Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946 Með föður mínum í Afriku í samræmi við Iholdtekju kenn- inguna í Afriku, þá hélt faðir minn, sem var stjórnmála mað- ur í Nigeria, að eg væri persónu- gerfingur af bróðir hans sem var dáinn. Hann benti mér á ör sem eg bar frá fæðingu minni á vinstra brjóstinu, sem hann sagði að væri alveg á sama stað, og að byssukúlan hefði hitt Udo bróður sinn. Eg veit ekki enn, hvort eg á heldur að trúa, eða hafna þeirri kenning. Eitt er víst, að eg ber örið á þessum stað, og að það hefir ekki tekið minstu breyting síðan að eg fæddist — dökkur kringlóttur blettur, hálfur þuml- ungur 'að stærð. Hvernig að faðir minn fór að taka að sér og giftast tíu konum verður naumast skýrt í stuttri málsgrein. Tökum t. d. fyrstu konuna hans, hana Akamba — nafnið bendir til þess, hvernig að stóð á því, að hann feldi hug til hennar. Nafnið meinar stúlka sem svo er töfrandi að hver mað- ur teldi sér sóma að, að vera í fylgd hennar hvar sem er í fram- andi landi. Faðir minn giftist hinum kon unum af margskonar ástæðum —til þess að efla barnahópinn; auka vinnuaflið til efnalegrar velmegunar, til þess að auka al- mennings álit sitt, því að geta gifst og séð fyrir tveimur eða fleiri konum þótti manndóms vottur; og svo að bindast venzla- böndum við áhrifamiklar fjöl skyldur. Faðir minn var ákaflega vand- látur með máltíðir sínar. Hann mataðist ávalt þrisvar á dag, og önnuðust konur hans matreiðsl- una sinn daginn hver. Aldrei neytti hann mátíða sinna einn. Ef að engir gestir voru komnir þá borðaði konan sem fram- reiddi máltíðina, með honum. Morgun einn matbjó móðir mín yam (grænmeti) og fisk til morgunverðar og eg bar matinn til bústaðar föður míns, og vatn í skál, svo foreldrar minir gætu þvegið sér um höndumar áður en þau færu að borða. Þau þvoðu sér bæði úr sömu skálinni. Eg vonaðist eftir að þau mundu bjóða mér að borða með sér, en þau yrtu ekki á mig með einu einasta orði. Eg starði á þau eins og rakki sem býður eftir beini frá húsbónda sínum — mændi eftir hverjum bita sem þau tóku, dýfðu honum ofan í skál með pálma olíu í, og létu upp í sig. Faðir minn sá að eg starði á hann með vonarbjarma i augunum sem sagði eins skýrt og verða mátti. “Eg er hungraður líka.” Hann leit á mig ávítunar augum og mælti: “Hættu að stara. Farðu út og leiktu þér. Þegar að hún móðir þín kemur heim til sín, býr ihún til morg- unmat handa þér.” Á meðan að við vorum að borða spurði eg móður rnína: “Hvers vegna vildi faðir minn ekki gefa mér neitt af morgunverðinum sínum?” “Það er venja að allir drengir borði á heimilum mæðra sinna.” svaraði móðir mín. Hvernig stendur á því, að hann krefst þess, að við drengirnir horfum alltaf á hann á meðan að hann er að borða?” Móðir mín sv^raði: “Hann gjörir það til þess að þið lærið að borða. Enn fremur til þess að kenna ykkur þolinmæði þegar þið sjáið eitthvað sem þið girn- ist, en getið ekki veitt ykkur. Haltu nú áfram að borða morg- unmatinn, þú átt ekki að tala við matborðið. Það er ljótur sið- ur á drengjum þegar þeir tala á meðan þeir eru að borða.” Sama fyrirkomulagið var á framreiðslu miðdags og kveld- verðar. Konurnar skiftust á með að matreiða, sinn daginn hver. Faðir minn neytti aldrei mál- skylda var að leggja heimilun- um til kjöt, yam og