Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.09.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946 5 Thorstein Sveinson 1856-1945 Hann var fæddur 26. janúar 1856, í Kárdalstungu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Faðir hans hét Sveinn og var Thorsteinson Gíslasonar, er bjó í Kóngsgarði í Svartárdal í Húnavatnssýslu, en ættaður úr Eyjafirði; kona hans hét Ingibjörg. Móðir Thorsteins heitins hét Margrét og var Sigurðardóttir; foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir og Jón Oddson, bróðir séra Gunnlaugs Oddsonar dóm- 'kirkjuprests í Reykjavík. Thorsteinn var í foreldra hús- um til nítján ára aldurs, og ellefu ár af iþessu tímabili voru foreldr.- ar hans í vinnumensku og hús- mensku; svo byrjuðu þau búskap á Fosshóli í Víðdal. Nítján ára gamall fór Thorsteinn að vinna út, en tuttugu og tveggja ára gamall byrjaði hann að læra smíðar og vann við þessa iðn að mestu leiti í tíu ár. Á þessu tíma- bili var hann þrjú ár í Húna- vatnssýslu, tæp fjögur ár í Reykj- avík, svo fór hann til útlanda og dvaldi rúmt ár á Englandi og í New York; frá New York fór hann heim aftur og var tvö ár á Norðurlandi, seinna árið á Stóru- borg í Víðidal og þar kyntist hann Guðbjörgu Guðmundsdótt- ir er síðar varð konan hans. En ferðahugur þessa áræðis og afreks manns var ekki enn saddur, og þrá hans að bæta kjör sín lét hann ei -halda kyrru fyrir. Árið 1888 hvaddi Thor- steinn sifjalið, vini og land, og fór alfarinn til Kanada. Honum urðu samferða, Guðbjörg og Árni bróðir hennar, þá sextán ára gamall; til Winnipeg komu þau 12. Júlí. Thorsteinn fór strax til Dakóta, þar sem hann vann að smíðum. Árni fór með hon- um, en Guðbjörg var kyr í Win- nipeg. í október um haustið komu þeir aftur til Winnipeg; þaðan fóru þeir og Guðbjörg til Nýja Islands og, voru um vetur- inn á “Fenhring,” hjá Krist- rnundi Benjamínssyni. Árið 1889 tók Thorsteinn heim- ilisrétt á því landi sem hann nefndi “Svalbakka,” og þar átti hann heima til dauðadags. Árið 1890 giftist hann Guð- tojörgu Guðmundsdóttir, eftirlif- andi konu sinni og sem nú er hja Valdimar syni sínum, á Sval- bakka. Þeim varð sjö barna auðið, börnin sem lifa föður sinn- eru: Margrét, sem er lærð hjúkrunar- kona og nú forstöðukona Betels; Valdimar er giftur Lilju Svein- son frá Hvarfi, og býr á heimilis- réttar landi föð-ur síns; Hólmfríð- ur (Mrs. Rasmusson), lifir á Point Du Bois; Guðrún (Mrs. A. Bristow), er búsett á Gimli, og Sigurlína (Mrs. B. Albertson), á heima í Árnesi. Rósa Jóhanna og Kristín eru báðar dánar. Thorsteinn heitin var hár vexti og karlmannlegur í sjón;. frá náttúrunnar hendi var hann gæddur því líkamlega og andlega samræmi sem ekki er algengt. Hann var heilsugóður með af- brigðum alla æfina og jafnframt listfengur til munns og handa. Þær tvær ferðir se mhann fór vestur um haf benda á þann elju eiginleika sem yfirstígur erfiði og kannar ókunnuga vegi í leit- inni að víðtækari og vaxandi þekkingu. Á eftirsóknar eigin- leikanum standa allar veiga- góðar framfarir. Merkismaður sem þekti Thor- stein vel, sagði að hann hefði ver- ið