Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRIL, 1947 Það ætti að vera skólaskylda hverrar stúlku að læra að ala upp börn Síeingrímur Arason heima efiir 6 ára fjarveru erlendis. * * * í Tujunga-hæðunum rótt norðan við Los Angeles er lítið þorp. Fyrir einu ári ók eg upp í þessar hæðir. Degi var tekið að halla. Ekki blakti hár á höfði og skýskaf sást hvergi á lofti. Það var ekki óvenjulegt á þessum hæðum. I níu mánuði kemur þar ekki dropi ur lofti. — Eg nam staðar við lítið og laglegt hús á óræktuðu gras- lendi. Hér var landnemi með íslenzkt blóð í æðum að nema nýja jörð. r í vestri var sólin að setjast. Það var eins og, hún hefði setzt andartak á Coustal Range-fjallabrúnina til þess að varna því með hinum dimmrauðu geislum sínum, að skuggsýnt yrði í San Fer- nando dalnum. I þessum heillandi Ijósaskipt- um voru tveir menn að verki rétt utan við húsið. Annar var land- neminn Steinn Þórðarson raf- vírki. Hinn maðurinn, klæddur samfesting verkamannsins, var Steingrímur Arason rithöfundur og uppeldisfræðingur, sem þar var staddur um stundar sakir hjá fósturdætrum sínum. Steingrímur lagði frá sér skóíl- una, og brátt höfðum við sökt okkur niður í viðræður. um það, er á dagana hafði drifið. Hin “kaliforniska” sól seig bak við fjöllin, og nótt Kyrrahafsins dró ljósbláan blævæng yfir Tujunga- hæðimar. -f Það var haustið 1940, sem þau hjónin Steingrímur Arason og frú Hansína Pálsdóttir lögðu leið sína í vesturátt. Árin 1916 og 20 hafði Steingrímur dvalið við rannsóknir í uppeldisfræðum við Columbia háskólann, og þá hlot- ið mentastigið Bachelor of Scienee. Nú lagði hann aftur af stað til þessa elsta kennarahá- skóla, sem til er, til þess enn að kynna sér nýjungar í uppeldis- fræði. Margir af hinum gömlu and- ans mönnum frá 1920, voru þá horfnir af sjónarsviðinu. Var Steingrími það sársaukaefni, að sjá þá ekki lengur í kennara- stólnum. M. a. saknaði hann prófessors John Dewey, sem var heímsfrægur á þeim árum, og einna mest vitnað 1 af uppeldis- fræðingum, hvort sem var í Evrópu eða Ameríku. John Dewey hafði fundið upp hið svonefnda “Gary”_kerfi (kent við smábæ vestur í Kletta- fjöllum, þar sem Dewey var kennari). Kjörorð þessa kerfis eru: Vinna, — leikur, — nám. Hefir Steingrímur kallað þessa •aðferð á íslenzku: Viðfangsað- ferðin. -f Jafnframt því sem Steingrimur Arason fékst við rannsóknir sín- ar í bókasafni skólans og hlust- aði á fyrirlestra skrifaði hann tvær bamabækur til þess að kynna ísland fyrir •amerískum bömum. Heita þessar bækur: “Smoky Bay” (Reykjavík) og “Golden Hair” (Gullna hárið). Hlutu þessar bækur góða dóma og hefir Steingrímur fengið margt þakklætið frá lesendum, er hafa heillast af efni þeirra. Auk þessa aðstoðaði Steingrímur Vilhjálm Stefánsson við samn- imígu hafnsögumannabókar um Norður-lshafið fyrir ameríska flotann. Af eðlilegum ástæðum kynti Steingrímur Arason sér samtök og samstarf kennara í Ameríku. Strax upp úr fyrra stríði skor- uðu kennarasamtökin á stjórn- málamenn og leiðtoga þjóðanna, að gefa njeiri gaum að uppeldis- málum til að efla alþjóða sam- vinnu