Lögberg - 26.09.1946, Side 2

Lögberg - 26.09.1946, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946 Dagbók Galeazzo Ciano greifa utamíkisráðherra Mussolini Mynd. þessi er af Mr. og Mrs. Bjarni Guðmundsson, Tujunga, Calif. og fjölskyldu þeirra, tekin 1. sept. 1946, í gullbrúðkaupi þeirra. Frásögn um gullbrúðkaupið birtist hér og einnig gullbrúðkaupskvæði eftir hr. Steingrím Arason og Dr. Richard Beck. Fremri röð (talið frá vinstri til hægri): Jón Guðmundson, Mrs. Anna Lecocq, Ingibjörg Guðmundson, Bjarni Guðmundson^ Elín Appleton, Hannes Guðmundson. Aftari röð (tdlið frá vinstri til hœgri): Paul Guðmundson, Karl Guðmundson, Thórður Guðmundson, séra Guðmundur Guðmundson, Jóel S. Guðmundson. (Framhald) 6. maí 1939. — Móttökumar sem Rlbbentrop fékk í Milan voru í beinni mótsögn við þann skilning að Milan-menn, og Norð- ur lealíu héruðin yfir höfuð, vaeru fjarudsamleg í garð þjóð- verja, eftir því sem fréttadeild lögreglunnar skýrir frá. Eg sjálfur furðaði mig stórum á fagnaðartlatum Milan manna. 1 fyrsta sinni hefi eg mætt hinum þýzku sambandsmönnum okkar í rólegu skapi. Ribbentrop var ekki eins og vanalega uppbelgdur með yfirlæti og mikilmensku. Að vísu benti hann á, að innan fárra ára yrðu þeir að fara á hinn, eða þann staðinn taka þetta, eða hitt smáríkið. En þessi hógværð, — þessi hraða stilling á örskata- sókn þjóðverja er mjög svo eftir- tekta verð fyrir brigði. Sambandið, eða öllu heldur tilkynning sambanids sáttmálans var ákveðið aðfram skyldi fara á laugardaginn eftir símasamtal við Mussolini. 7 Maí 1939 þegar Mussolini hefir komið einhverju fram er hann a'.drei ánægður, heldur bið- ur ávaltum meira og hann hefir biðið mig að lýsa sambandinu á milli þjóðverja og ítala opinber- lega yfir„ sem að hann sjálfur hefir kosið, frekar en þriggja þjóða samband: Ribbintrop sem hefir altaf haldið fram, að Japan ætti líka að vera máls aðili sam- bandsins, var óakveðin fyrst en lét þó til leiðast með því móti að samþykki Hitlers fengist. Þegar náðist í Hitler í síma, þá gaf hann samjþykki sitt til að birta tveggja þjóða sáttmálann og tók sjálfur þátt í að undirbúa hann. Þegar eg sagði Mussolini frá þessu, þá lét hann í ljósi óblandna ánægju sína. 12. maí 1939.—Uppþot nokkurt á meðal mentamanna í Albaníu átti sér stað, sem skýrir ástæð- ' una fyrir því, að um tuttugu af þeim voru teknir fastir og settir í gæsluvarðhald. Hér má ekkert hik eiga sér stað. Vald og rétt- læti verða einkunnarorð hinnar nýju stjórnar okkar í Albaníu. Ríkisframkvæmdir eru á góðum framfaravegi. Það er ákveðið að allir vegir, sem bygðir verða, liggi á áttina til landamæra Grikklands og er það bein fyrir- sHpun frá Mussollini, sem altaf er að harðna í þeirri ákvörðun að ráðast á Grtkki við fyrstu hentugleika. 