Lögberg


Lögberg - 11.07.1946, Qupperneq 3

Lögberg - 11.07.1946, Qupperneq 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1946. ... - - L lslendingadagorinn í Vancouver Afátaðan til Krists (Framh. frá síðustu viku) Mun ekki morðinginn og þjófur- inn og svíðingurinn og sælker- inn og kúgarinn og hórkarlinn vera áþekkir innvortis? Vér fæð- umst ekki í heiminn með neitt hátíðlegra hætti en fáfróðir for- feður gerðu, og á banasænginni erum vér mjög í sömu sporum og þeir. Og sólin vekur lífið á sama hátt og þá, og blóðið er eins samsett í æðum vorum og í Páli postula, og vér horfum á sömu stjörnumerkin og Lúther og lög- mál jarðar og himinhvolfs, lík- ama og sálar eru þau sömu og þegar Kristur var krossfestur. Einstein og Edison, bílar og tann- burstar hafa ekki breytt minnstu vitund um þetta, ekki kjarnork- an heldur. Og almáttugur Guð er nákvæmlega eins. Hvorki Al- þingi, Sálarrannsóknarfélagið, Háskólinn eða prestastefnan geta vikið honum til eða því sem hon- um hefux þóknast að birta og boða mönnunum, ekki fremur en góufífillinn getur flutt heim- skautið úr stað, eða sveigt jörð- ina til á möndli sínum. Blómið á nákvæmlega sömu úrkosti til lífsins nú eins og þá, og sömu leið í dauðann. Mannssálin líka. 3. Loks er svo þriðji flokkur- inn, opinskáir fjandmenn og hat- ursmenn. Þeir ganga hreint til verks — þetta, sem Jesús gerir, er djöfulsins verk, hvorki meira ná minna. Hafið þér tekið eftir því: Miskunnarverk við þjáðan vesaling, unnið af Jesú frá Naz- aret, er stimplað sem djöfulsins verk. Oss mætti koma í hug vers Passíusálmanna: Furða það, sál mín, engin er, ei skalt því dæmi týna, þó veröldin launi vondu þér velgjörð mjög litla þína. Slíkt gjörðu menn hinu græna tré. Hvers á hið visna að vænta? Kirkja Jesú á jörðinni hefur aldrei verið nema sem skugginn hjá ljósinu, borið saman við Drottinn. En ekki mundi skugg- inn sjást, ef ljósið væri ekki. Svo bendir og kirkjan í öllum veikleika sínum til hans. Og ekki' myndu menn ofsækja skuggann, nema af því að þeir vildu gjarn- an byrgja ljósið. Hönd Krists hefur kirkjan verið og er, munn- ur hans til boðunar hins eilífa sannleika í heimi tímans, hönd hans til líknar og bjargar — oft lemstruð hönd og heft tunga en vitni hans og verkfæri samt, þrátt fyrir allt. Það er svo oft sagt: Árásirnar á kristindóm- inn beinast ekki að Kristi. Væri kirkjan heil og sönn, væri hún óflekkuð af mannlegum ófull- komleika, værum vér, opinberir Uiálsvarar hennar og flytjendur boðskapar hennar, líkari Kristi en vér erum, ef meira væri sýni- tegt af mætti hans og heilagleika i lífi þeirra, sem játa hann, þá niundi öll andstaða þagna, mann- ^ynið myndi ganga Guði á hönd. Er það víst að þetta sé rétt á- iyktað? Eg varpa ekki spurn- ingu fram til þess að afsaka, ekki kirkjuna í nútíð né fortíð, ekki neina einstaklinga, hvorki mig né nokkurn annan. Vér eigum ekki nokkrar málsbætur í því, sem áfátt er hjá oss, og þeir eru vísast færri, sem gera sér grein iyrir, undir hvílíkum dómi vér stöndum. En eg spyr samt og sPyr aftur: Gæti það ekki hugs- ^st, að þesu sé alveg öfugt farið, því líkari sem vér værum Kristi, því máttugra og virkara sem guðsríkið væri hið innra með oss og í athöfnum vorum, Því meiri yrði andstaðan, því magnaðri fjandskapurinn? Eða var það tilviljun, hvernig farið Var með Drottinn sjálfan? Þeg- ar hann gekk um kring og gerði óllum gott, Iíknaði, bætti og essaði, þá sögðu hinir fremstu menn, að hann væri í bandalagi við djöfulinn. Þegar