og bróðurhug. En foringj- ar þjóðanna sintu lítt uppeldis- málum, nema Þjóðverjar, Japan- ir og ítalir. Þeir skildu þýðingu uppeldisins, og færðu sér það óspart í nyt á neikvæðan hátt, eins og þegar er komið í Ijós. -f Steingrímur tók þátt í fjórum ársþingum kennara (1943, 44, 45 og 46). A þinginu í fyrra, sem stóð yfir í hálfan mánuð, var stofnað alþjóðasamband kenm- ara, og voru þar fulltrúar frá flestum löndum svo og félaga- samtökum kennara* Var leitað til fulltrúa um hvað leggja bæri sérstaka áherzlu.á til þess að tryggja varanlegan frið í heiminum. Steingrímur Arason svaraði: Faðerni Guðs, — bróð- erni mannanna. A þessu stofn- þingi alþjóðasamtakanna flutti Steingrímur Arason fyrirlestur um uppeldismál á Islandi fyr og nú, og sýndi (slenzka kvikmynd. •f “Eg hefi tröllatrú á uppeldi til þess að bæta mannkynið,” — sagði Steingrímur. Við vorum að rabba saman heima hjá hon- um. “Ennþá er ekki hægt annað að segja en að við séum á byrjun- arstigi í uppeldismálum. Sér- staklega er uppeldi barnsins á- bótavant á fyrstu sex árunum. En á þeim árum er mikið undir hendingu komið, hvaða áhrif verka á barnlð. En þá er þó að skapast grundvöllurinn að sál- arlífi þess. Því tel eg það hina merkilegustu nýjung að koma á fósturskólum í East End í Lon- don, sem Grænaborg var sniðin eftir. Þar er reynt að hafa áhrif á barnið, áður en það kemur á skólaskyldualdur”. “Þá vil eg taka það fram, að réttast væri að gera hverja ein- •ustu skólastúlku skylda til að læra það mikið í hagnýtri sálar- og uppeldisfræði, er geri hana hæfa til þess að ala upp börn á sem bestan hátt.” “Sálarfræðingar líta nú svo á, að skapgerðin sé meira komin undir umhverfinu, sérstaklega á fyrstu vaxtarárum barsins, held- ur en meðfæddum arfi. Þetta er gagnstætt því, sem almenn- ingur hefir haldið. Flestir hafa álitið, að upplagið væri svo ríkt í eðli manns, að því yrði ekki þokað. Mun ástæðan vera sú, að útlit og líkamsbygging gengur oft mikið í erfðir og sömuleiðis vitsmunir. En afstaðan til ann- ara manna og siðferðistilfinn- ingar eru að mestu leyti mótað- ar af því, sem að baminu snýr.” “Sú hugmynd um slæma eðlis- hætti, sem erfðir frá einhverjum forfeðrum, hefir oft haft ill á- hrif á uppeldi bama. Ef barn- ið líkist mjög einhverjum ó- happamanni í ættinni að útliti, hættir þeim fullorðnu við að álíta, að hann sé eins að öllu leyti. Afleiðingin verður oft sú, að hinir eldri færa þannig til- finningar sínar um þann frænd- ann eða forföðurinn yfir á barn- ið án þess að það hafi áskapaða þá illu eiginleika, sem það er á- sakað um.” “Þegar heimurinn er á þeim vegamótum að velja milli styrj- aldar eða varanlegs friðar og kristilegs bræðralags, þá er það fyrst og fremst uppeldið, sem getur orðið til þess að koma þess- ari framtí ðarhugsj ón í fram- kværnd. Verða kirkja, skóli og heimili að keppa sameiginlega að því að láta kærleikshugsjón Meistarans mikla rætast meðal okkar. Og það eru hin fyrstu á- hrif, og ekki hvað sízt hin trúar- legu áhrif, sem eiga að skapa grundvöllinn er ævilöng heill og hamingja mannsins hvílir á. Það var orðið æði skuggsýnt. Frú Hansína kom og kveikti ljós í stofunni. Steingrímur stóð á fætur og bjóst til ferðar inn í Flugbréf frá Reykjavík Frá fréllarilara Lögbergs í Reykjavík. 