Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 6
Ii i---------;--------- Margrét Werner “Nei, það var enginn draumur,” sagði hún, og rétti fram báðar hendur til að beilsa honum. “Kæra Beatrice, hvað þetta var vel gert af þér!” sagði jarlinn; “við höfum bara 20 míntur þar til hringt verður til morgunverðar; við skulum nota þær eins og bezt við getum.” Þetta var ynd- islegur morgun; þunn þokuslæða lá sem þunt brúðarslör yfir trjánum. “Beatrice,” sagði jarlinn; þú sérð sól- ina geisla hátt uppi í himinhvolfinu; fyrir þremur vikum, hefði eg getað hugs- að, að það væri auðveldara fyrir sólina a falla ofan til mín, en fyrir mig að vinna ást þína. Eg get varla trúað því ennþá, að hugsjóna gyðjan mín sé nú mín í fullri persónu. Það hefur altaf verið minn metnaður að giftast stúlku, sem hefði ekki elskað neinn annan en mig. Það hefur þú aldrei gert. Enginn maður hefur áður haldið í hendi þína, eins og eg geri nú; enginn maður hefur kyst þig, eins og eg gerði í gær.” Þegar hann sagði þetta, roðnaði hún í andlitinu. Nú minntist hún Alfred Hankins. Jarlinum fanst hún ennþá fall- egri með roðann á andlitinu og hugsaði, hve saklaus af því að hafa elskað ann- an, að hún væri. “Eg er hræddur um að eg verði f jarska afbrýðissamur,” sagði hann. “Eg öf- unda allt, sem þú rennir þínum fögru augum á. Viltu koma með mér í útreið- artúr eftir morgunverðinn? Mig langar til að tala við þig um Elkhorn — heim- ilið mitt. — Þú verður lafði Markham af Elkhorn, og eg er viss um að enginn kongur getur verið sælli en eg.” Loksins var hringt til morgunverðar. Er Beatrice kom inn; kom amma hennar á móti henni. “Faðir þinn sagði mér nýjar og góðar fréttir,” sagði hún. “Guð blessi þig, elsku barnið mitt, og geri þig hamingju- sama!” Lewis Dare gat sér til hvað skeð hafði, og talaði lítið, meðan á máltíð- inni stóð. Aðal umræðurnar snerust um dansinn. Jarlinn var órólegur að bíða eftir morgun póstinum, sem kom ekki fyr en máltíðinni var lokið. Ralph lá- varður tók á móti bréfunum; það voru þrjú til jarlsins, eitt til lafði Cuming frá Margréti, tvö til Lewis Dare, en ekkert til Lilian. Lávarðurinn hélt í hendi sér stóru bréfi, í bláu umslagi. “Miss Bea- trice Cuming,” sagði hann—“frá Brook- field. Þetta er stór skrift. Það hefur sannarlega átt að sjást nafnið.” Beatrice tók við bréfinu, án þess að hugsa neitt um það; hún þekkti ekki rithöndina; hún þekkti heldur engan í Brookfield, sem var næsta póstafgreiðl- ustöð — var líklega eitthvert umburðar eða betlibréf, hélt hún. Jarlinn kom til hennar og fór að tala við hana, svo hún stakk bréfinu kæruleysislega í vasa sinn; og svo gleymdi hún því. Jarlinn flýtti sér að fara í reiðfötin, því hest- arnir voru tilbúnir. Beatrice hugsaði ekki meira um bréfið. Útreiðar túrinn var hinn skemtileg- asti, og það svo, að hún áleit það ein- hverja indælustu stund æfi sinnar. Jarl- inn sagði henni allt um Elkhorn, sitt að- dáanlega, skrautlega heimili — stóra gamla höll, þar sem hvert herbergi átti sína sérstöku sögu, minningar liðins tíma, sem var sögð einni kynslóð eftir aðra, og sem stöðugt var haldið lifandi í minni ættarinnar. Hann ætlaði að gera stórar umbætur á