Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 2
2 Norræn fimleikahátíð í Gautaborg Eftir ÓLAF S. ÓLAFSSON JÓNAS JÓNSSON: Biskupsstóll og menntaskóli í Skálholti, 1767 Gautaborg, 8. apríl. Síðasta vika hefir verið rík af viðburðum, sem hefir endur- speglað leikfimislíf Gautaborgar. Á hverju kvöldi í heila viku hafa flestir bekkir hringleikhússins verið þéttskipaðir áhugasömum áhorfendum og á leiksviðinu hef- ir getið að líta fólk af öllum aídri og báðum kynjum sýna listir sínar. Þessi vika er sú tuttug- asta og áttunda í sinni röð, — tuttugasta og áttunda Lingvikan í Gautaborg. Tveir síðustu dagar bessarar Lþigviku hafa verið nefndir .‘Norræna leikfimishátíðin” og nafnið er ekki út í bláinn. '— Leikfimisflokkar frá öllum Norð- urlöndum hafa raðað sér hlið við hlið, allir fimm fánarnir hafa blaktað og þjóðsöngvarnir fimm hafa hljómað frá söngpallinum. Norðmenn og Finnar sendu úr- vals karlaflokka, en Danir, Sví- ar og Islendingar sína beztu kvennaflokka. Það var með mikilli gleði, sem þó var ekki laust við dálítinn kvíða, sem við Islendingar hér í Gautaborg, tókum fregninni um að íslendingum hefði boðist þátttaka í þessari leikfimishá- tíð. Þessi kvíði minkaði ekki þegar við sáum dagskrána. Það var á allra vitorði hér, að finski flokkurinn væri bezti leikfim- isflokkur Norðurlanda og jafn- vel allrar Evrópu. Flestir munu því hafa búist við, að hann myndi verða látinn hafa síðasta orðið á þessari leikfimishátíð. Við urðum því bæði undrandi og ef til vill dálítið taugaóstyrkir, þeg- ar við lásum dagskrána og sáum að íslenzki kvennaflokkurinri var settur næstur á eftir meist- araflokknum finska og síðastur á fyrra degi hátíðarinnar. —■ Það gat engum blandast hugur um, að þetta var langerfiðasti sýn- ingartíminn. Hversvegna ísl. flokknum var valinn þessi tími á dagskránni, er ekki gott að vita og verður aldrei vitað utan þeirra, sem það hafa ákveðið. — Tvær ágiskanir komu auðveldlega fram í hug- ann. Sú fyrri, og sennilegri, var að íslenzki flokkurinn væri í því áliti, að hann hefði engu að tapa. Hin ágiskunirf, sem var heldur ósennilegri, var að hon- um væri ætlað að geta staðist þá eldraun að ná hylli og athygli áhorfenda eftir fyrirfram vit- aða glæsilega sýningu Finnanna. Eg mintist lauslega á þetta við einn nefndarmanna sýningar- innar og fékk það svar, , með sænskri velþjálfaðri kurteisi, að nefndin gerði sér miklar vonir um góða sýningu hjá íslenzku stúlkunum. Föstudagskvöldið — fyrra sýn- ingarkvöld norrænu hátíðarinn- ar — rann upp. Bezti kvenflokk- ur Gautaborgar var fyrstur á dagskránni. Sýndu þær góða leikfimi. Sérstaklega vöktu at- hygli stökk á dýnu og yfirslag yfir kistu. Næstir á dagskránni voru svo Finnarnir. Níu manna hópur, sem sámanstóð af lágum og þreknum og sýnilega þrautþjálf- uðum mönnum, gengu inn á leik- sviðið. Vöðvamir hnikluðust undir skinninu, en þó bar hvert spor vitni um mýkt og fjaðrandi léttleika. Þeir hófu sýninguna með mjúkum og léttum gólfæf- ingum og enduðu hana með háu ■heljarstökki afturábak úr kyr- stöðu, allir sem einn maður. Seinni þáttur gólfæfinganna var mun erfiðaðri og