Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946 28. júlí í Blaine Hann rann upp skínandi fagur. Britis'h Columbia skartaði í há- sumardýrð. Snæþaktir tindar Klettafjallanna báru við ljósblá- an morgun-ihiminn. Hvergi bar mósku á, er það þó óvenjulegt um þessar slóðir. Nú var gaman að lifa — 28. júlí — Islendingadagur í Blaine. Eg var eins og krakkarnir, sem fá að ferðast, eg gat ekki sofið nóttina áður, iþví að kringum- stæðurnar ætluðu að verða svo vænar að lofa mér að fara, þó að ferðin væri dýr eins og drott- ins orðið. Eg fór að týna utan á mig sparileppana — lánaðar -fjaðrir, annars hefði eg orðið að fara ber eins og K.N. Leið mín lá niður hjá Mc- miohael. Hann átti 7 ketlinga á allra yndislegasta aldursskeið- inu. Karlinn stóð hjá fjósdyr- unum og eg sagði gudd moning. Hann tók varla undir, og var súr. Eg spurði hvað væri að. Hann sagði að car hefði keyrt yfir fallegasta ketlinginn og drepið ihann. Mér þótti þetta mikil tíðindi og ill, því að ketl- ingurinn var einhver sú dásam- legasta skepna, sem guð hefir skapað — að undanskildum manninum, sem hann skapaði í sinni mynd. Eg fór á Seattle busið í New Westminster. Það er svo fínt, að eg hélt það væri byggt spes- íal fyrir Georg Bretakonung, en ekki mig. En kondókurinn sagði að eg mætti fara upp, ef eg hefði tikket og ekki meir en $50.00 í vasanum. Eg fullvissaði hann um að eg hefði bara $15.00, þá varð hann að einu brosi og leiddi mig upp í busið, er það í fyrsta skifti á æfinni, að nokkrum hafi þótt meira varið í mig fyrir að hafa litla peninga. Sá, sem ekki hefir fengið far með Seattle businu, hefir ekki hugmynd um hvað hart það fer. Bílarnir á bra-utinni voru eins og mý á mykjuskán eða múskíturn- ar við Manitobavatn. Margir þeirra voru a-f hraðskreiðustu gerð, en þegar jeg leit út um gluggann, sýndist mjer þeir allir standa kyrir jeg fór að halda að hinn margþráði heimsendir væri kominn, og alt -hfði stirnað á sín- um stað á einu augnabliki, eins an og borgirnar í afintýra sögunum gömlu, nema Seattle busið eitt, það hefði sloppið fyrir hraðann, sýnir þetta að ihægt er að keyra út úr heimsendanum. Busið fór yfir brúna-á Ihinu mikla sögu ríka Frazerfljóti. Er hún hið mesta m-annvirki og grá fyrir járnum. Svo ramgerð er hún, að tommi bommið mundi ekki granda henni. veigar prógramsins. En tíminn var nokkuð lengi að 1-íða, áður en tekið var til kl. 1.30 og andinn orðinn hungraður. En hann fékk fullkomlega sinn skerf eftir að prógramið byrjaði. Forseti dagsins, Andrés Dan- íelsson, setti hátíðina svo skörug- lega að Bandaríkjaforsetinn hefði ekki gert það betur. Hann lýsti því yfir að við værum sam- an komin á helgum stað — því miður gat ihann þess ekki hvaða prestur hefði vígt hann. Hann ráðstafaði öllu á hátíðinni með svo foringjalegum föðurhæfileik- um, að það ver eins og við vær- um öll skilgetin börn hans. Hann er mælskur með afbrigðum. Eg heyrði hann aðeins einusinni hika við setningu—“að það vant- aði ekki” . . . en þá kallaði ein- hver í hópnum—“vitið”—og hef- ir aldrei verið sannara orð sagt. Andrés er -meðal maður á hæð og grannur, með dökk snör augu, Hann hefir mikið hvítt hár. Sann aðist á honum þegar hann flutti mál sitt, sem eitt skáldið kvað: “Ljósar hærur léku í blænum.” Stór -og voldugur söngfloikkur söng mjög góð og gömul íslenzk lög; ikomú þau til mín eins og kærir vinir um langan veg, alla leið -frá æskudögum. Sigurður Helgason tónskáld leiddi söng- inn með æskufjöri hins unga manns. Það sem mér þótti vanta á sönginn, var, að ekki var sungið lag han-s: “Skín við sólu Skaga- fjörður,” sem hann ver heiðrað- ur fyrir að maikleikum. Ninna söng Betlikerlinguna af mikilli tæ-kni. — Ekki er það henni að kenna, þó að gimsteinn verði að glerbroti í vísunni, sem a-lls ekki stendst efnafræðina. Úr