28. marz 1947. * Duílungafull veðráila. Einmuna veðurblíða var um alt Island í febrúarmánuði, og voru sólskinsstundir þrefalt fleiri en á venjulegu ári, en úr- koma aðeins f jórðungur af meðal tali 30 ára, að því er Veðuirstof- an í Reykjavík hermir. A þetta fyrst og fremst við um. Suður- land. Föstudaginn 21 marz brá þó út af þessu, og skall á stórhríð um mestalt Suðurland og teptust samdægurs allar samgöngur kringum Reykjavík og mjólkur- flutningair til bæjarins urðu erfiðir. Snjókomunni hélt svo áfram næstu daga og teptust flugsamgöngur við landið, þar sem ókleift var að lenda flugvél- um í Keflavík eða Reykjavik fyrir snjóþyngslum. Það bar til tíðinda í þessu of- viðri, að snjóflóð sópaði burt í- búðarhúsinu Karlsá við Selja- landsveg hjá Isafirði, og kona ein, sem var í húsinu, sópaðist með því niður að fjöru. Þar var hún gbafin upp úr snjónum lítið meidd. Annað snjóflóð skamt frá Isafirði sópaði með sér fjór- um sumarbústöðum Þá bar það við í stórhríð þess- ari, að barn fæddist í bifreið á leiðinni frá Geithálsi til Reykja- víkur. Bjó konan í sumarbústað skamt frá Geithálsi, og var hún á leiðinni á sjúkrahús í Reykja- vík, er hún ól sveinbarn. Skömmu síðar bilaði þó bifreið- in og varð að flytja konuna og barnið yfir í aðra bifreið í miðri hríðinni. Alt tókst þetta vel og konu og barni líður vel. Fjórir íarast í flugslysi. Tvær konur og tveir menn fór- (ust fimitudaginn 13. rnarz, er Grumman flugbáti félagsins Loft leiðir h.f. hvolfdi við Búðardal í Dalasýslu. Báturinn var að hef ja sig til flugs, er hann hrapaði í sjó niður. I honum voru sjö farþegar og flugmaður, og fótrust fjórir farþeganna, en hinir björg- uðust á einhvern hátt út úr bátn- um. Þeir, sem fórust, voru: Elísa- bet Guðmundsdóttir veitinga- kona í Búðardal, Magnús Sigur- jónsson frá Sælingsdalstungu i Dölum, María Guðmúndsdóttir frá Reykjavík (öldruð kona) og Einar Oddur Kristjánsson gull- smiður á Isafirði. Ekki er svo að sjá, að þetta slys hafi haft alvarleg áhrif á eftir- spurn eftir flugferðum á Islandi. Tvö flugfélög starfa nú á Islandi og halda uppi reglubundnum ferðum milli ýmissa staða á land- inu. Flugfélag Islands notar aðallega Douglas Dakota flug- vélar í ferðum til Akureyrar og tekur flugið sjálft þangað aðeins eina klukkustimd, en ferðir til flugvallanna aðra stund. Félag- ið Loftleiðir h.f. á allmarga litla Grumman flugbáta, sem geta lent á flestum fjörðum og halda uppi ferðum við Vestfirði, Austfirði, Siglufjörð og Vestmannaeyjar, en þar er nú allgóður flugvöllur. aorgina. Fyrir einu ári hefði það verið borg Englanna (Los Angeles) við Kyrrahafið. Nú var >að borg Ingólfs, Reykjavík. Þvi að í stað Tujunga-þorpsins var kominn Skerjafjörður, í staðinn fyrir hús landnámsmannsins, — Baugsvegur 30. Steingrímur Arason og frú eru comin heim eftir sex ára útivist. Veri þau hjartanlega velkomin! — íslenzka þjóðin væntir mikils