Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.08.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST, 1946 --------Hogberg--------------------- G«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 ? '.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 195 Sargent Ave., Winnipeg, Man. R tstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögtierg" is printed and published by The Columbia Press, Limlted, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Seconti Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Islendingadagurinn á Gimli 5. ágúst 1946 Þessi síðasti þjóðminningardagur á Gimli, var einn af þeim áhrifameiri þjóð- minningardögum, sem eg hefi verið á, og hefi eg þó verið á þeim mörgum. Veðrið var dásamlegt, og náttúran brosti við öllum í hinni margþáttuðu fegurð sinni og tign. Fólkið — Islendingarnir — streymdu að úr öllum áttum, unz saman var kom- inn meiri mannfjöldi en eg man eftir að hafa séð á slíkum dögum í langa tíð. Menn og konur úr fjærliggjandi hér- uðum — menn og konur sunnan frá New York, vestan frá Vancouver, aust- . an frá Montreal og frá íslandi, voru þarna saman komin, auk alls fjöldans úr nærliggjandi héruðum. Þrjú aðal skilyrðin fyrir eftirminni- legum, farsælum og áhrifaríkum degi, voru þarna öll fyrir hendi: veðurblíðan, dýrð náttúrunnar og fólkið. Dagurinn var eftirminnilegur dagur! Nefndin, sem búið hafði undir þennan þjóðminningardag, hafði leyst vanda- samt og mikið verk af hendi, sæmilega vel. En bæði hún og aðrir verða að tjalda því bezta sem til er á svona dög- um, og við slík tækifæri. Því er ekki að leyna, að mér fanst sumt mega betur fara en raun varð á. Eg get ekki skilið hversvegna að nefnd- in fann nauðsynlegt að skilja áhorfend- urna og áheyrendurna frá fólki því, sem á dagskránni skemti, eins og gjört var. Fjallkonan og hirðmeyjar hennar, voru eins langt í burtu frá hátíðargest- unum og unt var að koma þeim, alt autt og tómt í kringum þær, nema karla- kórinn við fætur þeirra. Sama var að segja með heiðursgesti dagsins, nema hvað mér þótti fráleitari meðferðin á þeim. Þeir voru settir á stað þar sem þeir sáust aldeilis ekki nema að maðut stæði við véböndin beint í norður frá þeim og horfði beint suður í’skúmaskot það, sem þeim var úthlutað. Þar voru líka forsti dagsins, ræðumenn og skáld. Ræðustóll stóð einmana og pervisinn á vellinum fram undan þeim hér um bil 500 fet frá aðal áheyrenda hópnum, þar sem styzt var. Skemtiskráin var löng og vönduð. Ávarp fjallkonunnar var vel samið og prýðilega flutt, sem sýndi og sannaði að yngri kynslóðin getur talað íslftizku og borið hana vel fram, ef hún aðeins vill leggja dálítið á sig til að jæra hana. Framkoma Rearl Halldórsdóttur Johnson, sem í þetta sinn var f jallkonan var henni og íslendingum til sómáf Forseti dagsins, hr. Steindór Jakobs- son, leysti verk sitt vel af hendi; var ekki með neina óþarfa útúrdúra, en gekk hreint og hispurslaust til verks. Ræðumennirnir gerðu verkefnum sínum góð skil, töluðu greinilega og báru fram mál sín með festu og mydnugleik. Um efni ræðanna skal hér ekki dæmt. Báðar aðalræðurnar birtast hér í blaðinu og lesendurnir geta sjálfir gjört það. En auk aðal ræðumannanna töluðu þeir Hon. C. Rhodes Smith, fyrir hönd for- sætisráðherra Manitoba, sem boðinn var á hátíðina, en gat ekki komið sök- um