Lögberg - 25.07.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
\Vu
ss&*i
fú* ** a
i f*<
»n» r
A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
aivA F1 '
LOti»l<ler A Complele
Cleaning
Inslilulion
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946.
NÚMER 30
FRETTIR
DANMÖRK.
Verzlunarsamningur hefir ver-
ið fullgerður á milli Danmerkur
annarsvegar en Rússa hinsvegar.
Danir ganga inn á að kaupa fóð-
urkorn, eldsneyti og hráefni frá
rússnesku sambandsríkjunum.
En Rússar lofast til að kaupa
matvörur, fiskibáta, togara og
nokkuð af verksmiðjuvarningi
af Dönum. Fyrir stríðið síðasta
seldu Danir mest af matvöru
þeirri er þeir fluttu út, til Breta
—sérsta'klega smjör, egg og
svínakjöt. -Nú verða Bretar að
snúa sér í aðra átt til þess að
fá þær vörur.
♦ ♦ ♦
FRAKKLAND.
Ellis Emmons Reed yfirmaður
þjóðarflugvélanna á Frakklandi,
hefir lýst yfir því, að sökum
þróttmiklar framleiðslu Frakka á
öllum sviðum athafnamála þjóð-
arinnar, verði hún undir það
búin að taka á móti fjölda ferða-
fólks árið 1947.
Um 60% af gistilhúsum Frakka
eru tekin til starfa, og mest af
járnbrautunum sem eyðilagðar
voru í stríðinu endurbættar.
•f -f -f
Vdðtæk verkföll vofa yfir á
Frakklandi, nú þegar þjóðin er
óðum að ná sér eftir eyðilegging-
una. Kolaframleiðsla Frakka
vikulega, nemur nú 1,000,000
tonnum. Ullarframleiðsla þeirra
er nú 68% af því sem hún var
fyrir stríðið. Baðmullar fataefna-
framleiðsla 72%. Járnframleiðsl-
an nam 252,000 tonnum fyrri sex
mánuðina af 1946 og má heita
jafnmikil og hún var hjá þeim
árlega fyrir stríðið. Stálfram-
leiðslan nam 342,000 tonnum í ár,
en hún nam 515,000 tonnum ár-
lega fyrir stríðið síðasta.
Verkfallshættan stafar frá
kröfum verkamanna á Frakk-
landi um 25% hækkun á vinnu-
launum yfirleitt. Verkveitendur
kváðust ekki með neinu móti
geta mætt þeim nema því aðeins
að hið opinbera hlypi undir
bagga, eða þá að þeim yrði leyft
að hækka verðið á vöru sinni.
Stjórnin, sem óttaðist verðbólgu,
neitaði að taka nokkurn þátt 1
kauphækkuninni. Verkamenn
hafa gefið verkveitendum þangað
til á sunnudag. Ef þeir þá neita,
er alls herjar verkfalls að vænta.
♦ ♦ ♦
2,500 námamenn í gull- og
koparnámum í British Columbia
hafa gjört verkfall. Þeir krefjast
29c kaupviðbótar í klukkutím-
ann og 40 klukkustunda vinnu-
viku. En rétt eftir að þetta verk-
fall var hafið, kom yfirlýsingin
frá Usley um að Canada dollar-
inn hafi verið hækkaður í verði
um tíu af hundraði, sem gjörir
öllum gullnámum, sem ekki eru
stór-auðugar, erfiðari aðstöðu.
Gull seldist áður til Bandaríkj-
anna fyrir $38.50, nú fyrir $35.00
únzan. Lítil líkindi til að verk-
fallsmönnum á því sviði fram-
leiðslunnar verði mikið ágengt.
Verkfall gerðu 4,000 menn hjá
Westinghouse félaginu í Toronto
og 400 hjá grávöruverzlunar-
mönnum í Hamilton, Ont. í báð-
um tiMellunum var krafist kaup-
hæbkunar og styttri vinnutíma
en áður var.
♦ ♦ ♦
Right Hon. W. L. Mackenzie
King er farinn áleiðis til friðar-
þingsins í Paris, sem hálda á
seint í þessum mánuði. Með
honum fór-u Norman Robertson,
aðstoðar utanríkisritari, og Arn-
old Heeney, leyndarráðsritari.
Hinir tveir umboðsmenn Kanada
á þessu friðanþingi eru Hon Dana
Wifgress sendiherra Kanada í
Moscow, og Maj.-General George
Vanier, sendiherra Kanada í
Paris. Mr. King og þeir félagar
sigldu þann 20 þ. m. frá Halifax
með skipinu Georgic.