af hinum mikla gáfu- og lær- dómsmanni, og fagnar því, að i íann skuli vera kominn heim til >ess að leggja uppeldismálum jjóðarinnar liðsinni sitt. — P. —Kirkjublaðið, 27. janúar, 1947. Reglulegar flugferðír um ísland. Allmikil tíðindi hafa það þótt hér, að ameríska flugfélagið American Overseas Airlines hef- ir reglulegar •flugferðir frá New York um Keflavíkurflugvöllinn til Stokkhólms. Flaug fyrsta flugvélin sem skírð var “Flagship Reykjavík” yfir hafið fyrir nokkru og var með henni margt gesta, meðal annars Vestur-Is- lendingarnir Grettir ræðismað- ur frá Winnipeg, Árni Hélgason ræðismaðuir frá Chicago, Georg Östlund og fleiri. Islenzkum blaðamönnum var boðið í fyrstu ferðina til Svíþjóðar og Banda- ríkjanna, og amerískum blaða- mönnum og sænskum og norsk- um fréttamönnum var boðið til íslands. Mikill fjöldi Islendinga hefir beðið ujp far með hinum miklu flugvélum þessa félags, bæði til Bandaríkjanna, Kanada og Norðurlanda. Winnipegbúi í Reykjavík Skákmeistari Kanada, piltuir- inn Yanofsky, dvaldist nýlega all-lengi í Reykjavík, og tefldi við beztu skákmenn Islend- inga, og varð Yanofsky nr. 1 og Wade nr. 7 á mótinu. Skáksnild Yanofskys vakti mikla aðdáun meðal Islendinga. Ríkissíjórnin tekin iil starfa. Fyrstu stóraðgerðir hinnar nýju ríkisstjórnar Stefáns Jó- hanns Stefánssonar eru nú komnar fram á alþingi. Hefir stjórnin í hyggju að setja á stofn fjárhagsráð, sem hafi með hendi stjórn á fjárfestingu (capital in- vestment), gjaldeyrismálum, inn- flutningi og útflutningi og tryggi áframhaldandi nýsköpun at- vinnulífsins. Vísitala framfærslukostnaðar (iildex for cost of living) komst um hríð upp í 316, en stjómin gerði þegar ráðstafanir til þess að lækka hana niður í 310 og þar mun verða reynt að halda henni. Verðlag á tóbaki og áfengi hef- ir nýlega hækkað mikið á Islandi og kostar pakki af amerískum sígarettum nú krónur 4.80 ($1.00 er kr. 6.50). ísland skógi vaxið? Mikill áhugi hefir verið á skóg- rækt á íslandi á síðari árum, og hafa verið settar á stofn margar skógræktarstöðvar. Hin stærsta hefir nú tekið til starfa að Tuma- stöðum í Fljótshlíð. Menn hafa verið sendir alla leið til Alaska tll að finna trjátegundir, sem vaxið geti á Islandi. Til dæmis mun sitka-greni frá Alaska vaxa % metra á ári hér á landi. Er ekki ólíklegt að á nokkrum næstu mannsöldrum verði með aðstoð þekkingarinnar hægt að klæða Gamla Frón aftur grænum skógi. Ben. Gröndal. Lýðræðið á tungu vitringanna “Ef frelsi og jafnrétti er helzt að finna í lýðræðisskipulaginu, eins og sumir hugsa, þá er raun- veruleikann að finna þegar allir einstaklingar þjóðfélagsins taka jafnan og sem mestan þátt í stjórninni.”