anna. Rakti Mr. Smith sögu vor íslendinga að nokkru og fór furðanlega rétt með það mál. Ráðherrann er prýði- lega vel máli farinn. Einnig talaði séra Philip M. Pétursson, vara-forseti Þjóð- ræknisfélagsins, og bar fram árnaðar- óskir frá því félagi í forföllum forseta þess, séra V. J. Eylands. Skáld dagsins voru, eins og mönnum er nú ljóst, þeir Davíð Björnsson, bók- sali og Berthór Emil Johnson, báðir ungir í tölu skáldanna, og eins að árum. Heyrt hefi eg all-misjafna dóma um skáldaval forstöðunefndar dagsins að þessu sinni, en svo er aldrei mikið á slíku tali að byggja. * ísledingadagsnefndin á úr þrennu að velja þegar til minna í bundnu máli kemur á þjóðminningardögum. Fyrst ljóð, sem ort hafa verið, og víst er vert um þau að hugsa, því íslenzka máltækið er enn í gildi, að “góð vísa sé aldrei of oft kveðin.” í öðru lagi til þróttmestu og lífrænustu .lifandi skálda vorra ár frá ári, eða leita til nýrra manna, ljóðrænna og líklegra, og það er einmitt það, sem nefndin gjörði í ár og vísindalega hugs- andi samtíðarmenn vorir mundu að sjálfsögðu kalla það þróun. Karlakór íslendinga í Winnipeg, var góður að vanda. Eg hefi aldrei svo hlust- að á söng kórsins, að eg hafi ekki haft ánægju af. Hann söng þarna á Gimli undir stjórn Sigurbjörns Sigurðssonar og Gunnars Erlendssonar, sem spilaði undir á píanó, er stóð niðri á guðsgrænni jörðinni. Þá er komið að því atriði skemti- skrárinnar, sem allir hlökkuðu til að heyra og margir komu langt að til að heyra, en það var söngur Guðmundar Jónssonar, er um langa vegu var kom- inn til að skemta, og er óhætt að segja að söngur hans vakti aðdáun hvers ein- asta manns, sem hann heyrði og þarna var, en það voru á milli 4 og 5 þúsund manns. Rödd Guðmundar er mikil og voldug og hann beitir henni afbragðs- vel. Tónblærinn er hreinn og fagur og framburður hans svo skýr, að hvert ein- asta orð, sem hann fer með, • heyrist hreint og skýrt. Það var yndi á hann að hlusta, og vér hyggjum gott til að fá að heyra til Guðmundar aftur í haust, þegar hann er væntanlegur til Winnipeg með íslenzka kórnum frá Reykjavík, sem einsöngvari kórsins. Free Press í fréttum sínum af há- tíðinni gat þess, að Gunnar ílrlendsson hafi spilað undir með söng Guðmundar Jónssonar á Gimli. Þetta er fyrirgefan- legt hjá Free Press, því það blað þekkir ekki frú Björgu ísfeld frá Gunnari E)r- lendssyni, #en það gjöri eg og veit, að það var frúin, en ekki Gunnar, sem spil- aði undir með Guðmundi. Eíins og venjulega var, að skemti- skránni lokinni, gengið í skrúðgöngu, sem þó ekki var skrúðug, suður að land- námsmanna minnisvarðanum og lagði fjallkonan blómsveig við minnisvarð- anp. Elftir það fór fram söngur á ætt- jarðarljóðum undir ágætri stjórn Páls Bardals, sem almenningur tók þátt í. ISr það ekki aðeins hin bezta skemtun, heldur líka uppbyggileg skemtun. Svo var stiginn dans þangað til að C.P.R. sagði stopp og fólk fór heim til sín eftir ánægjulega skemtun og ágætan dag. Eg var nærri búinn að gleyma íþrótt- unum, þær fóru fram undir umsjón fjögra manna, sem fæstir létu sjá sig á íþróttavellinum um daginn. Svo öll aðalstjórn íþróttanna lenti á hr. EJiríki A. ísfeld, sem vann í einu kófi frá kl. 11 f. h. til kl. nærri 6 e. h., með aðstoð Mr. H. Péturssonar og ensks manns, sem S. W. Bowley heitir. • J. J. B. Eru fréttablöðin sjálfálæð ? Spurning