frábær hugvitsmaður, en sér- staklega þá á sviði vélfræðinnar. Uppfundingar tilhneigingin var svo rík í eðli þessa fjölhæfa snill- ings, að vafalaust hefði hann komist langt á því sviði, ef honum -hefði gefizt tækifæri að rækta þá meðfæddu gáfu. Hann var smiður með afbrigðum, jafnt á járn sem tré; margt af því sem hann smiðaði var frumlegt. Tildæmis, endurbætti hann rokk- inn. En svo metin verði til fulls verkhæfni og frumleiki þessa sonar fjölhæfninnar, verður mað- ur að sjá sumt af þeim handiðn- aðar listaverkum sem hann skildi eftir sig. Fróðleiks löngun Thorsteins nam ei staðar á verklega sviðinu, því hann var bókhneigður og leitaðist við að hafa jafhhliða sínum sérkennilegu hæfileikum, víðtæka þekkingu. Hann var hagmæltur og gerði laglegar vís- ur. Minningin um snillinginn frá Svalbakka, mun ekki lifa -lengst í smíðum hans, því mannkostir þessa öðlings munu verða, eftir því s-em tíminn líður, veigamestir í hugum allra sem hann þektu, því verklegur frumleiki liðins tíma hverfur í áframhaldandi endurbótum komandi kynslóða og smíði þeirra er smíðuðu þá, gleymist í s-míði þeirra er smíða nú. Það er aðeins einn eiginleiki sem við kemur sköpun dauðlegs manns er ekki gJeymist að síð- ustu — hugarfar góðviljans lifir áfram. Thorsteinn var sérstaklega ráð- vandur í orðum og verkum, hjálp- samur og trygglyndur, hinn á- gætasti eiginmaður og heimilis- faðir og góður búhöldur. Það má með sanni segja að mannúð hans hafi umkringt hann með hlýhug héraðsirts. Þó að vor framliðni vinur hafi ekki haft tækifæri eða átt kost á því verk- sviði sem hann var sérstaklega hneigður fyrir, þá samt er hægt að segja að hann hafi verið eitt af vildarbörnum náttúrunnar, því hann naut um fimtíu og fimm ár sælu ástríks hjónabands, og sá sinn glæsilega barnahóp kom- ast á legg. Dauðann bar fljótt að fyrir Thórstein; hann dó snögglega að morgni föstudags, 7. september 1945, og var jarðsunginn frá heimilinu á Sval-bakka, að fjöl- menni viðstöddu. S. J. S. FRETTIR UPPREISN Það er naumast hægt að kvarta um skort á viðburðum hjá Banda- ríkjamönnum nú undanfarandi, en það sem yfir hefir gnæft, er ræða sú sem Henry A. Wallace verzlunarritari hélt í New York 12. þ. m., þar sem að hann ræðst á stefnu forseta Bandaríkjanna og James F. Byrnes utanríkisráð- herra, og aðrir höfðu tekið og auglýst öllum heimi, og minst hefir verið á hér í blaðinu. Yfirlýsing forsetans og utan- ríkisráðherrans var ákveðin og auglýst síðastliðinn marz, og var þá samþykt af utanríkisdeild- inni og ráðuneyti forsetans, að Henry Wallace einum undan- teknum. En stefnan sem tekin var, “Hingað og ekki lengra,” stefna í sambandi við áróðurs stefnh Sovíetríkjanna Andstaða Henry Wallace var kunn öllum í stjórnarráði Banda- ríkjanna og forsetanum sjálfum, þvi hún kom fram á fyrsta stjórn- arnefndar fundi, eftir að atkvæð- ið um afstöðu til Sovíetmálanna var tekið. En því var þá haldið leyndu, sökum þess að óhugs- anlegt var að Wallace gæti hald- ið stöðu sinni í stjórninni ef al- menningur vissi um aðstöðu hans. Að látá hann fara þá, var heldur ekki þægilegt, því hann er mikilhæfur