Lögberg - 06.06.1946, Side 4

Lögberg - 06.06.1946, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JNÚÍ, 1946 --------Hogberg-------------------- GefiS út hvem flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 largent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Geátir frá Islandi Hr. Jónas Þorbergsson, forstjóri við íslenzka ríkisútvarpið og einn þeirra manna, er stóðu í fylkingarbroddi um skipulagningu þess, dvaidi hér í borginni í fyrri viku; kom hann hingað flugleiðis frá New York, en þar varði hann nokkr- um tíma varðandi nýja útvarpshöll, sem fyrirhugað er að komið verði á fót í Reykjavík á næstunni. Jónas útvarps- stjóri er um allt hinn gagnmerkash maður með merkan og margþ^ettan starfsferil að baki; hann átti sex ára dvöl í Manitoba fyrir rúmum þrjátíu árum, og vann hér ósleitilega að hverju, sem til féll; en svo lá leið hans heim og þar fann hann sjálfan sig, eða öllu heldur það verksvið, þar sem megin ævi- starf hans átti að liggja. Jónas Þorbergsson er ættaður úr Laxárdal í Þingeyjarsýslu og er gagn- fræðingur að menntun; hann er með snjöllustu blaðamönnum íslenzku þjóð- arinnar, og hafði með höndum ritstjórn Dags á Akureyri og Tímans í Reykja- vík um tíu ára skeið; var hann stór- höggur með köflum, en það, sem um- fram allt annað svipmerkti ritstjórnar- greinar hans var stílfegurð og krufn- ing viðfangsefna til mergjar; hann gekk hvorki hikandi né hálfur til verks, o hlífði lítt andstæðingum sínum né sér sjálfum, ef því bar að skipta. Árið 1936 kom út bók eftir Jónas í Reykjavík, er nefnist “Ljóð og línur.” Bókin hefir að geyma safn ritgerða og minningargreina um látna merkismenn samtíðarinnar, auk nokkurra frumsam- inna kvæða; beztu minningargreinarnar eru um Tryggva Þórhallsson forsætis- ráðherra, Stefán skólameistara Stefáns son og Jóhann G. Kristjánsson, ungan berklasjúkling, er lézt á Vífilstaðaheilsu- hælinu 6. apríl 1923. Sú grein nefnist “Við banasæng,” og er þrungin af fegurð og sálrænni speki; hún á líf fyrir hönd- um. Auðsætt verður fljótt við lestur á- minstrar bókar, að höfundur hennar ristir dýpra í óbundnu máli en bundnu, þótt sæmilega sé hann hlutgengur í ljóði, eins og eftirfarandi kvæði, “Samfylgd,” ber svo glögg merki um: “Farir þú ein í austur mót árdegi, en vestur eg í húmið, sem hugur minn stefnir. — Við höldum þó sama veg. Því handan við daginn er húmið, sem hylur mín djúpu sár, og handan við húmið sá dagur, sem heiðir um þínar brár. l .*,9 ' Ein verður okkar ganga unaðsljúf og sár. — Á bak við brothætta daga við brosum í gegnum tár.” — Á fimtudagskvtldið í vikunni sem leið, komu saman um þrír tugir manna á Fort Garry hótelinu hér í borginni í virðiúgarskyni við Jónas útvarpsstjóra og neyttu með honum máltíðar; til mannfagnaðar þessa var stofnað fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins; forseti félagsins, séra Valdimar J. Eylands, kjmnti heiðursgestinn með stuttri en afburðasnjallri ræðu; heiðursgesturinn flutti langt og stórfróðlegt erindi um þróun ríkisútvarpsins á íslandi frá upp- hafi vega þess og fram á þenna dag; stofnunin hóf göngu sína 1930, og hefir Jónas veitt henni forustu jafnan síðan; ræða heiðursgestsins greip og nokkuð inn í þjóðræknismálin og sambandið milli íslendinga austan hafs og vestan; var það auðskilið af orðum hans, að á bak við þau stóð heilsteyptur, einlægur maður. — Jón J. Bíldfell þakkaði heiðursgesti komuna