Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ' OKTÓBER, 1946 7 V estur-íslendingar í heimsókn Á sunnudaginn var komu í heimsókn hingað til lands flug- leiðis þeir ritstjórar vestur-ís- lenzku blaðanna Heimskringlu og Lögbergs, Stefán Einarsson og Einar Páll Jónsson skáld, og Grettir Jóhannson ræðismaður í Winnipeg, allir ásamt húsfreyj- um sínum. Eru (þessi hjón komin hingað samkvæmt heimboði rík- isstjórnarinnar og Þjóðræknisfé- lagsins hér. Með sömu flugvél kom hingað Hjálmar Gíslason, bóksali, bróðir Þorsteins heitins Gíslasonar ritstjóra, í heimsókn til skyldmenna sinna- Þetta er fjölmennasti hópur- inn sem hinngað kemur sem boðsgestir frá löndum vorum vestan hafs- Áður hafa stærri hópar Vestur-íslendinga hingað komið, en þá af eigin hvötum, nfl. á A'lþingishátíðina 1930. En nökkrum sinnum hefir einstök- um mönnum verið boðið hingað heim, svo sem Steþháni G. Stephánsyni, Gunnari B- Björns- syni skattstjóra og nonkkrum fleirum- Þessvegna er þetta síð- asta heimJboð gleðilegur vottur þess, að við Frónbúar höfum smátt og smátt öðlast betri skilning á hvers virði það sé ökkur, að efla sem bezt kynnin meðal íslendinga vestan hafs og austan. Boðsgestirnir eru sem sé þeir menn, sem á undanförnum ára- iugum hafa átt beztan og mest- an þáttinn í því að halda við kynnunum austur yfir haf. Tveir þeirra eru ritstjórar vest- uríslenzku blaðanna í Winnipeg, en án þeirra blaða mundi fjöld- inn allur af Islendingum vestra eflaust hafa komist úr öllum tengslum við ættarslóðir sínar. Lögberg og Heimskringla hafa jafnan flutt ítarlegar fréttir frá íslandi, sem ef til vill voru einu fréttirnar, sem dreifðum land- nemum íslenzkum, og afkom- endum þeirra, gafst kostur á. Sá skerfur, sem þessi blöð hafa lagt til íslenzkra þjóðernismála, er því ærinn. Og vel sé þeim, sem að þessu. hafa starfað, að jafnaði fyrir sultarlaun — og stundum litlar þakkir. Þriðji maðurinn, Grettir L. Á. Jóhannsson hefir verið ræðis- maður Islands og Danmerkur í Winnipeg síðan nokkru fyrir heimsstyrjöldina og mun vera elstur að starfi allra íslenzkra ræðismanna í Vesturheimi. Hann hefir umnið óeigingjarnt starf og mikilsvert fyrir Island, og lagt í það mikla vinnu, ekki sízt er störfin jukust svo mjög vegna aukinna kynna og samgangna milli íslands og Vesturheims. Grettir er sonur Ásmundar P. Jóhannssonar fasteignasala, sem lengst hefir átt sæti í stjórn Eim- skipafélags íslands, ásamt Árna heitnum Eggertssvni. Komu þeir hingað á aðalfundi félagsins hvenær sem þeir máttu því við koma og hafa því gert hingað margar ferðir. T. d. hefir Ás- mundur komið hér tíu sinnum. Stundum var Grettir sonur hans í för með honum og hefir þann- ig haft tækifæri til að kynnast landinu- En síðast var Grettir hér á ferð 1930. Nú er með hon- um kona hans, sem ættuð er frá Iowa og írsk í aðra ætt. Þó að Grettir sé yngnstur hinna fjögurra Vestur-lslend- inga þá hafa hinir þrír um lengri veg að skyggnast til síðustu veru sinnar á íslandi. Því að þeir hafa dvalið vestra lengst sinna manndómsára og ekki komið í heimsókn hingað síðan þeir hurfu vestur. Stefán Einarsson, sem um 20 ára skeið hefir verið ritstjóri Heimskringlu, lítur yfir 42 ár síðan hann hvarf af landi burt. Fæddur er hann í Árnanesi í Hornafirði og er nú hniginn á efri aldur. En kona hans, sem nú er hér með honum, frú Krist- ín Guðmundsdóttir frá Esjubergi ÍSLAND KREFST NÆRRI 40 MILJÓN KR. STRÍÐSSKAÐABÓTA AF ÞJÓÐVERJUM 20 skip fórust í stríðinu, með 194 íslendingum