Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 4
 J LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946 -----------Hogberg--------------------- G«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritstíórana: EDITOR LÖGBERG 195 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Rifcstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Logberg-” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as fjécond Class Mail, Post Offioe Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Heimskringla sextug í gær varð vikublaðið Heimskringla sextíu ára. Fyrsta tÖlublað þess er dag- sett 25. september, 1886. Þá var Winni- peg smábær. Þá voru íslendingar að nema land og hefja bygð í Vestur- Kanada og menningarlíf þeirra að byrja í landi Leifs heppna, og síðan hefir blað- ið verið einn þáttur í menningarviðleitni íslendinga í þessu landi. Um sextíu ára lífsferil blaðsins mætti segja óendanlega margt, og það eru ein- mitt tímamót eins og hér um ræðir, sem slíkt á að segjast. En að fara út í þá sálma yrði of langt mál í þessum fáu orðum. Nóg að segja, að Heimskringla hefði ekki lifað fram á þennan dag, ef ekki hefði verið að ræða um verkefni á meðal Vestur-íslendinga, og ekki held- ur nokkurt annað blað. Oss er ijúft, við þessi tímamót á æfileið .blaðsins, að þakka það alt, sem vel hefir verið unnið í þarfir þjóðþrifa og þjóðmenningar á meðal íslendinga og óska blaðinu og að- standendum þess til allra heilla og ham- ingju með það verk í framtíðinni. Góð samkoma Samkoma sú, sem Jóns Sigurðsson- ar félagið hélt í Fyrstu lútersku kirkj- unni á föstudagskveldið var prýðileg að öllu leyti. Aðsóknin var góð og skemti- skráin óvanalega vel af hendi leyst, enda var þar um að ræða valið lið. Ensku konurnar, sem léku á strengja- hljóðfærin og Mrs. Katherine Wallace, sem lék undir með þeim á píanó, leystu verkefni sín af hendi til ánægju öllum viðstöddum. Ræðumennirnir, H. A. Bergman, dómari, sem gjörði kunnan aðalræðu- manninn, Dr. A. W. Trueman, forseta Manitoba-háskólans, leysti sitt verk- efni af hendi með sókndjarfri orðfimi og hnittnum gamanyrðum, sem sá maður getur brugðið fyrir sig þegar honum býður svo við að horfa. Ræða Dr. Truemajis um músík, var bæði skemtileg og uppbyggileg. Maður sá er ekki aðeins ræðumaður, heldur er látbragð hans og framkoma svo geð- þekk og prúð að orð hans ná þessvegna frekar til eyrna manna en ella, og hugs- anir hans til heila og hjarta áheyrend- anna. í þetta sinn benti hvert hans orð inn á lönd fegurðarinnar, og hver hans hugsun inn í hugarheim hins batnandi manns. Pearl Johnson söng vel Suðureyja- söngvana, eins og maður á að venjast frá hennar hendi, en þó bezt “Drauma- landið”, og er ekki ólíklegt að hljómur og grunnur draumalandsins liggi nær hjarta hennar, en söngvarnir um hinar forn-norrænu bygðir Suðureyjanna. Snjólaug Sigurðsson spilaði undir með söng Mrs. Johnson, á píanó. Síðust á skemtiskránni var ungfrú Agnes Sigurðsson, sem lék fimm lög á píanó. Eg gæti hugsað að fólk færi að brosa, ef eg réðist í að ritdæma listræni og listtækni þeirrar yngismeyjar. En eg hefi verið staddur þar sem fegurð láðs-, lofts og lagar hefir dáleitt. mig, og töfravald náttúrunnar leikið um sál mína, og þegar að töfrar slaghörpunnar megna að flytja mann inn á álíka lönd hljómlistarinnar, þá veit eg að vel er leikið. — En það er einmitt það sem Agnes gjörir með hinni máttugu list sinni — það er