maður og svo pólitískur leiðtogi í vinstri fylk- ing Demókrata flokksins (The Newdealers), svo það varð að skilning allra á fundinum, að Wallace héldi embætti sínu, en léti utanríkisstefnu forsetans og James F. Byrnes afskiftalausa; og þó Wallace talaði ekki opin- berlega gegn utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna, þá lét hann ekki af að spyrna á móti henni, og hann sendi umboðs- maqn sinn Ernest Rope til Rúss- lands í júní í verzlunar erindum. í síðast liðnum mánuði fór Wallace til Poughkeepie þar sem systir hans og maður hennar Mr. Bruggman dvelja á sumrin og þar fullgjörði hann hugmynd sína um rússnesku málin; lét full- gjöra ræðuna eftir að hann kom til Washington. Tók tvö eintök með sér og fór með þau á fund forsetans, fékk honum annað, en hélt hinu sjálfur. Forsetinn las ræðuna, og þegar hann kom aft- ur á fimtu síðu, þar sem Wallace tekur fram að hann sé hvorkí talsmaður Breta, né heldur Rússa, þá mælti forsetinn, “þetta er mín stefna og þú mátt segja þeim það.” Svo hefir forsetinn víst lesið lauslega eða athyglis- lítið það sem eftir var af ræð- unni, því að aðal atriðið fór fram hjá honum, sem stóð á 7. síðu ræðunnar, um að Bandaríkin ættu að hætta að veita ahrifum Rússa í Evrópu mótstöðu. Þegar Trúman forseti hafði lokið við að lesa ræðuna, tók Wallace hana, stakk henni á sig og fór. Engum öðrum en vildarmönn- um sínum sýndi Wallace ræð- una, ekki einu sinni William L. Clayton, sem ríkisritara störfin hafði á hendi, í fjærveru James F. Byrnes, áður en hann flutti hana í Madison Square Garden í New York, 12. sept. s.l. Eg hefi stuttlega sagt hér sögu máls þessa, svo lesendur blaðs- ins geti betur áttað sig á þeim úlfaþyt er hún hefir valdið, bæði heimafyrir og vítt um heim. Hún hefur sett Banda- forsetann í tvöfaldan gapastokk, dxegið úr samningsvaldi James F. Byrnes á friðarþinginu, gefið Molotoff uppreisnanþor til að hóta Bandaríkjaþjóðinni - stríði, og aukið vonleysi og óhug um víða veröld — alstaðar nema á Rússlandi. •f -t■ -r FRIÐARÞINGIÐ. Samúðin og samkomulagið á friðarjþinginu í París hefir lítið batnað. Eftir 48 daga þingsetu og þrátt, vonu þeir búmr að koma sér niður á 69 atriði í frið- arsamningunum, af 223 sem þingið verður að ganga frá. Hingað til hefir þingið starfað að deginum til aðeins. í síðustu viku var ákveðið að nota kveld- ið líka, því að leiðtogar friðar- þingsins hafa tilkynt öllum nefndum þingsins að þær verði að skila verkefnum sínum af sér ekki síðar en 5. október, og þing- starfinu, friðarsáttmálunum verði að vera lokið 20. október, því að það sé fast ákveðið að þing alþjóðasamsbandsins hefjist írnew Yonk 23. október. Mjög er hæpið að þetta takist, því enn er eftir að koma sér saman um erviðustu friðarsamn- ings atriðin í París, svo sem að ákveða landamerkja línur á milli ítalíu og Júgó-Slavíu, Grikklands og Búlgaríu. Hvað gjöra skuli við Trieste skaða- bótakröfurnar flestar í lausu lofti; hvað gjöra skuli við ný- lendur Italíu; og Duná spurs- málið. Öll þessi spursmál, með öðrum fleirum eru en óleyst. Eins og fyrr, eru það Rússar sem örðugastir