Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1946
Sjálfstæðisréttur smáþjóðanna
Höfundur þessarar greinar,
Cicily Isabel Fairfield er írsk
og skrifar jafnan undir nafn-
inu Rebecea West■ Greinar
hennar birtast í ýmsum ensk-
um og amerískum tímaritum.
Það, sem hún segir hér um
rétt smáþjóðanna til að lifa
lífi sínu frjálsar og óáreittar,
mun finna hljómgrunn í brjóst-
um margra íslendinga.
Fjöldi manna heldur 'því fram,
að öllum vandræðum í alþjóða-
viðskiptum væri lokið, ef stór-
þjóðirnar innlimuðu smáþjóð-
irnar. Röksemdir þeirra fyrir
þessu virðast nokkuð sterkar.
Þeir segja að orsök styrjalda sé
sú, að þjóðirnar séu of margar.
Eftir því sem þjóirnar séu færri,
því minni hætta sé á styrjöldum.
En hættulegt er að slá fram
svo að segja vandalausri lausn á
erfiðum vandamálum. Það er
ekki hægt að þurka smáþjóðirnar
út og skeyta þeim við stórveldin,
vegna þess að þær eru sjálf-
stæðar heildir, sem hafa skapað
sína eigin menningu, stjórna
sjálfar siínum eigin málum og
þykjast vera fullfærar um það.
Saga þeirra og þjóðarsál hefir
sín eigin einkenni, svo það er ó-
hugsandi að þær geti samrýmst
öðrum þjóðum, sem brot úr heild.
Séu Iþær innlimaðar í stærra
ríki, þá er ólhjákvæmilegt að
þeim finnst þær órétti beittar,
en það hlýtur að valda vandræð-
um fyrir ríkið. Að öðrum kosti
hljóta þær að týna sjálfum sér.
En hvort sem er, þá eru þær
orðnar að umskiftingum-
Hefir. nokkurn tíma verið til
fegurra og yndislegra land en
Danmörk? Kaupmannahöfn,
með öllum sínum fögru bygging-
um, er einlhver fegursta borg í
Evrópu- Og konungurinn gamli,
sem ríður snemma á hverjum
morgni eftir götunum, er dáður
og dýrkaður af fjöldanum og
hylltur ákaft við hvert hátíðlegt
tækifæri. Danir eru vökul og
iðjusöm þjóð. Inn um alla höfuð-
borgina eru skipaskurðir og
siglutoppar skipa rísa hátt milli
húsanna- í höfninni er líf og
fjör. En rétt fyrir utan hefst
sveitin, laglegir bóndabæir og
nýtízku ræktun, þar sem fólk
liifir heilbrigðu og iðjusömu lifi-
Með fyrirmyndar búskap, á-
gætum iðnaði og siglingum hef-
ir danska þjóðin komið sér svo
vel fyrir að þar er almenn vel-
megun. Og með fyrirhyggju og
dugnaði ætla Danir að halda
þeirri stöðu sinni í heiminum.
En smekkvísi þeirra og höfðings-
bragur lýsir sér bezt í hinum
glæsilegu búðum í Kaupmanna-
höfn.
1 Danmörk eru fáir ríkir og
fáir sárfátækir.* Flestir hafa nóg
fyrir sig að leggja, og þeir hafa
sniðið líf sitt eftir staðháttum
og getu. Þar er ódýrt að ferð-
ast og skemmta sér. ókunnug-
um kann. að finnast Danir sér-
góðir og smásmugulegir, en það
er afleiðing þess, að þeir eru
eins og hjón, sem reyna af litl-
um efnum að láta heimili sitt
liíta vel út.
Þetta er ekki auðvelt, og krefst
þess að menn leggi fram alla
krafta sína. Og Danmörk stjórn-
ar sínum eigin málum, sem sjálf-
stætt land, bæði hyggilega og
vel. En ef Danmörk ætti að inn-
lima í stærra ríki, þá mundi bæði
þegnum hennar gremjast það,
og þeir mundu einnig vekja
gremju hinna nýju samlanda
sinna. Rósemi Dana mundi brátt
breytast í þvermóðsku, og allir
hinir góðu eiginleikar þeirra,
sem öðrum eru til fyrirmyndar,
mundu glatast.
