Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1946 o /íliLe/iMÁL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Frú Rannveig Schmidt Mikla ánægju höfðum við af því að hitta frú Rannveigu Sdhmidt í Reykjavík. Flestir Vestur-lslendingar munu kann- ast Við hana af hinum spræki- legu blaðagreinum hennar. Hún var búsett utanlands í mörg ár, fyrst í Danmörku og síðan í Bandaríkjunum. Þar flutti hún fjölda fyrirlestra og skrifaði ótal blaðagreinar um ísland og ís- lenzka menningu. Þegar hún kom aftur heim til ís'lands fyrir tveimur árum síðan, var hún sæmd íslenzku fálkaorunni fyr- ir hina merku landkynningar- starfsemi sína. Síðastl. vetur dvaldi frú Rann- veig í Danmörku í þjónustu ís- lenzku stjórnarinnar, en var ný- komin heim, þegar við hittumst- Eg þakka frú Rannveigu góða viðkynningu og hina skemtilegu grein, sem hún var svo góð að láta Kvennasíðu Lögbergs í té; hún hefir ekki verið prentuð áður. I. J. ♦ Um tízku Eftir Rannveigu Schmidt Frakkar hafa lengi verið ein- valdir konungar í ríki tízkunn- ar í heiminum . . . eins og þeir skipuðu fyrir um klæðaburð kvenna þannig klæddu konum- ar sig. Ameríkumönnum leidd- ist þetta einveldi Frakka og gerðu alt sem þeir gátu til þess að ti'leinka sér það, en þeir kom- ust aldrei lengra en að verða ^orystumenn í sportsklæðmaðd. Rétt fyrir stríðið voru Ameríku- menn búnir að safna að sér á- gætis fólki með það fyrir aug- um, að ná yfirráðum í tízkunni. Þeir höfðu marga listamenn frá Norðurálfunni og ameríska menn og konur, sem sköruðu fram úr á tízkusviðinu • • . Svo fengu þeir öll trompin upp í hendurnar þegar Frakkar urðu hjáilparlausir meðan á stríðinu stóð. Margir vestra voru svo bjartsýnir að halda, að Ameríka myndi geta haldið forystunni og það var spenningur í tízkuheim- inum þegar farið var að 'bera saman frönsku tízkuna og þá amerísku að stríðinu loknu. En Frakkar sigruðu og kemur það til af því, að þeir hafa slíkt framúrskarandi hugmyndaflug og þeir hafa “elegancen.” Er- því er sportsfötum viðvíkur höfðu Ameríkumenn enn betur. I janúar þetta ár sendu frönsku tízkuhúsin sýningu út af örkinni, þar sem sjá mátti a'lt mögulegt tízkunni viðví'kjandi- Fór sýningin land úr landi. kjólar voru sýndir af frönskum sýningastúlkum (mannequins) og á 'brúðum, en sýningin kom meðal annars til Stokkhólms og Kaupmannahafnar og vakti mikla aðdáun og eftirtekt Síð- ar fór hún til Bandaríkjanna og var ferðast með hana úr einni stórborginni í aðra. Eins og kunnugt er eru í París margir tízkukonungar, svokall- aðir, t. d. Chanel, Shiaparelli, Poiret, Lucien Lelong, svo við nefnum fáeina. Ýmsir nýjir hafa sprottið upp, þar á meðal Ba'l- main, sem ameríska skáldkonan Gertrude Stein, vinkona Picasso, sem átt hefir heima í Frakk- landi í mörg ár, hefir komið á framfæri. Balmain býr til ó- vanalega kvöldkjóla, en aðal- einkenni þeirra er, að þeir eru mjög “afhjúpandi” — eða eigum við að segja “berir.” Balmain hefir innfært tízkuna, að hafa langsjöl úr silki við kjóla sína— og kannske ekki vanþörf. Fyrir tveim árum síðan leiddu Ameríkumenn í tízku, að hafa stutta kvöldkjóla; þeir voru fult eins íburðarmiklir og lang- ir kvöldkjólar, en náðu bara niður á miðjan legg. Þetta var að fara úr tízku aftur þegar Frakkar fengu yfirráðin í tízku- heiminum á nýjan leik- . . og nú er hvorttveggja jafnmikið