þessi er í rauninni óþörf. Henni hefir verið svarað af merkum blaðamönnum. Mörgum hugsandi ein- staklingum og meira að segja með sam- þyktum, sem gjörðar hafa verið á blaða- manna-þingum í Ameríku, og svarið er “nei.” Mönnum hefir komið saman um, að blöðin séu ekki óháð, og meira að segja komið saman um að það sé mjög sjaldgæft nú á dögum, að nokkur rit- stjóri sé frjáls að segja meiningu sína í almennum málum, að maður tali nú ekki um í málum, sem snerta blöðin sjálf — vegna þess að þeirra meining- ar séu nærri sjálfsagðar að koma í bága við eigin hagsmuni þeirra, sem að blöð- unum standa, styggja stuðningsmenn blaðanna og spilla fyrir útsölu og aug- lýsingavinsældum þeirra. En ekkert af þessu má gera. Verkefni blaðanna er að vera mál- svarar fjöldans, og ekki aðeins vera málsvarar, heldur líka ber góðum hlöð- um að flytja mál hans hreint, einarð- lega og ákveðið og er það hin sjálfságð- asta og þýðingarmesta skylda hvers blaðs. Eln þarna, einmitt á þessu sviði er að verða, réttara sagt, er orðinn, árekstur, — árekstur milli hins sanna verkahrings blaðanna — að segja það sem þau rétt- ast vita og sannast, hver sem í hlut á, og eigin hagsmuna manna þeirra, sem að blöðunum standa — árekstur á milli andans og auranna, og gætnir menn segja og blöð og tímarit og jafnvel bæk- urnar sýna, að aurarnir hafi haldið velli í þeirri viður- eign, en andinn, hinn hreini djarfi og hugum stóri andi, sem einkenna þótti ætt- feðurna farið halloka. Þetta mál hefir fengið byr undir báða vængi nýlega þar sem nærri hundrað stjórnar- sinna í brezka þinginu hafa krafist rannsóknar á blöð- um og blaðaútgáfu stofn- unum á Bretlandi. Það er margt sem þessir menn og þeirra sinnar vilja fá að vita um blöðin og tímaritin, sem gefin eru út á Bret- landi. Þingkrafan í þessu máli, sem fyrir þingið hefir verið lögð, krefst að rann- sakað sé: fyrst, hverjir að séu eigendur blaðanna, hverjir ráði stefnu þeirra, að hve miklu leyti einka- eignarvald nái til þeirra og hverjir ráði aðstöðu og stefnu blaðanna í sambandi við fjármálin og að hve miklu leyti að það sé í hag blaðanna að rangfæra fréttir þannig að beita sér fyrir þær, eða þegja yfir þeim. ^Ástæðan eða ástæðurnar fyrir því að þetta mál hefir svo ákveðið‘ komist á dag- skrá, er meðfram sjálfsagt sú, að allsherjar alþjóða blaðamannafélagið hefir haft það til meðferðar og samþykt í því uppástungu, s§m ávítar mjög ritstjóra, blöð og blaðaútgáfufélög fyrir afturför og óheilindi. Svo vildi það líka til, að Mr. Herbert Morrison, ráð- herra, réðist að afturhalds- blöðunum á þingfundi og bar opinberlega upp á þau, að það væri þeirra dagleg iðja, að misherma mál, þegja sum í hel og blátt áfram spinna lygavef í sumum málum, frá rótum, og að framkoma þeirra væri ærlegri blaðamensku til ósómá. " • Þó þessi afstaða sé að öllum líkindum blandin pólitískri beiskju, þá er ekki nokkrum blöðum um það að fletta, að blaða- mensku spursmálið er að ryðja sér til rúms og að hasla blaðamensku nútím- ans völl, til ákveðnara sjálfstæðis, hreinna hugar- fars og gagngerðari þjón- ustu í þarfir almennings. Forsætisráðherra Attlee hefir neitað að verða við þeirri kröfu, að skipa kon- unglega rannsóknamefnd í mál þetta, en þrátt fyrir það er forgöngumönnum þess að aukast fylgi, bæði innan þings og utan. RÚSSLAND Fyxir nokkru síðan fóru Rúss- ar þess