Lengra til norðurs er Finnland,
smáríki, en þar býr þjóð, sem
menn verða að dázt að fyrir hug-
kvæmni hennar og dugnað-
Landið nær norður að fshafi, og
þar skiftast á skógar og vötn-
Þar er Mtið um hlóm. Helsta lit-
skrúð landsins er lauf trjánna,
grænt á vorin og rautt á haustin.
En sá sem ferðast þar, mun
fljótt komast að raun um, að
Finnar hafa næmari tilfinningar
fyrir ffegurð heldur en vér, sem
liíum undir suðrænni sól við
sterkari liti- Þegar vér lærum
að nota augun eins og þeir kom-
umst vér að raun um að vér
stöndum andspænis nýrri og ein-
kennilegri fegurð. Byggingarlist
Finna mundi þykja einkennileg
í öðrum löndum, en hér á hún
heima, hún er í samræmi við
landið og þjóðina- Hún er til
breyting og líf þar sem annars
væri liflaust og leiðinlegt. En
Finnar hafa eigi aðeins gætt
formfegurðar, heldur einnig þess
hvað hentar Ibezt. íbúðarhús
þeirra, sjúkrahús og skólar, bera
vott um dirfsku, sem stöðugt
leitar þess, að fullkomna það,
sem fyrir er. Og svo er þriffnað-
urinn. Ef lifnaðarhættir þeirra
komast nokkurs *staðar í ná-
munda við óhóf, þá er það í
þrifnaði.
Enda þótt finnska þjóðm sé
fátæk, stendur hún á hærra menn
ingarstigi en flestar stórþjóðir.
Finnar lesa mikið og hafa brenn-
andi áhuga ffyrir öllum menning-
armálum. í Helsingfors er
stærsta bókaverzlun í heimi.
Jaffnvel bændur, sem búa á af-
skektum stöðum, kunna að meta
gildi góðra bóka, og þeir leggja
sinn slkerf til bókmenntanna með
alþýðukveðskap.
Ef maður hrósar Finnlandi, þá
segja Finnar: “Við mundum
komast vel af, ef við fengjum að
vera í friði.” En það er ekki
vilji örlaganna að þeir skuli fá
að vera í friði Þeir vissu vel að
þeir hlutu að dragast inn í stríð-
ið milli Þjóðverja og Rússa, og
sú tilhugsrm lá á þeim eins og
mara- Þeir fengu ekki séð hvern-
igþeir ættu að komast úr þeim
hildarleik sem sjálfstæð þjóð- En
sjálfstæðið er þeim fyrir öllu.
Um margar aldir hafa þeir bar-
ist fyrir sjálfstæði sínu, fyrst
við Svía og svo við Rússa. En
bæði Svíar og Rússar fengu að
kenna á því að Finnar voru ó-
þægur ljár í þúfu- Hinir ágætu
kostir Finna fá ekki notið sín,
nema því aðeins að þeir séu
sjálfstæðir.
Gagngjör andstæða Danmerk-
ur og Fiimlands, bæði um lands-
lag og þjóðlíf, eru Balkanlönd-
in- Þar tlifa flestir á landbúnaði
og verða að strita fyrir daglegu
brauði, því að jörðin er ófrjó og
loftslagið ómilt. Balkanmenn
eru meiri draumóra en fram-
kvæmdamenn, og þess vegna eru
þeir hvorki þrifalegir né lagnir
á að smíða meðan jámið er heitt.
Borgir þeirra eru handahófsleg-
ar. Þeir geta ekki fest hugann
nægilega lengi við svo jarðbund-
ið starf að byggja hús. Og þess
vegna gengur allt þar svo grát-
lega seint.
En í öllum þessum löndum,
Júgóslavtíu, Búlgaríu og Grikk-
landi, rekst maður á nýtt viðhorf
til lífsins, og það vegur fyllilega
upp á móti framkvæmdaleys-
inu. fbúarnir taka opnum örm-
um öllu því, sem lífið hefur að
bgóða. Þeir njóta náttúrufeg-
urðarinnar, þeir njóta þess að
horfa á hið dimmbláa haf hjá
grísku eyjunum og Dalmatíu-
strönd, þeir njóta þess að horfa
á litskrúð blómanna, hin gullnu
blöð mösursins og snækúpta
fjallatinda. Söngvar þeirra eru
um fegurð náttúrunnar. Og hún
endurspeglast í glitsaumunum á
fatnaði þeirra. Þegar þeir halda
hátíð, þá syngja þeir og dansa
aff fögnuði, eins og ekkert am-
aði að í þessum heimi. En þegar
þeir þegja, þá sökkva þeir niður
í svörtustu örvílnun-
Þeir fagna ferðamönnum,
vegna þess að þeir eru þáttur í
þessu dásamlega ævintýri, sem
nefnist líf- Þeir hlusta með at-
hygli á frásagnir þeirra, og segja
þeim sínar eigin sögur. Og hvort
sem þeir hlusta eða segja frá,
Yfir Atlantshaf á
tveimur tímum
Hvemig lýst yður á að ferð-
enskar mílur á klukkustund,
ast með flugvél sem fer 1500
eða hálfu hraðara en hljóð-
bylgjan? — Nathan F. Twin-
ing, foringi í ameríska flug-
hernum, segir hér frá því nýj-
asta sem er á döfinni í flug-
málum.
