Lögberg - 22.08.1946, Blaðsíða 8
8
Or borg og bygð
Á föstudags kveldið og föstu-
dags nóttina í síðustu viku, snjó-
aði í Alberta, svo að alihvít jörð
vaið í Peace River héraðinu, Ed-
monton, Calgary og víðar. Hvað
mun seinna?
♦
Matreiðslukona getur þegar
fengið atvinnu á Betel. Listhaf-
endur snúi sér til Miss Sveins-
son, forstöðukonu stofnunarinn-
ar.
♦
Þann 14. júní s.l. voru gefin
saman í hjónaband af sr. E. H.
Fáfnis, þau Joseph J. Myris frá
Mountain, N. Dakota, og Ekkju-
frú Eleanor Bayless frá San Di-
egi, California. Giftingin fór
fram á heimili Mr. og Mrs. J.
Innis að Mountain. Að gifting-
unni afstaðinni var setin rík-
mannleg yeizla á Innis heimil-
inu, sem allir gestir brúðhjón-
anna tóku þátt í.
Framtíðar heimili hjónanna
verður að Mountain á búgarði
brúðgumans, sem æfinlega hef-
ur verið setin með rausn og
myndars'kap; mun svo áíram
verða. Má vera að á vetrum verði
dvalið þar sem heimili brúður-
innar var, þar sem sól og sumar
ríkir í algleymingi.
♦
Mr. og Mrs. George Brown frá
San Francisco, Cal., litu inn á
skrifstofu Lögbergs í vikunni.
Hafa þau verið á ferðalagi í
Winnipegosis, Wynyard og víð-
ar í heimsókn til ættingja og
vina. Sögðu þau líðan landa í
San Francisco góða. Lögberg
árnar þeim fararheilla.
■f
Frú Guðrún Péturson, Lilla og
Margrét dætur hennar eru ný-
komnar frá Reykjavík, íslandi,
í heimsókn til ættfól'ksins hér,
Mrs. Geir Björnsson í Selkirk,
Emm-u Hannesson í Winnipeg.
Frú Guðrún og dætur hennar
búast viðaðdvelja hér vestra
um þriggja mánaða tíma.
■f
«
Á öðrum stað í blaðinu er aug-
lýsing í sambandi við maltbygg
framleiðslu sem vér viljum
benda Islenzkum bændum sér-
staklega á, en einkum þó á eftir-
farandi í sambandi við þreskingu
á ofangreindri tegund af byggi.
Hún liggur undir skemdum í
þreskingunni ef “cylinder”-inn
snýst of hart; ef hraði ketilsins
þegar slegið er með “comibine”
er ójafn; ef cylinder-ásinn í
þreskivélinni er of laus. Lausar
járntennur í cylindernum; of
þéttar járn tennur í cylindern-
um; ónákvæm vindtemprun í
þreskivélinni; ef þreskivélin
hallast; ef sigtin í þrreskivélinni
eru ekki rétt sett, eða ófullkom-
in; ef korninu er óreglulega hent
í þreskivélina; ólag er ábeltum
þreskivélarinnar; ef kornflytj-
arinn á þreskivélinni er ófull-
kominn, og þreskivélinni rent
með of miklum hraða svo meira
berist að af korni en kornflytj-
arinn getur tekið á móti.
Gætið að öllu þessu, bændur
góðir.
f
Dr. Magnús Hjaltason frá Glen-
v boro leit inn á skrifstofu Lög-
bergs fyrir síðustu helgi. Hann
var sagnfár eins og hann er van-
ur og sagði að Lögberg skyldi
ekki hafa neitt déskotans bull
eftir sér. ,
f
Arnljótur B. Olson lézt á Betel
á föstudaginn í siðustu viku, eft-
ir heilsubilun og aldursþunga
sem dróg úr kröftum hans und-
anfarandi. Hann var jarðsung-
inn á mánudaginn var frá Betel.
f
Stúlka óskast á íslenzkt heim-
ini í New York, til að gæta barna
(2. og 4. ára) og til aðstoðar við
heimilisstörf.
Elín Kjartansson,
70-43 Juno Street,
Forest Hills, New York City.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Valdimar J. Eylands, prestur.
Heimili: 776 Victór Street,
Sími: 29 017.
