Lögberg - 06.02.1947, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1947
Or borg og bygð
Prentnemi óskast
íslenzkur piltur á aldrinum
frá 15 til 18 ára með nokkra und-
irstöðuþekkingu í Menzku, getur
fengið aðgang að prentnámi nú
þegar, verður að hafa lokið að
minsta kosti 10. bekkjar barna-
skólaprófi.
The Columbia Press, Ltd.
695 Sargent, Winnipeg
J. Th. Beck, forstjóri.
♦
ÞAKKARÁV ARP
Við undirrituð viljum hér með
votta hið innilegasta þakklæti til
þeirra vina okkar og vanda-
manna, er komu saman á 'heimili
okkar, laugardagskvöldið 25.
jan s.l. til minningar um 60 ára
giftingarafmæli okkar hjóna og
sæmdu okkur gjöfum Ennfrem-
ur þökkum við þeim mörgu fjar-
verandi vinum, er sendu heilla-
óskaskeyti og gjafir.
Síðast en ekki sízt, viljum við
beina þakklæti okkar til Mrs.
Sigríðar Sigurðson og Mrs. Ellis-
ton^ er stóðu fyrir þessum mann-
fagnaði og báru mestan hluta af
hita og þunga dagsins.
Hér bresta orð til að lýsa til-
finningum okkar, sem vera
skyldi. en við vonum, kæru vinir,
að þið vitið hvað við vildum sagt
hafa.
Einu sinni enn: Kærar þakkir.
Mr. og Mrs. Eyjólfur Sveinsson.
562 Victor Stræti.
♦
Hið 28. ársþing Þjóðræknisfé-
lags Islendinga í Vesturheimi,
fer fram í Good Templara húsinu
á Sargent Avenue í Winnipeg
dagana 24., 25. og 26. febrúar, og
hefst með þingsetningu á mánu-
daginn þ. 24., kl. 10 f.h. — Að-
fkomandi til ræðuhalda í sam-
bandi við þingið og samkomur
þess verða þeir Valdimar Björn-
son frá Minneapolis, Carl Free-
man frá Fargo, og dr. Richard
Beck frá Grand Forks, N.D.
♦
The annual meeting of the Jon
Sigurdsson Chapter, I.O.D.E. will
be held in Board Room 2, Free
Press Bldg., at 8 o’clock on
Thursday Eve., February 6th
Mrs. E. C. Cowan Provincial
President will be our guest
Members are urged to attend.
♦
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar heldur fund
samkomusal kirkjunnar á fimtU'
daginn þann 6. þ. m., kl. 2.30 e.h
♦
Mrs. Birgitta Halldorson-Peter-
son frá Park River, N.Dak.^ var
stödd í borginni í viikunni, sem
leið.
-f
Mrs. Maria Danielson, 84 ára
gömul, andaðist 23. þ. m., að
Gimli. Daniel maður hennar dó
árið 1936. Fjótir synir lifa móð-
ur sína: Guðjón, í Árborg; Hettgi,
búsettur skamt fyrir vestan
Gimli og Benjamín og Magnús í
Árboxg. — Hún var jarðsungin
frá lútersku kirkjunni á Gimli,
30 þ. m., af séra Skúla Sigur
geirsyni.
-t-
This Is News! The Amateur
Concert being sponsored by the
Gimli Board of Trade, in the
drive for funds for a “Mobile
T. B. Clinic” will be broadcast
over CJOB (1340), from the
stage of the Gimli Theatre, at
Gimli, on the 8th of February,
frorn 10:10 to 11:,00 p.m. The
concert begins at 8 p.m. Come
and vote for your favorite con-
testant; the ten highest perform
before the microphone. Support
a worthy cause.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Valdimar J. Eylands, prestur.
Heimili: 776 Victor Street,
Sími: 29 017.
Harold J. Lupton, organisti og
söngstjóri.
308 Niagara Street.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h.,
á íslenzku kl. 7 e. h.
Sun'hudagaskóli kl. 12.15 e. h.
Söngæfingar: Yngri flokkur-
inn—á fimtudögum. Eldri flokk-
urinn — á föstudögum.
♦
Gimli prestakall—
Sunnudaginn 9. febr. messa á
Husavick, kl. 2 e. h.; messa á
Gimli, kl. 7 e. h.; og við þessa
messu fer fram minningarathöfn
fyrir F.O. Freeman Kristinn
Guðmund Johnson, sem lét lífið
í loftárás yfir Siam 9. febrúar,
1945.
Allir boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirson.