17. maí, 1939. — Sendiherra Bandaríkjanna er reiður aðallega út af því, að Mussolini sagði að Gyðingarnir réðu lofum og lóg- um í Bandaríkjunum. Hann vildi bera á móti því, en mótmæli hans voru á veikum rökum bygð. Hann benti sérstaklega á að Bandaríkjamenn, sem hefðu komið frá Evrópu í byrjun, væru ákveðnir í að láta sig sameigin- lega varða hvernig að Evrópu- málin réðust, og það væri hin mesta skammsýni að halda að þeir mundu sitja hjá afskifta- lausir, ef stríð brytist út í Evrópu. Eg sagði Mussolini frá þessum ummælum sendiherrans, en hann gaf því lítinn gaum. 21. maí, 1939. — Eg kom til Berlín. Móttökufagnaður ein- lægur og mikill. Eg átti fyrst samtal við Ribbentrop. Málin standa við það sama og þau stóðu í Milan. Hann endurtók þá fyrir- ætlan Þjóðverja, að tryggja var- anlegan frið — að minsta kosti frið til þriggja ára. Hann talaði um hve æskilegt það væri að tryggja samband við Japana. Hann heldur fram, að Rússar séu ekki í færum um að veita lýð- veldum Vesturlandanna styrk svo um muni. 22. maí 1939.—Við áttum sam- tal við Hitler — nálega sama samtalið og eg hafði átt við Rib- bentrop. Hann var mjög vel á- nægður með samningana, og gaf samþykki sitt á ný til þess að ítalir ráði málum þeim er snerta Miðj ar ðarhafslöndin. Hitler leið vel. Hann var ró- legur og ekki eins sóknfrár eins og að undanförnu; dálítið elli- legri og hrukkurnar meiri í kring- um augun. Hann sefur dítið og æ minna með hverjum líðandi degi. Hann situr uppi mestan part nætur með ráðgjöfum sín- um. Frú Goebbels, sem situr vanalega á slíkum fundum, var að segja mér frá þeim: “Hitler talar altaf,” sagði hún. “Hann má vera eins mikill Fuhrer og hann vill, en hann tyggur þetta upp aftur og aftur, svo allir verða dauðþreyttir á honum.” Eg heyrði þá í fyrsta sinni kunningja Hitlers minnast á ást hans til ungrar og fagurrar stúlku. Hún beitir Sigrid von Lappus. Þau hittast oft og er mjög inniilegt með þeim. 23. maí 1939.—Það var alvar- leg stund þegar samningarnir voru undirskrifaðir og Hitler viknaði sjáanlega. Göering sem altaf er hátt sett- ur, þó hann sé nú hættur að vaxa upp á við, stóð með tárvot aug- un, þegar að hann sá mig setja annunziata-kragann um hálsinn á Ribbentrop. Von Mackensen sagði mér að Göering hefði gert veður út af því að hann hefði ekki fengið þetta virðingarmerki, þar sem hann hefði átt upptökin að samning- unum og fylgt þeim fram til far- sælla endiloka. Eg lofaði Mack- ensen, að reyna að útvega Göer- ing annan kraga. 24. maí, 1939.—Fer heim til Róm. — Á vagnstöðinni mættu allir helstu embættismenn fasista flokksins mér, og fjöldi fólks tók hlýlega á móti mér. En mér dylst samt ekki, að samningar þessir eru betur liðnir hjá Þjóðverjum, heldur en Itölum. Við verðum að viðurkenna, að Frakka-hatur okkar hefir ekki enn vakið kær- leik í hjörtum ítala til Þjóðverja. 25. maí 1939.—Langt samtal við Mussolini. Hann þagnar aldrei á mótmælum Júgóslava og Grikkja. Konungurinn hefir með mikilli áherzlu spáð: “Sá dagur kemur að ítalir og Þjóðverjar semja við Englendinga, og þá er friður og framfarir fólki trygt.” Mussolini formælir konung- dómi og segir: “Eg öfunda Hitler út af því, að þurfa ekki að draga á eftir sér eins marga tóma flutn- ingsvagna og eg.” 27. maí 1939.