Lögberg - 01.08.1946, Page 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946
25
LIFI FEGURÐIN !
(Saga af njósnara).
Fegursta kona í heimi (að dómi
allra þeirra, sem sáu hana)
hoppaði í failhlíf út úr rússneskri
flugvél og lenti í skógi nálægt
Helsinki 1942. Saga hennar var
þess eðlis, að ekki var hægt að
segja hana fyrr en eftir að stríð-
inu lauk.
En það atvikaðist svona: Eitt
vorkvöld í annari finnsku styrj-
öldinni við Rússa, kom ljómandi
falleg kona, sem talaði ágætlega
finnsku, til frú Helle Vuolijoki,
sem á heima á bæ, skammt fyrir
norðan Helsinki.
Frú Vuolijoki er þekktur leik-
ritahöfundur og ein af leiðtogum
róttæka vinstriflokksins. Það var
hún, sem fyrst komst í talfæri
við rússnesku fulltrúana í Stokk-
hólmi meðan stóð á vetrarstríð-
inu milli Finna og Rússa 193'—’40
og sá fundur varð til þess að
vopnahlé komst á.
Frúin, sem er 59 ára og veitir
finnska ríkisútvarpinu forstöðu,
vissi fljótlega deili á gestinum og
var glöð yfir að sjá hana. Þetta
var dóttir gamals vinar hennar,
Santeri Nuorteva, en hann hafði
verið formaður sendinefndar
þeirrar, sem þáverandi kommún-
istastjórn Finna gerðu út til
Bandaríkjanna 1918. Þegar
finnsku kommúnistunum var
steypt af stóli flýði Santeri til
Rússlands með fjölskyldu sína.
Þessi fallegi njósnari heitir
Kerttu Santeri. Hún hafði fréttir
að færa frú Vuolijoki frá hinum
mörgu vinum hennar í Rúss-
landi, sem líka þráðu frið milli
landanna. Kerttu fór nú til Hel-
sinki, en frú Vuolijoki til Stokk-
hólms til að hitta þar rússneska
sendimenn. Lögreglumenn eltu
hana á röndum og þegar hún
kom heim aftur var hún hand-
tekin á járnbrautarstöðinni í
Helsinki. Sat hún inni í tvær vik-
ur, en af því að ekki tókst að hafa
neitt upp úr henni var hún látin
laus aftur. Kerttu var látin vita
að lögreglan óskaði ekki eftir
henni, og svo hvarf hún.
Þremur mánuðum síðar heim-
sótti Kerttu frú Vuolijoki í Hel-
sinki. Þær skiftust á fréttum
og svo hvarf Kerttu aftur í mán-
aðar tírna.
Einn góðan veðurdag var hún
tekin föst. Hún hafði sent fötin
sín í hreinsun og gleymt að taka
úr vasanum öskju, sem varahlut-
ar til útvarpstækis voru í. 1 maí
1943 fór lögreglan að hramsa
Finna, sem höfðu haft samband
við fallegu stúlkuna með svörtu
augun.” Frú Vuolijoki og fram-
kvæmdastjóri einn, sem ekki má
nefna að svo stöddu, voru hand-
tekin. — Manno Dekkala, her-
málaráðherrann, var líka riðinn
við þetta mál, en hann var ekki
handtekinn. Hann lét síðar af
embætti. Nú er hann fjármála-
ráðherra í nýju stjórninni.
Því var haldið fram í máli
framkvæmdarstjórans, að Rúss-
um væri kunnugt um að hann
stæðist illa fallegar konur, og að
hann ætti búgarð fyrir utan
Helsinki. Þangað hefði Kerttu
ætlað að komast þegar hún hopp-
aði út úr flugvélinni, en það
hefði mistekist.
