Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNÍ, 1946 3 Lióðabálkur liðnu hausti komu út nokkr- ar ljóðabækur og hefur “Vík- ingur” séð sumar þeirra. Tekur hann sér það bessaleyfi að birta nokkur sýnishorn af því, sem honum þótti þar aðhyglisverð- ast/ Fyrst eru það Ný Ijóð Guðfinnu frá Hömrum. Það er falleg bók, smekklega út gefin, og margt er þar vel gerðra ljóða. Yrkja naumast aðrar konur betur á landi hér um þessar mundir en Guðfinna frá Hömrum. Ekki eru tök viðvaningsins á kvæðinu Mannsbam: Við háan múr er mannsbarn í förum í leit að geislum, í leit að svörum. Sumstaðar bergið er bergfléttu þakið, sumstaðar blátt, sorfið, nakið. Maður gengur, svo lengi sem lifir, hvorki er vegur undir né yfir. Kalinn á hug og kvalinn efa ræðst hann á bergið hnýttum hnefa. Þögul og köld eru klettaleynin. Svo ber hann höfði við harðan steininn. Þögnin eykst og hann þrýstir í harmi að náköldum hamrinum nöktum barmi. Hjarta mannsins við múrinn grætur. Að fótum bjargsins hann fallast lætur. Stjarna hrapar í heiðnætur friði sem hrynji laufblað af ljóssins viði. I Fyrri bók Guðfinnu frá Hömr- um var vel tekið. Flest hin sömu einkenni og þar skipuðu önd- vegið finnast einnig í ljóðunum hennar nýju. Þó eru nýju kvæðin mörg hver beizkari, tregafyllri og — að manni finnst — sannari. Það er augljóst, að skáldkonan hefur fastari tök á yrkisefnum sinum nú en áður. Hér kemur annað kvæði Guð- finnu: HIÐ GULLNA AUGNABLIK Þú vissir það ei, þig gisti í gær hið gullna augnablik. Frá tímanna djúpi bylgja barst að brjósti þér, ljós og hvik. En sjón þín var haldin og heyrn- in með við hversdagsins önn og ryk. Það örlögum réð að sál þín svaf, er sótti þig heim sú stund, því aldan, er faldar geislum guðs um gæfunnar bláu stund, hnígur aðeins eitt einasta sinn á ævi þinnar fund. í morgun vaknaði vera þín í vitund um hjartans töp, því nóttin átti sér engan draum en ótal stjarna hröp. ^á fannst þér auðlegð, sem önnin gaf vera illra norna sköp. • Með þöglum trega telurðu nú hvert tímans bylgjuslag. Nú stillir ei himinn hqrpu meir við hafsins undralag. Það augnablik. sem var gullið í gær, er grátt eins og vofa í dag. • Eg hvísla óði í eyra þér um æskunnar týndu sýn. Eu ljóð mitt á framar engin orð °S engan tón, sem skín. þú vissir það ei: þetta augnablik var eilífðin mín og þín. Steindór skáld Sigurðsson hef- ur sent frá sér nýja ljóðabók á þesu hausti. Heitir hún: Man- söngvar og minningar. Margt er vel kveðið hjá Steindóri, og eru þó lausvísurnar ef til vill beztar. Sumar þeirra eru afbragð. Þessi er ein: Með hástrengdum seglum eg hélt eitt sinn á hafið í drottins nafni. Nú sigli ég meðfram Köldukinn með kolblúan sjó fyrir stafni. önnur er svona: Bláum klæðum kvöld sig bjó; kular um hæðadrögin. Meðan blæðir sól í sjó syng ég kvæðalögin. Að haustlagi kveður Steindór: Þó að blikni blóm á hól «g bráðum frjósi í spori ég mun geta ort um sól aftur á næsta vori. Enn segir hann: Ef að þú átt söng í sál siglirðu ei til baka. Mótvindur í myrkum ál mun þá aldrei saka. Steindóri þykir vænt um fer- skeytluna og kveður vel um hana: Vertu ávallt vísan mín, vinurinn allra bezti. Oft hefur verið ást til þín allt mitt veganesti. Þá kemur hér eitt af ljóðun- um, sem eru í þessari bók Stein- dórs: Berðu mig á burtu ó, blávængjaða þrá. Nú er vor í norðri og nóttin draumablá. Bágt átt þú í böndum mín barnslega þrá. Veifar væng hjá glugga Þegar vornóttin er blá. Ekki færðu að fljúga yfir fjöllin rökkurblá. Bundin máttu bíða hjá mér Blávængjaða þrá. ' .Eg veit hvað þú ert viðkvæm þegar vornóttin er hljóð, en breytist svo er birtir í blávængjað ljóð. Nú er bjart í norðri og nóttin gengin hjá. Svanir fljúga í suður og sólvængjuð þrá. Villtur vegar heitir ný ljóða- bók eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk. Höfundur þessara kvæða hefur áður gefið út eina ljóðabók, og er þessi ótvíræð framför frá henni. Hér má finna nokkur kvæði allgóð, þótt yrkis- efnin séu mörg hver gömui slitin. Kvæðið Haust er svona: Heyrirðu ei nálgast haustsins þunga dyn, harmdöpur vein í stormsins tryllta hvin? Skýbólstrar hylja sól og syrtir að, sorgin er letruð á hvert rósa- blað. Þröstur um geiminn einn og friðlaus fer, flýgur að kveldi hljóður burt frá þér. Sérðu ekki að hólminn hefur breytt um lit, heyrirðu ei feigðarsöng í vinds- ins þyt? Þunglyndið grípur þreyttan huga minn, þegar eg andblæ haustsins nálg- ast finn. Fjúkandi laufblöð, fjarra skóga tár Gerlach átti að hindra skilnaðinn við Dani Er veikur í fangelsi í Garmisch Dr. Werner Gerlach, sem hér var þýzkur ræðismaður, þegar styrjöldin braust út, átti að beita áhrifum sínum hér á landi til að reyna að koma í veg fyrir að Is- lendingar segðu upp sambands- lögunum við Dani og ef það tæk- ist ekki, þá að reyna að J^afa áhrif á, að Islendingar slitu að minsta kosti ekki konungssam- bandinu. Taldi utanríkisráðu- neytið þýzka þetta í samræmi við “sögulegar erfðavenjur, sem æskilegt væri að við yrði haldið. Þetta sagði Gerlach, Ragnari Stefánssyni, major, sem nýlega fór til Þýzkalands til að yfir- heyra Gerlach, en hann situr nú í fangelsi í Garmisch-Parten- kirchen, en þar handtóku Banda- ríkjamenn hann í ágústmánuði í fyrrasumar. Vildi vera á íslandi. Gerlach er nú sjúkur maður, hefir einhverskonar himnubólgu sjúkdóm. Hann sagði Ragnari að helzt vildi hann nú vera á íslandi og sæi hann nú, að margt, sem honum hefði fundist lítið um er hann var hér, væri harla gott. Ekki kvaðst hann hafa rekið neina “fimtu herdeildarstarf- semi” hér á landi, en játaði, að hann hefði reynt að fá upplýs- ingar hjá íslenzkum sjómönn- um um hvort bresk skip væru á sveimi hér við ströndina, þegar þýzku skipin voru að leggja héð- an úr höfn til Noregs. Leynistöðvarnar. Þá sagði ræðismaðurinn, að það væri rétt að hann hefði haft hér leynistöðvar í húsi sínu og hefði hann sagt lögreglustjór- anum í Reykjavík ósatt er hann hefði komið til að spyrjast fyrir um stöðvarnar. Hefði hann not- að stöðvarnar nokkrum sinnum eftir heimsókn lögreglustjórans, falla sem eiturdögg í hjartans sár. Sumarsins yndi alt er horfið mér, eilífan söknuð vekur minning hver. Þrösturinn minn er horfinn yfir höf, haustið mín bíður — kvöld og opin gröf. Lengsta og tilkomumesta kvæ Lengsta og tilkomumesta kvæðið í hinni nýju bók Krist- jáns frá Djúpalæk er Vermenn. Þar eru þessar svipmiklu mynd- ir: Fram er hrundið báti í birting morguns brimgarð mót og jöfnum ára- togum róið út, en þung er undiralda, æsist bylgjukvik í fjarðarvogum. Færi er rennt, en út við hafs- brún hækkar hríðarbakki úfinn, skýjadökkur, fer um sæinn sveipur snöggra vinda, syrtir yfir dimmur élja mökkur. Ýfist sær, til yztu miða brýtur, áttæringur klýfur bárufarlda. Klakar borð og kaðla, naumast lengur kaldar hendur þungum árum valda. Útsýn byrgir niðmyrk vetrar nóttin, náhljóð brims og storms við eyru þýtur. Rís af grunni risavaxin alda, rekald eitt um grænan sjóinn flýtur. Sjómannablaðið Víkingur því að þá skömmu síðar hefði sér opnast samband til Berlínar um Juliannehaab í Grænlandi og Washington. Átti að gæta hagsmuna þýzkra vísindamanna. Eitt af aðalhlutverkum dr. Gerlachs hér var að gæta þess að þýzkir vísindamenn fengju forgangsrétt fram yfir annara þjóða vís^ndamenn, t. d. við eld- fjallarannsóknir og þó ekki hvað sízt við uppgröft á gömlum rúst- um í Þjórsárdal. Hefði það verið ætlun þýzkra vísindamanna að vera á undan vísindamönnum frá Danmörku og Noregi, sem höfðu verið að undirbúa leið- angur til Þjórsárdals 1939. Það áttu að vera