þeli þráð að spinna, var eins og dansandi ljósálfar, en Ninna sjálf var dansdrotningin. Ármann -skáld Björnsson flutti mikla frumorta drápu. Var hún nokkurskonar íslands og íslend- ingasaga austan -hafs og vestan. Mrmu verða sóttir í -hana þekk- ingarneistar þegar tímar líða. Sr. V. Eylands var aðalræðumað- ur dagsins. Hafði eg ekki séð hann fyr. Mátti fljótt sjá að hann var tilkomumikill starfsmaður í víngarði drottins innan vébanda úterskrar kirkju. Að vallarsýn minti hann mig á Sr. Jóhann Bjarnason, þéttan á velli og þétt- í lund. Mun lútersk kirkja seint fá prest með hans víkings- und í fylkingarbrjóst rétttrún- aðarins. Guðrún Sveinbjörnsson Guðr-ún Þorsteinsdóttir Svein- björnsson -frá Haugshúsum á Álftanesi í Gullbringusýslu er fædd þ. 31. júlí 1862 og lézt þ. 17. apríl þ. á. Foreldrar ihennar eru þau hjón- in þorsteinn Jónsson og Kristín Guðmundsdóttir, Jakobssonar Snorrasonar, prests að húsafelli. Var Guðrún með foreldrum sínum á yn-gri árum, en vann þó í vistum með köflum, þar til hún giftist þ. 14. nóvember 1886 Guð- mundi Sveinbjörnssyni frá Odd- agörðum í Árnessýslu. Byrjuðu þau búskap að Akrakoti á Álfta- nesi, og voru þar þangað til þau fluttust til Canada um aldamót- in og settust að í Þingvallasveit í Saskatchewan, og nárnu sér þar land. Guðrún misti mann sinn 1941. Lítt voru þau efnum búin þeg- ar vestur kom; enda lögðu þau mikið á sig fyr og síðar. Guð- mundur byrjaði með því að vinna fyrir Magn-ús Hinriksson, sem átti Kristínu systur Guðr-únar. Guðrún gekk iðulega inn í þorp- ið Churchbridge, sem er á aðra mílu enska frá heimili þeirra, og vann þar við þvotta og önnur störf. Þótti hún svo liðtæk við öll störf, að menn keptust við að ráða Ihana til vinnu; gekk hún að heiman og heim dag hvern til að geta stundað heimiii sitt og börn. Leið n-ú eigi langt um það þar til að komu i ljós ávextir af hinni göfugu og samhentu iðju- semi og framsýni og varfærni í öllum fyrirtækjum. Landarieign stækkaði, var jörð rudd til ræktunar, nauðsynlegar girðingar komust upp, gripastofn jókst; þreskivél og önnur jarð- yrkjuverkfæri voru keypt, gott íveruhús og útihús risu upp. Bú- inn beini beið allra, sem bar að garði. Business and Professional Cards ,Þegar þau Guðmundur og Guð- rún gengu frá garði, létu þau eftir heimili skuldlaust og í á- gætu ásigkomulagi úti og inni. Þau voru ágætir safnaðarmeð- limir Concordiasafnaðar, og stunduðu kirkju og kristindóm með ræktarsemi. Þessi mætu hjón eiga fullan skerf í því að ávinna Islendingum þá viður- -kenningu, sem þeim ber. Saga þeirra hjóna hérlendis ber þess ljósan vott, hve þetta góða land endurgeldur greiðlega og ríkulega staðfestu, fyrir- hyggju og iðjusemi allra þeirra, sem færa sér trúlega hina miklu kosti þess í nyt; fátæk koma þau frá' Islandi, en komast í góð efni innan fárra ára. Gaman var að heyra Guðrúnu segja frá æfi atburðum, og mörgu öðru, sem bar fyrir hana á ís- landi. Vann hún með kóflum fyrir Grím Thomsen á Bessa- stöðum, og lýsti einkennum hans og lundarlagi; skýrðist við það mynd hans í huga rnanns á þess- um sérkennilega þul Islands. Börn þeirra Guðmundar og Guðrúnar voru fimm; ein stúlka lézt á íslandi, Sveinbjörg Guð- rún að nafni. Börn hérlendis eru öll gift; býr Þorsteinn á föðurleyfð sinni; Guðmundur á bújörð sinni rétt við; Guðbjart- ru Óskar stundar trésmíði í Ohurchbridge, og Kristín býr með manni sínum Ásm-undi Loptssyni í Yorkton, Sask. Öll eru börnin mannvænleg og komast vel af. Hlýlega og virðu lega minningu eiga þessi trú- verðugu ihjón í huga allra þeirra, sem báru gæfu til að Verða þeim samferða um lengri eða skemmri tíma.