Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 1
Fhui^K 21 374 »«5K@=s V.'vl"'* 1 * *'4 * * * „«d ^ 8 I.n"«deT A Complete Cleaninp Institution PIIONE 21374 t,o«ndeT A Cou plete Cle&yting Institntion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 13. JÚNl, 1946 NÚMER 24 Frá því var stuttlega skýrt í síðasta blaði, að Halldór M. Swan, verksmiðjueigandi, sem látið hefir sér jafnan hugar- haldið um hvers konar íþróttir, og þá ekki sízt bogfimi, hefði verið kjörinn lífstíðar heiðursfofseti bogfimi klúbbsins í þessari borg, Winnipeg Archery Club. — Á mynd þessari sézt Mr. Swan þar sem hann veitir viðtöku áminstu virðingar- tákni frá Bob Robertson. Halldór M. Swan er fœddur á Bustarfelli í Vopnafirði, sonur Metúsalems Einarssonar og Elínar ólafsdóttur, er þar bjuggu um langt skeið rausnarbúi — Tilvinstri á myndinni sézt merki um kraft örvarinnar, sem skot- ið er af boga. ELDLEGUR ÁHUGAMAÐUR Ámi Bjamarson ritstjóri. Að því var vikið í síðasta blaði, að staddur væri hér í borginni Árni Bjarnarson ritstjóri og bókaútgefandi á Akureyri, og þess jafnframt getið að hann stæði í fremstu röð athafna- manna hinnar yngri kynslóðar á Islandi, og mun það eigi ofmælt. Árni Bjarnarson er fæddur í Pálsgerði í Höfðahverfi í Suður- þingeyjarsýslu, sonur þeirra Björns Árnasonar og Guðrúnar Sölvadóttur; kringumstæður leyfðu eigi að Árni nyti skóla- göngu, og er hann þí að öllu leyti sjálfmentur maður, sem rutt hef- ir sér engu að síður glæsilega braut. Árni fluttist til Akureyrar árið 1932 og gerðist þar bílstjóri um hríð; sjö árum síðar tók hann að gefa sig við bókaverzlun og því næst við útgáfu bóka í stórum stíl; hann keypti á Akureyri prentsmiðju Björns Jónssonar, og stofnaði seinna hlutafélag í því sambandi; fullkomnaði hann brátt prentsmiðjuna með nýjum vélakosti og bættum starfshátt- um; hann er stofnandi og drif- fjöðrin í flugskóla Akureyrar og keypti handa honum í þessari för tvær flugvélar. En aðal erindi Árna hingað er fólgið í því, að safna ýmiskonar fróðleik og gefa út stóra og vand- aða sýnishornabók með ljóðum vesturíslenzkra skálda, ásamt æviágripum, andlitsmyndum og eiginhandar skrift; hann hefir einnig í hyggju að safna til og gefa út safn af smásögum vestur- íslenzkra höfunda, og ritgerða- safn eftir þá, er tími vinst til og aðstæður leyfa; og nú hefir hann tekið sér fyrir hendur, að kosta útgáfu af ritverkum hinnar á- gætu skáldkonu, frú Guðrúnar H. Finnsdóttur; mun það ritsafn verða prentað vestan hafs. Af þessu sézt ljóslega, þótt hér sé aðeins stiklað á steinum, hver geisi áhuga og afkastamaður Árni Bjarnarson er. Eins og menn vita, er það hann, sem gef- ur út ritsafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar. Árni er kvæntur Gerði Sig- marsdóttur, frá Mógili á Sval- barðsströnd. ÁKVEÐIN YFIRLÝSING Endurskipulagningar ráðherra sambandsstjórnar, Mr. Howe, hefir í þingræðu lýst yfir því, að Canadastjórn sé staðráðin í því að fyrirbyggja það að atomvopn til hernaðar verði framleidd í landinu; tók þingheimur þessari yfirlýsingu ráðherrans með mikl- um fögnuði. ALT VIÐ ÞAÐ SAMA Siglingamanna verkfallið í Austur Canada og verkfall timb- urtekjumanna í British Colum- bía, standa enn við það sama; allar samkomulagstilraunir hafa fram að þessu farið gersamlega út um þúfur. Auk áminstra verkfalla hafa 6,000 manna og kvenna við vefnaðarvöru verksmiðjur í Que- bec lagt niður vinnu, krafist hærra kaups og bættra vinnu- skilyrða. AUKAKOSNING í PORTAGE Aukakosning til sambands- þings, vegna fráfalls þingmanns kjördæmisins, Mr. Harry Lead- ers, fer sennilega fram í júlí- mánuði næstkomandi, þótt kjör- dagur hafi enn eigi verið bund- inn fastmælum; þrír megin flokkarftir, Liberalar, Progress- ív-Konservatívar og C. C. F.