Lögberg - 04.07.1946, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946
SKALDKONAN
A KYRRAHAFSSTRÖND
“Eg er aldrei eins viss am það
og nú, að Itfið heldur áfram”
“Það er illa farið, þegar uppi-
staða bókmenntanna er gjörð
úr því, sem verst er í fari
manna”
Úti við Kyrrahafsströnd, í
sjö hœða borginni Seattlex í
stóru hvítu húsi, við friðsæl
gatnamót, þar á hún heima,
skáldkonan, sem þekkist, hvar
sem hún er nefnd, konan, sem
aldrei yrkir nema til þess að
gefa öðrum það, sem fagurt er
og gott, hún sem kvað:
“Sá eg svani fljúga.”
— Sá eg hvíta breiðu
líða hægt um heiða-vatnsins flöt.
Beið eg hljóð og hrifin. —
Hér mun óskin rætast,
sú, er var mér sælust farar-hvöt.
HEIMILIÐ
5. jan. s. 1. kom eg á heimili
skáldkonunnar, frú Jakobínu
Johnson, og manns hennar ísaks
Jónssonar trésmíðameistara. —
Húsið við gatnamótin fann eg
fljótt. Það var svo hvítt og stórt.
Þegar eg hringdi dyrabjöllunni,
kom frúin til dyra. Inni var afar
stór stofa og í öðrum enda mik-
ill arinn. Málverk og fagrir hús-
munir prýddu hvert sem litið
var. Á veggjum og hillum voru
myndir af vinahóp skáldkon-
unnar. Kannaðist eg þar við hjón-
in, Þór Guðjónsson og frú Elsu,
sem stunduðu háskólanám í Se-
attle.
Upp úr stofunni lá stigi, og
þar tók við annað herbergi miklu
minna.
Hér er nú aðallega mín vist-
arvera, þegar eg vinn að mín-
um hugðarmálum, sagði hún, er
við vorum komin þar upp. Og
hvað var þar að sjá? Bækur,
stóran bókaskáp. Þetta voru
bækur um íslenzk efni. Þarna
voru Þjóðsögurnar, Islendinga-
sögurnar, Flateyjarbók og skáld-
rit íslenzkra rithöfunda.
Á veggjum voru málverk. Þar
var “Ásbyrgi” eftir Jakob Haf-
stein, og Hólmavað í Aðaldal,
málað af Jóhanni Björnssyni á
Húsavík.
“Þar er ek fædd, á Hólmavaði,”
sagði frú Jakobína. “Bjuggu þar
foreldrar mínir, hjónin Sigur-
björn Jóhannsson Ásgrímsson-
ar og María Jónsdóttír Halldórs-
sonar. Bjuggu þau þar aðeins á
hálfri jörðinni.”
í VESTURVEG
Skáldkonan hafði setzt and-
spænis mér, og gat eg nú virt
hana fyrir mér. Hún virtist
frekar lágvaxin, klædd í bláleit-
an kjól, með silfurgrátt hár, sem
fór henni mjög vel. Svipurinn
lýsti vel sál hennar. Hann var
svo góðlegur, kærleksríkur og
athugull. Augun voru stór og
gáfuleg. Það var sem þau þau
myndu sjá það, sem augu al-
mennt ekki sjá. Hún sat á lág-
um stóli og hafði stóran vaðsekk
við hlið sér á gólfinu. “Hvað var
í sekknum?” Eg spurði aðeins
sjálfan mig, hitt var ekki sæm-
andi, að grípa fram í fyrir skáld-
konunni:
“Það var árið 1889, sem stór
hópur fór vestur. Var eg ein í
þeim hópi. Eg fór beina leið til
Argyle. Þangað voru komnir
nokkrir Þingeyingar og risin dá-
lítil byggð. 1 Winnipeg gekk eg
á skóla og vann þá algjörlega
fyrir mér um leið.
Hvað var í sekknum?