Flugvélin, sem fer hraðara en
hljóðið, verður tilsýndar eins og
silfurband í loftinu- Hún hefur
langa og oddmjóa trjónu og und-
arlega vængi og stýri. Ekkert
mun heyrast í henni fyr en
‘löngu eftir að hún er farin fram
hjá. Hún hefur máske tvöfald-
an eða þrefaldan hraða á við
þær hraðtfleygustu flugvélar
sem nú eru til.
Með þessari flugvél skapast
alveg nýtt támabil í sögu flug-
listarinnar, ámóta merkilegt og
þegar Wright bræður hófu sig
fyrst til flugs í farartæki, sem
var þyngra en loftið. Það er
þegar byrjað að smíða þessa
flugvél og hún hefur að nokkru
leyti verið reynd. Máske er hún
þegar á fflugi, er þér lesið þess-
ar línur.
Þetta eru engar ýkjur. Það
eru nú þau tímamót, að vér er-
um að eignast ílugvélar, sem
bera jafnt af flugvélum, sem
fyrir eru, eins og bezta bifreið
ber af uxakerru.
En hví er sókst éftir svo mikl-
um hraða? I fyrsta lagi vegna
þess að það er nauðsynlegt fyrir
öryggi landsins. Það er senni-
legt að í næsta stríði ráði hrað-
fleygar fflugvélar og flugskeyti
úrslitum á nokkrum klukku-
stundum. S'lák flugtæki — með
vængjum eða vængjalaus, með
flugmanni eða mannlaus — sem
fara þúsundir mílna á klukku-
sfund og þjóta yfir úthöf og
meginlönd á mínútum, þau geta
gert þær árásir, sem leggja alt
í auðn. Þetta er áreiðanlegt. Sú
þjóð, sém ekki hefur þessar
hraðfleygu flugvélar, á álls ekki
'sigurs von, jafnvel ekki lífs von-
Þá kemur það, að slíkar flug-
vélar geta haft afar mikla þýð-
ingu fyrir fólks- og vörufflutn-
inga- En það kemur seinna, má-
ske ekki ffyr en eftir nokkur ár.
Að því rekur samt sem áður. Sú
kemur tíðin að þér getið ferð-
ast með meiri ’hraða en hljóðið.
Þér farið þá frá New York að
morgni, komið til London eftir
rúman klukkuitáma, sinnið er-
fylgjast þeir með af sklningi,
sem sprottinn er af ást þeirra á
lífinu og trú þeirra á það að
andi og þékking sé aðeins til
þess að leiða þá ást í Ijós.
En þessa sálarauðlegð sína
geta þeir því aðeins varðveitt að
þeir hafi frelsi og rétt til að ráða
sínum eigin málum- Á undan
fyrri heimsstyrjöld voru nokkur
Balkanlöndin innlimuð á Aust-
urríki, en önnur höfðu nýskeð
brotist undan Tyrkjum. Ferða-
menn, sem komu þar áður, segja
að íbúarnir hafi verið óþrifalegir
og lítilmótlegir- En ástæðan til
þess var sú, að þeir hugsuðu ekki
um neitt annað en hvernig þeir
gætu fengið frelsi. Og ef þeir
væri nú svifftir frelsi, mundu
þeir sökkva niður í sama voilæðið
aftur.
Sannleikurinn er sá, að heim-
urinn getur aldrei orðið samfeld
eining eins og maðurinn er t.d.
samfeld eining margra fruma.