Harold J. Lupton, organisti og
söngstjóri.
308 Niagara Street.
Sunnudaginn 25. ágúst, klukkan
7 e. h., guðsþjónusta á íslenzku.
f
Messað verður í Guðbrands-
söfnuði við Morden P.O., Man.,
sunnudaginn 25. ágúst, kí. 2 e. h.
(Standard Time).
S. Ólafsson.
Plerbergi og fæði óskast fyrir
miðaldra konu. Símið 72 958.
f
Matreiðslukona getur þegar
fengið atvinnu á Betel. Listhaf-
endur snúi sér til Miss Sveins-
son, forstöðijykonu stofnunarinn-
ar.
f
Mrs. Helga Tighe kom vestan
frá fhafi úr heimsókn til foreldra
sinna, Mr. og Mrs. Jónas Páls-
sonar í Vancouver. Hún var á
leið heim til sín til Geraldton,
Ont. Sagði hún að líkamlega liði
föður sínum stundum ekke sem
bezt, andlega væri hann ódrep-
andi.
f
Mr. Friðbjörn S. Frederick-
son forðum bóndi og kaupmaður
í Glenboro, kom til bæjarins í
vikunni frá Govan, Sask., og
mun dvelja hér í bænum fyrst
um sinn. Mr. Frederickson hefir
átt við heilsuleysi að búa undan-
farandi, en er nú á góðum bata-
vegi.
f
Lagt í Blómsveig
íslenzka Landnemans —
Af Tryggva og Guðnýju Eyj-
ólfson, $25.00 í ástríkri minningu
um eftirfylgjandi skyldmenni:
Foreldra — Sigurð og Rósu Eyj-
ólfson, landnemar á Akranesi í
íslendingafljóts bygð: afa og
ömmu — Gísla Guðmundsson og
steinunni Hjálmarsdóttir, land-
nemar á Gíslastöðum í Hnausa-
bygð; Eyjólf Magnússon og Vil-
borgu Jónsdóttir, landnemar á
Unalandi í Islendingafljóts bygð.
Meðtekið með innilegu þakk-
læti.
G. A. Erlendson, féhirðir.
f
GIFTING —
Gefin voru saman í hjónaband,
í Lútersku kirkjunni á Gimli,
Helgi Óli Johnson og Valencia
Shirley Johnston. Brúðguminn
er sonur Mr. og Mrs. J. B. John-
son (Birkinesi), Gimli. Brúður-
in er af enskum ættum. Svara-
menn voru Jóhann Johnson,
íbróðir brúclgumans, og Helga
Johnson, systir brúðgumans.
Mrs. Ó. Kardal annaðist spila-
menskuna. Við giftinguna söng
hinn víðþekti tenorsöngvari, Ó.
Kardal. Séra skúli Sigurgeirs-
son gifti.
Að giftingunni afstaðinni var
setin vegleg veizla á gistihúsi
bæjarins. Mr. Johston mælti
fyrir minni brúðarinnar; hann
er föðurbróðir hennar. Séra
Skúli stjórnaði samsætinu og
talaði til brúðgumans. Svo á-
vterpaði brúðguminn samsætið
með velvöldum þakklætis orð-
um.
Framtíðarheimili ungu hjón-
anna verður í Winnipeg, þar sem
brúðguminn hefir stöðu hjá T.
Eaton félaginu.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST, 1946
GIFTING —
i
Gefin voru saman í hjóna-
band 10. þ. m., í Lútersku kirkj-
unni að Hecla, Sigurður Aust-
fjörd og Vilhjálmína Sigurgeir-
son. Brúðguminn er sonur Mr.
og Mrs. Austfjörds, Hecla, og
brúðurin er dóttir Mr, og Mrs.
Helga Sigurgeifssonar, Hecla.
Brúðhjónin voru aðstoðuð af
Guðmundi Halldórsyni og Krist-
ínu Sigurgeirson systir brúður-
innar. Brynjólfur, bróðir brúð-
urinnar, og Jónasi Sigurgeirson,
frændi hennar, vísuðu til sætis.
Mrs. T. Jefferson, frænka brúð-
urinnar, vaFVið hljóðfærið. At-
höfnin byrjaði með sálminum
“Heyr börn þín Guð faðir.” Við
giftinguna söng hin góðkunna
söngkona, Mrs. Th. Thorvald-
son, frá Winnipeg, og Mrs. B.
