Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNl, 1946 Margrét Werner hneyksli, meðan yið erum hér. Eg hata allt slíkt.” “Cumming lávarður er of mikill maður til að líða neitt slíkt,” sagði Ethel. “Ef eitthvað óþægilegt skyldi koma fyr- ir, þá verður ekkert látið bera á því. Mamma, þú gerir það fyrir mig að tala ekki meira um þetta við mig.” “Ethel tók af sér hattinn og knippl- ingasjal, sem hún hafði á herðunum, og tók bók sem móðir hennar hafði verið að lesa í og lagt frá sér. “Eg er þreytt eftir göngutúrinn, sólskinið var býsna heitt.” Hún lagði sig á sófan og sneri and- litinu móti glugganum, og horfði á blóm- in úti fyrir. “Já, vertu hérna og hvíldu þig,” sagði lafði Newton, “eg ætla að fara og skrifa bréf.” Ethel lá hreyfingarlaus og horfði út yfir hið dýrðlega landslag, sem var í kringum kastalann. Enginn vissi um tárin, sem smátt og smátt komu fram í hennar mildu og blíðu augu. Engum var kunnugt um það hugarstríð, sem hún háði, og sem nærri lá að yrði henni að ofurefli. Þegar lafði Newton, að tveim tím- um liðnum, kom til baka. var Ethel búin að ná sinni ró og stillingu, og það sáust engin merki til að hún hefði grátið, er hún brosti við móður sinni er hún kom inn. Með stillingu og hugrekki bar hún sín stóru lífsvonbrigði. Hún var engin harma og vonleysis vesalingur; hún hugsaði aldrei sem svo, að lífið væri sér glatað, eða einungis þreytandi vonlaus byrði. En hún sagði að hún ætlaði ekki að gifta sig fyr en hún fyndi mann líkan Ralph, að drenglyndi, riddaraskap og göfugum karakter, en lausan við þá veiklun, sem hafði orsakaðð og sem or- sakar og veldur svo mikilli sorg og þján- ingum. 8. KAFLI Málstofa lafði Cumming hafði ávalt verið álitin sem skrautlegasta stofan á Elmwood. Aðeins fáir listmálarar voru valdir ár hvert til að skreyta og prýða þessa viðhafnarstofu lafðinnar. Hinir löngu, frönsku gluggar opnuðust út í blómgarðinn, þar sem skrautlegur gos- brunnur spýtti vatninu hátt upp í loft, og hinn sæti ilmur frá blómunum fylti salinn hressandi angan. Cuming lávarður hafði færst hæg- indastól að glugganum og sezt þar; hann leit mjög ánægjulega út, og virtist vera í mjög rólegu og góðu skapi. “Ralph,” sagði lávarðurinn, “eg er búinn að bíða eftir þér um stund, hef- irðu verið úti?” “Já, eg hefi verið úti í lystigarðinu með Miss Newton,” svaraði hann. Lávarðurinn brosti, sjáanlega á- nægður að heyra það. “Það er bæði skynsamlegt og þægi- legt að eyða tímanum þannig,” sagði lávarðurinm “og það er einmitt svo merkilegt að eg hafði í hyggju að tala við þig um álit þitt á Miss Newton—” “Álit mitt!” sagði Ralph. “Það er hreinasti misskilningur, eg hefi aldrei veitt henni neina eftirtekt í þeim skiln- ingi, sem þú virðist að meina.” “Þú ættir ekki að tala svona,” sagði lávarðurinn.” Móðir þín hefir sagt mér af svo mörgum samfundum ykkar, og síðast í gærkvöldi í músík-salnum. Mér eru kunn sum leyndarmál þín. Það er engin vafi á því, að Miss Newton ber mikla virðingu, og meira, fyrir þér. Eg sendi eftir þér t il að segja þér, að þvert á móti því sem eg gerði áður, að setja mig á móti áformi þínu, er það, að