not- að, langir og stuttir kvölakjól- ar, en amerískar konur fylgja nú frönsku tízkunni sem fyrri. Fyrir nokkru var eg stödd á tízkusýningu hjá Madame Je- anne Lanvin í París, en Madame Lanvin var drottning allrar tízku í Frakklandi í mörg ár. Smekkur hennar brást aldrei og sjjálf var hú(n framúrskarandi dugleg og í hávegum höfð af löndum sínum. Salur hennar í Rue Faubourg St. Honoré var miðdepill allrar tízku í París- Madame Lanvin dó nýlega, en salurinn hennar heldur áfram og tveir aðalkjólarnir, sem voru á sýningu þeirri er eg sá, voru “kompóneraðir” af henni sjálfri — síðustu kjólamir hennar. Nú skal eg segja ykkur hvernig þeir voru- . . Annar kjólHinn var síður, hvít- ur “stíl”-kjóll úr þunnu silki- efni„ blúndukendu. Hann var útsaumaður með glitperlum, pils- ið ákaflega vítt, ermar stuttar og víðar, en um mittið var rósrautt band, sem líka var útsaumað með glitperlum. Hinn kjóllinn var draumakjóll hverrar konu — svartur kjóQi úr “crepe” silki, al- gerlega glanslausu; kjóllinn vafðist um líkamann og var “draperaður” óvenjulega fallega um mjaðmirnar (það er mikið um mjaðma-draperingar á Par- ísarkjólunum núna); ermarnar voru langar og þröngar, en erm- arnar og hálsmálið, sem var hátt, var saumað glitrandi skartgrip- um, egta steinum af öllum teg- uncfum, en mest bar á rúbínum. . . . Sagði eg “draumakjóll”? Já, en það þurfti fallegan vöxt til að bera þann kjól. í París ganga allar konur á kíluhælum og þykir sumum það fallegt, en öðrum ekki. Vissara er þó að hafa sterka ökla ef maður fer út í að kaupa sér þess- konar skó- Kvenkápur í Frakklandi hafa hálfgert tunnulag, en skinn mik- ið notað til skrauts. Hattar eru ýmist ákaflega stórir eða mjög litlir og blóm mikið notuð, jafnvel á vetrar- hatta. Á baðströndinni þótti falleg- ast, að vera í tvískiftum bað- fötum. Þau voru oft marglit með rikkingum bæði á buxum og brjóstahlífum. Léreftstreyjur voru mikið notaðar við baðföt- in á ströndinni; einnig hálskeðj- ur, armbönd og eyrnalokkar, alt úr strái eða skeljum- 1 tízkublaðinu “Femina,” sem gef- ið er út í Frakklandi, er sýnd mynd af heimsins minstu sund- fötum og eru þau köl'luð atome.” . . • En hversvegna að vera að skrifa um tízkuna á útlendum baðströndum fyrir íslenzkt kven- fólk? Ætli við verðum ekki bara gular og grænar af öfund af að lesa um það. . . Aktu, og stúlka mun aka með þjer, gangtu, og þú munt ganga einsamall. Athyglisverð bók Sökum þess að atvikin viku mér. að mestu útúr íslenzku um- hverfi, hefir mér orðið erfitt um að afla mér íslenzkra bóka. Þó var eg svo heppinn, að nágranni minn færði mér Björninn úr Bjarmalandi, sem hann hafði einhverstaðar fiskað upp. Eg hafði séð umsagnir um bók- ina í Lögbergi og Hkr., en ef eg man rétt, höfðu þær ekki þau áhrif, að eg fengi neina sérstaka löngun til að lesa hana- Svo sló öllu í þögn, og eg hélt að hún væri þar með úr sö&unni, eins og bíður flestra bóka að verða. Þegar mér barst bókin, var dagur kominn að kvöldi og eg þreyttur- Þó hóf eg lesturinn og las þá nótt og fram á næsta dag, og aldrei hefi eg fengið næturverk betur borgað. Að loknum lestri, flaug mér í hug hending eftir St- G. — eða eitt- hvert þessara stór-skálda, sem eg er orðinn ruglaður í hver á hvað. — “Málið og stíllinn og efnið er eins.” En svo koma skammir í endann. Þeim sleppti eg, en hélt áfram að