—Aristotel. * * “Lýðræðið er ekki þvingun að ofan, heldur miðar það að borg- arastjóm. Það er ekki pólitískt hugtak, heldur miklu frekar heimsskoðun og lífsskoðun, sem stefnir að því. að hver einstakl- ingur. þjóðfélagsins beri virð- ingu fyrir öðrum einstaklingum. Lýðræði er boðberi réttlætis. —Masaryk. * * Lýðræðið, eins og það er full- komnast, merkir miklu meira en aðeins stjórnskipulag. Það er þjóðfélagsskipulag, sem snertir samskipti allra þegnanna. Það er skipulag, sem stefnir að því, að jafna tækifærum og ábyrgð í milli allra borgaranna.” —Woodrow Wilson. Amerísku blaðamennirnir undruðust margt í Reykjavík Lélu svo ummæll, að lífskjör íslendinga og menning væri á mjög háu sligi. * * Flestir amerísku blaðamann- anna óku um bæinn í gær á veg- um Blaðamannafélags Islands, að afloknum hádegisverði að Hótel Borg, sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu. Bjami Guð- mundsson, blaðafulltrúi, stjórn- aði förinni. Var skammur tími til þess að skoða hið markverð- asta, en um það sem þeir sáu, luku hinir erlendu blaðamenn upp einum rómi, að það hefði verið bæði óvænt og glæsilegt. Hinir amerísku blaðamenn settust upp í langferðabifreið að afloknum snæðingi og var ekið um bæinn og þeim sýnd hin markverðustu mannvirki á leið- inni til sundhallarinnar, sem var fyrsti áfangastaðurinn. Nokkrir íslenzkir blaðamenn voru með í förinni, auk Bjarna Guðmunds- sonar, formanns Blaðamannafé- lagsins, og skýrðu þeir það, sem fyrir augun bar. Hinir ame- rsku blaðamenn undruðust hinar miklu byggingaframkvæmdir hér og virtust mjög áhugasamir um að afla sér sem mestra upp- lýsinga um hag og aðbúnað al- mennings. Kváðust þeir undr- ast hve lífskjör og mennmgar- aðbúnaður almennings væri hér á háu stigi, miklu hærra en 1 flestum löndum, sem þeir hefðu komið til. Var ekið til sundhallarinnar og þeim sýnd hún hátt og lágt og rómuðu þeir mjög þrifnað og umgengni þar og líkamsmenn- ingu, er hún svo gerlega sýndi. Fanst þeim mikið til koma, er þeim var bent á, frá þaki sund- hallarinnar, þau mannvirki, sem hér væru að rísa upp og væru þegar risin upp, með svo fa' menniri þjóð. Þá var farið að Leifsstyttunni á Skólavörðuholti, og voru þa flestir þeirra alveg gáttaðir, þar eð þeir sögðu, að þeim hefði aetið" verið kent í barnaskólum, a^ Kolumbus hefði fyrstur íundið Ameríku. En þeir vom fljótir taka upp vasabækur sínar og hripa niður hjá sér áletrunina a baki styttunnar, þar sem segú, að Bandaríkin hafi gefið stytt' úna í tilefni af þúsund ára af' mæli alþingis til minningar um Leif Eiriksson, son Islands, er fyirstur hefði fundið land þeirra árið 1000. Þaðan var farið í listasafn Einars Jónssonar, og fanst þeun mjög mikið til koma, er Bjarnl Guðmundsson, blaðafulltrúi, skýrði hinar ýmsu myndir. Eink' um virtust þeir hrifnir af mynd' unum “Dögun” og “Útilegumað' urinn”, en einnig stöldruðu þ«ir lengi við margar af torráðnar1 myndum meistarans. Loks var farið í snarkasti, ef svo mætti segja, um Þjóðleik' húsið, sem þeim fanst afar fuB' komið; er það talsvert að markai eins langt og Bandaríkjameiú1 eru komnir í tækni. Að siðustu fóru blaðamennin1' ir í þjóðminjasafnið og var fyrir dr. Matthias Þórðarson, sem leiðbeindi gestunum. Þótti þeim næsta skrítið að sja þar svo mairga muni, er voru fra þeirri tíð, er Ameríka var óbygð hvítum mönnum og aðeins \’eið1' svæði rauðskinna. • En nú var degi tekið að halla, og þeir áttu fleiri verkefni fyrir höndum. —Alþbl. 