Lögberg - 25.07.1946, Side 6

Lögberg - 25.07.1946, Side 6
6 L.ÓGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946. “Denne með dökkt hár og ekta Cum- ings andlit,” sagði líann, “hún líkist lávarðinum, stolt og róleg. En Lillian litla er lík Margréti, þegar hún var barn.” Segðu þetta aldrei,” sagði móðir barnanna, “þær mega vera líkar hverj- um sem vera vill, nema mér.” Þau töluðu hughreystandi og vin- gjarnlega við hana. Faðir hennar sagði að hún og börnin skyldu vera hjá þeim í húsinu, og að hann léti hana ekki framar fara burt frá sér. Þau báðu hana að líta á börnin, sem nú höfðu gleymt allri hræðslu og hlóu og borð- uðu ávexti og hunang. Þau drógu til hliðar hin hvítu gluggatjöld, svo hún gæti séð hve fagurt var útsýnið. Var ekki friður og ró hér yfir öllu? Sólin var að ganga til viðar ( vestrinu, fugl- arnir sungu kvöldsöngvana sína, og það var eins og aftanblærinn væri að segja góða nótt við hin tignarlegu álmtré —. alt var svo rólegt og friðsælt, og hið brennandi, særða hjarta Margrétar varð rólegt. Hún grét beiskum tárum, sem sléttuðu og milduðu öldurótið í huga hennar, og eyddu sársaukanum í hjarta hennar. Foreldrar hennar skildu þetta og lof- uðu henni að gráta út. Hún lá þar föl og máttvana, en æsingin var horfin úr huga hennar. “Lofaðu mér að vera hérna hjá ukk- ur, faðir minn,” sagði hún, “eg er svo hjartanlega ánægð með það. Látið allt vera eins og það var áður fyr, breyting- in er þá ekki önnur en börnin mín.” Börnin voru bæði sofnuð, og er Mar- grét var farin inní lítið og vel uppbúið herbergi, sem henni var ætlað, stóð Gregory upp og ætlaði að fara. “Nei, nei, ekki að fara, ’ sagði Mr. Werner, “Þú mátt ekki fara, þú lofaðir mér að vera hér heila viku.” “Eg veit það vel,” svaraði Gregory, þú hefur svo marga að hugsa um nú, Werner. Það kemur sá tími, að þessi vesalings þreytta stúlka verður lafði Cuming. Maðurinn hennar vissi að eg elskaði hana. Það má engin skuggi af vantrausti falla á hana. Eg kem ekki hingað til þín, meðan dóttir þín er und- ir þínu þaki.” Werner vissi að Gregory hafði rétt fyrir sér. “Lofaðu mér bara við og við, að sjá litlu stúlkurnar,” sagði Gregory, og ef bækur og leikföng verða send til þín, þá veistu frá hverjum það er. En eg má ekki tala við Margréti; hún er nú ekki Margrét Werner framar.” Werner hjónin horfðu á eftir Greg- ory, sem gekk yfir engið á leið heim til sín, og óskuðu að dóttir sín hefði aldrei séð lávarðssoninn af herragarðinum. Eírfiðleikar vesalings Margrétar voru ekki á enda ennþá. Morguninn eftir, er björt ágúst sólin skein inn í herbergið hennar, sá hún ekki neitt. Þegar börn- in komu að rúminu hennar og kölluðu á mömmu sína, heyrði hún ekki til þeirra. Hennar þreytta höfuð hreifðist aðeins lítið til hliðar, hún lá með opin stahandi augu. Hún var heltekin af brennandi hitasótt. Þegar móðir henn- ar kom inn til hennar, þekkti hún hana ekki, en hrópaði í óráði að hún, móðir hennar, væri fölsk kona, sem hefði tælt manninn sinn frá sér. Það var strax sent eftir lækni. Meðan beðið var eftir lækninum átti Margrét í hörðu stríði, og talaði sundurlausar setningar