þegar minst vonum varði var skotið inn í heljarstökkum afturábak og á- fram, sveigjustökkum afturábak, eða handstöðu með fótaæfingum. Leikið var á píano við allar gólf- æfingar. enda voru þar engin mistök. Sýningu Finnanna lauk með æfingum á svifrá og tvíslá, æfingum sem voru svo erfiðar og þó meistaralega gerðar, að þeim verður ekki lýst í stuttu máli. Fólkið stóð á öndinni á milli þess er lófaklappið dundi. Sýningunni lauk með geysilegum fagnaðarlátum. Eftir þessa á- hrifamiklu sýningu áttu svo ís- lenzku fulltrúarnir að koma fram. Hafi maður verið í vafa um að þær ættu erfitt hlutverk fyrir höndum, var maður þess fullviss, þegar Finnarnir gengu út af leiksviðinu. Þegar karlakórinn hafði sung- ið tvö lög, sem áttu að t.ilheyra hinum íslenzka þætti hátíðar- innar, en sem fáir viðstaadir ís- lendingar viðstaddir munu hafa heyrt áður, birtist íslenzki leik- fimisflokkurinn á sviðinu, með fánann hátt á lofti í broddi fylk- ingar. Mannfjöldinn reis úr sæt- um og dauðaþögn sló á. — Fjórt- án glæsilegar leikfimismeyjar í himinbláum búningum gengu léttum, mjúkum og ákveðnum skrefum fram á sviðið og sýn- ingin hófst. Eg ætla ekki með þessum línum að fella neinn dóm yfir hvernig þær leystu þetta vandasama hlutverk, því að eg viðurkenni, að þegar maður sér landa sína inna af höndum afreks verk í framandi landi, landi sínu og þjóð til sóma, þá gæti sá dóm- ur litast af þeim tilfinningum, er í daglegu tali kallast ættjarð- arást. í staðinn ætla eg að leyfa mér að birta í lauslegri þýðingu dóma þriggja helstu dagblaðanna í Gautaborg. Þess má geta, þó að það sé ef til vill óþarfi, að "þeir eru allir skrifaðir af fag- mönnum á þesu sviði. “Götborgs Sjöfarts og Hand- elstidning” skrifar á þessa leið: “Áhrifamikil íslenzk kvenleik- fimi. Það var gleðiefni að svo margir Gautaborgarar notuðu tækifærið til að sjá þessa sér- stæðu leikfimi sem var á dag- skrá fyrra dags Norrænu hátíð- axinnar. Það var enginn hvers- dagsmatur, sem var fram borinn, heldur fínustu réttir fyrir þá allra kræsnustu. Þrettán stúlkur úr Glímufél- aginu Ármanni, Reykjavík, und- ir stjórn Jóns Þorsteinssonar, íþróttakennara, voru síðastar á dagskránni. Áhrifamesti þáttur sýningarinnar var jafnvægisæf- ingar á hárri slá, sem flokkurinn hafði komið með frá íslandi. Stúlkurnar hikuðu aldrei og fyr- ir mistökum vottaði ekki. Sem heild bar sýningin vitni um sér- stæða leikni og fyrsta flokks þjálfun.” “Göteborgs-Tidningen”: “Vantar orð til þess að lýsa leikfimissýningu ísl. stúlknanna. Hafði nokkur gert ráð fyrir að íslenzki kvenflokkurinn frá Ármanni í Reykjavík, myndi sýna hvílíka leikfimi? Gólfæf- ingarnar voru ef til vill ekki betri en sést hefir hér, en því meira undrandi verður maður af að sjá jafnvægisæfingarnar á slánni. Það var manni óblandin ánægja að horfa á jafnvægis- ganginn. Engin mistök, enginn táugaóstyrkur og allur hópurinn tók þátt í æfingunum. Heilsnún- ingur á hárri slá, er enginn hvers- dagsmatur fjrrir kvenflokk. Það skal segja áhorfendum Gauta- borgar til hróss, að þeir kunnu vel að meta þau sérstæðu til- þrif, sem ísl. stúlkurnar sýndu. Þjálfarinn, Jón