Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946 4 ritningunni að dæma, síðan hefur drottinn verið að dunda við þetta völundarsmíði. Drama sk-öpunarinnar byrtist þar í ljósum og lfandi myndum. Þar sjáum vér hjúkrandi hönd náttúrunnar græða svöðusárin með því að klæða brunahraunin. Hvergi opinberast máttur lífsins fremur en þar sem það árlega eykur landnám sitt upp við sjálf- ar jökulræturnar. Þarna gerir lífið daglega árás á dauðans ríki; en einnig hér eru mótsetningar miklar. Þarna eru líka mörg eyðileggingaröfl, sem vinna lífinu grand, bæði af nátt- úrunnar og mannanna völdum. Þegar þess er gætt hvernig Is- land hefur verið setið mega það hiklaúst undur nefnast, að enn skulu þar fiðrildin flökta yfir blómábreiðum, farfuglarnir syngja þar lofgjörðar ljóð fyrir saðning sína og fénaðurinn enn- þá breiða sig þar um græna haga. Alt þetta líf hefur hin íslenzka gróðrarmold alið og þroskað. Rányrkjan er yngri í Ameríku, en samt hefur hún nú þegar velt í flag, að minsta kosti tveim milljónum ekra af amerísku bú- landi, þar sem mannvistin hef- ur lengst varað í álfunni. ís- lenzka gróðrarlífið á sér seigar rætur af því að “á misjöfnu þró- ast börnin bezt.” En hvaða lífskjör skapar ís- land mannfólkinu? Ekkert land levnir svo kostum sínum sem Island. Þegar ferða- maður, frá suðrænum löndum, nálgast frónskar strendur, sér hann fyrst jökulhetturnar uppá háfjöllunum, en litlu síðar berj- andi 'brim á auðum ströndum. Á ferðum sínum um landið sér hann foksands öræfi, bruna- hraun og blásnar hlíðar. Nokkur vorkun 'þó honum verði þá að orði: “Þetta kríusker ætti að leggjast í eyði.” Hann mælir svo af þvi hann vill þjóðinni vel og æskir henni betra hlut- Skiftis en að eyða kröftum sín- um í. vonlausri baráttu fyrir bættum hag í svo bláfátæku landi. En bíðum nú bara við! Á ís- landi sér engin auðæfi? Siglir hann ekki fram hjá stórum veiði- skipaflota? Þau skip eru stund- um langt að komin; frá Bret- landi, Frakklandi, jafnvel ítalíu og Spáni, og fleiri þjóðlöndum. Ekki hafa þessir veiðimenn vitj- að Islands til þess að horfa á miðnætursólina eða norðurljósa dýrðina, enda þótt þær sýnir kunni að vera tilkomumeiri en nokkuð, sem við þeim blasir heimafyrir. Æ-i nei, þeir eru þarna komnir til að öngla sér auðs úr íslenzku gullkystunni. Svo hafa sögur farið, um suðræn lönd, af þeim auði, að þeir yfir- gefa sína aldingarða og hætta sér í hafísrek og hríðarstorma norðurhafsins. Engin furða, því hvar eru slík auðs uppgrip sem á fengsælum fiskkniðum? Vert er þess að geta, í þessu sambandi, að fimti hluti alls fiskifengs í norðurálf- unni er úr sjó dreginn við íslands strendur. Miðað við fólksfjölda veiða íslendingar sjálfir fjöru- tíu sinnum meira en Evrópisku þjóðirnar yfirleitt. Tugir þús- unda stunda fiskiveiðar meðal hinna stærri þjóða, en sjö þús- undir íslenzkra sjómanna gera frónverja að fjórðu mestu fiski- veiða þjóð í Norðurálfunni og sjöttu mestu fiskiveiða þjóð í heimi. Úr hafdjúpinu heima og úr fjörðum landsins eru sum hinna nauðsynlegustu bætiefni fengin, sem færa heilsuroðann á ásýnd æskunnar en gefa afl í taugar upprennandi kynslóða. Hvers virði er hið íslenzka fiskilýsi okkur