Lögberg - 26.02.1947, Page 7
7
Arskýrsla forseta . . .
(Frh. af bls. 4)
tveim mönnum frá Karlakór Is-
lendinga í Winnipeg, þeim Stein-
dór Jakobssyni, og Halldóri
Swan. Tókst koma kórsins hið
bezta. Vara-féhirðir félagsins,
séra Egill H. Fáfnis á Mountain,
talaði fyrir félagsins hönd á sam-
sætum á Garðar og Fargo, og ef
til vill víðar, en í veizlu, sem
flokknum var haldin hér að
skilnaði var fararstjóra hans af-
hent skrautritað ávarp frá félag-
lnu- Hefir það, og frásögn um
komu kórsins að öðru leyti birst
1 vikublöðum vorum og vísast til
þess þar. Vert er þess þó að geta
hér, sem er almannarómur, að
fraonkoma kórsins varð íslandi
°g íslenzku þjóðinni beggja meg-
ln hafsins til hins mesta sóma.
Hljómurinn af söng þessara
manna ómar í sálum þúsund-
anna mörgu, sem á þá hlustuðu,
en þó hvergi eins skært og inni-
lega, eins og í hugum íanda
þeirra á dreifingunni miklu.
En menn hafa ekki aðeins kom-
ið vestur um haf, frá Islandi,
keldur hafa margir á meðal vor
farið austur þangað, og sumir
dvalið þar langvistum. Er oss
kunnugt um þessa: Arna Helga-
son, ræðismann í Chicago; Sig-
Urð Sigurdsson, kaupmann frá
Calgary og frú; Sigríði Benónýs
frá Berkeley, Califomia; Gunn-
laug Björnsson, sbrautmunasala
fró Chicago, George Ostlund,
fui’ltrúa og Mariíu Markan, konu
^ans, dr. Helga P. Briem, ræðis-
mann ÍSlands í New York og frú
°S dóttur, og Birgir Halldórsson
söngvara, sem nú dvelur á Is-
iandi. Flest af þessu fólki mun
hafa verið í prívat erindagjörð-
Urn, eða blátt áfram að skemta
sér.
En einstæð í sinni röð var Is-
landsför þeirra ritstjóranna, hér
1 Winnipeg, og ræðismanns Is-
lands, ásamt konum þeirra.
Þessu fólki var sem kunnugt er
boðið af ríkisstjórn íslands og
Þjóðræknisfélaginu þar, að sækja
ísland heim á s.l. sumri. Boðs-
gcstimir komu til íslands að á-
liðnu sumri; voru viðtökurnar
Þar frábæhlega vingjarnlegar og
höfðinglegar, og ferðin í heild
sinni ógleymanleg. Grettir ræð-
isrnaður hafði með höndum ávarp
til íslenzku þjóðarinnar frá fé-
iagi voru, sem hann flutti þar;
einnig leysti hann af hendi ýms
önnur þýðingarmikil erindi fyr-
lr félagið. Báðir ritstjórarnir
frafa ritað um ferðina í blöðin, og
alt þetta fólk hefir margvíslegri
fræðslu að miðla um land og
þjóð. Hyggjum vér gott til þeirr-
ar kynningarstarfsemi, sem ,þess-
lr heiðursgestir Islands munu
vinna á meðal vor, og er hún þeg-
ar farin að bera nokkurn árang-
ur.
Undir samvinnumál við Island
beyrir einnig bréf, sem Grettir
ræðismanni barst nýlega frá
Jóni Emil Guðjónssyni, fyrir
bönd Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Er
Vestur-lslendingum með bréfi
þessu boðinn 20% afsláttur á öll-
urn bókum þessara útgáfufyrir-
tækja, sem ekki eru áður upp-
seldar, og einnig vilyrði fyrir
flutningi bókasendinga, endur-
gjaldslaust vestur um haf. Ber
að þakka þannig auðsýndan hlý-
bug frá hálfu útgefenda þeirra,
sem hér um ræðir.