kastalanum. Nýja og skrautlega byggingu áfasta við kastalann, ætlaði hann að láta byggja, og eina sérstaka stofu í þeirri byggingu ætlaði hann að láta gera svo fína og skrautlega, eins og mögulegt væri fyrir nokkra peninga, svo önnur slík stofa væri ekki til á Englandi. “Viðhafnar- stofan þín skal vera svo, að hún sé sam- boðin hverri drottningu.” Er þau riðu gegnum fagurt skóglendi, datt Beatrice nokkuð nýtt í hug. “Eg er að hugsa um. Herbert. hvað mamma segir. Þú verður að heimsækja hana. Hún var svo hrædd við ást og giftingu. Vesalings mamma!” Hún var að hugsa um hvað mundi hafa komið fyrir móður sína, fyrst hún var svo hrædd við það sem Beatrice fanst svo unaðslegt. Jarlinn var viljugur að gei’a allt sem hún beiddi hann um. í nágrenni við hinar mörgu stofur sem átti að skreyta og prýða fyrir Beatrice, talaði LÖGBERG, FIMTUDAGENN 31. OKTÓBER, 1946 jarlinn einnig um stofur fyrir Margréti, ef hún vildi vera hjá þeim. “Eg verð að skrifa mömmu í dag og segja henni frá trúlofun okkar,” sagði Beatrice; “eg vil ekki að hún frétti um það frá neinum nema mér.” “Kannske þú viljir lofa mér að láta innaní bréfið þitt fáeinar línur frá mér, þar sem eg bið hana að fyrirgefa mér, að hafa ekki leitað samþykki hennar,” sagði jarlinn. Það ætti að vera fáanlegt,” sagði hún og hló. Þegar þau komu heim, var Beatrice orðin þreytt, og fór strax til herbergja sinna. Hún skrifaði langt bréf til móður sinnar, og lýsti kærastanum sínum svo, að hans líki væri ekki til, göfugur, ridd- aralegur og að öllu leyti afbragð annara manna; þegar hún hafði lokið við að skrifa bréfið, var hún tilbúin að klæða sig fyrir miðdagsverðinn. “Hvaða búningur þóknast þér bezt, Miss Cuming?” spurði þjónustu stúlkan. “Sá fallegasti sem eg á,” sagði Bea- trice, og roðnaði í andliti. Hvaða bún- ingur rnundi honum líka bezt? Loksins fann stúlkan einn, sem Beatrice líkaði, hvítan guðvefjar kjól. Hiin vildi ekki hafa demanta stáss — ekkert annað en hárauðar rósir. Eina í hárinu, og aðra á brjóstinu. Hún var ánægð með búninginn, er hún virti sig fyrir sér í speglinum. Allt í einu mundi hún eftir bréfinu sem hún hafði fengið um morguninn; það var í vasa á morgunkiólnum henn- ar. Hún tók það úr vasanum. “Þarfnastu mín meir, Miss Cuming?” spurði þjónustu stúlkan. “ Nei,” svaraði Beatrice, og opnaði bréfið. “Eg er nú tilbúin.” Stúlkan fór út úr herberginu, og Bea- trice tók útúr umslaginu, stórt þéttskrif- að bréf. Hún flýtti sér að sjá frá hverj- um það*væri, því hún haföi enga hug- mynd um það. 31. Kafli . Meðan hún var að lesa bréfið, föln- aði hún upp í andlitinu, og hjartað nærri stöðvaðist í brjósti hennar, og hún gaf frá sér eitthvert óákveðið eymd- arvein; bréfið datt úr höndum hennar og hún féll á kné og huldi andlitið í höndum sér. Loksins varð hún fyrir þessu hræði- lega rothöggi — þessu, sem hún hafði verið svo viss um að aldrei kæmi fyrir. Alfred Hankins hafði komist að því hvar hún væri og krafðist að hún stæði nú við það sem hún hafði lofað honum. Þetta bréf máði á einu augnabliki fegurðina af þessu mikilláta andliti. sem nú var sem dauðinn hefði sett innsigli sitt á það. Þetta bréf var fullt af ástar ástríðu, svo