Nefnd sú, sem dómsmálaráðherra skipaði fyrir nokkru tii þess að útlbúa skaðabótakröfur Islands á hendur Þjóðverjum fyrir ófriðarspjöll, hefir nú skilað áliti. Telur nefndin, að kröfurnar nemi tæpum 40 milljónum króna. í kröfuskjalinu kemur fram, að Island missti af styrjaldarástæðum ca. 19% af skipastóli sínum eins og hann var í upphafi styrj- aldarinnar, en tala drukknaðra manna og örkumla af styrjaldar- ástæðum nam um 1.8% af öllum íbúum íslands. Allar kröfurnar eru miðaðar við greitt trygging- arfé, en aðrar þjóðir hafa gert kröfur sínar með þessum hætti. Tilkynning, sem blaðinu hefir borist frá ríkisstjórninni um þetta mál, hljóðar svo: “Hinn 16. maí s.l- voru þeir Þórður Eyjólfsson, hwstaréttar- dómari, Einar Arnalds, borgar- dómari, og Guðmundur Guð- mundsson, tryggingafræðingur, skipaðir í nefnd til að útbúa skaðabótakröfur á hendur Þjóð- verjum fyrir ófriðarspjöll- Hafa þeir nú lokið störfum og sent ráðuneytinu kröfugerð ásamt fylgiskjölum- Hinn aðalkaflinn er kröfugerðin sjálf. Skiptist hann í 2 aðal- flokka: 1. Dánarbætur og örorku- bætur kr. 8,248,178.56. 2. Bætur vegna tjóns á skip- um, farmi og öðrum verðmætum á Skipum kr. 31,140,629.83. Samtals kr- 39,388,808.39- Sundurliðast það þannig: 1. Á 20 skipum fórust 181 skipverjar og 13 farþegar en 22 menn slösuðust á skipum og einn í landi. Dánarbætur skip- verja eru samtals kr. 7,325,499.00. Dánarbætur fanþega kr. 658,- 438.72. Slysabætur kr. 184,228.00. Dagpeningar og sjúkrahjálp kr. 80,012.84. 1 kröfugerðinni eru dánarbæt- ur og örorku miðaðar við raun- verulegar greiðölur íslenzkra tryggingarstofnana, og bætur fyrir tjón á skipum, farmi og öðrum verðmætum eru miðaðar við raunverulegar fjárbætur, sem íslenzkar tryggingarstofn- anir hafa innt af hendi vegna tjóns af styrjaldarvöldum. Aðal kröfuskjalið skiptist í 2 aðalkafla, greinargerð og kröfu- gerð- 1 greinargerðinni er fyrst vikið að þjóðréttarstöðiu Islands á styrjaldarárunum, þá að breska hernáminu 1940, hervemdar samningi Islands við Bandaríki Norður-Ameríku, og að síðustu að ástæðum þeim, sem liggja til grundvalar kröfu íslands um Styrjaldarskaðabætur. Kemujr þar m. a. fram, að af styrjaldar- ástæðum missti ísland co. 19% af skipastóli sínum eins og hann var í upphafi styrjaldarinnar og tala drukknaðra manna og ör- kumla af styrjaldarástæðum nam 1.8% af öllum íbúum íslands. á Kjalarnesi fluttist vestur fyrir 35 árum. Einar Pál'l Jónsson, fluttist vestur fyrir 33 árum og hefir lengst af starfað við Lögberg síðan, þar af sem aðalritstjóri sdðustu 19 árin. Einar var orðinn kunnur af kvæðum sínum og kviðlingum löngu áður en hann fluttist vestur, og lagði ekki ljóðagerðina á hilluna þó að hann gerðist blaðlamaður, þvtí að mörg beztu hvatningarljóð sín hefir hann ort síðan. Og tam- ast er honum að hvetja lesendur sína til þess að gleyma ekki ís- lenzku þjóðerni. Fyrir nökkru kom út Ijóða- safn þessa vestur-íslenzka ætt- jarðarskálds hér á landi, og væri þeim Islendingum hollt að lesa það, sem halda, að þeir glati ástinni til feðrafrónsins, sem fjarri því búa. Því að það er mála sannast, að heitari ljóð til Islands yrkja nú fáir en Ein- ar Páll. — Ingibjörg, kona hans er fædd Vestur-lslendingur, frá Mifcley í Manitoba. Kom hún hingað 1936, og starfar með manni sínum við Lögberg. Hjálmar Gíslason er einn af hinum elstu í Islendinga-nýlend- unni í Winnipeg. Hann fluttist vestur ungur, en hefir alla tíð komið mjög við sögu landa vestra og er manna kunnugast- ur högum íslendinga í Winni- peg- Til þess að greiða götu þess- ara gesta hafa heimboðsaðil- arnir kjörið þriggja manna nefnd. Það sem af er dvölinni hefir veðráttan gert sitt til að sýna landið í sínum fegursta skrúða, og það fólk, sem skifti mun hafa við gestina, þær sex vikur, er þeir dvölja hér, munu heldur ekki láta sitt eftir liggja- Því að þeir eru öllum aufúsu- gestir- Fálkinn, 16. ágúst. Samtals kr. 8,248,178-56. 