+
Lúterska kirkjan í Selkirk—
Sunnudaginn 9. febrúar—
Sunnudagaskóli kl. 11 árd-
íslenzk messa k!l. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
The Junior Ladies Aid of the
First Lutheran Churoh will hold
a Telephone Bridge on the even-
ing of -Tuesday, February llth.
Wie Conveners are: Mrs. B. H.
Olson and Mrs. J. Eager.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
fund á miðvikudaginn þann 12.
þ. m., kl. 8 e. h., að heimili Mrs.
Oharles Nielsen, Ste. 19 Acadia
Apts.
-f
ÁRSFUNDUR The Columbia
Press Limited, verður haldinn á
fimtudaginn þann 27. febrúar;
1947. Hluthöfum verður tilkynt
bréflega um stund og stað.
♦
Þann 15. janúar síðastiiðinn
lézt að heimili dóttur sinna, Mrs.
W. H. Dermody, Ste. A Chelten-
ham Court, Langside Street hér
í borg, Mrs. Kristín Thorsteins-
son; 'hún var fædd þann 14. sept-
ember 1865 í Markúsarseli í Suð-
ursveit; auk eiginmanns síns,
lætur hún eftir sig 5 börn og 2
stjúpsonu.
Rev. Martin, prestur við Grace
kirkjuna í þessari borg, sýnir í
Fyrstu (lútersku kirkju að kveldi
þess 18. þ. m., 1600 feta filmu í
litum, af Ástralíu, sem tekin
var í nýlegri för hans þangað
til lands; á undan sýningunni
skemtir Mr. Alvin Blöndal með
einsöng
-f
Látin er fyrir skömmu Mrs.
Thorbjörg Johnson, kona Johns
Johnson, Ste. 2 Broadway Place
hér í borg; hún var jarðsungin
frá Fyrstu lútersku kirkju af
séra Valdimar J. Eylands.
Síðastliðinn laugardag lézt
Thórdur SóHm-undsson, er um
mörg ár starfaði í þjónustu Win
nipegborgar; hann hafði verið
veill á heilsu síðustu æviárin:
útför hans fór fram á miðviku-
daginn undir íorustu séra Valdi-
mars J. Eylands.
-♦-
Mr. Björn Ólafsson frá Dafoe,
Sask., hefir dvalið í borginm
nokkra undanfarna daga.
Miðvikudaginn 18. desember
1946, voru gefin saman í hjóna-
band þau Stefán Sigurðsson
vertksmiðjueigandi í Blaine og
ekkjufrú R. Fay Martin.
Brúðguminn er sonur merkis-
konunnar Sigriðar Paulson að
Blaine, frá fyrra hjónabandi
hennar, en brúðurin er af ’hér-
lendum ættum.
Að afstaðinni vígslu var setin
vegleg veisla iheima hjá frú Sig-
ríði Pau'lson og var hún aðstoð-
uð af dætrum sínurn Dr. Ninnu,
sem nú rekur sína eigin tann-
lækningastofu í Bremerton,
Wash. og Ólöfu, heima hjá móð-
ur sinni, einnig Mrs. A. Daniél-
son að Blaine.
Framtíðarheimili þessara ný-
giftu hjóna verður að Blaine, þar
sem Stefán hefir keypt ei-tt hið
myndarlegasta hús Blaine-bæjar.
Séra Guðm. P. Johnson fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Ham-
ingja og blessun Guðs veri með
þessum myndar hjónum alla æfi.
—G P. J.
Þiiðjudaginn 7. janúar þessa
árs, urðu þau góðu hjón Mr. og
Mrs. Halldór Jóhnson að Blaine,
Wash. fyrir þeirri sáru sorg, að
missa sitt eina barn John Theo-
dor, 8 ára að aldri, hann hafði
verið alímikið veikur hin tvö
síðastliðnu ár af innvortis sjúk-
dómi sem leiddi hann til dauða.
Theodor litli var fjarska in-
dæll drengur, bæði fallegur,
góður og blíður í viðmóti.
Hann var jarðsunginn föstu-
daginn 10. janúar frá heimili for-
eldra sinna og útfararstofu Mc-
Kinney að viðstöddu mörgu
fólki, eitt var það sem setti sér-
stakan blæ á útför Theodors að
4 frændur hans á líkum aldri og
hann var sjálfur, báru kistuna
til grafar.
Rev. E. P. Thomas og séra
Guðm. P. Johnson jarðsungu.