þýzkir vís- indamenn, sem “uppgötvuðu” “Pompei” íslands. B erklarannsóknir. Þá kvaðst Gerlach hafa verið valinn til þess að verða ræðis- maður á íslandi vegna þess, að •hann var læknir að mentun og átti hann að kynna sér hver á- hrif hinar björtu sumarnætur höfðu á berklaveiki. En sú skoð- un hefði verið uppi meðal þýzkra lækna um það, að hinar björtu sumarnætur hefðu heilsubæt- andi áhrif á berklaveika. Ekki hvaðst Gerlach hafa átt að skifta sér af diplomatiskum málefnum, nema sem allra minst. Það hefði verið hlutverk sendi- herra Þjóðverja í Kaupmanna- höfn, Renthe-Fink. Ragnar taldi ekki líklegt að Gerlach yrði leiddur fyrir stríðs- glæpamanna dómstól. En hann myndi ekki fá neina stöðu innan Þýzkalands, þar sem hann væri yfirlýstur nazisti og hefði verið gerður að deildarforingja í SS- liðinu í heiðursskyni. Gerlach var höfuðsmaður í SS-liðinu, er hann var hér ræðismaður. Trúði á nazismann. Gerlach fór ekki dult með að hann hefði verið einlægur naz- isti og hefði trúað á þá stefnu. Ekki kvaðst hann vera þeirrar skoðunar, að Þjóðverjar hefðu verið sviknir, eins og margir vildu halda fram, heldur hefðu það verið forystumenn nazism- ans, sem hefðu svikið stefnuna. Morgunblaðið, 25. apríl. Ríkisfrú í New York kom inn í hattaverzlun Walters Florell, en meðal viðskiftavina hans eru margar kvikmyndastjörnur, og sagðist strax þurfa að fá nýjan hatt. Walter tók langan silki- borða, vatt hann upp og batt á hann nokkrar slaufur, setti hann á höfuð hennar og sagði: “Hérna er hatturinn yðar, frú.” K<man leit í spegilinn og hrópaði, “Dá- samlegur, dásamlegur.” “Tuttugu og fimm dollara,” sagði Walter. “En það er of mikið fyrir einn silkiborða,” kvartaði frúin. Walter leysti slaufurnar, rakti úr borðanum, og fékk henni hann. “Borðinn, frú mín,” sagði 'hann, “er ókeypis.” Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon Dentist 602 MEDICAL ARTS BLDG. 506 SOMERSET BUILDING Sími 93 996 Telephone 97 932 Heimili: 108 CHATAWAY Home Telephone 202 398 Sfmi 61 023 Talslmi 95 826. Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Dr. S. J. Jóhannesson SérfræOingur i augna, eyma, nef 215 RUBY STREET og kverka sjúkdómum. (Beint suCur af Banning) 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Talsími 30 877 Stofutlml 4.30 — 6.30 Viðtalstími 3—5 eftir hádegi Laugardögum 2 — 4 7 DR. ROBERT BLACK DR. E. JOHNSON Sérfræöinpur x aupna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 304 EVELINE STREET 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Office hrs. 2.30—6 p.m. Heimaslmi 42 154 Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG PARIC RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meöul og annað með pósti. Fljót afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERRROOK STREET Selur llkkistur og annaat um út- farlr. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa ogr leg-steina. Skrifstofu talstmi 27 324 Heimills talslmi 26 444 Phone 31 400 Electrical AppUances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. ----------,----------- PCINCE/Í MESSENGER SERVICE ViB flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smærri IbúBum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Speclalists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla t heildsölu meö nýjan og froslnn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 355 Heima 55 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Flnancial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG j. Davidson, Representative Phone 97 291 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiðaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREBT Office Ph. 26 328 ' Ree. Ph. 73 917 i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.