♦ ♦ ♦
Stuart S. Garson forsætisráð-
t
herra er á förum til Ottawa til
þess að semja fyrir hönd Mani-
tobafylkis um skatta og fjármála-
sakir Manitoba við stjórnina í
Ottawa.
♦ ♦ ♦
Tíu bakarí í norður parti Win-
nipeg borgar hafa orðið að loka
dyrum sínum sökum verfalls sem
vinnufólk þeirra gerði.
♦ ♦ ♦
Brotist var inn í Járnbrautar
flutninigsvagna C.N.R. í Montreal
á föstudags nóttina var, og frá
$100—$200,000 virði af vörum er
sagt að stolið hafi verið úr þeim.
♦ ♦ ♦
Mr. J. S. Wood, bóndi í Oak-
ville, var útnefndur af hálfu Lib-
erala í Portage kjördæminu sem
þingmannsefni flokksins við í
hönd farandi kosningar til þjóð-
þingsins á Kanada, sem fram
þurfa að fara sökum dausfalls
fyrverandi þingmanns þess kjör-
dæmis, Harry Leader. Tveir aðr-
ir hafa verið útnefndir til þing-
sóknar á Portage kjördæminu;
annar af hálfu afturhaMsmanna.
Hinn af C.C.F. flokknum.
♦ ♦ ♦
Konunglega rannsóknarnefnd-
in sem var að rannsaka spæjara
athafnir Commúnista i Kanada,
hefir nú skilað af sér því verki
til landstjórnarinnar. Er skýrsla
þeirra mikið mál, en aðal atrið-
in eru:
1. S°V|í,et (Stjórnin á Rúss-
landi hélt uppi í Kanada
nokkrum spæjara félögum á sam-
bandi við fimtu-deildar starf-
semi þeirra.
2. Viðtæk leyndarmál Kan-
ada voru seld í hendur Sovíet
stjórnarinnar.
3. Spæjara liðsauki í Kan-
ada var nærri eingöngu fenginn
úr Commúnista flokknum.
4. Fölsuð vegabréf voru gefin
út af vegabréfaskrifstofu Kan-
ada.
5. Undirbúningur undir
þriðja aiheimsstríðið var hvers-
dagslegt umtalsefni á meðal
sendiráðsmanna Rússa i Kanada.
6. “The Cimmitern” heldur
enn uppi comimúnistiskum á-
róðri um víða veröld.
7. Níu Kanadamenn, sem áð-
ur höfðu ekki verið nefndir, eru
ásakaðir um þátttöku í spæjara
samtökum í Kanada.
8. Stórkostlega aukið starfs-
svið undir forustu Col. Nicolai
Zabotin var ákveðið.
9. Sendiberra Rússa í Kan-
ada, Georges Zaroubin, var frí-
kendur með öllu.
10. Leynilögreglu starfsemi
hefir verið haldið uppi og áfram
af Rússa hálfu síðan árið 1924.
11. Mest af upplýsingum þeim
sem Rússar voru umfram um að
ÚTSKRIFAÐIR f LÆKNISFRÆÐI FRÁ HÁSKÓLANUM
í MANITOBA.
Sveinbjörn Stefán Björnson
sonur þeirra Sveins læknis
Björnsonar í Ashern, Man.
og konu hans frú Maríu
Björnson. Hinn ungi og efni-
legi læknir fer fyrst um sinn
til Ashern, og stundar lækn-
ingar með föður sínum.
Lögberg óskar þessum
Sveinn Halldor Octavius
Eggertsson
sonur Árna G. Eggertssonar
lögfræðings í Winnipeg og
frúar hans Maju Eggertsson.
Dr. Eggertsson tekur stöðu
í bili við spítala í Steinback,
Man. En 'hefir ákveðið að
halda til Lundúnaborgar í
haust til framhaldsnáms.
nýútskrifuðu læknum til gæfu og gengis,
unni sem leið snéru hinir nýju
herrar bakinu við öllum fornum
minningum í sambandi við Kön-
igsberg, með því að skíra borg-
ina upp. Hið nýja nafn hennar er
Kaliningrad.