Við öll, sem þekkjum þessi vel-
látnu hjón, Mr. Halldór Johnson
og konu hans, samhryggjumst
þeim innilega í þeirra miklu
sorg. Nú er Theodor litli laus
við veikindin, hann fagnar með
englum Guðs í himinhæðum hjá
Jesú Kristi, frelsara vorum, þvá
hann trúði á Guðssoninn.
“Horfum ei niður í helmyrkrið
grafar hið svarta,
huggun þar finnur ei dapurt og
angurvært hjarta.
Upp, uþp, mín önd, upp í Guðs
sólfögru lönd,
lifenda Ijósheiminn bjarta.”
—G. P. J.
Mr. Gunnar Eggertson, sonur
Árna heitins Eggertsonar fast-
eignakaupmanns og eftirliíandi
ekkju hans frú Þóreyjar Eggert-
son, söng við mikla hrifningu,
einsöng við morgunguðsþjónust-
una í Fyrstu lútersku kirkju síð-
astliðinn sunnudag; hefir hann
óvenju djúpa og karlmannlega
oaritónrödd.
The Earliesl Chicks
PAY
The Quickesi Reiurns
Pariicularly when they are
PIONEER
"Bred for Produciion"
CHICKS
37
of Good Chicks
YEARS RECORD—
Your Assurance iAH
for
Every year since 1910 more and
more poultry raisers have built
profitable poultry and egg produc-
tion on tne solid foundation of
Pioneer Chicks. Your 1947 produc-
tion will be maintained at a high
level, if you start your flock with
Canada 4 Star Super Quality
Approved R.O.P. Sired
100 50 100 50
14.25 7.60 W. Leghorns 15.75 8.35
29.00 15.00 W.L. Pullets 31.50 16.25
3.00 2.00 W.L. Ckls. 4.00 2.50
15.25 8.10 B. Rocks 16.75 8.85
15.25 8.10 N. Hamps 16.7* 8.85
26.00 13.50 B. Rocks Pull 29.00 15.00
26.00 13.50 N. Hamp Pull. 29.00 15.00
10.00 5.50 Hvy. Breed Ckls. 11.00 6.00
18.50 9.75 L. Sussex
Pullets 96% acc. 1004» live arr. gtd.
Ask for our NEW CATALOG
Demand will be Btrong. Order Now.
A small deposit will
assure your priority.
ueri
&
PIONEER
■mATCHERv**
%Pimuaiis oni6M quautv ch/cks j//vci /s»o\
416 I Corydon Ave.
Winnipeg
Mr. og Mrs. J. Jóhannsson frá
Edmonton, komu til borgarinnar
í vikunni, sem leið.
Þrjú þúsund smálestir af
hraðfrystum fiski til
Bandaríkjanna í ár
Með e.s. Brúarfoss, er fór í
gærkvöldi áleiðis til New York,
sendi Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna ca. 1000 tonn af hrað-
frystum fiski til sölu í Banda-
ríkjunum. Farm þenna sendir
Sölumiðstöðin til umboðsmanns
síns í New Yotfk, sem mun selja
fiskinn víðsvegar um Bandarík-
in. Hinn hraðfrysti fiákur er frá
ýmsum hraðfrystihúsum, sunnan,
vestan og norðanlands. Mestur
hluti þessarar sendingaí' er
þorskur og ýsa, en auk þess nokk-
urar fleiri tegundir. Að þessum
farmi meðtöldum hefir Sölumið-
stöðin sent ca. 3000 tonn af hrað-
frystum fiski til Bandaríkjanna.
Umbúðir hraðfrysta fiskjarins
Mjög er vandað til umbúða
hi-ns hraðfrysta fiskjar, sem
seldur er á erlendan markað.
Fiskur sá, er seldur er til
Bandaríkjanna, er pakkaður í
pappaöskjur, en innan í öskjurn-
ar eru fiskflökin sérvafin í cello-
þhane-pappír. Öskj ur þessar eru
af þrem stærðum, þ. e. 1.2 og 5
lbs. Þessar öskjur eru síðan
látnar í stærri pappakassa, er
hver innilheldur 50 Ibs. Þessar
ytri umbúðir eru síðan girtar
með járnböndum.
Á meðan hraðfrysti fiskurinn
var einkanlega seldur til Bret-
lands, var honum paklkað í 7 Ibs.
pafcka, vafða pergament-pappír.
Og á yfirstandandi ári hefir
næstum öllum fiski verið pakk-
að í 7 lbs. umbúðir (að undan-
töldum þeim, er seldur hefir ver-
ið til Bandaríkjanna), þ. á m.
fiskur, er fór til Rússlands.