þessu sinni, mín hjartans innilegasta ósk, að geta kallað Miss Ethel Newton dóttur mína.” Hann beið eftir svari, en Ralph, sem var orðinn náfölur í andliti, svaraði engu. “Við mintumst aldrei á það við þig,” hélt lávarðurinn áfram. “En í mörg ár hefir móðir þín og eg vonað, að þú hyltist Miss Newton og elskaðir hana. Hún er fríð, og hún er hin sannasta og göfug- asta stúlka, sem eg þekki. Eg er bæði stoltur og ánægður með það val þitt, Ralph — já, ánægðari en eg get með orðum lýst.” Ralph svaraði engu, og móðir hans horfði undrandi á hann. “Þú þarft ekki að vera kvíðafullur fyrir henni,” sagði hún. “Eg má ekki segja frá leyndarmáli, en hún elskar þig, Ralph; meira vil eg ekki segja. Ef þú biður hana um að verða konan þín, þá held eg mér sé óhætt að segja, að þú biðjir ekki árangurslaust.” “Þetta er alt tómur misskilningur,” sagði Ralph, “Miss Newton er ékki að hugsa um mig.” “Hún er ekki að hugsa um neinn annan en þig,” sagði móðir hans. “Mér hefir aldrei komið til hugar að giftast henni,” sagði Ralph. “Eg elska hana ekki. Eg get aldrei giftst Ethel Newton.” Brosið hvarf af andliti lávarðarins, og konan hans misti úr höndum sér blómavönd, sem hún hélt á. “En hversvegna hefirðu þá sýnt þessari ungu stúlku öll þessi kurteisis- atlot?” spurði lávarðurinn. “Það hafa allir veitt því eftirtekt, og þú virtist aldrei með gleðibragði nema þegar hún var viðstödd.” “Eg vildi reyna að gera hana vin- veitta .mér,” sagði Ralph; “annað var mér ekki í hug.” Ho'num rann kalt vatn milli skinns og hörunds, er hann hugsaði um hve áfjátt hann háfði sózt eftir vinskap hennar. Hugsa sér, að Ethel hafi mis- skilið hann! “Það voru aðrir sem hugsuðu fyrir þig,” sagði lávarðurinn hryssingslega. “Eg hefi auðvitað misskilið þig; það er ekki frekar neitt um það að tala. Eg vil bara segja, að slík gifting hefði gert rnig hamingjusaman. Úr því þú elskar ekki Ethel Newton, þá býst eg við að þetta mál sé hér með búið.” “Geturðu ekki elskað hana, Ralph?” spurði móðir hans vingjarnlega. “Hún er svo falleg og svo góð og svo vel fallin til að vera húsmóðir hér á Elmwood. Geturðu ekki elskað hana?” “Það var ekkert fjær hugsun minni,” sagði hann. Lafði Cuming sagði allt í einu: “Þú hefir þó, vona eg, gleymt þessu heimsku- lega og krakkalega æfintýri, sem faðir þinn tók svo nærri sér — það getur þó varla verið orsökin?” “Hlustaðu á mig, móðir mín,” sagði Ralph, og stóð upp. “Eg kom hingað til að segja þér leyndarmál mitt, er þú mættir mér. Faðir minn, eg hefi svikið þig og verið þér óhlýðinn. Eg fór til Little Valley og giftist Margrét Werner þar.” Út af vörum lafði Cuming kom veikt hljóð. Ralph sá, að faðir hans varð ná- bleikur í andliti — blýlitur — af reiði, en ekkert «rð rauf hina hræðilegu þögn, sem hvíldi yfir þeim. Fáeinar mínútur fanst honum eins langar og heill klukku- tími. “Þú giftist henni,” sagði lávarðurinn í lágum og hásum róm, “þrátt fyrir það, sem eg var búinn að segja þér?” “Eg giftist henni,” svaraði Ralph, “í þeirri von að þú mundir afturkalla hin hörðu og grimmu orð, sem eg var sann- færður um að þú meintir ekki. Eg hafði aðeins einn