♦ ♦ ♦
KANADA
Spánverjar og Portúgalsmenn
eru að gerast nærgöngulir á fiski-
miðum Nova Scotia. Diesel
mótorskip frá þeim löndum, sém
eru tíu til tólf sinnum stærri og
miklu hraðskreiðari en fiskiskip
Nova Scotiu manna, eru nú kom-
in til veiða á hin svonefndu
Quero-mið, en þau liggja aðeins
160 mílur undan ströndum Nova
Scotia fylkis, og eru ekki aðeins
þau næstu, heldur láka þau arð-
mestu fiskimið sem Nova Scotia
menn eiga. Útlendingar þessir
Ullllllll
eru svo nærgöngulir Nova Scotia
ifiskimönnum á þessum miðum,
að þeir spilli ekki aðeins veiði
þeirra, heldur eyðileggja þeir
veiðafæri þeirra og hafa hrakið
þrjú hundruð fiskimenn alveg
af þessum fiskimiðum. Fiski-
málaráðherra Kanada hefir skip-
að rannsóknarnefnd á mál þetta,
og er vonandi að bót verði ráðin
á yfirgangi þessara útlendinga.
♦ ♦ ♦
CNTARIO
Ný aðferð til að finna gull og
aðra málma, er hr. Hans Lund-
enberg að reyna. Hann lét gera
nýja flugvél, helicopter, sem
hann og sérfræðingar hans eru að
fljúga á yfir norðunhlutann af
Ontario. Þeir hafa með sér raf-
tæki, sem mælt geta þéttleika
jarðarinnar, sem þeir fljúga yfir.
(Frh. á bls. 5)
GESTAKOMA
Kveðin Vigfúsi J. Guttormssyni
(Þetta kvæði var flutt í fámennu góðvina boði hjá höfundinum)
ná í, vour í sambandi við hernað-
arimál.
12. Upplýsingum mj-ög þýð-
ingarmiklum í sambandi við V.T.
kveikju hefir verið ljóstað upp.
13. Sýnishornum af úraníum
hefir verið stolið og þau send
með flugvélum til Moscow.
14. Von var á auknu liði af
umboðsmönnum Sováet stjórn-
arinnar, til athafna í Kanada.
Þrír af þeim 9 sem sakaðir eru
um njósnar þátttöku í Kanada
hafa verið teknir fastir nú alveg
nýlega.
♦ ♦ ♦
HVAÐ HEFIR KOMIÐ
FYRIR?
•Frétt frá Moscow segir að hers-
höfðingja George K. Zhukov
hafi verið vikið úr tign sinni og
sendur til Odessa. Zhukov var
foringi landhers Rússa i stríðinu
síðasta og gat sér frægð mikla
fyrir framgöngu sína í hvívetna.
♦ ♦ ♦
NIÐURSETT VÖRUVERÐ
Á RÚSSLANDI
Hlut aðeigandi yfirvöld á
Rússlandi hafa lækkað útsölu-
verð á vörum sem nemur 40%,
en samt berjast fjölskyldur sem
að meðal inntektir höfðu i bökk-
um efnalega — kjörkaup í búðum
eftir niðurfærsluna. Lérefts kjól-
ar, sem við hér í landi kaupum
fyrir $4.80 seljast fyrir 1500 rúb-
lur í Moscow ($125.00). Karl-
manna fatnaðir sem voru settir
niður um 43%, $133.33 ódyrast
skór settir niður um 42 % seldust
yfir hundrað dollara parið að
jafnaði. Sápustykki sem við
borgum 10 cent fyrir var sett
niður um 46%, en seldist samt
fyrir $2.80.
♦ ♦ ♦
PÓLLAND
Það þarf ekki nema einn gikk
í hiverja veiðistöð. Drengur 9
ára gamall sem heima á í bænum
Kielce á Póllandi, kom til föður
síns dag einn í vi'kunni sem leið
og sagði ihonum, að Gyðingur þar
í bænum hefði tekið sig nauðug-
an og farið me sig ofan í kjallara
þar sem verið höfðu 1500 börn
kristinna foreldra. Saga þessi var
heimskuleg og eins gamul og
Gyðingasagan sjáltf, en hún var
samt nóg til að kveikja hatur.
Drengurinn fór meðríöður sínum
og um 5,000 bæjarbúum, sem
safnast höfðu saman á örstuttum
tíma, til miðstöðva Gyðinga þar
í bænum. Hópurinn réðist að
Gyðingunum og brutu upp hús
þeirra og varnarskjól og náðu 120
manns á vald sitt, sem þeir börðu
miskunnarlaust með ólum og
bareflum, og sumir höfðu járn-
stangir að vopni. Þegar þetta
hörmungar-æði breiddist út
komu pólskir menn í hermanna-
búningum og brutust inn í hús
Gyðinganna og buðu þeim að sjá
þeim farborða á óhulta friðar-
staði, en undir eins og út var
komið sleptu þeir hendi sinni af
Gyðingunum, sem þeir höfðu lof-
að að vernda, í hendur upp-
hlaupsmanna. Afleiðingarnar
voru þær, að 36 Gyðingar voru
drepnir og 40 meiddir.