Þorsteinsson, má vera miklu meira en ánægður með frammistöðu þessa glæsi- lega hóps.” “Ny-Tid”: “íslenzka sýningin aðeins metin á heimsmæiikvarða. — Meistaraleg leikni íslenzku stúlknanna gagntók mann. Aldrei hefir áður sést hér í Gautaborg og jafnvel ekki í Sví- þjóð önnur eins leikfimi, og jafnvægisæfingar ísl. stúlknanna á hárri slá. Maður fékk nýja trú á þeim möguleikum, sem sláin hefir að bjóða, það er að segja, ef að æfingunum er stjórn- að af hugmyndaríkum og ó- smeykum þjálfara eins og Jóni Þorsteinssyni. Það var eins og hugmyndaheimur ísl. sagnanna opnaðist. í hverri jafnvægis- æfingu, sem stúlkurnar sýndu, kom fram mýkt og fegurð, og margar æfinganna sýndu að hug- rekki og kraft vantaði ekki. Eng- in skarst úr leik og það var eins og mistök væru óhugsanleg. Þetta sýndi hvað hópurinn var óvenjulega samstiltur. Margar æfinganna gerðu stúlkurnar tvær og tvær saman og það var ekki hægt annað en dázt að hinni fínu stjórn og nákvæmu æfingum. Þrátt fyrir það, að ekki var spil- að undir við æfingarnar, voru samtökin undraverð. — Áhorf- endurnir urðu hugfangnir af þeirri óvenjulegu leikni. sem kom fram.” • o—o Þannig voru blaðadómar Gauta borgarblaðanna dagana eftir sýn- inguna, og það er óhætt að full- yrða, að þau hafa mæit fyrir munn flestra áhorfendanna, að minsta kosti þeirra sem höfðu þekkingu til þess að geta mynd- að sér rökrétta skoðun um sýn- inguna. Það er mikið talað nú um norræna samvinnu, en hér með- al stærri bræðranna, er sjaldan gert ráð fyrir að fsland leggi mikið af mörkum, sem gjald- gengt sé til að efla slíka sam- vinnu. Við, sem hér dveljum, 'höfurn það á tilfinningunni að á okkur sé litið eins og litla bróð- ur, sem sé af fákunnandi stæri- læti að troða sér fram til þess að reyna að vekja athygli á sér. Að sumu leyti er þessi skoðun eðlileg. Almenningur hér í Sví- þjóð veit sáralítið um ísland og íslenzka nútíma menningu og þess er ekki að vænta meðan við gerum ekkert til þess sem verða mætti til þess að auka slíka þekkingu. fslenzk yfir- völd virðast heldur ekki koma auga á að það er ekki nóg að örfáir einstaklingar fái nokkra nasasjón af okkar högum. Sú þekking þarf að ná til fjöldans ef að um raunverúlega sam- vinnu, ekki bara viðskiptalega samvinnu á að vera að ræða. Þetta skilja bæði Norðmenn, Danir og Finnar miklu betur. Þeir hafa hér starfandi kennara víðsvegar um landið og þeir kenna bæði í barnaskólum og kennaraskólum, og ef þessar þjóðir telja nauðsyn á að hafa á þann hátt menningarsamband sín á milli, hversu nauðsynlegt væri það þá ekki fyrir okkur ís- lendinga, ekki aðeins hér í Sví- þjóð, heldur einnig og engu síð- ur í hinum Norðurlöndunum. Það' er þess vegna okkur ís- lendingum hér mikið gleðiefni að svona vel hefir tiltekist með þátttöku af íslendinga hálfu í þessari norrænu leikfimishátíð. Glímufél. Ármann á miklar þakkir skildar fyrir að hafa lagt út í svona kostnaðarsama og erf- iða för. Þeim peningum, sem ísl. ríkið vonandi ver til því- líkrar landkynningar er vel var- ið. Koma Ármannsstúlknanna var sannarlega sólskinsgeisli í það miðaldamyrkur, er hér rík- ir um ísland og