Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.11.1946, Blaðsíða 1
SONSKRA KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR WINNIPEG CIVIC AUDITORIUM 18. — 19. nóvember Söngstjóri: SIGURÐUR pÓRÐARSON Einsöngvarar: STEFÁN ÍSLANDI og GUÐMUNDUR JÓNSSON Píanisti: FRITZ WEISSHAPPEL I. Iceland (ísland) ..............Sigfus Einarsson The Motíher Tongue (Móðurmálið) Sv. Sveinbjomsson Kyrie ......................Sigurdur Thordarson Soloist — Stefan Islandi Templehill (Kirkjulhvoll) ..Bjarni Thorsteinsson Burn Ye Beacons (Brennið þið vitar).Pall Isolfsson II. My Old Kentucky Home ...........Stephen Foster (arr. by. S. Thordarson) Song of Spring (Varsang) .........Prince Gustaf Cradle Song (Vögguljóð).•.......Franz Schubert (arr. by Pritz Baselt) Nursery Rhyme ....................Edvard Grieg The Norsemen (Norronafolket) .....Edvard Grieg Soloist — Gudmundur Jonsson III. Lullaby (Vþgguvísa) ........Sigurdur Thordarson My Little Sister (Sáuð þið 'hana systur mína) ............................... Pall Isolfsson The Harp (Gígjan) ..............Sigfus Einarsson IV. The Desert (Förumannaflokkar þeysa) ...........................Karl O. Runolfsson She Sleeps in tihe Calm of Twilight (I rökkurró hún sefur) .Bjorgvin Gudmundsson The Champagne Song (Ohampagniegaloppen) ...............................H. C. Lumbye Londonderry Air ......................Old Irish (arr. by S. Thordarson) Soloist — Gudmundur Jonsson Pioneers (Lamdnemar) .......Sigurdur Thordarson SEXTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Þann 3. október síðastliðinn átti hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar sextíu ára starfsafmæli; hefir félagið innt af mi'kið og fagurt ‘starf. Hér birtist mynd þeirra kvenna, er núverandi framkvæmd- arnefnd skipa: Fremri röð: Mrs. Finnur Jöhnson; Mrs. B. B. Jónsson; Mrs. Magnús Pálsson. Bakröð: Mrs. Albert Wathne; Mrs. F. Stephenson; Mrs. B. J. Brandson; Mrs. O. Stepihensen; Mrs. W. M. Dalman. BÚNAÐARTEKJUR Að því er Ottawa fregnir herma, nema hreinar tekjur af landbúnaði Canada nú í ár, lið- lega biljón dala; þetta er n'kkru lægra en í fyrra, en nálega þris- var sinnum hærra en landbúnað- ar tekjurmar 1938. Árið 1941 greiddu einungis 7373 af 500,000 bændum í þessu landi tekjuskatt, en nú er tala bænda, er slíkan skatt greiða. margfalt hærri. ♦ Þurð á hveiti til brauðgerðar Sir John Boyd Orr, formaður birgðamálaráðs sameinuðu þjóð- anna, hefir í nýútkominni skýrslu sýmt fram á, að þegar fram á næsta ár komi, muni þurð á hveiti til brauðgerðar, nema freklega átta miljónum smálesta, og sé þó með þessu um lágmarks- neyzlu að ræða. Sir Jöhn lagði jafnframt rí'ka áherzlu á það, hve afar áríðandi það væri, að leggja að sama skapi margaukna áherzlu á framleiðslu annara fæðutegunda til þess að forða miljónum manna, kvenna og barna frá því að verða hungur- morða. INNFLUTNINGUR FÓLKS Á fyrra helmingi yfirstand- andi árs, komu hingað til lands 33,914 nýir innflytjendur; megin þorri þessara innflytjenda voru konur og börn canadiskra her- manna, og er langmestur hluti þeirra frá brezku eyjunum. Nú hafir verkamiálaráðherra sambandsstjórnarinar kunngert að 17,000 