Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.04.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 y'O'P- ® A Complete Cleaning I istilution 60- ARGANGUR PHONE 21 374 A Complete Cleaning Instilution WINNIPEG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL, 1947 NÚMER 15 NAKVÆMUSTU OG ALLRA NYJUSTU FREGNIR AF HEKLUGOSINU '4- 4- 4- 4 ------------------------------------------------------*----------- ^rá sendiráði íslands í Washington, 2. apríl, 1947. {ferra ritstjóri: Eg vil hér með skýra þér frá því; að sendiráðinu kefir borist svohljóðandi símskeyti frá utanríkisráðu- ^eytinu í Reykjavík vegna Heklugossins: Heklugos hófst hálf-sjö laugardagsmorgun. Hefir geysað mismunandi ákaft síðan Hraun- straumur kominn suðvestur niður undir Gamla Næfurholt, sem eyddist 1845. Annar aðal- straumur fellur norðaustur eftir. Engin hætta hraunflóð valdi neinu verulegu tjóni. Hinsveg- ar hefir öskufall þegar gert mijdnn skaða í Pljótshlíð þar sem sextán, seytján bæir fara ef til vill fyrst um sinn í eyði. Umtalað niður- skurð tvö þúsund sauðf jár. Askan fallið á geira frá Heklu milli suðurs suðausturs, innfaldar Vestmannaeyjar. Annarsstaðar lítið sem ekki, en lausagrjót fallið víða. Enginn ótti við gosið enda samgönguleiðir ágætar.” Með beztu kveðjum, bréfi frá Reykjavík, til •ritstjóra Lögbergs .^ann 4. þ. im., barst ritstjóra égbergs bréf frá hr. J: Agúst °hnson fyrrum féhirði við Landsbanka Islands, og um eitt skeið meðritstjóra Heimskringlu, Par sem vikið er að Heklugosinu nýja; bréfið er dagsett þann 31. ^arz, og er þar jjieðal annars Pannig komist að orði: Heklugosið er heldur í rénun i da§: öskufall er minna. Sums- staðar í Fljótshlíð, undir Eyja- fjöllum og í Vestmannaeyjum, varð öskulagið 4 þumlunga þykt; §°smökkurinn náði hálfa áttundu mdu í loft upp. 4- Herra Benedikt Gröndal frétta- ritstjóri Alþýðublaðsins í Reykja sendi Lögbergi blaðaúr- hppur, sem bárust því með ugpósti á þriðjudagsmorgun- lnn, varðandi Hekluigosið, og ^eð það fyrir augum, að veita esendum Lögbergs sem greið- astan aðgang að áminstum upp- ýsingum, verða ummæli Al- Pyðublaðsins og Tímans, prent- uð UPP í heild.— 4- *“lr Alþýðublaðinu:— heklugosið Eólki á bæjum í Þjórsárdal Varð ekki svefnsamt í nótt vegna ý^kjanna úr hinni alelda Heklu, en glóandi hraunflóðið vall fyrir augum þess niður vesturhlíðar JíUsins og virtist í gærkvöldi 0mið niður fyrir Hestarétt, sem j"r ýið fjallsræturnar, og um 20 Uómetra frá Asólfsstöðum. raunflóðið sást fyrst er dimma tok °g virtist fjallið þá alelda. ^ndur í Þjórsárdal í huguðu í §®r að senda konur og börn brott Ur Ualnum, en töldu þó ekki á- stæðu til þess að sinni. °ft hraun renni nú niður vest- Urhh'ðar Heklu, er það skoðun mQnna, að gosið sé enn þá meira n°rðaustan í fjallinu, og þar sást raun fyrst renna niður hlíðar- Uar í gærmorgun, er flugvélar ugu þar yfir. Mikla eldstróka , ar har yfir í gaerkvöldi að sögn ndans að Asólfsstöðum, en ^Ja fur fjallstindurinn var þá lnn þykkum reykjarmekki. j °skufall hefur verið lang sam- ^®a mest í Fljótshlíðinni og andan við Markarfljót undir THOR THORS. Eyjafjöllum. Vindáttin ber mest- an hluta öskunnar þar yfir, og var vikur og öskufall orðið 3 þumlungar, þegar síðast fréttist af innri bæjum í Fljótshlíð. All- ur fénaður er þar hafður inni, og hafa bændur ekki einu sinni á- rætt að vatna honum vegna hættu á eitrun í vatni af völdum gossins. 