hann futti sinn eilífgilda kærleiksboðskap var sagt, að hann hefði illan anda. Ekki hafði hann neinar galdrabrennur á samvizkunni, ekki varð hann sakaður um, að hafa heft framfarir,, hvorki í læknavísindum né öðru, eða drepið niður mennigu, ekki varð hann sakaður um að vera hand- bendi kúgunar- og afturhaldsa- flanna í þjóðfélaginu. Og samt var hann krossfestur. Og hinir fyrstu, dreifðu, fátæku söfnuðir 'hans í Rómaveldi — ekki höfðu þeir brennt neinn Brúnó á báli, engan rannsóknarrétt höfðu þeir, þeir höfðu ekki einu sinni nein óleyífilteg kirkjubyggingaráform á prjónunum, og samt voru þeir hataðir og ofsóttir, dregnir á bál, varpað fyrir villidýr, stúlkurnar t.d. látnar böðlunum eftir til sví- virðingar, áður en kvalafull af- takan fór fram, og svo gníst tönn- um gegn þeim, er þeir báðu kvöl- urum sínum fyrirgefningar og blessunar Guðs. Svona var vinsemdin í garð kirkjunnar þá. Værum vér lík- ari Kristi í dag, væri hann máttk- ari í oss, mundi það ekki leiða til ytri friðar fyrir kirkjuna? Þvert á móti. Hið illa í tilver- unni og sálum mannanna er ekki aðeins misskilningur, ófullkom- leiki, leifar dýrslegra erfða, nei, það er virkt og persónulegt, markvíst myrkravald. Enn í dager það svo, að kirkjan er úthrópuð sem stoð og stytta djöfulsins í þessum heimi. Menn nefna þessa persónu ekki þessu nafni nú. Hann heitir á máli 20. aldar t. d. auðvaldið, kapital- isminn eða nazisminn. Þjóð- verjar kölluðu hann um skeið pósíalisma og kommúnisma. Menn neita því ekki, að kirkjan komi einu og öðru til vegar, en það er' af hinu illa. Því skal henni útrýmt. Bezt er raunar að gera það ií kyrrþey, bezt ef hægt væri að láta hana dragast upp með aðstoð skynsamlegrar lög- gjafar — t. d. með lítilvægri breytingu á stjórnarskránni. Pólitíkusar nútímans eru allt eins stóttugir og foringjalið Gyð- inga forðum. Óvinurinn lærir svo sem af reynzlunni. En eitt skal kirkjan vita sjálf: Hvenær sem illir amdar hervæð- ast, þá er það merki þess, að Guð er að vinna dásemdarverk. Guðs ríki er í nánd. Þegar þér sjáið allt þetta koma fram, þá réttið úr yður, því að lausn yðar er í nánd, segir Drottinn. Satan geng- ur ekki heill til leiks úr þessu. Hann er lamaður. Umbrot hans eru aðeins fjörbrot. Hann var hinn sterki, en hinn sterkari kom, ofjarl hans, tók hertýgi hans og skipti herfanginu frá honum. Krossinn og upprisan gerðu út um sigurvonir hins illa í þess- um heimi. Kristur konungur, hinn upp- risni, sigurvegarinn, — að lok- um beinir hann úrslitakostunum til vor allra, hvar í flokki sem vér erum, og segir: Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér. Sá, sem ekki samansafnar með mér, hann sunduirdreifir. Ljósið eða mynkrið, hinn sterki eða hinn sterkari, hinn bundni og sigraði eða sigurvegarinn, hinn lemstr- aði eða hinn upprisni, hin dæmdi og fordæmdi eða hinn heilagi, eilífi, almáttugi dómari lifandi og dauðra. Um þessa tvo eigum vér allir að velja í lífinu nú og í eilífðinni síðar. Vér erum her- fang annars hvors. Hvar er ég? Hvar ert þú? Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það. Amen. -^(Eining). Þann 16. Júní var haldinn ís- lendingadagurinn í Vancouver. Nefndin sem stóð fyrir þessu há- tíðahaldi, voru fulltrúar frá öllum íslenzku félögunum í borginni. Samkoman fór fram í “Memorial Park,” yndislega fag- ur lystigarður, sem er vel settur og hentugur fyrir svona úti- samkomur. Um morguninn var þykkt loft, og leit út fyrir regn, svo það hefur sjálfsagt haldið mörgum frá því að koma á samkomuna. Þó það megi segja að samkoman væri vel sótt, þá saknaði eg þar margra sem eg vonaðist til að mæta þar. Um hádegi var farið að birta til í lofti, og bráðlega var orðið heiðríkt, svo sólin sendi verm- andi geisla sína út yfir lög og láð. Þá fór öllum strax að líða betur. Ræðupallurinn hafði verið skreyttur með íslenzka fánanum, og Brezki fáninn til vinstri handar, en Canadiski fáninn á hægri hlið. Hátíðahaldið byrj- aði um kl. 12.30 e. h. með því að Dr. H. Sigmar massaði þar á staðnum. Svo þegar þeirri at- höfn var lokið, var matmáls tími kominn, og þá tekið til ó- spiltra málanna. Flestir höfðu kornið með malpoka sína troð- fulla af öllu því bezta sem hægt var að fá á borginni, og nutu þess allir, og jafnvel þeir sem höfðu forsmáð að búa sig út með nesti. Forstöðunefndin veitti öllum ókeypis kaffi og rjóma, og öll börn fengu ísrjóma gefins. Þegar allir höfðu matast, þá var byrjað á “Sports” og tóku börn og ungmenni góðan þátt í því. Mr. Frank Frederickson stýrði því, og fór það alt fram með röð og reglu. Þau sem fræknust voru fengu öll nokkur verðlaun. Þegar öllum “Sp>orts” var lok- ið, byrjaði aðallega dagskráin. Mr. Óðinn Thorsteinson, núver- andi forseti “Strandar” setti sam- komuna og bauð alla viðstadda velkomna. Kom þá fram íslenzki söngflokkurinn undir stjórn H. L. Thorláksonar, sem söng “Ó Guð vors lands,” og nokkur fleiri ’lög. Þá kom fram á ræðupallinn Mr. H. L. Thorlákson, vararæð- ismaður Islands hér á vestur- strönd Canada. Flutti hann í stuttri ræðu, kveðju til allra þeirra sem til staðar voru, fyrir hönd óslenzku stjórnarinnar. Var því tekið með dynjandi lófa- klappi. Eini ræðumaður dagsins var próf. T. J. Oleson, og var hann nú á dagskrá. Aðal efni ræðunnar var um Jón Sigurðsson og starf- semi hans fyrir íslenzku þjóð- ina. Þess gjörizt ekki þörf að vera hér margorður um ræðu prófessorsins, því þó hann tal- aði mest blaðalaust, þá verður birtur nokkur úrdráttur úr ræð- unni í Lögbergi. Ræðan var öll þaulhugsuð hugvekja til okk- ar Vestur-íslendinga. Það er at- hyglisvert að þessi ræðumaður er ungur maður, nýlega útskrif- aður frá háskólanum, er fæddur í Manitoba eins og faðir hans, móðir hans kom frá íslandi barn. Þegar þið hafið lesið þessa ræðu, þá sjáið þið Canadiskan Íslending einsog við viljum eiga þá. Hann hefur ekki látið móð- urmálið eitt sitja á hakanum á skóla árum sínum. Hann kann íslenzku eins vel, og hann kann vel enska tungu. Eg vil óska og vona að okkar íslenzku menta- menn og konur í framtíðinni, taki sér hann til fyrirmyndar á þessurn sviðum, því það er mik- er mikils vert fyrir viðhaldi ís- lenzku þjóðerni hér vestanhafs. Nú var dagskráin á enda, en sól ennþá hátt á lofti, svo tími var til þess að sungnir voru ís- lenzkir söngvar, sem allur þing- heimur tók þátt í. Það var eitt aukaatriði sem ekki var á dagskránni, og var nú komið að því. Forseti dags- ins bað þau próf. og Mrs. T. J. Oleson að koma upp að ræðu- pallinum. Tók þá Dr. Sigmar til máls og ávarpaði þau próf. og Mrs. Oleson fyrir hönd hinna mörgu vina þeirra og veiunnara hér í Vancouver.