í óráðinu; af því sem hún sagði, gat móðir hennar ráðið í hver ástæðan fyrir því að svona var komið fyrir henni var. Hún ýmist hljóðaði upp, eða jós bölbænum yfir einhverja konu sem hún kallaði Ethel, sem Ralph elsk- aði. Svo talaði hún um að hafa verið á bak við trjárunna; svo sagði hún í æs- ingu við einhvern að hún tryði ekki því sem hann sagði, og svo: “Hann elskar mig ekki framar, — lofaðu mér að deyja —” Hitasóttin smá rénaði, og veslings Margrét lá máttfarin og ósjálfbjarga, sem nýfætt barn. Hún hrestist smátt og smátt, en varð aldrei sú sama og hún var áður. Æskufegurð hennar, von- ir, ást og hamingja, var allt horfið. Aldr- ei framar bros á vörum hennar, enginn roði kom í hennar náföla andlit, og hennar fyrri fríðleiki var horfinn fyrir fulit og allt. Rólegheit, strangalvarleg augu, og kaldar varir, sem ekki sást bros á, virt- ist nú að vera hin eiginlega Margrét, svo ólík hinni fyrri. Jafnvel börnin hennar urðu henni fremur til ama en ánægju. Ef þau vildu leika sér fóru þau út til ömmu sinnar, út á engið þar sem hún var að vinna, en móðir þeirra fór aldrei með þeim. En ef eitthvað kom fyrir, þá komu þær til mömmu sinnar. Margrét vildi fá eitthvað til að gera, hún vildi taka að sér búverkin, mjólka kýrnar og búa til smjör og osta, eða hvað annað sem með þyrfti á heimilinu, en faðir hennar vildi það ekki. Hún hafði snoturt lítið herbergi í húsinu, með rósir og kaprifólíum innan við gluggann. Þar sat hún tímum saman, þegar börnin voru að leika sér úti. Þar lærði hún það sem Ralph hafði reynt, en árangurslaust, að kenna henni á ít- alíu — að hugsa og lesa. Stórir kassar með bókum komu til hennar, faðir henn- ar var óspar á peningum til þess að gleðja hana. Hún fór að hugsa um það og undrast yfir því, að hún hefði ekki fyr haft tilhneigingu til bóknáms, og við lærdóm og lestur góðra bóka, glædd- ust hjá henni dýpri og hærri hugsanir. Hennar föla andlit tók á sig annan og göfugri fegurðarblæ. Það hefði enginn trúað því, að þessi djúpt hugsandi kona, sem talaði í svo mildum og hljómfögr- um róm, hið vandaðasta mál, væri dótt- ir óupplýstra foreldra, eins og Werner og konan hans voru. Það liðu svo nokkr- ar vikur, og hefði það ekki verið vegna tvíburanna, hefði Margrétt vel getað ímyndað sér, að þetta hefi einungis ver- i langur og ljótur draumur. Hún vildi ekki hugsa um Ralph; hún vildi ekki muna ást hans og umhyggju, né hvað hann lagði í sölurnar hennar vegna; hún hugsaði bara um það. sem hún á- leit að sér hefði verið gert rangt til, og hvað hún hafði liðið, og um hans þungu orð. Börnum fór vel fram. Hún kendi þeim að tala fallega og hreina ensku, og af samveru sinni við barnfóstruna, lærðu þau að tala ítölsku. Hún vildi ekki hugsa til þess að börnin yrðu, kannske • seinna, tekin frá sér. Hún áleit að Ralph hefði engan rétt til þess — þau voru hennar. Hann var or.ðinn leiður á þeim, þegar hann varð leiður á henni. Henni fanst ekki tíminn lengi að líða á hinu rólega heimili foreldra sinna. Hún hafði komist til fullkom- inna xólegheita, og sætt sig við kjör sín, en vilji forlaganna var sá, að það skyldi ekki vara lengi. 