“Einhvern veginn atvijcaðist
það, þegar hingað kom, að eg var
fengin til þess að heimsækja ýms
félög til þess að tala um Island
og önnur hugðarefni mín eftir
því sem á stóð.”
“Hvað hefir þú heimsótt mörg
félög að jafnaði á ári hverju?”
“Félögin hafa verið um 30 ár-
lega, þar sem eg hefi flutt fyrir-
lestra og lesið upp. Eitt árið man
eg, að félögin voru komin upp
í 70, en það voru, sem sagt, meira
en helmingi fleiri félög en eg er
vön að heimsækja.
Þegar eg fer í eitthvert félagið,
hefi eg venjulega þessa tösku
meðferðis,” sagði hún og benti
á vaðsekkinn. “þú hefðir e. t. v.
gaman af að sjá, hvað eg geymi
þar.” Eg var ekki seinn að játa
það.
Þarna sá eg það merkilegasta
safn íslenzkra hannyrða. Upp
úr vaðsekknum tók skáldkonan
dýrindis herðasjöl í mórauðum
og hvítum litum, skrautlega
prjónaða rósavetlinga, fíngerða
þel í eðlilegum litum og margt
fleira af því tagi.
“Þetta sýni eg um leið og eg
tala irm Island í félögunum. Mest
af þessum hannyrðum hefi eg
hlotið að gjöf frá vinum mínum.
Vekur þessi íslenzki heimilisiðn-
aður mjög mikla athygli. Mörg
konan á sízt von á því að sjá
slíkt koma frá “kalda landinu.”
Finn eg, að sýning slíkra muna
er góð kynning á íslandi.”
Yrkir við morgunverkin.
Frú Jakobína Johnson er sjö
bama móðir. Hún hefir haft
stórt heimili að sjá um. Hús
störfin vann hún sjálf. Hvenær
var þá tími til að semja erind-
in, yrkja kvæðin og þýða bæði
bundið og óbundið mál úr Is-
lenzku á ensku?
“Þér þykir það e. t. v. ein-
kennilegt, en eg yrki um leið og
eg vinn heimilisstörfin. Hend-
ur mínar kunna verkin sín, þó
að hugurinn sé að fást við þýð-
ingar eða ný kvæði.”
“Hvenær yrkir þú helzt?”
“Á morgnana.”
“Hvaða yrkisefni eru þér hug-
ljúfust?”
“Eg laðast að því, sem er gott
og fagurt í mannheimi, en forð-
ast hitt, sem er þar ljótt, og vil
ekki láta hugann dvelja við það.
Eg get ekki skilið að það sé æski-
legt á nokkurn hátt, að draga
fram í bókmenntirnar það sem
verst er í fari voru. Bókmenntir
vorar verða að eiga afl til að
stappa stálinu í þjóðina, þegar
á reynir, líkt og íslendingasög-
urnar gerðu, þegar þjóðin var í
raunum stödd.”
Það lifir sem bezt er.
Við fórum að tala um trúmál.
“Mér finnst eg eiga djúpa trú-
artilfinningu,” sagði hún. “Og
að síðasta talan sem eg tel, verð-
ur trú mín á sigur hins góða,”
eins og eg kemst að orði í kvæð-
inu: Milli svefns og vöku.
“Eg er aldrei eins viss um það
og nú, að lífið heldur áfram. Eg
veit, að það er sannleikur í orð-
um Stepháns G. Stephánssonar,
sem haiín segir í “Kvöldkvæð-
inu,” að það lifði, sem bezt væri
í sálu manns sjálfs, og sólskinið
yrði þá til.
Þýðingar.
Árið 1907 fluttist eg vestur að
hafi. Hér í Seottle hefi eg verið
síðustu 36 árin.
Merkilegt er að kynnast því,
sem frú Jakobína Johnson hefir
gert til þess að kynna land vort
ERFÐASKRÁ
Málari, sem tók að sér akkorðs-
vinnu á að mála, dó nýlega og lét
eftir sig eftirfylgjandi erfðaskrá:
Eg eftirlæt ekkju minni full-
vissuna um það, að eg var ekki
eins mikill asni og hún áleit að
eg væri, eins og að bankareikn-
ingur minn sannar einnig.