hún varð enn meir forviða. Bréfið var á þessa leið: “Ástkæra Beatrice mín! Eftir margar hættur á sjó og vötnum er eg nú kominn aftur, til þess að þú uppfyllir nú loforð þitt við mig. Síðan við skildum, hef eg oft staðið augliti til auglitis við lauðann, í öllum hans hræði- legustu myndum. Eg sigraði þó í öllum tilfellum, því eg var svo ákveðinn í því að sjá þig aftur. Já, dauðinn sjálfur vildi ekki skilja mig frá þér — Þó eg væri dáinn og grafinn, og þú kæmir að gröf minni og hvíslaðir nafn mitt, finnst mér, sem eg mundi heyra til þín. “Beatrice, þú lofaðir mér að þú skyld- ir verða konan mín — það er ómögulegt að þú tárdragir mig, nei, það er óhugsan- legt, að hinn heiðblái himinn þurfi að vera kalt og rólegt vitni að því, að ég verði fyrir slíku róthöggi! Þú kemur til mín, talar við mig og brosir til mín til að sýna tryggð þína og trúfesti við mig. “I gærkvöldi gekk eg í kringum Elm- wood, þar sem þú átt nú heima, og var að hugsa um hvar væri glugginn á her- berginu, þar sem kærastan mín svæfi; ég var að hugsa um hvort þig mundi dreyma mig. Lifið hefur breytst mikið fyrir þér, síðan við sátum saman niður við sjóinn, og þú lofaðist til að giftast mér. Hjá afa þínum og ömmu frétti ég allt um þá breytingu sem hefur orðið á högum þínum og að unga stiilkan, sem einn tíma gekk daglega með mér í hin- um indælu skógum, væri dóttir Cuming lávarðar. Heimili þitt er án efa höfðing- legt. Slík tign og staða sem þín, getur auðveldlega bugað, eða hrætt suma elskendur — en það hræðir mig ekki. Þú lætur það ekki aðskilja okkur; þú getur það ekki samkvæmt því loforði sem þú hefir gefið mér. “Beatrice, mér hefir heppnast ferðin mjög vel. Eg er engin auðmaður, en eg hefi nóg til að geta fullnægt þínum ósk- um og kröfum. Eg skal fara með þig yfir hafið til sólríkari landa, þar sem við getum lifað saman sælu og hamingju- sömu lífi, sem við mundum óska, að tæki engan enda. “Eg bíð eftir svari frá þér. Mér er sagt, að Cuming lávarður sé nokkuð undarlegur maður. Eg vil ekki ennþá heimsækja þig á heimili þínu, eg bíð eftir svari frá þér. Skrifaðu mér strax, Beatrice, og segðu mér hvenær og hvar eg get mætt þér. Eg skal vera tilbúin, að mæta þér, hvenær sem er og hvar helzt sem þú vilt. Láttu það ekki drag- ast — hjarta mitt hungrar og þyrstir eftir einu einasta.tilliti frá þér. Tilsettu stundina sem fyrst. Hvernig á eg að geta beðið þar til eg fæ Svar frá þér? Hugsaðu um mig sem þinn heitt elsk- andi unnusta. Alfred Hankins.” Hún las vandlega hvert orð í bréfinu, og er hún hafði lesið það, las hún það aftur. Hennar nábleiku varir titruðu af ofsagremju. Hvernig þorir hann að gera slíkt? Ef Herbert Markham hefði lesið þetta bréf! Ástabréf f rá Alfred Hankins! Hún fékk viðbjóð á honum; hún hataði nafn hans. 