Lögberg - 25.07.1946, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ, 1946.
7
Gísli Guðmundsson Lundal
Hann var fæddur 5. marz 1868,
að Arnþórsholti i Lundareykja-
dal í Borgarfjarðarsýslu á Is-
landi.
Foreldrar ihans voru þau hjón-
in: Guðmundur Bjarnason og
Guðrún Gísladóttir, sem bjuggu
þar í sveitinni. Gísli faðir Guð-
rúnar var prestur að Hesti í Borg-
arfirði.
Foreldrar Gísla Lundal fluttu
vestur um haf með fjölskyldu
sína árið 1887; var hann þá á
nitjánda ári.
Fyrst dvaldi fjölskyldan 1 ár í
Winnipeg, flutti síðan til Nýja
Islands og bjó eitt ár i Breiðu-
víkinni. er svo var nefnd. Þar
reisti Guðmundur bæ, er hann
kallaði “Finnrpörk,” flutti það-
an til Geysirbygðar, reisti þar
annan bæ, er hann nefndi “öxar-
á”. Bera þessi nöfn það greini-
lega með sér að þótt likamsvist-
inni væri slitið við Island, þá var
^amt sálin og hugurinn heima.
Seinna flutti Guðmundur til
Narrows-bygða, og bjó þar til
dauðadags. Hann andaðist fyrsta
október 1901.
Árið 1895 kvæntist Gísli Höllu
Ingveldi Eggertsdóttur, systur
Árna Eggertssonar fésýslumanns
í Winnipeg og þeirra systkina.
Var hún ekkja eftir Guðna Sig-
urðsson, bróður Sigurðar frá
Rauðamel; hafði Halla átt tvo
syni með fyrra manni sínum:
Eggert Friðri'k Sigurðsson, sem
heima á á Swan River og Guðna
Halldór Sigurðsson í Winnipeg.
Þau hjónin Gísli og Halla áttu
heima í Winnipeg um nokkurra
3ra skeið, en fluttu þá norður
til Manitobavatns og dvöldu þar
þangað til árið 1904, þá fluttu
þau f þorpið Deer Horn; þar
stofnaði Gísli iverzlun, sem hann
stundaði á mörg ór; auk þess var
hann þar pástafgreiðslumaður;
það starf hafði hann með hönd-
um í þrjátíu og þrjú ár.
Þau hjón eignuðust fjögur
börn: þrjá syni og eina dóttur.
Hóttirin hét Lovísa og giftist Ein-
ari Helgasyni. Þau Lovísa .og
Einar eignuðust eina döttur, en
Lovísa lézt árið 1936. Synir Gásla
og Höllu eru: Vilhjálmur, Ingólf-
ur Guðmundur og Edward. Þeir
eru allir búsettir á Ghicago.
Árið 1920 misti Gísli konu sína
og eftir það var hann lengstum
einbúi. Halla sál, var hinn mesti
kvenskörungur og gæða kona.
Auk sona sinna lætur Gísli
eftir sig tvö systkini: Jón Lundal
í Calgary í Alberta og Guðrúnu
konu Björns Matthews að Oak
Point, Manitoba.
Gísli Andaðist á Grace spítal-
anum í Winnipeg 20. janúar 1946,
eftir langvarandi vanheilsu, sem
aðallega var afleiðing af slagi.
Hann var jarðaður 23. janúar af
séra V. J. Eylands.
“Segðu nú ekkert meira!” býst
eg ivið að hinn látni segði, ef
hann mætti mæla. Gísli Lundal
átti yfir miklu meiri hæfileikum
að ráða en flesta grunaði; en
hann hélt þeim ekki hátt á lofti.
Hann var frábærlega glaðlynd-
ur, fyndinn og smáglettinn; en
hann var einnig viðkvæmur og
hluttekningasamur. Viðkvæmn-
in kom bezt í ljós þegar samtalið
barst að íslandi; þunfti hann þá
venjulega að taka upp klútinn,
áður en langt var liðið.