- sinnar, eru staðráðnir í því, að hafa frambjóðanda í kjöri; hverjir verði fyrir vali er enn eigi vitað, en kappsamlegur kosningaviðbúningur er þegar hafinn af hálfu C. C. F.-sinna, og hafa þeir ákveðið að halda framboðsfund í Portage la Prai- rie þann 20. þ. m. Þar flytur Mr. J. M. Coldwell aðalræðuna. VINNA SÉR FRAMA Við nýlega afstaðin vorpróf Iauk Raymond Beck þriðja bekkj- ar prófi í rafurmagnsverkfræði við Manitoba háskólann; er hann námsmaður hinn mesti, og hlaut tvenn námsverðlaun, $80.00 og $100.00. Hann er sonur þeirra J. Th. Beck, forsetjóra og frú Beck. Lillian Goodman hlaut við vor- prófin heiðurspening landsstjór- ans í Canada fyrir frábæra náms- hæfileika og ástundunarsemi; þessi glæsilega hæfileika stúlka, er dóttir Barney Goodman, hár- skera í þessari borg. BÆJARFULLTRÚI LÁTINN Síðastliðinn þriðjudagsmorgun lézt að heimili sínu hér í borg- inni, James Simpkin, fulltrúi 2. kjördeildar í bæjarstjórninni um 23 ára skeið, 71 árs að aldri; hann var fæddur og uppalinn á Englandi og nam þar trésmíða- iðn. Mr. Simpkin barðist ötul- lega fyrir réttar- og kjara-bótum verkamanna, og reyndist jafnan nýtur og liðtækur maður í bæj- arstjórn, og átti sæti í mörgum mikilvægum nefndum. DREGUR SIG í HLÉ Edward R. Stettinius, fyrrum aðstoðar utanríkisráðherra Band- aríkjastjórnar og fulltrúi hennar í öryggisráði sameinuðu þjóð- anna, hefir dregið sig í hlé af vettvangi opinberra mála, að minsta kosti fyrst um sinn; hann er enn maður á bezta aldri, ein- ungis 45 ára; um hann hefir talsvert verið talað sem forseta- efni í því falli, að Mr. Truman byði sig ekki fram við næstu forsetakosningar, en slíku mun naumast þurfa að gera skóna. ELÍNBORG HANSON LÁTIN Aðfaranótt síðastliðins mánu- dags lézt að heimili sínu, Ste. 2, Holly Apts., hér í borginni, Eiín- borg Hanson, 92 ára að aldri, hin mesta sæmdarkona og á- hugasöm mjög um mannfélags- mál; ’hún var ein af stofnend- um Jóns Sigurðssonar félagsins, og fánaberi þess frá því að félagið hóf göngu sína. Elín- borg Hanson fluttist til Canada árið 1887 og átti eftir það jafn- an aðsetur sitt í Winnipeg. Hún á einn son á lífi, Major Skúla Hanson, er þátt tók í heimsstyrj- öldinni frá 1914. Útför þessarar mætu konu fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju í gær. Séra Valdimar J. Ey- lands jarðsöng. HÖRMULEGUR ATBURÐUR Þann 5. þ. m., vildi það hörmu- lega slys til, að La Salle hótelið í Chicago, brann, og týndu að minnsta kosti 57 manns lífi af völdum brunans, auk þess sem nálega 200 sættu meiri og minni örkumblum. Eldsins varð vart seinni hluta nætur og kom slökkvilið borgarinnar þegar á vettvang; um 1200 næturgesíir voru í hótelinu, er slysið bar að; fjöldi gesta bjargaðist af á nátt- klæðum sínum, en sumt stökk í ofboði út um glugga og beið þannig bana; hótelið var 20 hæða bygging og var almennt álitin eldtrygg; þetta er talinn einn sá ægilegasti eldsvoði, sem kom- ið hefir upp í Chicago í háa