15. Kafli Ralph fór ekki heim til sín daginn sem Margrét fór. í örvínglun sinni fanst honum, að hann gæti aldrei né vildi, sjá Margréti framar. Fyrir hugskots sjón- um hans stóð hið óheiðarlega tiltæki sem hún hafði gert sig seka í, að standa á hleri, sem hann áleit verra en að fremja stærri glæp. Hann gat ekki skil- ið í hvernig að hún gat gert slíkt. Nú var hún honum sem dáin. Hann hafði elskað hana af instu rót hjarta síns; en nú var það búið. Hún hafði ausið yfir hann í bræði sinni, alslags skömmum og brígslúm; hún hafði brotið allar góð- ar reglur og framferði siðaðs fólks; hún hafði í bræði sinni mist alla stjórn á sér. Hvernig gat hann, eftir það sem skeð hafði, nokkurntíma litið framan í Miss Newton? Hún, auðvitað, mundi aldrei með einu orði, minnast á það sem skeð hafði, en það var svo erfitt að gleyma þeirri skömm, sem Margrét hafði gert honum í viðurvist hennar. Hann mintist hins blíða sumarmorg- uns, þegar hann niður við lækinn, hafði sagt Ethel frá ástar-æfintýri sínu, og hafði útmálað hve frítt og eðlilegt nátt- úrubarn Margrét væri. Gat þessi æðis- lega kona, sem hafði vogað sér að móðga hann, og skamma og svívirða hina göfugustu konu, sem vildi henni allt hið bezta, verið sú sama? Ralph hafði aldrei komist svo nærri vanvirðu. Hann mundi óljóst eftir frá skóla árum sínum, að einn félagi hans, sonur ríks aðalsmanns; var tekinn fastur fyrir að standa fyrir utan hurðina á stofu skóla- stjórans og hlusta; hann var rekinn úr skólanum fyrir það. Hann mintist einnig, að allir, ungir og gamlir, for- smáðu hann. Nú hafði konan hans gjört sig seka í því sama, en kringum- stæðurnar gerðu það enn verra fyrir hana. Hann spurði sig sjálfan að því, við hverju öðru hann hefði mátt búast. Hann hafði gifzt henni af því hún hafði frítt og barnslegt andlit, en ekki hugsað hið minsta um uppruna hennar, lyndis- einkunn né vitsmuni. Það mátti undar- legt heita, að svo ólíkt og meiningarlaust hjónaband hafði ekki verið tíu sinnum verra. Aðvaranir föður hans hljómuðu nú í eyrum hans. Hversu blindur fáráðl- ingur að hann hafði verið! Nú hafði hann mist alla von og traust á lífinu; einnig vonir og fyrirætlanir föður hans voru að engu orðnar. Nú fanst honum að hann hefði ekki um neitt framar að kæra sig. Konan hans — hann vildi ekki hugsa um hana! Nafnið eitt stakk hann í hjartað. Hann gat ekki framar látið Ethel sjá sig, og nú skildi hann fyrst hvað hún hafði ver- ið honum. Heimili hans og líklega Eng- land, var lokað fyrir honum. Hin stóru áform sem hann einu sinni hafði, hugs- aði hann nú ekki framar um. Við allar þessar hugsanir, sem brut- ust fram í huga hans, virtist ást hans til Margrétar vera brunnin til ösku. Það liðu þrír dagar áður en hann fór heim; Hann varð dálítið skelkaður við, að hún var farin burt. Hann, hafði búizt við, að finna hana hnuggna og gretta, og bjóst við að lenda aftur í rifrildi við hana, og að afleiðingin af því yrði að þau skildu; en nú var hún farin burtu. Hann fann bréfið og reif það í sundur, og henti því frá sér. “Síðasta atriðið í þessum sorg- arleik,” sagði hann biturlega. “Ef eg