reynast til sam- vinnu. Molotoff, sem búinn var að samþykkja. ásamt hinum ut- anríkis ráðherrunum þremur, að Trieste skyldi í framtíðinni standa undir umsjón alþjóða nefndar, hefir nú komið fram með alveg nýja tillögu í tíu lið- um, sem ef samþykt, gefur Tito og Júgóslavíu borgina. Hann tók og fram að hvað svo sem James F. Byrnes segði, að þá héldu Pólverjar hinum nýju landa- merkjalínum sínum að vestan. Það meinar að Pólverjar héldu Silesíu, sem Byrnes var áður bú- inn að ségja að Bandaríkin við- urkendu ekki að Pólverjar hefðu rétt til. Umiboðsmaður Tito á þinginu heimtar meira land frá ítölum, og ef þeir fái það ekki, segjast þeir hiklaust fara útí stríð. It- alir malda í móinn, vilja ekki láta vaða yfir sig. En Andrei Vishinsky sagði þeim að þeir skyldu ekki láta mikið, því þeir væru firakkari flóttamenn en hermenn. FRAKKLAND. Umræður hafa orðið allharð- ar á þingi Frakka undanfarandi, og er samhugurinn og samheldn- in litlu betri þar en á friðar þinginu. Ásteitingarsteinninn þar hefir á yfirborðinu verið stjórn- arskráin nýja, en þó einkum eitt atriði hennar, forseta valdið, og hefir nýr aðili komið fram á sjónarsviðið þar, til þess, ekki aðeins að fordæma stjórnar- skrár uppkastið í heild, helduí líka til að breyta stjórnmála við- horfinu öllu, en það er herfor- ingi Charles de Gaulle, sem lít- ið hefir látið á sér bera síðan í maí s. 1. Það virðist að fólk á Frakk- landi hafi verið farið að örvænta um samkomulag og sjálfstæði í stjórnmálum og hafi tekið það til úrræða að mynda nýjan stjórnmálaflokk, sem skipar sér utanum de Gaulle. Var sú flokks myndun hafin síðari hluta vik- unnar sem leið, og er sagt að flokkur *telji þegar hálfa milj- án manna. Hugmyndin á bak við þá flokksmyndun, er fyrst, að berjast á móti því að stjórn- arskrár frumvarpið verði sam- þykt, eins og það er, með allt vald í höndum stjórnarinnar og ráðandi þingsmeirihluta, og svo líka að sjálfsögðu að reyna að koma eiphverri rótfestu í stjórn- málaframkvæmdirnar í Jandinu. Það sem stjórnmálaflokkarnir óttast nú í bráð er, að þegar geng- ið verði til þjóðaraíkvæðis um stjórnarskrána í annað sinn (það var fyrst gjört í maí s.l. vor, og þá feld) muni atkvæðin verða greidd um de Gaulle, en ekki um stjórnarskrár frumvarpið. Á meðan að þessu fer fram, heldur Charles de Gaulle sína leið og fæst hvorki til að segja neitt um stjórnmálin, né heldur um framtíðar fyrirætlanir sínar. Annað Dreyfus-mál í París Þegar Charles de Gaulle lét af völdum í Frakklandi síðastliðið vor var þar maður einn, sem 'André Dewarin heitir og sem var de Gaulle mjög handgenginn; hafði verið yfirmaður leynilög- reglu de Gaulle ,í stríðinu, og hans önnur hönd. Þessi maður — þessi André, var mjög andvígur kommúnistastefnunni og mátti því gahga að því vísu, að hann mundi ekki leika lengi lausum hala, eftir að kommúnistaflokk- urinn var orðinn sterkastur, eins og hann varð eftir kosningarnar í vor. Sósíalistar höfðu einnig horn í síðu þessa manns, og svo var sumum af herforingjunum frönsku líka frekar lítið um hann gefið, sökum þess, að hann reynd- ist þeim snjallari á