Syni mínum eftirlæt eg á-
nægjuna af að vinna fyrir sér
með málarabustanum. I þrjátíu
ár stóð hann í þeirri meiningu að
eg ætti einn yfir ánægju þeirri
að ráða. Hann á eftir að reka
sig á sinn eiginn misskilning.
Dóttur minni gef eg $50,000.00.
Hún þarf á þeim að halda. Það
eina, sem eg veit til að maður
hennar hafi gjört af viti, var að
giftast henni.
Viðgerðamanninum í bílahús-
inu gef eg vörubíl minn. Hann
komst langt með að gjöra hann
óbrúklegan á meðan eg lifði, svo
eg vil að hann hafi ánægjuna af
að gjöra hann alveg ónýtan.
Félaga mínum gef eg þá ráð-
legging, að hann verði sér úti um
annan glöggskygnan félaga, ef
að hann vill nokkuð hagnast á
iðnaði sínum.
og þjóð. Eitt hið nýjasta á því
sviði, sem skáldkonan hefir gert,
er að þýða kvæðin: Bí, bí og
blaka, og Stóð eg úti í tungls-
ljósi. Hafa þessi kvæði komið
út í söngbók, sem ætluð er öll-
um barnaskólum í Bandaríkjun-
um. En það eru aðeins tvö af
70 til 80 kvæðum sem frú Jak-
obína hefir þýtt á enska tungu.
Þá hefir frúin einnig þýtt leik-
ritin: Nýársnóttin, Lénharður
fógeti og Galdra-Loftur sem
birtist í þýðingu hennar í mjög
frægu tímariti, “Poet Lore World
Literature and Drama.” Er það
talinn mikill heiður, að fá skóld-
verk birt í því riti.
Ummæli ritstjórans.
Fyrir skömmu komst ritstjóri
við eitt af aðalblöðum Seattle
svo að orði í blaði sínu:
“Eg hygg, að hér í Seattle sé
meiri skilningur og þekking á
Islandi en í nokkurri annari
borg/í Bandaríkjunum.” (Seattle
Times).
íslendingar er heima eiga í
Seattle hafa án efa hjálpazt að
því að skapa þann skilning og þá
þekkingu á landi voru og þjóð.
En hitt er einnig víst, að frú Jak-
obína Johnson á mestan þátt í
að hafa kynnt ísland á þann hátt
sem ritstjórinn talar ura.
“Svanirnir.”
Líklega er eg nú farinn að tala
af mér, því að ef eg man rétt,
sagði skáldkonan, að eg skyldi
ekki vera að þafa neitt “hrós”
um sig í blöðunum. En frúin
verður að afsaka það, því að
þar sem eg byrjaði þessa grein,
þá verð eg líka að enda hana. Og
hverjum skyldi hrósað ef ekki
þeim sem hægt er að hrósa að
verðleikum? Hverju skyldi
haldið á lofti, ef ekki því, sem
er göfugt og gott?
“Eg vil ekki láta sjást neitt
eftir mig, sem ljótt er,” sagði
skáldkonan aftur og aftur. Þess
vegna er hugur hennar líka hlýr
og hreinn. Þess vegna sendir
hún í bundnu máli hugsanir sín-
ar fagrar og hvítar sem svani á
flugi og segir:
Vestrið allt í leiftri — og laga—
og glóð.
Léttur bjarmi á haffleti, — sól-
setursljóð.
Með fagra mynd í huga eg friðar
öllu bið,
fel mig síðan draumi, þar sem
austrið blasir við,
— því til morgunroðans vil eg
vakna.
P.
— KirkjublaðiS.
W. J. LINDAL:
(Onnur grein)
Canadiskir borgarar undir
nýju lögunum
Canadiskir borgarar sam-
kvæmt nýju lögunum, greinast í
þrjár deildir: innfædda, þá sem
verða canadiskir borgarar, er
lögin ganga í gildi, og þá sem
verða canadiskir borgarar með
því að biðja um borgararéttindi
(borgarabréf).
