Lögberg


Lögberg - 11.07.1946, Qupperneq 1

Lögberg - 11.07.1946, Qupperneq 1
PHUNK 21374 í»t4 Vj»“!S **£%■*&. 1,0,1«“ A Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1946. NÚMER 28 Lýkur prófi með hæztu einkunn Miss Thora Ásgeirsson Þessi unga hæfileika stúlka, lauk nýverið kennaraprófi, A. A. M., í pínaóleik og hljóm- fræði við tónlistardeild Mani- toba háskólans; hún hlaut lang- hæzta einkunn þeirra allra, er gengu undir samskonar próf. Miss Ásgeirsson er ágætur pí- anisti, sem miðlað hefir Islend- ingum hér í borg óspart af list sinni ,á skemmtisamkomum þeirra; hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jón Ásgeirsson, 657 Lipton Street, hér í borginni. FRIÐARÞING Nú hefir svo skipast til, að kvatt verði til friðarþings þann 29. þ. m., og verður það í Luxem- bourg-höllinni í París; tala þeirra þjóða, er að þinginu standa fyrst um sinn verður 21, en þess vænst, að fleiri bætist í hópinn áður en langt um líður; það var ráðherra fundurinn í París, sem fékk þessu að lokum framgengt eftir lang- vint þjark og þóf. 1HIII!IIHIIIIIIIIt1IIIIIIII!llllllllllllll!illlllllllI!l!ll|]|!t!lllllll!lllll![!!l!!llilllllll||lll|!llltlllllllll1llllltlllllllllllllllill!!IIIIIIIII1ll!|lllll|llllllllllllllll!l|lll|llll![||||||||llttllllllf1llllllll!llllllllltlllllllllIllfl1l111ll1lllffltM lll!llll1llllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllll!!!!llllll!lll!!1!!!tll!!ll!!!ltlllHtlllll!lllllllll!lll!lllllllllllll!!l!!lllllltltl!lllllltlllll!llltlllllll!!l!ll1ltlllll!!ll{|ltlllltllllllll!lltllllllllllllltl!llllllll!llllllinillllllllllllllllll«i TIL PRÓFESSOR TRYGGVA OLESON Um það er vert að tala, Tryggvi minn, hvað traustur ert þú ungdóms leiðarvísir. Af vísdóms perlum auðgast andi þinn. sem öðrum sálum fram úr þoku lýsir. Já, heill sé þér, sem þræddir menta veg, og þökk sé hverjum sem að manndóm virðir; það er sú hæsta virðing, vona eg, að verða talinn góður sálna hirðir. Á vegamótum þig eg forsjón fel, í framtíðinni stöðugt virðing hækki. Eg óska þess að ykkur vegni vel og vinafjöldinn margfaldlega stækki. 19. júní, 1946. V. J. Guttormsson. SKILN AÐARSKÁL Ort til prófessor Tryggva Oleson Tryggvi, þín er gata greið, ENDURKOSINN Dr. Haraldur Sigmar Á hinu nýlega afstaðna þingi lúterska kirkjufélagsins, sem haldið var í Minneota, Minn, var hinn vinsæli og velmetni kirkju- félagsforseti, Dr. Haraldur Sig- mar, endurkosinn í það virðu- lega embætti; séra Valdimar J. Eylands var endurkosinn vara- forseti; auk ámánstra tveggja embættismanna, skipa eftir- greindir menn forustu í kirkju- félaginu yfir nýbyrjað starfsár: Séra Egill H. Fáfnis, skrifari; S. O. Bjerring, féhirðir; séra Skúli Sigurgeirson, séra Bjarni A. Bjarnason; Freeman Einars- son og Victor Jónasson. SIGURVEGARAR f RÆÐUSAMKEPPNI Manitoba Federation of Agri- culture and Co-operatives efndi til árlegrar ræðusamkeppni fyrir unglinga og ungmenni; skiftast þeir í fjóra flokka, juven- iles, Juniors, Intermediate og senior flokka. I ræðu samkeppn- inni, sem háð var undir umsjón deildarinnar í Geysir, og 15 keppendur tóku þátt í, uninu þessar sigur: Svava Pálsson (junior); Borga Sigurdsson (intermediate ; Vordís Frið- finnsson (senior). Þá fór fram ræðusamkepni í Stonewall fyrir ungmenni úr Selkirk kjördæminu1, og báru Miss Sigurdsson og Miss Frið- finnsson aftur sigur úr býtum. Loks kepptu þær á þingi M.F.A.C. í Winnipeg, þar sem ungmenni úr öllu Manitoba- fylki tóku þátt í, og í þriðja skipti gengu þær sigrandi af hólmi. Ræðuefni Miss Friðfinnsson var Þrándur í götu samvinnunn- ar. Hún hlaut U.G.G. bikarinn. Miss Sigurdsson ræddi um Sam- vinnumáliö, og hlaut 20.00 verð- laun ásamt bikarnum. Foreldrar Vordísalr eru Mr. og Mrs. Kristmundur Friðfinns- son, Geysir, Man. Foreldrar Borgu eru Mr. og Mrs. Kristjón Sigurdsson. Lögberg óskar hinum ungu ræðuskörungum