Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.06.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. JÚNl, 1946 --------ILogbcrg — G«fiö tit hvern fimtudag: af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 .‘ ‘.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritst jórans: EDITOR LOGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbía Rress, Limited, 695 Sargent Aver ue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Fagurt æviátarf Hið fegursta §if öllu fögru á þessari fögru jörð, er fögur mannsævi—draum- ur guðs — sem blessar sjálfa sig og sam- ferðasveitina með fögrum og kærleiks- ríkum nytjaverkum; slík ævi er jafnan fórnfús og óeigingjörn. Einn þeirra samtíðarmanna vorra, er vegna mannástar sinnar og aðdáun- arverðrar kærleiksþjónustu í þágu lítil- magnans, hefir vakið á sér athygli vítt um lönd, er Albert Schweitzer, söng- fræðingur, guðfræðingur, læknir og rit- höfundur; hann er ættaður frá Elsass- fylkinu í Frakklandi, og lagði stund á læknisfræði með það fyrir augum, að koma til liðs við lítilmagnana, hina fá- kunnandi og þjáðu blökkumenn, er haf- ast við í nýlendum Frakka í Afríku; fólk þetta hafði svo að segja farið á mis við alla læknishjálp og var haldið hvers konar kvillum; vinir Alberts gerðu alt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að telja hann ofan af fyrirætlunum sínum, og kváðu hann bíða mundu bráðan bana innan um hinn blakka vesældarlýð, er grafinn væri sundur af smitnæmumi sjúkdómum; en hann lét engar slíkar fortölur á sig fá og kvaðst eiga heilagri köllun að gegna, er guð og lífið krefðist af sér að rækja; hann nam guðfræði í Strassburg; hann var í átta ár organisti við Bach-hljómsveitina í París og gegndi í tvö ár hliðstæðu starfi í Barcelona, en lauk embættisprófi í læknisfræði við Parísarháskóla; hann lagði einkum fyr- ir sig skurðlækningar og fékk brátt á sig mikinn orðstír í þeirri grein læknisvís- indanna. Árið 1913 lagði Albert Schweitzer leið sína til áminstra nýlendna í Afríku og kom á fót sjúkrahúsi í þorpinu Lam- barene, en gaf sig jafnframt við trúboði; meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð, létu frönsk stjórnarvöld taka þenna mikla mannvin fastan og töldu hann vera viðsjárverðan útlending; var þetta því furðulegra, sem vitað var að maður- inn var fæddur í frönsku fylki og hafði þegar samið allmargar bækur á franskri tungu; um fangavist sína var Albert læknir næsta fáorður, en víst er um það, að hún varð honum næsta þungbær, því þegar hann var látinn laus, var hann allmjög bilaður á heilsu ;•* áður en langt um leið náði Albert læknir sér það vel, að hann hóf fyrirlestraferðir vítt um Norðurálfuna, auk þess sem hann hélt organ-hljómleika í því augnamiði, að afla fjár handa sjúkrahúsi sínu í Afríku, sem bæði þurfti* að endurbæta og stækka; en er til Afríku kom á ný hafði sjúkrahús hans verið jafnað við jörðu, og var því eigi um annað að gera en byrja á nýjan leik; þess var heldur ekki langt að bíða, að nýtt og fullkomnara sjúkrahús risi upp af rústum hins fyrra og voru þar lærðar hjúkrunarkonur á- valt við hendi; vinsældir Alberts læknis meðal þeirra blökkumannasveita, er hann umgekst urðu slíkar, að fólkið skoðaði hann sem útvalinn sendiboða guðs og vildi alt að hans vilja gera. Árið 1934 flutti Albert læknir fyrir- lestra við Oxford-háskóla, er lutu að jafnrétti og mannúðarmálum, og áttu óvenjulegum vinsældum að fagna. Ýmsir háskólar sæmdu Albert lækni doktorsnafnbótum, og í Frankfurt voru honum veitt Goethe's verðlaunin fyrir langa og dygga þjónustu í þarfir mann- úðarinnar. Þessi göfugi og sérstæði maður, sem nú er 71 árs að aldri, er búsettur í Calmar í Elsass-fylki; hann er maður fríður sýnum og hetjulegur í framgöngu; á y»ngri árum hafði hann mikið, hrafnsvart hár, sem hefir nokkuð skift lit og tekið á sig