einmitt það sem þær gjöra báðar, þessar frændsystur, hún Agnes og hún Snjólaug Stjórn samkomunnar hafði forseti Jóns Sigurðssonar deildarinnar á hendi, frú Flora Benson, og fórst það ágæt- lega vel. Samkoma þessi var öllum hlutað- eigendum til sóma og öllum, sem sóttu hana’til uppbyggingar. —J.J. B. 1 aftur elding Fundur einn eftirtektaverður hefir staðið yfir í Geneva í Sviss undanfar- andi. Þar voru mættir áhrifamestu andans menn frá Frakklandi, ítalíu, Ungverjalandi, Þýzkalandi, Sviss og Bretlandi. Þetta var engin konungleg valdanefnd, heldur sjálfboðanefnd, sem saman var komin að undirlagi Marcel Raymonds prófessors í Geneva og söng- fræðingsins Ernst-Alexandre í Sviss, og viðfangsefni þessara manna var að reyna að kveikja aftur á menningar- ljósum þeim, sem Gray lávarður sagði að slökkt hefði verið í fyrra heimsstríð- inu. Eins og gefur að skilja, þá reyndu þessir umboðsmenn andans ekki til að leggja friðargrundvöll eða semja friðar- sáttmála í vanalegum skilningi, en þeir ræddu þó um yfirsjónir manna í liðinni tíð, og hvernig að mögulegt væri að treysta hið andlega líf Evrópuþjóðanna. Hér fylgja skoðanir sumra þeirra. Skáldið Stephen Spender frá Eng- landi: “Auðnin um þvera E)vrópu aðskil- ur ekki sigurvegarana frá þeim sigruðu, heldur löndin eyðilögðu frá þeim óeyddu og auðugu. Látum oss koma í veginn fyrir, að annar af þeim aðilum sökkvi sér niður í að vorkenna sjálfum sér, og andúð, en hinn í sjálfsréttlæting og ótta niðurlægingarinnar.” George Bernanos rithöfundur: “Sá eini sannveruleiki, sem til er í Evrópu í dag er svarti markaðurinn. Menningin er orðin að handa menning, biðjandi handa, handa, sem taka, stela, í stað menningar andans. Vélarnar eru slíkar hendur. Atom-sprengjan er ein slík hönd, sem búin hefir verið til, til að sundra heiminum. Hvernig stendur á að við höfum eignast sprengju, sem eyðileggur heila borg á einni mínútu, en enga vél, sem getur bygt hana upp á sama tíma? Vélar geta aldrei bjargað heiminum, né heldur alþýðu vinsældir. Það eru aðeins frjálsir menn, sem það geta.” George Lucs frá Ungverjalandi tók aftur og aftur fram þá skoðun sína að einstaklingsrétturinn yrði að lúta rétti heildarinnar, sérstaklega væri það nauðsynlegt fyrir andans menn þjóð- anna. Karl Jaspers, Sviss: “Þegar við fram- kvæmum, þá verðum við að láta stjórn- ast af siðferðilegri vissu, en ekki af þeirri ímyndan, að við höfum höndlað sögulega leyndardóma.” Þetta er í fyrsta sinni að umboðs- menn sigurvegaranna og þeirra sigruðu mætast á sameiginlegum grundvelli til að ræða málin frá sannsögulegu sjón- armiði aðeins, eftir stríðið. Hér eru nokkrar samþyktir, sem þetta menta- og gáfumanna þing hefir samþykt. Þýzka þjóðin í heild er sek um stríðs- upptökin. Að allar Evrópuþjóðirnar séu meðsekar. Viðurkendu skyldu sína í að endurreisa aðal-siðferðisverðleika hinn- ar vestrænu menningar. Mynda varan- leg samtök (congress) andlegra leið- toga í Evrópu. Sagnaritaranum rússneska Eugene Tarle var boðið að taka þátt í þessu þingi, en hann svaraði ekki boðsbréf- inu. Sagnaskáldinu rússneska Ilya Erhenburg var einnig boðið að taka þátt. Hann svaraði: “Hvað viljið þið? Við höfum enga slæpingja í Rússlandi, heldur menn, sem framkvæma. Eg hefi engan áhuga fyrir þingi ykkar . . . Ykkar eina áform er að búa undir ann- að stríð.” Fátækra samlagið Sameiginleg átök til styrktar fá- tækra samlagi Winnipegborgar. Okkur gefst nú tækifæri