1 Þjórsárdal, þar sem öskufall er mjög lítið ennþá, hafa bændur hins vegar haft fé sitt úti af ótta við að gripahús hrynji í jarðskjálftum, einkum þar sem veggir eru hlaðnir. Hinir miklu dynkir, sem voru í gær í öllurn nærsveitum eld- fjallsins, fóru vaxandi eftir því sem leið á daginn. Bar öllum saman um það í gærkvöldi, As- ólfsstöðum, Holsvöllum og Selja- landi og viðar, að dynkirnir hefðu verið mestir um og eftir klukkan sex. Var það og skoðun bóndans á Ásólfsstöðum, að gosið færi vaxandi með kvöldinu. Hekla, drotning íslenzkra eld- fjalla, vaknaði af aldar dvala rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun, og kom þá jarðskjálftakippur og mikill dynkur heyrðist kl. 6.50 um gervalt suðurlandsundir- lendi, í Vestmannaeyjum, víða norðan lands og alt út til Gríms- eyjar. Segja sjónarvottar, að svo hafi virst sem fjallstoppurinn springi og mikil reyksúla gysi i loft upp. Hækkaði súlan ört og náði yfir 10,000 metra hæð. Víða í nærsveitum. t. d. í Marteins- tungu, lék alt á reiðiskjálfi og klukkur hristust á veggjum. Vikur ok öskufall byrjaði i Fljótshlíð á áttunda tímanum, og tók þegar að dimma í lofti. Vindáttin beindi öskunni og reyknum fyrst og fremst í þá átt og yfir til Vestmannaeyja, og varð þar aldimmt eftir skamma stund, svo að ekki varð lesið á bók og Ijós voru kveikt í húsum. Bifreiðar óku um með fullum ljósum, en bátar sigldu með Ijós um höfnina í eyjum. Töldu sjó- menn, að þeir myndu varla finna lóðir sínar aftur, ef þeir legðu þær. Flestir jöklar suður af Heklu eru nú orðnir svartir af sóti og ösku, en fjallið sjálft var orðið autt um miðjan dag. Sólskin var um morguninn í nærsveitum og dró fyrir sólu í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Eyjum, en sums staðar birti nokkuð eftir hádegið og sá jafnvel til sólar aftur. Vöxlur í Rangá. All mikill vöxtur hljóp i Rangá í gærdag og mun hafa hækkað í ánni um alt að einum metra. Þegar leið á daginn lækk- aði þó vatnsborðið aftur. Vöxtur í ánni er oft samfara Heklugos- um.—Alþbl. 30. marz. 4 Úr Tímanum:— HEKLUGOSIÐ Hekla byrjaði að gjósa í gærmorgun eflir 102 ára hlé. Mikið gos og myrkur sunn- anlands. Lausi fyrir klukkan 7 í gærmorgun heyrðisl gífur- leg sprenging frá Heklu. Fylgdi henni snarpur jarð- skjálfíakippur, sem náði um ali Suðurland. Þegar á efiir gaus mökkur mikill upp úr Heklu og náði hann fljói- lega' 7—8 km. í lofi upp. Síðan hefir siöðugt verið mökkur yfir Heklu og hefir hann sézi greinilega frá Reykjavík. Jaíníramt heyr- asi stöðugi drunur og dynk- ir frá Heklu og hafa þeir heyrsi víða um land og jafn- vel norður í Grímsey og iil Vesifjarða. Yfir öllu Suður- landsundirlendinu liggur dimm móða og í Rangár- vallasýslu var myrkur í gær. GOSIÐ SÉÐ ÚR LOFTI Frásögn Guðm. Tryggvasonar. Pálmi Hannesson rektor gekkst fyrir flugleiðangri austur til Heklu fyrir hádegi í gær, til að athuga úr lofti hið stórfeng- lega gos, sem þá var byrjað fyr- ir fáum klukkustundum. Lagt var af stað kl. 10.26 og var flogið í Dakotavél frá Flugfélagi Is- lands. 