Lögberg - 04.07.1946, Síða 7

Lögberg - 04.07.1946, Síða 7
LÖGBELRG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1946 7 RAGNAR ÁSGEIRSSON: NÝMÆLI Enn frá Kaupmannahöfn Líf ipanna í Kaupmannahöfn virðist vera að falla í fyrri skorð- ur og Hafnarbúinn er kátur og fyndinn, eins og í gamla daga. Hann hefir líka gilda ástæðu til þess, þjóðin hefir endurheimt frelsi sitt úr þeim hrikalegustu heljargreipum, sem nokkru sinni hafa verið til, á óarga dýri naz- ismans. Þetta ver ekki illur draumur, heldur blákaldur veru- leiki, aldrei hefir þjóðin verið í jafnmikilli hættu fyrr. Menn hugsa með hryllingu til þess, hvað skeð hefði, ef Hitler og kumpánar hans hefðu gengið með sigur af hólmi Hin þýzka “vernd” kostaði Dani yfir tólf milljarða króna og af þeim fá þeir víst ekkert endurgreitt — og telja sig hafa sloppið vel, eft- ir atvikum. Síðustu mánuði her- námsins lifðu þeir í stöðugum ótta um að bandamenn yrðu knúðir til að gera innrás, reka Þjóðverja úr Danmörku með vopnum. Þá hefði hin endanlega útkoma orðið önnur og ömur- legri, gat orðið fullkomin eyði- legging fyrir borgir og jafnvel heila landshluta. Kol og mór. Nú eiga Danir flestar verk- smiðjur sínar óskemmdar, vant- ar aðeins kol til að koma þeim — og þar með framleiðslunni — í gang. En kolin virðast ætla að koma seint, og þau, sem koma, eru miklu verri en þau, sem fengust fyrir styrjöldina. Þau þarf eðlilega að spara — og al- menningur fær minnst af þeim til híbýla-upphitunar, en verður að láta sér nægja mó eða mó- mylsnu. Um götur bæjarins er ekið fyrirferðarmiklum mó- hlössum, sem hestar ganga fyr- ir, eins og í gamla daga, og menn bera móinn í körfum á bakinu inn í íbúðirnar. Margir sem eg hefi talað við í Höfn, vita um hitaveitu Reykjavíkur, og undan- tekningarlaust öfunda þeir okkur stórlega af henni, og það er von. Það virðist ekki almennt, að heil- ar íbúðir séu hitaðar upp, að- eins eitt eða tvö herbergi, rétt eins og við þekktum í Reykja- vík í æsku okkar. En veðrið er hlýtt og gott, vor- ið virðist vera í nánd, fyrstu vor- blómin, Eranthis, af ætt sóleyj- anna, eru þegar sprungin út í skrúðgörðunum. Gráendurnar á vötnunum fljúga upp tvær og tvær og hverfa út í buskann. Það er líka öruggt tákn um að vorið er á næsta leiti og jörðin er al- auð. Skíðamót í alauðu. Því verð eg dálítið undrandi, þegar eg les í dagblöðunum, að skíðamót eigi að halda í Úlfa- dölum, fyrir utan Kaupmanna- höfn, um næstu helgi (17. febr- úar.). Keppni í skíðastökki á auðri jörð hefi eg ekki vitað fyrr. Von er á þeim Ruud- 'bræðrum frá Noregi. Þeir koma ekki einungis með skíðin sín, heldur líka með snjóinn! — hvítann og fallegan snjó norðan úr köldum dölum Noregs, á heilli jálnbrautarlest. Svo er snjónum ekið frá járnbrautarstöðinni og í stökkbrekkuna og jafnað úr honum þar. Síðan er kulda- blöndu dreift yfir og með þessu móti tekst að hafa allt í lagi. “Við eigum bara eina ósk,” segir Asbjörn Ruud við blaðamenn, “og hún er, að það fari nú ekki að snjóa, því að þá er öll okkar fyrirhöfn til einskis.” Kunningi okkar íslendinga, Birgir Ruud, gat ekki komið, vegna veikinda. Hann hafði verið að stökkva langt stökk, en vindkviða snéri honum við í loftinu, svo að