til að styrkja með fégjöfum stofnanir þær í Winnipeg, er til heilla miða og árlegan styrk þarfnast. Á stríðsárunum lögðum við aðal- áhersluna á sigurlánin, og heimaþarf- irnar sátu að miklu leyti á hakanum. Nú, þegar stríðinu er lokið, þá er okkur öllum ljóst, að ef varanlegur friður á að fást, þá verðum við að leggja rækt við að bæta mannfélagið og sambúð mann- anna. “Í húsi mínu rúmaát allir — allir’ Blöðin okkar íslenzku geta að vísu litlu um ráðið þegar til þess kenmr að höndla alþjóða málin, og lítil áhrif á þau haft, eins og nú er ástatt. Samt sem áður geta blöðin ekki látið þau afskiftalaus. Þau hljóta að gera sitt bezta til þess að skýra heimsviðburðina fyrir lesendum sínum og hjálpa þeim til þess að eignast glögga og greinilega hugmynd um þá. Þetta er skylda og köllun allra blaða, hvar í heimi sem þau eru gefin út og á hvaða máli sem þau eru prentuð; enda reyna þau það flest að einhverju leyti. þótt engu þeirra hafi tekizt það eins vel og þeim blöðum, sem Þor- steinn Gíslason stjórnaði. Hann var alveg einstakur maður í sinni röð meðal blaðamanna að því leyti, hversu snildarlega honum tókst það að semja skýrt og skilj- anlegt yfirlit yfir alla alþjóða viðburði í hver árslok auk þess hversu glöggar fréttir hann sagði í blöðum sínum jafnótt og þær gerðust. Hér eftir, enn þá fremur en hingað til, verður það skylda íslenzku blaðanna að skýra ræki lega, sanngjarnlega og skiljan- lega frá öllum alþjóða fréttum, þar sem Island er nú að gerast meðlimur þjóðbandalagsins með fullum réttkidum.------- Nú langar mig til íþess að minn- ast á þær alþjóða fréttimar sem yfirskyggja allar aðrar fréttír á þessum yfirstandandi tímum. Það eru friðarsamningarnir svo kölluðu, sem verið er að skapa. Ekki færri en þrjár eða fjórar fulltrúanefndir sitja á alþjóða þingum viku eftir viku og mán- uð eftir mánuð, og enn sem kom ið er hefir sama sem ekkert gerst. Hvernig stendur á þessu þófi? Hvað veldur því að fulltrúar þjóðanna geta ekki komið sér saman? Það liggur í augum uppi; getur engum sjáandi manni dulizt: stað þess að alþjóða heill sé sá aðal grundvöllur sem bygt sé á, skiftast fulltrúarnir í nokkurs- konar keppiflokka, þar sem hver um sig skarar eldinum að sinni eigin köku eftir fremsta megni, án nokkurrar tilhliðrunar eða nokkurs tillits til annara. Tals- menn Bandamanna — fulltrúar sigurvegaranna í stríðinu, hafa tekið öll ráð í sínar hendur, eins og altaf hefir átt sér stað eftir öll stríð, og ákveðið hegning og sektir svo harðar og háar að hin- ir sigruðu geta svo að segja enga ojörg sér veitt á vissum svæðum um langt skeið. Hinir sigruðu verða að bera þær byrðar, sem á þá eru lagðar: “Sigraðir menn verða að sætta sig við alt,” sagði konungurinn forðum. Frá vissu sjónarmiði er þetta alt réttlátt og sanngjarnt. En það er eitt atriði í þessu sambandi, sem fulltrúar Banda- manna virðast ekki athuga, og iað er þetta: Á meðan hinir sigruðu búa undir langvarandi áhrifum hinna háu sekta og hörðu dóma skapast hatur og í ár þarf a safna í Winni- peg til þessara þarfa $485,- 000. Það er upphæðin, sem að gætnir borgarar þessa bæjar hafa ákveðið að safna þurfi til þess að sjá hinum 28 stofnunum í Win- nipeg farborða á komandi ári — stofnunum, sem ó- umflýjanlegar eru bæjar- félaginu til velferðar. Það eru einstaklingarnir sem mynda félagsheildina, það eru líka einstakling- arnir, sem ráða því hvort að bræður þeirra og systur, sem ver eru