'Því ætti þessi heimska frá bernskuárum hennar að koma nú í veg fyrir hana? Hvað átti hún nú að gera? Hvert átti hún að leita eftir hjálp og ráð- um? Gat það verið mögulegt, að þessi mað- ur, sem hún hataði nú svo mikið, hefði snert andlit hennar og kyst hendur hennar og vætt þær með tárum? “Var eg blind eða viti mínu fjær?” hugsaði hún. “Ó, hver vill frelsa mig frá afleiðingum fávizku minnar og fljót- ræði?” Nú snerist ofsareiði henna.r í efa. Hvað átti hún að gera? Hún gat ekki leitað hjálpar til neins, það var alveg vonlaust. Undir eins og faðir hennar vissi að hún hefði táldregið sig, ræki hann hana burt af heimili sínu, þessu heimili, sem hún var farin að elska. Hann mundi aldrei fyrirgefa henni, að hún hafði leynt hann þessu ástamáli sínu við Hankins, og táldregið hann. Hún var alveg viss um það. Ef Markham jarl fyndi það út, að einhver annar mað- ur hefði kallað hana kærustuna sína, hefði kyst hana og hún hefði lofast til að giftast honum, þá vissi hún fyrir víst að hann vildi aldrei sjá sig framar. Ef hún héldi áfram að vera á Elmwood, mátti jarlinn aldrei fá hinn minsta grun um, eða heyra eitt einasta orð um Al- fred Hankins. Hvað gat hún gert? Gat hún mútað honum til að þegja? Nei, það mundi vera ómögulegt, er hún minntist stór- lætis hans og ástar. Átti hún að biðja hann að fyrirgefa sér — segja honum alt eins og var, opna hjarta sitt fyi'ir honum og segja, að hún tæki jarlinn af Elkhorn fram yfir alt í þessum heimi? En hún mintist hans ofsafengnu orða, og hún vissi, að allar tilraunir sínar yrðu árangurslausar. Bara ef hún hefði verið gift er hann kom til baka, verið lofuð Markham af Elkhorn — þá hefði hann ekki getað haft neina kröfu til hennar. Var maðurinn vitlaus að halda að hann gæti unnið hana — hana, sem átti nokkra af hinum stærstu höfðingjum landsins að forfeðrum? Hélt hann að hún vildi skifta á sínu stóra, gamla nafni fyrir hans óþekta nafn, sinni velsæld fyrir hans fátæklegu kjör? Það var ekki tími fyrir hana að hugsa meir um þetta, því það var hringt til miðdagsverðar, og hún varð að fara ofan í borðsalinn. Hún henti bréfinu í flaustri ofan í skúffu, og skoðaði sig í speglinum. Hún hrökk við, er hún sá hvaða breyting hafði orðið á útliti sínu. Andlitið nábleikt og varirnar titrandi, augun döpur, alveg ólík hennar augum. Hvað átti hún að gera til að reka þenn- an ótta úr huga sér? Þennan ótta, sem lá sem farg á henni, og þennan nábleika blæ, sem var á andlitinu? “Eg verð að herða upp hugann, og láta ekki á þessu bera,” hugsaði hún með sér. “Slíkt andlit, sem þetta kemur upp leyndarmáli mínu. Eg verð að láta sem mér sé sama um það — ímynda mér, að það endi alt vel að síðustu.” Hún sagði þessi síðustu orð hátt, en málrómur hennar var breyttur og hás. “Konur hafa lent í miklu meiri hættu en þetta,” sagði hún. “og hafa komist með sigri út úr því. Er nokkur sú hætta sem eg vildi ekki voga mér í, fyrir Her- bert Markham?” Nú fór hún ofan; hún settist í sinn stað við hið vistum kúfaða borð, skínandi af silfurborðbúnaði og slípuðum kristalsmunum. En vesalings Breatrice gat ekki dulið hinn hræðilega ótta, sem brann í líkama hennar og sál, hún kveið fyrir hvaða afleiðingar þetta mundi hafa. “Beatrice,” sagði lafði Cuming, eftir að máltíðinni var lokið, “þú ert undar- lega fölleit í dag.” Beatrice hrökk við að heyra það sem amma hennar sagði, og roði kom fram í andliti hennar, sem hvarf strax aftur. “Þú mátt ekki líta svona hræðilega út, kæra barn,” sagði lafði Cuming; “eg er ekki reið við þig. Eg er hrædd um að þú hafir verið of lengi úti í dag. Jarlinn