Þó lögin hafi verið samþykt í
báðum dleildum Canada-þings-
ins, öðlast þau ekki lagalegt gildi
fyr en þann dag sem stjórnin
ákveður og auglýsir.
Tvær velþektar lagareglur um
þjóðerni, eru nú í fyrsta sinn,
með þessum lögum innleiddar í
Canada — báðar nauðsynlegar,
þar eð Canada hefir nú sitt eigið
þjóðerni. Það er lagaleg grund-
vallarregla, að sá sem er fæddur
á skipi, sé álitinn sem fæddur í
því landi, undir hvers flaggi að
skipið siglir. Börn, sem fædd eru
utanlands, eiga þjóðerni föður
síns. I slíkum tilfellum getur
það land, þar sem þau eru fædd,
krafist þeirra sem sinna borgara.
Áður en nánari grein er gerð
fyrir hinum þremur deildum
canadiskra borgara, þarf að geta
um fjögur ákvæði í lögunum. Sá
sem er fæddur á canadisku skipi,
er innfæddur Canada borgari. Ó-
skilgetið barn á þjóðerni móður
sinnar. Hvert yfirgefið og um-
önnunarlaust barn sem finst í
Canada, er álitið að vera fætt í
Canada. Barn, sem fæðist eftir
lát föður síns, er álitið að hafa
fæðst áður en faðir þess dó.
Innfæddir borgarar.
Lögin skifta innfæddum borg-
urum í tvo flokka; þá sem inn-
fæddir eru áður, og þá sem fædd-
ir eru eftir að lögin ganga í gildi.
Það var nauðsynlegt vegna ó-
samræmis í eldri lögunum.
Sá, sem er fæddur áður en lög-
in öðlast gildi er innfæddur
Canada borgari:
a) ef hann var fæddur utan
Canada, en faðir hans var
fæddur í Canada, og var
ekki útlendingur er barnið
fæddist, eða var þá brezkur
þegn til heimilis í Canada,
og ef, þegar lögin öðlast
gildi, hann sjálfur hafi ekki
gerst útlendingur, og eigi
annaðhvort lögum sam-
kvæmt heima í Canada
eða, ef hann dvelur ann-
arstaðar, er hann ómynd-
ugur.
Sá er fæðist eftir að lög-
in ganga í gildi, er infædd-
ur Canadiskur borgari:
a) ef hann er fæddur í Can-
ada;
b) ef hann er fæddur utan
Canada, og faðir barnsins,
þegar það fæddist, er Can-
adiskur borgari, og . bams
fæðingin skrásett hjá ræð-
ismanni brezka ríkja sam-
bandsins, eða hjá ríkisrit-
aranum, innan tveggja ára
eftir fæðinguna, nema tím-
inn sé framlengdur eins og
lög mæla fyrir.
Flest lönd krefjast sem sína
þegna alla þá sem fæðast í þeirra
landi. Til þess að koma í veg
fyrir, að því leiti sem hægt er,
að málaferli rísi útaf tvöföldu
þjóðemi, hefur sérstök máls-
grein verið sett í lögin, í sam-
bandi við börn Canadiskra, borg-
ara, sem fæðast utanlands. Þau
áhræra þá sem eru ómyndugir, er
lögin ganga í gildi, og hafa ekki
fengið lögheimild til að vera í
Canada og þá, sem fæðast eftir að
lögin öðlast gildi. I báðum þess-
um tilfelliun, geta þeir, ef þeir
æskja þess, haldið sínum Can-
adiska birgararétti með því, inn-
an eins árs eftir að þeir eru tutt-
ugu og eins árs, að viðurkenna
sinn Canadiska borgararétt, með
yfirlýsingu um, að þeir ætli að
halda honum, og ef þeir eru
einnig annars þjóðernis, verða
þeir að gera yfirlýsingu um það
að þeir afsali sér því, ef þeir
geta, samkvæmt lögum þess
lands, gert það.