^, Talaði hann um starfsemi þeirra fyrir ís- lenzkan félagskap og þá þakk- lætisskuld sem við værum í við þau fyrir það. Fór ræðumaður- inn um það nokkrum vel viðeig- andi orðum. Mintist ihann á það skarð sem kæmi í fylkingu okk- ar félagskapar hér, við burtför þeirra frá Vancouver. Óskaði hann þeim og börnum þeirra til lukku og Guðs blessunar í fram- tíðinni. Þá flutti Ármann skáld Bjömsson kvæði, sem hann nefndi “Skilnaðarskál.” Þá kom Miss Jóhanna Johnson fram og afhenti Mrs. Oleson skrautleg- an blómaknapp, “Corsage” frá félagssystrum hennar, með kæru þakklæti fyrir þátttöku í þeirra félagskap. Séra Sigmar afhenti próf. Ole- son vandaðan lindarpenna, sem hann sagði væri mest megnis frá félagsbræðrum hans og systr- um, í félagiriu “Ströndin.” Sagði hann að þetta væri aðeins lítill vottur um þakklæti það sem fél- agsbræður hans og systur vildu veita honum fyrir róttæka starf- semi hans í þeirra félagskap. Þakkaði próf. Oleson fyrir sig og konunnar hönd þessar gjafir, og þá vinsemd sem þeim væri sýnd. Próf. Oleson og f jölskylda hans eru á förum héðan til Winnipeg, þar sem hann hefur tekið kenn-- ara stöðu við United CoUege, og kennir þar miðalda sögu og stjórnfræði. Það fór alt vel fram þetta há- tíðahald hér, og allir virtust fara heim til sín glaðir í anda og á- nægðir, og hafa skemt sér vel þennan dag. Nokkra aðkomandi gesti varð eg var við um daginn. Mr. Vig- fús J. Guttormson skáld, konu hans og dóttur frá Lundar, Man. Er ha-nn svo vel kunnur að fólk hafði mikla ánægju af því að hafa tækifæri kynnast því fólki. Mr. Andrew Danielson frá Blaine var þar og máske fleiri þaðan. Sjálfsagt hafa Verið þar margir fleiri gestir um daginn, því nú eru svo margir hér á ferð- inni sér til skemtunar í sumar fríinu. S. Guðmundson. í New York eru 14,000 leigu- bílar, sem fara að meðaltali um 200,000 ferðir á dag, og flytja 350,000 farþega. NÝKOMIÐ! NÝ UPPFINNING ! “GOLDEX” . MAGATOFLUR Ef þér kvíðið fyrir máltíð, vissum mat vegma Rass — 6- þæginda, finnið til of mikils h jartsláttar; vonds bragðs, uppþembu eða verkja af völd- um ofáts eða ofdrykkju Þá er óþarft að kveljast FÁIÐ YÐUR HIÍÍAR • Skjðtvirku • Bragðgóðu “GOLDEN” MAGATÖFLUR 360 töflur, $5.00; 120 töflur, $2.00; 50 töflur. $1.00. Reynsluskerfur, lOc. FÆST í ÖLLUM LYFJABÚÐ- UM — LYFJADEILDUNUM Business and Professional Cards é DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN sérfrœðinour i augna, eyma, nef oo kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími *93 851 Heimasími 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHBRBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsíml 27 324 Heimilis talsími 26 444 Phone 31 400 Electrical Appliances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SAROENT AVE. PKINCE/Í MESSENQER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smserri tbúðum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Wlnnlpeg, Canada Phone 49 469 Radio Servíce Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla I heildsölu með nýjan og ■ frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 25 356 Heima 56 462 Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG j. Davidson, Representative Phone 97 291 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 93 996 Helmili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—6 efUr hádegi DR. E. JOHNSÖN \ 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones; Office 26 — Res. 230 Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 565 For Quick Reliable Serviee J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngal&n og elds&byrgð. bifreiða&byrgð, o. s. frv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöinocur 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distrlbutors of Frjsh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREEJT Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.