20. rnarz- Minningarsjóður kvenfélagsins "Eining" í Seatile. minningu um Magnús Snowfielð, GJAFIR:— Mrs. R. Johnson, $1.00; Sigurð- •ur Stefanson, $5.00; Mrs. Guð- björg Kárason, $5.00; Mrs. Jó- hanna Johnson, í minningu um Sigurð Johnson, $1.00; Mrs. Sveinn Björnson, í minningu um Agnes Jonsson, $1.00; Mrs. A. J. Anderson, í minningu um Hólm- fríði R. Ólafson, $3.50; Mrs. Helga Tennant, í minningu um Sol- veigu Arnbjörnson, $1.00; Mrs. Margret George, í minningu um Th. Sivert, $1.00; Mrs. A. J. And- erson, í minningu um 1 Emmu &lafson, $2.50; Mrs. Jón Magnús- son, í minningu um Þuríði Magn- ússon, $3.00; Mrs. Jón Magnús- son, í minningu um Guðmund Magnússon, $3.00; Mrs. Guðbjörg Kárason, í minningu um Marie Johnson, $1.00; Mrs. Guðrún Magnússon, í minningu um Marie Johnson, 1.00; Jón Magn- ússon, í minningu um Hóseas Thorlakson, $2.00; Arni Sumar- liðason, í minningu um Guðrúnu Sumarliðason, $5.00; Árni J. Johannson, í minningu um Guð- rúnu Sumarliðason, $5.00; Mr. og Mrs. Isak Johnson, í minningu um Guðrúnu Sumarliðason, $5.00; Helga Sumarliðason, í minningu um Guðrúnu Súmar- liðason, $5.00; Mrs. A. J. Ander- son, í minningu ufh Guðrúnu Sumarliðason, $3.00; Guðrún Magnússon, í minningu um Guð- rúnu Sumarliðason, $2.00; Ingi- björg Helgason, í minningu um Josephine Helgason Feaman, $1.00; Guðrún Magnússon, í minningu um Kristrúnu John- son, $1.00; Guðbjörg Kárason. í minningu um Kristrúnu John- son, $1.00; Björg Thordarson, í minningu um Kristrúnu John- son, $1.00; Mrs. B. O. Johannson, í minningu um Kristrúnu John-y son, $1.00; Mrs. J. D. Joþnson, í ninningu um Kristrúnu Johnson, $1.00; Sigríður Snowfield, í $5.00; Mrs. Helga Tennant, 1 minningu um Albert T. Tennant> $2.00; Mrs. R. Johnson, í minn- ingu um Albert H. Tennant, $2.00; Mrs. K. Thorsteinson, 1 minningu um Sigríði Thorstein' son, $5.00; Mrs. Thorunn Hafliða- son, í minningu um Sigurð Hai' ( liðason, $21.50; Mrs. B. O. J°' hannson, í minningu um Svein Árnason, $5.00; Guðbjörg Kára- son, í minningu um Sigurveig11 Thorlakson, $5.00; Mrs. S. Her' mannson, í minningu um Sana Hermannson, $5.00; Robert Magnússon, í minningu um Wrb liam Johnson, $3.00; Sigurbjöm Johnson, í minningu um William Johnson, $2.00; Björg Thardar- son, í minningu um WilUam Johnson, $1.00; Úr félagssjóð1- í minningu um Kristján J. John' son, $19.50 — Walter Vatnsal, Alfred Albert, Kristine Borg' fjord, Johanna Johnson, Bjarm Goodman, Harold Strand, Sig' urður Hafliðason, Jón A. Sig' urdson, Marie Johnson, Hóseas Thoirlakson, A. H. Tennant, Gma Simúndson. Alls...... $138.00 22. marz, 1947. .* Þessar gjafir hafa flestar ver‘ gefnar í staðinn fyrir blóm V1 útfarir, en allar gjafir eru me teknar með þökkum. Sjo þessi gengur til styrktar Uin fyrirhugaða íslenzka elliheun1 í Blaine, Wash. Nú þegar er bU' ið að senda $100 þangað. Styrm gott fyrirtæki um leið og Pr minnist ykkar framliðnu vm • Guðrún Magnússom 2832 W. 70 St. skrif'a-rl- Seattle 7, Wash. Ástfanginn maður sendi stu unni varalit í jólagjöf og skr' a með:—Eg vona að eg fái mes honum aftur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.