Séra Eylands lýsti honum svo
vel í fáum orðum við jarðarför-
ina, að mér finst það eiga vel við
að taka 'þau upp í þessar Línur:
Honum fórust orð á þessa leið:
“Það má segja að Gísli heitinn
hafi unnið gott og mikið starf á
lífsleiðinni. Hann ól upp sex
myndarleg og vel gefin börn;
hann skipaði trúnaðarstöðu fyrir
stjórnina miklu lengur en alment
gerist; sýndi hann í þvá starfi
eins og öllum sínum verkum,
mikla alúð og trúmensku. Hann
hafði einnig hlotið gott vega-
nesti á vöggugjöf. Hann var vel
gefinn til sálar og líkama, gædd-
ur miklu lífsfjöri og glaðværð,
sem létti oft undir með honum
sjálfum og öðrum, sem hann átti
samleið með. Samferðamenn-
irnir, sem eftir eru, blessa minn-
ingu hans og þakka honum fyrir
alt.” Þetta er falleg lýsing og
sönn; eg enda þessar línur með
því að taka traustataki á henni.
Sig. Júl. Jóhannesson.
DÁNARFREGN
Vilhjálmur Jóhannesson ættað
ur úr Vopnafjarðarhéraði andað-
ist hér í Selkirk þann 2. júlí, eftir
fárra daga lasleika; fæddur 11.
september 1868. Hann var af-
komandi gamallrar bændaættar
er lengi mun hafa dvalið í Vopna-
firði. Ungur að aldri fór hann í
vinnumensku á héraði sínu, og
dvaldi oft á góðum heimilum,
síðustu árin hjá séra Jóni Hall-
dórssyni, þá presti á Skeggja-
stöðum á Langanesströndum; frá
heimili hans fór hann til Ame-
wku, árið 1904; — settist að í
Víinneota, Minn., og vann í því
umhverfi um nokkur ár. Um
1910 fór hann til Winnipeg og
vann þar um nokkurra ára bil,
en 1913 fór hann til Árborgar
umhverfis í Nýja íslandi, og
vann hjá bændum þar, til ársins
1940, að eg hygg. — Var þá veitt
mnganga á Betel, og var þar ó
þriðja ár; en 'hinztu æfiárin
dvaldi hann hér í Selkirk. Á
dvalarárum hans hér, kyntist eg
honum allnákvæmlega, því frá
sumrinu 1943, fram að hinzta
degi, var hann vikulega, stund-
Um °ftar en það, gestur á heim-
lli mínu, og lét nærri að fjöl-
skylda mín og eg skoðuðum hann
sem heimilismann okkar. Varð
hann okkur hugumkær, og hress-
ing og fræðsla fylgdi samtali við
þennan einmana aldurhnigna Is-
lending. Hann var óvenjulega
hókhneigður og lestrargjarn,
rn-un helzta ánægja hans í lífinu
hafa verið lestur áslenzkra bóka.
Við nánari kynningu varð mér
það ljóst hve óvenju vel að hann
var að sér í sögu íslands og bók-
mentum, bæði að fornu og nýju,
fyrir mann með hans lífsafstöðu.
Minni hans ábyggilegt og stað-
bundið olli því. Hitt var þó meira
um <vert, hve heilbrigða skoðun
hann hafði til brunns að bera, á
mönnum og málefnum; hann
kunni góð skil á ættum manna,
og var einkar mannfróður. Auð-
ugur var hann af fornum sögn-
um, og hafði glöggt auga fyrir
því, sem að skringilegt var, og
kunni vel fró að segja. Hann var
maður háttprúður, einkar trygg-
lyndur; mun honum jafn sein-
gleymd verið hafa góðvild sem
andúð manna, skapið stórt — og
stundum ofurefli að hafa fulla
stjórn á; einkum þá er hann
rnætti óverðskuldaðri móðgun af
annara hálfu. — Sennilega var
litið niður á hann af sumum
þeim, er meira máttu sín, og ekki
gerðu sér far um að skilja hann.
Mér var hann sýnilegt merki
þess, hve haldgóð að íslenzk al-
þýðumenning getur verið, og hve
þroskaðir um margt, að íslenzkir
alþýðumenn — er aldrei höfðu á
SkóJa 'komið, — eru og geta ver-
ið. Lág munu launin hans lengst
af verið hafa, en trúr þjónn var
hann talinn — og trygð allmikla
sýndu honum sumir þeir, er hann
þjónaði — endur fyrir löngu.