Pólverjum hafi verið veitt leyfi til landsvistar, sem þegar eru ráðnir til vinnumensku á bændabýlum. ♦ Dæmdur til dauða Lawrence Deacon, fyrrum her- maður, sá, er sakaður var um að hafa myrt íslenzka bílstjór- ann Jóhann Jöhnson, hefir verið fundinn sekur og dæmdur til lífláts; verjendur Deacons, þeir Mr. McMurray og Mr. Waldh, hafa lýst yfir, að líflátsdómnum verði bráðlega áfrýjað. Séra Marino Kristinsson prestur að að Valþjófs- stað í Fljótsdal, flytur að forfallalausu prédikunina við guðsþjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskveldið þann 17. nóv., kl. 7. Séra Marino er meðlimur Karlakórs Reykjavíkur. í framboði til bæjar- stjórnar Mr. Paul Bardal Vegna ítrekaðra áskorana verð- ur Mr. Bardal í kjöri til bæjar- stjórnar í Winnipeg í 2. kjördeild, við kosningarnar, sem fram fara þann 22. yfirstandandi mánaðar. Mr. Bardal hefir áður setið lengi í bæjarstjórn, og gat sér hinn ágætasta orðstýr sakir drengskapar og réttsýni; bæjar- stjórnin þarf vissulega á slík- um mönnum að halda sem Mr. Bardal er; vonandi láta Islend- ingar í áminstri kjördeild einn hlut ékki eftir liggja, varðandi það, að tryggja honum kosningu. ♦ Landsbókasafnið fær málverk að gjöf Dr. Helgi P. Briem, ræðismað- ur Islendinga í New York, hefir nýlega afhent Landsbókasafninu málverk af d r. Halldóri Hermannssyni, prófessor við Cor- nell University í.Ithaca, sem gjöf til safnsins frá nokkurum ís- lenzkum vinum hans. I bréfi, sem dr. Helgi P. Briem skriifar fyrir hönd gefendanna, segir svo: “Málverlkið hefir gert Halldór Pétursson, listmálari, og vonum við, að það verði þeim, er safnið nota, nokkur ánœgja að hafa fyrir augum mynd af þeim manni, sem hefir unnið íslenzkri bókfræði meira verk og fullkom- nara en nokkur annar maður. Bókfræðistarf dr. Halldórs er öllum kunnugt, sem bókum unna og þeim fróðleik, sem sóttur er í bækur. Þeim er einnig kunn- ugt, hve mikið verk og gott ligg- ur eftir hann í sagnfræði, og hef-, ir hann einnig þar reist sér traustan minnisvarða. — Þó al- menningur hafi aðgang að bók- um hans og geti ef til vill fengið þannig nokkurt yfirlit yfir hans mi'kla lífsstarf, er hitt ekki minna um vert, sem enginn getur metið til fullls. 1 fjörutíu ár hefir hann starfað sem kennari í Banda- ríkjunum. Á því tímabili munu allir fræðimenn um íslenzk efni þar í landi hafa sótt til hans fræðslu, holl ráð og góðar leið- beiningar. Hafa þeir ekki síður en við íslendingarnir lært að meta hann því meira sem þeir hafa 'kynnzt honum betur. Mun það og allra mál, að hann muni einhver bezti sonur íslenzku þjóðarinnar og glæsilegur full- trúi menningar hennar. Hann er drengur góður, hirðmannleg- ur í framkomu, hjálpsamur og vinfastur, skemmtilegur í tali og fróður á öllum sviðum. Slíkan mann er rétt að virða og gott að muna.” Landsbókavörður biður blaðið að flytja gefendum beztu þakkir fyrir þessa kærkomnu gjöf. > Vísir, 3. okt. Veitið athygli — Hin árlega haust-Bazaar kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldin í samkomusal kirkjunnar, miðvikudaginn 13. nóvember, 1946. Söluborð með heimatilbúnum munum verða undii umsjón forstöðukona deildanna: Mrs. B. J. Brandson, Mrs. F. Dalman, Mrs. J. K. Johnson, Mrs. H. Thor- olfson og Mrs. Gunnl. Jóhann- son. Heimatilbúinn matur, svo sem blóðmör, lifrapylsa og annað góð- gæti, er undir umsjón Mrs. S. O. Bjerring, en kaffisalan undir um- sjón Mrs. S. Backman. Salan hefst kl. 2.30 og heldur áfram allan seinni hluta dagsins og að kvöldinu. Komið og heilsið upp á kunn- ingja og vin-i á “Bazaar” kven- félagsins. Allir velfeomnir! ♦ VILL VIÐHAFA FESTU OG GÆTNI Hon. Vincent-Massey, fyrrum sendiherra Canadastjórnar í London, flutti nýverið ræðu í Canadian Club hér í borginni, þar sem hann hvatti hlustendur sína til þess að viðhafa festu og gætni varðandi rússnesku mál- in; menn yrðu að athuga vand- lega hvert rússnesk stjórnar- völd stefndu, áður en kveðinn væri upp harður dómur yfir þeim. Mr. Massey sagði að rússnieskt hugarfar væri svo rammlega vággirt, að örðugra væri að skyggnast þar inn en komast inn í Rússland sjálft, þó að því væri ekki auðhlaupið. ♦ TVEIR MERKISMENN LÁTNIR Samlkvæmt nýjum fregnum, sem Lögbergi hafa borizt, eru fyrir skömmu látnir í Reykjavík tveir þjóðkunnir menn, þeir Guð- mundur Hanness fyrrum pró- fessor í læknisfræði við hiáskóla Islands, og Jóhannes Nordal, fyrrum íslhússtjóri. Guðmundur var 81 árs að aldri, einn hinn fjölgáfaðasti Islend- ingur sinnar samtíðar, er mjög kom við sjálfstæðisbaráttu ís- lenzku þjóðarinnar á hinum fyrsta áratug þessarar aldar. Jóhannes Nordal var 96V2 árs, er dauða hans bar að; hann dvaldi nokkur ár vestan hafs, en hvarf brátt heim og stofnaði í Reykjavík og starfrækti um langt skeið, fyrsta íshúsið á Is- landi; báðir voru þessir mætu m'enn ættaðir úr Húnaþingi. Jó- hannes lætur eftir sig einn son, Sigurð prófessor Nordal, og bróð- ur, Sigvalda Nordal, sem búið hefir um langt skeið í Selkirk. -t- Karla Klúbbur Fyrstu Lútersku Kirkju. Eins og margur annar félags- sikapur lá Kaiila Klúbburinn ís- lenzki í nokkurskonar dvala á stríðsárunum. Fjöldinn allur af yngri íslendingum í Winnipeg var bundinn við stríðsathafnirn- ar. Sumir í Kanada, en aðrir á Vígvöllum veraldarinnar, en nú eru flestir leystir úr her- þjónustu og komnir heim til sín aftur. Þeir sem væntanlegir eru aftur úr hinum mikla hild- arleik, og nú er líka Karla- klúbburinn risinn upp að nýju, og hóf starf sitt með opinberri sambomu sem hann héit , Fyrstu lútersku kirkjunni á þriðjudags- kveldið í síðustu viku. Til samkomu þeirrar var vel vandað. Islendingum þar boðið uppá fyrstaflobks músik. Tíma- bært og fræðandi erindi og svo kaffi og kleinur í tilbót. Þeir sem þátt tóku í skemtiskránni voru, hinn góðkunni Kerr Wil- son (baritón) sem ávalt gjörir verkefnum sínum góð skil, því hann er einn þeirra .sem söng- gyðjan hefir fóstrað við hjarta sér. Kona hans, frú Thelma Willson spilaði undir söng hans prýðisvel. Ræðumaður á samkomunni var Charles A. Barbour og umtals- efni hans var “Recreation” (Þnoski), sem nú er svo mjög á dagskrá, ekbi aðeins í þessari heimsálfu, heldur líba um heim allan, og sem hann veitir for- stöðu fyrir stjórn Winnipeg- borgar. Herra Páll Bárdal bynti ræðumanninn og var hinn beztí rómur gjörður að máli beggja. Þóra Ásgeirsson, sem hvað eftir annað hefir unnið sér