öllum? Það er vörður lífs og iheilsu hjá mönnum og dýr- um um hið humsæla norðurhvel þegar lífgeislana þrýtur með lækkandi sól í vetrar skamm- deginu. Það viðheldur vonum um heilsu heimsfoúa, og er okkur öllum ánægju auki, að vita nú til þess, að senn munu braeðurn- ir heima éiga sér bezta skipa- kost og fullkomhustu veiðar- færi allra þjóða. Hitt er löngu kunnugt, að þeir eru djörfustu og ötulustu veiðimenn allrar veraldar. En hvað ,um sjálft landið? Eru þar nokkrar auðsuppsprettur? Það andar köldu um farmann- inn sem fleytist að ströndum og hann fcennir kannske í brjósti um landsins börn, sem eiga að búa við þann kulda. Tæpast við því að búast, að hann átti sig á því við fyrstu kynni, að undan þessum helbláu jökulhettum frjóta þeir straumar í fallandi fossum, sem bera ljós, orku og yl útum alt landið og inn í hvert heimili, innan skamms. Ekkert land er jafn auðugt af raforku frá fallvötnum sem Island, í hlutfalli við íbúatölu sína. Víst myndi Bretinn viljugur að gefa allmikið af auði sínum ef mögulegt væri að flytja Gull- foss yfir hafið og setja foann niður í Thames-elfu, og sízt myndi Frakkinn synkur á sínu gulli, gæti hann sett Goðafoss í Signu nálægt París. Ef hægt væri að draga ísland yfir hafið og koma því fyrir í miðri Evr- ópu, myndi sú aðþrengda ólfa ekki framar þurfa að kviða hungri né kulda, því.þá ætti hún sér afl þeirra hluta sem gera skal. Vissulega er ísland undraland hinna einkennilegustu mótsetn- inga. Jöklarnir ylja það og rækta það. Þeir hafa um aldur fram unnið landinu ómetanlegt gagn. Þeir hafa malað steinefna sall- ann mélinu smærra og óteljandi ár og lækir bera þennan nær- ingarforða jurtanna niður á lág- lendið og dreyfa honum niður um dalina. Annars myndi þús- und ára rányrkja hafa lagt Is- land í auðn fyrir öldum síðan. Enginn veit að hvaða gagni þetta kann að koma, þegar mann- vitið tekur þessa sjálfvirku efna- smiðju til hagnýtingar á ótal á- veitu svæðum. Áveita með jök- ulvatni hefur verið gerð og ór- angurinn góður. Danskur sér- fræðingur í búnaðar vísindum hefur látið þá skoðUn í ljósi, eft- ir ítarlega rannsókn, að rækt- un jarðarinnar muni óVíða svara drýgri uppskeru en í beztu sveit- um Islands. Annar skaðvaldúr Islands, eld- urinn í iðrum jarðarinnar, hefur líka bætt fyrir brot sín að nokkru leyti. Hvað myndu stærri og voldugri þjóðir vilja til þess vinna, að eiga jarðhita íslands undir iljum sér, að eignast Is- lenzku laugarnar og íslenzku kverina? Myndu ekki Winnipegborgar- búar vilja greiða drjúgan skild- ing fyrir að fá hvert íbúðarhús upphitað frá sívirkri og sjálf- virkri vermistöð eins og Reykja- vík er nú hituð? Hvað myndi London og París vilja greiða fyrlr slík hlunnindi? Það má nota þennan jarðhita til margra hluta. Með honum má rækta ýmsa garðávexti í vetrar- verðum, í upphituðum og gler- -þöktum gróðrarreitum. Munu fáar þjóðir í hinum norðlægari löndum geta hrósað því happi, að neyta nýs og heimaræktaðs grænmetis um hávetur. Alt er þetta í byrjun en möguleikarnir eru miklir. Jafnvel bjúgaldin (bananas) hafa fullþroskast þar heima við jarðhita og rafljós. Þannig er landið, sem alið hefir vort .kyn og uppalið vora sál. Alt