Lögberg


Lögberg - 10.04.1947, Qupperneq 6

Lögberg - 10.04.1947, Qupperneq 6
6 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi 8. Kafli. “Komdu,” sagði hann, “svo er þetta alt gleymt. Taktu þetta ekki svo nærri þér, kæra Gladys. Það versta við það var, að þú skyldir fara þessa ferð ein- sömul, og svo að fara nú einsömul heim aftur, og það svona seint á kvöldi! Það er sem liggur þyngst á mér. Gæti eg bara farið með þér — það væri ekki hyggilegt — já, það er líka ómögulegt undir kringumstæðunum. Komdu og lofaðu mér að halda um handlegginn á þér og leiða þig, mín kæra Gladys.” Hún hugsaði sig um sem snöggvast, og móti vilja sínum lagði hún hendi sína á handlegg hans og hann laut ofan að henni og kysti hana. Þessi ástaratlot hafði skjót áhrif á hana; hún var viðkvæm og stórlynd, það var hættulegt að ætla sér, að leika með hana, en því miður hafði George enga hugmynd um það. Hún andvarpaði og var nærri farin að gráta. “Komdu, komdu,” sagði hann, “vertu ekki að hugsa til baka; hugsaðu framundan. Eftir rúman klukkutíma verðurðu komin heim.” “ímyndaðu þér ekki að eg sé hrædd,” sagði hún, og röddin skalf, en ekki af ótta. “Nei, en eg hugsa til þess sem liðið er. Ó, George, manstu þegar við mættumst fyrst?” “Já, já,” sagði hann og reyndi að koma henni í betra skap, og leit kvíða- fullur í kringum sig. Að hugsa sér að hann yrði séður að vera að ganga með stúlku á þjóðveginum, sama kvöldið sem föðurbróðir hans dó, það mundi spilla því áliti, sem hann hélt að fólk hefði á sér. “Já, já,” andvarpaði hann. “Get eg nokkurntíma gleymt því? Hvað eg var lánsamur að þú hafðir vilst af leið, og að þú snerir þér til mín, til að spyrja til vegar; hugsa sér bara að eg skyldi vera þar á ferð í bænum. Maður talar svo hugsunarlaust, bæði um eitt og annað, að það séu bara tilfelli.” “Tilfelli,” sagði hún angurblítt — gott eða slæmt tilfelli fyrir mig — hvort heldur? George, stundum óska eg, að við hefðum aldrei mætst — að eg hefði aldrei orðið á vegi þínum, og hefði lifað mínu áhyggju- og tilbreytingarlausa og fátæklega lífi. En teningunum var kast- að þann dag. Eg gekk heim til míns rólega heimilis, til gamla mannsins, sem mér hafði verið í föður og móður stað, já alt, og líf mitt var sviplega breytt.” Hugur hennar var svo bundinn við þessar minningar, að hún óafvitandi talaði í fullum málróm, og George skim- aði lafhræddur alt í kringum sig. “Hafði afi þinn nokkurn grun?” spurði hann. “Nei,” svaraði hún, “hann hefir fult traust til mín. Ef hann spyr mig nokk- urs þegar eg fer út til að mæta þér, er hann ánægður er eg segi honum að eg ætli til einhvers nágranna okkar. George, eg ef ætti móður — hún stanz- aði — “heldurðu að eg hefði líka tál- dregið hana?” “Táldregið?” endurtók hann. “Tál- draga er stórt og viðurhluta mikið orð, mín kæra Gladys Ýmsra orsaka vegna höfum við verið neydd til að gæta ýmsr- ar vafúðarreglna — látum okkur segja hreint út, neydd til að halda trúlofun okkar leyndri. Hefurðu nefnt nafn mitt við nokkurn?” spurði hann. “Ekki við eina einustu manneskju,” svaraði hún. “Það var okkur alveg nauðsynlegt að halda því leyndu,” hélt hann áfram. “Föðurbróðir minn var vargur í lund og ósveigjanlegur og óbilgjarn