drykk. Kon- urnar sáu fyrir fiski, garðmeti, ávöxtum, pálmaviðar olíu og fleiri matartegundum. Þegar eg var um sjö ára gam- all var faðir minn vanur að senda mig til staðar sem var í fjögra mílna fjarlægð frá heim- ili okkar, til að sækja ýmsa muni, eða þá með skilaboð. Ef að eg sýndi nokkra tregðu með að fara í slíkar ferðir, eða léti í ljósi að mér þætti leiðin löng, sagði hann: Þegar eg var á þín- um aldri, gat eg hlaupið átta míl- ur í einum spretti. Sérðu, eg hræki út úr mér á jörðina. Láttu mig sjá að þú getir verið kom- inn aftur áður en skyrpan þorn- ar.” Faðir minn var sköllóttur frá því fyrst að eg man eftir, og skallinn var nokkurskonar átrún- aðar goð, svo ef að eg var sak- aður um einlhver strákapör, þá var hann vanur að segja: ‘Sverðu við höfuð mér.” Eg auðvitað iþorði ekki að sverja við höfuð hans. Það meinar þó ekki að faðir minn hafi ekki átt nein veruleg skurðgoð. í sannleika sagt, Iþá átti Hann mörg þeirra. Þegar faðir minn var að gjöra sínar síðustu tilraunir til 'þess að varna þess að eg gengi á skóla, þá leitaði hann fulltingis hjá Ofo, og krafðist þess að eg í nafni Ofo legði eið útá að eg skyldi aldrei oftar fara á skóla. Eg neitaði að gjöra það. Slíkur eiður er á borð við að sverja við nafn Guðs. Ofo er írnynd valds- ins, réttlætisins og sannleikans, sem gengið hefir frá kyni til kyns hjá þjóð vorri. Þessi Ofo föður míns var í lag- inu eins og stór hnallur. Allar konur föður míns áttu rétt á að eiga sína Ofo undir eins og hún eignaðist sérstakt heimili. Stund um notaði faðir minn Ofo til að banna konum sínum að gjörast félagar í ýmsurn klúbbum. Þá tók hann Ofo, veifaði honum yfir höfði sér og mælti: “Ka anu geje ya, Ofo a gbukwam.” —Heldur en að þið sækið fundi í þessum klúbbum skal Ofo svifta mig lífinu. Konurnar urðu allar hræddar og hættu við þessi á- form sín. En ’faðir minn beitti aldrei skurðgoði til þess að draga úr kröfum kona sinna til sín. 1 þeim efnum héldu allar konurn- ar saman og komu sér allar sam- an um kröfur sínar á hendur föður mínum. Einu sinni komu þær á fund hans og kröfðust þess að fá sérstaka búninga handa hverri konu, og lofuðust til að sjá fyrir matarforða í hálft ár handa föður mínum. Faðir minn neitaði ákveðið að verða við þessari bón þeirra. Konum- ar fóru heim til sín og neituðu að matreiða fyrir föður minn, og eftir að hafa fastað í heilan dag, kallaði hann þær á fund sinn og samningar voru gerðir sem báðir málsaðilir sættu sig við. Þrátt fyrir það, þó faðir minn væri margra barna faðir, þá lét hann ekkert þeirra afskift- alaust. Hann unni og annaðist syni sína nítján og dæturnar þrjátíu og eina að tölu. Bamadauði og unglinga missir hafði svo hryggt og beygt föður minn þegar eg fæddist að hann gat ekki á heilum sér tekið. Hann fór að búa sig undir sinn eigin dauða þegar 1922 og lét smíða sér líkkystu, þó hann væri aldrei í hana lagður, heldur elsti son- ur hans árið 1926, og lét hann þá smíða aðra handa sér. Þegar eg var sex ára vildi bróðir minn Abanogu að eg færi að ganga á skóla, og talaði um það við föður minn. Faðir minn setti sig upp á móti því fyrst í stað og svo gerði móðir mín og eg sjálfur sem varla vissi hvað það meinti, tók þeirra taum. í tíða í húsum konanna. Hannshuga mér var þá margt sem á móti því stríddi. Fyrst tapaði eg af