♦ ♦ ♦
BRETAR Á NÝJUM
VERZLUNARBRAUTUM
Samkeppnin um framtíðar-
markaði í hinum ýmsu löndum
heims er þggar hafin og sækja
Bretar þar fram með nýjum og
nýtízku aðferðum. Þeir hafa lát-
ið gera sérstaka tegund flugvéla;
í þeim fljúga þeir til Austur-
landa, Afrí'ku eða hvert á land
sem þeir helzt kjósa sér, með
sýnishorn af varningi sínum, og
sýna hann þar sem væntanlegir
kaupendur eiga greiðastan að-
gang að flugvélum þeirra og
semja um sölur og verð.
♦ ♦ ♦
EIRE
Forsætisráðherra í r 1 a n d s
Eamon de Valera fórust þannig
orð á fjölmennum þingfundi:
“Að því er Englendinga snertir,
þá vekur það undrun allra 'hve
dásamlega að þeir sjálfir neita
sér um alla 'hluti til þess að geta
veitt nauðstöddu fólki í Evrópu
björg.”
♦ ♦ ♦
KÖNIGSBERG
Königsberg hefir frekar öðrum
borgum Þjóðverja verið minn-
inganna borg. Þar voru níu síð-
ustu konungar Prússa krýndir;
þar fæddist Kant, þar lifði hann
og dó og þar er hann grafinn.
Stórmenni Þjóðverja hafa haft
þar aðsetur sín síðan 1255. í vik-
Öldum fyr en blöð og bækur
beindu landans fræðaþrá,
Fréttaþulir — söngs og sagna —
samtíðinni lýstu hjá.
Voru þá í heiðri hirðskáld •
höfð, er drápur fluttu gram.
—Nútíð býr að fyrntri fortíð. —
Fólkifj óð og ræðu nam.
Frægðarorð — í góðú gengi —
gátu sér og juku hróð
Frónbúans, í Háva-höllum,
höfuðskáld með vorri þjóð.
Farmenn þá og ferðalangar
fluttu þeirra orðstýr heim.
Löngu seinna, leturgerðin
lifandi bauta reistu þeim.
Þá, er bar að garði góðann
gest, var heimamönnum stefnt •
saman( til að heyra hann. Til
hófs var eftir getu efnt.
Dreifbýlisins drunga-höfga
dreifði, af fólksins hrjúfu brá.
Manns gamanið, maður, sem að
mörgu kann að greina frá.
Vel er enn um vegfaranda:
—Víðförull er gestur hér. —
Yfir þeirri héraðs-heppni
heimasætum dillað er.
Vita af reynd og frásögn fjölbreitt
fyrir-bærið, mannlífið.
Sínar farir segi ’ann sléttar
sízt af öllu búast við.
Kveð þér hljóðs, vor góði gestur.
Geninunum skírðu frá.
Við — sem erum öll að hlustum
orðin — munum hlýða. Á
tungu þinni er oss áður
óður þinn og ræða kunn.
Mál, sem eins og okkar væri
ort og talað fyrir munn.
Heill þér, Vigfús, vel er kveðið.
Vitund er þess grunvís mín,
þá, er framtíð merkra manna
minnist, getið verði þín.
Þó veltur á litlu viðurkenning;
varðar meiru Hitt, að það
héraðsfleygt og heyrum kunnugt,
höfundinn lifi, það hann kvað.
Ei hava þeir til einskis lifað —
athyglina til sín heimt —
sem hafa gullöld glæsilegra
guðsríkja á jörðu dreymt.
Gleymd eru nöfn, þess sefa’ er samdi
sögur( æfintýr og ljóð.
Sultar lífs, svo, bölið las ei
bana orð, af vorri þjóð.
Á. B.
WIUIIjlllilllllllIIIIIIMHIIIIIIM
lliiilliiiiiliilliiilliillillliilllliliiliiiiiiiiiliiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiii[iiiiiiiiiíiiiil!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiwiii!iiiuiiiiiiiiii:iiiiiiiiiiiiii;iii:iiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii{|iniiii