silfurblæ. Víðkunnur, brezkur guðfræðingur, sem er gagnkunnugur Albert lækni, læt- ur svo um mælt, að hann hafi engum öðrum manni kynst, er minni sig jafn ljóslega á Krist. Albert læknir er ljúfur í viðmóti, einarðlegur á svip, og úr aug- « um hans skín starfsgleði hins sanna og hreinhjartaða umbótamanns; hann hef- ir verið kallaður rödd hrópandans í auðnum Afríku; hann varði beztu árum ævinnar til þess að bæta fyrir syndir hvítra manna gagnvart hinum blökku bræðrum þeirra; en þrátt fyrir öll hans mörgu og miklu mannúðarstörf og ó- mótmælanlega einlægni, hafa nokkrar þröngsýnar myglusálir amast við bók- um hans, svo sem “Quest of Historical Jesus,” og ‘‘Ethics and Civilization.” Hefir því verið borið við, að þessar bæk- ur skorti kjölfestu hefðbundins kenn- ingakerfis; hvílík fjarstæða slíkt er, kemur gleggst í ljós þá hugleidd er sú lífsspeki hans, sem felst í eftirgreind- um orðum hans sjálfs: “Hinn unaðslegi tilgangur lífsins er fólginn í því, að vér helgum lífið í óeigingjörnum kærleika því öllu, sem lifir og hrærist á þessari jörð.” Blaðamannaþing Síðari hluta vikunnar, sem leið, var háð hér í borginni hið árlega þing viku- blaðasambandsins í Manitoba; voru þar samankomnir flestir ritstjórar viku- blaðanna ásamt frúm sínum. Forsæti skipaði Mr. Marsh, ritstjóri og útgef- andi blaðsins Dauphin Herald; er hann ungur áhugamaður, sem veit hvað hann vill; langflestir ritstjóranna, sem til vikublaðasambandsins teljast, eru af engil-saxneskum stofni, þótt nokkurir að vísu séu af öðru sauðahúsi, eða öðr- um þjóðernislegum uppruna; allir eiga menn þessir, eins og gefur að skilja, ólík hugðarmál, þótt margt eigi þeir sameiginlegt, svo sem það að vanda blöð sín eftir föngum, og vinna að heill cana- disku þjóðarinnar; þarna ægir saman miðalda konservatívum, forhertum liberölum og háspenntum C.C.F.-sinn- um; á þingi sem þessu koma stjórnmál tæpast til greina, því mestum þingtím- anum er varið til íhugunar á hagsmuna- hlið blaðanna, hvernig auka megi út- breiðslu þeirra, bæta vélakost og afla blöðunum sem mestra tekna af auglýs- ingum; alt er þetta þarft, og verðskuld- ar fylztu athygli af hálfu útgefenda og ritstjóra, sem í mörgum tilfellum eru sömu mennirnir; á þingum þessum rík- ir jafnaðarlegast hollur eindrægnisandi, sem mikið má læra af; þarna eru í raun- inni allir eitt! Það er ósegjanlegt ánægjuefni, að endurnýja kunningsskap við stéttar- bræður sína á þessum þingum og skift- ast á við þá kveðjum. Fjögur verzlunarfélög höfðu blaða- menn og frúr þeirra í boði sínu að þessu sinni, og voru það heildsölu pappírsfé- lögin Clark Bros. Ltd., MidWest Paper Sales, Ltd., Brewery Products Corpora- tion og T. Eaton Company Limited. Skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. Mr. Norris, ritstjóri í bænum Elk- horn hér í fylkinu, var kosinn forseti á- minstra blaðasamtaka fyrir hið nýbyrj- aða starfsár. Tvenns konar afmæli Forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, á tvenns konar afmæli þessa dag- ana; hann er sjötíu og tveggja ára að aldri, og hefir gegnt stjórnarforustu með þjóð sinni í tuttugu ár; hefir hann með hinu síðarnefnda sett met, eigi að- eins í þessu landi, heldur og innan vé- banda brezka veldisins í heild. Mr. King nýtur enn ágætrar heilsu og lætur hvergi bilbug á sér finna, þótt hlaðinn sé störfum myrkranna á milli jafnt utan þings sem innan; það má til sanns vegar færa, að honum sleppi sjaldan verk úr hendi og að hann þá uni hag sínum bezt, er störfin hlaðast sem mest á hann. Mr. King er manna vitrastur og ras- ar eigi um ráð fram; hann er gæddur svo ákveðnum og traustum forustu- hæfileikum, að Liberal flokknum hefir aldrei komið til hugar að skipta um for- ingja á því langa og viðburðaríka tíma- bili, sem hann hefir veitt honum forustu. Mr. King er maður hollráður og grund- ar viðfangsefni