íslendinga. Þökk sé þeim, og vonandi verður þeim rétt hjálpandi hendi þegar heim kemur, því að ferðalagið verður af óviðráðanlegum orsökum Til er nákvæm lýsing á hús- um þeim, sem samkvæmt svo- nefndum “separations-act,”^varð- andi Skálholtsstól, dags. 29. maí 1767, voru sérstaklega ætluð biskupinum til íbúðar og afnota. Lýsing þessi er í skýrslu, sem Hannas biskup sendir stjórnar- herrunum úr K’höfn í júlí 1779, þar sem hann fer fram á, að ráð- in verði bót á húsakynnunum, sem biskupi séu ætluð, samtals sjö “hús” á staðnum, en af þeim teljast aðeins tvö íbúðarhæf, “biskupsbaðstofan” og “borð- stofan.” Biskupsbaðstofunni, sem er veglegasta “hús staðar- ins, er þannig lýst: Á henni eru 8 smáir og fornir gluggar á öðrum gafli, en þessi stofa er sumpart svo mjó og gluggum þannig fyrir komið, að engin leið er að koma fyrir skilrúmi í stof- unni, og annars staðar en á gafl- inum verður gluggunum ekki komið fyrir með því byggingar- lagi, sem á húsinu er. í þessu langa og mjóa herbergi er eng- inn ofn. Biskupinn verður að nota það sem svefnherbergi, sem gestastofu, bókaherbergi, skjalageymslu, lestrarstofu og skrifstofu, bæði fyrir sjálfan sig og skrifara sinn. í þessu herbergi heldur hann hin lögskipuðu vígsluþegapróf (Bispe-Examen) og yfir höfuð að tala verður hann að vinna þar öll sín verk, bæði sem embættis- og einkamaður. Sé biskup kvæntur og eigi hann börn, verður hann einnig að nota þetta eina herbergi handa þeim. Fyrir framan þessa stofu er forstofa með moldargólfi, ó- þiljuð og dimm, því að eina skíman, sem berst þangað inn, kemur frá smáglugga (6 þuml- unga háum) uppi undir loftinu. Uppi yfir stofunni er lofthús, þiljað einstökum borðum. Þar eru rúm fyrir bústýruna og stof- ustúlkuna og á daginn sitja vinnukonurnar þar með vinnu sína, til lítilla þæginda fyrir biskupinn, sem hefur að öllu leyti bækistöð sína í stofunni undir loftinu. Allt húsið er byggt úr torfi á votlendum jarð- vegi og er enginn grunnur undir húsinu, en tvær uppsprettur koma upp úr jörðunni undir gólfinu og valda þar svo miklum raka, að allt, sem á gólfinu er, skemmist af myglu. Loks hall- ast lofthúsið til muna. Þá er hitt aðalhúsið borðstofan svokallaða. í henni er moldargólf, sem alltaf er blautt af jarðrakanum; því einnig hér er jarðvegurinn vot- lendur mjög, auk þess sem þang- að rennur vatn úr kirkjugarð- inum fyrir ofan húsið. Ofn er enginn í húsi þessu og er þar svo kalt, að hraustir karlmenn haldast þar ekki við inni stund- inni lengur að vetri til, enda liggur hús þetta mót norðri. Gluggarnir á borðstofunni eru sinn með hverri gerð, sumir 9, aðrir 12 og enn aðrir 17 þuml- ungar á breidd, en enginn yfir 12 Vz þumlung á hæð. Allir eru þeir tóftargluggar, innarlega í vegg, svo að birtan frá þeim nær varla inn í húsið, sízt á vetrum. Til þess að hafa ein- hver not húss þessa, hafa verið sett þangað 3 rúmstæði handa mönnum, sem þurfa að' vera nætursakir á biskupssetrinu. Uppi yfir “borðstofunni” er lítið loft, en naumast manngengt, og því óhæfilegt til íbúðar. — önn- bæði lengra og kostnaðarsamara en í upphafi var gert ráð fyrir. Ólafur