2- Bætur sem greiddar hafa verið fyrir 19 skip, sem farist hafa eða skemmst af stríðsvöld- um nema samtals kr. 17,212,- 491.26. Kr. 13,928,136.57 hafa verið greiddar í bætur fyrir fram, sem farist hefir í íslenzkum skipum eða skipum í þjónustu Islend- inga á stríðsárunum. Eins og áður er sagt eru allar kröfur miðaðar við greitt trygg- ingarfé og taka nefndarmenn fram, að þeim sé ljóst, að í ein- stökum tilfellum mundu dóm- stólar hafa dæmt hærri bætur, ef til þeirra kasta hefði komið, og að raunverulegt tjón viðkom- enda og þjóðfé'lagsins í heild er að sjálfsögðu miklu meira en dánarbætur, ákveðnar af dóm- stólum mundu segja til. Ástæða þess að tryggingarbætur eru lagðar til grundvallar er m. a. sú, að aðrar þjóðir hafa haft þann hátt í sínum kröfugerðum. Utanriíkisráðunieyitinu hefir verið sent afrit af 'kröfugerðinni með tilmælum um að það komi kröfunum á framfæri á þann hátt, sem það telur heppilegast- an.” Mbl., 9- sept. GAMAN 0G ALVARA Maður nokkur kom inn í mat- vöruverslun, sneri sér að kaup- manninum og sagði: “Jeg þarf að fá nokkrar rjúp- ur til að gefa konunni minni”. “Við höfum því miður engar rjúpur”, svaraði kaupmaðurinn, “en hjer eru ágætar pylsur”. “Pylsur!” hrópaði maðurinn og barð í borðið. “Hvernig get jeg komið konunni minni í trú um, að jég hafi veitt pylsur?” + “Hversvégna í ósköpunum”, spurði konan, “ertu altaf að fá lúðurinn hans Jóns lánaðan? Þú veist þú getur ekki spilað á hann”. “Satt er það”, svaraði maður- inn, “og það getur Jón ekki held- ur, meðan jeg hef hann”. ♦ Að kyssa konur í draumi boð- ar friðslit. Rautt spil að sjá boð- ar óhamingju í ástum. -f Maður nokkur stóð á götu- honri erlendis og hallmœlti Is- lendingum. “Sýnið mjer íslending”, hróp aði hann, “og jeg skal sýna ykk- ur hugleysingja”. “Jeg er íslendingur”, hrópaði sterkbygður maður og gekk fram úr áherendahópnum. “Og jeg er hugleysingi”, sagði ræðumaður, um leið og hann stökk niður af kassa sínum og hvarf í mannJþröngina. Háðfuglinn Bernard Shaw Síðan Mark Twain leið, hafa áreiðanlega ekki myndazt jafn- margar skopsögur um nokkurn mann og brezka stórskáldið Bemard Shaw. Hér koma nokkr- ar, sem allir íslenzkir aðdáendur skáldsins hafa vafalaust gaman af að lesa: Það er eg• Shaw eyddi eitt sinn sumar- leyfi sínu í Wales- Dag nokkum var hann að klifrast uppi í fjall- lendinu og mætti þá öðrum ferðalang. Þegar hann sá skáldið, varð hann allur að augum og starði frá sér numinn á hinn fræga mann. Shaw fflýtti sér nú allt' hvað af tók framhjá mann- inum, en snéri sér því næst við, brosti alúðlega og mœlti: “Rétt er það, sá er maðurinn.” Um hjónabönd. Shaw var eitt sJnn spurður um álit sitt á hjónaböndum- Þá varð honum að orði: “Það er um hjónaböndin eins og frámúr- araregluna. Þeir, sem ekki eru í henni, geta ekkert um hana sagt, og hinir — eru skyldugir til að þegja um aldur og ævi. Meirihlutinn ræður. Þegar leikrit Shaws, “Man and Superman,” var frumsýnt í Lon- don árið 1903, ætlaði fagnaðar- látunum að lokinni sýningu aldr- ei að linna. En ofan af svölunum