stríðsárunum. I maí s.l. hvarf þessi maður, og nokkru seinna komst upp að hann hefði verið settur í her- mannafangelsi. í Metz. Engin •kæra kom fram á hendur honum, og engin rapnsókn fór fram í máli hans. Það eina, sem fékkst út úr stjórninni var, að hann væri sekur um mjög alvarlegar framkvæmdar ráðstafanir. I vikunni sem leið kom þessi maður fram á ný. Hann var á heilsuhæli í París. Hann hafði verið sviftur stöðu sinni, sviftur öllum sínum tignarmerkjum og hafði léttst um 70 pund. Þegar farið var að spyrja dómsmála- ráðherrann um þetta, sagði hann: “Dewarin skilaði ekki af sér pen- ingum, sem honum var treyst fyrir, til eftirmanna sinna.” Kommúnistablaðið “D a i 1 y Worker” í Lundúnum gefur eftir- farandi skýringu á þessu: “De- warin hafði falið miljónir franka 1 Suður-Ameríku og á Spáni, til þess að nota ef kommúnistar næðu völdum á Frakklandi, eða ef í stríð lenti á milli Rússa og vestrænu þjóðanna. Það er opin- bert 'leyndarmál þeim sem næst standa de Gaulle, að hann álítur að stríð við Rússa sé óumflýjan- legt, og að þegar það brjótist "út, þá leiki þungamiðja þess um Spán, og að þaðan verði aðal mót- spyrnunni á móti Rússum beitt og lýðræðishreyfingunni á Frakklandi. FYRIR HUNDRAÐ OG FIMTIU ÁRUM Það var kveld eitt í september mánuði árið 1838 að blökkumað- ur ein hafði strokið frá húsbónda sínum í Massaohussetts í Banda- ríkjunum. Hann kom á rásinni til kirkju í Bedford í Mass., og stóð þar yfir tíðasöngur, með altarisgöngu. Þessi stroku- blá- maður sem hét Frederick Doug- las, gekk inn í -kirkjuna. En honum var vísað, eins og öllum öðrum blámönnum (Negrum) í þá daga, uppá kirkjuloft, þar sem þeir urðu að bíða þar til hin- ir hörundljósu herrar þeirra, höfðu notið kveldmáltíðarinnar. Douglas settist niður, en stóð brátt upp aftur og gekk út. Síð- ar gjörði hann grein fyrir þeirri burtför sinni, á þessa leið: “Eg fór til kirjunnar á Elm stræti og þar ílentist eg, sökum þess að þjóðibræður mínir voru þar frjálsir.” Þessi Elm strætis söfnuður heyrði MeÞodista - Episkopal kirkjunni í Afríku til, og hafði gjört, síðan að hann var stofnað- ur af skósmið einum og var stofnfundur sá haldinn í vinnu- stofu skósmiðsins, sem James Warwick hét, árið 1796. Síðan að sá fundur var hald- inn eru nú liðin 150 ár, og á þeim tíma hefir þessi litli vísir þess- ara blökku manna til kirkjustarf- semi í Bandaríkjunum, vaxið úr fáliðuðum en viljasterkum hópi manna og kvenna af stofni blámanna, upp í volduga og starfsauðuga stofnun kristninn- ar. Þessi Meþókiska % Episkópal Zion Afríku kirkjudeild telur nú 500,000 safnaðarfélaga í Banda- ríkjunum, Afríku, Suður Amer- íku og Vestur India eyjunum. Tólf biskupar eru starfandi í kirkjudeild þeirri, og 1500 prest- ar og ekki fáir af þeim konur; 2000 kirkjur hafa verið bygðar, sem eru $15,000,000 virði. 