Sigurgeirson spilaði undir. Mrs.
Thorvaldson er frænka brúður-
innar. Séra Skúli Sigurgeirson,
frændi brúðurinnar, gifti.
Að giftingunni afstaðinni
var haldin fjölmenn veizla í
samkomu'húsi bygðarinnar. Séra
Skúli hafði veizlustjórn með
höndum og mælti fyrir minni
brúðurinnar. Söngflokkurinn
söng viðeigandi íslenzk og ensk
lög. Helgi K. Tómasson talaði
til brúðgumans; einnig skemtu
með einsöngum, Mrs. Thorvald-
son og Jónas Sigurgeirson. Móð-
ir brúðurinnar þakkaði öllum
þeim sem-aðstoðað höfðu við at-
höfnina. Að endingu mæltu
brúðhjónin fram vel valin þakk-
arávörp. Svo var stíginn dans.
Næsta dag lögðu brúðhjónin
á stað í skemtiferð til Kenora,
Ont. Framtíðar heimili þeirra
verður að Hecla.
♦
Hr. Jón Björnsson og frú
Lára Guðmundsdóttir Björns-
son frá New York, ásamt tveimur
sonum þeirra hjóna ungum,
komu til Winnipeg í bíl síðasf-
liðna viku. Hefir Jón að undan-
förnu verið umboðsmaður sam-
bandsverzlana á íslandi þar
syðra, en er nú ásamt fjölskyldu
sinni á kynnisferð hér norður-
frá.
Héðan halda þau hjón suður á
bóginn aftur og svo vestur á
Kyrrahafsströnd til frekari
kynningar á landi og lýð. Jón
býst við að halda heim aftur í
haust, ásamt fjölskyldu sinni.
Hjónavígslur framkvæmdar
af séra Valdimar J. Eylands —
10. ágúst:
Frederick P. Thomas og Alex-
andra Hermannson, bæði til
heimilis í Winnipeg.
Ralph Uriah Roszell frá Dauph-
in, Man., og Elizabet Sólrún Ey-
ford frá Winnipeg. Hjónavígsl-
an fór fram að 1007 Ashburn St.
Raymond B. Vopni og Guðrún
Gíslína Hallson, bæði til heimilis
í Winnipeg.
11. ágúst:
Sverre Martin Roed,- Winni-
peg, og Sigurlín Hólmfríður
Daníélson frá Gimli.
17. ágúst:
William David Sutcliffe, Win-
nipeg, og Guðrún Jónasína How -
srdson frá Clarkleigh.
20. ágúst:
Gísli Byron Hallson, Winni-
peg, Man., og Florence Evelyn
Kowalsky, St. James, Man.
♦
Þann 15. ágúst voru gefin sam-
an í hjónaband, í kirkju Bræðra
safnaðar í Riverton, Man., Dr.
Sveinbjörn Stefán Björnsson,
Adhern, Man., og Helga Norma
Sigurðsson, Riverton. Við gift-
inguna aðistoðuðu Miss Laura
Thorvaldson, og Stefán Sigurðs-
son, bróðir brúðarinnar. Brúð-
guminn er sonur Dr. og Mrs. S.
E. Björnsson; er Dr. Björnsson
nú læknir í Ashern. Mun brúð-
guminn hefja þar læknisstörf í
félagi við föður sinn. Brúðurin
er dóttir Mr. og Mrs. S. V. Sig-
urðsson í Riverton Mannfjöldi
var viðstaddur giftinguna J
kirkjunni, einnig á heimili for-
eldra brúðarinnar, þar sem veg-
leg veizla var haldin. Við gift-
inguna söng Mr. Normann Fjeld-
sted, en Mrs. S. A. Sigurðsson
lék á bljóðfærið. Séra Sigurður
Ólafsson gifti, í fjærveru sókn-
arprestsins.
+
Gefið í byggingarsjóð
Bandalags Lúterskra Kvenna—
Frá Winnipeg: Mr. S. Thor-
kelsson. $50.00; Dr. og Mrs. Á-
gúst Blöndal, $10.00; Mr. og Mrs.
