Lögberg - 06.02.1947, Síða 5

Lögberg - 06.02.1947, Síða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGIJNN 6. FEBRÚAR, 1947 illlAHÁI IWCNNA \ \ / Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON íslenzka skáldkonan í Saskatchewan Við önn og ys hins daglega sveitalífs Ihefir ísl.enzk kona, Rannveig K. G. Sigbjörnsson, sem búsett er í grend við þorpið Leslie í Saskatohewan-fylkinu, notfært sér tómstundir sínar tii að semja smásögur og margar í- hyglisverðar og fagrar ritgerðir; hafa margar þeirra birzt í Lög- hergi frá ári til árs, eins og hin fagra jólasaga 'hennar í síðasta jólablaði. Frú Rannveig er ættuð af Vestifjörðum. Hún er ramíslenzk í anda, ann hugástum íslenzkri tungu og íslenzkri bókmenning °g er sterktrúuð á fegurð lífsins; hún er trúrækin kona, sem ber kristnimenningu mannanna mjög fyrir brjósti. Fýrir nokkrum árum kom út á kostnað ísafoLdarprentsmiðju í Reykjavík, bók eftir frú Rann veigu, sem nefndist “Þráðar' spottar”. Bók iþessi hlaut hlýja °g vinsamlega dóma á ísllandi, eigi aðeins vegna hins fagra mái- fars er einkendi toókina, heldur °g vegna hins göfga anda, er mótaði persónur hennar og lýs- ingar þeirra. Þessi gáfaða og yfiirlætislausa skáldkona í Saskatchewan hefir °g samið smásögur og ritgerðir á ensku, er birzt hafa í blöðum °g tímaritum þessa lands; það er hreinleikinn og umbótaþráin, sem gefa ritsmíðum frú Rann- Veigar alveg sérstakt gildi. Hér fer á eftir greinarkorn, sem frú Rannveig sendi kvenna- síðu Lögbergs til birtingar, sem holt er að lesa gaumgæfilega og kynnast. ursins, svo sem sléttum innbygða. Hann spennir alt, sem hann nær á hörðum, já, grimmum fang- brögðum, svo menn óttast að lífið sjálft sé í veði. En lífið heldur áfram, líka í vetrargaddinum. Æskan notar andardrátt vetrarins sér til hreysti, ísana til þess að skemta sér á þeim. Fullorðinsárin sækja sér fisk í vötnin ofan um ísinn. Menn ferðast um fannir og hrannir, til útréttingar störfun- um. Ferðast á dýrknúðum og vélknúðum áhöidum, á lestum, sem hrista jiörðina í viðjum klaka og storma en eiga hið innra öll þægindi fy.rir farþega sína; ferð- ast um loftin á flugi og skapa undur fyrir auga og skilning jarðartoúa. — Enn toíðum vér fáein augna- blik, þá andar úr suðri. Sólin nær að skín vel og lengi. Klakinn bráðnar. Mjallstjörnurnar hafa ekki komið erindisleysu. Þær umlykja frækornin. Lífsandinn reisir þau upp mót sól og sumri. Vortolómin rísa af moldinni og arosa hughireystandi við mann- anna börnum. S'kógarenglarnir hafa einnig breytt um búning. Þeir spretta út af trján-um og upp af frækornum í órnælis- mergð, þeiir dansa, þeir fljúga á hvítum vængjum með frækorn skógarins til útbreiðslu lífinu. Þeir torosa við öllum og öllu í sínum vorgræna búningi. Þeir anda lífi og dögg um tilveruna. Skógurinn hefir gætt lífsins vel. En nú er yfiihöfn sléttunn- ar græn og stjörnur hennar af öllum regnbogans llitum. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Á sléttunni Það er sólkkin í dag, sunnu- ðaginn 24. nóvember, 1946. Bjant, gulllið sólskin hellist yfir sléttuna undir heiðum, fagurbláum himni. Yfir sléttunni liggur ábreiða af snjó, drifhvítum, tárhreinum, iðilmjúkum snjó. Sólgeislarnir Ijósleiða stjörnur á láðinu, silfur- litar, gullslitar. Þær hraðrita alla sléttuna og skóginn, undrum hfsins. Skógurinn hefir einnig klæðst þessari hvítu skikkju. Tréin standa í þyrpingum, stór- um, toreiðum, eða smá runnum; mílna löngum fylkingum eða ein- staklings verum. En að þessu sinni hafa þau öll klæðst hinni hvítu skifckju og Mkjast því helzt himintoornum verum er sveipað- ar hafa verið klæðnaði sinna heima. Þessir tignu Mfverðir jarðarinnar eru þögliir nú, því stillilogn er. Snjórinn er svona iðilmjúkur og hreinn af því jörð- in breiddi yfir sig vetrar'tolæjuna aður en stormurinn tók að ýfa róddina. Hún svaraði ekki rost- anum, svo nú er Ihún engilfögur a að líta. Víðfeðmin, mjallhvít sléttan toreiðir iðilmjúkan faðm naóti heiðskíirum 'himni. Manni dettur í hug, að fram úr skógin- um svífi englaverur á drifhvít- um, stjörnuskreyttum klæðum °g stígi dans á draumhvítum snjónum. — Veturinn hækkar á braut sinni. Stormurinn hvessir raustina, kuldinn rís með afli. Stjörnur Jarðarinnar hverfa. Tröllaukinn huldinn geysar yfir jörðina í storminum og nagar hverja lífs- eind, svo að menn óttast að verur skógarins og stjörnur jarðarinn- ar komi aldrei aftur. Vetrar- Snýrinn nauðar um skóginn þar ^ trén stynja, hann, hinn Kel- halldi jöikulandi slær rílki sínu á vðtnin og þékur þau ís. Hann Pýtur um hrjóstrugar leiðir og skilur ístoreiður eftir í förum sín- Urn á klettum og klungrum norð- Frá bókamarkaðinum Viöbœtir við kirkjusálma- söngsbókina. Safnað hafa og búið til prentunars Björgvin Guðmundsson, Páll ísólfsson og Sigurður Birkis. — Fjölritað. — Akureyri 1946. Þegar nýja sálmabókin kom út í fyrra, varð strax augljóst, að iög vantaði í sálmalagatoók kirkj- unnar við ýmsa þeirra. Til þess að bæta úr því voru þeir: Björg- vin Guðmundsson tónskáld, Páii ísólfsson dómkirkjuorganleikari og Sigurður Birkis söngmála- stjóri skipaður í nefnd til að safna lögum við þessa sálma i söngsbókina. Nú er viðtoætir nýjan viðtoæti við kirkjumála' þessi kominn út. Hann var fjöl ritaður á Akureyri undir um sjón Björgvins Guðmundssonar. Því miður hafa áhö*Id þau, sem notuð hafa verið, ekki reynst eins vel og skyldi. Er því fjölritunin ekki allsstaðar vel skýr og greini leg, né útgáfan falleg. Sannast að segja stingur hún mjög i stúf við hina vönduðu útgáfu sálma- bckarinnar, sem þó átti að vera “til bráðabirgða”, eins og við- bætirinn. 1 viðbætinum eru alls 97 lög. Þar af eru 10—20 lög, sem í raun- inni eru ekki safnaðarlög í þess orðs venjulega ski'lningi, heldur eru þau ætluð kirkjukórunum til flutnings á hljómleikum og við hátíðamessur. Þessu kann eg vel og ihefðu þau gjarnan mátt fleiri vera. Hins vegar sakna eg þess, að ekki skuli vera léttar “karla- kórsútsetningar” af algengustu jarðarfararlögunum í viðtoætin- um. Það hefði komið sér vel, því að karlakórssöngur tíðkast all- mikið við þær athafnir. Annað, sem mér Mkar vel, er það, að Reglu heimili Eftir Kristínu í Watertown Mörg ár liðu; elztu börnin mín voru hálf-vaxin; við vorum sex í f jölskyldunni, auk þess voru hjá okkur menn, sem við seldum fæði. Eg átti góða grannikonu; við komum hvor til annarar og ræddum saman. Einn morgun kom eg til hennar, en hún var ekki inni. Eg kallaði, en enginn var í húsinu. Svo leið lítil stund; þá heyrði eg að hún fcom og ein- hver var með henni. Það var önnur nágrannakona. Eg vék