Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
VV
iot
A
*:í»ge
A Complele ,
Cleaning
Insíilulion
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946
Cleaning
Insliluiion
NÚMER 33
FRETTIR
ÞÚSUND DOLLARA
VERÐLAUN
Þúsund dollara verðlaunum
fyrir bezt samda ritgjörð um
Atom orku ivar heitið hér í Kan-
ada fyrir skömimu, og varð fjöldi
nitfærra imanina til þess að keppa.
En eins og vanalegast er, gat
ekki nema einn breppt heiður-
inn og hnossið. Það var ungur
maður og efniilegur, sem Arthur
Deppmann heitir og á iheima í
Montreal og er að stunda tungu-
málanám við McGill báskólann.
Þessi efnilegi maður er giftur
Islenzkri konu, Dodo Ólafsson,
dóttir þeirra hjóna, Christians
heit. Ólafssonar Irfsábyrgðar um-
boðsmanns, og Gerðu Halldórs-
dóttir Ólafsson, Winnipeg. Voru
þau hjón hr. Leppman og frú,
á skemtiferð í London, Ont., er
þeim barst fréttin um ságur
þennan og sæmd.
Þau hjón, Leppman og frú,
komu til borgarinnar í byrjun
vikunnar.
FRIÐAR ÞINGIÐ í PARÍS
Af því er harla lítið að frétta.
Enn sem komið er hefir þar
hvorki rekið, eða gengið. Fjórtán
daga hefir þar verið iþrátt að um
tvent.
Fyrst ihvernin að forsæti á aðal
fundum þingsins skyldi skipað.
Smærri þjóðirnar vildu að einn
forseti væri valinn sem stjórn-
aði öllum sameiginlegum fund-
um þingsins. Rússar vildu það
ekki, heldur að utanríkisráð-
herrar stórveldanna fjögra skip-
uðu það sæti til skiftis, og varð
það ofaná.
Annað málið, og það málið sem
mestur styr hefir staðið um, er
fyrirkomulag á atkvæðagreiðslu
á þinginu. Smærri þjóðirnar, og
á méðal þeirra Kanada, kröfðust
þess að meiribluti atkvæða réði
á þinginu. Molotoff, talsmaður
Rússa, setti sig upp á móti þeirri
kröfu og heimtaði, að tveir
þriðju, yrðu að ráða við alla at-
kvæðagreiðslu þingsins. Um
þetta þjörkuðu og þrefuðu menn
í marga daga og ekkert gekk.
Að síðustu var gengið til at-
kvæða um iþetta atriði og krafa
smærri þjóðanna um einfalt
meirihluta atkvæði samþykt,
með 15 atkvæðum gegn 6.
Þessi sex atkvæði sem á móti
voru greidd, var atkvæði Molo-
toffs, hin fimm voru atkvæði
Austur Evrópu ríkja sem lúta
valdi Sovíetvaldsins.
Daginn eftir að þessi samþykt
var gjörð, neitaði Molotoff að
beyja sig undir hana, og krafð-
ist að miálið yrði tekið fyrir að
nýju. En James F. Byrnes, sem
þá var forseti tók ekki þá kröfu
til greina, og við það situr.
Þingið hefir samþykt að leyfa
umboðsmönnum hinna sakbornu
og seku þjóða, að flytja mál
þjóða sinna á þinginu og var
Signor De Gasperi stjórnarfor-
maður ítalíu fyrstur á dag-
skrónni. Hann sagði að samn-
ingurinn eins og hann nú stæði
væri grirmmur og það væri It-
ölum ofraun að rísa undir hon-
um. Hann £ór framá að ákvæð-
inu urn að fá Trieste í hendur
allsherjar umsjónar nefndar
væri frestað í ár. Ákvæði það,
ef það verður framkvæmt, er
sama og að taka part af holdi og
blóði okkar sjálfra, sagði Alcide
De Gasperi.
♦ -f -♦-
IRAN
Ahmad Gavam, '70 ára gam-
all stjórnarformaður í Iran hefir
rétt nýlega lappað uppá stjórn
sína með því að taka inn í hana
þrjá menn úr Sudeh flokknum,
en sá flokkur heldur mjög taum
Sovíet kommúnista, og menn og
biöð fóru að tala um hvers það
mundi sæta, því kyrt og frétta-
lítið hafði verið í Pesíu, síðan að
rauðu hersveitirnar hurfu burt
úr landinu. En í mánuðinum
sem leið fór aftur að kastast í
kekki hjá Persum. Stór hópur
Tudeh manna sem unnu við olíu
iíinaðarstöð1 Anglo-Iranian fél-
agsins við Persíu flóann, og
kröfðust svars uppá kröfur í 16
liðum sem leiðtogi þeirra Najah
hafði borið fram fyrir stjórnend-
ur félagsins. Var þar krafist
kauphækkunar vinnufólkinu til
handa, betri húsakynna, betri
flutningstækja og spítalavistar
án borgunar, fyrir alla verka-
menn félagsins, en iþeir eru
70,000 að tölu, hér um bil helm-
ingur allra verkamanna í Iran.
