Lögberg - 04.07.1946, Page 1
PlioiNl! 21 374
, uWiot^
„n, ggí>
A Coraplete
Cleaning
Institution
PIIONE 21 374
v>".í*
arv<i
TÆ«n'ler " A Coti iplete
Cl«udnc
Institution
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946
NÚMER 27
KVEÐJA
FRÁ ÍSLANDI
Flutt af dr. Richard Beck,
vararœðismanni íslands í
Norður Dakota, á íslend-
ingadegi að Mountain, 17.
júní 1946.
Rétt fyrir helgina barst mér
svohljóðandi símskeyti frá for-
sætisráðherra íslends:
“Gjörðu svo vel að bera ís-
lendingum og öllum gestum á
samkomu þjóðræknisdeildarinn-
ar í Norður Dakota hinn 17. júní
hugheilar kveðjur íslenzku þjóð-
arinnar, sem á hátíðum sínum
jafnframt minnist bræðra og
systra vestan hafs með hlýhug
og þakklæti.”
Þessi drengilega kvgðja hæzt-
virts forsætisráðherra íslands,
herra Ólafs Thors. ber fagurt
vitni þeim djúpstæða og einlæga
hlýhug, sem heimaþjóðin ber í
brjósti til vor Islendinga hérna
megin hafsins. Um það get eg
borið af eigin reynd. Aldrei
gleymist mér, hversu frábær-
lega vel þúsundir á Þingvöllum,
á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944,
tóku kveðjunum frá oss íslend
ingum hér vestan hafs. Og sömu
ágætu viðtökunum áttu kveðj-
urnar héðan að fagna alstaðar á
landinu. Það er enn í dag hverju
orði sannara, sem Guðmundur
skáld Guðmundsson sagði í kvæði
til Vestur-íslendinga fyrir mörg
um árum síðan:
Jeg veit, að yður sérhver íslenzk
sál
í samúð óskar gæfu, Ijóss og
friðar.
Ættþjóð vor minnist með þakk
læti og virðingu hinna mörgu
íslenzku landnámsmanna og
kvenna, sem borið hafa merki
íslenzks manndóms fram til sig-
uþs í nýbyggðunum hérlendis
og lagt grundvöllinn að félags-
legri og menningarlegri starf-
semi vorri. í jafn þakklátum
huga geymir hún nöfn þeirra
allra, sem einhver sérstök afrek
hafa unnið, í bókmentum, vís-
indum, listum eða éu öðrum at
hafnasviðum, og með þeim hætti
varpað ljóma unninna dáða á
ættstofn sinn og ættarland. Sómi
vor er sómi hennar, og hún fagn-
ar heilhuga yfir því. hversu gott
álit Íslendingar í Vesturheimi
hafa almennt áunnið sér sem
nýtir og hollir þegnar síns nýja
fósturlands.
Með vaxandi athygli og áhuga
fylgist stofnþjóð vor, forráða
menn hennar og almenningur
með þjóðræknisviðleitni vorri
hér í landi, og hafa sýnt það
verki með mörgum hætti. ís
lendingum heima fyrir, eigi síður
en oss, er það hugstætt áhuga
og alvörumál, að frændsemis
böndin og menningarleg sam
skipti milli þeirra og vor megi
verða sem fjölþættust og varan-
legust, að handtak íslenzkra
bræðra og systra haldi áfram að
brúa hið breiða djúp, og loftin
blá, sem nú eru orðin stysta og
greiðfarnasta leiðin milli heims
álfanna. Landar vorir heima
fyrir vilja láta reynast sannmæli
FRÉTTIR NORÐAN
ÚR ÓBYGGÐUM
Svo nefni eg landið “Norður
af The Pas,’ því þar finnast
hvergi búlönd, hvorki fyrir
kvikfjárrækt né akuryrkju,
grashagar örlitlir, en alt landið
fullt af vötnum og veisum, og
>urlendið allt þakið skógi; ber-
ar klappir sumstaðar á hæðun-
um, og brattir klettar á milli,
alveg eins og Isöldin hefði urg-
að það allt fyrir þúsund árum
síðan.
