Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946 I Margrét Werner “Já, eg er þreytt til dauðans á þessu öllu saman; eg vil fá einhverja breyt- ingu. Heldurðu að ungar stúlkur úti í heiminum lifi líku lífi og við gerum, inni- lokaðar á litlu bændabýli, og látnar vera að læra frá morgni til kvölds; og svo hafið á aðra hönd, eins þreytandi og það er, og á hina höndina skógar og engi. Hvernig geturðu verið svo róleg með þetta, Lillian? Eg er orðin dauð- þreytt á þessu lífi — einn dagurinn er alveg eins og annar — tilbreytingar- laus.” “Það hefur eitthvað komið fvrir þig,” sagði Lillian vingjarnlega. “Hvað þú ert lík mömmu,” sagði Beatrice, “alveg hennar málrómur og orð. Hún skilur ekki og þú skilur ekki. Mamma er ánægð með þetta líf sem hún lifir; og þú með þitt.; en eg er ekki ánægð með mitt, það fullnægir mér ekki — það er svo, það er svo tilbreyt- ingarlaust, tómt Sorg væri betri en þetta dauða — haf — einn ‘dagurinn er ögreinanlegur frá öðrum.” “En, kæra Beatrice, hugsaðu um hvað þú segir,” sagði Lilian. “Eg er þreytt á að hugsa,” sagði Bea- trice. “í síðast liðin tíu ár hefur það altaf verið sagt við mig, að eg ætti að hugsa, yfirvega; eg hef hugsað allt sem eg gat; nú vil eg fá eitthvað nýtt til að hugsa um.” “Hugsaðu bara hve indislega falleg þessi segl þarna út á sjónum eru,” sagði Lilian; “sjáðu hvernig þau speglast í sólskininu. Sjáðu, annað er eins og upplyft hendi, sem er að benda okkur að fara héðan.” “Svona ímyndanir eru kannske góð- ar fyrir þig, Lilian,” sagði Beatrice, “en eg get ekki séð neitt í þeim. Hugsaðu um sögurnar sem við höfum lesið; hve ólíkar okkur eru ekki stúlkurnar í þeim! Þær eiga föður, bræður og vini; þær eiga fína og skrautlega búninga; þær hafa fallega unga menn sem láta sér annt um þær; þær dansa, ríða og skemta sér. Sjáðu hvað við höfum — hér erum við inni lokaðar með gömlu og alvarlegu fólki.” “Sussu, sussu, Beatrice,” sagði Lil- ian, “mamma er ekki gömul.” “Nei, ekki að árum til kannske,” svar- aði Beatrice, “en mér sýnist hún sé gömul í sorg. Hún er aldrei glöð og kát. Mrs. Waughan var góð við okkur, en hún hló aldrei. Eg vil vita hvort allir eru óhamingjusamir og sorgmæddir. Ó, Lilian, mig langar til að sjá hvernig heimurinn er, hinn bjarti og glaðværi heimur — hinumegin við hafið sem byrgir útsýnið fyrir okkur. Mig langar út í hinn glaðværa heim, eins og fugl sem er innilokaður í búri, þráir ferskt loft og græna skóga.” “Þú mundir komast að því, að það er ekki allt velsæla og hamingja þar,” sagði Lilian, eins og henni væri eitt- hvað kunnugt um það. “Hlífðu mér við svona tali, það svo sem segir sig sjálft,” sagði Beatrice. “Æ, systir mín, eg er orðin svo leið á þessu. í ellefu ár hefur hafið sungið sama söng- . inn; þessar bárur rísa og hníga, eins og þær hafa gert í þúsundir ára; fugl- arnir syngja sama lagið; sólin skín eins og áður; já, og skuggarnir af álmtrján- um falla yfir engið alveg á sama hátt, eins og er við lékum okkur hérna í fyrsta sinn. Eg vil komast burt frá þessum tilbreytingarlausa bárunið og skrjáfi laufanna á álmtrjánum. Mig langar þangað sem eru stúlkur á mín- um aldri, og gera eins