og íslendingum sóma með tónlist- ar hæfileibum sínum við söng- nám sitt, léb mörg lög á píanó, því hún var bölluð fram hvað eftir annað, svo mibil áhrif hafði ristræni hennar á áheyrendurna. Tvær ungar stúlkur, Donna Jdhnson og Corinnie Day. sungu tvísöng sem góður rómur var gjörður að. Einnig söng yngri söngflokkur Fyrstu lútersku kirkjunnar prýðisvel, undir stjórn H. L. Luptons organista. Stjórn samlkomunnar hafði hinn nýji forseti klúbbsins, Har- aldur S. Sigurðsson á hendi og fórst það vel. Hann gekk hreint og smekklega að verki. Vcir ekki með neina óþarfa mælgi, eins og sumuim samlkomustjórum hsettir oft við. Samikoma þessi verðskuldaði betri aðsókn en raun varð á, og er það skaði, ekki aðeins fyrir þá er fyrir málum þeim stóðu, og standa, heldur líka og aðal- lega fyrir þá sem af skeytingar- leysi lláta slíka menningarstarf- semi afskiptalausa. Það má drepa alla menningarviðleitni á meðal vor með köldu kæruleysi; það má líka efla hana með áhuga, og auðga hana með einlægni. Munið eftir næstu samlkomu Karlaklúbbsins og styrkið starf hans, með nærveru yðar á fund- um og sambomum hans. J. J. B. Háskóli N. Dakota eignast íslenzka merkisbók Nýlega sendi Gísli Sveinsson alþingismaður og fyrrv. forseti Alþingis, ríkisiháskólanum 1 Norður-Dakota (University of North Dakota) að gjöf skraut- legt eintak af merkisritinu “Lýð- veldishátíðin 1944,” um hendur dr. Richards Beck, prófessors há- skólans í Norðurlandamálum og bókmenntum og vararæðismanns Islands í Norður-Dakota. I sambandi við hlátiíðlega upp- sögn sumarskóla háskólans, er fram fór hinn 8. ágúst síðastlið- inn, afheniti dr. Beck forseta skólans, dr. John C. West, gjöf þessa formllega, að viðstöddum bókaverði héskólans, frk. Della Mathys, og herra Merle Kidder skólastjóra, fulltrúa menntamála ráðs æðri skóla ríkisins. I afihendingarræðu sinni lýsti dr. Beck sögulegu gildi bókar- innar og merkum og margþætt- um stjórnmálaferli gefandans, og gat þess sérstaklega, að hann hefði verið forseti Alþingis, þá er lýðveldið var endurreist og stjórnað hinum söguríka þing- fundi að Lögbergi, er lýst var lýðveldistökunni. Um gjöfina fórust dr. Beck að öðru leyti þannig orð: “Með þessari verðmætu gjöf vill herra Gísli Sveinsson al- þingismaður votta ríkis'háskól- anum í Norður-Dakota virðingu sína, minnugur þess, hversu margir stúdentar af íslenzkum stofni hafa útsikrifazt þaðan, og annarra menningartengsla skól- ans við ísland, svo sem þess, að einn af kennurum hans bar gæfu til að vera fulltrúi Vestur-Islend- inga á lýðveldishátóðinni. • Gjöf- in lýsir einnig góðhug gefanda til Bandaríkjaþjóðarinnar, en ríkisstjóm hennar varð fyrst til þess að viðurkenna formlega hið enndurreista íslenzka lýðveldi.” Dr. West háskólaforseti þakk- aði hina ágætu gjöf, og vinarhug þcfrm, sem lægi að baki henni, fögrum orðum, lýsti aðdáun sinni á .menningu hinnar íslenzku þjóðar og árnaði henni og hinu íslenzka lýðveldi allrar blessun- ar. Vísir, 3. okt. REPUBLICANAR VINNA STÓRSIGUR Við bosningar til þjóðþingsins í Washington, sem fram fóru á þriðjudaginn, vann Republicana flokkurinn sigur mikinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.