1 leiðangrinum tóku þátt, auk Pálma rektors, Eysteinn Jónsson mentamálaráðherra, Hermann Jónasson alþm., Brynjólíur Bjarnason alþm., Guðm. Hlíðdal símamálastjóri, náttúrufræðing- arnir Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson, frétta- menn frú útvarpi og blöðum o. fl. Tæplega er hægt að hugsa sér betra skygni heldur en var hér í gærmorgun, enda sást gos- mökkurinn úr Heklu greinilega frá Reykjavík. Flogið var af Reykjavíkurvell- inum beina leið austur yfir Mos- fellsdal, Mosfellsheiði, Þingvalla- vatn og Grímsnes og þaðan beint að Heklu. Að jafnaði var flogið í ca. 2200 feta hæð, en þegar nær dró eldfjallinu, hækkaði vélin flugið upp í 7600 feta hæð. Eins og geysimikið ský Strax þegar komið var austur yfir Mosfellsheiði, sást gosmökk- urinn greinilega, og mætti helst líkja þeirri sjón við ferlega út- syinningsskýjaklakka. Mökkur- inn teygir sig upp í á að giska 40 þúsund feta hæð og hallast lítið eitt suður á við, undan norð- anáttinni, en yfir Suðurlands- undirlendinu frá Eyjafjöllum vestur undir Hvítá og á haf út, hvílir misturmóða, módökk í grend við fjallið, en þynnist og lýsist eftir því sem fjær dregur. Á hællusvæðinu Það varð þegar ljóst, er komið var austur að Heklu, að engin leið var að fljúga kringum fjall- ið, því að suður af því var algert myrkur og stórhríð af kolsvartri eldfjallaöskunni. Flugvélin sveimaði því að norðan, vestan og austan við fjallið. Fyrst var ekki komið öllu nær gígnum en í 10 km. fjarlægð, en næst mun vélin hafa komist í 3—4 km. fjar- lægð frá gosinu, og er það óneit- anlega ekki hættulaust, því að grjótflugið upp úr gígnum er með fádæmum. % 1 suður, nokkuð í suðaustur og langar leiðir suðvestur frá Heklu, er landið að þekjast svartri ösk- unni, og er það ýmist svart eða grálleitt yfir að sjá. Tindafjalla- jökull má til dæmis heita alveg svartur. En þá að þessi svarta ábreiða veki óneitanlega ugg og eftirtekt, er það þó fyrst og fremst fjallið sjálft, gígurinn, gosrriökkurinn í ferlegum bólstr- um og hnyklum, og glóandi hraunstraumarnir, sem seiða augað og athyglina til sín. Niður norður- og norðaustur- hlíðar Heklu renna tveir hraun- straumar, og er a. m. k. annar þeirra fnargra kílómetra breiður. Upp af hrauneifum þessum legg- ur ryðbrúnan reyk af brunnum sandi og grjóti. Eins og geta má nærri, er snjór sá, er á fjallinu hefir legið, að mestu bráðnaður, og hefir af því orðið jökulhlaup niður í Rangárbotna. Athygli vekur það, að innan um brúnar hraungufurnar og gráa gosmekk- ina má sjá háa, hvíta gufustróka víðsvegar um norðvesturhlíðina, líkast því þegar reykir stíga upp af stóru hverasvæði. Er um tvennt að ræða, að þarna séu að gufa upp síðustu leifarnar af vatni og snjó, eða að þarna hafi opnast sprungur og glufur, sem heitar gufur úr iðrum jarðar rjúki upp um. Eldhaf Nokkru eftir að komið var austur, var sem gosmökkurinn þynntist snöggvast að norðan- verðu og gat þá að líta eina hina ægilegustu sýn. sem mannlegt auga fær séð. Þar sem revkurinn hvarflaði frá, kom í ljós dumb- rautt eldhafið upp úr gígnum og af heljar-björgum, sem þeyttust mátti