sem ísland er og alt sem Island á hefir haft éinhver áhrif á okkur, á sinn þátt í því að gera okkur að þvi, sem vér erum. I frónskum fjalladölum og á íslenzkum ströndum stóð ættar- vagga vor. Islenzkt var það myndasafn, sem æska kynslóð- anna skoðaði hrifnæmum huga, þessar myndir urðu að áhrifa- mynd'um í Lífi ættbálksins og þau áhrif gengu í erfðir einni^ til okkar, sem hér erum alin. Þessar litauðugu, margvíslegu myndir tendruðu listhneigð og skáldgáfu þjóðarinnar og þessvegna eigum vér Islendingar tiltölulega fleiri listamenn og skáld en aðrar þjóðir. Lífsreynslan og lifsbaráttan forðaði okur frá smásálarskapn- um. Erfiði, sem gefur vonir um umibun, þegar vel gengur, stælti viljann og athafnaþróttinn hjá Islendingum. Hið breiða, blik- andi haf ögraði foinum ungu, æfintýraþyrstu og hugdjörfu til að tefla á tvær hættur. Fjöllin vöndu menn á brattgengið og sú æfing jók okkur afl og áræði. Það afl og óræði kom okkur að jafnmiklu gagni vestan hafs sem austan. Ber okkur þá engin skylda til að elska og meta það land, sem ól ætt vora til dirfsku og dáða? Einhver mun kannske segja: “Já, en nú er eg öðru landi háður og annari fósturjörð.” Eins og það ætti að vera fullvöxnum karlmanni ofraun að elska að minsta kosti tvær konur af öllu hjarta. Mér er sem eg heyri menn hugsa: “Já, nú þykir mér dáma og víst er klerkurinn óða- mála orðinn.” En finst ykkur það sjálfsagt að maðurinn gleymi móður sinni enda þótt honum verði það á, að ganga í heilagt hjónaband. Sumum finst Islandi engar þakkir bera fyrir uppeldið á sér eða sínum. Við heyrum ótal hallærissögur að heiman: sögur um eldgos og óáran, um isafar og einangrun. um hungur og drepsóttir og um konunga óstjórn og kirkjulega harðstjórn. Allar eru þær sögur sannar, því miður, I en þó er hér ekki nema hólfsögð saga svo fremi að þess sé ekki jafnframt getið, að Island hefir uppalið og viðhaldið þeim mann- dómi, þeirri þreklund og því bjartsýni, sem magnaði fólkið móði til að afbera allar þessar hörmungar og eftir þúsund ára reynslu á þjóðin sér nógan styrk til þess að hefja sig á bekk með heimsins mestu framfara þjóð- um, á einum mannsaldri, þótt viðnámsþrótti Islendinga sé að verðugu viðbrigðið m'yndi hann samt ekki hafa megnað að standast órofa hallæri í þúsund ár. Baráttan var aldrei vonlaus af því reynslan sýndi, að náttúr- an upplauk örlátri hendi í góð- ærunum sem til féllust eftir hörmungarnar. Þetta var orsök þess undurs, að þjóðin, þrátt fyrir óhöpp og einangrun, fékk sjálfri sér borgið og sinni menn- ingu. Ekki eru Islendingar held- ur svo heimskir, yfir leitt, að þeir myndu verja fé og erfiði í ræktun landsins, hefðu þeir enga trú á getumagni þess til að end- urgreiða kostnaðinn, ‘þeir ættu að þekkja landið sitt. Argsamt og erfitt var lífið tíðum heima og óhöppin mörg, en er það nú alvég víst að mæt- asti mannlífsgróðurinn vaxi í allra vindaskjóli úndir rúsínu- runnum? Island hefir mótað eðli vort eftir sinni mynd, hrjúft nokkuð eins og vindibarin fjöllin en inn- viðatraust eins og stuðlabergið í Herðubreið. Ásýnd ættlandsins í endalausum myndbreytingum hefir auðgað anda íslendinga há- leitum hugsjónum hjá skáldun- um, listamönnunum