í dómum sínum, og vorkunnarlaus.” t “En,” sagði hún alt í einu, með dá- litlum ákafa, “hann er nú dáinn, George; nú þurfum við ekki lengur að halda trúlofun okkar leyndri.” George roðnaði og beit sig í varirn- ar. “Hægt og hægt, Gladys,” umlaði hann og klappaði henni á hendina. “Við verðum að vera þolinmóð — við verð- um að bíða með það dálítið ennþá. Eg hefi það traust til þín, mín kæra Gladys, að þú treystir mér — já, já — eg veit að —” Hann stansaði því liún greip óþol- inmæðislega um hendi hans. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL, 1947 “George,” sagði hún, og þó hún tal- aði hægt og með niðurbældum róm, virt- ist málrómur hennar samt að snerta hjarta hans. “George, í kvöld — eg veit ekki hversvegna — en í kvöld er það í fyrsta sinn, sem eg hefi efast um þig — nei, ekki efast, þvr eg hefi strítt á móti þeim grun, að eg hafi gert rangt í því að treysta þér.” “Mín kæra Gladys?” sagði hann í aumkunarlegum málróm. “Það var illa gert af þér að fara frá mér, án þess að láta mig vita af því, og vera svona lengi í burtu —” sagði hún; “ og þú lagðir alt of mikið á hættu með ást mína. Eg — er ekki viss um að hve miklu leyti eg hefi staðist það. í kvöld er efi í huga mínum um það. George, horfðu framan í mig!” Hann veik til höfðinu og leit ofan að henni; en hann þurfti ekki að líta langt niður, því hún var há vexti, og í þetta sinn í hugaræsingu sem hún var í virtist hún hærri en vanalega. Tunglið kom fram milli skýja og skein á andlit hen- nar; varir hennar voru fast pressaðar saman, og augu hennar lýstu sem cfemantar frá hennar föla andliti. “Líttu á mig, George; ef — eg sé að þér eru nokkur svik í huga gágnvart mér —” “Mín kærasta—” “Útrýmdu slíkri hugsun úr huga þín- um, og hér í kvöld ræð eg þér, George, að hreinsa alla slíka hugsun burt úr huga þínum, því ást sem mín, er eins og tvíeggjað sverð; það heggur til beggja hliða — til ástar eða haturs! George, eg hefi elskað þig, eg hefi treyst þér — mín vegna og sjálfs þín vegna, vertu mér trúr!” Þessi orð vöktu meiri hugsun en ótta hjá honum. Nú í fyrsta sinn hafði hann kynst þessari hlið af karakter hennar. Hingað til hafði þessi fallega stúlka ver- ið brosandi og mild. Var hún reið, eða hafði hann misskilið hana? Hann varð snjóhvítur í andlitinu, hann lét aftur augun og lagði handlegginn utan um hana. Mín elskulegasta Gladys, hvað get- urðu meint? Táldraga þig, svíkja þig, blekkja þig! Geturðu látið þér til hugar koma að eg sé slíkur maður? Heyrðu nú hringir járnbrautarklukkan, þú skii- ur ekki við mig með slík orð á vörun- um?” Hún virtist að reyna að hrekja efann úr huga sér, og lagði hendina á herðar hans. Fyrirgefðu mér George,” sagði hún lágt, í mildum málróm. “Það hefi eg þegar gert Gladys,” sagði hann. “Og nú verðum við að skilja! Mér þykir það mjög sárt; eg má ekki einu sinni gangá með þér upp að járn- brautarpallinum. Það gæti einhver séð okkur saman. Það er þín vegna.” “Já, já, eg skil,” sagði hún og and- varpaði. Vertu sæll — þú skrifar eða kemur til mín — þegar?” “Já, strax eftir einn eða tvo daga,” sagði hann. “Vertu ekki óþolinmóð. Eg hefi mikið að gera; útför vesalings föð- urbróður míns og — vertu sæl. Eg bíð hér til að sjá