kjötinu sem Ofo var boðið við hverja máltíð og sem eg naut góðs af, því hann var síst þurftar frekur, og svo varð eg að mat- reiða handa -sjálfum mér þegar að eg kom heirn af skólanum, og vinna öll verk sem mér bar að vinna heima við. En þegar Ab- anogu bróðir minn keypti og gaf mér hvítan slopp sem eg átti að vera í, þá snérist mér hugur, og þegar foreldrar mínir vissu að mér var alvara með skólagöng- una létu þau það svo vera. Þessi ihvíti sloppur olli straumhvörf- um i lífi mínu. Fram að þeim tíma hafði eg aldrei klæði borið —Vanalega gekk æskufólk hjá minni þjóð klæðalaust, un: þroska árunum var náð. Þegar eg kom í skólann sá eg klukku fyrsta sinni. Klukkan sjö að morgni var trumiba slegin, sem tilkynti öllum sikólabömun um á sex milna svæði frá skól- anum, að mál væri að halda á stað til skólans. Felst börnin voru komin í skólann kl. 8. Eg var alltaf kominn kl. 8. því eg hafði aðeins þrjár mílur að fara. Stundum, á meðan að eg var ungur, gekk eg klæðalaus á skól- ann og bar sloppinn, en fór svo í hann þegar eg kom á skólann. Kennararnir voru í buxum, notuðu sloppa fyrir skyrtur, og í léttri kápu yzt klæða, og allir ihöfðu þeir skó' á fótunum. Kenn- ararnir voru haldnir í mjög mik illi virðingu og þeir voru ósegj- anlega mikið upp með sér. íæir höfðu svipu i hendi, ekki aðeins í skólanum, heldur líka þegar þeir komu að heimsækja skóla- börnin, og það var einmitt svip- an og valdið sem hún boðaði er réð því að eg gjörðist kennari. Fyrst framan af borgaði Ab- anogu bróðir minn kenslugjald mitt og sá mér fyrir fötum og öðru því sem skólagangan krafð- ist. En þegar eg kom upp í efri bekki skólans óx kostnaðurinn, svo að við urðum að leita til föður míns, en hann þverneit- aði að taka nokkurn þátt í skóla- kostnaði mínum. “Þú sóar ótak- mörkuðum tíma með þessari skólagöngu þinni. Það væri 'hlægilega heimskulegt fyrir mig að fá þér peninga til að sóa líka.” sagði hann. Þegar að eg fór að skýra fyr- ir honum hversu arðvænlegt það væri að mentast, svaraði hann: “Sonur sæll, þú getur ekki orðið vitrari, né heldur auðugri heldur en eg er, með því að ganga á skólá til að læra siði og aðferðir hvítra manna.” Eg spurði hann að hvort hann vildi ekki ihjálpa mér eitthvað til þess að ná staðfestu í lífinu. Hann svaraði fagnandi: “Jú, vissulega. Eg er ekki búinn að gleyma þér. Komdu með mér.” Svo fórum við í innsta herbergið í húsinu þar sem hann geymdi f jármuni sína. Hann tók upp lít- inn poka með peningum 1 og mælti: “Sjáðu þetta. Hvenær sem þú hættir við skólalærdóm- inn og færð þér konu, skal eg gefa þér þessa peninga til að byggja hús fyrir, og ykkur til staðfestu. Það er það sama og faðir minn gjörði fyrir mig.” Þegar eg var í þriðja bekk sá eg fyrst hvíta konu og mann. Mér leið hálf illa út af hinu ná- föla útliti þeirra og svo sýndist mér nefin á þeim vera svo löng að eg var alveg viss um, að þeg- ar þau þyrftu að drekka, þá yrðu þau að reka nefin ofaní drykkinn áður en að hann gæti náð til munnsins. Eg var líka að brjóta heilannn um hvernig að þau gætu kyst hvort annað. Mér fanst endilega að nefin yrðu að rekast á svo að varirnar gætu náð saman. Mér skildist ekki fyr en nítján árum seinna, þegar eg kom til Ameríku og Evrópu, hversu að fáfræði mín var mikil í þeim efnum. Trúboðarnir komu okkur til