útgönguveg, eg gat ekki annað gert, faðir minn; hún átti engan annan að, sem hún gat treyst, en mig; mundir þú hafa viljað þvinga hana til að giftast manni, sem hún vildi ekki eiga?” “Þetta er nóg,” sagði lávarðurinn; “segðu mér hvenær og hvar þessi gift- ingarathöfn fór fram, svo eg geti komist að raun um hvort þessi gifting sé lögleg eða ekki. Ralph gaf honum rólega, en með titrandi vörum, allar nauðsynlegar upp- lýsingar. “Já, eg býst við að giftingin sé lög- leg,” sagði lávarðurinn. “Þú áttir að velja um: heiður, skyldu, heimili og stöðu — og Margrét Werner. Þúkausthana; hið annað er þér mist.” “Faðir, þú fyrirgefur mér,” sagði Ralph. “Eg er eini sonurinn þinn.” “Já, sagði lávarðurinn þurlega, “þú ert eini sonurinn minn. Gefi Guð, að ekkert annað bam gegnumbori hjarta föður síns, eins og þú hefir gegnum borað mitt hjarta. Fyrir mörgum árum, Ralph, var líf mitt eyðilagt, vonir mínar og óékir, metnaður minn og framgirni, og öll áform mín; allt féll í kaldakol. Þessi lífsþróttur, sem eg hafði mist, kom aftur til lífs í þér. Eg beið með óþolin- mæði eftir, að þú skyldir koma draum- um mínum í framkvæmd, og auka á heiður og frægð gamals og göfugs nafns. Eg hefi lifað í þínú lífi, og nú, sökum umkomulausrar, laglegrar vesalings stúlku, hefurðu yfirgefið mig, svikið mig — þú hefir af ásettu ráði eyðilagt allar vonir mínar.” “Lofaðu mér að bæta fyrir það,” sagði Ralph. “Mér hefir aldrei til hugar komið neitt slíkt, sem þú segir.” “Þú getur ekki bætt fyrir það,” sagði lávarðurinn alvarlega. “Eg ber aldrei framar traust til þín. Hér eftir á eg engan son. Þú verður erfingi minn, þegar það Uf er slokknað, sem þú hefir svo formyrkvað. Sonur minn er mér dauður.” Það var engin reiði í þessum strang alvarlegu orðum, sem lávarður- inn talaði til hins ógæfusama unga manns. “Eg hefi aldrei afturkallað orð mín,” hélt lávarðurinn áfram að segja, “og ekki frekar nú. Þú hefir valið þitt hlut- skifti. Þú hefir tekið þessa Margréti fram yfir mig; farðu til hennar. Eg var búinn að segja þér, að ef þú héldir áfram í þessari heimsku, þá vildi eg aldrei framar sjá þig fyrir augum mér, og þar við stendur.” “Ó, Herbert,” sagði lafði Cuming, “hafðu samhygð með honum; hann er eina barnið mitt. Eg dey ef þú rekur hann burt héðan. “Hann tók þessa Margréti fram yfir þig og mig,” sagði Herbert lávarður. “Mér þykir það slæmt þinna vegna, Edith, það veit Guð, að það kremur hjarta mitt — en eg vil ekki afturkalla orð mín. Eg vil ekki ausa yfir þig skömm- um og óbænum,” sagði hann og sneri sér að syni sínum, “það væri þýðingar- laust; þú vissir að eg gaf þér aðvörun, og nú verðurðu að taka afleiðingunum af vali þínu.” “Já,, eg tek afleiðingunum eins og þær verða, faðir minn,” sagði Ralph. “Það er bezt að hætta þessu sam- tali,” sagði lávarðurinn og sneri sér frá konunni sinni, sem sat með andlitið baðað í tárum: “Líttu á móður þína, Ralph, kystu hana í síðasta sinn, og farðu svo frá henni; en minstu ástar hennar og umhyggju fyrir þér, og hvern- ig þú hefir endurgoldið henni það. Horfðu nú á mig í síðasta sinn. Eg hefi elskað þig — eg hefi verið stoltur