------ Gæti G-uð vor allra. “Finnumst aftur á feginsdegi.” S. S. C. Ekki er margt að sjá frá N.W. suður að Bandaríkjalínu. En brautin er ágæt eins og breiði vegurinn í Biblíunni. Eftir stutta stund nálgastmaður friðarbog- ann mikla^ gnæfir hann hátt, drifhvítur eins og svanur. Það þótti mér undarlegt að ekkert bogalag er -á honum. Auka mundi það áhrifavald hans, væri hann krýndur rneð listaverki, sem táknaði bróður kærleikann, sem svo mikið er talað um en minna starfrækt, en svo væri kostnað- urinn við það kannske betur kominn hjá kirkjunu-m, þvi að bróðurkærleikurinn er þeirra bissnes. Þegar í parkið kom fór gam- anið að vaxa. Fyrst kom maður að veglegu borði; þar sat Islend- ingadagsnefndin á rökstólum og seldi inngang. Hafði hún stóra silkiborða í vinstra treyjuhorni. Gerðu þeir nefndarmennina til komumeiri en aðra menn, og naintu á emlbættismenn á íslandi í gamla daga. Ekki skorti veitingar á staðn- um. Líkaminn var vel undir það búinn að sitja undir andanum, þegar að því kom að teyga guða Ræða sr. Eylands var vel og vasklega flutt. Var hún ágæt- lega byggð, og ihver einasta taug í henni há-íslenzk. Þurfti enginn að efast um að -hér steig kirkju höfðingi í stólinn. Gat hver heyrnarlaus maður heyrt til hans, svo snjalt f-lutti hann mál sitt. Ásamt ágætri túlkun á stríði íslendinga og sigrum austan hafs og vestan; ráðlagði hann Islend- ingum að ganga á mála -hjá Eng- ilsöxum en ekki Rússum. Var það hyggilega hugsað, því að lúterskir menn líta svo á að Rúss- ar séu -heiðingjar og prestahat- arar — og mun einhver flugu- fótur fyrir því. Sr. Albert Kristjánsson talaði í óbundnu máli og flutti frum ort kvæði. Því miður heyrði eg ekki mál hans. En -merkur mað- ur sagði mér að það hefði verið mjög sálrænt og bezt af þvi sem sagt var u-m daginn. — En ég heyrði forsetann -lýsa því yfir að hann hefði gert sr. Albert að Skáldi. Þótti mér þetta nýimg, því að með -henni er þeirri kenn ing ihrundið, að skáldgáfan sé frá Guði, og fer þá fyrir manni eins og karlinum, sem sagði: Þú þurftir ekki guð, eg gat. Þetta eru nú orðnar miklar hælingar, og er tilgangur minn með þeim sá sami og öðrum Is- lendingum, sem í blöð skrifa, að sýna öðrum þjóðurn fram á það, að við séum engir skrælingjar — 1 af 18. TÖNN FYRIR TÖNN Snemma í vor eð leið, réði ung Þýzk stúlka sig til verzlunar- skólanáms í umdæmi Bandaríkj- amanna á Þýzkalandi. Hún sagð- ist heita Kathe, sem var þó ekki aennar rétta nafn; hún hafði góð meðmæli frá andstöðu- mönnum Hitlers og var fljúg- andi gáfuð, drakk í sig lærdóm- inn og myndaði kommúnista- félag i skólanum. En hún gerði n-okkuð sem fögur njósnarkona má aldrei gjöra. Hún fékik ást á ungu-m undirforingja í Banda- ríkjaihernum -og sagði honum hvernig að á stæði fyrir sér, og að tveir foringjar úr rauða hern- um heimsæktu sig og að hún segði þeim allt sem hún vissi um leyndarmál og tilhögun Banda- ríkj a hersins. Bandaríski for- inginn kom Kathe til að snúa við blaðinu og Kathe hélt ófram að hitta kunningja sína úr rauða hernum í tvo mánuði, en upp- lýsingarnar sem hún gaf þeim voru ekíki lengur ábyggilegar. Hún iþorði ekki að segja skilið við þá sökum föður síns, sem hei-ma átti í umsjónahéraði Rússa, þar til að hún gæti náð honum til sín. Svo var það að rússnesku undirforingjarnir komu eitt kveld í almennum búningi til viðtals við Kathe, en þá voru þar fyrir Bandarískir hermenn sem tóku þá fasta og fluttu þá í fang- elsi í Wannsee. Þar var þessum Rússnesku hermönnum haildið 34 daga og kærðir fyrir að vera njósnarar og yfirheyrðir tvisvar á dag. Rússneski yfirmaðurinn í Ber- lin gjörði fyrirspurn um þessa menn til Bandaríkja yfirmanns ins sem kvaðst ekikert um þessa týndu Rússnesku hermannabún- ingslausu hermenn vita. Á þjóðminningardag Banda ríkjanna fóru tveir Bandaríkja undirforingjar til Oranienburg, sem er innan Rússneska umsjón- arsvæðisins, til þess að skoða fangabúðir sem þjóðverjar höfðu þar. Báðir voru þeir í einkennis- búningum. En