til lukku með sigurinn. FULLVALDA ÞJÓÐ Þann 4. þ. m., voru Filipps- eyingar viðurkendir sem frjáls og fullvalda þjóð; voru þann dag hátíðahöld mikil í Manila og víð- ar, en hamingjuóskir bárust hinu nýja lýðríki frá flestum þjóðum heims. TANI BJÖRNSON Hr. Tani Björnson í Seattle, stjórnar söngflokk þeim sem syngur á samkomu íslendinga við Silver Lake, í grend við Se- attle, 4. ágúst. Þessi ungi maður er að vinna sér frægð sem sóló-söngvari og söngstjóri. Hann stýrir söng- sveit Hallgrímssafnaðar í Se- attle. Nýlega stóð hann fyrir mjög merkilegri samkomu sem söngflokkuT sá hélt í Kirkju Hallgrímssafnaðar. Um 200 manns sóttu þá samkomu. Hlust- uðu áheyrendurnir hrifnir á það sem þar fór fram. Mr. Björnson talar íslenzku mæta vel og er góður íslending- ur. Enda hefir hann ágæt tök á því að túlka efni og innihald íslenzkra söngtexta. Tani Björnson er fæddur og uppalinn í íslenzku bygðinni í Norður Dakota. Hann er son- ur Halldórs og Jakobínu Björn- son, sem nú eru búsett í Blaine, Wash. Kona hans Sigrid (Stev- enson- starfar einnig af mikl- um áhuga og dugnaði í Hallgríms söfnuði í Seattle, og syngur í söngflo'kknum þar. Mr. og Mrs. Björnson eru um þessar mundir að heimsækja vini og vandamenn í Norður Dak- ota. Mr. Björnson hefir í hyggju að halda söngsamkomur í Van- couver, Blaine og Seattle á þessu hausti. JAFNAÐUR GENGISMUNUR Þau tíðindi hafa nýverið gerst, að fjármálaráðherrann í Canada, Mr. Ilsley, hefir lýst yfir því, að framvegis verði canadiski doll- arinn jafn ameríska dollaranum að gildi; um allmörg undanfarin ár var canadiski dollarinn tíu af hundraði verðlægri en sá ame- ríski; nokkuð eru skiptar skoð- anir stjórnmálamanna og iðju- hölda um þessa nýju ráðstöfun, þótt víst sé, að yfir höfuð mælist hún vel fyrir hjá öllum þorra almennings. Ær ber tvisvar sinnum á átján dögum Sá einstaki atburður gerðist í Keflavík fyrir s^ömmu, að ær bar tvisvar sinnum með 18 daga millibili. Ærin átti í fyrra sinnið hvíta gimbur og bar þá 1. maí. En 18. maí bar hún svo öðru sinni og átti þá golsótta gimbur. Er hér talið um einstakan at- burð að ræða. —Alþbl. 23. maí. Ur borg og bygð Mr. Allan Beck, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. Th. Beck, hlaut hæztu einkunn í fiðluleik við nýafstaðin próf við hljómlistar- deild Manitobaháskólans, í sjö- unda fiðlunámskeiði; er þessi ungi sveinn ágætum hæfileikum gæddur og ástundunarsamur að sama skapi. Umsögn um vígslu sumarbúð- anna, sem Bandalag lúterskra kvenna hefir komið á fót við Husavick, skamt frá Gimli, birt- ist í næsta blaði, eftir J. J. Bíld- fell. + Mr. Charles Kirkshaw, sonur þeirra Mr. og Mrs. C. Kirkshaw, hefir nýlokið þriðja bekkjar prófi í fiðluleik við Toronto Conservatory of Music. Grænland vill ekki veita íslendingum sérréttindi um fiskveiðar Grænlandsnefnd danska ríkis- þingsins hefir fallizt á það sjónarmið þess Frá fréttaritara Alþýðublað- sins, Khöfn 21. Maí Samninganefnd Grænlendinga, sem um langt skeið hefur dvalið í Kaupmannahöfn til að ræða framtíð Grænlands við Græn- landsnefnd danska ríkisþingsins, vill ekki veita Færeyingum nein aukin fiskveiðaréttindi við Grænland og telur, að Islending- ar eigi ekki í framtíðinni að hafa nein frekari réttindi til fiskiveiða þar en aðrar þjóðir. Grænlands- nefnd danska ríkisþingsins hefur fallizt á þessa skoðun. Viðræðunum um framtíð Grænlands er nú að verða lokið. Heyrzt hefur, að Grænlendingar hafi farið fram á miklar umbæt- ur á sviði fiskiveiðanna og að danska stjórnin hafi lofað að verða við þeim óskum. Grænlendingar eiga að fá margskonar nýtízku tæki, og ráð- gert er , að smíðaðir verði nýir bátar handa þeim fyrir 11 milj- ónir króna. Sumir þessara báta eru ætlaðir Grænlandsstjóm, en fiskimennirnir eiga einnig að fá nýtízku véibáta. Þá er og ráð- gert að reisa niðursuðuverk- smiðjur á Grænlandi