raula: “Mál- ið og stíllinn og etfnið er eins,” og bætti við frá eigin brjósti: með ágætum, hvað sem þeir segja — eða þegja. Eitt af morð- tólum okkar menningar á þess- um dögum er þögn, þegar lífs nauðsyn er að taia; helþögn, sem grúfir eins og níðdimm nótt, sem þjáist af að þegja, en herðir þó á þagnartækjunum eins og hel- soltinn maður á hungurbandi, og altaf dimmir meir og meir, svo að maður kemst í sama hugará- stand os skáldið sem orti þessa vísu: “Þögulust nótt allra nótta, nákyrð því ofbýður mér. Stendurðu á öndinni af ótta, eða hvað gengur að þér?” Þessi þögn, sem hefir það markmið að þegja sannleikann í hel ef hann er í andstöðu við vissa mannhópa, stendur á önd- inni af ótta, því að þrátt fyrir starblindu þröngsýnnar þrjósku, hefir hún samt undirvitund, sem segir henni að til séu óbreytan- leg náttúrulög, sem valda því að eftir alla kyrð kemur stormur, sem getur orðið svo hvass, að hann rífi þakið ofan af henni, svo að hún sjálf og alt það ihni- byrgða óloft, sem hún ól, hendist í háloft og komi niður í hin miklu sameignar vé móður nátt- úru og verði höfð fyrir eldivið. í Birninum úr Bjarmalandi eru ýms veðurmerki sem benda á að slíkur stormur, sé í aðsígi. Það er að líkindum ástæðan fyr- ir því, hve lítið hefir verið á hann minst- Eitt sem eg dáði við lestur bókarinnar var, hvað höfundinum tekst að kynda og halda jafnvel lifandi frá byrjun till enda, öllum þeim mörgu eld- um, sem rith. þarf til þess að gefa samtíð sinni bók, sem hafi skilyrði til að lifa, jafnvel þó að sú samtíð væri svo rangsnúin að hún brendi hana á báli. Það er útlit fyrir, að hötf. hafi verið innblásinn af réttmæti málstaðarins, og er það ekkert meðalmannsverk að halda þeim innblæstri óþreyttur í svo langri bók, án þess að daprist flugið þegar sígur á seinni hlutann, en hér er engu slíku við að dreifa- Höf. er jafn ferskur og óþreyttur að leiðarllokum og þegar hann lagði upp í byrjun- Eg ætla að leyfa mér að láta þá skoðun í ljós — þó að eg verði máske sleginn fyrir hana, að Björninn úr Bjarmalandi sé bezta bókin, sem gefin hefir ver- ið út á íslenzku hér vestan hafs. Og hneykslist menn á því að eg skuli t. d- ekki taka St. G. und- an, er þvú til að svara, að margt hefir gerst síðan hann dó, svo að hann hafði ekki á sinni tíð af- stöðu til þeirra sviftinga sem Þorsteinn beitir í bók sinni Þ. Þ. Þ. hefir sýnt það með Biminum úr Bjarmalandi, að hann er rith. stórra viðburða, og SKUGGALAUS MYND Þessi fyrirsögn datt niður í hugann af heiðum frásagna himni okkar ágætu vestur-ls- lenzku ritstjóra um okkar elsk- aða ísland- Það er enginn skuggi í myndinni, sem þeir draga upp af því. Eg verð í allri auðmýkt að játa að mér hafi þótt alt að þess- um tíma, skuggalausar myndir svtfplausar, og finndist þær í mótsögn við þann heim, sem grunnlagður er á skifting ljóss og skugga- En nú er eg kominn á aðra skoðun. , Eg gleðst í hjarta mínu yfir því, að mitt elskaða föðurland er nú leyst úr álögum skugg- anná. Þó veldur það mér enn meiri fagnaðar að ’samlandar mínir, vestur-íslenzku ritstjór- arnir, hafa fyrstir manna sigrað náttúrulögmálið á þessu sviði til ómetanlegrar blessunar fyrir alla mannkind um aila ókomna tíð. Hér eftir mun ljósið ríkja sem einn einvaldsherra í mold og menning- Eg geng þess ekki dulinn, að Austur-íslendingar eiga marga ágæta menn