er þeir komu á staðinn voru þeir teknir fastir af Rússneskum fyrirliðum og settir í varðhald, þar sem þeim var haldið í 26 daga og spurðir spjörunum úr á hverjum degi. Útúr Iþessu varð allmikið stapp, en slys ekki. Mönnunum var sleppt, og -h-vor um sig fóru heim til sín, en þó slys yrði ekki, sýnir þetta vel hvað undirniðri býr. KANADA Á flok-ksþingi frjálslynda flokksins í Saskatchewan var Walter A. Tucker sambands- þingmaður fyrir Rosthern kjör- dæmið í Saskatchewan, kosinn leiðtogi flokksins í Saskatche wan. Mr. Tucker er tiltölulega ungur maður, ákveðinn og afráð- andi. Hann tók það fram á fund inum þegar að -hann var kosinn, að það yrði hann og enginn ann- ar sem réði og segði fyrir mál- um, að því er stefnu og starf frjálslynda flókksins í Sask. snertir á meðan að hann héldi leiðtoga stöðunni. Flokkþing C.C.F. flokksins hef- ir staðið yfir undanfarandi í Re- gina, Sask. Margt hefir þar ver- ið rætt um landsins gagn og nauðsynjar og að mörgu fundið. Formaður flokksins lýsti yfir því á föstudaginn var, að engin til- hæfa væri í orðrómi þei-m sem á sveim hefði komist, að hann ætlaði sér að skilja við C.C.F. flokkinn, en giftast frjólslynda flokknum og máske gjörast leið togi hanns. Hann sagðist hafa tilheyrt C.C.F. flokknum í fjórð- ung aldar og með -honum kvaðst hann ætla sér að lifa og deyja Um 500 erindrekar úr öllum pörtum Kanada »átu þingið. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SO.MERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgcon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slml 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Simi 61 023 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Main Stofutlmi: 2.00 tll 5.00 e. h. nema á laugardögum. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur aí Banning) Talslmi 30 877 ViBtalstlmi 3—5 efUr hádegi DR. ROBERT BLACK Scrfrœðingur í augna, eyrna, ncf og hdlssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Helmaslmi 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG Offioe Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 islenzkur Vylsali Dr. L. A. Sigurdson Fólk p:etur pantaö meóul og 116 MEDICAL ARTS BLDG. annaö með pósti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljót afgreiSsIa. and by appolntment A. S. B A R D A L Drs. H. R„ and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur líkkistur og annast um ót- Tannlœknar Ennfremur selur hann allskonar 406 TORONTO GEN. TRUSTS minnisvaröa og legsteina. BUlLiOlNÖ « Cor. Portage Ave. og Smith St. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsími 26 444 PHONE 96 952 WINNIPEG Phone 31 400 Eleetrical Appliances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison Electric 674 SARGENT AVE. DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329 DPINCC/Í MESSENG8R SERVICE ViB flytjum kistur og töskur. húsgögn úr smærri IböBum, og húsmuni af öllu tæi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Offlce Hours 9—6 404 TOROhfTO GEN. TRUSTS SUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accnuntants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliable Service Phone 49 469 Radio Service Speclallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgB. bifreiBaábyrgB, o. s. frv. PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMl 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu meB nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst stmi 25 355 Heima 55 462 Hhagborg u FUEL CO n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORTALDSON Your patronage wlll be appreciated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representatlve Phone 97 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fr -ah and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.