Félagið neitaði að verða við þess-
um kröfum, og þegar það reyndi
að fá fólk í stað þeirra sem hættu
vinnu, þá réðust þeir sem vinn-
unni hættu á þá og léku þá illa.
Þeir tóku í sínar hendur allar
bifreiðar sem iþeir gátu hönd á
fest og 2,000 Breta sem þar unnu
og fjölda Bandarikjamanna og
héldu þeim öllum sem föngum,
en sneiddu hjá Rússum og Rúss-
neskum ferðamönnum, sem á
vegi þeirra voru. Síðan snéru
þessir ribbaldar að bæjarmönn-
um, börðu og stungu Evrópu-
menn sem þeir mættu, og Persa
sem ékki heyrðu til Tudeh
flokknum, og gjörðust svo æstir
að lögreglan fékk engu tauti við
þá komið. Þeir brutust inn í
hús manna, rændu og rupluðu
og eyðilögðu.
Þegar þetta upphlaup stóð sem
hæzt, réðust 400 Arabar inn í
Iran og rændu og ruppluðu
verzlanir og sölutorg, en fóru
svo í eins miklum flýti í burtu,
eins og þeir höfðu komið. Undir
eins og Tudéh uppþotsflokkur-
inn varð var Arabanna, gleymdu
þeir ibrezku óvinunum, en réð-
ust að Aröbum sem þeir hafa
hatað í aldaraðir. Þeir náðu í
aldraðan auðugan Araba í Te-
hran, slógu hann niður með bar-
eflum og skáru af ‘honum höf-
uðið tafarlaust.
Annan Araba, Hadji Haddat og
konu hans tóku þeir út úr bif-
reið sem þau sátu í, stungu þeim
inní bakaraofn og brendu bæði.
Þegar að herinn gat stöðvað æði
þessa fólks var það búið að drepa
20 manns og særa 150.
Leiðtogi upphlaupsins, Na-
jafi og þeir félagar hans sem
harðast sóktu fram, voru téknir
fastir, yfirheyrðir og dæmdir til
dauða, en dauðadóm þeim var
ekki fullnægt sökum ótta við
Tudeh flokkinn. Nú eru bráða-
byrgðar samningar komnir á og
vinna aftur byrjuð í olíu nám-
FRAKKLAND
Einstakt í sinni röð.
Réttarsalurinn í Versölum var
troðfullur af fólki; yfirheyrsla
Vichy-stjórnar embættismanna.
Þeir André Marquis aðmíráll og
aðmíráll Jean Marid Abrial, sátu
þungbúnir og þreytulegir inn í
réttarsalnum, sakaðir um ,að
eyðileggja part af franska sjó-
flotanum árið 1942, svo að sam-
bandsjþjóðirnar nytu hans ekki.
Biðin, sem var orðin nokkuð
iöng eftir því að rétturinn yrði
settur, sem stafaði frá því, að 11
kviðdómarar sem dæma áttu í
málinu voru horfnir og fundust
ékki. Það var biðið og biðið,
leitað og leitað, en árangurslaust.
Klukkan var orðin 4 e. h. þagar
yfirdómarinn í máíi þessara
manna, gjörði þú uppgötkvun,
að allir þessir sem vöntuðu voru
kommúnistar.
Dómarinn vissi naumast hvað
hann átti til bragðs að taka, samt
ræður hann það af að kalla ann-
an af fremstu leiðtogum komm-
únista í París, sem heitir Jac-
ques Duclos, í síma og spurði:
“Duclos, veiztu af hverju að
kommúnistisku kviðdómararnir
koma ebki til réttarhaldsins?”
Duclos svaraði: “Já, þeir koma
ekki af því þeir ætla ekki að
koma.”