8. þ.m. hófst þing og 150 ára afmælis- h|átíð þessarar kirkjudeildar 1 New York; 10,000 erindrekar mættir. Á þingi þessu og afmælishá- tíð er ákveðið að safna $2,000,000 til þess að borga allar skuldir sem á þessari kirkjudeild blökku fólksins hvílir, og tvöfalda fél- agatal hennar, sem William Ja- cob Wall, biskup í New York og ’forseti þings þessa og afmælis, telur mjög svo áríðandi, ef halda eigi guðleysi og öfgafullum at- 'höfnum til baka á meðal Negr- anna. ♦ -f KíNA. Hinum svonefnda þjóðlega her, það er her Chiand Kai-Shek hef- ir veitt betur alla síðastliðna viku í hinu sorglega borgara stríði sem þar geysar á milli Nationalista og Kommúnista. Samgöngutækin í Norður Kína, svo sem Peiping-Chengteh járn- brautin, eru aftur i höndum Chiang Kai-Sheks. En aðstöðu flokkanna andstæðu má nokkuð marka af framkomu þeirra í sam- bandi við friðarviðleitni þeirra í Nahking. Kommúnistamir neituðu að "taka þátt í fimm manna nefnd til þess að tala um sameiginlega stjórn, það er sam- eiginlega ráðstjórn Nationalista og Kommúnista. I stað þess fóru þeir fram á skotvopnahlé og skyldi þriggja manna nefndin sem áður hafði verið skipuð í friðarmálin, en ekkert hafði að- hafst, taka það mál tafarlaust til meðferðar. En í iþeirri nefnd eru: George Marshall hershöfð- ingi, Chan En-Lai fyrir hönd kommúnista og Hsu Yung- Chang fyrir hönd nationalista. Með þessari uppástungu meintu kommúnistar. að þeim yrði aft- ur afhent allar landspildur, borg- ir og bæjir sem nationalistarnir hafa unnið á síðastliðnum sex vikum. Þeir segja ákveðið að ef skothléð verði ekki veitt undir þeim kringumstæðum, og stjórn- in héldi áfram að krefjast hinn- ar einhliða átefnu sinnar í sam- bandi við þjóðþingið sem halda á í nóvember, þá væru þeir ráðnir í að mynda sjálfir stjórn- ir í héruðum þeim sem fríuð hefðu verið, og sjá um að fólkið í þeim semdi sínar eigin, stjómar- skrár, og réði sínum eigin stjórn- málum, og mynduðu sínar eigin stjórnir. ♦ ♦ ♦ HVAÐ SKAL PRENTA ? Þessi spurning var efst á baugi hjá öllum blaða útgáfu- félögum í New York í sambandi við skort á prentpappír, sökum vörubíla verkfallsins. Það var óumflýjanlegt að minka blöðin og spursmálið var hvað skal prenta og hvað fella niður af vanalegu lesmáli blaðanna. Nið- urstaðan varð þessi: The New York Daily News feldi niður 318 dálka, hérumbil allt auglýs- ingar, 63 blaðsíður. New York Times gaf út 16 blaðsíður dag- lega í stað 40 sem er vanaleg stærð þess blaðs, birtu allar merkustu fréttir, svo gerðu og hin blöðin. En öll þeirra prent- uðu markaðs skýrslurnar og myndablöðin. ♦ “Ef að ekkert er gjört til þess að auka tölu heimilis lækna, þá er óhjákvæmilegt að almenn- ingur snúi sér til nudd og skottu læknira, sem eru ótrauðir til að taka á sínar hendur ábyrgðina á heilsu fjölskyldanna.” — Dr. Wingate M. Johnson. •f Árið 1945 fóru 1,618,331 gift- ingar fram i Bandaríkjunum, en 502,000 hjónaskilnaðir. HÚS kápur Hvort heldur að þú kýst köflóttar eða einlitar kápur, að þá eru þær að finna í hinum nýja kápuforða vor- um. Kápurnar eru úr al-ull og eru þeirrar tegundar sem hægt er að vefja um sig, með beltum og tveimur vösum. Fóðrið á krögum og erumum eru af mismun- andi gjörð og með mismun- andi lit. Allar stærðir. Verð á hverri kápu $1^-50 I Karlmannadeildinni The Hargrave Shops for Men, Main Floor. *T. EATON CÍm™

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.