og þær gera. Mér virðist að við eigum að halda áfram með að lesa og skrifa, sauma og teikna, og taka okkur það sem mamma kallar ‘lærdómsríka spássér-túra’ þangað til við verðum gráhærðar.” “Nei, Beatrice, það er ekki meining in,” sagði Lilian hlæjandi. “Lafði Cum ing segir, að pabbi muni enhverntíma koma heim aftur, og að þá förum við allar til hans.” “Eg trúi ekki einu einasta orði af því,” sagði Beatrice, og þóttist viss í sinni sök. “Stundum finst mér að þetta um pabba sé ekki annað en æfintýri sem hefur verið búið til. Hví erum við ekki hjá honum? Hví skrifar hann aldrei? Við heyrum aldrei neitt um hann eða frá honum, nema það sem lafði Cuming segir. Og svo skal eg segja þér, Lilian, nokkuð sem eg heyrði ömmu segja við Mrs. Waughan. Hún sagði, að það gæti svo farið að við ætt um aldrei heima á Elmwood — að ef pabbi kæmi ekki, eða dæi ungur, félli óðalið og allt saman hendur einhvers Lewis Dare, og að við yrðum þá hér á- fram. Hugsaðu þér hvílík forlög — að lifa hér löngu lífi og deyja svo hér á litlu afskektu bændabýli!” “Þetta eru allt tilgátur, Beatrice,” sagði Lilian. “Reyndu að vera ánægð- ari. Við höfum ekki líf okkar í höndum okkar, eins og við viljum; við getum ekki ráðið forlögum okkar.” “Eg skyldi óska, að eg gæti ráðið mínum forlögum,” sagði Beatrice. “Vertu góð, reyndu að vera ánægð,” sagði Lilian í sínum milda og blíða róm. Við elskum þig og dáumst öll að þér. Já, dagarnir geta auðvitað fundist stundum langir, en við höfum allt tæki- færi til að njóta hér fegurðar og prýöi náttúrunnar.” “Já, það er að vísu svo.” sagði Bea- trice, “en gefðu mér lífið. það er lífið sem eg þrái, gef mér lífið!” Hún sneri andlitinu frá sjónum; og sunnanvindurinn sem blés yfir engið, bar hljóm þessa hringjandi skæra mál- róms þangað sem ungur maður lá, með hálf opin augun, undir stóru tré. Hann hafði frítt, þeldökkt spanskt andlit. Hann lá þarna og naut hinnar indælu morgun fegurðar. Þegar hann heyrði hina hljómfögru kvennmannsrödd, og hin undarlegu orð, brosti hann og lyfti upp höfðinu til að sjá hvaðan málróm- urinn barst. Hann sá báðar ungu stúlk- urnar, en þær sneru andlitunum frá honum. Þessi orð hringdu í eyrum hans: “Gefðu mér líf, það er líf sem eg þrái.” Hver gat hún verið, sem þráir svo líf- ið? Hann skildi slíka þrá, og hann á- setti sér að vera þar sem hann var, þangað til stúlkurnar færu. Hann heyrði aftur sama málróminn. “Þú getur skemt þér við að teikna þessi segl, Lilian. Eg vildi óska að þess- ir bátar þarna út á sjónum kæmu og færu með okkur héðan. — Eg vildi óska að eg hefði vængi og gæti flogið yfir sjóinn og séð hina glitrandi stóru ver- öld, sem er hinumegin við hafið. Vertu sæl; eg er þreytt að hlusta á þennan stöðuga öldugný við ströndina.” Hann sá aðra ungu stúlkuna standa upp af lyngbeðnum sem hún sat á, og ganga upp hæðina, sem var fyrir ofan þær. Fljótur sem hugur manns, lagði hann á stað eftir öðrum götuslóða, og heppnaðist að mæta Beatrice á miðri leið. Hún gekk syngjandi; það var eng- in gleði í söngnum, ólíkt því sem vant var. Hún mundi eftir nýju fallegu lagi, sem Lafði Cuming hafði sent henni, og ákvað að fara heim og æfa