall þess er kvaddi þetta
líf, að manni virðist fyrir aldur
fram. Þakklætið ætti þó að verða
ennþá meira að njóta samvist-
anna svona lengi við trúlyndan
eiginmann, ástríkan föður og á-
gætan nágranna.
H. E. Johnson.
KARLAKÓRINN
syngur í Goodtemplara-
húsinu 6. maí, 1946
Karlakórinn hefir nú verið
starfandi í full tuttugu ár. Hann
hefir átt sterkan þátt í viðhaldi
(íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi,
vestan hafs, með kynning ís-
lenzks ljóðs og lags; hefir oft
getið sér góðan orðstýr og skemt
þúsundum manna með hljóm-
leikum sínum, og samkomum ár-
lega. Og þrátt fyrir það þó
Karlakórinn hafi ekki uppfylt
allar þær kröfur, sem listin
heimtar, þá hefir hann viðhald-
ið og eflt félagsviðleitni vor á
meðal og verið sterk stoð ýmsum
félagslegum samtökum meðal ís-
lendinga hér í landi.
Kórinn hefir átt við. ýmsa
erfiðleika að stríða, sérstaklega
síðustu árin, og stundum legið
við, að hann hafi ekki getað hald-
ið uppi starfi sínu, sökum þess
hve margir meðlimir kórsins
voru kallaðir í stríðið. En það
hefir ekki verið gefist upp. Kór-
inn hefir barist góðri baráttu og
haldið í horfinu, með stuðning
samlanda sinna. Mundi eflaust
margur sakna vinar í stað, ef
Kórinn hætti að starfa á sviði
söngmálanna.
1 vetur hefir Kórnum aukist
mikill styrkur, frá gömlum og
inýjum félögum, sem komið hafa
í Kprinn aftur. Hefir því Kór-
inn von um að geta starfað með
fullum krafti og betri árangri
næsta vetur, með endurnýjuð-
um krafti og áhuga.
Að þessu sinni efnir kórinn til
skemtisamkomu í Goodtemplara
húsinu, mánudagskvöldið þann
6. maí næstkomandi. Gefst fólki
þar tækifæri að heyra hann enn
og fullvissast um að engin dauða-
mörk eru yfir honum. Á sam-
komu þessari verður margt til
skemtunar, og mim eg ekki telja
það alt hér, því sérstök auglýs-
ing um það verður í blöðimum.
Þó má geta þess, að sú nýjung
verður þarr að sungnar verða
gamanvísur eftir Ragnar Stef-
ánsson, sem hitta vel markið og
koma mörgum til að hlæja.
Að öðru leyti vísa eg til aug-
lýsinga, sem birtar verða í blöð-
unurn. Aðgöngumiðar kosta að-
eins 50 cent, og fást hjá öllum
Karlakórsmeðlimum og Bjöms-
son’s Book Store, 702 Sargent
Ave.
Fjölmennið á samkomu Karla-
kórsins 6. maí. Þið gjörið með
því tvennt í senn: styrkið starf
kórsins í framtíðinni, og verðið
aðnjótandi skemtunar, sem þið
munuð minnast með gleði.
D. B.
Þriggja marka drengur
fæðist hér í bænum og
dafnar vel
Minsta barn, sem mun hafa
fæðst á íslandi, ól frú Sigríður
Gunnarsdóttir, Vesturgötu 10 hér
í bæ. — Það var 31. maí s.l. sem
frú Sigríðulr fæddi sveinbarn,
sem var tæpar þrjár merkur.
Ljósmóðir barnsins var frú
Helga Níelsdóttir og læknir frú
Kristín ólafsdóttir. — Drengur-
inn fæddist um það bil þrem
mánuðum fyrir tímann. — Hann
var 700 grömm að þyngd. —
Vantaði því 50 grömm á til þess
að hann væri þrjár merkur. —
Hann var 36 cm. á lengd.
Frú Helga Níelsdóttir skýrði
blaðinu svo frá í gær, að þetta
mundi vera minsta barn, sem
fæðst hefir á íslandi, svo að vitað
sé. Þegar drengurinn fæddist
var hann lagður í bómull, sagði
frú Helga, og olía borin á líkama
hans.— Gekk svo lengi, að barnið
var eingöngu þvegið upp úr olíu.
Þá var fengin frjóstmjólk handa
drengnum utan úr bæ. Neytti
hann hennar eingöngu í 2 og hálf-
an mánuð og var þá orðinn 10
merkur.
Þaðer sjaldgæft, að svona lítil
börn fæðist. Eg vann við fæð-
ingardeild við Ríkisspítalann í
Kaupmannahöfn árið 1926—27,
segir frú Helga. Þar kom einu
sinni slikt fyrir. Það voru tví-
burar, sem fæddust, drengur og
stúlka. Annað þeirra var 3
merkur og 100 grömm, en hitt 4
merkur. Þau voru fædd 10 vik-
um fyrir tímann.
— Er ekki vandfarið með
svona börn?
— Vissulega er það. — Þau
hjónin frú Sigríður Gunnars-
dóttir og maður hennar Guðjón
Jóhannesson, sem er verkamað-
ur hjá Eimskip, hafa sýnt ár-
vekni og dugnað. Þau fóru al-
gjörlega eftir þeim fyrirmælum,
er voru gefin. Þau geta vel verið
hreykin af þessum dreng, því
hann er stórmyndarlegur.
Tíðindamaður blaðsins fór
heim til þeirra hjónanna um dag-
inn. Lá þá drengurinn í rúmi
sínu og var hinn sprækasti. Gat
móðir drengsins þess, að hánn
hefði dafnað vel og verið skírður,
er hann var 6 vikna: Sigurður
G/Uðjónsson. — Þegar hann var
tæjlega 7 mánaða, fékk hann kíg-
hóstann. — Átti hann í honum
í 7 vikur, og var mikið veikur.
