Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 A \>°^ -cM^ A Complete Cleaning Institution PHONE 21 374 \o éMr' ^ tttU f \3^ * A Complete Cleaning Institution 59. ARGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946 NÚMER 38 FRÉfTIR KANADA. Stúdentum sem útskrifast úr háskólum í Kanada hefir fjölgað um meir en helming síðan árið 1942. Þó að Prince Edward Eyjan sé minsta fylkið í Kanada sam- bandinu og fólfæsta, þá er það betur byggt en nokkurt annað fylki. Á Prince Edward búa 43 menn á hverri fermílu. 1 Onta- rio búa 10 menn á hverri fer- mílu, og 6 í Quebec. Á milli 7000 og 8500 einka- leyfi til uppfyndingamatnna eru árilega veitt í Kanada. Ian Alistair Mackenzie, her- manna ráðherra, hefir gefið skýrslu um þá af Kanadaher- mönnum sem ílendast ætla ser í Evrópu, og segir svo í henni, að um það leyti að allir hermenn Kanada séu heimfluttir, að þá verði það um 7000 sem vanti í hópinn, sökum þess að þeir hafi valið sér framtíðar heimili á Bretlandi, eða í norðvestur Evr- ópu. Eftir fyrra stríðið voru það um 20,000 sem það gerðu. Þeir giftust í Evrópu, og konur þeirra vildu ekki vestur fara. Svo Kan- adahermennirnir eru hættir að Kalla England Móðurlandið. Þeir kalla það nú land tengda- mæðranna. Nítjánda ársskýrsla Canadian Packers hefir borizt oss í hend- ur og hefir hún ýmislegan fróð- leik að færa: Sala þess félags nam $208,- 997,520 á verzlunarárinu liðna, og er það 8.5% minna ená árinu 1945. Félagið höndlaði 1,526,000,000 pund af sláturvöru, og er það 10.1% minna en á árinu 1945. Hagnaður félagsins á árinu, eft- ir að skattar og fyrningar voru frá dregnar, en ekki imnanhúss og áhalda fyrningar, var $1,816,- 781 og er það 24% minna en sá hagnaður var árið 1945, og aðeins 0.87 % á verzlunarveltu félagsins. Útistandandi skuldabréf Can- ada Packers Ltd. -nema 400,000 í forgangsbréfum, og 80,000 al- mennum hlutabréfum, og nam arðsborgunin á þeim upp og of- an 4-51 á hvern hlut. Kostnaðurinn í sambandi við hina stórkostlegu verzlun fél- agsins skiftist þamnig: Til fram- leiðenda hefir gengið 81.33 cent. Til vinnufólks 8.06 cents. í kostn- að 4.13 cents. Til umbúðakaupa 3.76c; skattar 1.48c; að mæta fyrningum .40; til hagnaðar ,87c af hverjum dollar- Eftirtektarverð bending til allra bænda í Kanada er gefin í þessari skýrslu, og hún er sú, að framtíðar landbúnaðar fram- leiðslan, það er aðal útflutnings landbúnaðarvörur, verði að verða hveiti og svínakjöt, en ekki nautakjöt, sökum þess að Kanada geti ekki keppt við sum- ar aðrar þjóðir að því er naut- gripariæktina snertir," en benda á að Kanadamenn hafi náð áliti og festu með svínakjöts fram- leiðslu og svínakjöts markað á Bretlandi, en þar segja þeir er aðal heimsmarkaður fyrir þá vöru. Forstjórar Canada Packers Limited skora fastlega á alla bændur að taka þessi mál til al- varlegrar íhugunar og segja líka hiklaust, “Það verður altaf markaður fyrir Kanadiskt hveiti, og Kanadiskts svínakjöt. * * * í vikunni sem leið tilkynti menntamálaráðherra Manitoba- fylkis og forseti háskólans í Manitoba, nöfn þeirra nemenda er námsfé (scholarship) höfðu unnið vik lokapróf í miðskólum fylkisins s. 1. sumar, og eru nokkrir Islendingar á meðal þeirra, sem sýnir að enn hafa ekki námshæfileikar Islendinga drukknað í umstangi og ákafa