þá greinilega sjá þétta hríð í sífellu svo hátt, sem séð varð. Munu allir sjónarvottar sammáia um, að forfeður okkar, sem töldu Heklugíga reykháfa Helvítis, hafi verið mikið vorkunnarmál að hallast að fyrgreindri skoð- un. — * * Eftir að flugvélin hafði sveim- að í grend við Heklu rúma klukkustund var haldið heim- leiðis og lent á Reykjavíkurflug- velli klukkan hálf eitt. Þeir, sem tóku þátt í ferðinni, munu minnast hennar alla ævi, því að jafn hrika-stórfenglega sýn og 40 þúsund feta háan, bik- svartan gosmökkinn á aðra hönd og mjallhvít öræfin, böðuð í há- degissólinni, á hina, getur eng- inn látið sig dreyma um, nema sá, sem séð hefir. FUGLAR FLÝJA TIL HAFS. ÓTTAST AÐ FISKUR HVERFI AF MIÐUM. í Vestmannaeyjum fanst snöggur jarðskjálftakippur laust fyrir kl. 7 í gærmorgun, og á 8. tímanum varð vart við tvær hræringar. Um svipað leyti sást gosmökkurinn í norðri, en brátt gerðist svo dimmt af mistri og öskufalli, að hvorki grilti í Helga- fell eða Heimaklett. Unnið var við ljós allan daginn og bílar óku með ljósum. Framan af deginum féll gróf- gerður sandur, þungur í sér, svo að hann sekkur í vatn, en þetta breyttist þegar leið að kvöldi, öskufallið minkaði og var það einkum fíngert duft, sem þó sær- ir augun. Öskufallið var orðið það mikið kl. 7 í gærkvöldi, að öskulagið var farið að hrynja af sjálfsdáðum af meðalbröttum húsaþökum. Allan daginn heyrðust þungir dynkir og drunur frá Heklu. Bátar fóru á sjó í gærmorgun og fiskuðu ágætlega í fyrstu, en svo var sem að fiskurinn hyrfi alveg af miðunum. Til dæmis fékk einn bátur mjög gott tog um morguninn og reyndi síðan aftur á sömu slóðum í tvo tíma, en fékk þá aðeins einn fisk. Fuglar flýja frá Eyjunum í stórhópum, suður um haf. —Tíminn 30. marz. Frá prestsvígsludegi Péturs kandídats Sigurgeirssonar Myndin er af vígsluveizlu-gestum heima hjá biskupshjónunum. Snæddur var kvöldverður að kvöldi vígsludagsins, en vígslan fór fram kl. 10 f. h. Barst Pétri ósköpin öll af heillaóskum og blómum. Myndin er tekin í borðstofunni af Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmyndara. Á myndinni er þetta fólk: Fremsla röð (talið frá vinstri)—Guðlaug Sigurgeirsdóttir; Sigurveig, kona séra Sveins Víkings; Rannveig, kona Vilhjálms Þór; séra Pétur; Sigurgeir Sigurðsson, biskup; biskupsfrú Guðrún Pétursdóttir, Bentína, kona séra Friðriks Hallgrímssonar; Þórunn, kona séra Sigurjóns Árnasonar; prófessor Ásmundur Guðmundsson. Miðröð—Svanhildur Sigurgeirsdóttir; Ingibjörg, kona séra Jóns Thorarensen; Dagný, kona séra Jóns Auðuns; Bryndís, kona séra Árna Sigurðssonar; Laura, kona Magnúsar Sch. Thorsteinssonar; Magnús Sch. Thorsteinsson, forstj.; Vilhjálmur Þór, forstj.; fyrv. dómsprófastur Friðrik Hallgrímsson; fríkirkjuprestur Árni Sigurðsson, vígslubiskup Bjarni Jónsson; séra Sigurjón Árnason; Steinunn, kona prófessors Ásmundar; Benedikta, kona prófessors Magnúsar; * Þóra, kona séra Jakobs Jónssonar Aftasla röð—iséra Jón Thorarensen; séra Jón Auðuns; prófessor Magnús Jónsson; séra Sigurbjörn Ástvaldur Gísla- son; skrifstofust. séra Sveinn Vikingur; séra Jakob Jónsson; Sigurður Sigurgeirsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.