hann kom niður á hnakkann og fékk heilahristing. En Ásbjörn stökk 38 metra í Úlfadalabrekkunni á sunnudaginn, til mikillar ánægju fyrir þúsundir Hafnarbúa. Lengra stökk leyfði brautir. ekki, — en heima í Noregi hefir hann stokkið helmingi lengra. Það var mikil hrifning yfir frammistöðu Norð- mannanna í stökkinu þennan dag, og nokkrir Danir stóðu sig líka vel, enda þótt skilyrði þeirra til æfinga í þessari fögru íþrótt séu ósambærileg við norsk skil- yrði. Þetta var viðburður dags- ins í Höfn þennan sunnudag og aðalumræðuefni blaðanna dag- inn eftir. Samúð. Eitt er það, sem engum dylst, sem nú kemur til Danmerkur, en það er hin mikla vinátta og samúð, sem nú ríkir milli Dana og Norðmanna. Þeir hafa stað- ið saman í þessari styrjöld sem bræður í neyð, svo að Henrik Ib- sen hefði ekki haft út á neitt að setja, hefði hann mátt fylgjast með viðburðunum. Sá kali, sem lengi hafði verið milli þessara tveggja frændþjóða. virðist ger- samlega horfinn. Danir, sem höfðust ekki að vel fyrst lengi, er á þá var ráðizt, litu með aðláun til hetjubaráttu Norðmanna í raunum þeirra, og Norðmenn litu með sáma hug til Dana, þegar þeim varð ofraun að hafast ekki að og fóru að taka virkan þátt í hernaðinum. Og Norðmenn telja, að matargjafir Dana til Noregs hafi bjargað fjölda manns frá heilsutjóni og dauða, sem annars hefði vofað yfir, því að þeir, sem vissu um hið raunverulega ástand hjá Norð mönnum, telja að þeir hafi að síðustu verið á barmi glötunar- innar, svo að þar mátti ekki miklu muna. Þakklœti. Norðmenn sýna nú líka þakk- læti sitt í verki. Fjölskyldur, sem fengu danska matarpakka meðan stríðið stóð, bjóða þeim, sem pakkana sendu, heim til sín, til Noregs, lána þeim skíðaskál- ana sína og gera allt fyrir þá, sem þeir geta, og það er eins og allar gamlar væringar séu horfn- ar og gleymdar. Eg átti erindi til Osló og vildi helzt komast þangað fljótt, og afréð að fara loftleiðis eftir fáa daga, — þetta er þriggja stunda flug. Eg fór á skrifstofu flugfélagsins og bað um far eftir þrjá til fjóra daga. “Þér meinið víst 3—4 vikur?” sagði afgreiðslumaðurinn. Allt var upp-pantað fyrsta mánuðinn. Og eins reyndist sjóleiðis, en þá leið er farið tvisvar í viku og skipið flytur 200—300 farþega í ferð. Þá var aðeins eftir land- leiðin, með járnbraut. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Það á sannarlega við hér, að styrj- öldin hefir aukið skilning og samúð milli þjóðanna á Norður- löndum. Svíar hafa líka áunnið sér virðingu og þakklæti Dana og Norðmanna fyrir alla þá hjálp og aðstoð, sem þeir létu í té, — enda þótt erfitt væri að skilja afstöðu Svía stundum, í einstökum atriðum, meðan stríð- ið stóð. Allir virðast á einu máli um það, að farsælast fyrir heildina hafi verið, að Svíar hafi verið utan við sjálfan hildar- leikinn. Danskt skyr. Vík eg svo að öðru efni, sem kann að þykja lítilsvert, borið saman við hin stærri tíðindi. Eg fór eitt kvöldið í Höfn að heim- sækja gamla og góða vini, Þor- vald Krabbe, fyrrv. vitamála- stjóra, og frú hans úti í Gentofte. Þau þurftu margs að spyrja um sameijginlega kunningjja heima og allar breytingarnar, sem þar eru orðnar á flestum sviðum. Við Dr. Willem A. Viser’t