Earl Helgason, $10.00; Mr. og
Mrs. B. Guttormson, $10.00; Miss
Vala Jónasson, $10.00; Mr. og
Mrs. O. B. Olsen, $8.00; Mr. og
Mrs. J. P. Markússon, $5.00; Mr.
og Mrs. P. J. Sivertson, $5.00;
Mr. og Mrs. Roy Armstrong,
$5.00; Mrs. C. Lillington, $5.00;
NÝJAR BÆKUR
IJver annari betri, spennandi, skemtileqar, fróðlegar.
Lýðveldishátíðin, 1944, 300—400 myndir.
bls. óbundin í bandi
Fróðleg bók 496 Æfisaga Bjarna Pálssonar, Sveinn $20.50
Pálsson 115 • 3.50 4.50
Undur veraldar, prýðileg bók Lausagrjót (saga), Knútur 664 10.50 14.50
Arngrímsson Minningar frá Möðruvöllum, 170 3.50 4.50
Br. Sveinsson. Margar myndir Blaðamannabókin, Vilhj. S. 290 6.75 8.50
Vilhjiálmsson. Ágæt bók Saga alþýðufræðslunnar, G. M. 320 7.75 9.25
Magnús. Góð bók 1 Rauðárdalnum, I.. II., J. M. .320 2.25 3.75
Bjarnason Svífðu seglurn þöndum, J. J. E. 482 7.00 9.50
Kúld 156 2.50 3.50
Á valdi hafsins, J. J. E. Kúld 149 4.50
Um heljarslóð, J. J. E. Kúld Frá Japan til Kína, 126 3.75
Stgr. Matthíasson Heiman eg fór (vasalesbók). 120 1.75 2.75
Góð bók 285 3.50 4.50
Snót, I.—II. 520 9.75
Fósturlandsins freyja 189 9.00
Ljóð, eftir “Ómar unga”. Góð bók 100 2.00 2.75
tslenzk-ensk orðabók. G. T. Zoega 627 7.25
Vasasöngbókin, 300 söngtextar Eldur í Kaupinlhöfn, 238 1.60
H. K. Laxness. Ágæt saga 207 9.25 10.25
Innan sviga, saga, H. Stefánsson 167 3.00 4.00
Tímarit. Mál og Menning. I., II., III. 298 4.50 5.50
Alþingishátíðin 1930, 300 myndir Skrúðsbóndinn, (leikrit) 386 18.50 23.00
Björgvin Guðmundsson Húsfreyjan á Bessastöðum, 116 2.75
Finnur Sigmundsson 264 5.75 7.00
Kviðlingar K.N. (skrautband) 312 15.85
BJÖRNSSON’S BOOK STORE
702 Sargent Ave., Winnipeg
Mr. Gunnar Thorlakson, $2.00.
Meðtekið með innilegu þakk-
læti.
Clara Finnsson,
505 Beverley St.
♦
Mr. J. Th. Bíldfell frá Foam
Lake íkom til bæjarins í vikunni
með nautgripi til sölu, er seld-
ust prýðisvel hér á Winnipeg
markaðinum. Hann sagði korn-
sprettu í sinni byggð ágæta,
Sláttur á ökrum er að byrja þar
vestra.
♦
Hr. Þorvarður Jónsson (John-
son), sem heima á að 700 Mc-
Michen Street í Winnipeg, ligg-
ur veikur á Almenna sjúkrahúsi
bæjarins, og þar geta kunningj-
ar ihans og landar stytt honum
stundir með því að líta inn til
hans.
■f
VANTAR—
íslenzka vinnulkonu út á landi,
þrír í heimili, engin börn, power
þvottavél; $30.00 á mánuði—
sími 31-21.
Mrs. S. B. Gunnlaugson,
Baldur, Man. P.O. 62.
-f
Mr. og Mrs. Downey og Dr.
Eymundson frá San Francisco
komu til borgarinnar í fyrri viku
og hafa dvalið hér í bænum og
í kynnisför til Pemibina, þar sem
æsikustöðvar Dr. Eymundsonar
eru, nokkra daga. Mrs. Downey
er frá Winnipeg, dóttir Sigurðar
heit. Andersonar, sem allir eldri
íslendingar í Winnipeg muna
vel eftir.