af þér, og gert mér miklar vonir um þig. Nú sendi eg þig burt, fyrir alla tíma, sem óverðugan son foreldra þinna; héðan í frá verðum við aldrei báðir undir sama þaki. Hér eftir geturðu farið þínu fram sem þú vilt, án minnar íhlutunar. Þú átt dálitlar séreignir, sem þú verður að lifa af. Eg legg aldrei til einn einasta skilding til framfærslu dóttur dyra- varðarins míns. Svo geturðu farið hvert sem þú vilt. Þú hefir sjálfur valið þér hlutskiftið. Einhvern tíma kemur sá dagur, að þú kemur aftur til Elmwood sem herra þess og lávarður. án það er mér huggun, að skeður ekki fyr en sú smán og lítilsvirðing sem er fallin á ætt mína, nær ekki til mín, því þá hvíli eg í ró og friði í gröf minni. Farðu nú; eg ætlast til að þú farir alfarinn snemma í fyrramálið, burt frá EHmwood.” “Þú getur ekki meint þetta, faðir minn!” sagði Ralph. “Sendu mig í burtu — straffaðu mig — eg verðskulda það, en lofaðu mér að sjá þig aftur. Móðir mín,” sagði hinn hamingjusneyddi Ralph, “beiddu föður minn um vægð.” “Það er þýðingarlaust,” sagði faðir hans, “þú hefir með fullu og yfirlögðu ráði valið þér hlutskifti þitt. Eg beiti engri hörku við þig. Ef þú skrifar mér, þá endursendi eg bréfin íil þín, án þess að opna þau. Eg vil hvorki heyra né vita neitt um þig, og ekki leyfa að þú komir í nágrenni við Elmwood. Eln þú getur skrifað móður þinni, ef þú vilt, það banna eg þér ekki. Hún getur líka fengið að sjá þig, en ekki undir rnrnu þaki. Nú, vertu sæll; sólskin lífs míns, vonir og hamingja fara burt með þér, en eg skal halda orð mín. Sjáðu lögmann- inn minn í sambandi við peningamál; hann sér um það í minn stað.” “Faðir minn,” hrópaði Ralph, með tár í augunum: “segðu eitt vingjai’nlegt orð við mig, og taktu ennþá einu sinni í hendina á mér!” “Nei,” sagði lávarðurinn og sneri sér burt frá útréttri hendi sonar síns,” hendi; eg get ekki tekið í hana.” Ralph sneri sér til móður sinnar, laut ofan að henni og ætlaði að kyssa hana að skilnaði. Andlit hennar var hvítt og rólegt. það hafði liðið yfir hana. Lávarð- urinn leit kalt og rólega á son sinn og sagði: “Farðu, láttu ekki móður þína sjá þig hér, er hún rankar við sér aftur.” Hann gleymdi aldrei þeim bænar- i augum, sem Ralph leit til hans, er hann sneri til dyranna og fór út úr herberg- inu. * Þegar lafði Cuming vaknaði til með- vitundar um það mótlæti, sem f jölskyld- an hafði orðið fyrir, var sonur hennar farinn í burtu. Enginn mundi hafa kall- að Cuming lávarð harðan né strangan, sem hefði séð hversu milt og viðkvæmt hann tók kouna sína í faðm sér; hún grét sárt, hann reyndi með ástaratlot- um og blíðmælum að fá hana til að verða rólega. Cuming lávarður gat ekki ímyndað sér að konan sín hefði þá von í hjarta sínu, að hann mundi einhvern tíma er frá liði, gefa eftir. Hún gat ekki hugsað til að elsku drengurinn sinn væri í burtu nokkra mánuði, hvað þá heldur ár. Hann varð að koma heim aftur, faðir hans va^iS að fyrirgefa honum. En Herbert lávarður var ósveigjanlegur, var ákveðinn í því að sjá son sinn aldrei framar. Enginn vissi hve lávarðurinn tók þetta nærri sér, og hversu mikið hann leið fyrir