þess að apa eftir hinni vestrænu menning þeirra, nálega í öllum tilfellum og hversu dásamlegir apakettir höfum við Afrikumenn ekki verið. Til þess að geta verið sannur þjónn Krists, urðum við að taka á móti vestrænu nafni með skíminni. -Þegar eg var skírður árið 1922 tók eg nafnið Robinson — apaði Daníel Defoes Robinson Crusoe. Eg bar það nafn í átta ár, eða þartil 1930, að þjóðemismeðvit- und mín kom vitinu fyrir mig og kom mér til að skilja hversu mikil fásinna slíkt fargan var. Eftir það tók eg upp nafnið sem faðir minn gaf mér í fyrstu — Mbonu — sem meinar “Verkin eru áhrifameiri en orðin tóm.” Kærasta Abanogu bróður míns bar nafnið Onuneji á meðal síns fólks, sem þýðir fallaga stúlkan með langa hálsinn. Áður en að hún gat komost í kristinna manna tölu, varð að breyta nafni hennar í Phoebe. Annað sýnishorn af því hvernig að okk- ur var kent að apa vestrænu menninguna var tilkynningin um giftingu þeirra, Hún hljóð- aði þannig: “Herra Jón Abanogu Ojike (ókvæntur) og yhgismær Phoebe (ógift) sem bæði eiga heima í Ndizuogu þorpinu biðja herra .... virðingarfyllst að gjöra sér þá ánægju, að vera við- staddur gifting þeirra, sem fram fer kl. 10. að morgni þess 20 des- ember mánaðar 1920, í Sánkti Péturs trúboðsfélags kirkjunni í Ndizuogu. Veizla kl. 2 e. h. að heimili fólks-höfðingjans Ojike í Akeme þorpinu R.S.V.P. Kenslugreinarnar í skólunum áttu ekkert sammerkt með sögu þjóðar okkar, eða þjóðsiðum. Hið andlega fóður okkar í skól- unum voru ensfcar hetjusögur og menningarsaga Englendinga. Fyrsta æfisagan sem eg lærði var æfisaga Nelson lávarðar. Eg narraði átrúnað föður míns. og hélt hann miklu ófullkomnari en átrúnað hinna 'hvítu manna. Það tekur tugi ára, máske heila öld að endurmenta Afriku- búa, svo að þeir geti skilið og öðlast jafnvægi á milli hinnar vestrænu menningar og sinnar eigin, en unz að því stigi verður náð, verða blámennirnir í Afriku leiksoppur í höndum allra þjóða. Á meðan að þessu fór fram, steðjaði óhamingjan að föður mínum frá öllum hliðum. Hann var orðinn gamall og gat ekki lengur unnið fyrir sér og sín- um. Sonur hans, sá eini sem ekki snérist til kristni, fékk hjartá- slag árið 1926 og dó. Annar son- ur hans, Abanogu, sem átti að taka við af föður mínum var einn af höfuð-mönnum kristni- iboðsins. Það var engin von um að vernda fjölskyldu okkar frá eyðileggingu. Það var enginn til, til þess að halda uppi og vernda hina gömlu og góðu siði og sögu ættfeðranna. Faðir minn horfði uppá hið forna heimili sitt hrörna og hrynja. Hann vissi að Abanogu mundi ekki vilja halda heim- ilinu við eftir sinn dag. Hann vissi það meira að segja árið 1913 og hann reyndi eins og hetja til að varna fallinu sem hann sá að var að koma, en fékk ekki staðið á móti straumnum. Æfisól föður míns seig til viðar smátt og smátt. Eg vona að stjaman hans eigi eftir að rísa og blika björt á ný. Þegar að eg sá föður minn syrgjandi yfir moldum Nowosu, elsta sonar síns, 1926, vissi eg að ihann átti ekki langt eftir ó- lifað. Þegar að eg kvaddi hann klöklkan og hruman 1927, þá vissi eg að vonbrigðin áttu sinn þátt í að stytta æfidaga hans. Hann var maður sem veröldin hafði ekki heyrt æðrast. Ww anuakwa! Ewo, faðir minn! Áður en eg hóf háskólanám mitt árið 1929, töluðum við saman um framtíðina. Áður en eg kom heim