heyrðist skerandi blístur frá einum óánægðum leikhúsgesti, og rauf það óþægilega aðdáunar- kliðinn. Shaw var kallaður fram, fólk klappaði í hrifningu, en sá óánægði hélt áfram að blístra. Þá lyfti Shaw hendinni, og loks, er áheyrn fékkst, leit hann upp til svalanna og mælti ti'l hins óánægða gests: “Herra minn, eg er yður innilega sam- mála, en hvað þýðir fyrir okkur tvo að berjast við allan þennan meirihluta?” Kvikmyndirnar. Shaw var lengi vel anndvígur kvikmyndum og mátti ekki til þess hugsa, að verk sín yrðu kvikmynduð. Samt sem áður linntu kvikmyndahöldarnir ekki látum að fá hann til að selja þeim réttinn til að kvikmynda leikrit hans. 1 því sambandi kom einn af frægustu kvikmynda- kongunum frá Hollywood ti'l London til'þess að kaupa mynda- tökuréttinn að leikritinu “Mær- in frá Orleans.” % Milli hans og Shaws fór fram eftirfarandi samtal: Shaw: “Hve mikið borgið þér?” Kvilkmyndahöldurinn: “Þér skiljið sjálfsagt, að þetta á að verða íburðarmeiri kvikmynd en áður eru dæmi til.” Shaw *óþolinmóður): “Hve mikið borgið þér?” Kvikmyndahöldurinn: “Við ætlum að ráða til okkar beztu leikstjóra vera'ldarinnar” — — Shaw *tekur fram í): “Já, en hve mikið borgið þér?” Kvikmyndahöldurinn: “Og í aðalhlutverkinu verður” — — Shaw: “En, góði maður, hvað stoðar það- — Við skiljum ekki hvor annan- Til þess eruð þér of mikill listamaður og eg of mikill kaupsýslumaður.” Meðmælaskjalið. Ungur leikari heimsótti Shaw eitt sinn og bað um leyfi til að mega leika nokkur hlutverk fyrir hann. Daginn eftir fór leikarinn síðan á fund eins af helztu leikhússtjórunum í Lon- don með svo látandi meðmæla- skjöl frá hinum fræga rithöf- undi: “Eg mæli eindregið með N. N- leikara. Hann leikur Hamlet, Shylock, Othello og auk þess borðknattleik. Knattleikinn leik- ur hann langbezt.” Dans. Á gustukahátíð einni dansaði Shaw við konu nokkra, sem ekk- ert botnaði í þeim mikla heiðri, sem hún varð þar með aðnjót- andi: að einn af frægustu rit- höfundum heimsins skyldi láta svo lítið að dansa við hana. Kon- an sagði: “En hvað það er elskulegt af yður, meistari, að dansa við jafn lítilmótlega konu og mig!” “Já, en kæra frú,” anzaði Shaw, “þér munið þó liklega, að við erum á gustukahátíð.” Andatrúin. Shaw er mesti raunsæismaður. En eftir heimsstyrjöldina 1914- 1918 gengu margir brezkir anda- trúarmenn í skrokk á honum og reynndu að telja hann á sitt mál. Þá var andatrúaröld mikil á Englandi. Einn af andatrúar- mönnunum sagði við Shaw: “Eg ful’lvissa yður um, að borðið fór að hreyfast hægt og rólega” “Því ekki það,” svaraði Shaw, “sá vægir alltaf, sem vitið hefur meira” Tileinkunin. Dag nonkkurn rakst Shaw á bók eftir sig hjá fornbóksala eiri- um. Bók þessa hafði Shaw gefið vini sínum með þessari áritun: “Til N- N. með alúðarkveðjum frá G. -B. S.” Shaw keypti bókina þegar í stað og sendi vini sínum hana á nýjan leik með þessari viðibótar- áletrun: Til hr. N. N. með end- urnýjuðum kveðjum frá G. B. S. Leikið á Bernard Shaw. Kvenfélag eitt í Skotlandi snéri sér bréflega til Bemards Shaw og ‘bað hann að gefa sér eitt eintak af bók eftir hann, sem félagið kvaðst ekki hafa efni á að kaupa. Shaw svaraði um hæl: “Eg fæ ekki séð, hvers vegna eg ætti að verða við beiðni yðar. Félag, sem hefur ekki efni á að kaupa 20 króna bók, er það þyk- ist ekki getað án verið, á alls ekki tilverurétt-” Skáldið fékk eftirfarandi svar um hæl: “Heiðraði hr. Shaw: Við þökkum innilega hina vingjarn- legu neitun yðar. Bréf yðar höf- um við