það; hann var, eins og Ethel Newton hafði sagt, of stoltur til að kasta mótlætinu utan á sig fyrir aðra til að horfa á. Hann borðaði með Etliel og móður hennar, og afsakaði fjarveru konunnar sinnar frá borðinu. Á son sinn mintist hann ekki. Eftir máltíðina lokaði hann sig inni í prívat herbergi sínu og sökti sér fan í hugsun um harma sína. Það var eitthvað einkennilegt um að vera á Elmwood. Hinn ungi erfingi var að búa sig til skjótrar brottfarar; það var verið. að pakka ofan í kassa og ferðakistur. Hann sagði ekki neitt um hvert hann ætlaði að fara. Þeir, ^sem hjálpuðu honum að pakka í kisturnar sögðu að, hann gengi í kring eins og í draumi. Hann tók hvorki hesta né þjóna með sér, ekki einu sinni sinn sérstaka, trúa þjón. Ethel Newton sat ein í gestastofunni, er Ralph kom inn til að kveðja hana. Hún var alveg veik út af því hvernig málalokin urðu við föður hans. Hún ætlaði að fara strax til Cumings lávarð- ar og reyna til að fá hann til að breyta skoðun sinni, en Ralph sagði henni að það væri þýðingar- og árangurslaust — hvorki bænir né beiðni breyta ákvörð- un hans. Þar sem Ralph stóð og horfði á hið fríða andlit Ethel, mintist hann þess er móðir hans hafði sagt honum, að Ethel tæki hann fram yfir alla aðra. Gat það verið mögulegt, að þessi tignarlega stúlka, með sinni alvarlegu og göfugu framkomu, elskaði hann? Hún tjáði honum hluttekningu sína og samhygð í sorg hans. Er hún talaði um móður hans, og sá að hann gat ekki varist þess að varir hans titruðu, komu tár fram í augu hennar. “Hvert hyggstu að fara, og hvað ætlarðu að gera?” spurði hún. “Fyrst fer eg til konunnar minnar,” svaraði hann, og svo förum við bæði til •útlanda. Vertu ekki svona sorgbitin mín vegna, Miss Newton — eg verð að gera úr þessu það bezta sem eg get. Ef við getum ekki lifað af þeim eignum, sem eg á, þá verð eg að vinna; eg þarf ekki nema fárra mánaða framhaldsnám til að verða fleygur og fær listamaður. Gleymdu ekki móður minni, Ethel; guð launar þér fyrir það.” Henni fanst hjarta sitt slá með meiri tilfinningu fyrir honum — svo ungur, svo hreinskilinn og svo hugaður.' Hún hafði mikla tilhneigingu til að segja hon- um hve mikið hún dáðist að honum hve gjarna að hún vildi hjálpa honuni, og að hún vildi vera vinur hans, meðan hún lifði. Miss Newton lét sjaldan und- an tilfinningum sínum; hún hafði tekið í hendina á honum og sagði: “Vertu sæll, Ralph — Guð veri með þér. Vertu hug- rakkur og stefnufastur, það er ekki ein dáð, sem gerir manninn að hetju. Sa maður, sem ekki lætur bugast í and- streymi lífsins, er stærsta hetjan.” Er Ralph nú yfirgaf sitt kæra heim- ili, þessa mildu og stjörnubjörtu nótt, vissi hann ekki að meðan móðir hans , lá og grét, eins og hjarta hennar ætlaði að springa, var annað frítt andlit baðað í tárum, sem frá annari hæð hallarinn- ar fylgdi honum með augunum, er hann fór burtu. Faðir hans, sem sat einsamall út af fyrir sig, hlustaði eftir hverri hreyf' ingu, og er hann heyrði hurðina lokast á eftir syni sínum, er hann fór út, skar það hann djúpt í hans blæðandi hjarta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.