sett efnalega, eiga að njóta þekkingar og tækni nútímans þegar þau þurfa á að halda. Það eru hinir göfuglyndu, sem styðja þá sem veikbygðari eru. — Gefið höfðinglega til fátækra samlagsins. hefnigirni í hugum þeirra, sem fyr eða síðar brýzt út í nýjum áriásum þegar þeim vex fiskur um hrygg; friðarsamningarnir verða því í eðli sínu urudirbún ingur undir næsta stríð eins og friðarsamningarnir 1918 — og þannig rekur hvert stríðið ann að, og verður auðvitað hvert öðru ægilegra, eftir því sem auk in vísindi og vaxandi þekking hjálpa til þess að fullkomna öfl og tæki eyðileggingarinnar. Þetta hefir verið lífs- og dauða- saga þjóðanna frá alda öðli fram á vora daga. ísland ræður að vísu litlu um það hvaða breytingar eða ráð- stafanir gerðar séu til þess að friðvænlegar sé að farið í þessum efnum; og því síður höfum við hinir fáu Vestur-íslendingar yfir nokkrum þesskonar áhrifum að ráða. Samt sem áður getum við ekki varist þeim hugsunum að betur mættu þessi friðarmál fara höndum fulltrúanna en raun hef- ir á orðið enn sem komið er. Setjum sem svo að í stað þess að fylgja kenningunni: “Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eins og gert hefir verið og gert er enn, væri breytt um og lög- helguð kenningin sem segir: “Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem yður ofsækja” o. s. frv, Að minsta kosti ætti það ekki að vera stór synd að stinga upp á því að hinar svonefndu kristnu þjóðir féllust á þesskonar breyt- ingar. Ef fulltrúar allra þeirra Banda- manna, sem kristnir kallast hefðu breytt samkvæmt trú sinni og látið athafnir sínar stjórnast af anda og kenningum þess, sem þeir kalla friðarhöfð- ingjann, þá hefðu þeir, að stríð- inu loknu, kallað saman alþjóða fund, þar sem mættir hefði verið jafnt hinir sigruðu sem þeir er sigurinn hlutu. Þar hefðu þeir byrjað á því að gera öll stríð út- læg, afvopna allar þjóðir — ekki einungis hinar sigruðu, heldur allar, og stofna alþjóða lögreglu, sem allar þjóðir stjórnuðu í sam- einingu. “Þetta hefði enga þýðingu haft,” munu sumir segja; “það hefði aldrei fengist samþykt.” En mér er spum: Hverjar þjóð- irnar hefðu verið líklegar ti'l þess að mótmæla því? Að líkindum alls ekki þjóðverjar; þeir voru gersamlega knúsaðir .og máttu sín einskis. Auk þess hefði fram tíð þeirra verið borgið með þessu, og þeir hefðu sloppið við ervið- ustu afleiðingarnar af þessu síð- asta stríði, sem þeir, eða leiðtog- ar þeirra voru valdir að. Ekki er líklegt að Japanir lefðu mótmælt þessu; sú þjóð var einnig með öllu knúsuð og stödd á glötunarbarmi. Þetta hefði skapað henni svo miklu sælli framtíð en nú blasir við henni, að hún hefði tekið því fegins hendi. “Hvernig átti að ætlast til þess að Bandamenn sættust við ‘óvin- ina’ undir eins eftir stríðið?” mundu sumir segja: “óvinimir urðu að úttaka sína hegningu.’’ En því er þar til að svara að lífs- reglur kristninnar þekkja enga hefnd né hegningu: “Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum,” segir þar. Það að tryggja framtíðar frið átti að vera aðal takmark alþjóða nefndanna; að æsa til nýs haturs, að skapa nýja hefnigirni með hörðum refsingum og háum sekt- um er öruggasta ráðið til þess að búa undir næsta stríð. Ef öll vopn í allri mynd í eigu eða umsjá einstakra þjóða eru bönn- uð og (þess gætt með alþjóða lög- reglu að þau séu hvergi búin til, þá er engan að óttast 'lengur. “En þetta er orðið of seint,” segja menn: “Friðarþingin hafa skapað sér vissar reglur ög stefn- ur, sem þau verða að fylgja.” Því má svara þannig, að hafi nefndirnar trúað því í ’upphafi, að sú aðferð sem þær hafa valið, væri sigurvænleg og líkleg til varanlegs friðar, þá ættu þær nú að hafa sannfærst um hið gagn- stæða, og véra fúsar til þess að breyta stefnu sinni: Enda má benda á það í þessu sambandi, að smáþjóðin Cuba hefir lýst því yfir að hún ætli sér að bera fram tillögu þess efnis að úr gildi sé numið neitunarvalds ákvæðið í stefnuskrá þinganna, þar sem ein þjóð (ef hún er stór þjóð) getur ráðið því með sínu eina at- kvæði að tillaga sé feld þótt öll hin atkvæðin séu með henni. Kristna stefnan hefir verið kend í tvö þúsund ár, en hingað til hefir aldrei verið reynt af stjórnarvöldum eða fulltrúum nokkurrar þjóðar að lifa sam- kvæmt henni. I þess stað virðist nútíðarstefnan vera sú að gera sér jafnvel ekki gott af “tönn fyrir tönn,” heldur er nú við- kvæðið: “Augu fyrir auga og tennur fyrir tönn.” Væri breytt um stefnur á þann hátt, sem eg hefi bent á, þá gætu allir tekið saman höndum með drengskapar loforðum um það að öll óvinátta skyldi gleymd, alt hatur og öll heift um garð gengin. Að því búnu skyldi stofnuð ein alþjóða stjórn — yfirstjórn, líkt og samlbandsstjórn Banda- ríkjanna eða Canada, en hvert ríki, hvert land eða hver ein- stök þjóð hefði frjáLsa en tak- markaða heimastjórn, eins og hvert sérstakt fylki í Canada hef- ir nú. Sumir kalla þetta, ef til vill, loftkastala,. Þeir um það. En gæti þeir þess jafnframt að flestar umbætur og breytingar, flest stórvirki þjóðanna hafa byrjað með loftkastala. ísiand er sérstakt og einkenni- legt land; íslenzka þjóðin er að sumu leyti öðruvisi en allar aðr- ar þjóðir: Hernaðarleg afstaða Íslands er nú orðin sú, að það er talið með þýðingarmestu löndum hnattarins, ef nýtt stríð yrði hafið, og samt hefir það ehgin vopn og engan her. Það er því íslandi lífsnauðsynlegt að engin fleiri stríð eigi sér stað. Skemtilegt væri það að sjá þá frétt í blöðunum og hlusta á það við útvarpið að fyrsta til- laga íslenzka fulltrúans — hver sem hann verður — þegar hann hefir tekið sæti í þjóðbandalag- inu, væri sú að breytt sé tafar- laust grundvallarreglum Banda- lagsins þannig að öllum þjóðum undantekningarlaust yrði boðið að senda þangað fulltrúa; að allar þjóðir yrðu gersamlega af- Vopnaðar, al'lar deilur miili sigr- aðra og sigurvegara látnar falla niður; allir taki saman höndum í sátt og samlyndi, til Iþess að efla vináttu og vellíðan allra jarðar- búa. Þetta þykir sumum, ef til villl, oroslegt, en sú kemur tíðin að einmitt þetta verður ríkjandi ögmál á þessari jörð — annað- hvort þetta eða gjöreyðing — sjálfsmorð allra jarðarbúa. Og að endingu: Væri nokkuð eðlilegra en það, að eina þjóð veraldarinnar sem engin vopn og enga hermenn hefir, yrði fyrst til þess að bera fram tillögu svip- aða þeirri sem hér er stungið upR á? Sig. Júl. Jóhannesson. ÞEIR FARA ÞAR AÐ EN EKKI FRAMYFIR. Konur hafa oft verið að telja mönnum trú um auglýsingavald iað er þær hefðu í sambandi við rit þeirra, The Ladies Home Journal. Sumir hafa efast um mátt þessa valds. En konurnar hafa nú rekið af sér þau um- mæli. Heftið sem út kom af jví blaði í síðustu viku, hafði að færa $2,146,746.00 virði af aug- lýsingum á 264 blaðsíðum, og borguðu 334 auglýsendur brús- ann. Blað það telur 4,600,000 caupendur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.