Þeir sem verða borgarar
er lögin öðlast gildi
Þrír flokkar manna verða
Canadiskir borgarar þann dag,
er landstjórnin ákveður og aug-
lýsir að lögin öðlist gildi.
Þeir sem eru borgarar.
I fyrstu greininni var það tek-
ið fram, að borgarabréf sem gef-
ið var fyrir 1914, hefði verið
bætt með lögum 1914, sem gáfu
þeim sem gerðust borgarar undir
þeim lögum, rétt til að vera
viðurkendir brezkir þegnar hvar
sem þeir væru. Til þess að öðl-
ast þessi víðtækari réttindi,
þurftu þeir sem voru borgarar
undir eldri lögunum að leggja
inn beiðni um, að þeir kæmu
undir lögin frá 1914. Margir not-
uðu sér þennan rétt, en það er
enn fjöldi fólks í Canada sem
hefur borgarabréf imdir fyrri
lögunum. Slík beiðni verður
ekki lengur nauðsynleg. Allir
sem hafa borgarabréf eða eru
tilgreindir í því, undir hinum
fyrri lögum, og sem hafa ekki
gerst útlendingar í millitíðinni,
verða Canadiskir borgarar þeg-
ar lögin ganga í gildi. Þeir sem
geta verið tilgreindir í fyrri
borgarabréfum eru: Kona, og
ómyndug böm, sem eru hjá föð-
ur sínum þegar hann gerðist
borgari. Um þá vterður meir
rætt hér síðar.
Borgarabréf, sém gefin voru
út fyrir 1914, hafa í svo
mörg ár verið í gildi, að
eins í Canada, geta orðið erfið-
leikar á því að fá þau viðurkend,
vegna þess að lögin mæla svo
fyrir, að þeim sem hafa slík
borgarabréf, megi samkvæmt
beiðni, vera gefið nýtt borgara-
bréf. Það verður gefið, aðallega
til þess að auðveldara sé að sanna
sinn Canadiska borgara rétt
sérstaklega í þeim tilfellum
þegar Canada borgari þarfnast
vegabréfs, eða þegar hann um
stundarsakir býr eða hefur að-
setur utanlands, og þarfnast ræð-
ismanns aðstoðar. Liögin gefa
þessu fólki Canadiskan borgara-
rétt. Hin nýju borgarabréf verða
handhæg til að sanna borgara-
rétt sinn.
Brezkur þegn sem hefur
lögheimili í Canada.
Með þessari fyrirsögn er átt
við fólk frá öðrum löndum
Breska-ríkjasambandsins, sem
hefur átt hefma í Canada leng-
ur en fimm ár.
Giftar konur og ekkjur.
Það meinar konur sem giftust
mönnum sem, ef lögin hefðu
verið komin í gildi áður en þær
giftust, hafa orðið Canadiskir
borgarar. Hvort heldur að mað-
urinn þeirra er lifandi, eða þær
voru orðnar ekkjur, þegar lög-
in öðlast gildi, þær verða þá að
vera brezkir þegnar og eiga
heima lögum samkvæmt í Can-
ada.
Þeir sem biðja um, eða óska
eftir að verða Canadiskir
borgarar.
Tveir flokkar manna geta orð-
ið Canadiskir borgarar með því
að fullnægja fyrirmælum lag-
anna: Breskir þegnar frá öðr-
um löndum og útlendingar.
Brezkir þegnar.
Brezkir þegnar frá öðrum
löndum brezkasamveldisins, geta
ekki orðið Canadiskir borgarar
nema þeir biðji um það og hafi
skilyrði til þess, samkvæmt lög-
uniim. Það gerir engan mun,
hve lengi þeir hafa átt hér heima,
að vera brezkir þegnar er ekki
nóg til að gera þá að Canadisk-
um borgurum. Svo þó þeir ger-
ist Canadiskir borgarar, hætta
þeir ekki að vera brezkir þegn-
ar. Þessi tvöfalda afstaða og
það spor sem brezkur borgari
þarf að stíga til þess að verða
Canadiskur borgari, verður rætt
um í næstu grein.
