Lögberg - 06.02.1947, Page 6

Lögberg - 06.02.1947, Page 6
6 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. J. EYFORD þýddi Á fögrum sumarmorgni var ungur maður á ferð í gegnum einn fegursta skóginn á Englandi, sem ennþá hafði að mestu verið hlíft við öxi skógarmanns- ins. Hann var hrifinn af hinni fögru náttúru, og margbreytilega litskrúði í skóginum, og vissi ekki hvernig dagur- inn leið fyr en að kvöldi var komið. Hann söng af og til vísur, og virtist vera einn þeirra ungu manna, sem var mjög á- nægður yfir því að vera til. Af hrifningu yfir fegurð skógarins og náttúrunnar, hafði hann ekki gætt sín, og mist af götuslóðunum sem hann átti að fara, og nú var hann langt inni í hin- um þétta og myrka skógi, og vissi ekki hvert skyldi halda. Ef hann skyldi svo þurfa að vera þar yfir nóttina, var það alls ekki neitt ánægjuleg tilhugsun. Að ganga um skóginn á björtum degi, getur verið mjög ánægjulegt, en að liggja þar úti yfir nóttina í döggvotu grasinu og hafa ekkert að sér, er alt annað, og flest- ir mundu fremur óska að vera heima hjá sér og sofa í rúminu sínu. Hann óskaði sér að einhver yrði á vegi sínum sem gæti leiðbeint sér út úr þessum risavaxna skógi, og komið sér á rétta leið. Hann var búinn að ganga frá því snemma um morguninn og orðinn þreyttur, og nú fór að skyggja inni í skóginum, en hann hélt áfram að ganga, án þess að vita hvert hann væri að fara. Hann söng vísur, til þess að ef einhver væri nálægt, mætti heyra til sín. Hann hafði. varla lokið við að syngja síðustu vísuna, er hann heyrði hund gelta. Hann sneri strax í áttina þangað sem hann heyrði hunds-geltið, því nú hafði hann von um að hann mundi finna hús. Hann kallaði eins hátt og hann gat, svo það bergmálaði milli trjánna, og hundur- inn, þó hann væri nokkuð langt burtu, svaraði með löngu spangóli. Hann hraðaði sér alt hvað hann gat í áttina þangað, sem hundurinn var, það voru allslags tafir á leiðinni, en loksins kom hann fram í rjóður, og þar stóð maður. “Jæja, eg er þá frelsaður!” hrópaði hann. Hann kallaði í manninn, sem fór sína leið. Ungi maðurinn varð alveg hamslaus yfir þessu; eg er alveg viss um að hann bæði heyrði til mín og sá mig! Hverslags maður er þetta, sem vill ekki leiðbeina mér; hann gat þó skilið að eg mundi vera í slæmum kringumstæðum, að vera viltur hér í þessum þykka skógi. Því flýtti hann sér svo mikið að komast burtu og hverfa, svo að eg skyldi ekki finna hann.” Svo datt honum nokkuð í hug; hann hélt í sömu átt og skógarmaðurinn, og fór að gelta, alt sem hann gat, í þeirri von að hundurinn mundi taka undir. Það dimdi fljótt. H^nn datt um trjá- bol, sem lá þvers yfir götuslóðina, hann stóð brátt upp og litaðist um. “Nei,” sagði hann við sjálfan sig, “nú er eg eins og týndur sauður og verð að gera mér gott af að liggja hér úti í skóg- inum; eg skyldi nærri því óska að eg væri lítill fuglsungi, þá mundi mamma mín breiða vængi sína yfir mig. Það er ekki til neins að kalla, það svarar ekk- ert bergmál hér. í morgun var eg svo frískur og fjörugur, og borðaði ekki nema helminginn af morgunverðinum mínum; þegar eg hugsa nú um hve mik- ið