—Þetta er alvar- legur dagur, að því er samband okkar við Breta snertir. Musso- lini tók á móti Percy Loraine, sem var að afhenda skírteini sín formlega. En það var ekki langt þar til þessi samfundur tók á sig alt annað en vanalegt snið. Mussolini, sem vanalega var kurteis og vingjarnlegur, var frá- hrindandi, andlitið á honum leit út eins og andlit austurlanda guðs, sem höggvið er í tinnu- harðan stein. Hann byrjaði á að segja, að stefna Breta, samteng- ingar valdsstefna þeirra gæfi fulla ástæðu til að spyrja hvort að samningurinn á milli Rússa og Breta frá 16. apríl, hefði nokkra þýðingu Iengur. 28. maí 1939. — Samtalinu á milli Mussolini og brezka sendi- herrans haldið áfram. Loraine stilti skap sitt með auðsæjum erfiðleikum. Endurtók vonbrigði sín með að hugsun og stefna Mussolini og Breta skyldi vera svo fjarri hvor annari. Mussolini svaraði að tíminn mundi úr því skera hvort hann eða brezki hugsunarhátturinn hefðu rétt að mæla. Mussolini mintist lítillega með bituryrðum á 'samband Breta og Rússa, og svo skildu þeir í hálfgerðum stytt- ingi. Hvað skyldi nú koma fyrir? Sg hugsa að brezk-ítalski samn- ingurinn sé dauður, og er ekki GULLBROÐKAUP Frá gullbrúðkaupi Ingibjargar og Bjarna Guðmundsson í Califorma • Sunnudaginn 1. september þ. á. voru liðin fimtíu ár frá giftingu sæmdar hjónanna Bjama Guð- mundsson og Ingibjargar Jóns- dóttur, og í tilefni dagsins buðu börn þeirra til veizlu mikillar í Inglewood, California; en þar átti fólk þetta 'heima árum sam- an. Húsið sem að veizlan fór fram í, er eitt með elstu húsum í suð- ur California, enda hundrað og tuttugu og fimm ára gamalt og bygt í spönskum stíl. Mun hús þetta eiga merkilega sögu að baki, sem að.ekki verður frekar farið útí í þetta sinn. Klukkan um 5 e. m. voru þarna saman komið um sjötíu manns. Samsætið hófst með með því, að sungið var “Hve gott og fagurt og yndælt er” o. s. frv. Þá las Harold Bjarnason upp hugðnæmt bréf frá séra Rúnólfi Marteins- syni á ensku, en Gunnar Matthí- asson las upp merkilegt bréf og ljóð frá Dr. Richard Beck. Því næst flutti Skúli G. Bjamason ávarp til gullbrúðkaupshjónanna og ennfremur las hann upp ljóð sem Steingrímur Arason hafði sent frá New York, og sömuleið- is las hann upp fagurt ávarp frá Mrs. Guðmundsson til barna þeirra, sem að hún hafði samið á fertugasta giftingarafmæli sínu en þá voru mörg af bömunum hennar í fjarlægð, en sem þann- ig er úr garði gjört að það er ætíð nýtt og í gildi. Séra Guðmundur hélt sonar- lega ræðu til foreldra sinna og kom víða við, bæði í gamni og alvöru. Gunnar Matthíasson myntist fyrra og síðari tíma í vtelvöldum orðum, kynningu sinni við gul'lbrúðkaups hjónin. Þá talaði Mrs. Paulina Shields fallega til fjölskyldunnar. En Þór Goodman las upp fögur ljóð. En einsöngva sungu, Gunnar Matthíasson, Rósa Guðmunds- son og þór Goodman. En Einar Markússon annaðist undirspil af sinni alkunnu snilld, og auk þess spilaði 'hann píanó sóló. Síðan settust allir að ríkmannlegum veitingum. Gjafir höfðu verið sendar úr öllum áttum; voru þær stórar og í mörgum myndum. Enfremur bárust bréf og lukku óska skeyti bæði frá Canada, Islandi o. v. T. ólíklegt að Chamberlain falli með honum. 