það. Enginn gat hafa látið sér til hugar koma, að þennan morgun yrði fyrsti hlekkurinn í hræðilegri viðburðakeðju smíðaður. Þar sem var dálítið steinklyf á veg- inum sem gatan lá í gegnum, mætti hún ókunnuga manninum. Slíkt var óvana- legt fyrir hana, að mæta ókunnugum. Þó hafði það stöku sinnum borið við að ferðamaður, eða málari, sem var að mála landslagsmyndir þar í nágrenn- inu, höfðu komið til Werners, til að standa af sér óveður, eða til að fá sér hressingu, en það vildi ekki oft til. Ókunnugi maðurinn leit prúðmann- lega út. Er þau mættust stönsuðu þau bæði sem snöggvast; ungi maðurinn hneigði sig djúpt fyrir henni, og veik til hliðar, svo hún gæti gengið fram hjá sér. Er hún gekk fram hjá, sá hann andlitsfríðleik hennar og fegurð, og mintist þess sem hann hafði heyrt hana segja. “Það er ekki undarlegt,” hugsaði hann, “það er hreinasta skömm að slík fegurðar blómarós skuli verða að vera hér.” Hve hrífandi voru ekki þessi geisl- andi augu! Hver er hún! Hvað getur hún verið að gera hér? Beatrice leit til baka og sá að hann horfði á eftir sér með undrun og aðdáun. Það var það fyrsta tillit, þeirrar tegundar sem hún hafði mætt, og sem mótaðist djúft í hug hennar og hjarta. Hann virti fyrir sér hennar tignar- lega vaxtarlag, þar til hún hvarf hon- um sjónum, er hún beygði fyrir litla hæð, og hélt í aðr^ átt, en hann hélt á eftir henni í dálítini fjarlægð og sá, að hún gekk þvers ufir víðáttumikið engi sem var fyrir framan húsið, er hun gekk heim að. Alfred Hankins, svo hét ó- kunnugi maðurinn, beið þar til einhver af vinnufólkinu færi þar framhjá, sem honum líka heppnaðist. Með lægni gat hann útvegað sér ýmsar upplýsingar um þessa stúlku sem þráði svo lífið. Hann gat ekki gleymt andliti hennar — hún var fríð eins og drottning — þó allar drottningar séu ekki fríðar — og svo þessi ógleymanlegu augu. Hann hugsaði með sér, hvað sem það kostar yrði hann að sjá hana aftur. Morguninn eftir sá hann að báðar systurnar gengu niður að sjónum; Lil- ian ætlaði að ljúka við að gera upp- dráttinn se mhún var byrjuð á. Hann heyrði Beatrice syngja með fagurri rödd, einhvern söng sem hún var mjög hrifin af; hvers innihald var á þessa leið: “Mennirnir verða að vinna, og kon- urnar gráta — en þegar það er liðið, gleðjast þær, og þá geta þær sagt, góða nótt til allra harma.” “Mér líka þessi orð, Lilian,” heyrði hann hana segja; “eg er að hugsa um, hvenær það verður fyrir mér. — En kemur nokkurn tíma fyrir mig að gráta? Eg hef aldrei grátið enþá.” Þennan morgun fór Lilian fyrst heim, en Beatrice var eftir og las fram að miðdagsverðartíma. Hún var svo nið- ursokkin í bókina sem hún var að lesa. Þessi bók var um það líf sem hún gérði sér svo glæsilegar hugmýndir af og þráði — hinn glaða og fjöruga heim. Til allrar ógæfu voru allar persónurnar í bókinni göfugar, hugaðar og heiðar- legar, og Beatrice í allri sinni æsku ein- feldni hélt að þeir sem lifðu í þeim heimi, sem hún óskaði sér, væru allir eins og persónurnar í sögunni. Hún stóð upp og lagði á stað heim. Þegar hún fór útaf götunni sem lá að enginu, sa hún hinn ókunna mann, sem hún hafði mætt daginn áður, standa