og hið gerhugsaða erindi hans, með stuttri en gagnmergjaðri ræðu. Lögberg þakkar Jónasi útvarps- stjóra komuna og árnar honum góðs brautargengis. * II. Um þessar mundir dvelur hér í borginni einn hinna meiri háttar at- hafnamanna yngri kynslóðar á Fróni, Árni Bjarnarson, ritstjóri og bókaútgef- andi á Akureyri; þingeyzkur að ætt; er skemtinn maður og fjörugur í viðtali; það er þessi maður, sem gefið hefir út ritverk Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar; þær bækur hafa enn eigi borist Lög- bergi til umsagnar. Árni Bjarnarson er ritstjóri að mánaðarritinu “Edda,” sem gefið er út á Akureyri; aprílheftið er helgað Vestur- íslendingum, og flytur myndir og um- sagnir af átján mönnum og konum úr hópi þeirra. Efnisyfirlit áminsts heftis er á þessa leið: Árni Bjarnason, ritstjóri: Jóhann M. Bjarnason; Benjamín Kristjánsson, prestur: Einar Páll Jónsson; Friðgeir H. Berg, rithöfundur: Gísli Jónsson; Gerður Jónasdóttir, frú: Guðrún H. Finnsdóttir; Árni G. Eylands, fulltrúi; Gunnar B. Björnson; Friðgeir H. Berg, rithöfundur: Guttormur J. Guttorms- son; Steindór Steindórsson, menta- skólakennari: Halldór Hermannsson; Halldóra Bjarnadóttir, ritstj.: Jakobína Johnson; Steind. Steindórsson, menta- skólakennari: Skáldsögur Jóhanns M. Bjarnasonar; Björgvin Guðmundsson, tónskáld: Jóhannes P. Pálsson; Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri: Kristján N. Júlíus; Sigurgeir Sigurðsson, biskup: Richard Beck; Jónas Jónsson, alþm.: Rögnvaldur Pétursson; Jónas Jónsson, alþm.: Sigurður Júlíus Jóhannesson; Steindór Steindórsson, mentaskóla- kennari: Soffanías Thorkelsson 'og Ferðahugleiðingar hans; Jónas Jónsson, alþm.; Stephan G. Stephansson; Friðrik A. Friðriksson, prestur: Sveinn E. Björnsson; Snorri Sigfússon, skólastj.: Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Þess skal getið, að grein Árna rit- stjóra fylgir tvídálka mynd af þeim Jó- hanni M. Bjarnasyni og Guðrúnu konu hans. Með hliðsjón af þeirri kynningar- starfsemi, sem Árni Bjarnrrson hefir tekið sér fyrir hendur varðandi menn- ingarstarfsemi Vestur-íslendinga þykir hlýða að hér séu birt eftirgreind um- mæli hans til lesendanna: PÓSTSPJALD TIL RITSTJÓRANS Lundar,.30. maí, 1946. Kæri vinur: Eg vil ekki láta hjá líða að votta þér þakklæti mitt fyrir þína prýðilegu rit- stjórnargrein “Þyngra en tárum taki.” Ef margar slíkar væru ritaðar myndi minna af heimsku, dag- dómum og hugsunarlausum ályktunum. Svona eiga líka íslendingar að líta á málin og rita um þau og ræða með gætni og greind. Þá sverja þeir sig í ættir við Snorra j;óða og Einar þveræing. Þá sýna þeir að þeir eru af skynsömu fólki komnir með því að vera skynsamir sjálf- ir. Eg hefi aldrei séð minstu ástæðu til þess fyrir okkur að apa það eftir öðrum að uppblásast af illum anda haturs og hleypidóma til að trylla landann og myrkva honum sýn um mannlífs- sviðin. Nóg er af heimsk- unni samt þó við fyllum ekki þeirra flokk, sem mest rausa en minst vita. Þinn einlægur H. E.Johnson. ÁNÆGJULEGT SÖNGKVÖLD Um 1,000 Bandaríkja- hermenn á íslandi Þar af eru 100 í Reykjavík Þegar “Edda hóf göngu sína fyrir rúmu ári síðan, setti hún sér það mark og mið að verða tengiliður milli bóka- útgefenda og bókakaupenda á íslandi, með því móti að gefa yfirlit um bókaút- gáfu og geta hinna merkustu rithöfunda og útgáfufyrirtækja. Hafa þegar birst æviþættir og yfirlitsgreinar um útgef- endur. Með þessu