Lögberg - 01.08.1946, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946
19
H R A P
AF ÖLLUM þjóðum í heimi
var Bandaríkjaiþjóðin í bestum
færum um að vísa þjóðum heims-
ins veginn áfram og upp á við.
Hvaða nafn eigum við að gefa
ástandi því sem Bandaríkin eru
komin í, nú í dag?
Þjóðlífsmynd sú, sem sterk-
ustum dráttum er að ná, er
hvorki okkur til sóma, né öðrum
til fyrirmyndar — óeining þjóð-
ar vorrar. Ragmenskan til átaka
og hinn vaxandi ofsi eru ekki
dygðir, sem aðrir menn og aðrar
þjóðir bera virðingu fyrir, en
sem berlega koma fram í dottandi
löggjöf, dáðleysi og trassaskaþ.
1 hagfræðilegum afskiftum til
eyðileggingar, af þeim mönnum,
sem með ríkisvaldið eða eitthvert
annað vald fara, og með því
varna framgöngu þarflegum fyr-
irtækjum á meðan að miljónir
svelta. í óstjórnlegum ákafa til
vörukaupa á svarta markaðinum.
í hinni vaxandi glæpahneigð
æskulýðs vors, og í svikinni skrá
yfir þá menn sem fátækravinnu
verða að stunda. En ofan á þetta
stig höfum við hrapað síðan hug-
prýðisárið 1945.
Hvað skal segja um aðstöðu
og hugarástand rithöfunda
vorra?
Um bókaútgáfu má segja, að
aldrei hefir verið um auðugri
garð að gresja en eínmitt nú í
þeim efnum að ræða, ef tekið er
aðeins tillit til framleiðslunnar,
eða til dollara og centa. En hvað
lengi skyldi lesarinn þurfa að
I
IMPERIAL BANK
OF CANADA
j GIMLI BRANCH
Open Tuesdays, Wednesdays, Fridays and Saturdays
RIVERTON (Sub-Branch)
Open Mondays and Thursdays
• |
R. L. WASSON, Manager.
S. S. llfSI I A
Regular Weekly Excursions to Norway House.
THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD.
Redwood Ave., Winnipeg Phone 55 100
Compliments of . . .
Sigurdson
Construction
411 Henry Avenue, Winnipeg
• Phone 28574
Paul §Uf4*>idio*t, Pnoa.
leita á milli allra þeirra nærri
óteljandi spjalda til þess að reka
sig á bókmentalega fegurð, eða
fingurbjargarstærð af andlegri
tign? Siðleysi og eyðilegging
blasa alstaðar við manni á blað-
síðum þessara bóka. Maðurinn
er gjörður að viðundri, og okkur
er sagt að hann sé að engu tign-
ari en skorkvikindi jarðarinnar.
Okkur er boðið upp á að hvíla
hugann við nálega endalausar
morðsögur og vændiskvenna
hjal. Umhverfi vort og andrúms-
loft er saurugt og tilbeiðsla vor
rís ekki upp yfir dollarana. Við
höfum glatað hugprýðinni, ein-
mitt þegar við þurftum sem mest
á henni að halda. Fyrir tólf
mánuðum síðan voru verkefnin
skýr og lifandi. Nú, eftir ár, eru
vonirnar fölnaðar og áhuginn
lamaður.
Það er undur hægt að ýta
þessum vandræðum frá sér, og
að samferðamönnum vorum, og
krefjast þess að þeir sjái að sér,
og bæti ráð sitt. Það væri innan
handar og í sumum tilfellum
ekki óviðéigandi að ásaka stjórn
málamennina sem eru dauð
hræddir við sinn eiginn skuggá,
um þetta ástand. Óhug og óvin
áttu sfólks sem nefnt er útlend-
ingar; meinleysis doða kirkn-
anna; ófullkomnu og röngu
skólafyrirkomulagi; starblindu
bókaútgefendanna, blaðanna, út-
varpsins eða leikhúsanna.
Látum okkur’ horfast í augu
við sannleikann í þessu máli.
Leiðsögn sem er haltrandi og-
veik, á hvaða sviði lífsins' sem
er, leiðir æfinlega afvega og til
ógæfu, og það er einmitt það
sem að er hjá okkur. En ástand
það þarf ekki að vera varanlegt
— þarf ekki að endast, og getur
heldur ekki enzt lengur heldur
en að fólkið sjálft vill. Síngimi
á meðal verkamanna og verk-
veitenda getur aðeins þróast á
meðan að almennings álitið vill
svo vera láta. Ef að almennings
álitið snéri baki við óhollum og
óhreinum bókum, blöðum, mynd-
asýningum, eða útvarpserind-
ilm, þá þrífst slíkt ekki lengur.
Svarti markaðurinn og siðferð-
isþrot vanalega siðprúðra borg-
ara haldast í hendur. •
Kirkjan og skólarnir bregðast,
þegar að fólkið sjálft hefir brugð-
ist fegurðar hugsjónum sínum.
Hreyistin og hugprýðin sem
við áttum árið sem leið, var eign
miljóna. Nú er tapið og aftur-
förin, tap miljóna. Bót á því verð-
ur ekki ráðin, nema því að eins,
að við nú, eins og á alvöru stimd-
um liðinna ára, tökum ákveðnir
og í einingu stefnu, þjóð vorri
til heilla og hamingju. Það hvé
víðtæk afturför vor er, gefur
von um betri framtíð, því við
erum öll sama fólkið og við vor-
um fyrir ári síðan, og það er
með öllu óhugsandi, að styrkur
hagprýðinnar og eldur andans
sem þá brann svo glatt, sé nú
sloknaður. Hann hlýtur að vera
aðeins falinn á bak við múra
skeytingarleysisins. Það er enn
tími til þess að átta sig! Hrein-
leikinn og hugpröðin geta enn
haldið velli.