á leit við Bandaríkja- stjórnina, að hún veitti Rússum $1,000,000,000 lán. Bandaríkja- stjórnin veitti velyrði fyrir lán- inu, en setti þau skilyrði, að Rússar næmu úr gildi ýmsa þreskyldi sem stæðu í vegi fyrir hagkvæmum verzl'unarviðskift- U,pri á milli Rússa og Bandaríkj- anna. Ákvei^ið var að nefnd manna kæmi frá Moskva til þess að gjöra fullnaðar samning þessu viðvíkjandi þann 15. júlí s.l. Sá 15, kom, en engin samnings- nefnd frá Rússlandi. Minni Íslands Flutt aö Gimli 5. ágúst af séra Halldóri E. Johnson. Virðulega fjallkona! Herra forseti! Kæru gullafmælisbörn! Herrar minir og frúr! Ætli það sé ekki heppilegast að fylgja hinum prestlega sið og velja sér viðeigandi texta til um- þenkingar. Öruggast að leita til skláldanna, sem í andans upp- lyftingu hafa ljóðað svo mörg og snjöll ættjarðarkvæði, ó Is- lendingadögum. Vill þá svo vel til, að hér vestra hefur verið ort eitthvert hið gagnmerkasta kvæði þeirrar tegundar, af Fjallaskáldinu fræga. Það byrj- ar þannig: “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.”. Þetta er ágætur skáldskapur af iþví það er óbrigðull sannleik- ur og lýsir djúptækum skiln- ingi á eðlisrótum og uppistöðu vors íslenzka innrætis. Island er œttarmóðir vor. Vér erum bold af þess holdi og sál af þess sál, svo náttúra og ímynd ættlandsins lifir í oss, hvar sem við spyrnum fótum við fold — “Svo ert þú Island í eðli mitt fest að einungis gröfin oss skilur.” segir skáldið. En ef vér erum synir og dætur Fjallkonunnar, ber os nauðsyn til að þekkja þessa ættmóður vora, viljum við þekkja ættareðli vort, því frumrætur lífs vors eru frá henni vaxnar, hvert sem okkur kann að falla það betur eða mið- ur. Vanþakklátur og fTáviltur sonur getur líkst móður sinni enda þótt hann æski þess ekki. “Island kæra ættland mitt, ægi girt og fjöllum, rétt að nefna nafnið þitt nóg er kvæði öllum.” Hér er gagnsæis geislum skarprar skáldvitundar varpað á viðfangsefnið og ljóðræn tunga sjáandans túlkar vitneskjuna með dæmafárri hnitmiðup. Er það annars guðlast að skoða alla sköpun, sem skáld- verk skaparans, útfrymi af anda hanns og orku, draum hanns í virkileika framþróunarinnar um endalausa fullkomnun. Ef mér leyfist að nota þessa samlíkingu eru það Sízt öfgar að álíta sköpun íslands og íslenzkan lífsþroska eftirtektaverðan og lærdómsrík- an þátt í þeim drottinlega al- heims-óði. 't ísland er land hinna miklu mótsetninga. Það er land elds og ísa; gæti með jafnmiklum rétti kallast Eldland sem ísland. Strendur þess laugast tveimur megin straumum: hinum hel- kalda pólstraum og 'hinum heita golfstraum sem ber varma suð- rænna sólvinda upp til íslands. Þessvegna eru þar veðramót allra átta í endalausum og örhröðum breytingum. Hvað er ömurlegta en sólvana skammdegið út við iahafsbaug, hvað indælla en sól- varmar sumarnætur á íslandi? Fyrir allmörgum árum hlust- aði eg á heimskautafaran fræga, Róald Amundsen flytja fyrir- lestur þar sem hann leitaðist við að lýsa töfrum norðurhjarans., Amundsen var, eins og veröldin veit, einhver dáðríkasti og djarf- asti landkönnuður sögunnar, en hann var ekki skáldmæltur og hagyrðin lágu ekki á tungu hans. Hann gafst líka upp við lýsing- una, stanzaði um stund og sagði síðan, ‘hrærður og viknandi: “Herrar minir og frúr! Eg á eng- in orð til að lýsa því, það er svo himneskt, svo guðdómlegt.” Þessa