Útlendingar.
Allir annara þjóða menn, eða
útlendingar, verða að leggja inn
beiðni fyrir borgarabréfi á svip-
aðan hátt og nú er. Að einu
leyti er borgarabréf undir nýju
lögunum, ólíkt þeim sem gefin
voru undir fyfri lögum. Borg-
arabréfið innibindur engan nema
umbiðjandann sjálfan. Þess
vegna er nauðsynlegt að gera
grein fyrir stöðu konu og barna
útlendings, sem hefur verið
veitt borgara réttindi.
Kona útlendings sem hefur
gerzt borgari.
I hinum fyrstu borgaralögum
Canada, er það tekið fram, að
gift kona, innan Canada, skuli
álítast sem þegn þess sama ríkis
og maðurinn hennar. Það meinti,
að kona útlendings varð borg-
ari með manninum sínum. I lög-
um frá 1914 var orðalaginu ofur-
lítið breytt, en ekki lögunum.
Með lögum frá 1931 var gerð
breyting sem ákveður, að þeg-
ar útlending er gefið borgara-
bréf, skuli kona hans ekki skoð-
ast sem brezkur þegn nema hún
innan sex mánaða geri yfirlýs-
ingu um, að hún óski eftir að
gerast brezkur þegn, og eftir
að hafa gert slíka yfirlýsingu,
skal hún álitin brezkur þegn.
Maður skal muna það, að þar
til lögin öðlast gildi, eru þeir
sem hafa bo!rgarabréf birezkir
þegnar. Nýju lögin segja ekk-
ert um að borgarabréf manns-
ins innifeli eða nái til konunn-
ar hans. Að um það er ekkert
sagt meinar, að hún er ekki tal-
in með. En lögin gjöra henni
borgari þegar hún hefur búið
með manninum sínum í Canada
eitt ár eftir að hann hefur feng-
ið sín borgaralegu réttindi
(borgara bréf), getur hún beðið
um borgara bréf. Með oðrum
orðum, hún getur haldið áfram
að vera borgari síns föðurlands,
eða hún getur, hvenær sem er,
eftir eitt ár, beðið um Canadisk
borgararéttindi.
Ef konan er aðskilin frá mann-
inum sínum, getur hún á vana-
legan hátt, eins og hver annar
útlendingur, beðið um borgara-
réttindi, eftir fimm ára löglega
veru í Canada.
Ómyndug böm útlendra
foreldra, sem hefur verið veitt
Canadisk borgararéttindi.
Undir hinuon upprunalegu
lögum, var hverju barni, þess
föður eða móður, sem var ekkja,
og hafði verið veitt borgara rétt-
indi, meðan þau voru í bersku
og áttu heima hjá föður sínum
eða móður í Canada, voru álitin
brezkir þegnair. Á þessu var
lítiLsháttar breyting gerð með
lögum 1914. Þau ákveða að rík-
isritarinn megi samkvæmt
beiðni þess sem hefur gerzt
borgari, innibinda í borgara-
blréfinu hviert ómyndugt barn
útlends foreldris, sem er fætt
áður en borgarabréfið var veitt.
Það, að skrásetja ómyndug börn
í borgarabréfið, er nú afnumið.
En undir núgildandi lögum get-
ur ríkisritarinn gefið ómyndug-
um bömum, þeirra sem gerzt
hafa borgarar og eru ábyrgðar-
fullir fyrir börnunum, sérstakt
vottorð.
Foreldri í sumum tilfellum er
móðirin. I sérstökum tilfellum
má gera undanþágu frá lögun-
um, og gefa ómyndugum borg-
arabréf. Skilyrðanna sem er
krafist, og aðferðanna sem fylgja
ber og tekið fram í umbeiðslu
bréfinu um Canadisk borgara-
bréf. Um það verður rætt í
næstu eftirfarandi grein.