3. júní 1939.—Athöfnin til að afhenda Albaníumönnum stjóm- arskrá sína er um garð gengin. Konungurinn spurði með þjósti hver hefði samið hana og benti á að ekkert væri tekið fram um ríkismerki Italíu, er standa skyldi á fána Albaníu. Eg benti honum á, að það væri ekki með öllu rétt, því tekið væri fram, að á honum skyldi standa Savoyara borðinn og Scanderberg-kórónan, og lét konungurinn sér það nægja, en var í vondu skapi. Eg sagði Mussolini frá þessu, og not- aði hann tækifærið til að böl- syngja konungum og konungs-' tign; sagðist vera orðinn dauð- þreyttur á að draga á eftir sér tóma flutningsvagna með höml- urnar settar; að konungurinn væri lítiilmenni, illa lyntur og ó- áreiðanlegur, sem væri, eins og nú stæði á, að hugsa og tala um skrautsaum á fána, en fyndi ekki til metnaðar þess, sem samfara væri aukning á ættlandinu um þrjátíu þúsund kílómetra, og að síðustu klykkti hann út með: “Það er 'konungurinn, sem stað- ið hefir í vegi fyrir því, að her- inn kæmist undir fasista fyrir- komulagið, með hinni heimsku- legu sérvizku sinni.” “Eg er eins og köttur,” sagði Mussolini. “Varkár og fyrir- hyggjusamur, en þegar eg hefi ráðið við mig að stökkva —Framh. d. var lesið upp bréf frá Pétri Fjeldsted og konu hans, en í bréfinu var stór peninga upphæð. Síðar um kveldið voru aftur bornar fram veitingar og fögur brúðkaupskaka skorin niðuK Gullbrúðkaupshjónin héldu bæði tölur, þar sem þau þökkuðu börnum sínum og öðrum vinum sínum fyrir að hafa gjört þeim daginn jafn glaðan og ógleym- anlegan. Jóel Guðmundsson var veizlustjóri og fórst það með á- gætum. Þeir sem að komu lengt að, voru Jónína Johnstone frá Van- couver, B. C., en hún er systir Mrs. Guðmundsson, og Hannes sonur þeirra^frá Canada, ásamt konu sinni 'og börnum, og enn- fremur Anna dóttir þeirra og maður hennar frá Phoenix, Ari- zona. Um kveldið og nóttina-fór fólk- ið að fara heim, eftir ógleyman- legan dag í fyrsta íslenzka gull- brúðkaupinu í Suður California, á þessum söguríka stað. Börn þeirra Guðmundssons hjóna eru þessi, talin eftir aldri: Hannes, kvæntur Canadiskri konu, á tvö börn; Guðmundur, kvæntur Rósu Gíslason, á tvö börn; Jóel, kvæntur konu af þýzkum ættum, á einn son; Elín, gift Harry Appleton, á hún tvö börn; Jón, kvæntur konu af spönskum ættum, á eina dóttir; Páll, kvæntur konu af írskum ættum, á þrjú börn; Anna, gift Roland LeCocq; Þórður, kvænt- ur konu af amerískum ættum; Karl, kvæntur konu af enskum ættum, á þrjú börn, en Ólafur lézt fyrir nokkrum árum, prýði- 'lega vel gefinn ungur maður. Er þetta stór og eftirtektarverð fjölskylda, og er eg sannfærður um að allar þær margbreytilegu stöður sem að þetta fólk skipar í mannfélaginu eru vel fyltar og íslendingum til sæmdar. Skúli G. Bjarnason. ♦ Kæru gullbrúðhjón, og góðu vin- ir : Þegar að ónefnd rödd í síman- um bað mig um að Segja hér eitthvað í kveld, verð eg að við- urkenna það að mér fanst eg ekki vera fær um að leysa það af hendi eins og að það gæti eða