Astæða er einnig til að víkja í
þO'Ssu sambandi að bréfaskiftum
aem farið hafa á milli dr. Beck’s
annarsvegar, og Mentamálaráðs
íslands og Þjóðvinafélagsins hins
vegar, varðandi söfnun sögu-
gagna og þjóðlegs fróðleiks vest-
an hafs. Er þessum málsaðilum
a Islandi áhugamál að bjarga frá
glötun sendibréfasöfnum frá ætt-
landinu, og öðrum skrifuðum
fróðleik. sem kynni að geymast
1 fórum manna hér. Villl forseti
hUnna á, að í þessu máli er sér-
stök miLliþinganefnd starfandi
frá ári til árs, og ættu menn að
na sambandi við þá sem þá nefnd
skipa, ef þeir vita um eitthvað
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. FEBRÚAR, 1947
af þessu tagi, sem menn kynnu
að vilja láta af hendi.
Þá er ekki ófyrirsynju að minn-
ast á það, að enn hefir enginn
Vestur-lslendingur notað hið
glæsilega tækifæri, sem H'áskóli
Islands hefir boðið, og enn
stendur, um styrk til dvalar og
náms á Islandi fyrir námsmanh
eða mær héðan að vestan. Upp-
haflega var styrkurinn eingöngu
bundinn við fyrirhugað norrænu
nám við Háskólann, en nú mun
kostur á að fá þau ákvæði rýmk-
uð svo fleiri námsgreinar geti
komist að, ef Þjóðræknisfélagið
og Vestur-lslendingar óska þess.
Á fundum stjórnarnefndar
hefir það oft verið fært í tal, að
samvinnan milli vor og Islands
sé um of einhliða, að eitthvað
ákveðið þurfi á móti að koma frá
vorri hálfu hér. Rætt hefir verið
um möguleikana á því að bjóða
einhverjum góðum gesti að heim-
an til sumardvalar hér, og ferða
u'm bygðir vorar. Vitanlega er
hér um svo stórt mál að ræða
að nefndin getur ekki ein úr því
skorið. Væri því æskilegt að
þetta mál væri tekið til umræðu
á þinginu, svo vilji fólks komi í
ljós í þessu efni.
Til samvinnumála við Island
má ennfremur telja, að fyrir til-
stilli Grettis Jóhannssonar ræð-
ismanns í samvinnu með Cana-
dian Broadcasting Corporation,
var kveðja á hljómplötu, frá
Þjóðræknisfélaginu og Vestur-Is-
lendingum, eða í nafni þeirra,
send útvarpsstöðinni í Reykja-
vík, og var hún spiluð þar á
gamlársdagskvöld. Á plötunni
voru, fyrst nokkur ávarps og
kynningarorð frá ræðismannin-
um, tvö lög sem^frú Pearl Thor-
ólfsson Johnson söng með undir
spili bróður síns, Frank Thor-
olfsson’s, og gvo stutt ávarp frá
forseta. Ávarp þetta er prentað
í Tímariti félagsins sem nú er ný-
útkomið.
Um nokkur undanfarin ár hef-
ir Ríkisstjórn Islands sent full-
trúa á Þjóðræknisþing vor, og
sendiferða hafa, eins og að lík-
um lætur, aðeins valist hinir á-
gætustu menn, og í þetta smn
hefir heldur ekki brugðið frá
þeirri venju. I þetta skifti njót-
um vér þeirrar einstæðu ánægju
að fá sem sendiboða frá Islandi,
mann, sem einnig er heimamað-
ur hér hjá oss, en þannig viljum
vér skoða Valdimar Björnsson,
blaðamann og útvarpsþul frá
Minneapölis. Um og eftir stríðs-
árin dvaldi hann langvistum á
íslandi. og skipaði þar ábyrgð-
armikla stöðu fyrir stjórn þjóð-
ar sinnar. Sem hermaður er
hann Lieutenant Commander í
sjóher Bandaríkjanna, og var
hann einnig sérstakur erindreki
við sendiráðsskrifstofuna í
Reykjavák. Að Valdimar leysti
af hendi glæsilegt starf á Islandi
er á allra vitorði. Island hefir
gefið honum það bezta, sem það
átti til: yndislega konu og stór-
riddarakross. Vér bjóðum þau
Valdimar Björnsson og frú Guð-
rúnu konu hans hjartanlega vel-
komin til þings.