lestina fara á stað. Vertu sæl, kæra Gladys!” Hún faðmaði hann og endurgalt koss hans; svo gekk hún með fram veginum að járnbrautarstöð- inni, sneri við, hélt upp hendinni og kall- aði þessi tvö orð til hans, sem var: “Gleymdu ekki!” George beið þar til lestin var komin á stað, og nokkuð áleiðis, þá hvarf upp- gerðarbrosið af andliti hans, svo kom hræðslu og órólegheita svipur á hans náföla andlit, og hann gekk hratt heim til sín. Hann var alveg ruglaður út úr því, að þessi stúlka skyldi koma og auka á áhyggjur hans og gera hann órólegri, hann tapaði alveg hugsana jafnvægi, en hann skildi, að hann þurfti nú að halda á öllu sínu tilfinningarleysi. Sú hætta, sem þessi erfðaskrá hafði alt í einu komið honum í, krafðist allrar hans hugsunar, og svo varð hann gegn vilja sínum, að hugsa um Gladys. Hann hafði mætt henni, eins og hún hafði sagt, á götu, og þau höfðu myndað kunnings- skap milli sín, sem varð að trúlofun. Ein og óvernduð, að undanteknum göml- um afa sínum, og alveg ókunnug heim- inum hafði Gladys Holcom látið þennan sniðuga George Lamonte tæla sig, með loforðum um ást og góða daga; og hann að sínu leyti var hrifinn af hennar fögru augum og hennar barnslegu einlægni. Nú fór hann að sjá eftir því að hafa trú- lofast henni, og lofast til að giftast henni, og hugði nú til undanbragða. Sannleikurinn var sá, að hún hafði gert hann hræddan. Hingað til hafði hún ávalt horft á hann með sínum dökku augum fullum ástar og aðdáun- ar, en nú, þetta kvöld, í fyrsta sinn, kom hennar ákafa ástríða í ljós. Með þvílíku alvöru ávarpi, “Gleymdu ekki!” hljómaði ennþá óþægilega fyrir eyrum hans. Ef hann hefði verið maöur sem elskaði hana með sönnu og trúföstu hjarta, þá hefði þessi alvarlega áminn- ing orðið til þess að hann hefði elskað hana ennþá heitara; annað eins lítil- menni og hann var, fann þó að hennar karakter var sterkari en hans, og hann varð hræddur. “Já,” muldraði hann fyrir munni sér, er hann opnaði hurðina að lestrarsaln- um, og undir eins og hann kom inn, settist hann niður í stól. “Það var mis- grip — já, misgrip! En eg get ekki séð nú strax, hvað eg get gert í því tilfelli! — Hann þurkaði svitann af enni sér og kveikti annað ljós. Nú skyldi ekkert hindra hann frá því að eyðileggja þessa bölvaða erfðaskrá, sem stóð milli hans og auðæfanna; hann ætlaði að brenna hana strax — strax. Og í æðislegum ákafa stakk hann hendinni ofan í frakkavasa sinn; honum brá snögt við og féll aftur á bak ofan í stólinn, sem hann hafði setið á, náfölur eins og dauð- inn hafði gripið hann heljartaki á einu augnabliki. Vasinn var tómur. Erfðaskráin var þar ekki. “Eg — eg er bjáni!” sagði hann brosandi. “Eg hefi látið hana í annan frakka,” svo hann leitaði í yfir- frakkanum, en hann varð þess brátt var að hún var þar ekki heldur. Eins og brjálaður maður leitaði hann í öllum vösum árangurslaust; hann lagðist á hnén og leitaði á gólfdúknum, hann þreifaði með höndunum eins og hann treysti ekki augum sínum. Hann reif að mestu upp gólfdúkinn, hristi gluggablæjurnar, en alt árangurslaust. Hann komst á endanum að þeirri niður- stöðu að skjalið væri ekki þar inni í stof- unni. Svo stóð hann kyr, þrýsti hendinni að enninu og beit sínar