eg skildi eftir, kemur vatnið fram í munninn á mér; það þýðir ekki að hugsa um það; en eg verð að finna einhvern þurran blett til að liggja á. Eg býst ekki við að það séu eitraðar pöddur hér, það h'tur ekki út fyrir að það séu nein ormabeð hér.” Hann lagði sig niður undir stóru tré og fór að hugsa um ástand sitt. Hann hélt að sér væri óhætt að vera þarna um nóttina. Hann byrjaði að syngja háum róm, til þess enn að reyna að fá eitthvert svar. Það var óhugsandi að hundurinn mundi ekki taka undir, enda svaraði hann strax, en hann heyrði að maður- inn, sem hann hafði séð, gerði alt til þess að fá hundinn til að þegja. Bæði gelt hundsins og tilraunir mannsins til að fá hann til að þegja hjálpaði honum; LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1947 hann stóð upp og hraðaði sér alt sem hann gat, eftir mjóum stíg, þar til hann kom inn á skóglaust svæði ; þar sá hann hús, og úti fyrir dyrum þess stóðu bæði maðurinn og hundurinn. Um stund stóðu þessir tveir menn og virtu hver annan nákvæmlega fyrir sér, með lítt vingjarnlegu augnaráði. Ungi maðurinn var í órólegu skapi, hinn eldri var rólegur og kaldur. Ilvor um sig var fullkomin ímynd þeirrar stéttar, sem þeir tilheyrðu í mannfélaginu. Skóggr- maðurinn með veðurbitið andlit og sterklega limi, og klæddur í fátæklegan skógarhöggsmanna-búningú ungi mað- urinn með slétt og vingjarnlegt andlit og snyrtimannlegur. “Hvað meintir þú með því að fara frá mér inni í skóginum, því þú hlaust að vita að eg var viltur vegar og vissi ekki hvert eg átti að fara? Hélstu kanske að eg væri draugur?” spurði ungi mað- urinn með ákafa. Skógarmaðurinn leit hvasst á hann. “Nei, en eg hleyp ekki strax eftir því þó - einhver kalli á mig, ungi maður,” svar- aði hann. “Hvað er það þá, sem þú vilt biðja mig um að gera fyrir þig?” “Því stanzaðirðu ekki er eg kallaði á þig?” sagði ungi maðurinn, án þess að svara spurningu hins. “Vegna þess eg kærði mig ekkert um það,” svaraði hann, ekki beinlínis móðgandi, en kæruleysislega. “Nú skal eg svara spurningu þinni, ungi maður; hvað er það sem þú óskar eftir?” Ungi maðurinn horfði rannsakandi augum á hann og hélt bræði sinni í skef j- um. “Eg viltist í skóginum og fann ekki veginn aftur,” sagði hann, eftir að hafa hugsað sig um eitt augnablik. “Hvert ætlaðirðu að fara?” spurði skógarmaðurinn. “Til Mörkdal,” svaraði ungi maður- inn. Skógarmaðurinn horfði rannsak- andi í andlit honum. “Mörkdal? Þú ert þá kominn út af réttri leið. Mörkdal er í vestur héðan. Fylgdu mér, og eg skal vísa þér á rétta leið.” •“Stanzaðu sem snöggvast,” sagði ungi maðurinn. “Þó þú vildir ekki stanza til að heyra hvers eg vildi biðja þig, þá neitarðu mér varla um að gefa mér glas af vatni til að drekka?’ Maðurinn, sem þegar var lagður af stað sneri við og gekk heim að húsinu, tók hendinni á hurðarklinkunni. Ungi maðurinn fylgdi honum, eins og honum fanst sem sjálfsagt. en skógar- maðurinn, sem ekki var búinn að opna hurðina, benti á bekk undir glugganum. “Sestu þarna,” sagði hann í skipandi róm. Ungi maðurinn gerði eins og hon- um var sagt, en reiðin svall í huga hans. “O-já,” sagði hann, “eg sé að þú heldur enn að eg sé draugur; kanske að þú verðir rólegri þegar þú sérð mig drekka vatnið. Það er betra fyrir þig að gæta þess vel, hvort eg drekk vatnið á vanalegan hátt.” Skógarmaðurinn lét sem hann heyrði ekki háðsyrði hans, hann fór inn í húsið, og sá sem úti var heyrði að loka var sett fyrir hurðina. Skömmu síðar kom maðurinn út með vatnskönnu og glas. “Þakka þér fyrir!” sagði ungi mað- urinn, “en hvað er þetta?” “Það er soðinn eplasafi,” svaraði skógarmaðurinn. “Þetta er sannarlega góður epla- safi,” sagði hann, eftir að hann hafði drukkið úr glasinu. “Þú ert, þegar til alls kemur, ekki svo slæmur karl. Eg var nærri búinn að ráðast á þig þegar eg loksins náði þér; mér virtist þú svo fúl- mannlegur, er þú fórst þína leið og vildir ekki leiðbeina mér.” “Eg get vel ímyndað mér það,” sagði skógarmaðurinn. “Viltu ekki annað glas af eplasafanum?” Ungi maðurinn þakkaði fyrir það, en er skógarmaðuriíin gekk inn, var lokan aftur sett fyrir hurðina meðan hann var inni. Hann kom brátt út aftur með glas af eplasafa. Ungi maðurinn drakk það nú með hægð og horfði rannsakandi augum á þennan undarlega mann. Það var svo gegnum-smjúgandi tillit, að það hefði skotið skelk í bringu hverjum sex mönn- um af tíu, en skógarmaðurinn stóð þar alveg rólegur, eins og enginn horfði á hann. Hann horfði á unga manninn, þar til hann hafði drukkið úr glasinu, svo benti hann til vesturs og sagði: “í þessa átt er Mörkdal.” “Hve langt er þangað?” spurði ungi maðurinn. “Styzta leið þangað er um 8 rnílur; komdu með mér, og eg skal sýna þér leiðina,” sagði skógarmaðurinn. “Það er ágætt,” sagði ungi maður- inn, en meðan hann var að láta tóbak í pípuna sína horfði hann á húsið, og undraðist með sjálfum sér, því hurðinni var svo vandlega lokað í hvert sinn er gengið var um. “Það er víst falleg stofa, sem þú hef- ir í húsinu þínu,” sagði hann, og skógar- maðurinn kinkaði kolli. “Heggur þú eldivið?” Og skógarmað- urinn kinkaði aftur kolli. “Kanske líka skotlæðingur (veiði- þjófur) ? Eg meina ekki neitt ilt með því,” bætti ungi maðurinn við. “Mér datt það í hug af því hversu vandlega þú gætir þess að hafa dyrnar lokaðar.” “Þú getur ímyndað þér það sem þú vilt um það,” svaraði skógarmaðurinn í alvarlegum róm. “Þarna er vegurinn, sem þú skalt fylgja.” “Það liggur ekki svo mjög á,” sagði ungi maðurinn dálítið ergilega, “en eg skal fara. Þú ert ekki, ‘eftir alt, eins slæmur og eg hélt. Hvað annars er það, sem þú hefir inni í húsinu, sem þú gætir svo vandlega að enginn sjái? Er það eitthvert konunglegt djásn, eða ein- hverjir helgir dómar? Hafðu mitt ráð, gamli drengur, ef þú vilt ekki að fólk sé forvitið um hagi þína, skaltu ekki vera' svona á verði fyrir því að nokkur komi inn í hús þitt. Skógarmaðurinn gekk á undan til þess að vísa hinum á veginn. Hann var nú, ef hægt hefði verið, ennþá alvarlegri og styttri í spuna en áður. “Forvitið fólk kemur sjaldan hing- að, ungi maður,” sagði hann ömurlega. “Það get eg vel (myndað mér,” sagði ungi maðurinn; “en eg er ekki einn þeirra forvitnu, þó þú ímyndir þér það. Mig varðar alls ekkert um hvað þú hefir inni í húsinu. Viltu