S. Ólafsson. — Mbl., 17. apríl. ur staðarhús, sem sérstaklega hafa verið afhent biskupi, eru skáli, sem notaður er til mjólk- urgeymslu, opinn gangur, milli skála og borðstofu, og kvlstloft upp yfir ganginum, en þar eru rúmstæði fyrir vinnukonur. Þá eru þessi hús afhent biskupi: eldhús, fisk-búðin, geymsluhús fyrir vetrarforða heimilisins og loks traðaskemma svokölluð; öll eru þessi spölkorn frá biskuþs- híbýlunum, óþiljuð að innan, með moldargólfi og gluggalaus, en með opnum vindaugum. í traðaskemmunni er svefnhýsi húskarla. — Þessi eru hin af- hentu staðarhús, sem biskupi voru ætluð. Má vafalaust telja, að aumlegra biskupssetur að hí- býlum til en Skálholt var í þá daga, hafi ekki til verið innan gjörvallrar kristninnar. Hefði biskup alls ekki getað haldizt þar við, eftir að stólsforráðin voru afhent Magnúsi Ólafssyni, ef ekki hefði stólsforráðamaður lánað biskupi í öðrum húsum stólsins húsnæði fyrir sumt af fólki biskups (t: d. skrifara bisk- ups og biskupsþjón) og til geymslu. En auk þess hafði bisk- up á eigin kostnað látið gera sér dálítið lestrarherbergi, svo og látið reisa nokkra minni kofa (reiðtýgjakofa, salerni, eldivið- arkofa og hesthús). Fjós og búfjárhús voru sameiginleg fyrir biskup og stólsforráðamann. (Jón Helgason biskup: Ævisaga Hannesar Finnssonarg. —Samvinnan. MINNINGAR UM LIFANDI MANN Á sunnudaginn þann 5. maí var stofnað til veglegs kveðjumóts fyrir Halldór J. Eastman í Riv- erton. Fór það fram í húsi Önnu dóttur hans og Arelíusar manns hennar Sigvaldasonar, í tilefni af því að hann hefur látið af starfi sem póstmeistari í River- ton og er að flytja til Roseau, Minn., á æskustöðvar sínar. Voru þar saman komin 10 börn hans og 45 barnabörn, 2 barna-barna- börn og á hann þó eitt, dóttur- dóttur barn í Reykjavík á ís- landi. Voru þar einnig 2 systur hans og 1 bróðir og nokkuð af tengdafólki hans, og mun þó hafa marga nána ættingja hans vantað í hópinn, og voru þó 85 manns þar viðstaddir. Mrs. Jó- hanna Hallson ávarpaði heiðurs- gestinn fyrir hönd allra við- staddra, nokkrum hlýum, vel völdum orðum, og bar hún einn- ig fram gjafir og árnaði heiðurs- gestinum allrar blessunar á ó- förnum árum. Svo fór fram mik- ill og fagur söngur sem fólk skemmti sér við fram undir kvöld, ásamt hinu ljúffenga íslenzka kaffi og öllum þeim kræsingum sem því fylgja. Hall- dór J. Eastman er fæddur 16. jan. 1874 í Borgarfirði eystra; foreldrar Jón Jónsson Eastman og kona hans Guðlaug Halldórs- dóttir, og fluttist hann ásamt þeim til Vesturheims árið 1883 og námu land á Sandhæðunum í Dakota, mjög nálægt því svæði þar sem kirkja Vídalíns safnað- ar er nú. Bjuggu þau þar til árs- ins 1898 og fluttu þá til Roseau, Minn., og þar bjuggu þau til árs- ins 1908 að þau fluttust til Nýja Islands; en Halldór mun hafa lagt leið sína til nýja íslands 1896, þá kornungur maður og þótti hann liðtækur ekki sízt þar sem kom til þess sem vandasamt var og handlægni þurfti við. Gjörðist hann brátt sagari við stóra myllu við fljótið. Ári síðar eða 1897 giftist Halldór J. East- man, Önnu Sigríði Hálfdánar- dóttur frá Bjarkarvöllum í Fljótsbygð, og