alveg við hliðina á sér. Hann hneigði sig djúpt, og spurði hana til vegar. Beatrice svaraði spurningum hans, blátt áfram, en hún gat ekki annað en veitt hans undarlega tilliti eftirtekt. Hún roðnaði í andliti; hann sá það og jókst kjarkur. Beatrice gekk beint yfir engið, og hann gekk við hlið hennar. Hún gat aldrei munað hvernig á því stóð, en þau höfðu ekki gengið lengi saman, áður en hann hafði sagt henni, að það væru liðin mörg ár síðan hann hefði notið vor fegurðarinnar á Eng- landi. Hún gleymdi allri varfærni, og ókunnugleik og leit á hann. “Hefurðu virkilega séð stóra heim- inn sem er hinumegin við hafið? spurði hún með ákefð. “Já,” svaraði hann, “eg hef séð hann. Eg hef verið í hinum sólríku löndum, sem eru svo ólík Englandi, að þau virð- ast ekki tilheyra sama heiminum. Eg hef verið í mismunandi loftslagi, hring- inn í kring um jörðina; eg hef líka verið á Krydderi-eyjunum og séð hinn bjarta himin þar, og hið undursamlega haf.” Hann talaði í einlægum óþvinguðum málróm, og hann sá að unga stúlkan starði á sig meðan hann var að tala. Þegar hann var viss um að hafa vakið athygli hennar, afsakaði hann sig fyrir að hafa sagt svona mikið, og kvaddi hana og fór. Ef MaTgrét hefði verið lík öðrum mæðrum, hefði Beatrice sagt henni frá þessu litla æfintýri og frá unga, fallega ferðamanninum, sem hafði komið til svo margra landa. En hún þekkti hræðslu móður sinnar við alla karl- menn — hræðslu hennar við, að dóttir hennar mundi einhverntíma verða ást- fangin eða giftast — þess vegna sagði hún ekki eitt einasta orð um þennan samfund. Hún hugsaði mikið um Al- fred Hankins — ekki um hann sjálfan, en heiminn sem hann hafði talað um —og hún vonaði að hún mætti honum einhverntíma aftur. “Ef einhver væri hér sem gæti talað eins og hann, þá væri mögulegt að vera hér,” hugsaði hún. Tveim dögum seinna. er Beatrice var á gangi meðfram sjónum, mætti hún Alfred Hankins. Hún sá. hversu glaður hann var að sjá sig, og brosti til sín, eins og til að láta í ljósi undrun sína. “Þú verður að fyrirgefa mér,” sagði hann; “eg get ekki gengið framhjá þér án þess að fá leyfi til að segja orð við þig. Tíminn hefur verið mér sem löng nótt, síðan að eg sá þig síðast.” Hann hélt á fögrum liljuvendi í hend- inni, og rétti henni, og hneigði sig djúpt. “Þetta eru þau fegurstu blómstur sem eg hef séð í mörg ár,” sagði hann; “viltu leyfa mér að gefa þér þau; þar eð þú ert fegursta stúlkan sem eg hef nokkurn tíma séð.” Beatrice tók við þeim og roðnaði í andliti. Hann gekk með henni, með ströndinni; bárurnar brotnuðu við steinana og löðrið freyddi rétt að fót- um þeirra. Hann hreif hana aftur með mælsku sinni. Hann sagði henni nafn sitt, og að hann væri skipstjóri á verzl- unarskipi. Það var sem hann ósjálf- rátt skildi lyndiseinkun hennar og róm- antísku þrá, að sjá heiminn. Hann sagði henni margt um hið djúpa haf og þess mörgu undur, um kóral eyjarnar, og um hafið. þar sem kafararnir leituðu eftir og fyndu hinar dýrmætu perlur. Hún fylgdi hverju orði með áhuga og sínu fjöruga ímyndunarafli, og hann sá það. Hann vildi ekki æsa ímyndanir hennar með fleiri sögum og lýsingum, en er þau