Á n.fc. ári verður gerð nokkur
breyting á umbúðunum fyrir
Evrópumarkaðinn, þannig að
veru'legum hluta framleiðslunnar
For
Fast Service
on
DRY CLEANING
DYEING - REPAIRING
use
Carry and Save Store
In Your L#ocality
or
Phone 37 261
Perth’s
888 SARGENT AVE.
Dagshríðar
Spor
Ný bók eftir
GUÐR0NUH. finnsdóttur
KOSTA í BANDI
$3.75
EN ÓBUNDIN
$2.75
er til sölu í
Bjornjsonrs Book Sfore
702 SARGENT AVENUE
WlNNIPEC
Allir, sem keyptu
“Hillingalönd” æ 11 u a ð
eignast þessa bók.
Pantanir afgreiðir einning
GÍSLI JÓNSSON
906 Banning Street,
WINNIPEG, MANITOBA
verður pákkað í Vt. og 1 kg.
pappaöskjur. Fiskurinn verður
þó efcki vafinn á öskjurnar eins
og gert er fyrir Ameríkumark-
aðinn.
Það, sem pakkað verður í
pergament, verður að miklu leyti
í þriggja kg. pökkum, en nokkuð
mun Iþó verða framleitt í 7 lbs.
pökkum eins og áður. Hefir það
þótt heppilegra, að hverfa frá
enskum þyngdareiningum, þar
sem hér og á meginlandinu er
vegið í kg. eða 500 gr. pundum.
Ennfremur hefir komið í ljós að
neytendur vilja fá fisfcinn á smá-
umbúðum og þess vegna hefir
verið ákveðið að pákka í Vz og 1
kg. öskjur, eins og að framan
getur. Auk þess eru öskju-um-
búðirnar mun þægilegri og enn-
fremur Ihafa þær mikið auglýs-
ingagildi.
Gæði fiskjarins
rómuð erlendis.
Hraðfrysti fiskurinn er nú orð-
inn ein helzta útflutningsvara
þjóðarinnar Framleiðslugeta
frystihúsanna fer stöðugt vax-
andi. Ennfremur er stöðugt unn-
ið að endurbótum og framför-
um, hvað snertir umbúðir, verk-
un og alía meðferð fiskjarins.
Á erlendum mörkuðum líkar
hraðfrysti fiskurinn hvarvetna
vel, og ósjaldan berast Sölumið-
stöðinni bréf frá neytendum
(prívatmönnum) og þá helzt frá
húsmæðrum úti í löndum, þar
sem vörunni er hælt mikið.
—Morgunbl. 12. des.
Ertu hræddur við að borða ?
Attu við að stríða meltingarleysi,
belgtng og náblt?
pað er óþarfi fyrir þig að láta
slíkt kvelja þig. Fáðu þér New
Discovery “GOLDEN STOMACH
TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90
daga og kosta $5.00; 120 duga I
30 daga, $2.00; 55 I 14 daga og
kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa
dðs — fæst 1 öllum lyfjabúðum.
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt i báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindálka
þumlunga, yrði framvegis reilknað 20 cents á þumlunginn;
þetta er að visu ekki mikill tékju auki, en þetta getur
dregið si-g saman og fcomið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindállka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LiMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
ORÐSENDING
TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI:
Munið að senda mér áskriftargjöld a< blöíunum fyrir
Júnllok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 26.00 árangur-
Inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent I póstávlsun.
BJÖRN GUÐMUNV8SON.
Reynlmel 62, Reykjavlk.
FUEL SERVICE . . .
We invile you lo visit us at our new, commodious
premises at the corner of Sargent and Erin and see
the large stocks of coal we have on hand for your
selection.
Our principal fuels are Foothills, Drumheller,
Greenhill Washed Furnace, Briquetles. Coke and
Saskatchewan Lignite.
We specialize in coals íor all types oí stokers.
MC fURDY CUPPLY f Ó., LTD.
V/BUILDERsL/ SUPPLIES and COAL
Phone 37 251 (Priv. Exch.)
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafél-ags íslands,
verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í
Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1947 og hefst kl. IV2 e.h.
D A G S K R Á :
I. Stjórn fólagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yiir
standandi ári, og ásitæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga
til 31. desember 1946 og efnahagsreikninig með at-
hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar
og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift-
ingu ársarðsins.
3. Kosning fjögra manna í stjóm félagsins, í stað
þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum.
4. Kosninig eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og
eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs
H.f. Eimskipafélags íslands
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgönðumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags-
ins í Reykjavík, dagana 4. og 5 júní næstk. Menn geta
fenigið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á
aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 10. janúar, 1947.
STJÓRNIN.