Hann verður að vera samband
þjóða, líkt og fjölskylda er sam-
band ættingja í hverri þeirri
fjölskyldu, þar sem ríkir eining
og samúð, hefir þó hver fullan
rétt til persónulegs sjálfstæðis
innan vissra takmarka. Þetta
verða menn að hafa hugfast þeg-
ar rætt er um afstöðu smáþjóða
og stórþjóða — ef jörðin á ekki
að verða að andlegri eyðimörk.
Lesb. Mbl.
indum yðar þar og farið svo
heim til New York um kvöldið-
Það getur meira að segja verið,
að eftir nokkur ár getið þér
flogið til hvaða staðar sem er á
hnettinum á svo sem tveimur
klufckustundum.
Þetta verður ekki fyr en eftir
nokkur ár. Tilraunirnar, sem nú
eru hafnar, geta tekið langan
tíma, áður en almenn not verða
að. Það er margt sem þarf að
taka til athugunar áður, og
grandskoða.
Eg ætla hér að segja dálítið
frá þessum tilraunum.
Áður er eflaust kunnugt um
nokkra af þeim örðugleikum
sem við er að stríða. Þér vitið
að um leið og hraðinn eykst, þá
eykst mótstaða loftsins. Þessi
mótstaða eykst mjög ört. Lítil
hraðaaukning krefst margfa'Ids
hreyfilafls (þetta ættu allir bíl-
stjórar að vita). 1 stríðinu þurfti
að útbúa flugvélarnar með marg-
faldjri hreyfilorku til þess að
auka flughraða þeirra úr 400
í 500 málur á klukkustund.
Mótstaðan eykst stórkostlega
er vér nálgumst hljóðhraðann,
sem er 763 mílur á klukkustund
við ytfirborð sjávar. Þar þyrfti
óhemju orkuaukningu til þess
að auka hraðlann um fáeinar
mílur- Vér þurffum iþví að fara
80,000 fet upp í loftið til þess að
draga úr mótstöðunni. Nú geta
flugvélar ekki farið hærra en í
60,000 feta hæð, en á 80,000 feta
hæð er loftmótstaðan helmingi
minni en þar, og ekki nema 1/28
af því, sem hún er við yfirborð
sjávar.
Það kemur því ekki til mála
að nota loftskrúfur. í stað þess
ætlum vér að nota rakettu-
hreyfil, sem vinnur jafnt í hvaða
hæð sem er. Þessi hreyfill er
til- Hann er mifclu minni en
venj i^legur loftskrúfuhreyfill,
en mörgum sinnum aflmeiri-
Hann hefur svo mikið atfl, að
hann getur komið flugvélinni
fram úr hljóðhraðanum á 10--
15 sekúndum. Og annar slíkur
hreyfill, sem nú er í smíðum, á
að hafa hálfu meira afl.
En aflið er ekki einhlítt. Þegar
venjuleg flugvél náigast hljóð-
hraðann er erfitt að stjóma
henni. Og það getur verið að hún
stingist þá beint niður með þeim
ofsahraða, sem enginn ræður við,
og niður á jörð.
Það getur komið titringur i
vélina og aukist svo að hún
hristist í smáagnir uppi í loft-
inu. Þegar hraðinn er orðinn
500 mílur, geta orðið erfiðleik-
ar um stjórn, en þeir erfiðleikar
aufcast jafnt og þétt eftir því
sem hraðinn eykst. Engri venj-
ulegri flugvél væri hægt að
stýra, eff hún færi með meiri
hraða en hljóðið. Beztu flug-
vélar vorar geta nú flogið nær
600 mílur á fclukkustund, en það
mundi efcki vera viðlit að stýra
þeim, ef þær færu með hljóð-
hraða.
Nú höfum vér fundið uþp flug-
vél, sem vér ætlum að hægt sé
að stjórna, þótt hún fari með
meiri hraða en hljóðið. Og hún
mun bráðum verða reynd í hin-
um ókunnu háloftum
Þessi flugvél hefur verið
reynd í blásturdhólkum, þar sem
loftþrýstingur á að vera helm-
ingi meiri heldur en þegar flog-
ið er með hljóðhraða- Þær til-
raunir hatfa orðið til þess, að
skapast hefur alveg ný flugvéla-
gerð með langri og oddhvassri
trjónu og þunnum vængjum,
með skelþunnum brúnum. Stýr-
isútbúnaður er iíka mjög frá-
brugðinn því, sem verið hefur.