jafnan í kjöl áður en hann fellir úrskurð; þetta gildir jafnt um umboðsstjórnina heima fyrir sem meðferð hinna vandasömustu utanrík- ismála. Mr. King hefir haft víðtæk áhrif á viðhorf heimsmálanna, auk þess sem það mun löngum í minni haft, hvert jafnvægi hann skapaði í canadisku þjóð- lífi meðan á síðustu alheimsstyrjöld Carl F. Frederickson 1886-1946 Þ^gar við hjónin fluttum á síðastliðnu hausti til hins nýja starfsviðs okkar í Vancouver, B. C., þá var það eitt meðal ann- ars, sérlega ánægjulegt að hitta fyrir ýmsa kunningja og sam- verkamenn frá fyrri árum. Með- al þeirra voru hjónin Matthildur og Carl Frederickson. Carl hafði eg þekt þegar hann var unglings drengur í Argyle-bygð. Er eg svo gerðist fyrst kennari og síð- ar prestur í Vatnabygðunum í Saskatchewan, hitti eg hann þar fyrir, ásamt með fólki hans. Og síðan átti eg öll starfsár mín þar, mikið og gott samstarf með þeim hjónum, og naut vináttu þeirra og góðsemi. Og nú er til Van- couver kom var af þeirra hálfu hinu sama að mæta: alúð, vin- semd og gestrisni. Reyndist sú vinsemd þeirra og annara góðra kunningja frá fyrri árum, okkur sérstaklega mikilvæg er við vor- um að hefja hér starfið og koma okkur fyrir í algerlega nýju um- ihverfi. Það var okkur líka mikil á- nægja að sjá hvað Carl var nú hress og frískur, þrátt fyrir þau veikindi er við vissum að hann hafði orðið að þola. Eins og fyr, var hann glaðvær og góðlyndur, félagslyntur og starfssamur í fél- agsmálum Islendinga hér. Fanst mér stundum að hann í því efni leggja of mikið á sig, af því eg vissi um hina takmörkuðu krafta. En áhuginn og viljinn var svo ótakmarkaður. Ekki hvað sízt tók hann mik- inn þátt í söng, bæði í söngflokk íslenzka lúterska safnaðarins, sem hann tilheyrði;í hinum al- menna íslenzka söngflokk hér þar sem hann skipaði forystu; og einnig í fleira sambandi. Dáð- umst við að því hvað hin fagra tenór-rodd hans var enn skær þrátt fyrir undangengna sjúk- dómsbaráttu. Með söng sínum og allri þátttöku í honum skemti hann sífelt öðrum og gladdi þá Og í söngnum fann hann líka sí- felt gleði og styrk. Mikið áhyggju- og sorgarefni varð það ástvinum hans og vin- um er heiisa hans alt í einu bilaði alvarlega í síðastliðnum febrúar- mánuði. Og svo varð það þá sorg- arefnið mesta, að þrátt fyrir hina beztu læknishjálp, og allar mögulegar tilraunir til að yfir- buga sjúkdóminn tókst það ekki; og hann andaðist á St. Pauls sjúkrahúsinu hér, laugardaginn 16. marz, eftir mánaðir sjúk- dómsstríð. 1 veikinda stríði hans nú eins og oft áður, og einnig er feigðin sveif að, var hin góða og trúlynda eiginkona hans hjá hon- um öllum stundum og bar dyggi- lega með honum þá sáru og þungu byrði er á hann hafði lagst. Carl Friðrik Frederickson fæddist í Argyle-bygð í Mani- toba 30. desember 1886. Foreldr- ar hans voru Tryggvi Frederick- son og Valgerður Jórísdóttir, (systir dr. B. B. Jónssonar og þeirra systkina). Hjá foreldrum sínum ólst Carl Stóð; um Mr. King má það réttilega segja, að hann sé maður þéttur á velli og þéttur í lund; maður, sem veit hvað hann vill og hop- ar ógjarna af hólmi þótt við ramman sé reip að draga.— upp til ársins 1905. Þá fluttist hann með þeim til Kandahar, Sask., og bjó þar með þeim til 1917. Arið 1917 giftist Carl eftirlif- andi eiginkonu sinni Matthildi Kristjánson, mágkonu dr. Rögn- valdar Péturssonar. Var hún hin mesta myndarkona, nýlega út- skrifuð af Manitoba-háskólanum, og um þær mundir við skóla- kenslu í Vatnabygðunum í Sask. Þau Matthildur og Carl bjuggu svo á búgarði hans við Kandahar, Sask., þar til árið 1936. Var heilsa hans þá mikið biluð, svo þau brugðu búi og fluttu til Van- counver, B.C., keyptu sér þar heimili og settust þar að. Áttu þau þar ávalt síðan heimili, þó þau um stundarsakir byggju í Winnipeg og Gimli. Auk eiginkonunnar lifa Carl fimm systkini: Björn og