Einmana var hann í lífinu og á-
horfandi á heimilis gleði annara;
átti hann þann innri stýrk trú-
ar og glöggrar hugsunar, er tók
lífinu eins og það var, var karl-
mannlegur í hugsun, kvartaði
kvergi, enda við engan að kvarta.
Þakka eg fyrir hans hönd, þeim
er sýndu honum góðvild og
sanngirni. Eg kveð hann með
orðum skáldsins Guðmundar á
Sandi:
“Útigenginn íslendingur
oft á djúpan jarðveg grær.”
S. Ólafsson.
Er siðspillingin
að eyðilleggja okkur ?
Eftir Dr. W. R. INGE, D.D.
Forfeður okkar á trúvissu-
tímabilinu, hefðu ekki verið í
minsta efa um, að and-Kristur
væri laus í heiminum og að
heimsendir væri í nánd. Það er
ekki minsta vafa bundið, að and-
Kristur er athafnameiri en að
undanförnu, en engin ástæða er
til þess að halda að heimurinn,
sem við höfum umhverft svo
sorglega muni líða undir lok.
Aldous Huxley sagði á prenti
fyrir stríðið síðasta: “I staðinn
fyrir að þroskast í áttina til hins
þráða fullkomnunar takmarks,
þá hefir flest af fólkinu í heim-
inum verið á hrarði ferð í burtu
frá því.” Ef þetta var satt árið
1937, þá er það ekki síður satt
árið 1946. Hvað getum við
sagt, eða gjört í þessu sambandi?
“Sönn framför,” sagði Dr.
Marcett, er kærleiksþroskun, og
sú dygð þróaðist og þroskaðist
sýnilega á meða'l mannanna á
átjándu og nítjándu öldinni. Nú
höfum við verið sjónarvottar að
pyntingum, að heildarmanndráp-
um, að lygasamtökum, sem
hrundið var á stað til þess *að
eyðileggja með öllu mannúðar-
tilfinning og viðleitni, að því er
aiþjóða stjórnmál snertir og
andstyggilegri hjáguðadýrkun á
einni mannpersónu.
Stríð, hvort heldur þau eru
aLþjóðleg, eða innbyrðis eyða
fleiru en lífum manna, og eign-
um. Þau færa úr skorðum allar
lögbundnar venjur og siði, og
kollvarpa sameiginlegri tiltrú
manna. Þau eyðileggja hina ná-
lega óafvitandi siðferðis meðvit-
und vora, en án hennar á mann-
félagið sér enga framtáð. Við í
landi þessu miklumst af því að
við séum löghlýðið og mannúð-
legt fólk. Við erum undir húð-
inni -ekki minstu vitund betri en
aðrir, en við höfum notið friðar
og öryggis í langa tíð, sem að nú
hefir verið rofið. Það getur orðið
'langur tími þar til að jafnvægi
kemst á hjá okkur aftur, en það
er ekki þar með nauðsynlegt að
halda að við séum orðnir úr-
kynjaðir.
Ávextir stríða og ofbeldisverka
eru meiri stríð og meiri ofbeldis-
verk. Hatur mannanna er and-
'stætt réttlæti Guðs. Ef að menn-
irnir leita friðar nær og fjær, þá
náum við okkur aftur einhvern-
táma.
I millitíðinni eru merki sið-
spillingarinnar mjög svo mikið
áhyggjuefni. Eg tala ekki um
hernaðarathafnir sem voru með
ö'llu óhugsaníegar fyrir fjörutíu
árum. En hinir sívaxandi hjóna-
skilnaðir hljóta að vera hverjum
rétthugsandi manni áhyggjuefni.
Fyir kristna menn eru þeir ægi-
legt hneyiksli.
Victoría drotning leið aldrei
neina persónu, sem skilið hafði
við ektamaka sinn, við hirð sína.
Á rákisárum hennar var fjármál-
um ríkisins stjórnað með eins
mikilli nákvæmni og varúð og
ráðvandur umboðsmaður nú á
dögum stjórnar eignum þeim,
sem honum er trúað fyrir. Nú
sýnast menn hafa þann ásetning,
að sóa sem mestu af skattfé al-
þýðunnar. Eg þókki til í litlu
þorpi, þar sem þrjátíu og fjórum
mönnurn er enn borgað 10 stpd.
og 10 shilings á viku, til þess að
vera á verði í sambandi við ó-
vina sprengingar og aldsvoða;
slíikt hið sama hefir máske átt sér
stað um land alt.
