Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.10.1946, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 31. OKTÓBER, 1946 3 Listamenn í Kolanámum Eftir Rob. Lyon ------------ “Ashington-flokkurinn” nefn- ist hópur verkamannna, sem vinna aðallega í kolanámum skamt frá Newcastle. Þeir komu sér saman um að nota tómstund- ir sínar tíl aÖ læra aö mála og móta myndir, og fengu sér kenn- ara, Robert Lyon listasafnavörð í Edinburgh. Það er hann, sem hefir ritað eftirfarandi grein um þessa einstöku listamenn, sem aðrir mættu vel taka sér til eftirbreytni. — Ritsj. Nokkrir menn, flestir kola- námumenn eða þá verkamenn í sambandi við námurnar, sem áttu heima í sveitinni og þekíkt- ust allvel, datt einu sinni í 'hug að \gaman væri að kynna sér listir, sérstaklega málverkalist. Eg var málari og starfaði við Duilham háskóla í þá daga. Var eg beðinn um að leiðbeina þeim- Það eru nokkur ár síðan. Og ennþá hittumst við reglulega á hverri viku ti'l þess að iðka list- ir og ræða um þær. Hvað hefir gerst á þessum árum? Hvernig getur svona listiðkendaflokkur dafnað? Við skulum hverfa aft- ur í tímann og eg skal byrja með því að segja ofurlítið frá mönn- unum sjálfum- Enginn skyldi láta sér detta í hug, að þessir menn hafi verið öðruvísi en verkamenn eru yifir- leitt — það eru þeir ekki, og á- hugamál þeirra lík og annara námumanna. Þeir hafa gaman af að horfa á (hundnaveðhlaup og knattspyrnu- Ennfremur leggur Hairy Young, jámsmiður við námurnar, stund á hænsna- rækt og sker rósir í tré. George Brown er trésmiður við námuna, en jafnframt margfróður um þjóðsagnir og þjóðtrú í Norð- ymbralandi. Oliver Kilburn og Leslie Brownrigg eru miklir hjólreiðagrpar og hafa séð allar dómkirkjurnar á Englandi. — Og svo framvegis. Þeir hafa allir einhver áhugamál eins og venja er um enska verkamenn. Þarna voru þeir í nágrenni. rúma 30 kilómetra frá næstu borg, Newcastle-on-Tyne, og þeir höfðu hittst eins og menn hittast, til að tala um sameigin- leg áhugamál. I þessu tilfelli voru áhugamá'lin málaralist og höggmyndagerð. Án þess að þeir hefðu nokk- urn undiribúning eða hefðu gert sér ljóst hvað þeir eiginlega ætluðust fyrir, höfðu þeir leigt sér gamlan kofa til að koma saman í á kvöldin og fengu mig til að koma þangað til að hlusta á hvað þeir hefðu að segja. Hví- lík ánægja að hitta fyrir annan eins eldmóð og áhuga! Og hversu oft urðum við ekki að byrja frá rótum aftur, vegna þess að við fórum skakkt af stað! Þarna var af auðsæjum ástæðum ekki hægt að halda venjuleg námskeið (fyrirlestra með skuggamyndum, bóklestur, listasögu og svo framvegis), því að það var ekki meining pi'ltanna að ganga á neinn listaskóla. Eftir tvo til þrjá fundi með ýmiskonar tilraunum, var af- ráðið að reyna að læra af verk- legum æfingum. Leitast við að fá fyrstu handar reynzlu af því, sem málarar væru að sækjast eftir þegar þeir máluðu myndir. Leggja ekki sérstaka stund á að vera nákvæmur eða stæla aðra, heldur láta það koma fram, sem manni væri í hug. Við ætluð- um að reyna að nálgast listina gegnum tækni og tilfinningar fremur en með rökfræði og skarpskygnni. Þegar eg minnt- ist fyrstu atriðanna í þessu upp- eldisstarfi blasir við mér um- hverfið kringum mig. — Brown- rigg málaði mynd af námuverka- nianni til þess að rökræða hana við okkur, og datt ekki í hug, að hún myndi nokkurntíma koma út fyrir dyrnar. Þetta var að- ^ins tilraun til að láta það, sem manni fannst koma fram svart á hvítu, en alls ekki reynt að hugsa um