Lögberg - 01.08.1946, Side 8

Lögberg - 01.08.1946, Side 8
24 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 BEIÐN-i UM BORGARA- BRÉF (Framh. af bls. 21) sú regla sem fylgt hefur verið til þessa tíma. Nýju 1‘ögin krefj- ast meiri persónulegra skilyrða og leggja meiri áberzlu á ytri siði og viðhöfn, sem hafðir séu við veitingu Canadiskra borgara réttinda. Persónuleg skilyrði. Hin persónulegu skilyrði ná jafnt til útlendinga og brezíkra þegna. Þau eru fjögur að tölu, og eru sem undirskiftileg fyrir- sögn fyrir (1) málsgrein 10. greinar laganna. d) hann hefur gott mannorð. Undanfarandi hefur þessu skil- yrði verið lítill gaumur gefinn, en þar eð kröfumar hafa verið auknar, verður vafalaust lögð meiri áherzla á það hér eftir. e) Hann er nægilega vel að sér í ensku eða frönsku, eða ef hann er það ekki, en hefur búið stöðugt í Canada rríeir en tutt- ugu ár. Síðasti hluti þessara skilyrða er nýr. Beiðni um ellistyrk hefur leitt iþað í 'ljós að sumt fólk, sem ihefur búið í Canada lengur en tuttugu ár, kann mjög lítið í ensku eða frönsku. f- Hann hafi fullnægjandi þekkingu á Skyldum og réttind- um Canadisfes borgara. Þetta þýðingarmikla skilyrði kemur nú í fyrsta sinn fyrir í nýju lögunum. Það gefur til kynna kjarnan í stefnu Canada, sem miðar til hærri persónu- legra hæfileika, eða, að segja. mætti, til að glæða réttan hugs- unarhátt þeirra sem sækja um veitingu borgaralegra réttinda. Markmið þess er að beina hugs- unarhættinum inn á vissar braut- ir. í ekki minna en fjórum stöð- um í lögunum, verða fyrir oss orðin: skyldur og réttindi Can- adiskra borgara. Réttmæti þess að innleiða þetta, er ómótmælanlegt. Það geta verið skiftar skoðanir um, hvaða tegund fyrirfram þekk- ingar er krafist, sem nauðsyn- legrar til þess að geta öðlast Can- adisk 'borgararéttindi,- en enginn getur mótmælt iþví, að hæfileg þekking á skyldum og réttind- um Canadisks borgara, er nauð- synlegur grvmdvöllur til þess að geta metið ‘hið sanna verðmæti, borgaralegra réttinda og ábyrgð- ar. Tillöguna Vim, að gera það að framtíðar skilyrði er að finna í 37. grein laganna, sem hér verð-’ ur meir rætt um. g) Hann ætlar sér, ef beiðni hans er veitt, annaðhvort að hafa stöðugt lögheimili í Canada, eða ganga í, eða vera í stöðugri al- mennings og ríkis þjónustu Can- ada, eða fylkjanna. Lögin frá 1914, hafa og lík fyrirmæli. Sá dómari, sem um- beiðslu bréfið kemur fyrir, hag- arspurningum sínum þannig, að hin sanna fyrirætlun komi í ljós. Skilyrði jyrir búsetu. Skilyrðin fyrir búsetu í Can- ada, eru þau sömu fyrir brezka þegna eins og útlendinga. Sá sem leggur inn beiðni verður að sanna tvennt: 1) að honum hafi verið löglega leyfð innganga -í Canada til stöðugrar veru; 2) að hann hafi verið stöðugt í Canada árið áður en beiðnin er dagsett, og auk þess hafi átt heima í Canada, að minsta kosti fjögur af fimm árurnum þar á undan, sem gerir í allt fimm ár. Það eru tvær undantekningar frá síðari reglunni. Sá sem hefur þjónað utan Canada í canadisk- um herdeildum, á stríðstím- um, og kona Canadisks borgara. Þeir sem koma undir aðra hvora þessara frumsagna, þurfa ein- ungis að fullnægja eins árs bú- setu fyrirmælunum. « Reglur um umsókn borgaralegra réttinda. Til þessa hefir sama regla gilt fyrir brezka þegna og útlend- inga.. Báðir verða að fullnægja hinum sömu kröfum um persónu- leg s'kilyrði og búsetu. Hér eftir verður ákveðinn greinarmunur á því. Aðferðin í einu tilfellinu verður mjög einföld, og að mestu vanaleg; í öðru er farið eftir fyrirskrifuðu formi og reglum— í stigum, hverju á eftir öðru — algjörlega réttarfarslegri reglu, með viðeigandi hátíðlegleik. Umsókn brezkra þegna. í þriðju greininni var bent til þeirra skilyrða sem gerð eru til brezks