Talsvert er þó af hreindýra
mosa norður þar, og miklar
hjarðir af cariboo dýrum, sem
eru á stærð við hreindýr; einn-
er þar mikið af hinum stóru
moose-dýrum, og hjörtum.
Hvítfiskur og silungur er þar
hverju vatni, svo veiðimenn
>urfa hvergi að svelta, ef þeir
annars kunna að fLska og skjóta,
sem er lífs-skilyrði veiðimanna.
En mesta arðsemin er þó í loð-
dýra veiðinni, “grávörum,” sem
frá alda öðli hefir verið eftir-
sótt stáss.
Aðalsmenn, og auðmenn sækja
fast að klæðast hinum fágæt-
asta safala, og engin frú þykist
geta horft hvössum augum á
herra sinn, nema hún sé í góðum
gráfeldi og með mjúkan mel-
rakka belg um hálsinn.
Nú í nokkur ár, eru loðdýra-
föt í tízku í heiminum, og því
ránsverð á allri grávöru; til
dæmis er nú skinn af fullorðn-
um Beaver (bjór) $85.00, og
muskrotta $5.00, og hefi eg ekki
heyrt að slíkt verðlag hafi nokk-
urntíma átt sér stað í þessari
álfu heimsins, en líklegt þó, að
það haldist alllengi enn.
Alstaðar eru Iníánar norður
þar, við veiðivötnin, með fulla
vasa af peningum, nú í ár, og
vel ánægðir með lífið; þeir gátu
dálíttð talað ensku, og hissa voru
þeir yfir að fólk skyldi vera að
berast á banaspjótum í heim-
inum, meðan svona lætur vel í
ári hjá þeim.
Á járnbrautarstöðinni Thick-
et-Portage, á Hudsonsflóa braut-
inni, settust að nokkrir hvítir
menn, flest Islendingar frá Man-
itobavatni, og stunda þar bæði
fiskiveiðar, dýraveiðar, skógar-
högg, og verzlun, og brátt sett-
ust þar að nokkrar Indíána fjöl-
skyldur. Svo þar er bæði Barna-
skóli, og 2 kirkjur og von á
þeirri þriðju bráðum.
Tíðarfar er er mikið kaldara
þar en hér suðurfrá. Eg kom
ekki norður til Thicket Portage
fyr en í febrúar næstl., en hygg
þó að frost sé nálægt 12 stigum
meira þar en í Winnipeg, sam-
kvæmt radio skeytum.
íslendingar virtust una sér all-
vel þarna, voru glaðir og reifir,
og kvörtuðu ekki um kuldann,
og er þar þó stundum svalt á
seltu á fiskiveiðum, en of kalt
fyrir kvef, og krankleika.
Einn íslendingur kvadii þó
heiminn þar, án þess að dragast
upp í pest; hann hét
Siggeir Torfason, vel gerður
maður, ættaður úr Reykjavík,
og kominn að heiman fyrir
nokkrum árum; giftur var hann
>ar, og lætur eftir sig laglegann
son. Islendingar söknuðu hans.
Nú hafa þeir Freeman &
Johnson selt verzlun sína við
Thicket Portage, og Kári Balvins-
son keypt hana, og tekur við
henni 1. júlí; hann hefir fleiri
ismáverzlanir norðurfrá, 300
mílur lengra norður á H. B.
brautinni er þorpið Ilford, þar
hafa tekið bólfestu tveir synir
Jóns Líndals, Ólafur og Duke.
Þeir stunda verzlun og veiðiskap.
270 mílur þar suður af er gull-
náman kend við Lýman Lake,
þar er verið að byggja mikla
gróttu,” sem þeir voru að
flytja efni til, synir skúla Sig-
fússonar, Sveinn og Skúli, Fred
Þorkelson og Björn Baldvins-
son næstliðinn vetur.