inn í svefnherbergið, ætlaði síð- an að gera þeim bylt við að gamni mínu; þá heyri eg að hin konan segir við grannkonu mína. “Mrs. Rose er nágrannakona þín?” “Já,” sagði Mrs. Peterson. “Er ekki ósköp að vita að hún ákulli vera þessi trassi með heim- ilið, skynsöm fcona eins og hún er?” “Það er leiðinlegt,” sagði Mrs Peterson. “Hún hefir mikið að gjöra.” “Hún hefir það,” sagði hin, “en það eru fleiri konur, sem haía mikið að gjöra, en ireyna 'þó að hafa reglu með heimilisvenkin Ef hún hefði hugmynd um hvaða synd það er að uppala börn við heimilis óreglu, myndi hún gjöra betur/ Eg heyrði alt þetta, en þar sem hún sagði, að það væri synd, að uppala toörn við heimilisóreglu, það stakk mig í hjartað. Eg sett ist á stól og fór að gráta. Þær hafa víst heyrt það, því Mrs. Peterson leit inn fyrir og varð ekki lítið hissa að sjá mig sitja þar grátandi. Eg stóð upp, sagði ekki nokkurt orð, en fóir heim til mín án þess að (ljúka við erindið. Eg grét alt sem eg hafði tíma til nokkra daga þarna á eftir. Það var sárt að heyra þetta, en samt var eg þakklát fyrir það. Þetta kom mér til að hugsa um hvað eg gæti gjört. Grannkona mín kom og bað mig fyrirgefningar en eg svaraði henni: “Það getur skeð að eg þakki ykkur fyrir það seinna.” Hún roðnaði í framan; hún hélt víst að eg segði þetta í háði. Eg hætti nú að rápa til ná- grannanna eins mikið og áður, en ihugsaði nú um hvernig eg. gæti lagað íheimilið. Þetta stóð í hjarta mínu: “Það er synd að uppala börn við heimilis óreglu.” ,Ef eg var að skemma framtíð oarnanna, var eg hegningarverð. Eg ásetti mér nú að byrja nýtt íf að þessu leyti, og xeyna nú að gjöra verkin á réttum tíma. Það er ekki hægt að gjöra alt í einu, reyna heldur að iðka eina dygð á viku, og vita hvort sú dygð hjálpar til með flleiri. Fyrst er að snúa sér að diskaþvottin- um, — eg skal táka af borðinu strax og máltíðin er búin; hreinsa toorðstofuna, þvo disk- ana, ^-en það hafði eg ekki gjört þar til leið að næstu máltíð. Eg byrjaði nú í drottins nafni; bað hann að hjálpa mér og láta ekfci börnin gjalda yfirsjóna minna. Mér fanst mér vera svarað: “Leiðréttu sjálfa (þig; þá er alt fyrirgefið.” Svo tók eg þetta fyrir; það var ekki lítil sjálfsafneitun eftir að hafa van- rækt það í öll þessi ár, en mér fanst það gefa mér nýjan styrk og því fýlgja iblessun að þvo diska og öll ílát strax eftir hverja mál- tíð. Svo leið vikan og mér leið vel og fann ánægju í þessu. Svo kom næsta vika; henni fylgdi ný regla: að búa upp rúm- in strax og eg var toúin að þvo diskana og sópa niðri, en það hafði eg e’kki gjört þar til leið að kveldi. Eins gjörði eg dag- inn, sem eg íþvoði fatnaðinn. Mér fanst nú alt ganga betur og eg koma svo miklu í verk, og hafði þó tírna til að hvíla mig. Venkin voru þau sömu; þau voru bara gjörð eftir réttum reglum. Jafn- vál börnin voru viljugri að hjálpa mér. Þetta gaf mér von og gleði. Svo leið þessi vikan; mér fanst þetta vera nýtt líf; en oft þurfti eg að ýta á eftir sjálfri mér til að ihalda þessu áfram. (Framh.) óvenjulega mörg lög eftir ís- xenzka höfunda eru tekin í við- bætinn. Hingað til virðist sem ísl. tónskáldin hafi verið snið- gengin. Hér eru hins vegar lög íslenzkra höfunda alt að því helmingi fleiri en hin og er það mikil nýlunda og góð. Lögin virðast