og speking- unum, sem grufluðu út í gátur lífsins meðan þeir horfðu á dá- semdir heims og himins út um örsmáa fooðfctofuglugga á lág- reistum ‘heiðakotum uppi í ís- lenzkum afdölum. r, • • - - ., “Og sálin var stœlt af því afli, sem er á ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt; það fóstrar við hœttur, en það kennir þér að þrjóskast við dauðann en treysta á þinn mátt, í voðanum skyldunni að víkja eigi úr og vera í lífinu sjálfum þér trúr.” ísland sýnir börnum sínum í tvo heimana í áhættusamn lífs- baráttu: Á sigling um sollið haf þegar eina lifsvonin virðist að beita í vindinn; á ferðum um ör- æfin, í manndráps foyljum, þegar engu má skeika um stefnur og aldrei láta undan slá; á reið yfir beljandi fljót þar sem öruggasta leiðin lá um tæpasta vaðið. Þetta kendi íslendingum að hugsa djarflega og láta ekki basl- ið buga sig. Fyrir þetta uppeldi hefir það verið einkenni vors kyns, að beita í vindinn og láta ekki undan síga, en þræða sínar lífsins leiðir á hinum tæpustu vöðum, að vera ekki kotungar heldur stórmenni í hugsun og áformum. Fyrir þessa stórmannlegu dirfsku stofnuðu þeir lýðveldið til forna og vildu engan konung yfir sér hafa. Trúðu sjálfum sér bezt fyrir sinni framtíð og sínu frelsi. Stórmanleg og djörf er hugsun þeirra höfunda, sem hinar fornu sögur sömdu og hin eldfornu kvæði ortu. Það kennir engrar kotungssálar í Völuspá, í Hávamálum, í óði Egils eða Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar. Óður íslendinga hefir oftast verið hástemdur eins og sjá má á háfleygi Einars Bene- diktssonar, hugmyndaflugi Matt- híasar, og djúpsæi Stefáns. Hve- nær sem skáldunum dapraðist flugið, .tók sjálf þjóðin við og brti þjóðsöguleg æfintýri um rlddaralega útlaga kunnáttusama dverga og kotungasyni, sem urðu konungar. Hin svipmikla og svip- hreina ásýnd Islands og hin stór- brotna lífsbarátta við sjálf nátt- úruöflin kendu Islendingum að tefla djarft og treysta sjálfum sér, og dreyma höfðinglega. Þessvegna eignaðist þjóðin marga mœringa en engan samt meiri en Jón forseta Sigurðsson, hinn vöxtuglega blómknapp ís- lenzkrar þjóðmenningar. ; Hið stærsta er samt framund- an, að gera þennan hugræna sikáldskap að virkileika. Verk- 'efnið er á Islándi, sem annars- staðar, að leysa hvern svein og svanna undan örlögum örbirgð- ar, undan vansæmd fátækarinn- ar í landi, sem hefir meir en nóg náttúrugæði, til að veita öllum tækifæri til að lifa hamingju- sömu menningarlífi og njóta sinna hæfileika sér til hamingju en þjóðinni til farsældar. Hlut- verk íslendinga er að opinbera heiminum ihvað námfús og sam- hent smáþjóð getur áorkað í erfiðu en auðugu landi. Vitaskuld er það ekki okkar, ( að ráðleggja bræðrunum heima, en sannleikann má segja, hvar sem er og hvenær sem er. Sá sannleikur er í orðum Roosevelts forseta falinn, þar sem hann segir: “Það er engin þjóð svo auðug, að hún megi við því að vanrækja fólkið.” Þótt miklð afl búi í náttúrunni dvelur þó ennþá meiri kraftur til mann- kyns endurlausnar í okkur sjálf- um, því maðurinn er mælikvarði allra hluta. Það völundar vit, sem íslendingar eignuðu dverg- unum verða þeir nú sjálfir að eignast, til að breyta leirnum í lífgjafa, fossum í orkustrauma, fallvötnum í ljós og yl, en jarð- arvarmanum í bætilyf. Þó kem- ur .