Idestam hét verjandi fram-
kvæmdarstjórans. “Eg sá þessa
stúlku í nóvember, nokkrum
dögum fyrir dóminn,” sagði hann,
“og eg gat varla dregið andann,
svo falleg var hún.” Hann
spurði hana hvort hún óskaði
ekki að fá sér skipaðan verjanda,
en hún svaraði: “Það duga engir
verjendur gagnvart Gestapó-
réttlætinu.”
Kerttu var rólegust allra þeirra
ellefu, sem ákærð voru fyrir
njósnir. Við dauðadóminum,
“með rétti til möguleika fyrir
náðun, ef hún segði frá öllu,”
sagði hún: “Eg er liðsmaður í
rauða hernum, og eg bið aldrei
fjandmenn mína um náð!”
Frú Vuolijoki var dæmd i æfi-
langt fangelsi en framkvæmdar-
stjórinn sýknaður . Hinir voru
ýmist sýknaðir eða fengu væga
refsingu.
Kerttu sat í gæsluvaðrhaldi í
marga mánuði. Þó að hún neit-
aði enn að tala, urðu lögreglu-
fyrirliðarnir æ fíknari í að “yfir-
heyra” hana en að fullnægja
dauðarefsingunni. Frú Vuolijoki
telur að Kerttu hafi verið “drep-
in með dálæti”. Síðar var hún
flutt í annað fangelsi, þar sem
fangaverðirnir voru kvenfólk og
ekki haft vín um hönd. En einn
daginn fékk hún “taugaáfall” og
fór að segja ferlegustu njósnara-
sögur. Var hún þá send í gamla
fangelsið aftur.
Skáldkonan, sem kallar þenn-
an atburð “mesta harmleik æfi
sinnar,” álítur að Kerttu sé 34
ára. Verjandinn telur aftur á
(Frh. á bls. 26)
Sinclair’s Tea Toom
ámar öllum íslendingum heilla og góðs gengis
á þjóðminningardegi þeirra á Girnli 5. ágúst.
SlNCLAIR’S TEA %00M
SELKIRK, MANITOBA
• BESTU HAMINGJUÓSKIR MEÐ ÍSLENDINGADAGINN
Á GIMLI 1946
© *
McDonald-Dure Lumber
COMPANY, LIMITED
“One Piece or a Carload”
PHONE 37 056 \
812 Wall Slreet Winnipeg. Manitoba
SHRAGGE METALS LTD.
“We Buy and Sell Scrap Material of Every Description”
also
Second-Hand Machinery - Pipe - Shafiing - Rail
Reinforcing Iron - Boilers and Flues - Belling
Dealers in
Cotton and Wool Waste - Lead Fish Net Sinkers
•
Manufacturers of
Shragge's Kleen Kwality Wiping Cloths
and Cheese Cloth Dusters
PHONES 57 101 - 57 102 WINNIPEG, MAN.
HugheiJar árnaðaróskir til íslendinga á
þjóðminningardegi þeirra á Gimli 1946
Sjúkravagnaþjónusta ávalt á reiðum höndum
LANGRILLS
FUMER4L HOME
W. F. LANGRILL
435 Eveline Street Selkirk, Manitoba
THE MANITOBA exists specifically to train
young men and women for the duties and re-
sponsibilities of commercial life and to assist them
in obtaining profitable positions with responsible
firms where there is opportunity for advancement.
THE COURSES AT THE MANITOBA make
it possible for every student to be separately
considered and individually advanced. Each
student is permitted to progress as rapidly as his
personal ability will allow.
REGISTRATION AT THE MANITOBA may
be made at any time. Classes are held the year
’round in both Day School and Evening School.
AT THE MANITOBA, trained, experienced
executives will help you select a course. When you
enroll, trained, experienced teachers will give you
personal, courteous instruction.
Wrlíc, Call or Phone
for our Prospectus !
R. W. MacLEAN, Principal
300 ENDERTON BUILDING — 334 PORTAGE AVENUE (4 Doors West of Eaton’s)
Telephone 98 518
The Bnsiness College of To-Norrow
TO-DAY!
flniTOBfl
comm€RcmL
COLL€G€
I