nútímans. Nöfn þeirra Islendinga sem vér höfum orðið varir við, eru: Grace L. K. Hjaltason, Glenboro; Ólöf J. Magnússon, Baldur; Ell- en Sigurðsson, Gimli, og V. Stef- ánsson, Oak View og Ásta J. Ásmundsson. Námsféð nem- ur $325.00, og er endurnýjanlegt í fyrsta ári háskólans, ef þetta efnilega námsfólk sækir þar fram í fyrstu röð, eins og það hefir gjört í miðskólumum. Enginn íslenzkur ftemandi frá Winnipeg, var í tölu þeirra er slíka viður- kenningu hlutu við ofangreind próf. Eru Winnipeg íslendingar að úrkynjast andlega? Námsfé þetta er veitt af menta- máladeild Manitobafylkis, $250 fyrir hvern sigurvegara í sveit- um fylkisins, en háskólinn veitir $75.00, í allt $325.00. Til nemendanna sem í bænum Winnipeg búa, nemur námsféð $135.00, $100.00 frá fvlkinu og $35.00 frá háskólanum. * * * Það er eki neitt sérstakt við það þó bílar renni sjálfkrafa ofammóti. En þegar þeir fara til þess uppímóti — þegar þeir renna sjálfkrafa upp brattar brekkur, og auka hraðan eftir því sem ofar í brekkuna kemur þá fer að vandast málið. En þetta á sér þó stað rétt hér í okkar egin landi Kanada. Sex mílur frá Moncton í New Brunswick er enmitt slik hæð. Þú keyrir bílinn upp að hæðinni og stoppar hann þar. Setur hann aftur á stað upp í brekkuna og tekur svo hreyfiaflið af bílnum og hann heldur áfram upp brekk- una og eykur hraða sinn unz hann er kominn upp á brún, og þó þú reynir að láta bílinn renna ofan sömu leiðina aftur, án þess að setja hann í “gear”, þá er þess enginn kostur. Ystæðan líklega sú að mikið af málnni er í hæðinni, og að segulaflið er nógu sterkt til að draga hílana upp. Hæð þessi heitir sigulaftshæðin. -♦■4-4- NOREGUR. Norðmenn vonast eftir að auka kolatekju sína á Spitzbergen um 600% á komandi ári. Þeir eru búnir að bæta skaða þann, sem varð Iþar á stríðsárunum og nam 34 milljón krónum. Endunbóta starf það hófst löngu áður en stríðinu lauk, svo þegar Norð- menn réðu sér aftur sjálfir, voru menn sendir tafarlaust til Eyj- uhnar, og öll tæki til endurreisn- ar. Auk þess að endurnýja vél- arnar sem nauðsynlegar voru til kolatekjunnar, voru hús bygð handa 800 manns þar á eynni og er vonast eftir að 50,000 tonn af kolum verði þar úr jörðu tekin á þessu ári, og er það eina kola von NorðmEmna. Hr. Helmar Reksten, formaður Spitzbergen kolafélagsins spáir að kola fram- leiðsla Norðmanna á Spitzbergen nemi 300,000 tonnum, og ef að verkamenn eru fáanlegir, og ís- brjótur getur haldið sundinu opnu, þá muni framleiðslan nema 800,000 tonna. 4- Háskólinn í Noregi opnaður. 2. þ. m. var háskólinn í Osló settur. Torgið um kring skólann var alskipað, er forseti háskól- ans, dr. Louis Mohr, bauð 2700 nýsveina velkomna til skólans. Húsrúm skólans er enn af skorn- um skamti, þó úr hafi bæzt nokk- uð síðan í fyrra. Um 300 norskir stúdentar stunda nám við há- skóla í Bandaríkjunum. Iðnaðar kór Noregs kom til Ameríku með Stafangerfjörð, 4. þ. m., og hefir ákveðið að syngja í stórborgum austur- og mið- fylkja Bandaríkjanna. í kórn- um eru sjötíu rnenn, þeir allra sönghæfustu sem völ var á, en alls heyra honum til 150 manns. Kór þessi er hundrað ára gamall, var stofnaður af Jóhann Gott- fried Conradi árið 1845. Nor- mannsforbundet stendur fyrir komu kórsins til Ameríku. 