Agnesarsjóöurinn
Eins og kunnugt er, stundar
ungfrú Agnes Sigurdson frá
Winnipeg, hljómlistarnám hjá
heimsfrægum kennara í New
Yonk. Ungfrú Sigurdson býr yfir
miklum hæfileikum og er frá-
bærlega iðjusöm við námi^, enda
miðar henni áfram til mikils
þroska að dómi þeirra, sem til
þekkja. Stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins hefir beitt sér
fyrir opinberum samskotum
námsmærinni til styrktar. Hefir
það verið henni mikil hjálp að
þessu. En nú er samskotaféð út-
runnið, en námskostnaður stúlk-
unnar heldur áfram. Vill forseti
benda á þetta mál, og væntir af-
greiðslu þingsins á því. Um
helgina barst forseta bréf frá
kennara ungfrú Sigurdson,
Madame Olga Samaroff Stokow-
sky. Er bréfið dagsett í New
York, 19. febrúar og hljóðar svo
í lauslegri þýðing:
“Forseti Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi.
Kæri herra:
Mér er mikil ánægja að því að
geta sagt yður að Agnes Sigurd-
son, hin imga hljómlistanrmær,
sem félag yðar hefir svo vel og
viturlega tekið að sér að styðja
til náms, er að taka framúrskar-
andi framförum. Það er enginn
vafi á því að hún er að verða frá-
bær píanó-leikari, og hún ætti að
verða tilbúin að koma fram opin-
berlega næsta ár. Eg vona að
Þjóðræknisfélagið sjái sér fært
að lúka við hið lofsverða fyrir-
tæki að styðja hana við námið,
og aðstoða hana er hún hefur
göngu sína á listabrautinni.”
Minnisvarðamál.
Snemma á árinu var því hreyft
af vinum og velunnurum skálds-
ins, Jóhanns Magnúsar. Bjarna-
sonar hvort eigi væri unt að reisa
honum og konu hans minnik-
■varða, á svipaðan hátt og áður
hafði gjört verið fyrir skáldin
Stephan G. Stephansson og K. N.
Júllíus. Mun kvenfólagið og
deildin í Elfros hafa átt frum-
kvæðið að þessari hugmynd. Atti
hinn nýlátni félagsbróðir vor
Jón Jóhannsson nokkur bréfa-
skifti við stjórnarnefnd vora um
þetta mál, og leitaði álits hennar
og liðveizflu í iþví sambandi.
Stjórnarnefndin tjáði sig malinu
vinveitta, og hét því stuðningi
sínum, en leit svo á að best færi
á þVí að heimamenn og sveit-
ungar skáldsins héldu áfram
frekari undirbúningi, og legðu
f r a m ákveðnar tillögur í því.
Mun heimanefndin hafa unnið
eitthvað frekar að rmdirbúningi
málsins í samráði við Dr. Krist-
ján Austmann. Enn sem komið
er þafa engar tillögur í málinu
verið lagðar fyrir nefnd vora.
Myndastytta Lei& Eiríkssonar
hefir lengi verið í geymslu. Er
nú gott útlit fyrir að henni verði
fenginn virðu'legur staður í
Washington, D.C. Frumvarp til
laga um það efni er nú til athug-
unar í efri málstofu þingsins i
Washington. Framsögumaður
frumvarpsins er Senatör Milton
R. Young. Hefir Guðmundur
Grímsson dómari haft mál þetta
með höndum sem formaður
milliþinganefndar í því. Hefir
hann falið einum meðnefndar-
manna sinna, hr. Ásmundi P. Jó-
hansson að gefa frekari skýrslu
um málið, og mun hann gera það
á þessu þingi.