ætti að vera gjört. — En þó kom mér til hugar lítið atvik uppi í Tujunga fyrir nokkrum árum síðan. Eg var staddur á heimili Gyðmundssons hjónanna á Foot- hil’l Éoulevard, og Mrs. Guð- mundsson hafði verið að sýna okkur umhverfið, blómin sín, fuglana sína og hinn umbreyti- lega gróður, og ennfremur benti hún mér á fjöllin og hnúkana, “Þetta eru nú Hrepphóla hnúk- arnir mínir, en þá nefni eg eftir Hrepphólahnúkunum sem að blasa við frá Stóra-Núpi,” en þar átti Mrs. Guðmundsson heima um tíma, hjá frænda sínum séra Valdimar Briem. — Svo segir Mrs. Guðmundsson, “Ætli það verði ekki þitt hlutskifti, Skúli minn, að skrifa eitthvað um mig látna.” Eg man að eg svaraði henni að eg vildi miklu heldur gjöra það um hana lifan,di, og svo vissi maður nú aldrei um hvor að annan græfi. En nú var tækifærið komið upp í rendur mínar, að segja eitt- ‘hvað um þau bráðlifandi. Þegar eg var heima strákur 1896, um sumarið voru alvarlegir jarðskjálftar á Suðurlandi. Hús- in hrundu í tugatali, fólk misti lífið í rústunum, og með lögum var fólki bannað að sofa eða vera inni í húsum sínum. En einmitt á þessu tímabili, fór fram gifting hinnar þá ungu Ingibjargar Jóns- dóttir og Bjarna Guðmundssonar frá Skardal, í Stokkeyrar kirkju. Heyrði eg foreldra mína og vinn- ufólkið tala um hve að brúðurin hefði verið bráð-fa'lleg, hávaxin, dökkhærð, með brosandi fögur augu og roða í kinnum, og klædd íslenzjkum faldbúningi. Og við sem sjáum hana hér í kveld á þessum heiðursdegi sínum við hliðina á manninum sínum, ljúf- menninu, eigum hægt með að trúa því. Það næsta sem eg vissi um þessi hjón, var það, að þau væru farin til Ameríku á móti vilja vina sinna og nágranna. — I Reykjavík þekti eg tvær systur Mrs. Guðmundsson, sem að fengu strjálar fréttir frá systur sinni í Ameríku. Líka man eg eftir 4 bræðrum þeirra systra, sem að allir voru sjómenn, sumir skip- stjórar á togurum, eftirtektar- verðir menn í útliti, og sem að voru einir af þeim sem að lögðu grundvöllinn að hinni arðvænu togara útgerð. Svo þegar að við komum til Los Angeles fyrir mörgum árum 'sðan, kyntumst við Ingibjörgu og Guðmundi fljótt, og sambandið hefir verið lifandi síðan. Eg hefi aldrei kom- ið til þeirra hjóna án þess að fara þaðan hressari og fróðari. í kveld þurfum við aðeins að litast um, og sjá hinn framúr- skarandi glæsilegu börn og bam- (Framh á bls. 7) ♦ ♦ -4' ♦ ♦ -V TIL BJARNA OG INGIBJARGAR GUÐMUNDSON 1. september, 1946 Sali ykkar sólargulli sveipar þessi kæri dagur, minninganna mildum Ijóma, morgunhlýr og æskufagur. Heill sé þeim, sem hjartaeldinn e himinborinn þannig geyma, eins og þið um œfi langa, aldrei hæsta marki gleyma. Landnámshjón, er heiður krýnir, hylla skal á þessum degi. Blessuð verk sem blómstur anga, Bjart er yfir fögrum vegi. Fagran ávöxt framtíð bera fremdarstörf og sálargróður. Því skal ykkur heitur hljóma hjartagróinn þakkaróður. Sitjið heil að sæmdarmóti, sigurrík á gæfudegi. Þó að æfi halli’ að hausti, hugans sumar þrotnar eigi. RICHARD BECK.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.