Daginn eftir að þessu fór fram,
gaf blaðið Humanité þá skýr-
ingu á þessu tiltæki, að kvið-
dómendurnir hefðu gjört verk-
fall sökum þess, af 105 embættis-
mönnum Vichy stjórnarinnar
sem kærðir hefðu verið um
landráð hefðu aðeins tveir ver-
ið dæmdir til dauða, Darnaud og
Laval, en flestir hinna hefðu
verið sýknaðir eða-því sem næst.
Á þinginu heimtuðu kommún-
istar að réttarhaldið væri viður-
kent. Þeir heimtuðu og að þingið
kysi lögvarnara í slíkum mál-
um, en ekki réttvísin. Þeir
kröfðust einnig að fréttariturum
og almenningi væri veittur að-
gangur að samtali og ákvæðum
kviðdómenda. Á meðan að á
þessu stóð, átti hæsti sakamála-
dómstóll landsins að bíða að-
gerðarlaus eftir því að kommún-
istarnir drægju inn hornin, eða
þá, að þjóðþingið semdi nýjar
dómsmálareglur. Öll blöðin á
Frakklandi, að undanskildum
blöðum vinstri handar manna,
lögðust ákveðið á móti þessu
fargani. Blaðið Combat komst
þannig að orði: “Kommúnistarn-
ir meta réttvísina að engu, og
vilja skifta á henni og pólitísku
flokksvaldi. I augum allra
þjóða hafa þeir sökkt réttvísi
Frakka lengra niður, en aðmíral-
arnir flotanum franska í Toul-
on.”
♦ ■ ♦ 4-
ÁGÆT UPPÁSTUNGA
Uppástungu hefir Senator
Claude Pepper frá Florida ákveð-
ið að leggja fram og fá sam-
þykta í Senatinu á fyrsta fundi
þess í janúar n. k., þess efnis, að
nýtt fyrirkomulag verði tekið
upp á þinginu, þess eðlis að ein-
faldur meiriihluti ráði því hvern-
ig farið sé með spursmál þau,
sem til umræðu eru, hvað fyrir-
liggjandi viðfangsefni efri mál-
stofunnar skuli vera, og tak-
marka tíma á umræðum um for-
gangs uppástungur til 10 daga.
Áður gátu nokkrir menn varn-
að þess að þýðingarmikil mál
næðu fram að ganga, með því að
tala þau í hel.
BANDARÍKI INDONESÍU
Bandaríiki Austur Indía Eyj-
anna eru í undirbúningi, eftir
því sem Dr. Hubertus J. van
Mook, sem nú er landstjóri þar
á eyjunum segir frá. Eftir að
Hollendingar og Indonesíumenn
höfðu setið á sameiginlegri ráð-
stefnu sem lauk rétt fyrir síð-
ustu mónaðamót. var talað um,
að sameina Java, Sumatra, hina
Hollenzku Borneo, og allar eyj-
arnar norðaustur af Borneo í eitt
rikjasamíband — Bandardki lndo-
nesíu. En til þess að slíkt geti
orðið, verður góð samvinna að
takast á milli Hollendinga og
Indónesíumanna, og virðist ekk-
ert því til fyrirstöðu að það geti
te^ist, annað en það, að hin nýju
Bandaríki séu háð konungsvaldi
Hollands, en það er vilji Holl-
endinga, og getur spilt sam-
vinnu möguleikum við Indónes-
íumenn sem eru því mótfallnlr.
-♦--♦--♦-
Framtíðar heimili
Sambandsþjóðanna
Því hefir ékki enn verið ráðið
til lykta hvar það skuli vera. Það
er sagt að ráðunautar aðalskrif-
stofunnar haldi enn fast við hina
svonefndu Connecticut-West-
chester landspildu. En ráðu-
nautar New Yonk borgar hafa
nú boðið að leggja þjóðasam-
bandinu til landspildu eina
mikla og fagra í Brooklyn undir
framtíðariheimili sitt.
KÍNA
Sagt er að Kínar séu orðnir sár
óánægðir með samninga þá er
þeir gerðu við Rússa að Japan
stríðnu loknu, og það sé ástæð-
an fyrir því að þeir séu mótfalln-
ir inngöngu Mongólíu hinnar
ytri í þjóðbandalagið, og krefjist
þess að inngöngu þeirri sé frest-
að, að minsta kosti :í ár, en Rússar
og Pólverjar styðja Mongólíu-
menn til inngöngu nú þegar.
SÍAM
Kínar streyma inn til Síam,
frá hálfeyddum og allslausum
héruðum í Kína. Síam stjórnin
hefir enn ekki lagt neinar höml-
ur ó þann innstraum Kínverja
til sín, að undanteknum $15.00
sem.Síam stjórnin setur hverj-
um útlending sem inn til Síam
flytur. Það eru nú 8,000,000 Kín-
verjar í Síam, á móti 10,000,000
Síammanna.