hefði ekki verið flón, þá hefði eg vel mátt sjá þetta.” Hin tómu híbýli mintu hann ekki á, að konan sem hann elskaði svo mikið, hafði nú yfirgefið hann fyrir alla tíma. Hann var of reiður og í of illu skapi til þess, að mildari hugsanir kæmust að í huga hans. Hún hafði yfirgefið hann — því betra; þau mundu aldrei framar sættast. Hann hugsaði, hryggur í huga, til tvíburanna — þær voru of ungar til þess að hann gæti tekið þær til sín, svo það var bezt að þær væru fyrst um sinn hjá móður sinni. Hann hugsaði með sér, að hann yrði að láta sér verða eins mikið úr lífinu og mögulegt væri. Hon- um leið illa svona einmana á heimili sínu, og því þyngri se msorgin lagðist á hann, urðu hugsanir hans bitrari, og þeim mun meiri andstyggð fékk hann á sinni óhamingjusömu ungu konu. Ralph skrifaði móður sinni, en mint- ist ekki einu orði á orsökina til skilnað- arins. “Við Margrét,” sagði hann, “veröum aldrei framar saman — og sjáumst kannske aldrei framar.” Hún er komin heim til föður síns, og eg fer eitthvað útí heiminn. Viltu reyna að fá föður minn til að taka börnin mín heim á Elmwood? Og viltu sjá lögmann minn og láta hann ganga svo frá, að Margrét fái helminginn af mínum litlu inntekt- um?” Það var árangurslaust fyrir lafði Cuming að reyna að hafa nokkur áhrif á lávarðinn; hann vildi ekki hlusta á hana. Hann sagði, að meðan hann væri á lífi, skyldu börn Margrétar Werner, aldrei stíga sínum fæti á Elmwood, og frá þeirri ákvörðun var hann óhaggan- iegur. Hvernig, spurði hann, gæti hann haft traust og tiltrú til þess manns, sem einu sinni hefði brugðist honum? Það gæti vel verið að Ralph og konan^hans hafi reiknað það svo út: “Þegar hann hefur tekið börnin okkar heim til sín, þá leiðir það af sjálfu sér, að með tíð og tíma kemst á full sætt meðal okkar, og þau koma hingað. Það er bara til- búningur að það sé neitt ósætti á milli þeirra.” Þannig hugsaði hinn tortryggni og óbeyjanlegi gamli maður, og þegar hann hafði ákveðið eitthvað, dugðu hvorki bón né bænir. “Mig skyldi ekki undra þó þessi ó- gæfusami drengur sé orðinn þreyttur á þessu leikfangi sínu. Hvernig ætti það öðruvísi að vera. Hann verður að bera afleiðingarnar af sinni eigin heimsku. Hann hafði nógan umhugsunartíma; hann valdi sjálfur — við skulum láta þetta duga. Þú hefur breitt gegn óskum minum og vilja, Edith, með því að vekja máls á þessu. Minnstu aldrei framar á þetta. Eg á engan son. Eitt verðurðu að muna — eg er ekki harður við þig — þú getur farið hvert sem þú vilt, til að sjá hana, og fengið eins mikla peninga •g þú vilt. Lafði Cuming var ekki lengi að hugsa sig um að notfæra sér þetta leyfi. Það vakti mikla undrun á heimili Werners, að einn morgun kom þangað bréf frá lafði Cuming, sem tilkynti að hún ætlaði að koma þangað þann dag, til að sjá konu sonar síns og börnin þeirra. Þegar hún kom þangað, horfðu litlu stúlkurnar alveg undrandi á hana, því það var nýtt til þeirra, þar í húsinu, að sjá svo skrautbúna konu. Það var ekki kvíðalaust fyrir Wern- ers hjónin að taka á móti svo tignum gesti, sem var heldur engin furða. Þetta óhamingjusama hjónaband, hafði orðið