Þá var hann orðinn 26 merkur.
Þetta er 8. barn þeirra hjóna.
Þar af eru 4 á lífi, tvö uppkomin,
piltur og stúlka, 5 ára drengur og
Sigurður litli.
Mbl., 21. febrúar.
ÍSLENZK LISTAKONA
FÆR GÓÐA DÓMA
í tilefni af málverkasýningu
ungfrú Nínu Tryggvadóttur í
New York fyrra hluta nóvember
1945, birtu mörg blöð gagnrýni á
list hennar, og fer hér á eftir út-
dráttur úr ummælum merkustu
blaðanna:
The Times—
íslenzk listakona, Nína
Tryggvadóttir, sýnir um þessar
mundir hálf-expressjóniskar og
hálf-abstrakt myndir, karlmann-
lega gerðar, í New Art Circle.
Svo öflugar eru myndirnar, að
það er erfitt að hugsa sér að þær
séu verk listakonunnar sjálfrar,
sem er ung, ljóshærð stúlka.
Verkin bera vitni um sjálfstæð-
an listasmekk og persónulega af-
stöðu til viðfangsefnanna.
Herald Tribune— R
Nína Tryggvadóttir, íslenzk
listakona, sem komin er hingað
til lands til að þroska hæfileika
sína, sýnir nýlega olíumáiverk
sín í New Art Circle. Hún byggir
myndir sínar upp með einföldum
formum . . . og bera þær vitni
um hæfileika til að skapa hálf-
abstrakt mynztur . . . auðlegð í
litameðferð ber listasmekk henn-
ar gott vitni.
Art News—
Sýning Nínu Tryggvadóttur á
'landslagsmyndum,—kyrramynd-
um og lifandi verum lofar góðu
um framtíð hennar. Hún hefir
unnið í Kaupmannahöfn og París
og lært að nota aðferðir kúbisma
og frumstæðrar listar í röskleg-
um, stuttaralegum samstilling-
um. Ann hún mjög löngum
pensilstrykum og grófgerðum
flötum í óvæntum litum . .'. Hún
sýnir frumleg tök á efninu og ó-
venjulega tilfinningu.
Art Digest—
íslenzk stúlka, Tryggvadóttir,
sýnir málverk í New York Art
Circle í New York. . . . Á sýn-
ingunni gætir mest abstraktra
og hálf-abstraktra mynda af líf-
verum og kyrralífi. Hún er ekki
rög við litina, notar þá óspart og
þó viturlega, skapar rúm og form
með djörfum pensilstrikum. Lit-
irnir . . . eru ýmist fínlegir eða í
hörkulegri mótsögn. Forstjóri
sýningarskálans, J. B. Neumann,
getur þess að íslenzka ríkið hafi
kostað listakonuna til náms hér
í dandi. — B. W.
The New Yorker—
.... Og rétt til að sýna ykkur
hve listaheimurinn er stór, má
geta þess að í New Art Circle er
sýning á málverkum íslenzkrar
stúlku, sem heitir Nína Tryggva-
dóttir, og er nýlega komin hing-
að. Þó að verk hennar eigi að
mörgu skylt við forystumenn
þýzka expfessjónismans, þá get-
ur þarna að líta hófsemi í tilfinn-
ingum, sem eg ímynda mér að sé
norrænt einkenni. Þegar þess er
gætt að hér er um fyrstu sýningu
að ræða, þá verð eg að segja að
hún gefur mjög góðar vonin —
v • Robert M. Coates.
The New York Times flutti 27.
des. s.l. langa og fróðlega grein
um Háskóla Íslands undir fyrir-
sögninni “Háskólanám kostar ÍS-
lendinga 2 dollara.” Er þar sagt
frá starfstilhögun háskólans og
happdrætti hans og loks minst á
nám íslenzkra stúdenta vestan
hafs. Greinin er eftir fréttaritara
fréttastofunnar Associated Press
í Reykjavík.
—Vísir 30. jan.
SPARIÐ/
PERTH’S
Geymsluklefar loðföt
yðar og klæðis-
yfirhafnir
PHONE 37 261
Eftir trygðum
ökumanni
PERTH’S
888 SARGENT AVE.
Clever Spring Coiffures
AT OLD LOW PRICES
Here are some of the most
sensational beauty values ever
offered to the women of Win-
nipeg ... you’ll be wise to take
advantage of them at once!
Cream Oil Wave
PERMANENT
Regular $5.00 Value
including Shampoo and
Smart New Hairdo
OUR LEADER
Feather
Bob
Special
•50
Includes
Shampoo
and Set
Ladies’ and
Children’s
Personality
Hairculling
by Nu-Fashion
Experis
PHONE 97 703
Shampoo and
New Style
FIHGER WAVE
Smartest Halr-Do
in town.
60c
COLD WAVES
are given scientifically
and with the greatest
skill by our special-
ized staff of profes-
sional operators.
OPEN ALL DAY SATURDAY
No Appointment Necessary
Wlnnlpeg’s Leadlng Permanent Wavers
IVr-FASHION
18 Professional Operalors — 327 Portage — Opp. Eaton's
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man. ........... B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man. .................. M. Einarsson
Baldur, Man................... O. Anderson
Bellingham, Wash. .........Árni Símonarson
Blaine, Wash.............. Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man...................... O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson
Gerald, Sask. C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............ Páll B. Olafson
Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal
Langruth, Man. .......... John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man.................... Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man. ...... K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask............. J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal