Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGLNN 10. APRIL, 1947 --------Hogberg--------------------- GefiO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrlft ritstjórans: EPITOR LÖGBERG $95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Liögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Clasa Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 204 Minningabrot úr Islandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Næturgistingin á “Króknum,” eins og Sauðárkrókur er oft nefndur í dag- legu, var að engu leyti ákjósanleg, en bót í máli var það, hve liðið var á nótt, er til gististaðarins kom; við hjónin fengum herbergiskytru með tveimur fletum í, er svo voru stutt og mjó, að flestu frem- ur minti á prónastokkana gömlu; við vorum þreytt og svefnþurfi eftir langan og annríkan dag, þótt við hann væru að vísu bundnar margar og fagrar endur- minningar; eg vissi ekki til að mér kæmi blundur á brá um nóttina; eitthvað rann þó konunni minni víst í brjóst, en eg man vel hvað við fögnuðum því, er Pétur kandídat drap á dyr og sagði okkur að tími væri kominn til þess að búast til brottferðar; ekki man eg til þess, að eg kallaði Pétur nokkru sinni hirðstjóra, en harðstjóra nefndi eg hann stöku sinnum; frekar var þó slíku kastað fram í spaugi en alvöru, því ástúðlegri og um- hyggjusamari ferðafélaga en Pétur, er ekki unt að hugsa sér: er út í ganginn kom, hitti eg Friðrik vígslubiskup og frú hans Ásdísi; eg vék eitthvað að því við þessi elskulegu hjón hvernig þeim hefði sofnast; séra Friðrik. sem er manna spaugsamastur, komst að orði eitthvað á þessa leið, í sambandi við stuttu rúmin: “Efrihlutinn fékk víst dá- litla hvíld, en sá neðri kann frá litlum tíðindum að segja enn, sem komið er.” Eg keypti mér flösku af Egilsmiði áður en lagt var af stað; þetta var bragðgóður tú-per-sentari, sem enga lifandi sál getur hneikslað, og íslenzkur almenningur neytir í ríkum mæli; eg hafði kvatt sýslumannshjónin á heimili þeirra, en séra Helgi ætlaði að slást í förina að Reynistað, en þangað hafði okkur verið boðið til morgunverðar. Reynistaður er nafnfrægt stórbýli og höfðingjasetur; nú ráða þar ríkjum Jón alþingismaður Sigurðsson og kona hans Sigrún Pálmadóttir Þóroddssonar prests; yfir heimilinu hvílir virðuleiki ís- lenzks sveitalífs þar sem það nýtur sín fegurst og bezt; veitingar voru stór- mannlegar, og alúð húsráðenda með öllu ógleymanleg. Jón alþingismaður rekur umfangs- mikið bú á óðali sínu, einkum kúabú; tún alt er sléttað og slegið með vélum, og er hið sama um útengi að segja; mun Reynistaður vera éin allra mesta hey- • skaparjörð landsins; á Reynistað er al- veg nýtt, vandað og mikið steinsteypu- hús; innan veggja þess varð maður skjótt var þjóðlegs og virðingarverðs metnaðar; inn í nýja húsið hafði verið felt eða grópað stafgólf úr gömlu bað- stofunni með lokrekkju og útskornum bríkum, og töflu með postulamyndum; % mér fanst mikið til um þetta, þessa fögru ' rækt við fornar og dýrar minjar, þar sem fortíð og samtíð féllust í faðma hins unaðslegasta samræmis; meðan slíkur andi svífur yfir vötnum hins íslenzka sveitalífs, er ástæðulaust að örvænta um hag þess og framtíðarþróun. Nú kvöddum við húsráðendur með virktum og hið sviptigna höfuðból, er þau Jón og Sigrún sitja með svo mikilli prýði; næsti áfangastaður var Varma- hlíð; þar er greiðasala og hús eitt að miklu komið upp, er nota skal til skóla- halds. Framan af degi var veður svalt, og verður naumast sagt, að Varmahlíð bæri nafn með rentu þá stundina; á þessum stað riðlaðist nokkuð feyða- fylkingin; þau Grettir ræðismaður og frú Lalah, héldu til landnáms Miðfjarð- ar-Skeggja, en frú Ragnhildur Ásgeirs- dóttir, “sáluhjálpin mín”, eins og eg nefndi hana stundum á ferðalaginu, lagði leið sína til Reykjavíkur. Pétur kandídat var enn í för með okkur rit- stjórunum og konum okkar, og fór með okkur enn á ný til Akureyrar. Við komum að Miklabæ í Blönduhlíð nokkru eftir hádegi, og tóku þar á móti okkur með frábærri risnu séra Lárus Arnórsson og frú hans; er séra Lárus, ef eg man rétt, sonur séra Arnórs Þor- lákssonar, sem um langt skeið var þjón- andi prestur að Hestþingum í Borgar- firði hinum meiri, en kona hans er dóttir séra Björns frá Miklabæ, systir Guð- brandar prófasts á Hofsósi; séra Lárus er smár vexti eins og faðir hans, sprikl- andi af fjöri og skemtinn í viðræðu; hann á mikið og vandað bókasafn, og hefir sjálfur prýðilega bundið flestar bækur sínar; viðtökurnar á Miklabæ voru annað og meira en algengar gesta- viðtökur; prestshjónin slóu upp, hvorki meira né minna, en dýrindisveilzu, þar sem allir skapaðir og hugsanlegir hlut- ir, er langferðamönnum bezt henta, voru-á takteinum; á Miklabæ var verið að reisa prestsheimili úr steinsteypu, og gerðu þau hjónin ráð fyrir að flytja í það ásamt börnum sínum, á öndverðu hausti; gamli bærinn er enn um margt hinn vistlegasti, og frúin sagði mér í trúnaði, að hún kveddi hann með nokkr- um söknuði, því þar væri hún borin og barnfædd; þetta var skiljanlegt, þótt ekki væri nú vegalengdin að nýja hús- inu nema fáeinir faðmar. Eg mundi bezt eftir Miklabæ vegna þjóðsögunnar af hvarfi Odds prests, er Einar Benediktsson meitlaði í ódauðlegt ljóð sitt; eg hugsaði um Solveigu heitina í hverri gátt með höfuðið aftur á baki, og það fór um mig hálfgerður hrollur við að rifja þetta dramatíska fyrirbæri upp; séra Lárus sagðist hafa mikið yndi af draugasögum, en ekki kvaðst hann vita til, að reimleikar hefðu gert vart við sig á Miklabæ í seinni tíð svo orð væri á gerandi. Er nokkuð var liðið á dag, kvöddum við hin alúðlegu og lífsglöðu prestshjón á Miklabæ, sem báðu okur þess síð- astra orða, að láta ekki áratugi svo líða hjá, að við heimsæktum þau aftur; brátt var einu sinni énn ekið fram hjá Silfra- stöðum og Kotunum báðum. Öxnadals- heiðin lá framundan í síðdegisljóman- um; mér fanst eg vera orðinn henni gagnkunnugur og í huga mínum bjó hún yfir einhverju ólýsanlegu aðdráttarafli; ferðin gekk ákjósanlega, og um kvöldið var staðnæmst við Hótel KEA á Akur- eyri og þótti okkur gott að eiga þar von á hvíld; þetta kvöld áttum við okkur sjálf!----- Næsta dag, sem var þriðjudagur, dvöldum við á Akureyri afþreytt og í hátíðarskapi; að loknum morgunverði heimsóttu okkur tveir ungir menn, rit- stjórar tveggja vikublaða á Akureyri, þeir Magnús Jónsson ritstjóri íslend- ings og Haukur Snorrason ritstj. Dags; þeir áttu við okkur talsvert viðtal eða intervjú, er þeir síðar birtu í blöðum sínum; var það hlýlegt og elskuvert, en vegna þess að þau dókúment voru birt í vestanblöðunum, er óþarft að fara frekar út í þá sálma; þessir kollegar okkar voru alveg eins og þeir æftu í okkur hvert bein; ungfrú Anna Snorra- dóttir, ritstjóri kvennasíðu Dags, átti viðtal við konu mína, og var það einnig á sínum tíma birt í Lögbergi. Eg hafði óljósa hugmynd um það, að þrjú fulltíða börn Gunnars bróður míns, væri búsett á Akureyri, og lék mér sterklega hugur á að kynnast þeim; eg hafði ekkert þeirra áður augum litið; flaug mér þá það snjallræði í hug, að leita ráða hjá vini mínum Jónasi Þórðar- syni frá Ljósalandi. Jú, það stóð heima; hann þekti Guðnýju Gunarsdóttur og gaf mér heimilisfang hennar í Norður- götu; eg fann brátt húsið og drap á dyr; til dyra kom ung og falleg kona; þetta var Guðný bróðurdóttir mín; við þurft- um naumast að kynna okkúr hvort fyrir öðru; hún sagðist hafa vitað af því, að við hjónin yrðum á Akureyri þenna dag, og að þau systkin hefðu komið sér sam- an um það nokkru áður. að heimsækja okkur á hótelinu um kvöldið, og þau komu líka öll þrjú um kvöldið, og dvöldu hjá okkur tímakorn; það var einkenni- leg, ógleymanleg stund; nú heimsótti eg sem snöggvast gamlan góðkunningja minn, Jóhann Thorarensen. sem all- lengi dvaldist vestan hafs, en lifir nú eins og blóm í eggi heima; það var gam- an að heilsa upp á Jóhann, hann lék á alls oddi, þótt hniginn sé nú allmjög á efri ár. Meðan eg var á áminstu slangri um bæinn, hafði kona mín, í félagi við fröken Halldóru Bjarnadóttur, far- ið í heimsókn til skáldkon- unnar frú Kristínar Sigfús- dóttur og notið við það ó- segjanlegrar á n æ g j u; seinni part dags fórum við hjónin inn að Grund í boði Sigurðar O. Björnssonar prentsmiðjustjóra, en í för með okkur var einnig gam- all vinur minn og sambýlis- maður úr Reykjavík, Ragn- ar Ásgeirsson ræktunar- ráðunautur ríkisins; við staðnæmdumst þar þó nokkra stund, skoðuðum kirkjuna og lituðumst um á þessu mikla og fagra höf- uðbóli; á Grund hafði afi konu minnar, séra Sigur- geir Jakobsson verið prest- ur, og þar ber hann beinin; við hittum á Grund Davíð hreppstjóra Jónsson á Kroppi, gamansaman, ald- urhniginn sveitarhöfðingja, er kom með okkur frá Sauðárkróki til Akureyrar kvöldið áður; hann er mesti vísnabrunnur, og kunni, að eg held, hina nýju og stóru ljóðabók Kristjáns Júlíusar utan að. Ferðin inn að Grund var unaðsleg, og lengi munum við hjónin minnast Sigurð- ar prentsmiðjustjórá vegna þeirrar ástúðar, er hann auðsýndi okkur á allan hugsanlegan hátt. Er til Akureyrar kom af t- ur, áttum við hjónin að sitja boð Sigurðar skóla- meistara og hans elsku- verðu frúar. Sigurður er vafalaust einn hinn gagn- merkasti skólafrömuður, sem uppi er á íslandi um þtssar mundir; hann er hugsuður mikill, og málfar hans í riti mótað sjaldgæf- um stílþrótti; eg tel mér það mikla gæfu að eiga að vin slíkan afburðamann, ' sem Sigurður skólameist- ari er; við hittumst seinna um kvöldið í boði hjá vígslu- biskupi og frú hans. Það var mannmargt á heimili vígslubiskups hjón- anna um kvöldið; en þar sem gestrisni hjartans ræður ríkjum, er ávalt nóg húsrými; þar rúmast allir, allir! Kvöldstundin á heimili Friðriks vígslubiskups og frú Ásdísar, líður okkur hjónunum aldrei úr minni; glaðværðin skipaði önd-^ vegi, og maður var alveg heima. Gunnlaugur Tryggvi Jóns- son leigir íbúð í húsi vígslu- biskups; eg sagði Gunn- laugi að mér léki hugur á að forvitnast um vistar- veru hans; kvað hann það guðvelkomið; við séra Frið- rik og Sigurður skólameist- ari fórum með honum og skoðuðum herbergi hans; þau voru tvö; í öðru her- berginu var legubekkur en í hinu rúm; mér þótti rúm- ið mjótt, og hafði orð á því við Gunnlaug hvernig hann, annar eins fituklumpur, gæti notið hvíldar í þvílíkri krubbu; hann var ekki seinn til svars. “Eg hefi kútvelt mér alla ævina og geri það enn.” Sigurði skóla meistara stökk ekki bros, en í sömu andránni laum- aði hann út úr sér eftir- greindum orðum: “Eg er viss um, Einar minn, að þú hefir á ferðlagi þínu um landið veitt því eftirtekt, hve rúmmenningu okkar, þrátt fyrir allar framfar- irhar, er enn tilfinnanlega ábótavant.” Nú var í nánd síðasta nóttin okkar á Akureyri, )essum fallega og vingjarn- lega bæ, er vafið hafði okk- ur að faðmi eins og sín eig- Sýning úr sögu Reykjavíkur og borgarsafn Á bæjarstjórnarfundinum á fimtudaginn var samþykl til- laga Jóhanns Hafstein um sýn- ingu á þróunarsögu bæjarins og borgarsafn. 1 ræðu, sem hann flutti um málið, komst hann meðal annars að orði á þessa leið: Þó að Reyk- javík sé ekki gömul, sem borg, þá er hún hin elsta bygð á land- inu, og margt, sem hér hefur gerst, sem merkilegt er í lífi og sögu þjóðarinnar, en minjar þess, sem hægt er að fá, mætti vel geyma í slíku safni. Sýningin, sem hér um ræðir, gæti orðið vísir og upphaf að borgarsafni. Alþingi hefur afgreitt lög um bygðasöfn, þar sem styrk er heit- ið til slíkra safna og á það að sjálfsögðu við Reykjavík. Mundi eðlilegt að leita samvinnu í þessu máli við þjóðminjavörð. Þá er einnig lagt til, að í sjö manna nefnd, sem undirbúi mál- ið, séu tveir tilnefndir af Reyk- víkingafélaginu, og verður að telja heppilegt að leita í sliku máli samvinnu við félög áhuga- manna. 50,000 krónur hrökkva að visu ekki langt, en þá kemur til álita viðbótarfjárveiting á fjárhagsá- ætlun 1948, enda ekki gert ráð fyrir, að sýningin verði fyr en þá- Mbl. 9. Marz. VILJA SKILA ÍSLENZKU HANDRITUNUM AFTUR Rithöfundurinn Hans Kirk ritar í “Land og Folk”, að Danir hafi heiðurinn a,f að hafa geymt íslenzku handritin, en “það sé sjálfsagt það eina góða, sem segja megi um einveldisstjórn Dana- konunga á íslandi.” Konung- arnir hafi með einokuninni rúið Island, en handritin tilheyri nú ríkinu, en það þýði, að lýðræðis- leg en ekki lögfræðileg sjónar- mið hljóti að ráða, þegar rætt sé um afhendingu ritanna. Segir greinarhöfundur, að handritin hafi verið konungunum bók- mentalegt fágæti, bókasöfnunum sjaldgæfir safngripir, en Islend- ingum séu þau þjóðardýrgripir og einustu minjamar um hina glæsilegu fortíð Islands. Island fær fortíð sína aftur, segir blaðið ennfremur, þegar 'handritin verða afhent. Sam- bandsslitin megi ekki hafa áhrif á afhendingu ritanna, heldur beri Dönum þvert á móti að sýna stórhug og skila Islendingum aftur þjóðardýrgripum sínum. Loks segir greinarhöfundur, að ef líta eigi á norrænu þjóðirn- ar sem bræðraþjóðir, beri að sýna það í verkinu. —Mbl. 14. marz. I lýðræðisríkjum kemur þingið saman til þess að ákveða hvað á að gera, en í einræðislöndunum til þess að heyra, hvað gert hefir verið. in börn; eg átti von á Sig- urjóni bróður mínum presti á Kirkjubæ í Hróarstungu til Akureyrar einhverntíma um nóttina og hlakkaði til komu hans eins og barn; hann er eini albróðirinn, sem eg eignaðist á lífsleið- inni. — Er liðið var allmjög á kvöld, kom í heimsókn til okkar hjónanna á gistihús- ið Aðalbjörg Johnson, vin- kona okkar beggja, sem Vestur - íslendingum er meðal annars að góðu kunn af blaðamenskuferli hennar við Winnipeg Free Press; hún er fyrir alllöngu gift og býr á nýbýli skamt frá Grenjaðarstað í Þing- eyjarþingi; þau hjón eiga tvö %bráðgáfuð börn; við endurfundi sem þessa, v e r ð u r óhjákvæmilega margt að minnast; frúin spurði líka margs að vest- an, og við gerðum okkar bezta til að leysa úr spurn- ingum hennar; hún sagðist oft fljúga í andanum vest- ur, og vera hjá okkur langt- um oftar en við vissum af; það var komin afturelding, er frú Aðalbjörg kvaddi okkur; um langan svefn var ekki úr því að ræða, því á slaginu klukkan 8 um morguninn. yrði lagt upp í ferðina austur til æsku- stöðva minna. —Framh. GLEYMIÐ EKKI LAUGARDAGSSKÓLA SAMKOMUNNI ' Við kennarar Laugardagsskól- ans höfum tekið eftir því, að þegar minst er á þessa stofnun í samtali, ræðum eða riti, þá er það oftast í uppgjafaranda, sem gefur óbeinlínis til kynna að skólinn sé að líða undir lok. Þetta finst okkur furðuleg afstaða gagnvart skólanum, vegna þess að við vitum að hún er hvorkí holl né réttmæt. Tuttugu börn 'hafa sótt skólann stöðugt1 í allan vetur, þrátt fyrir það, þótt oft væri afar kalt í veðri og mörg þeirra ætti lamgt að. Okkur finst það ekki lítils- vert að svona mörg börn og for- eldrar þeirra sýna þannig ást sína og virðingu fyrir íslenzk- unni. Fjórir kennarar að með- töldum píanó-leikara okkar, hafa og verið altaf til staðar. Þessum hóp, er safnast hefir saman á laugardagsmorgnum, finst engin ástæða til að örvænta um framtíð skólans. Börnin hafa eins og endranær stundað íslenzkunám og æft ís- lenzka söngva, og þessar síðustu vikur hafa þau verið að æfa sig í framsögn, smáleikritum °g söng, fyrir lokasamkomu sína. Þau hafa sýnt mikinn áhuga fyrir þessu, og vænta nú þéss að vinir skólans sæki þessa samkomu eins vel eins og samkomur þeirra a undanförnum árum. Bregðist ekki börnunum; sæk- ið samkomu þeirra og sýnið þeim þannig að þér virðið viðleitni þeirra í þá átt að læra íslenzk- una. Skemtiskrá samkomunnar er auglýst á öðrum stað í blaðinu- Aðgöngumiðar fást hjá báðum íslenzku blöðunum. I. J. ♦ ♦ 4- VIRÐULEGT HÁDEGISBOÐ Á fimtudaginn í vikunni, sem leið, efndu þeir Ásmundur P- Jóhannsson og Grettir ræðis- maður sonur hans, til virðulegs þádegisboðs á Fort Garry hótel- inu til heiðurs við Ólaf lækni Helgason frá Reykjavík, sem hingað kom í stutta heimsókn; setti ræðismaður hófið með nokkrum vel völdum orðum °g bauð gesti velkomna. Séra Rún- ólfur Marteinsson flutti borðbæn; snjalla ræðu fyrir minni heiðurs- gestsins, flutti forseti Þjóðrækn- isfélagsins, séra Valdimar J. Ey- lands. ( Ólafur læknir, þessi háttptúði og ágæti maður, þakkaði þeim Jóhannsson-feðgum langvarandi vináttu í sinn garð, og þá sæmd, er sér væri auðsýnd með þess- um virðulega mannfagnaðL læknirinn lagði af stað flugleið- is suður til New York á þriðjn- dagsmorguninn, og bjóst við að fljúga þaðan heim á föstudag- inn. Lögberg ámar honum góðs brautargengis og heillar heim- komu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.