og enn dapurlegt til þess að vita, að hann skuli þurfa að eyða tíma og kröftum til að skrifa heil bindi um alment fólk og rekja ættartölur langt aftur í tíma. En það er sitt hvað að vera gáfaður ritlh. og eiga skifti við sína sam- tíð til þess að halda í sér lífinu- J. S. frá Káldbak. ágætari konur. En eitt kemur öðru meira, segir hinn aldni tals- háttur. Eftir öllum skilríkjum að dæma hafa Austur-íslendingar litið svo á, að vestur-ísienzku ritstjórarnir væru þeim meiri menn, sem með mestu stórmenn- um landsins yrði að halda dýrð- legar veizlur líkömunum ti'l eftirlætis og sálunum til yfir- venjulegra afreka. Enda kom áranguririn -brátt í ljós. Rit- stjórunum datt í hug, sem von var, að þeir væru guðir en ekki menn, og urðu svo hlaðnir al- heimsorku að þeir námu burt alla skugga úr íslandsmynd sinni, svo að nú ríkir á Islandi einskært ljós- Því var löngum spáð, að Vest- ur-íslendingar mundu verða Is- landi ílepjDur í annan skó, enda er sú raunin á orðin. Eg vil taka það fram, að þó að eg og ýmsir fleiri kunni ekki við skugga- lausa mynd, er það bara fyrir óvana og óþroskaðann lista- smekk. Með tímanum munu skugga- lausar myndir einar taldar lista- verk- Eg vil því færa ritstjór- unum þökk mína fyrir förina og framtakið. Síðan ritstjórarnir komu heim aftur til Canada, streymir þessi nýja ljósorka út frá þeim um land alt, og er í algleymi hér á Kyrrahafsströndinni. Um hana má segja eins og stendur í sálm- infum: Þín stöðvar enginn spor. Sýnir það mátt hennar, að hún fór jafnhart yfir Klettafjöllin og sléttufylkin, og hafa þau fjöll þó orðið flestum farartálmi- Fréttaritarar herma að þúsundir trölila, sem ekíki þoldu ljósið, döguðu uppi í Klettafjöllunum, og óteljandi svartálfar létu lífið. En ljósálfar héldu veizlu og stigu dans ritstjórúnum til heiðurs- Hér á Kyrrahafs ströndinni búa tóm ljóssins böm, sem meðtóku ljósið úr austri með fögnuði. Og svo héfir brugðið við, við komu þess hingað á þessu hausti, að það hefir verið sólskin á hverj- um degi, og ekki komið dropi úr lofti. Karlmenn hafa gengið ber- höfðaðir á skyrtunum, og það er farið að spretta hár á höfðum þeirra sem höfðu skaila, fyrir ljósorkuna- Kvenfólkið gengur berleggjað með nakta arma, sem gerir það miklu fallegra þegar sólin skín. Giftingum hefir fjölgað svo ört, að feður Van- couver-borgar búast við að hún telji milljónir eftir fá ár og verði höfuðborg Canada og stærst allra borga. Hvar sem maður mætir manneskju er viðkvæðið: lovely day, beautiful day, won- derful day! — Eg tel sjálfsagt að öll aust- uríslenzk blöð birti þessa grein á framsíðu, því að íslandsför rit- stjóranna, og það sem þeir gerðu, markar stærri tímamót í sög- unni, en atom-bomb-ið, og töldu amerísk stórblöð það ekki eftir sér að auglýsa það á fremstu síðu. J. S. frá Kaldbak. v Skyldur SOKKUM! . . . Hvortveggja eru búnir til úr nylon . . • tannburstinn er samsettur af sterkum, óslít- andi hárum, en sokkarnir úr nylon-garni . • • tvennar mismunandi tegundir úr sömu efnagerð. Báðar eru talandi vitni þess, hve efnavísindin orka miklu um framleiðslu nýrra og nothæfra efna, sem eru til margra hluta nytsöm. Úr slíkum efnum búa efna- vísindamenn til marga hluti, sem fegra, spara og gera lífið margfalt auðveldara. IN-46-14 $ E R V I N G CHEMISTRY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.