Útgáfumál.
Útgáfumál félagsins hafa ekki
verið margbrotin á árinu. Er þar
eingöngu um að ræða tímarit fé-
lagsins, en ritstjóri þess er sem
kunnugt er, Gísli Jónsson, fyr-
verandi prentsmiðjustjóri. Hefir
honum ávalt farið ritstjórnin
prýðilega úr hendi, og má félag-
ið telja sig lánsamt að njóta
starfskrafta hans á þessu sviði.
Sú breyting hefir orðið á í sam-
bandi við útgáfu ritsins, að frú
P. S. Fálsson, sem undanfarin ár
hefir annast söfnun auglýsinga
fyrir ritið hvarf frá því starfi
samkvæmt eigin ósk, en 1 henn-
ar stað var Carl Hallson, formað-
ur Icelandic Canadian Club ráð-
inn til þess verks. Er gott til
þess að vita að vinsældir og út-
breiðsla tímaritsins fer vaxandi,
einkum á IsHandi. I þetta sinn eru
2200 eintök prentuð af ritinu, en
af því upplagi verða 750 eintök
send útisölumönnum á íslandi
samkvæmt pöntun þeirra.
Eins og kunnugt er hefir sér-
stök sjálfboðanefnd annast ritun
og útgáfu á “Sögu Islendinga í
Vesturheimi”, en bækurnar hafa
komið út undir nafni félagsins,
og hefir félagið eins og sjálfsagt
var, stutt að útbreiðslu þeirra.
Þrjú bindi sögunnar hafa komið
út, og hefir söguritarinn, skáld-
ið Þorsteinn Þ. Þorsteinsson nú
fjórða bindið í smíðum. Von-
andi verður sjálfboðanefndinni
unt að halda áfram þessu þarfa
útgáfufyrirtæki unz því er lok-
ið með frásögu um allar helztu
bygðir vorar hér í landi.
Breyting á þingtíma.
Eitt þeirra máía, sem stjórnar-
nefnd félagsins var falið á
hendur að athuga á síðasta Þjóð-
ræknisþingi, var um breytingu
á þingtíma. I þessu máli leggur
stjórnamefndin fram rökstutt
á'lit, sem hljóðar svo:
“Að athuguðu máli sér nefnd-
in sér ek'ki fært að leggja til að
breyta þingtímanum að svo
stöddu. Liggja til þess ýmsar á-
stæður, en þó þessar fyrst og
fremst:
(1) Undirtektir deildanna á
síðasta ári, sýndu yfirieitt, að
þær eru því mótfallnar að nokk-
ur breyting verði gerð, enda þótt
tvær deildir mæltu með slíkri
breytingu. •
(2) Það myndi erfitt að velja
tíma fyrir þingið sem öllum væri
hentugur. Annir eru sumstaðar
mestar, þegar bygðarbúum ann-
arsstaðar veitist nokkur hvíld frá
störfum.
(3) Að sumarlagi, sérstaklega
fyrri part sumars, myndi slíkt
þinghald koma í bága við allan
fjölda af skógargildum og sam-
komum sem víðsvegar eru haldn-
air, svo sem kirkjuþing, þjóð-
ræknissamkomur, og svo fram-
vegis.
Önnur mál.
Óþarft er að ræða héf um f jár-
hag félagsins þar sem prentaðar
skýrslur féhirðis, fjármálaritara
og skjalavarðar bera þess vott
hvernig hann stendur, og hann
er bezta lagi.
Milliþinganefnd í húsbygging-
armálinu, sem kom til umræðu
á þingi í fyrra, mun leggja fram
skýrslu sína. Er sú nefnd skip-
uð þeim Ólafi Péturssyni, Jóni
Ásgeirssyni, og Árna G. Eggert-
son, K.C. Er sá fyrstnefndi for-
maður nefndarinnar.