mér að vísu misjöfn að gildi og ef til vill halda þau ekki öll velli til lengdar. En það er ekkert sérstakt fyrirbrigði eða nokkurt undrunarefni í sjálfu sér. Eg þefcki enga sálma — eða sálmalagabók. sem líklegt er að reynist sígild spja'ldanna milli. “Alt er í heiminum hverfult” — og “tímarnir breytast og menn- irnir með.” Lag og ljóð getur átt tilverurétt í bókum kirkjunn- ar, þó að skapadægur þess sé eigi langt undan, svo fremi sem það fullnægir að einhverju leyti trúarsöngþörf og þrá síns tíma. Annars er erfitt að segja fyrir um, hve lengi verði með það og þáð lagið og ljóðið farið af al- menningi. Ef lagt væri t. d gildismat á jólasá'lmana alkunnu: Heims um ból og Sjá. himins opn- ast hlið, þá er enginn vafi á því, að seinni sálmurinn yrði tekinn fram yfir hinn. En hvað segir svo reynslan? Líkt má segja um lög- in, og þó er betra lagið ekki svip- að því eins hjartfólgið þjóðinni eins og lagið við fyrra sálminn. Af framansögðu ætla eg mér ekki þá dul að fella “stóra dóm” um tónskáldin, og 'lög þeirra. Eg hygg, að það sé ekki tilgangs- hæft.. En lögin eiga í viðbætin- um þessi íslenzku tónskáld: Björgvin Guðmundsson, Jónas Tómasson, Sigurjón Kjartansson, ísólfur Pálsson, Jóhann Ó. Har- aldsson, Friðrik Bjarnason, Jón Jónsson, Páll Halldórsson, Bald- ur Andrésson, Árni Thorsteins- son, Páll ísólfsson, Guðrún Böð- varsdóttir, Sigva'Idi Kaldalóns, Hallgrímur Helgason, Gísli Páls- son og H. I. Helgason, alls 15 ikarlmenn og 1 kona. Það er álitlegur hópur, er sýnir, að ekki eru allir hættir að hugsa um kirkjuna og hennar mál. Hið þriðja, sem mér fellur vel í geð er það, hve nýnæmingur viðbætirinn er. Meiri hiluti lag- anna hefir aldrei fyr verið í is- lenzkum kirkj usöngbókum, ef eg veit rétt. Hér er drottnað yfir þeirri synd, sem virðist oft liggja í sálma- og sálmasöngbækur, — við dyr þeirra, er safna eiga efni syndinni þeirri, að gera þær að eins 'konar kirkjulegu forngripa- safni. Eg get vel metið þá íhalds- og ræktarsemi, er “setur í síð- ustu lög sverðið að fornum rót- um.” En menn mega ekki gleyma iþví að nýi gróðurinn á rétt á Mfrúmi við 'hlið hins gamla. Um hina hljjómfræðilegu hlið ber mér að vera fáorðum, enda tek eg það ekki nærri mér, jafn fáfróður sem eg er í þeirri grein. )g tel það kost, að yfirleitt er létt að spila lögin, og eins hitt, að þau eru sem oftast sett hæfi- lega ’hátt fyrir almennan söng og eru í fallegum tóntegundum Enda eg svo þessi orð með þökk til þeirra, er hér lögðu hönd á plóginn, og ekki sízt til hans, er allur höfuðþunginn hvíldi á í þessum efnum. Á eg þá við Björgvin Guðmundsson tónskáld. Ennfremur þakka eg tónskáld- unum þeirra fram'lag, sem eg vona að verði vel metið og þakk- að af öllum, er unna fögrum kirkjusöng. Flugfélag íslands kaupir tvær nýjar “Dakota” vélar Flugfélag íslands hefir fest kaup á tveimur nýjum farþega- f' ugvélum í Bretlandi. Eru það svoneínaar “Douglas Dakota”- flugvélar, sem flytja 21 faiþega. Þær ihafa tvo hreyfla og hafa lengi þótt hinar beztu farþega- flugvélar, enda mikið notaðar víða um 'heim. Vélarnar eru inn- réttaðar með mjög þægllegum sætum og öllum nýtízku útbún- aði, sem nú er í farþegavélum. Þessar tvær nýju vélar verða fyrst og fremst notaðar til inn- anlandsflugs. Morgunto’.aðinu barst §keyti um