settust þau að í Lundi bæ, nú Riverton, en Hall- dór stundaði jöfnum höndum sögunarmyllu-störf eða hann stýrði þreskivélum á haustin, og stundum vann hann sem véla- maður á gufubátum hér á vatn- inu. Eitt sinn vann hann norður með vatni við að bóma inn trjá- boli sem stór gufubátur átti að draga inn í fljót; en þegar norð- ur var komið bilaði vélin, en það var enskur vélamaður á bátnum og gat hann aldrei komið henni í lag aftur, svo menn voru held- ur farnir að kvíða fyrir, ef þeir þyrftu að ganga alla leið inn yfir fen og firnindi, svo einhver spurði Halldór hvort han treysti sér til að laga vélina. Hann kvaðst myndi reyna ef sá enski væri látinn fara frá á meðan. Svo fengu þeir hann til þess að lofa Halldóri að reyna. Það tók hann aðeins 20 mínútur að koma öllu í lag. Eftir það var borið mikið traust til hans sem véla- manns. I tvo eða þrjá vetur stundaði Halldór greiðasölu norð- ur með Winnipegvatni og keypti fisk og hafði dálitla verzlun í félagi með Halla Björnssyni sál. útgerðarmanni; síðan vann hann í 3 ár hjá Skúla Sigfússyni fylk- isþingm. og síðar 2 ár sem inn- köllunarmaður fyrir verkfæra- félag. Um það leyti fluttist hann með fjölskyldu sína á bújörð þá en nefnist á Hvoli, 1 mílu fyrir sunnan Riverton, og bjó þar 2-3 ár. Síðan nam hann land upp með íslendingafljóti, rétt á tak- mörkum Riverton og Geysis- bygðar og bjó þar í 12 ár, en stundaði vinnu út frá heimilinu, því bújörðin var tómur skógur og hópurinn orðinn stór sem þurfti að fæða og klæða. Síðan fyrir nálega 20 árum síðan bygði hann stórt hús í Riverton og fluttist þangað og gjörðist póst- meistari þar, og um langt skeið af því tímabili sem hann hefur haft pósthúsið, gengdi hann friðdómara embætti í Riverton. Konu sína misti Halldór 5. júlí 1932, og'eftir það lifði hann með yngstu börnum sínum, en yngsta dóttir hans Sólveig stundaði með honum pósthúsið. Halldór J. Eastman hefir ávalt verið frjáls- lyndur í stjórnmálum og jafnan tilheyrt Bræðrasöfnuði í River- ton og verið góður stuðnings- maður hans, fyrir utan það sem hann hefur frá því fyrsta að eg man eftir, verið í söngflokk safn- aðarins og verið þar vel liðtæk- ur, því hann og allt Eastmans fólkið er ágætum sönghæfileik- um búið. Mig undrar það stór- lega að íslendingar í Riverton og umhverfinu skuli ekki hafa sýnt honum neina heiðurs viður- kenningu, annaðhvort nú eða við sjötugs aldurs eyktamót í lífi hans. Það er líklega af því að honum hefur ekki tekist að safna þessum almáttugu dollurum eins vel og sumum öðrum sem hafa þó máske fellt færri svitadropa, en hlotið mikinn heiður fyrir. Eg vil óska Halldóri J. Eastman þess að æfisólin strái gullnu aftanskini á síðustu árin hans og hann megi njóta rólegrar og verð- ugrar hvíldar. Friðrik P. Sigurðsson. Riverton, Man., 3. júní 1946. Próf. Ólafur Lárusson heiðursdoktor Próf. Ólafur Lárusson háskóla- rektor er nýfarinn til útlanda. Fór hann í þeim erindum að veita móttöku iheiðursdoktors- nafnbót við háskólann í Olso. Fékk hann fyrir nokkru boð frá Oslóarháskóla þessa efnis. Morgunblaðið, 25. apríl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.