þungt mótlæti fyrir þau, eins og aðals- fólkið í Elmwood. En lafði Cuming, með sína stiltu og rólegu frainkomu og vingjarnlega viðmót, hafði þau áhrif, að Werners hjónin gátu mætt henni með alúð og ófeimin. Hún stóð upp, undrandi, en róleg, alvarleg kona kom inn í stofuna. í andliti hennar var und- arlegur blendingur af blíðu og sorg. Þetta gat þó ekki verið hin aðdáanlega fríða Margrét! Hvar voru spékopparn- ir; hvar var hennar töfrandi bros? Hún leit sínum stóru dökku augum vingjarn- lega á lafði Cuming. Sú hugsun greip lafði Cuming, með sársauka, “hve mikið að Margrét hefði liðið, að breytast svo mikið á ekki lengri tíma. Hin af sorg döpruðu augu og þreytulega andlit, hrærði tilfinningar hennar meir, og hafði dýpri áhrif á hana, en fríðleikur og fegurð hefðu get- að gert. Hún faðmaði hana að sér og kysti hana. “Þú ert nú dóttir mín,” sagði hún í hljómfögrum róm, sem Margrét mundi svo vel eftir. “Við skulum ekki tala um það liðna; það endurtekur sig ekki aft- ur. Ef þú hefur brotið gegn skyldu og hlýðni, þá sýnir andlit þitt að þú hefur liðið fyrir það. Eg kæri mig ekki um að vita hvað hefur komið fyrir, milli þín og sonar míns. Það hlýtur að hafa ver- ið eitthvað hræðilegt sem aðskildi ykk- ur, Margrét, því fyrir fáum árum yfir- gaf hann allt þín vegna. En við skulum ekki tala um Ralph; þá er kannske svo sárt sem við viljum frýja okkur frá. Þú óskar auðvitað að börnin verði hjá þér?” “Eins lengi og það er hægt,” svaraði Margrét hnuggin. “Eg fer aldrei héðan af mínu heimili, en eg get ekki vonast eftir að eg geti altaf haft þau hér.” “Eg skyldi hafa óskað að ala þær upp,” sagði lafði Cuming — “taka þær heim og alla þær upp —” “En Cuming lávarður hefur ekki viljað leyfa það,” sagði Margrét rólega, “Eg veit það — og eg er ekki hissa á því.” “Þú verður að lofa mér að gera allt fyrir þig hér,” hélt lafði Cuming áfram, “Eg er búin að koma öllu fyrir, eins og eg hef hugsað mér. Við skulum gefa börnunum það uppeldi sem hæfir þeim, fyrir stöðu sína, án þess að taka þau burtu héðan. Svo sjáum við til hvað tíminn kann að gera. Lofaðu mér að sjá tvíburana. Eg vildi óska að þú hefð- ir kallað aðra þeirra Edith í höfuðið á mér.” Margrét mundi hvers vegna að hún gerði það ekki, og ofurlitlum blvgðunar- roða brá fyrir á andliti hennar. Börnin voru falleg, og Margrét leiddi þau fram fyrir hina tignu konu með metnaðar tilfinningu. Lafðin tók Bea- trice í faðm sér. “Hugsaðu, Margrét,” sagðilafði Cum- ing með undrun, “hún hefur sannarlegt Cuming andlit, og þar að auki eitthvað svo hrífandi og nýtt, sem tilheyrir henni sjálfri. Þetta barn verður ljómandi stúlka.” “Hún hefur Cuming andlit og stoltið í sér,” sagði Margrét, “jafnvel nú strax er ekki svo auðvelt að stjórna henni.’ Nú fór lafðin að skoða hið indisfríða andlit Lilian litlu, og hið gullna hár hennar; hún varð alveg hrifin af henn- ar fögru augum og munni. “Þær eru ó- líkar,” sagði hún hugsandi. “Þær þurfa umhyggjusamt uppeldi. Eg meina ekki með því húsakynni, Margrét. Nú skul um við tala um erindið sem eg átti hingað.” /

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.