guðdómlegu fegurð á ísland í allri sinni dýrð 'þegar fjarbláminn klæðir fjöllin en jöklarnir varða að einu glamp- andi geisla fræði. Fegurð íslands verður kannske ennþá ábæri- legri einmitt af því að andstæð- urnar eru svo greinilegar. Við skulúm hugsa okkur f jall- fara, sem leggur leiðirúm bruna- hraun í langdegis þokunni. Hann er staddur í helheimi og lam- andi feigðarspá fyllir huga hanns þangað til hafgolan hreinsar loftið frá upprennandi morgun sólinni. Hann er staddur á heið- arbrún og við honum blasir frið- sæl sveit í fögrum dal. Niður lynggrónar hlíðar liðast lækirn- ir eins og silfur þræðir innan um skrautblóma skartið, en nið- ur dalinn bugðast elfan gegnum grænar gróðrarflesjur og fram- hjá fífil-fögrum túnum, sem breiðast eins og gullroðið aLtaris- klæði í kringum bændabýlin. Svanirnir á heiðavötnum og ló- urnar í móunum hefja ársöngva sína og hlanda röd.dum við vatna- niðinn og fossaföllin í marg- þættri, glaðróma hljómkviðu náttúrunnar. Mun þá fleirum finnast en Jónasi — “ísland þá íbúum sínum skemtun ljá.” Veturinn á líka sínar dásemd- ir og sína dýrð — en umfram alt sínar miklu mótsetningar. Ein- mana göngumaður leitar að vand- rötuðum leiðum um íslenzk heið- arlönd á skammdegis kvöldi. Ekkert sézt nema ís og klaki í draugalegri dagskímunni þangað til sviftivindar fara um foldina og lyfta tjöldum frá hinu al- styrnda uppheimssviði. Festing- in verður að einum blikandi geislageim með þjótandi, brag- andi norðurljós. Þessi óviðjafn- anlega nætursýn er hvergi fegri en á Islandi. Fjallfarinn gleymir þreytunni og spyr í orðum skáld- sins: “Veit duptsins son nokkra dýrð- legri sýn en drottnanna hásal í vafurloga. Sjá grund og vog undir gull- hvelfdum boga. —iHver getur nú unað við spil og vín?— Sjá moldin er Ihrein eins og mær við lín, mókir j haystsins fegurstu rós- um — hvert sandkorn í loftsins litum skín og lækirnir kyssast í silfur- ósum. Við útheimsins skaut er alt eld- ur og skraut af iðandi norðurljósum.” Þessa dýrðar sýn, sem höfð- ingjar koma langleiðis til að líta, getur íslenzki kotbóndinn skoð- að nótt eftir nótt frá hlaðvarp- anum, heima hjá sér. Þótt hon- um fatist mál, hrífst hann af samkyns hugljóman sem töfrar Einar Benidiktsson, er hrópar frá sér numinn: “Hugurinn lyptist í æðri átt, nú andar guðskraftur í djúps- ins líki.” Ekkert skáldlegt ímyndunar- flug jafnast á við umbreytingar veruleikans þessa stundiná. Jafn- vel vetrar hjarnið verður að gliír- andi gimsteina slæðu. Orðvana horfum við á þau undur, en lát- um skáldið hafa orð fyrir okkur málheltingjunum og gerum hans tjáningu að okkar trúarjátningu: “Kvikar jörð í köldum eldi, krýpur fyrir himins veldi, geislar heilsa sól frá sól. Segulstraum frá stjömu augum 'streyma finn í hjartans taugum; gæfu minnar gullið skraut . glitrar djúpt í himins baugum.” Þannig hefur ísland alið vort kyn, með því að sýna okkur í tvo heimana I völundarhúsi íslenzkrar.nátt- áru geymast alskyns undur og margskonar gersemar: heitar laugar og vellandi kverir, freyð- andi fossar og fagrar elfur, geisl- and jöklar og glampandi fyrðir, dimmir hellrar og draugaleg hamratröll, alskyns sveitir og allavega fjölL Jarðfræðilega skoðað er ís- land ýngsta land álfunnar og enn- í smíðutn. Það varð hálfgert flausturverk ‘á héiminum;' eftir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.