selt fyrir 1 sterlingspund. Fyrir andvirði þess höfum við keypt umrædda bók eftir yður og lagt afganginn í styrktarsjóð félagsins.” Himnaríki eða helvíti■ Shaw hefur alltaf verið “vand- ræðabam” Englands. Þegar leik- rit hans “Barbara majór,” þar sem hann lætur failbyssufram- leiðandann (Gull og púður) sigr- ast á kenningum dóttur sinnar Barböru (sem er major í Hjálp- ræðishernum), hafði verið frum- sýnt, kom einn af meðlimum Hjálpræðishersins til Shaws og talaði í marga klukkutíma við hann um himnaríki. “Ef til vill hafið þér rétt að mæla,” sagði Shaw að lokum. “En þér megið ekki gleyma, hve örðugt valið er. Eg mundi held- ur kjósa mér himnaríkisvist vegna hins milda loftslags, sem þar ríkir, en hins vegar helvíti vegna alls þess skemmtilega fólks, sem þar? er að finna.” Samtíðin.. The Swon Manufocturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRJP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Magníum unnið úr sjónum Það er nýr iðnaður á Eng- landi að vinna magníum úr sjó- Fyrsti molinn af magníum úr sjó er framleiddur í Englandi- Tveir þriðju af þeim kynstr- um af magníum, sem notað var í stríðinu í flugvélar og íkveikju- sprengjur, var unnið úr sjó. Áð- ur fluttu Bretar inn magníum frá Austurríki, Hellas, Indlandi og Mansjúlríu. Bretar notuðu líka á stríðsárunum mikið af magníum úx flugvélum þeim, sem þeir skutu niður. Þannig lögðu Þjóðverjar þeim, magn- íum í íkveikjusprengjumar, sem notaðar voru til að brenna þýzk- ar borgir. Höfnin í Harrington, sem hætt var að nota til siglinga, var val- in til framleiðslunnar. Harring- ton er í Cumberland. Settar voru flóðgáttk- í hafnarmynnið og þær opnnaðar um flóð, svo að höfninn fylltist af 45 miljón lítr- um af sjó, sem dælt var inn í voru unnnin 36,000 tonn af magn- íum á ári. Magníum er ekki unnið bein- línis úr sjónum, héldur úr sjó og kalki. 1 1000 gallónum af kölklðum sjó fást 29.3 pund af magníum — 14.3 pund úr kalkinu og 15 pund úr sjónum- Úr höfninni er vatninu dælt inn í tvo steinsteypugeyma- Leskjað kalcium-kalk er sett saman við, til að draga í sig krítina úr vatninu. Eftir að vatnið var orðið “mjúkt” af þessari meðferð, rennur það inn í sandsigti, sem síar það. Síðan er dólómítkrít hellt saman við og blöndunni svo veitt inn í geysistóra tanka, sem taka 3 miljón ga'llón, og þar botn- fellist hún. Magníum, eða “ullin,” sem lítur út eins og mjólkurdrafli, sezt hægt og hægt til botns- Hún er svo hituð með gufu og síuð gegnum ull. Og síðan er þetta þurrkað og verður að magníum- dufti. Það er ebki orðið að magníum — hreinum málmi — ennþá Síðasta meðferðin er gerð með rafstraumi. Stærstu verksmiðj- umar fyrir þetta eru skammt frá Manchester. Magníum er lyft með hegrum upp í risavaxnar blöndunarvél- ar, sem eru um 90 feta háar. Er mómylsnu blandað saman við magníum og ennfremur kolum, kalíum, salti og klórmagníum- blöndu. Þetta er þykk leðja, sem fer gegnum blöndunarvélina og síð- an inn í þurrkofn. Þar rennur mórinn úr og myndast litlir klumpar. Eru þeir látnir fara gegnum klór og hitaðir afar- mikið í rafmagnsofnum. Síðan er bráðnu klórmagníum rennt í sex smálesta ker og þar eru efnin tvö aðgreind með raf- straumi. Fálkinn. Þegar karlmaður er í óhrein- um fötum, illa burstuðum skóm og götóttum buxum, ætti hann hann að gera eitt af tvennu — gifta sig, eða fá skilnað. ♦ Það er fjarstæða, að giftir menn sjeu langlífari en ógiftir. Þeim finnst það bara-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.