í fyrsta fríinu mínu, þá hafðir þú lotið lögmáli lífsins. Þú varst sofn- aður, og svafst á meðal ættfeðra þinna og minna. Mobonu Ojike. Einskipfélag Islands Nýkomnar skýrslur Eimskipa- félags Islands Hafa allmikinn fróðleik að færa um starf og fyrirætlanir félagsins. Nokkur atriði um áberandi athafnir fél- agsins fylgja. Reksturs hagnaður félagsins fyrir árið 1945 varð kr.2,387,638,- 03. Ákveðið að borga 4% vexti fyrir árið 1945. • Það sem mesta eftirtekt vekur í skýrslunni, eru skipa bygging- ar flagsins. Félagið hefir gert ráð fyrir að láta smíða 6 ný skip. í október í fyrra voru samningar undirskrifaðir, við skipastöðv- arnar Burmeistir & Wain í kaup- mannahöfn um smiði á tveimur skipum af sömu stærð og gerð, hvort um sig á að vera 2600 smál. að burðarmagni og gjörð aðallega til vöruflutninga, en þó með farþe'garúmi fyrir 12 far- þega hvort. Þau eru 290 fet á lengd, 46 fet á breidd. 29 fet 6 þuml. djúp, rista þeirra er 20 fet og 6 þuml. Lestarrúm þeirra er 150,000 tenings fet og af því eru 80,000 teningsfeta lestarúm útbúið til flutninga á frystum vörum og má frysta niður í> 18 stig á celcius við 35 stiga loft- hita og 25 stiga sjávarhita. (Allt lestarrúm í Brúarfoss er um 80,000 teningsfet). Skip þessi eru með 3700 hest- afla Dieselhreyfli sem knýr skip þau 15 sjómílur á renzluför, eða 1414 sjóm. í venjulegum sigling- um. íbúðir skipshafnanna verða á aðal þilfari miðskipa o'g aftur á. Eins manns herbergi. 33 menn verða á hvoru skipi. Það er gjört ráð fyrir að ann- að skipið verði tilbúið í Nóvem- ber 1946, en hitt í Febrúar 1947. míluraðaal, Hið umsamda verð hvors skips ins er kr.4 milj. danskar, auk stálsins sem í skipin fer og fél- agið útvegar, og er áætlað að kosta muni 432 þúsundir í hvort skip. Kostar því hvort skipið fyrir sig kr.6,000,000 íslenzkar. Þriðja vöruflutnings skipið af sömu stærð og hin fyrnefndu, tók sama skipasmíðastöðin að sér að smíða fyrir kr.3,850,000.00 danskar, sem er kr.150,000 lægra en verðið á hinum skipunum og leggja þar að auki til stálið í það skip, sem vætanlegá kostar um 786,000 ísl: krónur. Farþegaskip. Stjórn Eimskip- afélagsins hefir- samið við þá sömu skipasmíðastöð, Burn- miester & Wain um fjórða skip- ið, sem er fyrst og fremst far- þegaskip. Fabþegaskip þetta verður búið nýustu tækjum og þægindum. Það verður 330 fet í sjólínu, en öll lengd þess 355 fet, breiddin verður 47 ft. 6 þuml. og dýptin 28 fet; meðal djúp- rista 17 ft. 6 iþuml. Lestarrúm 110,000 teningsfet. Þar af 60,000 teningsfet ætluð fyrir frysti- vörur og má frysta þar niður í 18 sig 6., eins og í ihinum skip- unum. Skip þetta gengur fyrir Diesel- hreyfli með 6,000 hesta afli og hraði þess verður 16% sjóm. í venjulegri siglingu. Ferð með þeim hraða til Leith tekur aðeins 2% sólarhring í stað rúmlega 3. Ameríku ferð styttir þetta skip um 4 sólarhringa, tekur 614 sólarhring frá Reýkjavík og til New York. Á fyrsta farrými þessa nýja skips verður rúm fyrir 177 far- þega, 60 á öðru og 44 á þriðja far- rými sem er á aðal þilfari skip- sins. Alls rúmar skipið 221 far- þega. Búist er við að farþegaskipið verði til búíð um mitt sumar árið 1948. Verð þess skips 8 miljón danskra króna, — 11 miljón í íslenzkum kronum. Um ihin síkipin tvö ervíst óráð- stafað enn. En annað þeirra mun eiga að vera á