verður að vera umhyggjusamari um þig; það var svo sterkur sólarhitinn, og þú lítur ekki vel út. Eg hefi aldrei séð þig líta svona út.” “Sólskinið gerði okkur ekkert til,” svaraði Beatrice, með uppgerðar hlátri; “við riðum í skugganum af trjánum í skóginum. Eg er þreytt, en ekki eftir útreiðartúrin.” Þetta var fagurt og milt kvöld, og er herrarnir komu til kvennanna í sam- kvæmissalnum, skein sólin ennþá á blómstrin og trén. Jarlinn bað Beatrice að syngja. Það var ofurlítill léttir á huga hennar, því hún hefði ekki getað tekið þátt í sam- talinu. Öll ást hennar og sorg, allur sá ótti og efi, Sem lá henni svo þungt á hjarta, fékk sérstaka útrás í söngnum. Hún söng; og jarlinn hlustaði grand- gæfilega á hana, og undraðist þá æsingu og sorg, sem virtist að vera í hverjum tón. “Þetta var undarlegur söngur, Bea- trice,” sagði hann, “þú syngur um ást, en þessi ást er mögnuð sorg. Þú, sem ávalt syngur svo fjörugt og ánægjulega. Hvað hefir komið fyrir þig?” “Ekkert,” svaraði hún, en er hann laut ofan að henni, sá hann tár í augum hennar. “Sjáðu nú,” sagði jarlinn, “að eg hafði rétt fyrir mér. Þú hefir sungið saknaðar- og harmasöng, sem hefir komið út á þér tárunum,” Hann leiddi hana frá píanóinu yfir að útskots-glugga. Hann lyfti höfði hennar upp og horfði alvarlega í augu hennar. “Segðu mér hvað hefir hryggt þig svo mikið, Beatrice — þú leynir mig engu. Hvað var það, sem þú varst að hugsa um, þegar þú söngst þetta dreym- andi ‘vertu sæll’? Hver tónn var alveg eins og löng og sár þjáningarstuna.” “Viltu hlæja, ef eg segi þér það?” spurði hún. “Nei,” svaraði hann; “eg get ekki lof- að þér að eg andvarpi ekki, en eg skal ekki brosa.” “Eg var að hugsa um hvað eg ætti að gera, ef eitthvað kæmi fyrir, sem að- skildi okkur.” “Slíkt kemur aldrei fyrir,” sagði jarl- inn; “einungis dauðinn getur aðskilið okkur. Eg veit hvernig það yrði fyrir mér, ef eg misti þig, Beatrice.” “Hvernig?” spurði hún og leit framan í hans góðmannlega andlit. “Eg mundi ekki fyrirfara lífi mínu, því eg álít lífið heilaga gjöf, en eg færi eitt- hvað þangað sem ekkert stúlkuandlit brosti til mín. Því ertu að tala um nokk- uð svona sorglegt? Við skulum tala um eitthvað annað. Segðu mér hvert þú vilt ferðast þegar við erum gift — til Frakklands, Spánar eða ítalíu?” “Gæti ekkert komið fyrir, sem kældi ást þína á mér, Herbert?” spurði hún. “Fátækt eða veikindi?” “Nei,” svaraði hann, ekkert sem þú getur hugsað þér.” “Og ekki heldur vansæmd?” spurði hún, en hann greip fram í fyrir henni og sagði: “Suss, mér líkar ekki að heyra þig segja slíkt orð. Segðu það aldrei fram- ar. Hvaða vansæmd gæti komið fyrir þig? Þú ert svo saklaus og góð.” Hún sneri sér frá honum, og hann hélt hann hefði heyrt harma-stunu koma yfir varir hennar. “Þú ert þreytt, og — fyrirgefðu mér, Beatrice — þú ert líka svo viðkvæm,” sagði jarlinn; eg skal vera læknirinn þinn. Legðu þig fyrir í þennan legu- bekk, eg skal koma honum svo fyrir að þú getir séð sólarlagið. og eg skal lesa eitthvað fyrir þig, sem hughreystir þig. Mér sýndist þú líta svo illa út við mið- dagsverðinn, eins og þú værir þreytt.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.