herr- ans tíð. Rannsókn varðandi á- minstan eldsvoða og manntjón, en enn hvergi nærri lokið. — í bænum Dubuque í Iowa- ríkinu, brann Canfield hótelfð þann 10. þ. m.; sextán mann týndu þar lífi, en 23 voru ókomn- ir fram, er síðast fréttist. ÁFELLIST CANADASTJÓRN Prófessor Harold J. Laski, for- maður miðstjórnar verkamanna- flokksins brezka, flutti nýverið ræðu á flokksþingi í bænum Bournemouth' á Englandi, þar sem hann áfeltist þunglega Can- adastjórn fyrir afskipti hennar af rússneska spæjaramálinu, er hann taldi með öllu óverjandi; bar hann jafnframt æðstu dóm- stólum í Canada það á brýn, að þeir hefðu dæmt menn, sem grun ur hefði fallið á varðandi njósn- arstarfsemi seka, áður en mál þeirra hefði formlega verið tek- ið til rannsóknar. í sömu ræðu lagði prófessor Laski áherzlu á það, að fram- tíðar friðurinn hvíldi á því, hvort Bretum og Bandaríkjamönnum lánaðist að styrkja vináttubönd- in við Rússa eða það gagnstæða. Prófessor Laski telst til hins allra róttækasta fylkingararms brezka vérkamannaflokksins, og er mælt að það sé síður en svo að þeir Attlee og Bevin líti hann ávalt hýru auga. INNBROT í HÁSKÓLA Nýlega var brotist inn í skrif- stofu Manitoba háskólans og stolið $44,000 í veðbréfum og peningum; ekki hefir enn lánast að hafa hepdur í hári bófanna. Feningaupphæðin, sem innbrots- mennirnir náðu, nam $13,948.68. FLUGSLYS \ Amerísk hernaðarflugvél fórst á sunudaginn var á Tabogaey, sem liggur skamt frá innsigl- ingunni við Panama skurðinn; bar slysið að með þeim hætti, að flugvélin, er fór með geisi- 'hraða, rakst á fjallshlíð. Tuttugu og þrír menn létu lífið í slysi þessu. FRÁ BLAINE, WASHINGTON Þjóðræknisdeildin, “Aldan,” er að undirbúa samkomu til að samfagna ættlandi sínu á frelsis- dag þess, 17. júní. Samkoman verður haldin í bæjarhöllinni í Blaine og hefst kl. 8 e. m. Aldan óskar og vonar að landarnir fjöl- menni á þessa samkomu. Það er ekki nema einn 17. júní á ári hverju, og vegir greiðir til Blaine úr öllum áttum. Islendingadagsnefndin hefir á- kveðið sína árlegu hátíð í Peace Arch Park, síðasta sunnudag í júlí (28. júlí). Að þessu hátíða- haldi stendur nefnd skipuð mönnum frá Vancouver, Point Roberts, Blaine og Bellingham. Nefndin er kosin með almennri atkvæðagreiðslu fyrir eitt ár í senn og má ætla að ekki sé valið af lakari endanum. Á það reynir nú bráðlega, hvað þessa árs há- tíð snertir. — En meir um það síðar. A. E. K. DÁNARFREGN öldungurinn Sigfús Rosalt ís- feld andaðist að elliheimilinu Betel, 2. júní s. 1. Hann var fæddur að Fjósakoti í Eyjafjarð- arsýslu, 20. janúar 1862. Magn- ús Einarsson, faðir hans, var frá Haldórsstöðum í Þingeyjarsýslu og móðir hans, Vilhelmína Helga Jónsdóttir frá Eyjarfirði í Eyja- fjarðarsýslu. Sigfús sál. kom til Kanada fyrir 55 árum síðan, og að undanteknum þeim 13 ár- um sem hann átti heima , Mani- toba, var hann búsettur í Mozart héraðinu, Sask. Hérlenzkir ætt- ingjar hins framliðna munu vera við Mozart og Wynyard, Sask. Dvöl hans á Betel ver eigi löng, aðeins sex mánuðir, og seinni helminginn af þessum tírna var hann rúmfastur. Jarðarförin fór fram frá heimilinu, 4. þ. m., undir stjórn séra skúla Sigurgeir- sonar. FRÁ SEATTLE, WASHINGTON Mánudagurinn, seytjándi júní n. k., verður haldinn hátiðlegur meðal Islendinga í Seattle, með samkomu, sem haldin verður kl. 8 að kvöldi til í