4- Raforkuver mikið eru Norð- menn að byggja í Hallingdaln- um, sem þeir nefna Holorkuver- ið. Er það stórhuga fyrirtæki sem 900 menn vinna nú við bæði nótt og dag, og er búist við tveim- ur einingum þess verði lokið 1948 og þá verði hægt að bæta 80,000 kw. við rafneyslu Osló- borgar, og með þvá verði bætt úr öllum framtiðar raforku skorti borgarinnar. Þetta Hol raforkuver Norð- manna er stórkostulegt mann- virki. Öllum ám og vötnum á 743 ferkílómetrum hefir verið veitt saman á eina miðstöð, og verða þar samankomin 763 milj- ónir teningsfeta af hvíta kolum. Til þess að framkvæma þetta verk, hefir orðið að tengja sam- an ár og vötn, með skurðum, holræsum í gegnum hæðir og fjöll; hlaða stíflur, ein þeirra, Stovelsvanns stíflan í Halling- dalnum, er 2500 fet á lengd og sjötíu fet á hæð, og er hún ein af níu stíflum sem í þeim dal hafa verið gjörðar. En úr aðal vatnsgeiminum er vatnið leitt í geysi stórum göngum, sem sprengd hafa verið í gegnum heil fjöll, og er svo leitt til verkstæð- anna í stórum vatnspípum ofan 1200 feta háa fjallshlíð. Ellefu ættjarðarvinir norskir drepnir með bateflum. Nýlega voru börn að leika sér í Kirkjunesi í Norður Noregi, nálægt landamærum Rússlands, og fundu þá margar svo til ný- grafnar grafir. Þegar farið var að rannsaka grafimar, kom í ljós að þana voru grafnir 11 menn, og er nú eftir nákvæma rannsókn hægt að segja hvað fyrir kom á sambandi við þá. Allir þessir menn voru ætt- jarðarvinir frá Vardo Berlevaag og Kirkjunesi, sem voru dæmd- ir til dauða af herrétti þjóð- verja í ágúfet 1943. Eftir að dauðadómurinn var kveðinn upp var hverjum þessum Norðmanni fengin skófla og farið með þá á aftökustaðinn og þeim sagt að taka grafir sínar. En á meðan að þeir voru að því, atyrtu her- mennirnir sem yfir þeim stóðu með byssur sínar hlaðnar, þá og spottuðu. Einn af Norðmönnun- um sá sér færi á foringja her- mannanna þýzku og sló hann rothögg með skóflu sinni. Var pá bannað að skjóta norðmenn- ina, en ístað þess voru þeir barð- ir til dauða með bareflum og hvert bein þeirra brotið. Norðmenn hafa ritað Tryggva Lie bréf og kvartað undan kröf- um þeim sem aðalnéfnd þjóð- bandalagsins hefir gert á hend- ur þeim um peninga framlag til starfrækslu Þjóðbandalagsins; segja að hún sé langt fram yfir gjaldþol þjóðarinnar sem stend- ur. Lögreglan í Noregi er hugsjúk út af iþví að meira en helmingur allra glæpa, sem framdir eru í Osló, eru framdir af fólki innan 25 ára. »-4-4- ENGLAND. Ný auðlegð í Mó. — Á stríðs- árunum þegar Bretar voru að leita eftir vissri vaxtegund sem fáanleg var aðeins frá Þýzka- landi, þá urðu þeir þess varir að hana var að finna og fá í mólög- um á Englandi, og af mónum er allmikið að finna í jörð víðsvegar þar j landi. Mórinn gefur 3% til 12% af hörðu vaxi, og er það talinn merkilegur og mikill feng- ur, því auk þess að láta í té þess- ar vaxtegundir er mórinn not- hæfur til að stoppa á milli þilj a í húsum, og til eldsneytis, hvort heldur menn vilja brenna hann mulinn, eða vélpressaðann. 4- •hér eftir verður mjólk gefin, án endurgjalds öllum börnum sem á skóla ganga í Englandi, á skotlandi og í Wales. Fram að þessum tíma hafa 72% af börn- um sem á skóla ganga á Eng- landi og í Wales, drukkið mjólk á skólunum, en 64% á Skotlandi. Hvert barn á Englandi og í Wales hefir fengið 1/3 úr potti á dag, og 14% af börnum á Skotlandi fá 2/3 úr potti á dag. Þetta er gjört til að auka mjólkurneyzlu barna yfirleitt. 