bláhvítu varir. Hann varð að hugsa sig um — hugsa — hugsa! Hvar gat skjalið verið? Hann var viss um að hann hafði ekki mist það í stiganum né annarsstaðar í hús- inu, því hann mundi svo vel að hann hafði fundið það með hendinni er hann hnepti að sér yfirfrakkanum. Eín, ef það var ekki í húsinu, hvar var það þá? Af æsingunni, sem hann var í gleymdi hann allri aðgæzlu. Hann opn- aði glerhurðina, og með ljós í hendinni, leitaði hann á steinlagningunni fyrir utan húsið; rakti spor sín yfir grasflöt- ina — en alt árangurslaust. “Það hlýtur að liggja einhversstaðar á veginum,” hugsaði hann; og stórir svitadropar runnu ofan andlit hans. “Þar hlýtur það að liggja, og einhver sem fer eftir veginum kann að finna það og koma öllu upp; eg verð, eg skal finna það! Brennivín — já, eg verð að fá mér meira brennivín — þetta — þetta gerir mig vitlausan!” Hann kveikti á ljóskeri og æddi út á veginn og leitaði eins og hann væri að leita að saumnál. Hann var í svo æstu skapi, að hann gætti einskis. Alt í einu rakst hann á einhVern og við að líta upp sá hann háan mann standa fyrir fram- an sig. Hann rak upp hræðilegt org af hræðslu og reiði, henti frá sér ljósinu og réðist á manninn. “Þú — þjófurinn þinn!” æpti hann, “fáðu mér það — fáðu mér það!” Maðurinn reyndi að losa af sér takið sem George hafði náð um hálsinn á hon- um, og er hann var búinn að því, sló hann árásarmanninn niður og hélt hon- um spriklandi undir sér. Svo kveikti hann á eldspýtu. Þar lá George rausandi og bölvandi, og er hann leit upp, vár það Fred Hamil- ton, sem lá ofan á honum, og virti hann fyrir sér með kaldri fyrirlitningu, undr- un og grunsemd. “Hvað, ert þáð þú, George?” sagði Fred með fyrirlitningu. “Ertu genginn af vitinu?” svo slepti hann George og lét hann standa upp. Hann stóð upp og strauk moldina af frakkanum sínum, en hann skalf, en reyndi þó til að átta sig. “Hvað gengur að þér?” spurði Fred alvarlega; “ertu orðinn vitlaus. Hvað ertu að gera hér úti með ljós og hagar þér eins og þú hefðir strokið út úr vit- firringahæli?” “Minn kæri Fred, hvað þú gerðir mig hræddan, eg hefi aldrei á æfinni orðið svona hræddur.” “Já, það lítur út fyrir það,” sagði Fred í sterkum róm. “Taktu upp lukt- ina, sem liggur þarna,” og hann benti á luktina með fætinum. En George hreyfði sig ekki. “Luktin má eiga sig,” sagði hann. “Það er víst satt, sem þú segir, eg hefi hlotið að vera viti mínu f jær Eg er virki- lega hættulega veikur, minn kæri Fred.” “Ertu meiddur?” spurði Fred, sama um hvort svo var eða ekki. “Nei, nei,” stamaði George; “hafðu engan kvíða út af því, minn kæri Fred. Það var alt mér að kenna. Sannleikur- inn er — að eg —” Hann hikaði við, því Fred tók luktina og kveikti á henni, og hélt henni upp, svo hann gæt séð framan í George. “Nú”, sagði hann, og í rómnum lá sú meining að hann vildi sjá framan í George, meðan hann talaði og gerði grein fyrir þar veru sinni. “Ástæðan er,” sagði George, “að eg hefi verið svo óheppinn að missa eða týna vasabókinni minni '— nei, ekki vasabók, það er varla rétt, en skjali, sem lögmaðurnn minn sendi mér — ekki svo sem mikils virði, nei, ekki verðmætt —- nei aldeilis —” “Já, eg skyldi halda það, eftii; því sem þú ásakaðir