listfengi. William gamli Scott, sem var hættur námuvinnu fyrir nokkr- um árum og var orðinn heyrn- arsljór, fór að koma þarna með syni sínum á kvöldin, og þótti gaman að sitja hjá okkur og horfa á piltana, sem voru að mála, teikna eða skera út. Hann hafði aldrei reynt að mála mynd sjálfur, þangað til eg bað hann einu sinni að reyna að sýna mér ihvernig þorpið sem hann fædd- ist í liti út* Það var Bedlington. Hann fór að rissa eitthvað. Á myndina kom einn af hinum frægu Bedlington-hundum í for- grunninn, en á bak við sáust námumannaihús; líka málaði hann rauðar geraníur á mynd- inna, ekki af því að þær væru sérkennilegar fyrir Bedlington, heldur af því að þetta voru uppá- haldsblómin hans, og honum fannst sterkur litur mundi prýða myndina. Hvað er það annað en fullnæging þess hugboðs, sem hann hafði um að jafnvægi þyrfti að vera í myndinni? Jim Flood hafði sérstakt gam- an af að reyna að mála á sem flest. Hann málaði á pappa- öskjur, smjörpappír, sem hann 'lagði á krossvið, og meira að segja á gamlar svuntur. Harry Wilson skar allskonar tré og smiíð|Hði sér skuxðiartæki, sem 'hann stældi eftir áhöldum tann- lækna. Og Arudy skar í gamlan eikardrumb, sem hann hafði hirt niðri í námunni, bara til að reyna það! Allir geta reynt að tálga — allt sem maður þarf er spýta og beittur hnýfur eða göm- ul rakvélablöð. Og svo að skera út — ekki eftir fyrirmynd, held- ur eitthvað, sem manni dettur í hug. í fyrstu tvö árin héldum við svona áfram að búa til myndir, útskurð og teikningar, upp úr okkur og fyrir okkur sjálfa, án þess að hafa nokkurn tilgang með þessu annan en að reyna “hvað kæmi út úr því.” En þá voru aðrir farnir að tala um okkur og ýmsir listamenn farn- ir að veita okkur athygli. Það var talað um Ashington og lista- mannaklúbbinn þar, og svo fór að við héldum sýningu í Laing Art Gallery í Newcastle-on-Tyne. Og nú skeði það merkilega, að víðsvegar utan úr heimi komu beiðnir um að fá ýmislegt af þessu léð til að halda sýningar á því- Höfundarnir leyfðu það, en settu það skilyrði, að skýrt yrði frá hvernig þessar myndir væru til komnnar og það ýrði að haga dómnum eftir því. Myndirnar hafa ekki verið seldar, nema sem svarar fyrir því er listamennirnir hafa þurft fyrir efni. Þær hafa verið gefn- ar til flokksjóðanna, það er að segja: Fyrir mynd sem hefir verið virt á 20 pund hafa þeir látið borga 2% shilling. — Það er víðar hægt að gera þetta en í Ashington. Allstaðar þar sem margir menn eru sam- ankomnir, er hægt að ná saman mönnum nokkrum sinnum, sem hafa áhuga fyrir list, og mundu gjarnan vilja nota tómstundir sínar til þess að mála eða skera í tré, ef þeir hefðu framkvæmd í sér ti'l þess að ná í leiðbeinanda, sem ekki væri of “vísindalegur” fyrir þá- Svona menn eru orðn- ir of fullorðnir til þess að setj- ast á skólabekkinn og fara að læra listsögu og undirstöðuað- ferðir þær, sem listaskólar nota. Það verður að láta þá sjálfráða eftir því, sem hægt er og láta persónuleika þeirra og hugsun njóta sín sem mest- Innan hinna mörgu félaga, sem menn eru í, væri ekkert hægara en að koma þessu í framkvæmd, og hvað fjárhagshliðina snertir þá er engin skemmtun ódýrari til en þessi. Fálkinn. Þess ber að geta, sem gjört er Þann 27. september s-h var samkoma haldin í Borden, SaSk., til að heiðra og kveðja þau Jó- hannes læknir Pálsson og frú Sigríði konu hans. Kom þar saman eitthvert mesta fjölmenni sem hér hefir sézt, svo þó að samikomuhúsið sé rúmgott og fullnægi vanalegum kröfum, varð