Aðra gullnámu er verið að
opna austur af Sheridan 50 míl-
ur, en 80 mílur norður af Wa-
bowden; sú er kend við “Snow
Lake.” Við báðar þessar námur
er mikil vinna nú strax, svo það
er óþarfi fyrir hrausta íslend-
inga að kvíða atvinnuleysi í ár.
Eitt snjallræði hefir Manitoba-
stjórnin gjört norðurfrá, það er
að mæla veiðilöndin út í 20
mílna langar og nálægt 10 mílna
breiðar spildur, sem hún svo
leigir til veiðimanna og skuld-
bindur þá að hirða, og verja,
einnig er þeim bannað að drepa
meira en einn beaver úr hverju
beaver-húsi á einu ári, sem bor-
ið hefir þann árangur, að þeim
hefir fjölgað stórkostlega. Einn
veiðimaður tjáði mér að hann
hefði 70 Beaverbú á sinni veiði
stöð.
Þessi beavieiþbúskapur hefSr
því gefist vel, og getur orðið
arðsamur, því hann fæðir sig
sjálfur, kjöt hans er gott til
neyzlu, en skinnið afar verðmætt.
—Ritað 1. júní 1946.
S. Baldvinson.
sem lengst þjóðræknishugsjón
skáldsins á Víðivöllum við ís-
lendingafljót:
Stetrkar greinar haldist fast í
hendur,
handabandi saman tengi
strendur.
Upp úr jarðvegi peirrar rækt-
arsemi heimaþjóðarinnar í vorn
garð er sprottinn hlýhugurinn í
virðulegri kveðju forsætisráð-
herra íslands til þessarar sam-
komu, og í þeim anda flyt eg
yður öllum kærar kveðjur og
blessunaróskir bræðra og systra
heima á ættjörðinni. Eg er þess
fullviss, að þær kveðjur finna
bergmál í hugum yðar allra.
nt urumuzfa.
iiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiifflii
ATVIKAVlSUR
ANDVAKA
Þó eg hafi um gleði grun,
girtur nætur serki;
það er aðeins upphrópun!—
andvökunnar merki.
í GREMJU
Sannleik týna sumir menn,
sízt þar skína bætur;
perlum sínum ýta enn
undir svína fætur.
FEIGÐ
Andans ríki á ótal stig,
eitt þér vil eg segja:
Ef þú svíkur sjálfan þig,
sál þín er að deyja!
Mis-sögn illa ýmsum fer,
eyrum samkvæmt mínum;
ljúg þó sízt að sjálfum þér
sannleikanum þínum.
iiiiiiiiiiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiHiinmiiimiiiiiiiiwimw^
UUmillUIIIIUmillllllUUllllllllUlllUIHIHUIlllUIHIIIIIllllllllllUIIHIIIIIUIHIIHIIIIIHllHUllimillHIIIHtf
Nýjustu fréttir
Svo mátti segja, að heimurinn
stæði á öndinni síðastliðinn
sunnudag vegna þess að þá átti
að fara fram við Bikini-ey í
Kyrrahafinu atómsprengjuárás á
sjötíu og þrjú aflóga, amerísk
herskip, en með þessu átti að
færa alþjóð manna heim sann-
inn um það, að atómsprengjan
væri eins konar Surtarlogi, er
brendi upp allan hnöttinn; en
hvernig svo sem öllum undir-
búningi og aðstæðum var háttað
urðu leikslok þau, að einungis
tveimur af hinum áminstu her-
skipum var sökt, en tíu löskuð-
ust meira og minna; eldtungurn-
ar náðu um 50,000 fet í loft upp,
að því er nærstaddir vísinda-
menn herma; ekkert af þessu,
sem þarna fór fram. var nándar-
nærri eins geigvænlegt og fólk
hafði gert sér í hugarlund; jörð-
in hvorki skalf, né heldur klofn-
uðu björgin; margt af því, sem
gerðist á stöðvum þessum er
hernaðarlegt leyndarmál, og er
mannkynið því litlu nær um tor-
tímingarmagn atómsprengjunn-
ar, en það áður var.