hinn fyrsta mann, sem þú mættir, að hafa stolið því,” sagði Fred með rólegri fyrirlitningu. George, eins og hann var vanur, er hann var í óþægilegum kringumstæð- um, beit sig í varirnar, og úr augum hans skein hatur og grunsemd. “Kæri Fred, fyrirgefðu mér,” sagði hann, og bar hendina upp að enninu og andvarpaði. “Ef þú hefðir setið uppi eins margar nætur eins og eg, og værir svo útslitinn og þreyttur, þá mundir þú hafa dálitla hluttekningu með mínum ofreyndu taugum. Eg er blátt áfram al- veg eyðilagður í kvöld, minn kæri Fred.” Hann var það líka í fylsta skilningi, því Fred hafði ekki verið mjúkhentur á hon- um. , Fred horfði sem snöggvast á hann, án þess að segja neitt; svo hélt hann ljósinu upp að honum. “Það er bezt fyrir þig að fara heim og fá nokkra af þjónunum til að hjálpa þér til að leita að þessu skjali, sem þú segist hafa mist,” sagði Fred. “Góða nótt!” “Æ, það er gagnslaust,” sagði George ákafur. “Farðu ekkh—stanzaðu sem snöggv- ast, minn kæri Fred Eg — eg vil fara með þér alla leið til “Bee”, þar sem þú ætlar að vera.” “Nei,” sagði Fred snúðugt; og sá tortryggnisblik í augum hans. “Eg skil að þú munir vera hræddur um, að eg finni þetta skjal, sem þú þykist vera að leita að, það er þá bezt að þú komir með mér.” George' brosti og tók í handlegg Freds. “Þú — þú gerir ekki gabb að mér? Kæri Fred? Þú — þú hefir ekki haft — skjal í vasanum allan þennan tíma?” Fred horfði með djúpri fyrirlitningn á hann. “Þó eg segði þér að eg hefði ekki, veit eg að þú mundir ekki trúa mér,” svaraði Fred. “Taktu hendina burt af handlegg mínum!” “Nei, stanzaðu, stanzaðu!” ° George með draugslegri viðleitni til að hlæja. “Farðu ekki, minn kæri Fred- Vertu hjá mér í nótt; mér mundi þykja mjög vænt um það. Eg er svo miður mín í kvöld, svo eg — eg þrái svo mjög að hafa einhvern hjá mér. Eg grátbæni þig um að vera hjá mér ” Af ótta fyrir því að Fred færi frá hon- um, hélt hann fast í handlegg hans. Fred hristi hann af sér með svo kröftugu viðbragði, að George var nærri því fallinn. “Farðu heim til þín,” sagði hann alvarlega, “og lofaðu mér að vera einum. Eg vildi ekki sofa undir sama þaki sem þú. Hvað þessu tapaða skjali viðvíkur, þá má það vera sem vera vilL þú getur leitað að því á morgun, nema að þú viljir verða fyrir enn verri með- ferð,” og svo gekk hann frá honum. George beið þar til hann áleit að frændi sinn væri kominn nógu langt \ burtu, þá kastaði hann mæðinni, og fór á eftir honum. Hann hafði stöðugt aug' un á Fred, en hann stanzaði ekki fyr en hann kom að gistihúsinu. George fann ekki þetta tapaöa skjal á veginum, svo hann sneri heim til sín og fór inn í lestrarsalinn; hann var meir dauður en lifandi. Hann var að spyrja sjálfan sig að því, hvort Fred Hamilton mundi hafa fundið skjalið, og ef ekki. hver myndi þá hafa fundið það. # Eftir dálitla stund varð hann rólegri- Hann fór að hugsa og yfirvega alla að- stöðu sína frá öllum hliðum, þar til hr gat komið hugsunum sínum það saman, að hann gat myndað sér vissa áætlun- Það var ekki viturlega útreiknað, það var býsna reikult og óákveðið, en það var það hugsanlegasta sem honum gnt komið til hugar, þá í svipinn.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.