þetta að litlu gagni nema því aðeins að þjóðin meti manndóm- inn og drengskapinn mest, eins og hinir frægu gullaldar menn gerðu Þegar þjóðin eignast það hug- sæi, að lífið sé til þess að rækta, betra og fegra landið til gagns fyrir alda sem óborna er henni borgið og þá er líka frelsi hennar bezt borgið Smáþjóð getur aðeins át sér eitt til varnar, álit gott fyrir mannúðlegt, réttlátt og menningarrikt þjóðfélag. FRÉTTIR (Frh. af bls. 1) hann hafi ihækkað kaup verka- ,manna með uppástungu sinni um I8V2C hækkun á kaupi verk- a manna. Demokratar bera það aftur á Republicana, að þeir hefðu reynt til að eyðileggja alla verðskipulagningu, og að þeim hefði næstum því tekLst það. Um utanríkismál verður naumast að ræða í kosningunum, þvi flestir Republikan þingmenn hafa þeg- ar tjáð sig samíþvkka núverandi stefnu Demokrata í utanríkis- málumrm. Primary kosningar fóru fram í sex ríkjum í Bandaríkjunum í vikunni sem leið, Allir efri imálstofu mennirnir og flestir þingmenn neðri málstofunnar báru sigur úr býtum í kosning- unum á miðvikudaginn í síðustu viku. Eina áberandi undantekn- ingin var í fimtu kosningadeild í Missouri, þar sem Rodger C. Slaughter var, og er enn þing- maður. Hann tapaði illa fyrir mótstöðumanni sínum Enos Ax- tell. 1 þeirri kosningu tók Trú man ákveðinn þátt með Axtell en á móti Slaughter, fyrir þá sök að Slaughter hefir lagst á móti framkvæmdartilraunum forsetans og hans ráðunauta á þinginu. Sen. Harry F. Byrd, demókrati í Virginia, er óhultur með önn- ur sex ár. Sen. Harley Kilgour, demó- krati í Vestur Virginia, náði út- nefningu með yfirgnæfandi meirihluta. Sen. Frank P. Bridge, sem var skipaður til að fylla sæti Tru- mans 1945 var útnefndur í Mis- souri. I sambandi við útnefningu til þjóðþingsins i Vestur Virginiu, þá höfðu allir þingmennirnir 4 meirihluta atkvæði. Þeirri at- kvæðagreðislu er ekki lokið. Fyrrum ríkisstjóri og aðstoðar- hermálaritari í stjórnartíð Roose- velts, Harry H. Woodring, vann útnefninguna af hálfu demókrata í Kansas. I New Hampshire voru út- nefninga kosningarnar .harð- sóttar. Ríkisstjóri Charles M. Dale, republikani, hafði þar 500 atkvæði umfram. United Church of Canada UNITED COLLEGE In Affiliation with The University of Manitoba Students are offered courses in: FACULTY OF ARTS AND SCIENCE leading to the B.A. Degree. JUNIOR DIVISION WORK for the B.Sc. and pre-professional courses for; Commerce. Engineering, Law, Medicine, etc., are also offered. COLLEGIATE—Grade XI (Matriculation), Grade XII (Entrance to Second Year and Normal School). FACULTY OF TIÍEOLOGY—Diploma and B.D. Courses. RESIDENCE for^men and women. CENTRALLY LOCATED. large campus, skating rink. OPENING DATES FOR 1946-47 Collegiale Division Sepl. 11 Junior Division Arts and Science Seph 30 Senior Division Arts and Science Oci. 2 Theology Oct. 3 ■ t For further information and Calendar, apply to the Registrar, UNITED COLLEGE, Portage at Balmoral, WINNIPEG. MAN. Phone 30 476 or 72 291 mnniTOBR telephode snsTEm

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.