þegns. Hann leggur aðeins fram yfirlýsingu, með nauðsynlegum sönnunum, fyrir ráðgjafann, um að hann óski eft- ir að gjörast Canadiskur borgari. Það fer engin yfirheyrzla fram, og umbiðjandinn, sem brezkur þegn, elr ekki beðinn um að sverja hollustu eið. En ef ráð- gjafinn er í vafa um, hvort um- biðjandi hefur hin nauðsynlegu skilyrði, persónuleg eða búsetu, getur hann vísað yfirlýsingunni og sönnunargögnunum sem henni fylgja, fyrir rétt til að vera meðhöndluð eins og vana- leg ‘beiðni. Umsókn útlendinga. Það fyrsta sem hann verður að gera er, að leggja fram yfir- lýsingu um fyrirætlun sína, svip- aða þeirri sem fyrirskipuð var 1942. Þessi yfirlýsing verður að vera lögð fram, ekki Skemur en einu ári, og ekki meir en fimm árum áður en umsóknin er gerð. Það eru tvær undantekningar frá. þessu undirbúnings stigi: Kona Canadisks borgara, og bresks þegns. Annað sporið er beiðnin sjálf. HAMINGJUÓSKI R til íslendinga á Þjóðminningardaginn í fullan aldarfjórðung hafa Winnipegbúar notið hins 'ljúf- fenga Purity Ice Cream, eins og annara heilsustyrkjandi City Dairy mjólkurafurða. S í M I 87 647 ciTy DAicy STUDEBAKER CARS AND TRUCKS PHILCO RADIOS MARTIN AUTO and RADIO WHITE ROSE GAS AND OIL Fully Qualified Service in Handling All Auto and Radio Repairs, Also Lathe-Machining. 6 T H AVENUE - - PHONE 7 GIMLI, MANITOBA 3 w&fA’ to. luuf B. F. Goodrich CAR - TRUCK - TRACTOR TIRES Cash - , Charge Æccount - Budget In Acoordance with W.P.T.B. • RETREADING AND VULCANIZING SERVICE By Factory Approved Method All Work Guaranteed — Prompt Courteous Service B. F. Goodrich Stores 287 SHERBROOK ST. PHONE 37 031 WINNIPEG Aðferðin verður mjög lík því sem er tekið fram í lögunum frá 1914. Beiðnin á að vera fest upp í þrjá mánuði; mótmæli gegn beiðninni má leggja fram á þessum þremur mánuðum, og umsækjandi verður að koma í eigin persónu fyrir dómara, nema að það sé góð og gild ástæða fyrir því að hann geti ekki mætt. Undir fyrri lögunum lagði um- sækjandi fram þær sannanir sem rétturinn krafðist, og er munn- lega yfirheyrður af dómaranum. Ef dómarinn úrs>kurðar umsækj - anda hæfan, gefur hann skrifleg- an úrskurð, aðal atriði hvers verður hið sama og lögin frá 1914 mæla fyrir. Hann ákveður að umibiðjandi sé hæfur og vel fallinn til að verða veitt Can- adisk borgararéttindi, og hafi þau skilyrði sem krafist er. Stað- fest afrit af úrskurðinum er sent til ráðgjafans. Þó orðalagið á úrskurðum nýju laganna sé mjög líkt og í lög- unum frá 1914, verður að gefa orðunum aðra meiningu, þar eð um yfirgrips meira viðfangsefni er’að ræða. Nú verður umsækj- andi að fullnægja skilyrðum sem áður var ekki krafist. Hann verður að hafa næga þekkingu á skyldum og réttindum Can- adiskra borgara. Ef hann hefur ekki þá þekkingu þegar/hann kemur fyrir dómarann, verður hann að afla sér hennar éður en hann getur fengið Canadisk boigararéttindi. Um þetta er frekar rætt síðar, í sambandi við 37. greinina. Viðhöfn við eiðtökuna. Þegar ráðgjafinn hefur fengið úrskurð réttarins, má hann gefa borgarabréf, sem er sent til réttarskrifarans. Þá er þriðja sporið stigið. Hann kemur nú í annað sinn fyrir réttinn og sver hollustu-eiðinn. Dómarinn tekur eiðinn og við afhendingu borg- arabréfsins fylgir hann leiðbein- ingu 38. greinar laganna, sem hljóðar á þessa leið: 38. Rétturinn, í meðferð þessa máls, undir þesum lögum, skal, með viðeigandi hátíðleik inn- ræta umbiðjendum skyldur og réttindi Canadiskra borgara- réttinda. Að því loknu, og borgarabréf- ið afhent, verður umbiðjandi Canadiskur borgari. Tilsögn í Canadiskum borgararéttindum. 