Minjasafnsmálið og söfnun
þjóðlegs fróðleiks, sem áður hef-
ir verið drepið á, þyrftu að koma
til umræðu og frekari fram-
kvæmda á þessu þingi.
Að því er snertir málið um af-
ganginn af vamarsjóði Ingólfs
Ingólfssonar, sem á þingi í fyrra
var vísað til stjórnarnefndar, að
hún héldi áfram að afla sér frek-
ari upþlýsinga um það hjá lög-
fróðum mönnum, er þess að geta
að nefndin hefir í því efni gert
eins og fyrir hana var lagt. Er
nefndin viðbúin að leggja fram
lögfræðilegt álit um meðferð
máls þessa, ef þingið krefst þess
að það sé enn að nýju tekið til
umræðu.
Á þinginu í fyrra var því
hreyft hvort ekki væri ákjósan-
legt að meðlimir Þjóðræknisfé-
lagsins bæru félagsmerki á
brjósti, eins og tíðkast um ýms
önnur félög. Var stjómarnefnd-
inni falið að athuga það mál.
Hefir nefndin fengið þær upplýs-
ingar í málinu að hægt er að fá
slíkt merki búið til, er beri inn-
sigli féiagsins í litum, eins og
það sem prentað er á bréfsefn-
um þess. Mundi merki þetta
með hnapp eða nælu, eftir því
sem við á, kosta $1.50 stykkið.
Geta menn nú rætt málið sam-
kvæmt þessum upplýsingum.
Niðurlagsorð.
Með skýrslu þessari hefi eg
leitast við að gefa yfirlit yfir
starfsmál félagsins, þarfir þess,
og þau mál, sem mest eru aðkall-
andi að því er framtíðina snertir.
Ætti það að vera ljóst af lestri
þessum, að “starfið er margt,”
megi hitt Mka reynast satt er til
umræðu kemur og afgreiðslu
málanna, að “eitt er bræðraband-
ið” á meðal vor. Setjum oss þá
það mark, háttvirtu þingmenn
og konur, að vinna að úrlausn
allra mála vorra, með elju og
alúð, með það eitt fyrir augum
hvað oss er til sóma sem félagi,
og þjóðarbroti voru hér yfirleitt
til sæmdar. Vil eg vinsamlega
mælast til þess að erindrekar og
fulltrúar veiti störfum þingsins
óskifta athygli þessa daga, að
menn sitji alla fundi þingsins og
hverfi ekki frá störfum nema
brýna nauðsyn beri til.
Áfram þá til starfs og sóknar í
naíni íslenzks manndóms og
þ j óð er niskendar!
Annual Report. . .
(Continued from Page 3)
disposed of and sold for $65.00.
Mrs. Skaptason reports 55 pairs
of socks, 10 baby jackets, three
sweaters, were made and' do-
nated. Mrs. Nordal and our
good old friend, Mrs. Sigurdson,
doing much of the work.
WELFARE WORK
Miss Vidal and Mrs. Skaptason.
Three boxes of clothing have
been disposed of as follows: One
box to a needy ex-service man’s
family at Lundar. One box sent
overseas and the third box sent
through the Municipal Welfare
cónvener to Beren’s River.
HOSPITAL VISITING
M rs. Nicholson and
Mrs. Kristjanson.
These two ladies continue
from year to year to give gener-
ously of their time and service
to hospital and home visiting.
To these people they carry com-
fort and cheer. Patients in St.
Boniface Sanatorium have been
visited regularly each month.
Our Chapter is indeed indebted
to these two ladies who carry
the banner of cheer and hope to
the many confined to sick beds.
UNORGANIZIED
TERRITORIES
Mrs. Sivertson, Convener.
This report shows 7 sweaters,
3 scarves, 13 pairs mittens, 3
pairs baby booties, 3 pairs socks,
3 baby jackets and 1 baby bon-
net, rnaking a total of 35 articles
sent to unorganized territories.