* * *
Við aukakosninguna, sem fram
fór í Morse kjördæminu þann
27. júní, s.l. til fylkisþingsins í
Saskatchewan fóru leikar þann-
ig að frambjóðandi C.C.F. flokks-
ins gekk sigrandi af hólmi með
allálitlegum meirihluta; næstur
honum að atkvæðamagni varð
>ingmannsefni Liberala, en for-
ingi íhaldsmanna, Mr. Ramsay
frá Saskatoon ,er leitaði kosn-
ingar í áminstu kjördæmi, tap-
aði tryggingarfé sínu.
* * *
Það er síður en svo að ástand-
ið í Landinu helga fari batnandi;
má svo segja að enn logi þar alt
eldi og brennisteini; brezk
hernaðarvöld hafa nýverið tekið
3,000, Gyðinga fasta, en alt kem-
ur samt sem áður fyrir ekki, og
oendir nú flest til þess, að til
raunverulegs borgarastríðs geti
>á og þegar komið í landinu.
* * *
Á fimtudaginn þann 27. júní
síðastliðinn, lagði fjármálaráð-
herrann, Mr. Ilsley, fram fjár
lagafrumvarp sitt í sambands-
þinginu fyrir tímahilið 1946
1947, og flutti við það tækifæri
hálfs þriðja klukkutíma ræðu;
fjármagn það, sem hann kvaðst
þurfa að ráða ^fir til stjórnar
starfrækslunnar og greiðslu
vaxta, nemur þremur og hálfri
biljón dala.
Nokkurar breytingar eru fyrir
hugaðar á persónulegum tekju-
skatti, er ganga í gildi 1. janúar
1947; verða eftir þann tíma ein
hleypir með $750 tekjur og
kvæntir menn með $1500 tekjur
undanþegnir áminstum skatti
bændum og fiskimönnum verð
ur heimilað að dreifa tekju
skattsgreiðslu sinni yfir þriggj
ára tímabil. íhaldsmenn á þingi
tjást óánægðir yfir því, að á
minstar tekjuskattsbreytingar
skuli ekki ganga nú þegar í gildi
* * *
U tanríkisráðherraf undinum
París er enn eigi lokið, og virðist
samkomulagið upp á síðkastið
hafa fremur farið batnandi en
hitt; meðal annars hefir sam-
komulag náðst um, samkvæmt
uppástungu franska utanríkis-
ráðherrans, að hafnarborginni
Triest við Adriahafið, skuli um
næstkomandi tíu ár verða stjórn-
að af sérstakri nefnd úr hópi
hinna sameinuðu þjóða.
VEITT MAKLEC SÆMD
Garnet Coulter
Borgarstjórinn í Winnipeg, Mr.
Garnet Coulter, hefir verið kjör-
inn forseti borgarstjóra sam-
bandsins í Canada; þetta gerðist
á-fundi, sem haldinn var nýlega
í Vancouver; heTir Mr. Coulter
með þessu fallið makleg sæmd í
skaut, því hann er um alt hinn
ágætasti maður.
AFSTAÐAN TIL
KRISTS
ÍPrédikun flutt í Hallgrímssókn
3. sunnudag í föstu,
24. marz 1946).
Lúk. 11: 14-28.
C A R L F.
FREDERICKSON
Fæddur 1886 — Dáinn 1946
Þegar örlög þín
í upphafi spunnu
öfl þau hin leyndu
sem alt mun hlýða,
runnu í þráðinn
þættir duldir
sárra sjúkdóms rauna.
Runnu jafnt í þráðinn
rauna bætur:
hlý og vintrygg lund
og listrænn andi;
—samfylgt ástvinar
sí-starfandi
þér til hags og heilla.