Hooft í Hollandi, aðal-ritari ráðstjórn- ar hinna sameinuðu alheims- kirkjudeilda hefir hvað eftir annað vakið máls á að eitt af nauðsynjamálum kirkjunnar væri að koma upp alls- herjar kristilegri stofnun, sem væri með öllu sjálfstæð, að því er hinar sérstöku kirkjudeildir snertir — væri aðeins kristileg stofnun þar sem efnilegt æsku- fólk frá öllum löndum heims gæti notið kenslu í kristnum fræðum, kynst og talað saman um hin kristilegu áhugamál sín, sem svo aftur gætu veitt kristnum málum forustu í heimalöndum sínum, eftir veru sína á slíkri stofnun. Mál þetta hefir fengið litla á- heyrn, þar til nú, að John D. Rockefeller, J., hefir gefið 500,- 000.00 til stofnunar slíkri kristi- legri alheims miðstöð, sem á- kveðið hefir verið að byrja á, nú þegar og hefir ráðstjórn alheims kirkjudeilda samfélagsins tekið á leigu til 5 ára kastala einn í Cligny, sem er sex mílur út frá Geneva í Sviss — sem gengur undir nafninu Chateau de Bossey og er átjándu aldar bygging og kend við Mme. de Stail, sem svo angraði Napóleon með hinum stálhvössu orðum og sárbeittu hæðni sinni, að hann gjörði hana útlæga úr Frakklandi árið 1810. Búist er við að hægt sé að veita móttöku á milli 70 og 80 nemend- um bæði mönnum og konum, og er hugmyndin að þeir séu valdir með sérstöku tilliti til framtíðar leiðtoga hæfileika. Ákveðið hefir verið að hafa þrjá fasta prófessora og svo að stoðarkennara frá prestaskólum, kristnum háskólum eða þjónandi prestum, eftir því sem þörfin krefur. Námsgreinar-nar, sem kendar verða, eru kristin fræði, kristi- legar kenslu^aðferðir, mannfé- lagsfræði og kirkjusaga. Kensl- unni verður skift f þriggja mán- aða tímabil; áherzla verður lögð á það, að hver og einn, sem á skólann gengur, sé þar að minsta kosti í sex mánuði áður en hann eða hún taka að sér að leiða og laða fólk í Evrópu og annars- staðar til kristilegs hugarfars og endurreisa líf þess og vonir á kristilegum grundvelli. J. J. B. sátum lengi yfir góðri máltíð, sem var að hálfu leyti íslenzk,— seinni rétturinn var skyr, er ekki stóð hinu fræga Hvanneyrar- skyri að baki. Eg varð hissa ú þessum “þjóðlegheitum” í mat- arræði — og kann að vera, að landar heima hafi gaman að heyra nánara um þetta danska skyr. Svo var, að eitt sinn var dansk- ur rjómabússtjóri fyrir Rjómabúi Flóamanna og þar lærði hann að hleypa skyr. Þegar hann flutti til Danmerkur aftuir og varð mjólkurbússtjóri í smábæ ná- lægt Hróarskeldu, þá fór hann að framleiða skyr, í smáum stíl fyrst, en framleiðslan jókst með eftirspurninni. Skyrið afgreiddi hann í þar til hæfum umbúðum í pósti út um alla Danmörku, og eftir dálítinn tíma hafði hann “sprengt” pósthúsið á staðnum, því að sendingarnar urðu fleiri en það gat tekið við. Skyrfram- leiðslan eykst stöðugt og fellur öllum vel í geð, sem skyrið bragða, — og hver veit nema skyrgerð verði tekin upp um alla Danmörku áður langt líður, og gengur undir íslenzka nafn- inu. Nú hefir skyrgerð legið nið- ur í Norðurlöndum í margar ald- ir, en hver veit nema hún eigi eftir að komast þar til vegs og virðingar á ný. Ragnar Ásgeirsson. —Vísir, 24. maí 1946. York, hin forna Enska Höfuðborg York, höfuðborgin í . greifa- dæminu Yorkshire. er aðsetur