Partur úr ræðu sem Byron
Price hélt í Phi Beta Kappa fél-
aginu við Harvard háskólann
nýlega.
J. J. B.
Mr. og Mrs. Thomas
Johnson heiðruð.
Á miðvikudagskv. 26. júní var
þeim Mr. og Mrs. Thos. Johnson í
Baldur haldið veglegt samsæti
í samkomuhúsi bæjarins, í til-
efni af því, að þau hjón eru að
flytja alfarin til Winnipeg. Var
þar feykna mannfjöldi saman-
kominn, talið að hafa verið um
400 manns, bæði hérlendir og
Íslendingar. Þar var fólk frá
Glenboro, Cypress River og úr
öllum pörtum bygðarinnar.
Dansað var góða stund áður en
veitingar voru fram reiddar. Síð-
an fór fram söngur og ræðu-
höld. Hr. Chris Vickers var
veizlustjóri; til máls tóku: /A.
Welsh, B. S. Johrison, Jack Sny-
dal, Mrs. L. Schultz, og G. J.
Oleson. Voru þeim gefnar virðu-
legar gjáfir. Mr. Johnson svar-
aði og þakkaði með góðri ræðu.
Sýndi þetta samsæti greinilega,
sem þó. var vel áður vitað, að
þau hjón eru mjög vinsæl; þau
eru bæði fædd hér í bygð og hafa
alið hér allan sinn aldur.
Thomas er sonur Kristjáns
Jónssonar frá héðinshöfða, sem
vestur kom með fyrstu Island-
ingum, og vareinn. af þeim 5 ís-
lendingum sem fyrstir komu til
Manitoba. Var hann landnáms-
maður í nýja Islandi og síðar í
Argyle. Glæsilegur höfði-ngi,
mælskur vel, og tók atkvæða-
mikinn þátt í félagslífi jslend-
inga. Kona hans var Arnbjörg
Jónsdóttir frá Hjarðarhaga á
Jökuldal, hin ágætasta kona.
Kristján stofnaði akuryrkju-
verkfær,averzlun á Baldur haust-
ið 1890, sem hann starkrækti
með miklum dugnaði til dauða-
dags. Hefur Thomas rekið það
starf síðan og fetað vel í fótspor
föður síns. En nú hefur hann
selt. Tekur við verzluninni, sem
er mjög umfangsmikil, Hr. A.
Anderson, sonur þeirra ágætu
hjóna, Mr. og Mrs. S. A. Ander-
son í Baldur; er hann nýkominn
úr herþjónustu með góðum orð-
stýr. Er hann hinn efnilegasti
maður. Mr. Johnon var í
heimsstyrjöldinni fyrri, hafði áð-
ur stundað lögfræðisnám, en
lagði það ekki fyrir sig er hann
varð að taka við verzlunarstarf-
inu; hefur hann þó á því sviði
verið mörgum hjálplegur, sem
á öðrum sviðum, ætíð reiðubú-
inn að gera fólki greiða og oft-
ast án endurgjalds. Verður hans
því af mörgum saknað. Hann
hefir tekið mikinn þátt í íþrótta-
lífi síns umhverfis, sérstaklega
“Curling,” ‘“Baseball” og “golf.”
Hefur jafnan verið þátttakandi
í hinu árlega Bonspiel í Winni-
peg-
Mrs. Johnson er af frumherja
ættum, vel þektum; faðir henn-
ar var Jón J. Landy, ættaður úr
axarfirði, var vel þektur meðal
Íslendinga á frumbýlingsárun-
um bæði í Winnipeg og Argyle,
þar sem hann bjó til dauðadags.
Hann dó á bezta aldri. Móðir
hennar, kona Jóns, Sigríður
Magnúsdóttir, ættuð úr bygðum
Egils Skalla-Grímssonar, Borgar-
fjarðarsýslu, er en á lífi og hefur
vel staðið öll veður frumherja-
lífsins og áföll áranna fram á
þennan dag, og er enn við bæri-
lega heilsu; hún er mæt kona og
vinsæl. Mrs. Johnson var lærð
M € D E C N
CLCCTCIC
Fullkomnar birgðir af rafáhöldum og innanhússmunum,
kæliskápar, rafurmagnseldavélar, þvottavélar og samstæð
radio og grammófón, afhent við fyrsta tækifæri
Látum hermenn skifta við hermenn. Forgangs-
réttur gefinn fyrverandi hermönnum.
Radio og Radio partar — Viðgerðir
S í M I 356 S E L K I R K, M A N.
hjúkrunarkona áður hún giftist,
er vel gefin og vel látin kona.
Þau Mr. og Mrs. Johnson eiga
tvö börn, dreng og stúlku, sem
eru að ná fullorðins aldri; hefur
dóttir þeirra stundað nám við
Queens háskólann í Kingston,
með góðum orðstýr, undanfarin
tvö ár eða svo. Hugheilar ham-
ingju óskir vina þeirra allra í
þessum bygðarlögum, fylgja
þeim og fjölskyldunni til þeirra
nýju heimkynna.
G. J. Oleson.
You Can Whip Our Cream But You Can’t Beat Our Milk
Phone 201101
Modern Dairies
Limited
Milk Cream Butter lceCream
Joyous Greetings to Our Many Customers and
Friends at Gimli
Serving you, and working with you has been a pleasure.
Our best wishes for your happiness.
SfzeHceb KenstedUf,
THE R.C. A. STORE
Selkirk - - Manitoba
m \ *
— 1 .......... ■■ - 1 ........ —