THE SEWING ROOM
Mrs. Summers, Convener.
% Sixufternoons have been given
to this work with an average
attendance of three workers,
totalling 64 hours and complet-
ing 70 articles.
ECHOES
Mrs. Wilson, Convener.
Ten subscribers — Now that
“Echoes” is bought along with
the annual fee the work of sell-
ing “Echoes” has been simpli-
fied considerably.
The following officers were
elected:
Hon. Regents: Mrs. J. B. Skap-
tason, Mrs. B. J. Brandson.
Hon. Vice Regents: Mrs. B. B.
Jonsson, Mrs. R. Peturson, Mrs.
V. J. Eylands, Mrs. P. M.
Peturson.
Regent, Mrs. B. S. Benson,
re-elected; lst Vice Regent, Mrs.
E. Isfeld; 2nd Vice Regent, Mrs.
J. S. Gillies; Secretary, Mrs. H.
F. Danielson; Treasurer, Mrs.
W. E. Perry; Educational Sec.,
Mrs. J. B. Skaptason; Empire
Study Convener, Mrs. A. F.
Wilson; Echoes Secretary, Mrs.
T. E. Thorsteinson; Standard
Bearer, Mrs. J. Nordal; Hospital
Visiting, Mrs. H. G. Nicholson,
Mrs. J. Kristjanson; Unorgan-
ized Territory Convener, Mrs.
P. J. Sivertson; Welfare Con-
vener, Mrs. S. Johnson.
In conclusion may we extend
our heartfelt thanks to all our
members and friends who have
given us support in our efforts
throughout the year. Our sincere
thanks to individuals, to busi-
ness firms, to the two Icelandic
weekly papers, “Logberg” and
“Heimskringla”, and to the Ice-
landic Canadian Club.
May contentment and pros-
perity bring happiness through-
out the year to all.
Thjodbjorg Henrickson,
Secretary,
Jon Sigurdson Chapter,
February 15, 1947.
EYÐIMERKUR-ÆFINTÝR
Árið 1899 lagði deild af frakk-
neska nýlenduliðinu af stað, und-
ir forustu Voulets majórs, og 5
aðrir herforingjar, ti'l að kanna
héruðin í kringum Tsad-vatnið í
Sahara. Leiðangurslið þetta var
1000 þarlendra fótgöngumanna,
auk foringjanna. — Svo liðu þrjú
ár og engar fregnir fóru af þeim.
En í oktöber 1902 komu 2 herfor-
ingjarnir aftur til 'herstöðvanna í
Senegal og sögðu þá voðasögu, að
Voulet hersihöfðingi hefði snögg-
lega orðið brjálaður og hefði
skipað að ráðast á aðra frakk-
neska herdeild, en þá hefði hann
verið skotinn og liði hans tvístr-
að í allar áttir. — En þetta reynd-
ist nú ekki satt. — Lettneskur
herforingi, Zeltir að nafni, frétti
af þarlendum manni, að Voulet
hershöfðingi og herforingjarnir
5 hefðu orðið missáttir; sagði þá
Voulet af sér herstjóminni og fór
á brott með 200 liðsmanna. Eftir
ógurlegar svaðilfarir komust þeir
I sandey eina í Targuai-héraðinu
og þar kvæntist Voulet dóttur
höfingjans yfir eynni og hefir
verið þar ^áðan. og er nú höfðingi
ættarinnar, sem byggir sandey
þessa, og nefnist ‘hvíti höfðing-
inn”. — Æfintýr þetta er eitt af
þeim draumórakendustu og svip-
ar til amerískra kvikmynda-
æfintýra.
Verzlunarmenntun!
Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf-
ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks,
krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem
völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól-
arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn-
um og konum fer mjög vaxandi.
Það getur orðið ungu fólki til verulegra
hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn-
lega eða bréflega, varðandi námskeið við
helztu verzlunarskóla borgarinnar.
THE COLUMBIA PRESS LTD.
COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG
i