til að vinna úr sjávarafurðum. —Alþbl. Breytingar á frönsku- ítölsku landamærunum Fréttaritari BBC í París, Thomas Cadet, hefir símað þá fregn, að franska stjórnin hafi sent fundi utanríkismálaráðherra stórveldanna fjögurra, er nú sitja á fundi í París, tilmæli um það, að landamæri Frakklands og Italíu verði endurskoðuð. Var tilmælum þessum beint til fund- arins fyrir milligöngu fulltrúa Frakka á fundinum. Annars hafa ítalir æskt þess að sendinefnd verði kölluð frá þeim til þess að ræða hagsmuni Itala í þessu sambandi. Er sagt, að Italir hafi þegar kosið nefnd til þess að fara til Parísar, ef til þess kemur. HLÝTUR NÁMSVERÐLAUN Walter Kristjánsson Sá ungi og gjörvulegi maður, sem hér um ræðir, er Walter Kristjánsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Otto Kristjánsson í Geraldton, Ont. Hann lauk í vor þriðja árs prófi í læknisfræði við Queens háskólann og hlaut hin svonefndu Boak námsverðlaun fyrir fráþæra þekkingu í líf- færafræði. íslenzkar konur vekja athygli á húsmæðraþingi í Kaupmannahöfn Húsmæðrasamband Norður- landa heldur þing í Kaupmanna- höfn þessa dagana og eru konur frá Englandi, Bandaríkjunum og Islaridi gestir á þinginu, frá Islandi, Jónína Guðmundsdóttir, form. Húsmæðrafélags Reykja- víkur og Kristín Sigurðardóttir frá sama félagi. Bæði fulltrúar og gestir fluttu ávörp á fundi húsmæðraþings- ins é þriðjudaginn. Hinir íslenzku gestir vekja mikla athygli á þinginu og þykja skera sig töluvert úr fulltrúun- um frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð fyrir það, hve suðrænar þær eru útlits. Kaupmannahafnarblöðin hafa átt viðtoFbæði við Jónínu Guð- mundsdóttur og Kristínu Sig- urðardóttur, og segja þær, að þátttaka þeirra í húsmæðraþing- inu sé undirbúningur þess, að Húsmæðrafélag Reykjavíkur gangi í Húsmæðrasamband Norðurlanda. Húsmæðraþinginu lýkur á fimmtudaginn. — Alþbl. 21. Maí Júgóslavar fá eyjar undan Dalmatíu, sem ftalir áttu áður. Það var ákveðið á ráðstefnu utanríkismálaráðherranna í París í gær, að Júgóslavía skyldi fá eyjar þær í Adríahafi, undan Dalmatíuströndð sem ítalir áttu fyrir stríðið. Þessari ákvörðun fylgir þó það skilyrði, að Júgóslavía komi sér ekik upp neinum herstöðvum eða víggirðingum á eyjunum og að ítalir haldi fiskiveiðaréttindum sínum við þær óskertum. GLÆPAALDA J. Herbert Hoover, yfirmaður rannsónarlögreglunnar í Banda- ríkjunum, telur glæpaölduna þar í landi vera svo að magnast, að telja megi víst, að um 6 miljónir glæpamanna leiki þar lausum hala um þessar mundir. Illu heilli eru það, allra nú á vörum, tíðindi — og tíðrædd — að Tryggvi sé á förum. Eigingirni okkar, klökk, umlar: Skaðabætur heimtast ekki, þar eð þökk þurrum tárum grætur. Framsýnum og visum varð við þá fregn að orði: ' Eg sé fyrir skildi skarð, skarðann hlut á borði. Um það deilir ekki neinn, er og það að vonum, hann fer svosem ekki einn, Elva fylgir honum. Er að slíkum eftirsjá, enda fyrst og seinast, meinlegast, að missa þá menn, sem nýtir reynast. Þó skal breiða bjart á vör brosið — andlitsprýði. — Gera þeirra’ úr garði för góða, þó oss svíði. Óskir góðs, þeim gefa á götu, veganesti. Svo þau aki okkur frá “eldisfeitum hesti.” gengi spáir þínu getspök, sem að lesa á leið lengra nefi sínu. Þinni ungri syndri sál sólar töfrar heima norræn tunga, mömmu mál, mildast allra hreima. Fornbókmentum Islands í, —arfi feðra þinna— sástu glóa gull og því giftudrúgt að sinna. Þekking annast óðal sitt, * örvaði getu þína löngum, til að láta þitt ljós, í vestri, skýna. Fylgir þeirri gáfu er gaf góðvild, þeir sgm hljóta þrá að láta aðra af örlætinu njóta. Yfir gengi gleðjast mátt. Gott et og til sagna að þú er vænn og víðsýnn, átt vinaláni að fagna. Góður orðstýr ykikar hér orðinn heildar gróði. Viðkynningin varir, er vaxtað pund í sjóði. A. B.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.