blaði byrjar Edda að kynna íslenzkum lesendum bókmenta- störf íslendinga vestan hafs. * Er svo til ætlast, að því verði haldið áfram við og við, eftir því sem efni gefst til, en fram að þessu hefir verið of hljótt um þá starfsemi heima á íslandi. En fátt mun tengja íslendinga báðum megin hafsins betur saman, en einmitt bók- mentirnar. Vér treystum því, að íslendingum vestan hafs falli þessi tilraun vor vel í geð, og væntum þess að þeir íslenzku blaða- og bókaútgefendur vestra, er sjá Eddu, vilji styrkja hana til að fylgjast sem bezt með því, er gerist í'bókmenta- heiminum vestra, með því að senda oss hið helzta, er þar kemur út, ásamt nauð- synlegum upplýsingum um höfunda og útgefendur. Munum vér þá leitast við að gefa söm fyllst yfirlit á ári hverju um bókmenntir íslendinga í Vesturheimi.” Söngflokkur Sambands- safnaðar efndi til söng- skemtunar í kirkju sinni undir stjórn Gunnars Er- lendssonar píanóleikara, á þriðjudagskveldið þann 28. maí, s.l., við ágæta aðsókn, og verður ekki annað rétti- lega sagt en söngurinn yfir höfuð, tækist hið bezta; samhljómun var prýðileg, og þótt karlaraddirnar skorti hlutfallslegan styrk til móts við kvenraddirnar, kom það ekki ábærilega að sök nema þá helzt í laginu “Vesper Bells,” eftir Ru- benstein, er fór meira og minna út um þúfur; það kom fljótt í ljós hve ágæta alúð söngstjóri hafði lagt við æfingu flokksins, og hve röggsamlega honum tókst til um forustuna; söngskrá- in var að mestu á íslenzku, og bar vitni um virðingar- verða þjóðrækni; á henni stóðu lög eftir íslenzka sönglagahöfunda, svo sem Sigvalda Kaldalóns, ísólf Pálsson, Sveinbjörn Svein- björnsson og Þórdísi Otten son-Guðmunds, sem er vestur-íslenzk kona, gædd sérkennilegum tónlistar hæfileikum. Frú Elma Gíslason söng allmargt einsöngva; hún hefir þroskað mjög rödd sína hin síðustu ár, og fór prýðilega með flest lögin, þótt hún á háum nótum of- byði rödd sinni á stöku stað á kostnað frumtextans; tví söngur hennar og frú Lilju Thorvaldson naut sín vel, en þó einkum í þeim köflum þar sem hin síðarnefnda söng efri rödd. Ungfrú Þóra Ásgeirsson skemti með píanóspili; hún er 4 öru þróunarskeiði í list sinni, og túlkaði viðfangs- efni sín af næmum og sam- úðarríkum skilningi. Einsönginn í hinu vold- uga lagi Edvard Grieg^s “Landsýn,” söng ung- ur maður, Gústaf Krist- jánsson, er gerði hlutverki sínu hin beztu skil; röddin sviphrein og karlmannleg. Söngflokkinn aðstoðuðu við hljóðfærið þær ungfrú Þóra Ásgeirsson og Mrs. Evelyn Jónasson. Það væri vel til fallið, að áminst söngskemtun yrði endurtekin; allir þeir, sem að skemtuninni stóðu og í henni tóku þátt, eiga það meir en skilið, að slíkt yrði gert. I Það eru eitthvað um 1000 Bandaríkjahermenn á íslandi eins og stendur og langflestir þeirra eru við Keflavíkurflug- völlinn. Aðeins um 100 hermenn eru í Reykjavík í Tripoliherbúð- unum á Melunum. Bandaríkjamenn telja sig þurfa að hafa um 1000 manns vegna reksturs Keflavíkur flugvallar- ins, sem þeir nota nú aðallega vegna flugferða milli Bandaríkj- anna og meginlandborga Evr- ópu. Þessi mikli fjöldi manna við Keflavíkurflugvöllinn er skýrður á þann hátt, að Bandaríkjamenn þurfi að hafa þarna heilt þorp, þar sem þeir geti verið sjálfum sér nógir. Bandaríkjamenn hafa t. d. sína eigin skemtistaði, verzl- anir, skósmíði og klæðskera, hvað þá annað. Ný embættaskifting í hernum. Þeir Ragnar Stefánsson major og Howell