annars hinna tveggja erkibisk- upa ensku kirkjunnar (The Church of England), og er í röð merkustu borga Bretlands, að því er ýmsan virðuleik snertir. York var höfuðborg Norður- Bretlands á dögum fomróm- verja, og hefir um aldaraðir ver- ið miðstöð fræðimennsku, og mikið komið við sögu í sambandi við hernað og trúmái. — 1 rit- gerð þeirri, sem hér birtist ryfj- ar Mr. George Edinger upp ýms- ar sögulegar minningar þessarar fögru borgar, lýsir hinni fornu York-klausturkirkju og borgar- veggjunum, er enn standa, síðan á miðöldum. Miðja vegu milli Lundúna og Edinborgar á vegamótum, þar sem tvær ár mætast og ótal veg- ir og járnbrautir, stendur York, hin forna höfuðborg hins róm- verska Bretlands. Þessi borg, sem er ein hin elsta miðstöð breskrar menn- ingar, aðsetursstaður annars hinna tveggja erkibiskupa ensku kirkjunnar var helsta miðstöð Iþerdóms og menningar hinna vestrænu landa í skammdegis- myrkrinu sem yfir skall, þegar ríki Rómverja hrundi, hefir ald- rei horfið sjónum manna í sög- unni, nema þá skamma hríð í senn. Hér hafði Hadrian, hinn róm- verski einvaldur, aðalbækistöðv- ar sínar, þegar hann var að “yfir- líta” hin norðlægustu takmörk veldis síns, hinn mikla “vegg,” sem enn bugðast um og yfir fellin í Norðymbralandi, þar sem enþá má greina hjólaspor- in eftir hervagna í steinlögðum múrhliðunum. Severus, annar rómverskur keisari, andaðist hér og lík hans var brent skamt frá borginni, á Severusar-hól. Enn- fremur voru örlög hinnar vest- rænu menningar ákveðin í York þann dag, er hinar bresku her- sveitir krýndu til keisara Kon- stantínus þann, sem síðar varð til þess að kristna hið rómverska ríki. Vegna legu sinnar, þar sem ýmsair samgönguleiðir mætast, er það sjálfsagður hlutur að York vorra tíma ber fullkomlega sinn hlut í hernaðarátökum hinna sameinuðu þjóða. En þrátt fyrir það, að borgin er iðnaðar- stöð tuttugustu aldarinnar, er York þó fyrst og fremst fimmt- ándu aldar borg. Þegar komið er út úr hinni miklu járnbraut- arstöð, og þá ef til vill úr straum- línubyjggðri, himinblárri hraði- lest, sem nfnd er “Skotinn fljúg- andi,” sem fepðamaðurinn á hægri hönd sér hvítu brjóstvirk- in á hinum mikla borgarvegg á virkisgarði af mjúkum, græn- um grassverði, sem hvergi gef- ur slíkan að líta, sem á Englandi, og á vorin er eins og logandi bál af gúllnuim narissu-breiðum. Hann getur fylgt sveigmynduð- um múrveggnum langar leiðir. Hvergi eru í hann skörð, nema þar sem áin tekur við af honum og kemur í hans stað á 4 kíló- metra langri leið. Á milli hinna tilhöggnu sand- steinshnullunga, sem veggur- inn er hlaðinn úr, eru lög af þunnum, rómverskum múrsteini, er byggingameistarar 14. aldar- innar rændu úr virkjum Kon- stantínusar. Ferðamaðurinn kemst þá vart hjá því, að rekast á aðalvarnar- virki Rómverjanna fornu, í horni því á borgarveggjunum, sem berast liggur við fyrir á- rásum, en það er hinn svonefndi “marghyrndi turn,” ærið traust- gerð bygging úr tinnu, tígul- steini, grjóthnullungum og kalki, sem ekkert lét á sjá, eftir tvö þúsund ár, fyrir hinum heiftar- legustu loftárásum þjóðverja. Utan veggjaritis blasa fyrst við grasfletir með trjám og blóm- um. Eru flestir þessir víðáttu- meiri