Sigrún (Mrs. B. Hjálmarson) í Regina, Sask., Ethel og Oddný (Mrs. Thos. Gorrick) í Saskatoon, Sask. og Björg í Ottawa, Canada. Eins og að hefir verið vikið, var Carl mesti sómamaður eins og hann átti kyn til, — ljúflyndur, góðgjarn og félagslyndur. Mátti segja að hann væri hvers manns hugljúfi. Hann var ágætur söng- maður, og tók mikinn og góðan þátt í söng þar sem hann var, jafnvel þó hann væri stundum svo óhraustur. Hjónaband Carls og Matthildar var hið ástúðleg- asta ávalt. Hún var honum hin sterkasta stoð bæði í starfi hans og sjúkdómserfiðleikum. Vin- sælda mikilla nutu þau bæði hvar sem þau dvöldu. Jarðarför Carls sál. fór fram miðvikudaginn 20. marz frá út- fararstofunni Simmons & Mc- Bride Ltd., á Broadway í Van- couver. Afar mikið fjölmenni fylgdi hinum látna til grafar. — Söngflokkarnir og fólkið sungu viðeigandi útfararsálma og Mrs. Thora Thorsteinson Smith söng tvo fagra sólósöngva af þeirri miklu list sem hún á yfir að ráða. Til hvíldar var Carl lagður í hinum undurfagra Forest Lawn i grafreit hér í borginni. Séra H. Sigmar jarðsöng. Guð blessi minningu hins látna góða manns, og guð leiði og styrki syrgjandi ástvini hans. H. Sigmar. Kjarnorkusprengjan og kritin trú Grein sú, sem hér jer á eftir, tíirtist í tímairitinu “Christian Century” eftir ritstjóra þess, Charles Clayton Morrison. Tíma- rit þetta er mjög þekkt og víð- lesið, og byggist útbreiðsla þess aðallega á greinum kristilegs efnis, eins og nafnið ber með sér. Grein þessi fjallar um við- ho rf kristins manns til þeirra ískyggilegu tíma, sem vér lifum á. Greinin er allmikið stytt, eins og hún birtist hér. Með kjarnorkusprengjunni hafa komið þau tímamót í lífi manna og þjóða, er munu leiða í ljós, hvort hin vísindalega þekking reynist til blessunar eða bölvunar fyrir mannkynið. Vís- indamönnunum, er sameiginlega framleiddu sprengjuna, stendur nú stuggur af því að hafa getað komizt fyrir leyndardóm kjarn- orkunnar. Þeir athuga eyðilegg- ingarmöguleika hennar með hinu alvarlegasta hugboði. Þessi að- staða ‘ vísindamannanna gagn- vart því, sem þeir hafa áorkað, er eitt af því athyglisverðasta við núverandi vandamál. Allur hinn vísindalegi heimur er nú mjög kvíðandi. Árangur- ,inn af aldagömlu vísindalegu starfi og striti hefir birzt í sprengju, sem allt mannkyn get- ur glatað sjálfu sér með. Og vísindamennirnir, er horfa með skelfingu fram á þann mögu- leika, sem þeir hafa opnað, ganga í fyrsta skiptið í sögunni, fram hjá sínum eigin verkahring og gerast prédikarar og stjórnmála- menn. Þeir boða hinn hræði- lega boðskap tortímingar, ef þjóðirnar ekki taki sinnaskiptum. Vísindin hafa loksins komizt rækilega að raun um þann sann- leika, að hin vísindalega þekk- ing er harla tvíeggjuð og getur orðið annað tveggja, til hinnar stærstu blessunar eða mesta böls, allt eftir hversu mennirnir beita henni. Með öðrum orðum: vís- indin eru ekki sá Messías, er á að frelsa heiminn, eins og reynt hafði verið að telja mörgum manninum trú um. Meistarar (Frh. á bls. 5) Útsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmundssi/n, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA AIR CADET WEEK "HELP DEVELOP THE CANADIAN CITIZENS OF TOMORROW . . . SUPPORT THE AIR CADET WORK TODAY" PLEASE send contributions to your local Air Cadei League Committee—or direct io the League's Provincial Headquarters, 616 Avenue Building. Winnipeg. This advertisement sponsored by THE DREWRY'S LTD. ■IHHI!!IHIIIIHillimimilHIII«IIIHIHI!IH!IIHIIIIHilimilllHIIIIHIIIIHIII!mm!!IIHIinHIIII VEXINA ferskara brauðs á morgun KAUPIÐ Cream Scone Loaf ( DAC Biðjið kaupmanninn um það með nafni. Canada Bread Co., Ltd. Sími 37 144 Winnipeg FRANK HANNIBAL, forstjóri IHllHllliHIII BIIIIBIIIiHllnlillllHlillBiiliH,: ■li!lB!!liH1|iiH,,.■!>:,Blir|, ■ I ■ ■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.