troðfullt, stóðu menn úti í anddyrum og enda úti á gang- stéttinni; komu menn langt að, því læknirinn hefir þjónað hér stóru umdæmi, — og bar vott um þá velvild og álit sem þau hjón hafa áunnið sér hér- Jó- hannes læknir hefir þjónað hér stóru og örðugu umdæmi um 13 ára skeið með stakri alúð og dugnaði. Aldrei var veður svo vont eða vegir svo þungir að læknirinn færi ekki þegar hans var vitjað, og var ekki óvana- legt að sjá frú Sigríði í för með honum. Samkoman byrjaði með að allir sungu þjóðsöng Canada, síðan söng fjölmennur söng- flokkur ýms lög, svo var al- menningssöngur og aðrar skemt- anir; að því loknu hélt sveitar formaðurinn, G. Wright, ræðu til heiðursgestanna; var hún vel flutt og mjög viðeigandi. Af- henti hann Jóhannesi lækni álit- legan sjóð frá byggðarbúum, en dóttir sveitarskrifarans, Miss Ferguson færði frú Signíði fagr- an blómvönd. Hélt svo Jóhannes læknir fjöruga ræðu. Var hún hin bezta, eins og búast mátti við af þeim manni. enda tekið með miklum fagnaðarlátum; var svo dansað fram á nótt. Má segja að samkoman væri hin virðulegasta í alla staði; læknis- hjónunum til ánægju, en héraðs- búum til sóma. Læknis ’hjónin eru alflutt héð- an, og er þar “skarð fyrir skildi.” Frú Sigríður hefir ekki aðeins aðstoðað við sjúklinga, hún hefur staðið framarlega í félagsmálum kvenna; með aðllaðiandi fram- komu og ósérplægni, var hún vel til foringja fallin. Oft þegar eg átti tal við þessa Islenzku konu, duttu mér í hug gömlu vísuorðin: “Oft í vorum djúpu dölum, drottning hefir bónda fæðst.” Um Jóhannes Pálsson þarf eg ekki að vera fjölorður, hann er svo þjóðkunnur vestan hafs og austan. Skáldrit hans hafa skapað honum nafn sem lifir löngu eftir að nöfn okkar samferðamanna 'hans eru gleymd. Það má óhætt fullyrða að hann megi skoðast sem einn af braut- ryðjendum þess sem kálla mætti: North American Icelandic Lit- erature- Þó eg sé enginn bókmennta Critic, er spá mín sú, að iþeir tímar koma, og eru ef til vill ekki svo langt undan landi, að eitthvað af ritum Jóhannesar Pálssonar verði lögð út á enska tungu og lesin í skólum Norður Ameríku með öðrum klassiskum ritum- Þegar eg hefi heyrt um þenn- an eða hinn, sem heimaþjóðin hefir heiðrað með heiðursmerkj- um, heimboðum og öðru (og auðvitað að verðugleikum), þá hefir mér æfinlega dottið í hug: Af hverju gleyma þeir Jóhann- esi? Já! af hverju sýnir ekki íslenzka heimaþjjóðin þessum stórgáfaða sæmdarmanni ein- hverja viðurkenningu fyrir vel unnið verk? Borden, Sask., 15. okt- 1946. C. O. Steinsen. ATLAST! a one-unit hearing aid so tiny you scarcelv KNOW YOU'RE WEARING IT! AGAIN! $e(torie Cuts size in the Amazing New MONO-PAC 12 BIG ADVANTAGES Here are just 5 Rosh coopon for complete facts • Hew Button-Small "X-Ceir’ outperforms units 5 times its size. • Hew Ever-Level Full Tones • Hew Minimum Sizeand Weight • Hiw Wafer-Thin Style • Hew Comfort-Curv Design FREE! Gentlemem Mail to Address Below I woold like to know more oboot the new, smaller Beltone Mono-Pac Hearing Aid. At no obligation to me, please send FREE booklet or arrange for o demonstration at my con- venience. Address_ —City— DUNLOP HEARING AID CLINIC 247 Kennedy St. Phone 92 481 Country agents wanted Wnte ior details We carry a full stock of batteries ior all hearing aids. Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG Business and Professional Cards OCTOBER SPECIAL!! AIl photos taken on approval with no obligation — 4 Poses To Choose From — SPECIAL PRICES Phone or Wriíe for Appoinlment UNIVERSAL STIJDICS 292 KENNEDY ST. (Just North of Porlage) — Phone 95 653 WEDDING AND BABY PHOTOS — OUR SPECIALTY DR. A. V. JOHNSON DentUt 506 soiJerset buildinq Telephone 97 9S2 Home Telephone 202 39S Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) Talsimi 30 877 ViCtalstlmi 3—5 eftir hftdegi Talslml 95 826 Helmills 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœtHnaur i aucrna. eyma, naf oo kverka tfúkdórwum. 704 McARTHUR BUILDINO Cor. Portage & Main Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. nema & laugardögum. DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Ofíice hrs. 2.30—6 p m. Phones: Offlce 26 — Res. 230 DR. ROBERT BLACK Office Phone Res Phoiie Bérfrceöxngur i auona, eyma, 94 762 72 409 nef oo hdUsjúkdómum. Dr. L. A. Sigurdson 416 MEDICAL ARTS BLDQ. 116 MEDICAL ARTS BLDO. Graham and Kennedy St. Skrifstofusíml 98 851 Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Heimaatml 42 154 and by appolntment EYOLFSON’S DRUG Drs. H. R. and H. W. PARK RIVER. N. DAK. TWEED Tannlœknar ialenzkur lyftaU 406 TORONTO GEN. TRUST8 Fðlk getur pantaC meOuI og BUILDING annaO meö pöatl. Cor. Portage Ave. og Smlth St. i Fljðt afgreiOsla. PHONE 96 952 WINNIPBQ A. S. B A R D A L DR. J. A. HILLSMAN 848 8HERBROOK STREET Buroeon Selur Ukkistur og annast um ttt- farlr. Allur tttbúnaOur s& besti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarCa og legstelna. 308 MEDICAL ARTS BLDO Skrifstofu talslmá 27 324 Phone 97 329 HedmlUs talstml 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 • Dr. Charles R. Oke J. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance Tannlaknir For Appolntments Phone 94 905 Offlce Hours 9—( 404 TORONTO OBN. TRU8T* BUILDINO ARGUE BROS. LIMITED 283 PORTAQE AVB. Lombard Bldg., Winnipeg Winnipeg, Man. Phone 31 400 SARGENT TAXI Electrical Appllances and Radio S.rvlce • Furniture and Repalrs PHONE 34 565 Morrison Electric For Qulck Reliáble Service 674 SARGENT aVe. PRINCEX/ J. J. SWANSON & CO. ME8SENGER SERVIOE LIMITED ViC flytjum kistur og tðskur, 308 AVENUE BLDO WPO. húsgögn úr smærri IbúCum, og húsmuni af Ollu tœi. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningaiíln og etdsAbyrgC. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG blfreiða&byrgC, o. «. frv. Simi 25 888 C. A. Jahnson, Mgr. PHONE 97 638 TELEPHONE 94 358 Andrews, Andrews, H. J. PALMASON Thorvaldson and and Company Eggertson Ohartered Aocountanta LöofrceOinoar 1101 McARTHUR BUILDINO . 209BANK OF NOVA SOOTIA BO. Wlnnlpeg, Oanada Portage og Oarry St. Siml 98 291 Phone 49 469 GUNDRY PYMORE Radlo Service SpeclaUats Limited Britieh QuaUty FUh Netting ELECTRONIC LABS. H. THORKKLBON, Prop. 60 VICTORIA ST., WINNIPBO Th. most up-to-date Sound Phone 98 111 Hquipment Sytrbem. Mancger T. R. THORVALDBOM 130 OSBORNE ST., WINNIPBO Four patronage wlll be appreclatett O. F. Jcmasson, Prea. & Man. Dir. CANADIAN FISH Keystone Fisheries PRODUCERS, LTD. Limited J. H. PAOB, Manaoino Diraotor 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Wholeaaie Dlstributors of FrMb and Frosen Flah. Wholeaale Dtatributora of FREJSH AND FROZEN FISH 311 CHAMBERfl STRffiBT Offlce Ph. 26 328 Re«. Ph. Tt *1T Manitoba Fisheries T| HAGBORG U n fuel co. n WINNIPBG, MAN. T. Berooxiitch, framkv.atf. Verzla t helldsölu meO nýjan og • froslnn ftsk. 80* OWBNA STREET DUl 21 331 21 331 Bkrtfst sáml 11 365 Heima 55 451

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.