og frjálslegri nú en áður var, síðan teknar voru upp gamlar og þunglamalegar járn- girðingar, sem þar voru, og þær notaðar til vopnagerðar, en fjart græfa við himin “tvíburaturn- ar” dómkirkjunnar, hins mikla gotneska meistaraverks-klaust- urkirkjunnar í York. Að und- anskilinni grafhvelfingunni, sem gerð var á 10. öld, — þar sem hinir fyrstu konungar af ensk- um uppruna, voru skírðir, er þessi dómkirkja verk þrettándu og fjórtándu aldar, — lítið eitt eldri en borgarveggirnir, en munar þó ekki meiru en því, að hér gefur að líta í einna fegurstri samstillingu sambland borgaiv legrar og kirkjulegrar bygginga- listar í Vestur-Evrópu. . En þær gersemar, sem mestar hafa þótt prýði klausturkirkj- unnar í York, eru nú ekki sýni- legar um sinn. Það eru hinar fornu glerrúður, sem verið hafa í fimm stúkugluggum kirkjunn- ar, og eru gerðar snemma á fimmtándu öld. — Þessi gler hafa svo sem fyrr verið í hættu en í þessari styrjöld. Og furðu sætir það, að þau voru ekki möl- brotin í borgarastyrjöldunum á seytjándu öldinni, þegar hinir sigursælu herir Aneligh Parlia- mentsins tóku York hemámi. Hermennirnir voru að miklum meirihluta púritanar, sem litu svo á að litmálaðir kirkjuglugg- ar og útskorin líkön væru minj- ar heiðinnar skurðgoðadýrkun- ar. Þeir voru búnir að gera það heyrin kunnugt, að þeir mundu mölva hina fimm fornu stúku- glugga, þá og þegar. En Fairfax hershöfðingja þeirra bárust fregnir af þessu í tæka tíð. Hann var Yorkshiremaður að uppruna og unni borg sinni. Að skipan hans var send út riddaraliðs- sveit til þess að halda vörð um kirkjuna og þannig var hinum fornu glerrúðum bjargað að því sinni. Upp frá því voru þær ekki í hættu fyrr en í styrjöldinni 1914-’18. Þá voru þær teknar niður og geymdar á óhultum stað fyrir sprengjum óvinanna. En það kom þá í ljós, þegar búið var að taka þær niður, að þær voru harla illa leiknar eftir sex alda gamalt ryk og raka. Og eins og í minningarskyni um frækilega þáttt'ku Yorkshire- manna í styrjöldinni, tóku konur borgarinnar sér fyrir hendur að dubba þær upp og fága. — Þetta var vandasamt verk og seinlegt, en þó var mikið af rúðunum farið að gljáa og glampa í sinni fornu fegurð, þegar aftur skall á styrj- öld, sem York fékk að kenna á, ekki síður en aðrar merkar ensk- ar borgir. Og að þessu sinni voru allir, sem nokkurs meta dýrar forn- minjar hinnar vestrænu kristni ærið kvíðnir um afdrif þessarar borgar. Því að ekkert er jafn stökkt í sér og viðkvæmt fyrir sprengjuþrýstingi vítisvéla nú- tímans, eins og hið forna gler, og af öllu fornu, litmáluðu gleri, sem til er í Englandi, er miklu meira en helmingurinn, eða litlu minna en þrír fjórðu hlutar, ann- aðhvort í dómkirkjunni í York, eða hér og þar í hinum fimmt- án fornu kirkjum sem allar eru svo að segja ekki nema stein- snar frá dyrum klausturkirkj- unnar. Til allrar hamingju var búið að taka ofan hinar gömlu glerrúður, áður en fyrstu sprengjurnar splundruðu marg- ra alda gömlum múrum og steinveggjum og muldu í salla, Bolinn í kauphallarrúgnum lifnaði við (Frh. af bls. 3) upp á við þótt ótrúlegt megi virðast, þar sem verðið er nú hærra en það hefir nokkurn tíma verið áður í sögu þessa lands. — Það var í