Þessari flugvél er ætlað að fara
1500 mílur á klukkustund uppi
í 80,000 feta hæð. Eg segi ekki
að hún muni fljúga með þessum
hraða, því að vér vitum ekki
neitt um það hvað fyrir kann
að koma.
Vér höfum þegar reynt þessa
flugvél á svifflugi- Hún hefur
verið dregin hátt í loft upp og
síðan hefur hún verið látm
stinga sér og fara ýmsar veltur
og króka á 300—400 mílna hraða-
Og hún hefur staðizt það próf
með ágætum og látið vel að
stjórn. Og þegar þér lesið þessa
frásögn hefur 'hún sennilega ver-
ið reynd með rakettu-hreyfli.
Fyrst í stað verður ekki flogið
með fullum hraða. Síðan verður
hún reynd í háloftunum til þess
að vita hvernig hún lætur þar
að stjórn, og hvort henni hætti
við titringi.
Síðan kemur aðal reynzllu-
tflugið. Hátt á lofti mun flug-
maðurinn hleypa rakettu-hreyfl-
inum á stað, stinga sér til þess að
auka ihraðann, snúa svo upp á
við og þjóta upp í 80,000 feta
hæð. Þar flýgur hann svo beint
áfram og vér vonum að flug-
hraðinn verði þá meiri en hljóð-
Ihrað/inn, jafnvel miklu meiri,
alt að 1000 mílur á klukkustund.
I raun og veru er gert ráð fyrir
því að hann geti flogið 1500 mí'-
ur á fclufckustund, en það er
annað mál hvort það tekst. Vér
fáum ékkert um það að vita fyr
en hann lendir aftur, og hin ná-
kvæmu mælitæki segja til um
hraðann.
Næsta tflugvél, sem vér höf-
um í srníðum verður enn hrað-
fleygari, en satt að segja virð-
ast lítil takmörk fyrir því hverj-
um hraða flugvélar geta náð með
rakettu-hreyfli. Vér gerum ráð
íyrir að þessi flugvél geti farið
100,000 fet beint upp í loftið á
einni mínútu. Þegar hún hefur
farið 200,000 fet er eldsneyti
hennar búið, en hraðinn svo
mikill, að hún á að geta haldið
áfram upp í 300,000 feta hæð,
eða nær 60 mílur upp í loftið-
Þá er hún fyrir ofan “stratos”-
^viðið, rúmlega 5 sinnum hærra
en nökkur flugvél hefur áður
flogið, og rúmlega 4 sinnum
hærra en menn hafa komizt í
flugbelg-
Vér hötfum verið spurðir að
því hvort þessar flugvélar muni
fara svo hratt, að þær verði ó-
sýnilegar á fluginu. Nei, ekki
fyrst í stað. Venjulegar flug-
vélar sjást vel þótt þær fljúgi
með 600 mílna hraða. Flugvél
sem fer með 800, 1000 eða 1200
málna hraða á líka að vera sýni-
leg og hægt að fylgja henni með
augunum- En þó getur hraðinn
orðið svo mikill að þær verði
ósýnilegar.
Mikill hraði útheimtir mik-
inn kratft og þar af leiðandi mik-
ið eldsneyti. Þess vegna er
mjög takmarkaður flugtími
þessara hraðtfleygu ffiugvéla.
fyrsta flugvélin af þessari gerð
mun eyða öllu eldsneyti sínu
á fáeinum mínútum. En þessar
fáu mínútur eiga að nægja til
þess að gefa oss dýrmæta
reynzlu.
Þegar komið er upp í 80,000
feta hæð er þar 67 stiga frost.
En ekki þartf að hafa hitatæki í
flugkletfanum. Þvert á móti
þarf að hafa þar frystitæki. Mót-
staða loftsins veldur geisilegum
hita. Með 1500 mílna hraða verð-
ur hitinn af þessari mótstöðu
um 400 stig (F.) og mundi þá
verða 200—300 stiga 'hiti í flug-
klefanum, eða nóg til þess að
sjóða f'lugmanninn. Tyrkneskt
bað er venjulega 120 stiga heitt
og 160 stiga hita þola menn
ekki nema í nokkrar mínútur-
Þess vegna þarf að kæla lotftið
og sjáltfar flugvélarnar. Auðvit-
að hefur flugmaðurinn með sér
súrefni til að anda að sér- Hiti
er orka og ef til vill getum vér
notað þennan hita til þess að
spara eldsneyti.