Aðdáun vakti,
ást og gleði,
staðfast viðnám þitt
í stormum lífsins.
— Þakkar fjölmennt lið
frænda og vina
hefðar og hetju dæmi.
Hér er söknuður
sælu blandinn.
—Ljómar langþreyður
lausnar dagur.
—Opnast æðra svið
og ástvinir horfnir
fagna frelsi þínu.
Allmargir hafa óskað þess, að
ðftirfarandi ræða Sigurbjöms
Einarssonar, dócents, birtist ein-
hversstaðar í blöðum. Kaupend-
ur Einingarinnar hafa einnig
komið þessari ósk á framfæri
við ritstj. blaðsins. Hefur því
séra SigurbjÁrn Einarsson látið
blaðinu ræðuna góðfúslega í eé.
Sé vel að gáð, mun það sann-
ast, að þeir menn hafa unnið
öindindismálinu mest gagn fyr
og síðar, sem byggt hafa allt
ífsviðhorf sitt og starf á siðgæð-
isgrundvelli kristninnars á
bræðralagshugsjóninni, á grund-
velli föðurhugtaksins, á kenn-
ingunni um fórnfýsina, þjónustu-
viljann, Kristlundina, hreinleik,
sannleika og réttlæti, kærleika,
von og trú, þar sem hver og einn
réttir bróðurhönd til stuðnings
og ber ábyrgð á velfarnaði ná-
ungans. Á slíkum■ grundvelli
þarf að byggja allt siðbótastarf,
ef það á að bera góðan árangur
og verða mannkyni til varan-
legrar blessunar
—Ritstj.
Hvar sem harmþreyttur
hugur geymir
örugga von
um endurfundi,
þar eru sólmyrkvar
sorgar og dauða
ræntir regin tökum.
—Jákobína Johnson.
Seattle, í maí, 1946.
í guðspjallinu er lýst þrenns
konar afstöðu til Jesú, bent á
þrjá flokka manna. Fyrstir —
og líklega fjölmennastir — eru
skeytingarleysingjarnir. Þeir
undrast, verða snortnir í svip,
dást að honum í bili, viðurkenna
hann í orði, a. m. k. þessa stund-
ina, sem almannarómuirinn er
honum hhðhollur, en þeir ljá
honum aldrei neitt lið, sem gagn
er í, skipa sér aldrei í hans flokk.
Þá eru næstir andlegir lausingj-
ar, sem eru sífellt á hnotskóg
eftir einhverju furðulegu og
(Frh. á bls. 8)
iiiiiiiniiiiiiiiHHiiiiiimiiHiiiiiiiTiiiiiiiiiiiiiHnmiiiiiiiiiiiniiiiiiiHiiiiiiiiiiiniiiiiii’miiiiiiiiffliiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiHBHniiiiHiiiimiiiiiHiiniiiiiniiiniiHiiiniiiniiimiiinwiiWWtBWiBWiiPWM—i
UlllinilllllHinillHIHHHIIIIIIHHHIIIIIIIHIHIIIIIIIHHHIIIIinHIHHHIIIHHHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHiailllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIHIlHHIUIIIIIIHUIHIIHHIIinillllinHlimM
TRIBUTE TO OUR HEROIC DEAD
By Richard Beck
Nobly you died that we might live and breathe
The air of freedom without which our life
Is worse than death. — Of tender words a wreath
We offer you, who bore the cruel strife.
Humbly, in gratitude we raise our song
And bless your name, wherever you may sleep,
In lands beyond the tumult and the throng
Of busy streets, or in the silent deep.
Proudly, the stars which grace our banner gleam
And write in gold your deeds and cherished name.
Your spirit lives in mankind’s noblest dream
Of peace on earth — an ever-shining flame.
(Kvæði þetta hefir þegar birtst á ýmsum stöðum,
meðal annars í “Grand Forks Herald” og sunnudags-
útgáfu “Minneapolis Tribune”).