kringum 20. maí að eg þóttist sjá langan vírþráð, sem leið upp í loftið og virtist geisla af honum við og við, þar sem hann leið upp á við í gegnum mistur og móðu, þá spyr einn af mörgum sem stóð nálægt: “Hvað boðar þetta?” — Þá þykist eg segja: “Þetta boðar verðhækkun á húgnum,” og virtust allir við- staddir samþykkja skýringu mína með þögninni, en ómögu- legt var mér að sjá hvað þessi þráður lá langt upp í loftið og ekki heldur sá eg nokkrar tölur í sambandi við þessa miklu “verðhækkun” rúgsins, — en eg spái því að rúgurinn eigi eftir að setja nýtt “met” í verðhækkun- arsögu Kanada, og nú síðustu tvær vikur, sem liðnar eru af þessum mánuði (júní) hefir mig dreymt í sömu átt, og þó að rúg- verðið sé nú orðið óvenjulega hátt, þá mun það á næstunni fara langt um hærra, það verður of langt mál að ú útskýra alla þá drauma, sem eg hefi haft í sambandi við þessa verðhækkun rúgsins á kauphöllinni — sem þegar er komin fram að nokkru leyti, en alls ekki að öllu leyti, og kæmi mér ekki á óvart þó að þessi verðhækkun haldist fram undir jól, en auðvitað ætlast eg ekki til að nokkur treysti á það, eg vil aðeins geta þess að einn af síðustu draumum mínum var á þá leið, að eg ætti að fá lán- aða peninga, að mér skildist, til að kaupa rúg. “Þú getur borgað lánið fyrir jólin,” sagði draum- veran. Eg vil geta þess að síð- ustu, að eg hitti í gær einn af enskumælandi málkunningjum mínum, honum varð að orði strax og hann sá mig: “Ja, nú er komið illa fyrir mér, eg er nú búinn að tapa sjö þúsund dölum síðan í haust sem leið, á því að selja rúginn “short”; eg minnist þess nú, að eg og aðrir vorum að hlæja að þér, og álitum að þú værir ekki með öllu viti, þegar þú varst að segja okkur drauma þína og spá því að rúgverðið myndi fara langt um hærra; það var þá komið upp í hátt á annan dal, en nú er það komið upp í hátt á þriðja dal mælirinn, þetta er nú alveg að eyðileggja mig, en eg ef hefði farið eftir þínum ráðum, þá hefði legið vel á mér í dag.” — Eg tek þetta sem dæmi um það, að það græða ekki allir á þessari verðhækkun á kauphall- ar rúginum, né öðru því, sem fjárhætta er samfara, — það má segja í þessu tilfelli, að eins dauði sé annars líf. 15. júní 1946. Stefán B. Kristjánsson, Vancouver, B.C. sem á síðan lagðist í lög yfir hús og stræti borgarinnar. En hin gömlu stræti og húsa- sund, grasfletirnir með klippt- um ýr-trjánum, gerða-veggirn- ir og gangstéttirnar fyrir fram- an hús hinna fornu ævintýra- manna, sem byggðu traustlega og af smekkvísi, — allt þetta verður aldrei aftur eins og það var. En þó er það nú svo, að þegar ferðamaðurinn gengur um kyrlátari stræti Yorkborgar og honum verður litið inn í ein- hver hinna fornu bogaganga og sér þar fyrir innan rústir af drif- hvítum steini og hlýlega rauð- um tígulsteini, eða þegar hann hefir fyrir framan sig hryggi- lega eyðileggingu nútímans á einhverri hinna fornu bygginga, þá hvarflar hugur hans ósjálfrátt til skálda og málara hins róm- antíska skóla, sem virðist sækja innblástur sinn í víði vafðar rústir glæsilegrar fortíðar til þess að byggja upp framtíðina ennþá glæsilegri. Theodór Ámason íslenzkaði. —Fálkinn.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.