4 Plœgt með Radur. Nýmæli má það kalla að sjá traktora bruna fram og aftur um akra manna og plægja, herfa og sá, en það er einmitt það sem farið er að gjöra á Suður Eng- landi, og hefir tilraun sú sem gjörð var þar í haust heppnast ágætlega. 1 homi á akrinum stóð vagn með orku-aflinu. En á traktorinn voru sett móttöku- tæki, hin svo nefndu “Queen Bee” tæki. Traktorinn svo settur í réttar stellingar og honum hleypt á stað. og hann hélt sitt stryk mannlaus, með tíu strengja plóg aftaní sér Hann hélt beint stryk til enda akursins, snéri svo við og kom til baka, þegar og þar sem honum var sagt. Ef, eða þegar þessi plæginga aðferð verður almenn, er um ó- ^egjanlegann vinnuBparnað að ræða, því ein maður sem kann, getur stjórnað sex traktorum í senn. 4- Óþurkar miklir hafa verið á Englandi undanfarandi — síðast liðinn ágúst sá vætumesti sem •komið hefir þar í 22 ár, og sú vætutíð hefir haldið áfram þá3 sem af er þessum mánuði. Korn- ið er orðið mikið skemt á ökr- unum, og kartöflur og garð á- vextir liggja undir stór skemd- um. ' Mál verkamannafélaga á Eng- landi hafa látið til sín taka að urídanförnu. Auk verkfalla sem alltaf hafa staðið yfir öðru hverju 1 sumar, eru það nú tvö verkamannafélög sem sækjast á. Hið svonefnda óháða verka- mannafélaga samband, og hið volduga Trade Union Congress, sem er aðal bakhjallur verka- manna-stjórnarinnar á Bret- landi, og ásteitingar steinninn á milli félaganna er hið svonefnda “closed-shop” sem hinn voldugi Trade Union Congress félags- skapur hefir ráðið, og ræður enn yfir, en hefir þó ekki enn náð að hertaka landið allt. 2. þ. m. gjörði Transport and General Works félagið sem Ern- est Bevin stofnaði árið 1922 verk- falll, eða þó réttara sagt, kjöt- söludeild þess félags, sem telur 3,000 félaga, samkvæmt skipun frá T.G.W.U. félaginu og kröfð- ust þessa sérstaka verkafélags réttinda, sem sé, að ráða yfir vinnuréttindum allra þeirra sem að þeirri atvinnugrein unnu í umdæmi deildarinnar. Afleið- ingarnar af þessu verkfalli voru, að 386 menn, sem að bókhaldi og afhendingu unnu í kjötbúðunum, neituðu að taka þátt í verkfall- inu, og mjög mikið af kjöti sem átti að fara á Lundúna markað- inn skemdist, sem æsti almenn- ingsálitið svo að verkfallsmenn þorðu ekki að halda verkfallinu áfram og tóku til vinnu aftur. Aftur fór Transport and Gen- eral Workers félagið á stúfana, og kröfðust þess að London Pas- senger and Transfer Board við- urkendi closed-shop kröfuna í sambandi við allar iðnaðar- greinar er stæðu í sambandi við starfssvið þeirra. Ráðið þorði ekki annað en hlýða — treysti ekki að eiga á hættu verkfall á öllum fartækj- um ofanjarðar og neðan í borg- inni. Utaf þessu hafa all ítarlegar umræður staðið um það hvað sé orðið af heildarrétti þjóðarinnar. Um hann fórst blaðinu London Economist þannig orð: “Að veita sérstökum félögum rétt til að leggja viðjar á borgara landsins og gjöra það með opnum aug- um og í birtu dagsins, væri upp- haf að endir einstaklings frels- isins.” 4- Undanfarandi hefir ofsa veður gengið á Englandi, sem hefir valdið miklu eignatjóni og 13 manns hafa látið lífið. 