reykja? Eg hefi tóbak.” Maðurinn hristi bara höfuðið, og svo gengu þeir í nokkrar mínútur, án þess að tala eitt einasta orð; skógar- brautin lá í einlægum bugðum og krók- um; en svo komu þeir á breiðari veg og þá stanzaði skógarmaðurinn, og benti framundan sér. “Fýlgdu þessum stíg, þangað til þú kemur að stórri vörðu, þar skiftast veg- irnir; taktu þann stíginn, sem liggur til vinstri, hann liggur til Mörkdal. Góða nótt.” “Nei, bíddu svolítið við,” sagði ungi maðurinn, og rétti honum pening. Þetta er lítilsháttar borgun fyrir það, sem þú hefir gert fyrir mig.” Skógarmaðurinn leit á peninginn og hristi höfuðið; svo sagði hann aftur góða nótt og sneri heim á leið. Ungi maðurinn stakk peningnum aftur í vasa sinn og hló að hinum sér- kennilega leiðsögumanni. En er skógarmaðurinn var kominn spölkorn heim á leið, stanzaði hann og horfði á eftir unga manninum. Það leit út eins og hann vildi reyna að kalla fram úr huga sínum einhverjar óljósar minn- ingar. Hann hristi höfuðið; það var eins og hann gæti ekki fundið það. sem hann leitaði eftir, og varð að hætta við það. Hann lagði aftur á stað, og fór heim í húsið. Stofan, sem hann kom inn í var víst daglega stofan; það voru fremur fá og léleg húsgögn þar inni, eins og á vana- legu skógarmanns heimili, og þó mundi maður brátt veita því eftirtekt, að þar var ýmislegt, sem ekki var veniulegt að vera á vanalegu skógarmanns heimili. Bæði borð og stólar voru af einfaldri gerð; veggir voru grænmálaðir, en á gólfinu var þykkur og mjúkur gólfdúkur, og á einum veggnum var fallegur bóka- skápur, fullur af skrautlega innbundn- um bókum. Við borðið, sem var sett fyr- ir kvöldverðinn, var einn stóll, fínni en hinir, og á hann var breitt skrautlegt áklæði. Hnífurinn og gaffallinn, sem láu á borðinu fyrir framan þennan stól, voru einnig fínni en hin borðáhöldin, og hjá þeim lá snjóhvítur pentudúkur, einnig glasið, sem stóð þar var fínt og slípað, en glösin, sem stóðu við hina diskana voru bara hversdagsleg. Þegar maðurinn kom inn, kom kona út úr öðru herbergi. “Ert þú kominn, Nathan?” spurði hún. “Já,” svaraði hann, “hvar er Dora?” “Dora? Var hún ekki með þér? Eg heyrði að þú varst að tala við einhvern úti.* Hvern varstu að tala við? ” spurði konan. “Hvar er Dora?” spurði hann, án þess að svara spurningu hennar. “Hún fór út bara fyrir fáum mínút- um, eg hélt að hún hefði farið á móti þér.” Maðurinn opnaði hurðina og kall- aði á hundinn, sem gekk um órólegur í stofunni, eins og hann væri að þefa eftir einhverju. “Farðu, Watch!” sagði hann, ‘“farðu og findu hana!” Svo stóð hann í djúpum hugsunum. “Mér er illa við að Dora fari út, eftir að farið er að dimma,” sagði hann. “Hversvegna,” spurði hún; hvað ert þú hræddur við? Hvað hefir komið fyrir? Hver var það, sem þú varst að tala við?” “Ókunnugan mann,” svaraði hann; “ungan herra, sem hafði vilst í skógin- um. Hve langt er síðan Dora fór út?” “Ekki einu sinni tíu mínútur,” svar- aðikonan. “Ungurherra! Það var und- arlegt. Hvernig vildi það til, að hann kom hingað?” “Hann hafði vilst, og er nú á réttri leið til Mörkdal; það var þangað, sem hann ætlaði