37. grein laganna, sem er ný, hljóðar sem fylgir: 37. Ráðgjafinn, með sam- þykki stjórnarinnar, skal gera þær ráðstafanir, sem honum finst viðeigandi, til að gera auðveldara fyrir þá, sem biðja um borgarabréf, að öðlast leið- beiningar um skyldur og rétt- indi Canadiskra bor.gara. Tilsögnin, skal maður vona, verði ekki bundin einungis við Canadisk efni. Þar eð Canada er demókratiskt land, verður kennslan að miða til þékkingar á þeiim karaktjer sem er nauð- synlegur fyrir alla ábyrgðarfulla borgara hvers demókratisks lands, hvar sem er. Það sém er sérstakt fyrir Canada getur auð- vitað verið bætt við. Þörf slíkr- ar þekkingar, ekki einungis með- al nýkominna, heldur meðal borgaranna yfirleitt er alment viðurkend. Hvernig því yrði haganlegast fyrirkomið getur orðið erfitt viðfangs. Eiginleg- leikar borgararéttinda í demó- kratiskum löndum verða fundn- ir fremur en kenndir, lifðir frem- ur en fyrirskipaðir. En hjálp getur, og vafalaust verður, veitt. I sambandi við ábyrgðina ætti að leggja aðal áherzluna á skyld- ur, sem borgararéttindi þjóðar, sem er á hröðu þroskaskeiði krefst af einstaklingunum, sér- staklega í því heims ástandi sem nú er. Og í sambandi við rétt- indi verður aðal áherzlan, vissu- lega, á grundvelli demókratiskr- ar lífsstefnu, eins og hún er skilin meðal vestrænna þjóða. Tilraun verður gerð til að kom- ast að sameiginlegum skilningi á því, hvað er grundvallarlegt við hið almenna fyrirkomulag demókratiskra stofnana. Þegar sá skilningur hefir náðst, ætti ékki að vera erfitt að veita til- sögn, réttrar tegundar, þeim sem ætla að gjörast Canadiskir borgarar. Þegar sú þekking er fengin, þá getur hann t.il fulls metið hið sanna verðmæti Can- adiskra borgararéttinda, sem honum hafa verið veitt. -----C--- VIÐSKIPTAMÁL. Á stjórnartíma fazista voru rakblöð og tómar patrónur við- urkennd mynt í Abbessiniu. Árnaðaróskir til tslendinga á þjóðminningardegi þeirra á Gimli, 1946, frá gimli hardware and TINSMITH SHOP Umboðsmenn fyrir Selkirk Metal Chimney Product Ný eldstæði (Furnaces) sett inn og gert við þau sem úr lagi fara. • » Sími 56 CENTRE STREET GIMLI, MAN. i_________ — ÍSLENDINGADAGURINN \ GIMLI PARK MÁNUDAGINN, 5. ÁGUST, 1946 Forseti dagsins, STEINDÓR JAKOBSSON Fjallkona, FRÚ PEARL JOHNSON Hirðmeyjar: MISS CAROL DAVIDSON og MISS LOIS BLONDAL Skemtiskrá byrjar kl. 2 e. h. íþróttir byrja kl. 12 á hádegi SKEMTISKRÁ: 1. O Canada. 2. Ó, Guð vors lands. 3. Forseti dagsins, Steindór Jakobsson setur hátíðina. 4. Karlakór Islendinga í Winnipeg. 5. Ávarp fjallkonunnar, frú Pearl Johnson. 6. Karlakórinn. 7. Ávarp gesta. 8. Einsöngur, Guðmundur Jónsson. 9. Minni íslands, ræða, Séra H. E. Johnson. 10. Minni íslands, kvæði, Davíð Björnsson 11. Einsöngur, Guðmundur Jónsson. 12. Minni Canada, ræða, Paul Bardal. 13. Minni Canada, kvæði, B'ergthor E. Johnson. 14. Einsöngur, Guðmundur Jónsson. 15. Karlakórinn. 16. God Save Thé King. Kl. 4, skrúðgamga, fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. —> Kl. 2, al- mennur söngur, undir stjórn Paul Bardal.—-Kl. 9, dans í Gimli Pavilion; aðgangur að dansinum 35 cents. O. Thorsteinson Old Tiime Orchestra spilar fyrir dansinum. Að- gan'gur í garðinn 35 cents fyrir fullorðna, 10 cent fyrir börn innan 12 ára.. — Gjallar- hom og hljóðaukar verða við ,allra hæfi. —Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. — Karlakórinn syngur undir stjórn Mr. Sigurbjörns Sigurðssonar. Sólóisti karlakórsins verður Pétur G. Magnús. Mrs. E. A Isfeld aðstoðar Guðmund Jónsson, en Gunnar Erlendsson Karlakórinn. — íslenzkar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og milli þátta. — Fyrsta “Train” fer frá Winnipeg, kl. 9.30, og kemur til Gimli ‘kl. 1L.28 f. h. Síðasta “Train” fer frá Gimli kl. 9.00 Allar ferðir eru miðaðar við Daylight Saving Time. / • mi

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.