þessi flugvélakaup frá frétta- ritara sínum í London í gær og sneri sér til Arnar Johnson, for- stjóra Flugfélagsins og spurði hann nánar um kaupin. GAMAN 0G ALVARA Kemur í janúar. - Það er rétt, að Flugfélag Is lands festi kaup fyrir skömmu ó tveimur Dákota-farþegarflugvél- um í Skotlandi. Var það fyrir einstaka velvild Scottis'h Avia- tion, sem við höfðum leigt flug- vélar af í sumar, að kaupin tók- ust, en margir voru um boðið, þar sem erfitt er nú, ef ekki nærri ógerningur, að fá flugvélar af þessari tegund, nema'greitt sé í dollurum, en við greiðum flug- vélarnar í sterlingspundum. Selj- andi er Scottish Aviation. Fyrri flugvélin 'kemur um 25. janúar, en hin síðari þann 5. febrúar. Flugvélarnar eru báðar svo að segja nýjar, hefir verið flogið 500—800 klst. en hreyflar nýir. Scottish Aviation hefir séð um innréttingu vélanna, en þeir eru umboðsmenn fyrir Douglas verk- smiðjurnar og sem stendur eru þeir að innrétta 18 Dakota-vélar fyrir ýms flugfélög víða um heim. Flugvélaeignin níu vélar. Flugfélag Islands á nú alls 9 flugvélar. Þrjár Catalrna-vélar og geta þær sest jafnt <á sjó sem landi, eina flugvél af Dakotagerð, sem verður send út til innrétt- ingar er nýju vélarnar koma og þrjár minni flugvélar. Er hinn mesti fengur að hin- um nýju vélum fyrir innanlands- flug okkar. Er ástæða til að óska Flugfélagi Islands til hamingju með þann dugnað, sem stjórn þess og framkvæmdarstjóri hafa sýnt við að efla og auka flugvéla- kost félagsins, því að það er hag- ur landsmanna allra að flugvéla- floti okkar aukist með góðum vélurn. —Mbl. 11. desember. í San Francisco stal þjófur eitt sinn bíl, sem hafði verið skilinn eftir í húsaporti að nóttu til. Hann ók honum út úr bænum, en þegar hann var kominn nokkra fcílómetra, veitti hann því athygli að þetta var lífcvagn og var kista í honum. Hann yfirgaf bílinn þegar. —Nei, eg gaf aldrei ölmusu við dyrnar, þeir, sem betla við dyrn- ar eru ekki þurfandi. Nei, þeir sem virkilega eru þurfandi — þeir deyja úr sulti. Og þeim gef eg- -♦ Olsen er að aka síðasta korn- hlassinu heim í hlöðu. Það er drynjandi þrumugangur og um leið og vagninn fer inn úr hlið- inu kemur úrhellis rigning. Ol- sen hrópar sigri hrósandi: —Við urðum nú samt fyrstir! í sama bili veltur h'Iassið af vagninum. Olsen verður alvar- legur og segir: —Drottinn skilur víst ekki spaug þegar hann er í því skapi að hann þrumar! 1 Ameríku var það eitt sinn vasaþjófur, sem stal tösku af kvenmanni nokkrum. Hann opnaði töskuna, en fann þar ekk- ert fémætt nema 2 dollara. Hann skilaði iþví töskunni aftur og tók ofan um leið. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar The Swan Manufacturtng Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 VTl SERVICt OAMP WASH 5C pound Phone Pei# Um val og meðferð vissra er- lendra laga mætti segja ýmis- legt, toæði með og móti. En þar er um smekksatriði að ræða, sem mig fýsir efcki að deila um. Hitt er mér geðfeldara, að mæla með viðtoætinum og geri eg það hér með. V. Sn. —(Dagur 11. des.). Læknirinn tekur upp símann og glaðleg rödd segir: — Halló, er það laeknirinn. Konan mín er nú orðin þegjandi 'hás. Viljið þér ekki líta inn til hennar einhvern daginn, þegar leið yðar liggur hér um. Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.