að fara,” sagði Nathan. “Vilst,” tautaði konan fyrir munni sér; “vesalings maðurinn! Það eru sjö mílur til Mörkdal. Sagðir þú að hann væri virkilega herramaður?” spurði hún. “Já,” svaraði Nathan, og hnyklaði brýrnar, “og slunginn náungi líka; eg heyrði til hans í kvöld og hélt að hann mundi ekki finna mig, en hann beitti öllum brögðum, er hann sá að eg vildi ekki finna hann, þá fór hann að gelta eins og hundur; með því kom hann Watch einnig til að gelta, og með því móti fann hann mig. Það var erfitt aj5 losna við hann; hann leit út fyrir að vera mjög þreyttur. Það er gott að hann er farinn sína leið; það er sá fyrsti ókunn- ugur maður, sem hefir komið hingað síðan Dora kom,” og hann stundi við. “Vilst,” endurtók konan, og tók steikarpönnuna af eldinum, “og þar ofan í kaupið herramaður, það var ó- vanaleg heimsókn í þennan stóra skóg. En, Nathan, hvað gengur að þér?” spurði hún og horfði á hann, sem var niðursokkinn í einhverjar hugsanir. “Ó, ekkert,” svaraði hann dræmt; mér finst eg þekkja andlitslag og svip þessa unga manns: en það var víst bara augnabliks ímyndun. Það var fremur málrómur hans en andlit, sem vakti þá ímyndun hjá mér. Hann hefir stórlætis- fullan og áræðislegan andlitssvip. Eg vildi óska að Dora kæmi. Hér eftir þarf hún ekki að fara út eftir sólsetur. Það er eins og ókunnugir seyði strax hver annan að sér, og það er ekki óhult fyrir hana að vera svo seint úti.” “Þeir, þeir,” sagði konan, “hún kem- ur hérna.” “Ekki eitt einasta orð,” sagði maður- inn í aðvarandi róm. Á sömu stundu opnaðist hurðin; hundurinn hljóp upp fagnandi, og inn kom ung stúlka, sem var eins og mál- verk til að sjá í dyrunum í hálfdimm- unni. 2. KAFLI. Það var eins og hún hefði hlaupið, því hún kastaði mæðilega öndinni er hún kom inn. Hún var klædd í vanaleg- an bómullar kjól, sem var ekki síðari en það, að hennar nettu fætur sáust niður undan og ermarnar voru stuttar, svo hennar snjóhvítu holdugu handlegg- ir sáust upp fyrir olnboga. En enginn hefði veitt handleggjum hennar né fótum neina eftirtekt, sem fyrst hefði séð andlit hennar. Það var svo frítt, elskulegt og yndislegt, að því verður ekki með orðum lýst. Á götum stórborganna og í hinu fínna samkvæm- islífi ber oft fyrir augu manna sérstak- lega fríðar konur, en hennar líki mun vart finnast. Hún var hvorki ljós né dökk yfirlit- um, ekki mjög alvarleg, og ekki heldur hnuggin; þegar hún kom inn, var við- feldnislegt bros á vörum hennar. Andlit hennar var fyrirmynd kvenlegrar feg- urðar, og á sama tíma bar það vott um miklar gáfur og göfuga sál. Hún stóð eitt augnablik þegjandi í dyrunum; hún leit eins og spyrjandi á manninn og konuna, svo kom hún inn og tók af sér sólskýluna, sem hún hafði yfir sér. “Sendirðu Watch eftir mé.r, faðir minn? spurði hún, og málrómur hennar eins og andlit, virtist ekki eiga heima í skógarmanns híbýli. “Eg var ekki langt í burtu; eg stóð við tjörnina og hlustaði á froskana. Watch veit nú hvar hann á að finna mig; hann kom rakleitt ofan að tjörninni, þó honum líki ekki froska- kliðurinn. Þú gerðir vel, Watch.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.