Vér göngum þess ekki duldir
að margskonar hættur bíða flug-
mannsins, og sumar algjöríega
óþektar. En vér höfum gert
allar hugsanlegar varúðarráð-
stafanir. Ef eldur kemur upp í
tflugvélinni, eða hún skyldi
gliðna í sundur, þá getur flug-
maðurinn losað sig ásamt klefa
sínum, og fellur þá áleiðis til
jarðar- Þegar hann hefir fallið
um 30,000 fet opnast sjá'lfkrafa
umbúnaður, sem dregur úr fall-
hraðanum, og þegar lengra kem-
Segulvírshljóðritinn
Nú er að ryðja sér til rúms
merkileg nýung á sviði hljóð-
ritunar. Stálvírshljóðritun er
farin að keppa við hina gömlu
plötuupptökuaðferð. — Upp
finningin er verk amerísks verk-
fræðings, Marvine Camras að
nafni. Þegar plötur eru notað-
ar til upptöku fylgja ýmsir ó-
kostir, t- d- tíð plötuskifting, sem
spillir löngum tónverkum og
ýmsu fleiru, mikið slit sem gerir
þlöturnar endingarlitlar, aúk
þess sem þær eru brothættar.
Kostir stálvírsins eru aftur á
móti margir. Spólumar eru
venjulega um 12000 fet á lengd,
og er verið um klukkutíma að
spila þær. Það er mjög hent-
ugt, ef taka á upp semfellda
dagskrá, ræðu eða langt tón-
verk. Stálvírinn er líka miklu
endingarbetri en plata og má
spila stálvírsspólu nærri því
endalaust. Og síðast, en ekki
sízt, má nefna þann kostinn, að
af stá'lvírnum má þurrka út fyrri
upptökur, svo að spólan ónýtist
ekki þótt hluti úr upptöku mis-
takist, 'heldur má nota sömu
spóluna aftur. Það er mjög lík-
legt, að þetta nýja tæki eigi eft-
ir að ná gifurlegri útbreiðslu við
útvarpsstarfsemi, í skólum, hjá
blaðamönnum og víðar. San
Fransisco ráðetefnan var tek-
in upp á stálvír. þar sem sýnt
þótti, að stálvírsspólan mundi
geymast lengur en plata.
Síðastliðinn föstudag var
blaðamönnum boðið að skoða
hið eina tæki af þessari gerð,
sem hingað hefir komið. Það
var Radio- og Raftækjastofan,
Óðinsgötu 2, sem keypti tækið,
en það er framleitt hjá General
Electric- Eigendur Radio- og
Raftækjastofunnar eru þeir
Sveimbj- Egilsson og Magnús Jó-
hannsson.
Fálkinn, 18. júlí.
ur spennir flugmaðurinn út
fal’lhlíf. Þessi björgunartæki
hafa verið reynd og vér hyggj-
um að þau muni duga — máske
betur en sumar aðrar varúðar-
ráðstafanir.
Viðvíkjandi flughraða þess-
ara nýju flugvéla má geta þess
til samanburðar að “V-2” flug-
skeyti Þjóðverja fór 3600 mílur
á klukkustund. Og Þjóðverjar
höfðu í smáðum annað flug-
skeyti, sem þeir ætluðu að senda
vestur yfir haf. Átti það að
geta farið 16,000 mílur á klukku-
stund, ná í 500 mílna hæð, og
ffara heimsálfanna milli á 14
mínútum, eða þar um bil. Það
vantaði aðeins lítið á það að
þetta flugskeyti væri fullgert.
Nú er farið að tala um slík
skeyti, sem geti farið með alt að
þvií 25,000 mílna hraða á klukku-
stund.
Setjum svo að bráðum komi
farþegafflugvélar, sem fljúga
1300 mílur á klukkustund. Með
þeim hraða geta menn ferðast
yfir Atlantshafið, milli Ameríku
og Evrópu, á rúmlega 2 klufcku-
stundum.
Lesbók Mbl.
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
Ertu hræddur við að borða ?
Áttu vlS aS strlSa meltlngarleysl,
belglng og náblt?
paS er óþarfl fyrir þig aS láta
sllkt kvelja þig. FáSu þér New
Discovery "GOLDEN STOMACH
TÖFLUR." 360 töflur duga I 90
daga og kosta $5.00; 120 duga I
30 daga, $2.00; 65 I 14 daga og
kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa
dós — fœst 1 öllum lyfjabúSum.