4- 4- BÚLGARIA. Kosningar fóru þar nýlega fnam og snérust að miklu leyti um það hvort Búlgaría skyldi halda áfram að vera konungs- ríki, eða gjörast lýðveldi. At- kvæðin féllu þannig: Með lýð- veldisstofnun 4,103,000 atkvæði; með konungsstjórn 179,275 at- kvæði. Lýðveldissinnar létu ekki á sér standa að mynda nýja lýð- veldisstjórn og tilkynna hinum 9 ára gamla konungi, Semeon, að honum væri hollast að halda sem fyrst til afa síns Victor Em- manuel, fyrrum konungs á ít- alíu, sem nú er útlagi í Egypta- landi. Drengurinn og móðir hans tóku það ráð. 4-4-4- TÉKKÓ-SLÓV AKtA. Upp til 1. ágúst s.l. hafa 1,096,973 stórtonn af vörum ver- ið send til Tékkó-Slóvakíu, af alslags verikfærum, vörum, með- ölum, og lifandi peningi, sem á- ætlað er að sé $222,414,000.00 virði, auk þess hefir verið á- íveðið að senda þangað $270,- 000,000 virði í desember, svo árs- tillag UNNRA til Tékka verður :,414,000.00. 4-4 4- Færeyingar samþykkja að segja skilið við Danmörku Á þingi Færeyinga í gær var samþykt að segja sambandinu við Danmörku slitið. Uppá- stungan um sambandsslitin var samþykt með 12 atkvæðum gegn 11. Danir sendu nefnd tafar- laust á fumd Færeyinga. 4 4 4 SPURNINGUM SVARAÐ 17. september síðastl. lagði fréttaritari blaðsins London Sun- day Times spurningar fyrir Jósef Stalin, forsætiáráðherra Rúss- lands. Stalin svaraði þeim spurn- ingum á þriðjudaginn var. Hér fara á eftir sum svörin. “Eg er sannfærður um, að það sé auðvelt að koma vingjarnlegri samvinnu á milli Rússa og lýð- ræðislandanna vestrænu í langa tíð.” “Rússum dettur ekki í hug að nota Þýzkaland sem vopn til fulltingis sovietiskum hagsmun- úm í Vestur-Evrópu. “Hermenn Bandaríkjanna eiga að fara burt úr Kína.” “Eg held, að ráðandi valds* menn Breta og Bandaríkjamanna gætu ekki einangrað Rússa fjár- málalega, þó að þeir hefðu hug á því, sem eg er ekki kominn til að segja að þeir hafi.” Stalin lét í ljósi að nánari stjórnmálasamvinna og verzlun mundi treysta vináttuna á milli Rússa og Breta. “Eg get ekki séð að hætta sé á nýju stríði,” svaraði Stalin, þeg- ar frétaritarinn lagði spuming- una, um óhug sem vakað hefir í huga allra upp á síðkastið, fyrir hann. “Eg get eki séð að atom- sprengjan sé eins ægileg og sumir stjórnmálamenn vilja halda,” sagði Stalin. “Sprengja sú er notuð til að hræða með huglítið fólk. En hún getur aldrei ráðið orustu úrslitum.” * Fréttaritarinn spurði hvort Stalin áliti einkaréttindi á sprengju þeirri aðal stríðshættu. “Viss sérréttindi á leyndar- dómum þessarar sprengju auka stríðshættuina,” svaraði Stalin. ‘“En gegn þeim sérréttindum eru að minsta kosti tvær vamir. Sér- þekkingin á atom-sprengjunni og sérréttindi í sambandi við hana getur ekki varað lengi og svo verður notkun hennar bönn- uð.” Síðasta spurning fréttaritarans var: “Álítur þú, að eftir því sem Soviet-stefnan breiðist víðar út, að friðar tækifærin á milli kommúnismans og vestrænu þjóðanna fari þverrandi? Getur kommúnista fyrirkomulagið not- ið sín í einu landi aðeins? Svar Stalins við fyrrl spurn- ingunni: “Það er svo'ilangt frá því að eg efist um að vinsamleg samvinna þverri. Hún getur vel þroskast.” Svar við síðari spurningunni: “Kommúnista fyrirkomulagið getur þrifist í einu landi. Sér- staklega í landi eins og Rúss- landi.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.