skildu, sagði hann að hann mundi aldrei gleyma þessum morgni, sem héfði verið einn hinn sælasti á æfi sinni. Eftir nokkra daga, virtist það eins og sjálfsagt, að Beatrice skyldi mæta Al- fred Hankins. Hún hugsaði stöðugt um það sem hann hafði sagt henni — lýs- ingar á því sem hann hafði séð. Hann veitti því eftirtekt, og vonaði rólegur eftir því, að hún veitti sér meiri persónu- legt athygli. Því verður ekki með orðum lýst, hve ástfanginn hann var í þessari ungu tign- arlegu og fríðu stúlku. Honum virtist það sem undra æfintýri, að hafa mætt henni, og að þau sáu nú hvort annað svo oft. Morgunin, sem hann mætti Beatrice í fyrsta sinn, hafði hann gengið langa- leið og lagst niður j;il að hvíla sig. í fyrsta sinn sem hann sá hana varð hann svo ástfanginn af henni. að hann varð nærri því hræddur við sjálfan sig; en hann ein setti sér að vinna ást hennar, hvað sem það kostaði. Lokins fór hann smátt og smátt að tala um hana og sig, en þó með mestu varkárni, og veitti samtímis nána eftir- tekt andlits breytingum hennar. Hann byrjaði með að hrósa henni, en þó mjög gætilega, svo hún skildi það varla. Hann sýndi henni hina mestu aðdáum og virðingu. - Smátt og smátt fóru fagurmælin að stíga henni til höfuðsins, og það kom að því að þau urðu nauðsynleg nautn fyrir hana. Það var margt henni til af- sökunar; þessi mælski herra var sá fyrsti, sem hafði vakið undrun hennar — sá fyrsti, sem virtist skilja að hún var ekki lengur barn, og sem sýndi henni virðing og aðdáun. E!f hún hefði átt vinstúlkur, eins og aðrar stúlkur, og verið vön félagslegri umgengni, uppalin á hyggilegri hátt og undir handleiðslu hyggnari móður, þá hefði hún aldrei litið augum sínum á Alfred Hankins; hefði aldrei sett sig í neina hættu. Margrét hélt áfram að lifa sínu ein- angrunar lífi, og ala viðbjóðinn í huga sínum til mannsins síns. Ralph hélt fast við sitt ábyggilega stífsinni, og lét sér standa á sama um allar skyldur sín- ar — bæði létu sér standa á sama um börnin, sem þau höfðu verið völd að, að komu í heiminn, og þessvegna gekk Beatrice blindandi móti forlögum sín- um. Þessi var hin sorglega afleiðing van- rækslu og skilningsleysis foreldranna. Alfred Hankins skildi Breatrice bet- ur en nokkur annar hafði skilið hana. Hann komst að hugsunum hennar og þrám í gegnum frásagnir sínar og lýs- ingar á fjarlægum löndum, og mörgum æfintýrum er hann hafði lent í, og komst slysalaust út úr, þetta gerði hann í huga Beatrice að nokkurs konar undra manni og hetju. Smátt og smátt fór hann að tala um ástamál við hana, en hann hagaði orðum sínum þannig, að það væri ekki nema eðlilegt að hún kærði sig alls ekkert um hann; hann sagði henni afdráttarlaust hve mjög hann dáðist að henni, að hann bara til- bæði hana — hvernig hún stæði sér fyrir hugskotssjónum nótt og dag, að hann vildi gefa alt til að vera rósin, sem hún hélt á í hendinni. Þetta hljómaði svo sætt og skáldlega í eyrum hennar, og hann var fljóur til að finna fegurstu blettina í skóginum, þar sem fuglarnir sungu og anang blómanna hjálpaði hon- um til að segja svo margt í skáldlegum samlíkingum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.