-f -f ♦-
DANMÖRK
Danir eru ófúsir á að sleppá
viðskiptunum við Breta. Fyrir
nokkru síðan sögðum vér frá
verzlunarsamningi sem Danir
gjörðu við Rússa Nú kemur á-
byggileg frétt um að Danir
bjóði Bretum að selja þeim svín-
akjöt 30% ódýrara en það sem
þeir geta fengið fyrir sömu vöru
hjá Rússum. Ástæðan er sú að
þeir vilja miiklu heldur slá þessu
að vöru sinni, en miSsa vinsam-
leg viðskifti við Breta. sem þeir
svo lengi hafi notið.
Sama fréttin segir að ástæðan
fyrir því að Bretar hafi boðist
til að borga $5.00 meira fyrir 100
pund af reyktu svínakjöti frá
Danmörku, en frá Kanada, sé
sú aðeins, að kostnaðurinn við
að framleiða Danska kjötið sé
það meiri.
JAPAN
Japanir búast við að geta selt
100,000pund af silki mánaðarlega
til Bandaríkjanna. í júní sendu
þeir 7,766 pakka, og 5,130 í júlí
til sölu, og fengu frá $6.78—$16 50
fyrir pundið, sem að er lítið eitt
hærra en þeir fengu þar fyrir
samslags vöru 1939.
-f -f ♦
BANDARÍKIN
Utanríkisdeild Bandaríkjanna
er þegar tekin að undirbúa frið-
arsáttmála við þjóðverja, og von-
ar að hann verði reiðubúinn að
leggjast fyrir utanriíkisráðherr-
ana fjóra á komandhhausti. Und-
inbúning sáttmálans hefir sérstök
nefnd á hendi. 1 henni eru James
W. Riddle yfirmaður Mið-Evr-
óþu deildarinnar, J. Kenneth
Galbraith, Henry P. Leverich og
Edward S. Mason frá Harvard.
-f -f f
DAUÐRA MANNA DALUR
í Nahanni héraðinu sem ligg-
ur á milli Mackenzie fljótsins að
austan, og austur landamæra
Yukon héraðsins að vestan, segir
sagan að dalur liggi þar sem snjó
festi ei á jörðu á vetrum, og
auður gulls og gersema bíði
þeirra, sem þori “að koma og
reyna,” og það hafa 13 persónur
gjört síðan árið 1904, eftir því
sem skýrslum þeim sem hið ríð-
andi varðlið Norðvesturlandsins
segist. Þar stendur:
Tveir bræður er McLeods hétu
héldu áleiðis til landsvæðisins
vestan Mackenzie árinnar en
austan Yukon héraðsins, inn í
hið sundurskorna Nahanna hérað
þar sem samkvæmt munnmæla-
sögum, að feykilega auðug gull-
náma ihafi átt að finnast til þess
að týnast aftur. Báðir þessir
bræður dóu á vofeiflegann hátt.
Leitarmenn fundu líkami þeirra
höfuðlausa, en engan farangur,
og höfuðin fundust ekki heldur.
Ófarir þessara manna höfðu
ekki héftandi áhrif. Sögurnar
um auðlegð þessa héraðs héldu
áfram að berast mann frá manni.
Að v.ísu heyrðist tal um óvin-
veitta Indíána sem þar ættu
heima, en það hafði engin áhrif
á gullleitar fólkið. Menn héldu
áfram einn og einn að leita gæf-
unnar í þessu .töfra héraði. Árið
1917 lagði maður einn upp í þá
ferð og til hans hefir aldrei
spurst. 1926 lagði kona upp í
ferð til undra dalsins; til hennar
hefir heldur ekki spurst. Þrír
menn lögðu upp í ferð þessa
1919; einn 1928, tveir 1936 og allt
fór þetta fólk sömu leiðina —
hvarf. Árið 1941 lagði maður að
nafni Ernest Saw^rd — þektur
gullleitarmaður í norðvestiír hér-
uðum Kanada, upp á þessa ferð
og hafði það orð á sér að hann
kynni ekki að hræðast. Hann
virti að engu munnmælasögurn-
ar eða hætturnar í sambandi við
dauðramannadalinn. Hann lagði
á stað létt hlaðinn, sem benti
fremur á að hann legði einhvern
trúnað á sögurnar um veðurblíðu
dalsins. Á jóladaginn 1941 kom
hann til verzlunarstaðar sem er
við mynni suður Nahanna ár
og keypti nokkuð af vörum, lét
þær á hunda-sleða sinn og hélt
í norður átt. Svo hvarf hann
eins og allir^hinir, og hefir ekk-
ert spurst til hanns sáðan, og er
hann sá 13. sem horfið hefir á
leið til dauðra manna dalsins.