V. Williams kapteinn ræddu við blaðamenn frá Reykj- avíkurblöðunum í gærdag í til- efni af því að Williams er á för- um héðan, en hann hefir verið blaðafulltrúi hersins og yfirmað- ur þeirrar deildar, sem snýr að borgurunum. Tekur Ragnar nú við því starfi. Williams kapteinn hefir dvalið hér í 26 mánuði. Hann er kvænt- i£r ísienzkri klonu, Gnðbjörgu Theodorsdóttur og er hún ný- lega farin vestur um haf. Áður en Williams fór í herinn var hann háskólakennari í stjórnvísind- um við háskólann í Berkeley í Kaliforníu. Hann hefir eignast hér marga vini og kunningja og hefir þótt samningalipur maður. Flestir kannast við Vestur- íslendinginn Ragnar Stefánsson major, sem hefir verið hér í hernum síðan 1942. Morgunblaðið, 25. apríl Einhverjar fullkomnustu kola- námur Bandaríkjanna eru í Kem- rnerer, Wyoming-ríki. Má segja, að þar sé allt unnið með rafmagni og mannshöndin komi ekki við kolin. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Útsala íslenzku blaðanna ' Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmunassun, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA University Scholarships For Manitoba War Veterans and Their Sons and Daughters The six licensed Manitoba Brewers and all the licensed Hotelkeepers in the Province have again given $15,000.00 to the University of Manitoba to provide scholarships for Manitoba War Veterans not otherwise adequately provided for and for the sons and daughters of Manitoba War Veterans. $7,500.00 is to be used in the academic year 1946—47 to provide 15 entrance scholarships of the value of $150.00 each for students resident in Greater Winnipeg and 15 entrance scholarships of the value of $350.00 each for students resident elsewhere in the Province. The re- maining $7,500.00 is to be used for the purpose of continu- ing winners of such scholarships for a second year. The scholarships may be tenable for two years in the University of Manitoba, or in any of its affiliated Colleges, in Arts, Science, Law, Medicine, Engineering, Architecture, Agriculture, Home Economics, Commerce, Pharmacy or other courses approved by the Board of Selection. To be eligible, a student must have a clear Grade XI or Grade XII standing obtained as a result of Depart- mental examinations, but any student who is writing Grade XI examinations may apply. The Board of Selection has power to divert such portion of thd funds as is deemed advisable for the completion of a course at.the University already com- menced by a student who meets the War Service and other requirements. Application forms may be obtained fröm any high school principal, the Department of Education or the Registrar of the University of Manitoba. Applications must be sent to the Registrar of the University before August lst, 1946. BOARD OF SELECTION The Hon. Mr. Justice A. K. Dysart, M.A., L.L.D., Chancellor of the University of Manitoba. The Hon. John Dryden, Minister of Education. H, P. Armes, Esq., B.Sc., Ph.D., Dean of the University of Manitoba. C. Rhodes Smith, Esq., K.C., M.L.A., President Manitoba Command of the Canadian Legion. Canon R. J. Pierce, Warden of St. John’s College. C. A. Tanner, Esq., Managing Director of Manitoba Hotel Association. Arthur Sullivan, Esq., K.C., representing the Manitoba Brewers. Frank G. Mathers, Secretary. THE UNIVERSITV OF MANITOBA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.