Stjórnmálin ganga kaupum og
sölum í stórum stíl. Það var sú
tíð, að orð og loforð Englendinga
voru í heiðri höfð um heim allan.
Nú berum við allir þjófsmark-
ið. Öllu er stolið; jafnvel ljósa-
perunum úr járnbrautarvögnun-
um. I Cambridge sá eg auglýs-
ingu frá lögreglunni um að hjól-
hestum svo hundruðum skifti,
hefði verið stolið þar, á árinu
liðna. Sum af verkföllunum, sem
gerð hafa verið í heimildarleysi,
hafa ekki í eðli sínu verið neitt
annað en tlraun til ráns-áhlaupa
á mannfélagsheildina. Getur
stjórnin gjört nokuð til að bæta
úr þessu ástandi með löggjöf?
Hún getur ekki komið miklu til
leiðar. Það er enginn stjórnar-
farslegur lífs-elixír til, sem getur
framleitt dygðum prýtt líferni,
úr hugsunarhætti, sem er þrot-
inn að dygðum. En stjórnin hef-
ir þegar hafist handa til þess að
breyta þunga freistinganna.
Breytingin mikla, sem á er orðin
er sú, að Mammon hefir ekki
lengur yfirráð yfir fé, til að
ginna fólk.
Auðmenn eru ekki lengur til á
Englandi og verða ekki, að má-
ske undanteknum nokkrum ráðs-
mönnum hjá stór-verzlunarfélög-
um og mönnum og konum, sem
fram úr skara með að skemta
fólki. Afleiðing breytingarinnar
er þegar sýnileg. Unga fólkið
okkar og þegar eg tala um ungt
fólk, á eg við það af æskufólki
voru, sem tilheyrir sömu stétt í
mannfélaginu og eg — hugsar
ekki fyrst og fremst um peninga.
Það giftir sig án þess að á heim-
anmund sé minst, byrjar búskap
sinn í húsakynnum, sem eru ein-
lyft með þremur og fjórum her-
bergjum, kaupa sér Baby Austin
bifreið til að, byrja með. Önnur
börn fara á eftir. Æskufólkið á
Englandi vill ekki lifa í barn-
lausu.hjónabandi.
Vængir einnar af dauðlegustu
syndum mannanna, ágirndarinn-
ar hafa verið klipptir. Tilbiðj-
endur gullkálfsins hafa snúið við
honum baki, en hann hefir fé-
laga, sem geta legið í leyni fyrir
oikkur. Chaucer nefndi höfuð-
synd klaustranna Acadia, sem
meinar “deyfð”, en sem virkilega
meinar alment skeytingarleysi.
“Það er ekkert nýtt; enginn á-
reiðanlegur sannleikur til, svo
þetta eða hitt gerir ekkert til.”
Þessi afstaða getur orðið til þess
að kollvarpa kenningu sósíalista
um alþýðu-eignarréttinn. Eins
oð Tíberíus keisari spáði: “Iðn-
aðurinn verður dottandi óbeit
manna að vinna eykst þegar eng-
inn hefir neitt að óttast, eða
eftir neinu að vona frá einstakl-
ings atorkunni. Allir reiða sig á
framfærslu frá öðrum, verða lat-
ir og linir og að'síðustu ómagar
ríkisins.
Það verður ekki mikið um
framsókn þegar í sLíkan blindings
leik er komið.
Huxley og Lipmann — allir
okkar mestu spámenn nú, eru
leikmenn og kemur öllum sam-
an um að sinnaskiftin verði að
koma innan að frá hverjum ein-
staklingi. Það er auðvitað eins
og Carlyle bendir á, kenning
Krists. Mótsetning við þá kenn-
ingu er kenning Rousseau, og svo
verður niðurstaðan, afskiftaleysi.