Til þess að fagna þessum góðu
gestum og gefa þeim kost á að
kynnast Winnipeg fólki. stofn-
aði Mrs. Guðmunds (Louise
Ottenson) kunningjakona gest-
anna til gestaboðs að 259 Spence
Street, hinu forna heimili séra
Friðriks J. Bergmanns, þar sem
gestir nutu gleði og höfðinglegra
heimboða svo oft áður. Boð
þetta var stórmyndarlegt. Mesti
fjöldi gesta og veitingar rík-
mannlegar. Einsöngva sungu frú
Thorvalcíson óg frú Pearl John-
son, en frú Matthíasson spilaði
undir á píanó.
Boð þetta fór í alla staði ágæt-
lega fram. Aðkomugestirnir
voru ánægðir; gestgjafinn til
sóma bæði sér og öðrum, og Win-
nipeg gestir alir glaðir og í góðu
Skapi.
BÓKASAFN “F R Ó N S”
Lestrarfélag “Fróns” verður opnað til afnota þann 4. septem-
ber næstkomandi (miðvikudag), klukkan 7—8.30 að kvöldi. Á
sunnudögum verður safnið opið frá klukkan 10—12 á hádegi.
Margar nýjar og góðar bækur eru nú komnar til viðbótar í
safnið. Bækur hver annari betri, og skemtilegri. Fer hér á eftir
listi yfir nýju bækurnar, og eru meðlimir lestrarfélagsins beðnir
að klippa þenna lista úr blaðinu og setja í bókalista sinn, því númer
bckanna eru með á þessum lista.
B. 265—Hugsað heim, Rannveig Smith.
B. 266—Strandakirkja, Elinb. Lárusdóttir.
B. 267—Fjallið og draumurinn, O. J. Sigurðsson.
B. 268—Blítt lætur veröldin, G. G. Hagalín.
B. 269—Móðir Island, G. G. Hagalín.
B 270—Eldur í Kaupinhöfn, H. K. Laxness.
B. 271—Um 'heljarslóð, J. J. E. Kúld.
B. 272—í Rauðárdalnum, J. M. Bjarnason, I.
B. 273—í Rauðárdalnum, J. M. Bjarnason, II.
B. 274—Á valdi hafsins, J. J. E. Kúld.
3. 275—Heiman eg fór,
B. 276—Lausagrjót, Knútur Arngrímsson
B. 277—Innan sviga, Halldór Stefánsson.
A. 277—Huganir, Guðm. Finnbogason.
A. 278—Áfangar I., Sig. Nordal.
A. 279—Björninn úr Bjarmalandi, Þ.Þ.Þ.
A. 280—Saga ísl. í Vesturheimi, Þ.Þ.Þ., II.
A. 281—Austantórur, Jón Pálsson.
A. 282—Lýðveldishátíðin, 1944.
A. 283—Blaðamannabókin, V. S. Vilhjálmsson.
A. 284—Húsfreyjan á Bessastöðum, F. Sigmundsson
A. 285—Saga alþýðufræðslunnar, G. M. Magnús.
A. 286—Minningar 'frá Möðruvöllum, B. Sveinsson.
A. 287—Undur veraldar. •
A. 288—íslenzkar jurtir, Askell Löve.
D. 33-—Skrúðsbóndinn, B. Guðmundsson.
E. 54—Æfisaga Bjarna Pálssonar, S. Pálsson.
F 16—Nýr heimur, W. L. Willkie.
F. 17—Ferðasögur frá ýmsum löndum.
F. 18—Ferðahugleiðingar, I.—S. Thorkelsson.
F 19—Ferðahugleiðingar, II.—S. Thorkelsson.
F. 20—Ferðabók Dufferins lávarðar.
F. 21—Frá Japan til Kína, Steingr. Matthíasson.
1 42—Tólf norsk æfintýri, Teódóra Thoroddsen.
J. 43—Islenzkar þjóðsögur og æfintýri.
L. 174—Mál og menning, 1945.
FRÓNSNEFNDIN.
VEITID ATHYGLI!
Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með á-
mintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir síðast-
liðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það og engu
síður nauðsynlegt, í því falli að skipt sé um eigendur
hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér
sé gert aðvart um slíkar breytingar.
Virðingarfylst,
ÁRNI G. EGGERTSON, K.C.
209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage and Garry St.
Winnipeg, Manitoba