Eagle’s Audito- rium, 24th Ave. N.W. “Ballard.” Fyrir samkomunni stendur þjóð- ræknisdeildin “Vestri,” og mega menn búast við góðri skemtan, þar sem nefnd manna hefur um langan tíma starfað að undirbún- ingi samkomunnar. Þetta verð- ur í fyrsta skifti, síðan ísland sleit sambandinu við Dani og varð alfrjálst ríki, að íslending- ar í Seattle og grendinni, koma saman í því skyni að fagna þess- um sigurdegi í frelsisbaráttu Is- len?ku þjóðarinnar. Það eru því vinsamleg tilmæli nefndarinnar að allir íslendingar hér um slóðir, og eins, góðir íslenzkir gestir, sem kunna að verða hér á ferð um það leyti, gjöri þjóðræknis- deildinni “Vestri” þann heiður að vera viðstaddir þetta kvöld. 17. júní 1944 var sambandinú slitið milli Danmerkur og Is- lands; allar þjóðir heimsins sam- glöddust yfir endurfæddu frelsi Islenzku þjóðarinnar. íslend- ingar í öllum heimsálfum héldu samkomur í fagnaðarskyni, 17. júní verður því hinn sameigin- legi rétti þjóðminningardagur Islendinga í framtíðinni, hvar á hnettinum sem þeir hafa tekið sér bólfestu; ennfremur ber oss að minnast þess að 17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, frelsis hetjunnar miklu. Hér með skal einnig vakin athygli íslendinga hér á Kyrrahafs- ströndinni, á því að “Skógar- gildi” verður haldið fyrsta sunn- udaginn í ágúst n. k., að “Silver Lake,” eins og að undanförnu, og verður þess nánar getið síðar, —en munum 17. júní fyrst. Hver sem er með heilbrigt hjartalag, helgar minning Islands þennan dag,— metur gull í gömlum ættar sjóð, Guð sinn finnur þar, sem vaggan stóð.— Svo er gott að reyna handtök hlý, hitta vini og frændur enn á ný. H. E. Magnússon. Ur borg og bygð Þær ungfrúrnar, Ruth Benson og Florence Jóhannson, lögðu af stað síðastliðið laugardagskvöld í þriggja vikna skemtiferð suður um Bandaríki. Kennara vantar til að kenna 1 Árdal skóla No. 1292. Kenzlan er fyrir 1, 2 og 3 bekk, og óskað er eftir kvenn- kennara. Kaupgjald er $1200.00 á ári, og skólinn byrjar 1. sept- ember. Tilboð meðtekin til 20. júní, og sendist til G. O. Einarsson, Sec.-Treas. Arborg, Man. + Falleg hjónavígsluathöfn fór fram að heimili þeirra Ásmundar Ásmundssonar og konu hans, Kristbjargar Jónínu, að West- bourne, Manitoba, s. 1. laugardag, 8. júní, þegar dóttir þeirra, Anna María Ásmundsson, og George William Burnell,sonur Mr. og Mrs. Rupert Burnell, í þeirri byggð, voru gefin saman í hjóna- band af séra P. C. Bays, Rector St. Mary’s Anglican kirkjunnar í Portage la Prairie. Við, gift- inguna aðstoðuðu, Sólveig Ingi- björg Ásmundsson, systir brúð- arinnar, og Ben White, bróðir brúðgumans. Rausnarleg veizla var setin á heimili Mr. og Mrs. Ásm. Ásmundsson, eftir gifting- una, af yfir 80 manns, skyldfólki, og vinum. Þar voru í hópnum tólf börn þeirra hjóna, Ásmudar og Kristbjargar, nokkrir gestir frá Winnipeg, St. Vital, Selkirk, og víðar að, en þó flestir úr ná- grenninu, Westboulrne, Beaver og Katrime. Eftir veizluna lögðu nýgiftu hjónin af stað í skemti- ferð til Clear Lake. x Á Hvítasunnudag fermdi séra Sigurður Ólafsson í kirkju Sel- kirk safnaðar sjö stúlkur. Nöfn þeirra fylgja hérmeð: Shirley Ann Johnson; Florence Emily Goodmannsson; Ingeborg Helen Dorothy Slote; Irene Anna Hoff- man; Unnur Lovísa Johnson; Olive Christine Eyman, og Ida Ray Sigurdson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.