Þeir ta'ka það fram að þeir
undanskilji þetta afskiftaleysi
frá trúarbragðaflokkum, kirkju-
dei'ldum, flokkum, sem fyrir sér-
málum berjast eða þjóðræknis-
tilfinningu, eigi aðeins við af-
skiftalaust fólk, sem enga stað-
festu eigi. Huxley mundi segja
ópersónulega hneigð til virki-
legra verðmæta þess sem gott er,
satt og fagurt og við trúum að
Guð hafi opinberað mönnunum
sjálfum sig í. Huxley lítur von-
ar augum til Austurlanda — Ind-
lands — að þaðan megi okkur
vísdómur berast, en afskiftaleysi
meinar ekki að hætta með öllu
að hafa óhuga fyrir jnönnum og
málefnum. Að hverfa frá og hall-
ast svo að aftur, er lífsvegur vor,
en ekki fráhvarf eingöngu.
iimniiiiBiiinniffiiiiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiiiiinniHiniiiiiiiiiiinniHiiiiininnimiiiBiiiiiiiiiiiimBiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiniiifflHininiimiiBiBiwinmniwiiiiniinwi.......................
iiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiy
AÐ FÖLVUÐUM FJÖRUTÍU ÁRUM
Engu vænna veit eg af
í vorum hjartaslögum,
en það sem að æskan gaf
okkar morgundögum.
Ó hve eg vildi’ að eg ætti
einn einasta dag af þeim fagnandi sæg,
er óðfluga æskuna kætti,
og áttum við draumana og vorgullin næg.
Við hoppuðum, lékum og hlóum
um holtin og fjörurnar léttstígan dans,
og tíndum í túnum og móum
og tröðunum fífla og sóleyja krans.
Við klifuðum urðir og klungur
og könnuðum heiða og landjökla sýn,
og svifum um svellaðar bungur
með sigrandi þrá móts við kvöldroðans lín.
í feluleik okkur við földum %
und f jörustein, bökkum og álfkonu hól
við glampa frá gullinu á öldum
er glóði við skínandi miðnætursól.
Ó, hve það var dýrlegur dagur
og draumarnir margir og víðsýnin ber,
og himininn heiður og fagur
og hreinn eins og bjartasta morgunsins er.
Við sköpuðum okkur þar skjólin
er skrýddu með vonum hinn komandi dag
og buðu okkur börnunum jólin
með bjartari drauma og fallegra lag.
En er það þá gleymt þetta gengna,
og gleðinnar saklausa hamingju full?
Og alt þetta fullorðins fengna
svo fagurt að máð sé hvert barnæsku gull?
Nei! Enn í þeim ódáins lundum
jafn indælli er gróður og skrúðugri laut,
við eigum þar ennþá á stundum
að enduðu dagsverki, svalandi skaut.
Að fölvuðum fjörutíu árum
er fagurt að litast um minnanna heim.
Ef sinnið er þungt og í sárum
er sólskinið bjartast og hlýjast hjá þeim.
— En ó, hve eg vildi að eg ætti
einn einasta dag af þeim fagnandi sæg,
sem óðfluga æskuna kætti
með óskir og fyrirheit mannsæfi næg.
T. T. KALMAN.
HARPAN HEYGÐ
Eg er búinn! harpan heygð!
Tónavaldið tekur enda.
Tökuljóðin heiman venda.
Kvöldin inn í blámann benda,
Dísin flúin. - - Harpan heygð.
Þú varst söngvinn þröstur góður‘
Þá var glatt um vorsins rjóður.
Nú á grein þú hnípir hljóður
harpan feigð.
Varstu líka léttur fundinn?
Ljóðin fögru tímabundin?
Liðin sæla söngva stundin,
sælan búin, — harpan heygð.
T. T. KALMAN.
...............................................llilllllllllllllllllilllllllllliilllHIIIMHB^
iiiiliðiiiillðl..............Illlll................................................. ..........................
KLUBBAR, KIRKJUR,
VERSLUNARFÉLÖG!
Látið EATON’S
Kaupdeildina
velja verðlaunahluti
fyrir ykkur
Það eru soddan snúningar við að kaupa, búa um og
merkja fjölda af verðlauna bögglum, þegar um fjölmennar
útiskemtanir er að ræða, —að vita hvað bezt á við og svo
að finna tíma til að kaupa það. En þar kerr.ur kaupdeild
EATON’S þér að góðu liði. Sendið okkur aðeins eintak af
skemtanaskrá yðar, aldur þátttakendanna, o. s. frv. Látið
okkur vita hvað miklu fé þið viljið eyða og trúið okkur
svo fyrir öllu hinu.
—Útiskemtana kaupdeildin á sjötta lofti.
T. EATON C?
LIMITED