Þegar Indíánar eru spurðir um
þessi fyrirbrygði. svara þeir að-
eins “Illir andar.”
SVISS
1 sex hundruð og fimtíu og
fimm ár hafa Svisslendingar
haldið uppá og minnst 1. ágúst,
sem lausnardags síns. Því það
var 1. ágúst 1291 sem eldur er
kveiktur var á fjalla toppum í
Sviss tilkynti Svisslendingum að
hlekkir þeir sem bundu þá við
Hapsborgar valdið væru brotnir,
og síðan hafa bálkestir logað á
fjallatindum í Sviss, flugeldar
lýst upp næturloftið, og hvorki
fögnuði né þökk linnt 1. ágúst í
Sviss.
1 ár var þessi endurminnmg—
þessi þjóðminningardagur í
Sviss sérstaklega tilkomumikill.
Dagurinn sjálfur ver dýrðlega
fagur. Vötnin stór og smá lágu
spegilfögur víðsvegar um landið.
Laufin á björkum aðeins bærðust
í morgunvaranum. Grasið breiddi
sig eins og mjúk, græn blæja
yfir 4engið. Kornstangirnar á
ökrunum áttu fullt í fangi með
að rísa undir þunga axanna. Hús
og bændabýli glömpuðu nýmáluð
í sólskininu, og fólkið, prúðbúið,
var á leiðinni á þjóðminningar-
staðina um þvert og endilangt
landið.
Það er dálltið einkennilegt að
athuga fréttina um þessa þjóð-
hátíð Svisslendinga, — þjóð sem
sat við kjötkatlana meðan að á
stráðinu stóð, og nú vel efnum
búin. En hún er samt prúð og
yfirlætislaus. Fólkið í Sviss kem-
ur á þessa þjóðhátíð sina með
hjörtun full af hógværð og þakk-
læti. Söngvar þeirra endur-
hljóma það sem þjóðar sálin á
dýpst og fegurst, og ræður
mælskumannanna enda á þess-
um orðum úr kvæði Schillers
um William Tell: “Wir wollen
frei sein wie die vater waren,”
(Við leggjum eið útá, að við
skulum varðveita freLsið, eins og
forfeður okkar gerðu . Hví þessi
margraddaða og nærri því sorg-
blandaða yfirlýsing um frelsis
vörð á þjóðminningardag Sviss-
lendinga? Þeir hafa búið glaðir
að sínu í 655 ár. Þeir voru óháð-
ir í stríðinu síðasta. Þeir höfðu
svo að segja allsnægtir. Þeir
höfðu samið við verkamannafél-
ögin í vor, og iðnaðarfriður rikti
í landinu, og útfluttar vörur
þeirra höfðu aukist sexfalt á
fyrstu sex mánuðunum af árinu
1946. Hví er þá hreimur ótta og
jafnvel yfirvofandi hættu í orð-
um þeirra?
Fréttir af þessu hátíðahaldi
herma að einstæðings afstaða
þeirra olli slíkri ótta tilfinningu
í hugum þeirra og hjörtum. 1
stríðinu, stóðu þeir einir sér sjálf-
um til sóma og hagsmuna. Nú
er þvá lokið og Svisslendingum
finnst að þeir eigi hvergi heima
í hinum nýja heimi, og geti
hvergi höfði sínu hallað. Er eitt-
hvað svipað ástatt fyrir þeim nú,
og Voltaire, Iþegar að hann, hæl-
islaus, leit yfir ástand Evrópu frá
Les Delices, 1750: “Eg sé Þýzka-
land fljótandi í blóði, Frakkland
með öllu eyðilagt, og þegar eg
athyga hríðina, þá næstum fyrir-
verð eg mig fyrir það hve rótt
mér getur verið innanbrjósts.”
♦- -f -♦-
BANDARÍKIN
Aðal spursmálið sem kosning-
arnar í Bandaríkjunum snúast
um í haust, verður verð á lífs-
nauðsynjum manna. Republik-
anar halda fram, að verðhækkun
sú hin mikla sem orðin er sé
Truman forseta að kenna, því
(Frh. af bls. 5)
unum.