stærð við Brúar- foss. Þegar allur þessi skipa kost- 'Dánarfregn Þarín 2. ágúst andaðist á John- son’s Memorial Hospital á Gimli, Mrs. Helgi Albertson, frá Gimli, eftir all-langa dvöl þar og heilsu- bilun hin síðari ár. — Hún hét fullu nafni Dorothea Diana Pet- rea, var fædd í Danmörku, dótt- ir George Baldur Dinesen, og Mulvinu konu hans. Ung að aldri fluttist hún til Bandaríkj- anna, og naut þar nokkurrar menntunar. Síðar fluttist hún til Winnipeg. Þar giftist hún Helga Albertsyni, frá Mel í Ár- nesbygð fyrir 40 árum síðan. Um þrjú ár bjuggu þau í Winnipeg, en fluttu þá til Árnes, og bjuggu þar í grend, til ársins 1928, að þau fluttu til Gimli og bjuggu þar ávalt síðan. Þau eignuðust 3 sonu, sem allir lifa: Pétur, kvæntur Esther Lindgren, bú- settur í Vancouver, B. C. Albert, búsettur í Pine Falls, kvæntur Aðalheiði Hólm Björgvin, býr á Mel við Árnes, kvæntur Sig- urlínu Sveinson. Tíu barnabörn eru á lífi. Tvær systur hinnar látnu: Louise og Dagmar, eru búsettar í Danmörku. Mrs. Albertson var þrekmikil toona, þróttlunduð og lífsglöð, félagslynd, manni sínum styrk og ágæt stoð, á 40 ára vegferð þeirra. Sonum sínum var hún umhyggjusöm og góð móðir. Á fyrri árurn, þegar sá þekti til, er línur þessar ritar, var hún örugg starfskona i Lúterska söfn- uðinum í Árnesi. Hún var vel starfandi meðlimur í Women’s Institute á Gimli, var jafnan vin- sæl og hjálpfús, og unni ástvin- um, og heimili sínu af óskiftum hug. Utför hennar fór fram frá heimilinu og kirkju Gimli safn- aðar, þann 7. ágúst, að viðstöddu miörgu fólki. í fjærveru sókn- arprests þjónuðu við útförina, Rev. Mr. White, og sá er þessar línur ritar. S. Ólafsson. ur Eimskipafélagsins er fenginn verður hann sem ihér segir. Þrjú vöruflutninga skip með 350,000 tenings fetalestarrúmi. Þar af 240,000 tenings fet frysti- rúm. Farþegaskip með 110,000 teningsfeta lestarrúmi. Þar af 60,000 frystirúm. Ameríkuskip með 180,000 ten- ingsfeta lestarrúmi, þar af 80,000 frystirúm. Skip af Brúarfoss gerð með 80,000 teningsfeta lestarrúmi, þar af kælirúm 80,000. Þar við bætast Skipin, sem fé- lagið á nú: Brúarfoss með 80,000 teningsfeta lestarrúmi; Fjallfoss, með 90,000 teningsfeta lestar- rúmi; Reykjafoss með 90,000 ten- ingsfeta lestarrúmi. Þetta verð- ur fríður floti þegar hann er all- ur kominn í gang með 1,080,000 teningsfeta lestarrúmi og þar af 445,000 teningsfeta frysti- eða kælirúm. 0 Þetta spor sem Eimskipafél- 'agsstjórn íslands er nú að stíga er nærri eins djarfstigið og drengilegt eins og þegar félag- inu sjálfu var hrundið af stokk- unum. Vér óskum stjómarnafnd- inni og félaginu í heild til lukku og blessunar. Tvö af þeim skipum sem fél- agið á nú, Lagarfoss og Selfoss leggjast niður.. Skuldlausar eignir Eimskipa- félagsins um s. 1. áramót voru kr.46,241,538,021. 1 stjómarnefnd félagsins voru Eggert Claessen, Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur As- björnsson, Riohard Thors, Hall- dór Kr. Þorsteinsson, Jón Árna- son, Ásgeir G. Stefánsson, Ás- mundur P. Jóhannsson og Árni G. Eggertsson. Á hinum nýafstaðna fundi gengu f jórir stjómarnefnd- ar menn úr nefndinni að lögum, þeir Eggert Claessen, Guðm Ás- björnsson, Richard Thors og Ásm. P. Jóhannsson, og voru þeir allir endurkosnir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.